Lögberg - 07.05.1942, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.05.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MAÍ, 1942 3 þreii'anlega, að ekki hafa öll boð verið hetur haldin þá en nú. ♦ Vegna þess hve Bergen varð íljótt þýðingarmikil borg, varð hún tljótt miðdepill nonska kon- ungsrikisins og það vita menn að Eisteinn konungur, bróðir Sigurðar Jórsalafara, byggir þar konungshöll rétt eftrr 1100. Var það timburhús mikið og þótti hið fegursta er gert hafði verið í Noregi. Þessi höll Eysteins stóð um 100 ár, þar til hún hrann 1200 og þótti það hinn mesti skaði, er hinn rauði hani gól yfir henni. Eftir daga Eysteins lét Ingi konungur Bárðarson endurreisa konungsgarðinn og voru þar a uiieðal tvær tilkomumiklar hali- lr, Sumarhöllin og Jólahöllin. En um þessar mundir óx Bergen nijög að íbúum og auðæfum og að því kom fljótt, að kóngsgarð- ur Inga nægði hvergi nærri sem a<5setursstaður æðsta manns rik- •sins, hvað stærð og íburð snerti. þar við bættist, að sem vígi Var konungsgarður þessi óhæfur. i hvert sinn sem óvini bar að 'höndum í liergen varð konungur að halda þaðan til Sverrisborgar. Þá kemur Hákon Hákonarson sögunnar. Það er talið að Vehli Noregs hafi staðið með Uiesturn blóma á ríkisstjórnar- arum hans og harla fróðlegt að iesa um það í sögu Hákonar. sem ^turla Pórðarson ritaði. Hákon iét endurreisa Postulakirkju, úr steini, í stað hinnar fyrri, er hafði brunnið, og árið 1247 kem- Ur Vilhjálmur kardínáli af Sabina til Bergen til að vígja kirkjuna. Stóð þá og til hátiðleg krýning Hákonar, er kardínáli skyldi framkvæma um leið. “Kardínáli kom siglandi skipi smu á Björgvinarvog, síðdags. En um morguninn er sungnar '°ru tíðir, gekk konungur til skijisins, það var hálfþrítugt að eúmmáli og með gyltum höfðum °g allvel liúið — segir Sturla —. Eekk konungur þar á við liirð S1na, allir sýslumenn réru og út skipuin sínuin, fann konúngur kardínála og voru allbliðai Eveðjur og fóru svo inn að f>ryggjuin. Gerðu kennimenn ^agra prócessíu á móti kardí- nála.” Er mjög fróðlegt að lesa frá- s°gn Sturlu, um viðburði þessa ^aga í Bergen, hann var þá við hnð Hákonar konungs og því augnvitni að því er fram fór og Vel eftirtektasamur, um það vitn- ar saga hans. Hákon var allra konunga voldugastur og áleit sig vera konung af guðs náð og hafði verið konungur Noregs i 30 ar þegar þessir atburðir gerðust. Var nú ákveðið að krýningin skyldi fram fara á ólafsvökudag. Eergen hefir lengi verið fræg ^yrir hve þar er úrkomusaml. ^egir Slurla, að þann tíma er k^ýningin skyldi fram fara “var hörð veðrátta fyrir regna sakir, sv° að ekki inátti úti um búast.” hví var konungi ráðlagt að halda krýningarhátíðina i höllum kóngsgarðsins, en við athugun k°m í ljós að það 'húsrúm nægði hvergi nærri fyrir gestina. En svo stóð á, að “Hákon kon- Ungur hafði látið gera hús mik- lð, undir knörruna, og ætlaði að afa það fyrir skipanaust, það var 90 álna langt en 60 álna >reitt.” Spurði konungur kardí- nála hvort honum væri á móti skapi ag krýningin færi fram har. Hann kvað sér bezt lítast a Us þetta, af þeim siem um var að velja og var þá ákveðið að har skyldi veizlan haldin, þvi onungur þóttist hvergi geta hafl Jafnniargt manna hjá sér eins og þar. Var skijianaustið síðan húið svo vel sem hægt var og átiðin fór þar fram mieð inikilli viðhöfn, svo sem lesa má um i Hakonarsögu, en ekki verður rakið hér. En það er haft fyrir satt, að þessir atburðir hafi orðið til þess að Hákon konungur ákvað og ófst handa um að reisa veglega konungshöll úr síeini í Bergen, höll, sem fullnægði kröfum tím- ans, samboðna virðingu kon- ungsvaldsins, svo að eigi þyrfti að halda til í skipanaustum er stórveizlur skyldi halda, og taka á móti erlendum þjóðhöfðingj- uin og öðrum tignum gestum. Hann kallar til sín færustu smiði í hinni unggotnesku byggingar- list, og þeir hafa ekki fengið að “liggja á lötu hliðinni,” þvi 14 áruin síðar, 1261 er kórtgshölliu ifullgerð. Þá stóð til önnur meiii háttar veizla, s:em sé brúðkauj) Magnúsar Hákonarsonar og Ingi- bjargar dóttur Danakonungs. Var Magnús um leið krýndur, því nú skyldi hann stjórna rikinu með föður sínum. Sextán hundruö gestir sátu veizluna, 11. sepíember 1261, og er það talin hin mesta veisla sem þá hafði verið haldin í Noregi og lengi síðan. Mátti hver velja það er hann vildi drekka og skorti vín eigi frekar en annan drykk, að því er Sturla segir. í steinhöllinni sátu kóng- arnir, erkibiskup og biskupar, Knútur jarl, lendir menn, hirð- menn og annað stórmenni. i timburhöllinni sátu drottningar, ásamt fylgdarliði sínu, en kaup- inenn, erlendir inefin og borg- arar Björgynjar sátu í jólahöll- inni. Þetta var vígsla Hákonarhall- arinnar, en síðar er getið um margar veizlur og stórar, sem þar voru haldnar, ekki sízt brúð- kaup, þvi Hákon konungur átti útgiengilegar dætur. Var ein þeirra Cecilia, er átti Harald Suð- ureyjakonung. En samvist Jæirra varð stutt, því skip það, er flutti þau heimleiðis, týndist með allri áhöfn og þótti það hinn mesti mannskaði. önnur dóttir hans var Kiristín, sem giftist Filippusi konungi á Spáni. Segir Sturla ýtarlega frá ferð hennar þangað suður, yfir sjó og land, með fjölmörgu fylgdarliði, undir forustu séra Ferants og Þórlaugs bósa. Kemur sú frásögn Sturlu naikið við sögu hallarinnar, eins og síðar verður vikið að. Um langt skeið mátti segja að Há- konarhöll væri nokkurs konar miðdepill ríkisins norska, við hátíðleg tækifæri. En tíminn stendur aldrei kyr og alt er breytingum undirorpið. Smátt og smátt færðist þyngdar- punktur ríkisins austur á við og Osló varð aðal borgin. Og að síðustu komst Noregur undir vald Danakonunga. Kóngsgarð- urinn í Bergen stóð eftir auður og forfallinn og Hákonarhöllin níddist niður. Um 1600 fellur þakið og annar gaflinn hrynur, en nokkuru síðar er hinn gaflinn rifinn. Höllin var gerð að nokk- urskonar vigi og fallbyssum komið þar fyrir. Hundrað árum síðar er hún þó aítur koinin undir þak. Þá er hún notuð til korngeymslu, sem “pakkhús,” — á okkar máli sagt —, og neðri hæðin sem dýhlissa. Saga henn- ar er þá með öllu gleyind og eng- inn lifandi maður vieit að hin forna frægð, sem nú var fallin i gleymsku og dá, þar eins og hér, hefði fyrrum átt heima innan þessara köldu gráu alsvörtu veggja. Er harla undarlegt að hugsa til þess að konungshöll, stærsta hús fjölmennrar höfuð- borgar, skuli geta “týnst” og glieymst í nálega þrjár aldir. > ; Eftir 1814 tekur Noregur að rumska að nýju og Norðmenn fara að hugsa um fyrri frægð og sögu þjóðarinnar eftir lestur konungasagna Snorra og Sturlu. Árið 1839 finst svo hin týnda Hákonarhöll aftur. Þá um sumarið var listmálar- inn I. C. Dahl staddur í Bergen og gekk uin göturnar og skoðaði húsin og borgina, ásamt kennara sínum Lyder-.Sagen. Honum varð starsýnt á gamla pakkhús- ræfilinn og þurfti iekki lengi á það að horfa, lil að fullvissa sig um, að veggir þess voru bygðir 1 ung-gotneskum stil og um, að hér væri um merkilega byggingu að ræða, sem þekt hefði betri daga fyrrum. Af þeim gögnum, sem fyrir lágu í hinum gömlu veggjum og af rökum er gamlar sögur geymdu, sem íslendingar hölðu — góðu heilli —- skrásett, dró hann fram þá fullyrðingu, að hér væri hin gamla höll er Hákon konungur lét reisa á ár- unum frá 1247—61, á mestu veldistímum norska ríkisins. Um þessa uppgötvun sína skrifuðu þeir Dahl og Lyder Sagen í tímaritið Urð og tveim árum síðar kemur Dahl fram með tillögu um viðgerð á hinni gömlu konungshöll í Bergen. Vakti sú tillaga ekki mikla eftii - tekt til að byrja mieð, en smátl og smátt óx henni fylgi meðal skörunga þjóðarinnar. öndvegis- skáld Norðmanna, Wergeland, lagði henni lið sitt og ennfrem- ur Henrik Ibsen. En til fram- kvæmda þurfti mikið fé, þvi höllin var illa mieð farin. Hér þurfti að rifa viðbætur síðarl tíma og færa höllina í sína fornu mynd, en það var kleift, þvi gotneska byggingarlistin hvílir á grundvelli strangra stærðfræði- legra reglna. Verkið var þó ekki hafið fyr en 1880, undir umsjón þriggja byggingameistara. 1895 var viðgerðinni lokið og hafði hún kostað 250 þúsund krónur. Nú stóð þar höll Hákonar kamla á ný, í stað pakkhússins, fögur og eimföld að sjá hið ytra, stærsta hús Noregs, þegar frá er talin dómkirkjan í Þránd- heimi. Fin hvernig var hún að sjá þegar inn var komið? Það urðu mörgum vonbrigði. Inni var bert og kuldalegt, eins og salurinn væri auður og tómur. Veggirnir hvitkalkaðir, en gluggaumgerðirnar úr blágráum tálgusteini. “Svona hefir höllin verið,” sögðu menn er þeir sáu hana að utan. En “svona hefir hún ekki verið,” hugsuðu marg- ir þegar þeir komu inn. Nú vita inenn, að hallarkynni voru áður búin allskonar skrauti. “Húsið var alt tjaldað með steindum klæðum og góðum kulltum með silki og pellum gullskotnum,” segir Sturla Þórð- arson, um hús það, sem Hákon konungur gekk í að aflokinni krýningu sinni. Og ekki mun þurfa að draga í efa að hann muni hafa látið skreyta höll sina fagurlega er hann vildi sýna inn- lendum og erlendum mönnum ljóma og veldi konungdæmis síns. Allir voru sammála um að svona ber og köld mátti höll Há- konar ekki standa. átti úr að bæta? Kom þá fram uppástunga um að leita til málarans Gerhard Munthiers og fá hann til að klæða höllina að innan og láta hann einan öllu ráða. Hann var þá orðinn víðkunnur listamaður, sefn hafði valið sér mörg við- fangsefni úr fornum sögnum norsku þjóðarinnar og leyst svo úr þeim að af bar. Einkum þótti mjög til þeirra skrautmálverka koma, sem ihann hafði gert og bygt á grundvelli norskra þjóð- sagna. Gerhard Munthie mættu margir kannast við hér á landi vegna allra þeirra mynda, sem hann hefir teiknað í útgáfu Norðmanna og konungasögum Snorra Sturlusonar. Munthe tók verkið að sér. Hann tjaldaði höllina innan með sinum stilvissu litfögru málverk- um og sagði fyrir um alt fyrir- komulag. Hann skildi glögt hvers gotnieski stillinn krafðist, i linum og litum og var jafnvígur á olíuliti og hið samsetta litaða gler, tréskurð, járnsmíði, vefnað og allskonar skraut, sem verða mætti höllinni til prýðis. Honum tókst að búa til salarkynni, sem allir hljóta að dást að, sem þau sjá. Nú er höllin ekki lengur dauð og köld, þvi andi hinna fornu tíma lifir þar inni — í verkum listamannsins. Fyrir- myndirnar tók hann hvar sein hann fann þær, i gömlum bygg- En hvernig ingum, á söfnum, en einkum þó frá Hákonarsögu Sturlu Þórðar- sonar. Hið ríka, skapandi ímyndunarafl málaransblés nýju lífi í hinar gömlu sagnir. Meðfram langveggjum hallar- innar eru 12 myndir sem segja frá brúðkaupsferð Kristínar Há- konardóttur suður á Spán. Fer málarinn þar eftir frásögn Há- konarsögu, byrjar á því er sendi- menn Spánarkonungs ganga fyr- ir Hákon konung, er hann situr í hásæti með beztu menn ríkis- ins sér við hlið. önnur og þriðja mynd sýna hvar verið er að ganga frá heimanmundi Krist- ínar og flytja til skij»anna, en þar var gull og brent silfur, hvit og grá vara og aðrar gereemar, svo miklar-að enginn vissi þess dæmi að svipað hefði verið flutl fyr með nokkurri konungsdóttur frá Nioregi. Fjórða myndin sýnir hvar Hákon kveður dóttur sína við skipshlið. fimta og sjöbta segja frá sjóferðinni — en 12. og siðasta myndin greinir frá brúð- kaupinu, sem var haldið með allri þeirri viðhöfn, er Spánn hafði að bjóða. f giuggum hallarinnar eru tnyndir úr lituðu gLeri af ólafi helga, Magnúsi berfætta og Sig urði Jórsalafara og á veggjum allskonar skraut, útskorið tré og slegið járn. Við annan gaflinn er hásæti konungs og drotningar, len við hinn er upphækkaður pallur ifyrir hljómlistamenn, forkunnar fagur. En að segja frá einstökum atriðum yrði hér og langt mál. En bæði fyrir aldurs sakir og vegna stærðar sinnar; og vegna verka Gerhard Munthes er Há- konarhöll leitt hið merkilegasta hús Norðurlanda og þar ætti hver íslendingur sem um Bergen fer, að koma. Þar mæta liðnir tímar líðandi stund og því er þar gott að vera. —(Vísir). SEEDTÍMB 4íf\Y cvnd HARVEST' By Dr. K. W. Neatby -'ígj *" > DirtHir, Affrievllurat Departuurú North-Weat Line Blevatore Association WHEAT STEM SAWFLY AGAIN Last January sve drew the atbention of our readers to a Dominion Government circular entitled “Gontrol of Wheat Stem Sawfly.” The Division of En- tomology, Ottawa, has recently prepared a coloured map which shows the extent of sawfly in- festation in the prairie j>rovinces. The colours on the map are very bright; but the prospect rather gloomy. Sawfly is present over an area bounded by a line ex- tending from the international boundary approximately through Winnipeg, Kamsack, Prince Al- bert, Edmonton, Calgary and Cardston. Obviously this leaves a comparatively small j>ropor- tion of our wheat growing area entirely free from infestation. On the back of the sawfly map will be found a summary of the problem and brief descriptions of control measures. The fol- lowing statement is made: “Pians must be made im- miediately to start sawfly con- trol on infested farms. No farmer who suffered loss in 1941 should continue farming without recognizing the prob- lem and taking steps to re- duae the loss caused by this insect.” In order to consult the sawfly map and information provided therewith, farmers have only to call on grain buyers in any of the line elevators associated with the work of the Agricultural De- pantment of The North-West Line Elevators Association. Grain buyers also have copies of thc excellent bulletin, written bv Dr. C. W. Farstad, to which re- ference was made in our January articlie. For further information, wrrite to the Dominion Entomological Laboratory at Lethbridge, Saska- toon or Brandon; or to the De- partment of Agriculture, Edmon- ton, Regina or Winnipeg. Hinir frægu “Valentine” skriðdrekar, sem Bretar nú fá sam- einiiðu þjáðunum til afnota; þessir skriðdrekar eru notaðir svo að srgja á öllum arustusvæðum hinna sameinuðu þjáða, hefir mikið af þeim vcrið sent til Rússlands, og er það mjög á orði haft, hve vel þeir hafi reynst; löt Stalin i Ijási i bréfi til hcrgagnaráðherrans brezka, ánægju sína yfir kostum þessara sterkbygðu og afarfullkomnu skriðdreka. EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. SELKIRK LUMBER Company Verzla með HúsaviS og allar tegundir af byggingarefni Kostnaðaráætlanir veittar ókeypis Slmi 254 P.O. Box 362 SELKIRK, MAN. Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • ’ Pœgilegur og rólegur bústaSur i miSbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar Tnftltiðir 40c—60e Frce Parking for Guests Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiS eftir verSskrá GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. Thorvaldson & Eggertson LögfrœSingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. Fasteignasalar. Leiffja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaAbyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskcmar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talslmi 501 562 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsími 30 877 Viðtalstlmi 3- -5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 DR. ROBERT BLACK Sórfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilissími 401 991 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-slmi 23 703 Heimilisstmi 46 341 SérfrœSingur í öllu, er að húSsjúkdómum iytur Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 ö. h. Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.