Lögberg - 07.05.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.05.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MAf, 1942 Á SKARÐSHEIÐUM Clarke fór inn í hlöðuna og kom bráðlega þaðan út aftur með hesta sína í taumi og tengdi þá við sleðann, sem honum var ætlaður. Crew gekk yfir til hans og veifaði hönd i kveðjuskyni til Philips, sem nú fór þegar upp 1 sinn sleða og lagði jafnskjótt á stað inn á sinn áfanga póstleiðarinnar. Joan greip föt sín og klæddi sig í skyndi. Svo hraðaði hún sér niður í eldhús, náði í yfirskó sína, er bak við eldstæðið stóðu, og lét þá á sig. “Hvað er nú um að vera?” spurði Hector. “Eg ætla að fara með póstinum.” Joan hljóp út í hlöðu, söðlaði hest sinn, steig á bak, kallaði til Crew um að loka fyrir sig hlöðudyrunum, og reið út eftir grundinni svo greiðlega að snjórinn þvrlaðist upp alt í kringum hana. Hún náði Philip áður en hann komst á alfaraveginn. Hann stöðvaði hesta sína og ýtti tjaldsdyrahenginu til hliðar öðru megin. “Hvert er erindið?” mælti hann. Joan stökk úr söðlinum, teymdi hestinn aftur fyrir sleðann og batt hann þar við tjald- skörina, klifraði upp í sleðann, fram í keyrara- sætið og settist þar við hlið Philips. “Ekkert, eg ætla bara að fylgjast með.” “Til þorpsins?” “Nei. Með póstinum og með yður, upp til Haights, og ríða svo heim aftur.” Hún leii upp til hans. “Mig fýsti þess.” Philip glotti ánægjulega. “Mér fanst hálf- vegis að þér myndið koma út og vera viðstödd burtför okkar núna fyrsta morguninn. Blund- uðuð þér of lengi?” “Nei. Þykir yður miður að eg fylgist með nokkurn spöl áleiðis?” “Nei.” Philip dró saman tjaldhengið framan við þau svo séð yrði frá sætinu út um litla tjaldgluggann án þess að kuldanæðingur- inn léki um þau; svo teygði hann sig aftur til hitunarofnsins og stakk viðardrumb á glæð- urnar. “Nei; mér þótti vænt um að þér kom uð J,oan.” Þau sneru inn á veginn. Það birti uppi yfir, en mjöllin féll umhverfis sleðann í stór- um flygsum. “Hann er að búa sig í hríðarbyl,” sagði Joan. “Eg vona að hann verði ekki upp á það versta í skarðinu.” Hún leit til Philips og spurði enn: “Þér óttist það ekki?” Hann seildist enn aftur um sætið og sneri rörspjaldinu. “Komuð þér nú hingað vegna þess þér héldið það?” “Philip!” “Eg iðrast þessa, Joan. Fyrirgefið það.” “Eg kom nú hingað, af því mig fýsti þess. Eg stóð við gluggann og sá yður fara, og þá langaði mig til að fara líka. Eg veit þér kom- ist fram úr þessu, Philip. Og eg miklast af því hversu myndarlega þér hafið leyst verk yðar hér af hendi.” Hún brosti til hans og sagði enn: “Eg greiddi för yðar hingað inn, vitið þér, með því að útvega yður stað á verk- íæraparta-kassanum til að sitja á.” “Já, það gerðuð þér,” sagði Philip og dró þungt andann. “Eg hefi, Joan, leikið lengi á sjálfan mig að því er snertir dalinn hérna. Eg á við með því að vera hér enn. Mér fanst það undravert að eg skyldi fá sjálfan mig til að yfirgefa verk mitt og alt er eg þekti og var vanur við, svo eg gæti — snúið þangað aftur og byrjað á nýjan leik. Fundið fótum mínum forráð. En nú veit eg að þetta var sjálfsdýrkun ein. Tilraun í að sannfæra sjálf- an mig um að einu sinni á æfinni væri eg að breyta eins óg eg ætti að gera, en ekki aðeins það, sem mig langaði til. Að hinni sönnu á- stæðu komst eg ekki fyr en að því kom að eg yrði að fara héðan, er faðir yðar fékk ekki póstflutningsverkið. Og svo eftir það, þyrfti eg nokkurrar frekari áréttingar um hina sönnu ástæðu, þegar Crew spurði mig hvort eg vildi vera kyrr og keyra póstinn.” Joan sat hreyfingarlaus og starði út um litla tjaldskýlisgluggann. “Viljið þér að eg haldi því áfram?” Joan hristi höfuðið. “Eg var hræddur um að þér myndið ekki æskja þess. Eg hafði enga ástæðu til að von- ast þess að þér vildið það. í gærkveldi misti eg víst valdið á sjálfum mér. Eg hafði ekki ætlað mér að breyta eins og eg gerði. En eg sagði yður sannleikann. Joan —” “Nei, Philip!” greip hún fram í fyrir hon- um náföl og horfði beint framan í hann, “eg vil ekki að þér segið það aftur.” “Eg elska yður.” “Góði Philip!” Hún greip fast um hand- legg honum og hann leit niður á rauða velting- inn hennar. “Eg elska yður.” “Philip, hlustið á mig; verið svo vænn að heyra hvað eg er að segja.” Joan’talaði hratt. “Þér verðið hér aðeins skamma hríð. Vetrar- langt, eða ef til vill skemur. Þetta er alt nýtt fyrir yður og frábrugðið því er þér hafið van- ist, nýjung til að lýsa fyrir kunningjunum, er þér komið heim aftur sem úr gamansferð. En fyrir mig gildir þetta alt lífið, Eg vil ekki að þér aðhafist neitt mér til ama, og eg veit þér viljið ekki gera neitt — aðhafast neitt, sem gæti—” “Viljið þér giftast mér, Joan°” Joan slepti hladi sínu á handlegg honum; rauði vetlingurinn féll niður á sleðabotninn. Hún vék við höfðinu og starði aftur beint fram undan sér út um litla gluggann. Svo studdi hún olnbogunum á knén, laut niður og huldi andlitið í höndum sér. Philip sá að hún grét ekki, sat aðeins svona kengbogin og hreyfingar- laus. Ellefti Kapíluli •Vindhviða lyfti upp tjaldsbrúninni aftan á sleðanum og þeytti fannsáldi fram um hann. Loftstraumurinn æsti bálið í ofninum svo að hátt snarkaði í viðarkubbnum, er keyrslumað- urinn hafði þá nýlega kastað á glóðina. Philip lét hestana nema staðar. “Joan,” sagði hann, “eg geri mér grein fyrir því, að þetta hljómi heimskulega fyrir yður. Þér vitið ekkert um mig; eg á ekki hér heima, og er ekki verulegur hluti dalsins, sem þér unnið. Eg býst ekki við að þér, eftir burt- för föður yðar eða jafnvel þótt hann yrði hér kyr, gætið fengið yður til að fara heim með mér. Og eg er vissulega enginn hjarðversmaður. En mér finst við myndum geta ráðið fram úr þessum tálmunum jafnóðum og þær bærust okkur að höndum. Fyrir mér er aðeins um eina spurning að ræða, og jafnvel hana ætti eg ef til vill ekki að bera upp við yður. Það ætti mér að vera ljóst. En þér eruð hreinlynd, Joan, og hræðist ekkert, en mig langar til að vita um hjartaþel yðar gagnvart mér.” Joan lyfti upp höfðinu og leit til hans, staðfestulega með 'stórum augum í fölvu and- liti, en sagði svo: “Eg get ekki giftst yður, Philip.” “En þér hafið ekki svarað spurning minni,” sagði hann. “Verið svo vænn að spyrja mig einskis.” Joan leit vandræðalega í allar áttir umhverfis sig og sagði: “Nú verð eg að komast heim.” Philip greip mjúklega um handlegg henni. “Joan, eg hefi tjáð yður ást mína, og beðið yður að giftast mér. Þyki yður ekki vænt um mig, þá er ekkert um að tala, við það f^e eg ekkert ráðið, en ef þér unnið mér, fær enginn máttur—” “Eg geri það ekki.” Hún ýtti handfangi hans af handlegg sér. “Eg ann yður ekki, Philip.” Hún hikaði sig eitt augnablið og sat hreyfingarlaus. Svo sneri hún sér við á sætinu, smeygði sér niður aí því og fram hjá ofninum, að afturenda sleð- ans, ýtti frá sér tjaldshenginu og hélt þegar í burt á hesti sínum. Joan reið áfram um stund eins og í leiðslu og hugsunarlaust, með þá einu bitru tilfinning í hjarta, sem ágerðist við það er hún gerði sér nú grein fyrir því, að þessi hjartaraun yrði fastur förunautur sinn meðan hún fengi lífs- anda dregið. Framundan sér sá hún til ferða Clarkes. Á milli hennar og sleða hans lá hliðargata heim að húsi Ivans. Inn á hana sneri hún án þess að vita naumast hvað hún gerði, reið þangað heim, stökk úr söðlinum og gekk rak- leiðis inn í húsið án þess að drepa högg á dyr Ivan stóð við matreiðslueldstæðið að steikja sér fleskflögur, eins og hitt skiftið er hún hafði heimsótt hann. Hann leit upp þegar hún kom inn honum að óvörum. “Jæja,” sagði hann, “þú ert árla á ferð i morgun, Joan. Rétt í tæka tíð fyrir morgun- verðinn. Komuð þið póstsleðunum allareiðu á stað?” “Já,” svaraði Joan og settist að boiðinu. “Mér þætti gott að fá kaffisopa.” Ivan helti kaffi í bolla og setti á borðið fyrir framan hana. “Pabbi ætti nú að koma heim einhvern daginn,” sagði Joan. “Hefirðu frétt aftur frá honum?” “Nei, en nú gæti hann farið að koma. hafi hann lagt á stað áleiðis heim um það bil er hann mintist á!” Ivan settist niður við borðið. “Jæja, og strax þegar hann kemur, segi eg honum hvað ■ eg hafi í huga með landið. Að eg ætli ekki að selja það. Og eftir hvað langa bið getum við svo opinberað trúlofun okkar, Joan? Verður það að bíða til vors?” Joan hristi höfuðið. “Nei, eg kom nú hing- að til að ráðgast um það við þig. Eg vil ekki draga það neitt. Jafnvel ekki þangað til pabbi kemur heim.” Ivan leit undrandi til hennar. “En, Joan — þú sagðir áður — þú hugðir fólk myndi ímynda sér —” “Látum það hugsa hvað sem það vill. Það er enda sannleikurinn. Fólkið má eins vel vita það, og jafnvel þú sjálfur líka. Eg er til með að giftast þér, Ivan, en eg vil ekki draga þig á tálar. Mér þykir vænt um þig nú eins og ætíð áður og það veizt þú, en — eg elska þig ekki!” Joan hreyfði sig ögn vandræðalega — “ekki eins og til er ætlast. Eg geri þetta til þess við getum öll verið saman, allir dalsbú- arnir, eins og áður — og hindra pabba frá að — að rífa sig upp héðan og brjótast í að byrja búskap á öðrum stað. Seinna fæ eg ef til vill ást til þín, en, hefi hana ekki nú.” Ivan gretti sig. “Þú varst ekki að leika á mig, Joan.” “Vilt þú giftast mér?” “Já, auðvitað,” svaraði Ivan og hló, “það vil eg. Hitt annað, sem komi ef til vill seinna, er nokkuð sem þú talar um án þess að vita hvað þú ert að segja, Joan. Þú ert ekki nema — unglingur. Um þann partinn ber eg nú enga óró í brjósti.” “Við giftum okkur þá, Ivan, áður en vorar.” “Hvenær?” Joan horfði á hann og svo eins og hugsi fram hjá honum. “Á morgun. Við getum far- ið til Kremmerer og gift okkur þar á morgun. Eg verð reiðubúin um aftureldinguna. Yfir skarðið getum við farið í sleða þínum og með hesta þína fyrir.” Ivan starði á hana, eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. “En eg skil ekkert í þessu, Joan. Hvað þýðir allur þessi—” “Þá, eða alls ekki.” “Jæja þá . . . Gott og vel, Joan, sé það samkvæmt þinni — eg skil ekkert hvað — en það er ekkert því til fyrirstöðu frá minni hálfu. Á morgun. Við förum þá út með póstvagn- inum.” “Getum við ekki notað þinn sleða og hesta- parið þitt?” Ivan leit til hennar glottandi með hálf- lygndum augum. “Nei. Við förum með póst- vagninum. Leggjum Philip til farþega og ofurlítið arðberandi starf. Og, Joan — breyttu nú ekki áformi þínu.” Joan mætti augnaráði hans óhikað þvert um borðið. “Það geri eg ekki, Ivan. Því lofa eg. Eg mun aldrei breyta því áformi mínu.” Það var nú ljóst fyrir Philip að hann gæti ekki lengur haldið til á Linden heimilinu, keyrt póstinn eða gert þar neitt annað. Hann yrði að hverfa burt úr dalnum, til þess að frelsa Joan — og sig sjálfan —frá þeim óþæg- indum vegna afstöðu þeirra hvors til annars, sem nú höfðu myndast. Skýjafarið í loftinu hafði nú breyzt í mist- ur, er grúfði sig niður í miðjar hlíðar dalsins á báða vegu, er Philip nálgaðist Barston þorpið. Philip keyrði upp að litlu póststöðinni og gekk inn í hana. Þar hitti hann Jeff Welch við að binda fyrir nokkra póstpoka. Svo stóðu þeir framan við hitunarofninn og kveiktu í vindlingum sínum. “Og hvernig líður kærustunni minni?” sagði Jeff í sínum gaspurstón. “Joan?” “Jaá,” svaraði Jeff hlæjandi. “Hún er mesta gersemi, þessi Joan, þegar maður kynn- ist henni. Við Joan höfum mestu ánægju af að stríða hvort öðru. Eg held mér sé eins vel kunnugt og nokkrum öðrum hér í dalnum um hið glaða og hreinræktaða hugarfar hennar. Er Clarke á leiðinni niður hingað?” “Hann var skamt á eftir mér.” Eftir fáeinar mínútur keyrði Clarke upp að póststöðinni og kom samstundis inn í stof- una. “Það er reglulegur bylur að búa um sig í fjöllunum alt um kring,” sagði hann. “Eg vona, Philip, að hann far firam hjá Skarðinu.” “Þú ættir heldur að vonast hins, að hann nái ekki niður á sléttuna,’* sagði Jeff, geispaði og teygði úr sér. “En hvað mig snertir, þá sit eg hér nú allan daginn, les póstspjöldin, fæ allar fréttirnar, meðan þið hinir náungarnir—” “Þú getur líka hugsað til Philips um há- degisbilið,” sagði Clarke og kinkaði kolli að Philip, “sitjandi að hádegisverði með Adele uppi í háskarðinu.” “Eg hafði nú gleymt þeirri athöfninpi. Segðu, Philip, hinni kærustunni minni að eg elski hana, vertu ^vo vænn. Og láttu þér ekki detta í hug að komast upp á milli okkar. Gerðu þig ekki sekan um neitt—” “Það geri eg víst ekki,” svaraði Philip. “Þú heldur það,” sagði Clarke. Og þeir hlógu allir að þessu gaspri sínu. “Nokkrir farþegar?” spurði Clarke. “Ekki í dag. En á morgun fær Philip til fylgdar með sér Emmons-frúna. Hún fer út til að heimsækja frænku sína í Ogden og láta fylla í sér eitthvað af tönnunum. En, drengur minn, um það þú hefir náð heiðarbrúninni með þá dömu,,verður þér orðið kunnugt um alt, sem gerist hér í dalnum; jafnvel í öllu Vestrinu, hugsa eg.” Jeff gekk yfir að póstpokunum, yfirvegaði þá og mælti enn: “Þrír fyrsta flokks og þrír bögglapokar handa þér, Slim. En tveir fyrsta flokks og einn bögglapoki í Skarðið.” LJÓÐAGULL Jónas Hallgrímsson — A SUMARDAGS-MORGUNINN FYRSTA 1842 Þökk sé þér, guð! fyrir þenna blund, er þá eg um síðstu vetrarstund; hann hresti mig, og huga minn huggaði fyrir máttinn þinn. Nú hefir sumarsólin skær sofnaðan þínum fótum nær vakið mig, svo að vakni þín vegsemdin upp á tungu mín. Höfundur, faðir alls, sem er, um alheimsgeiminn, hvar sem fer! þú, sem að skapar ljós og líf! landinu vertu sverð og hlíf; myrkur og villu óg lyga lið láttu nú ekki standa við, sumarsins góða svo að vér sannlega njótum rétt sem ber. Vorblómin, sem þú vekur öll, vonfögur, nú um dali og fjöll, og hafblá alda og himinskin hafa mig lengi átt að vin. Leyfðu riú, drottinn! enn að una eitt sumar mér við náttúruna; kallirðu þá, eg glaður get gengið til þín hið dimma fet. Jeff greip svo upp tvo pokana og Philip einn, er þeir gengu út úr stofunni til að koma þeim fyrir í sleðanum. “Gættu þess, Philip,” sagði Jeff, “að fara með varkárni eftir vetrarbrautinni hinu megin við Haights áfangastöðina. Hún liggur þvert um beint yfir láglendið, þar sem engin girðing er, og villist þú af henni í hríðarbyl, verður þú að hafa ótal hamingjudísir alt í kringum þig eigir þú að komast aftur á rétta leið. Og hafðu vakandi auga á öllu, er þú átt eftir svo sem hálfrar mílu leið upp á heiðarbrúnina, þar sem gamla aurskriðan er. Þáð er eins og veg- urinn færist þar einlægt nær og nær gjár- barminum. Hestarnir stíga alt af við hvert fótmál út á göturöndina, þar sem ekkert er undir henni nema frosin fönnin. Skilurðu hvað eg á við? Jæja, gangi þér vel. Við hitt- umst aftur í kvöld. Farðu í hægðum þínum og æðrulaust, lendir þú í hríðarbylnum.” Þegar Philip yfirgaf þorpið, keyrði hann áfram út eftir veginum gegn tiltölulega lítilli vindgolu, en er hann beygði fyrir endann á löng- um fjallrana, er teygði sig mílu vegar fram í dalinn og skjól veitti þorpinu og riokkrum spöl vegarins út frá því, skall óhindraður hríðarofs- inn yfir sleðann, feykti opnu tjaldinu og fylti það af fönn; eldurinn í ofninum æstist, og skafrenningurinn af flatlendinu fylti alveg slóðina svo hún hvarf í rennslétta fönnina. Um klukkan níu að morgninum náði Philip Haights ströðinni og nam staðar framan við litlu búðina með póstafgreiðslunni. Þarna hvíldi hann hestana stutta stund, spenti þeim svo fyrir opna sleðann, kom póstpokunum fyrir í hon- um og hélt þegar á stað áleiðis upp í Skarðið. Nú tók við vetrarslóðin þversum flatlendið, milli Haight-stöðvarinnar og skógiklæddrar fjallshlíðarinnar. Sú braut var notuð í stað sumarvegarins, bæði til þess að forðast fann- kyngið í gjám og giljum og til að stytta leið- ina. Þessi vetrarbraut var ekki löng, en lá um víðfeðmasta flatlendið í dalnum, og þar beljaði kafaldsbylurinn nú í öllu sínu veldi. Philip stóð á tönginni framan við vagnkass- ann til þess að fá betur séð út eftir brautinni fram á milli hestanna, en varð um síðir að yfirgefa þá afstöðu sína, fara aftur upp í sleð- ann og láta hestana ráða förinni. Loks varð vegurinn engu líkari en brattri skíðabraut, er teygði úr sér meðfram gljúfur gjánni alla leið upp undir heiðarbrún. Philip hvíldi nú hestana langa stund áður en hann legði til uppferðar þenna síðasta bratta áfanga Hann slapp slysalaust fram eftir mjóa hjallan- um,- sem Jeff hafði tekið honum vara fyrir, og sá éljadrögin þeytast út um fjallsrauf þá, er myndaði skaðrsbrúnina. Tíðar ísings-svifti- strokur lömdust framan í hann, er upp undir brúnina kom, og svo alt í einu bein ofsagjólan úr skarðinu. Þá gerði hann sér grein fyrir því, að hann hefði náð hásléttunni, en slíkum ofsa og þar mætti honum hafði hann aldrei áður lent í. Hestarnir námu sjálfkrafa staðar, en Philip varð að liggja nokkrar mínútur flatur í sleð- anum til þess að fá náð andanum. Svo staulaðist hann út úr sleðanum, með vinstri handlegg eins og skýlu fyrir augu og andardrátt gegn æðisþrungnum ísings-ofsanum, og dró póstpokana á eftir sér niður á fönnina. Hálfboginn draslaði hann pokunum yfir að dyrum póstkompunnar, sem í glórði gegnum hríðina, lyfti hurðarklinkunni með olnbogan- um og slangraðist með þá inn í stofuna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.