Lögberg - 07.05.1942, Page 5

Lögberg - 07.05.1942, Page 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. MAÍ, 1942 5 KAUPIÐ ÁVALT L I ML E 13 THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE andARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 mínum gielur skilist, við lestur þessara lína, að öll list, bæði innlend sem erlend, hefir annað og meira upp á að bjóða en eftir- bkingar á meira eða minna til- viljanakiendum “mótivum,” og að það er hið 'listræna gildi, sem verður að hlúa áð. — Málaramir verða því að hafa frjálsar hend- ur, finna þau verkefni, sem bezt leysa úr læðingi skapandi krafta þeirra Og þjóðin verður að taka þátt í þessu starfi. Áhugi fyrir myndlist er fyrsta skilyrðið til skilnings á listræn- uni verðmætúm mynda, að þessi áhugi er mikill hjá þjóðinni, sýnir sig bezt í þeirri staðreynd, nð meira er kieypt hér af mál- verkum en í flestum öðrum löndum, miðað við fódksfjölda. Það er full ástæða til,að álita, að listaþroski þjóðarinnar einnig geti farið fram úr því sem ann- ars staðar er, ef kenni væri gef•• inn aðgangur að því, sein bezt hefiir. verið gert af málurum hennar. Því vil eg enda með þeirri ósk, sem eg veit að er sanieiginleg listamönnunum og öllum þeim, sem unna listum, að hér verði komið upp almennu •istasafni með úrvalsverkum eftir heztu listamenn vora. —(Lesbók Mbl.) Hvað göfgar manninn meál? (Úr félagsblaði kvenna í Múlaþingi). Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara í fáum orðum þannig að hægt sé að finna orð- um sínum stað. En þó henni megi svara á ýmsa vegu, hallast eg helzt að þeirri skoðun að það sé vinnan, sem göfgi manninn mest, og ætla eg að reyna að leiða rök að því. Um þetta lefni eru jafnvel heil- ar skáldsögur ritaðar, er sýna fram á það, hvernig aumustu fátæklingar hefja sig til vegs og valda aðeins með því að starfa ötullega með höndum og heila, og það jafnvel stundum án mientunar. Að vísu mun það ekki vera alment að menn yfir- bugi þannig fátæktma og afleið- ingar hennar, en þó finnast þess ekki fá dæmi. Eg tel vist, að flestir sjúkling- ar, siem ekki geta starfað hugsi sem svo: “ó, að eg væri heil- brigður og gæti unnið.” — Manni finst í fljótu bragði ekki til mik- ils mælst, en þó er það sjálf- sagt ein hin bezta gjöf að eiga hraustan og heilbrigðan líkama og geta unnið margt þarft verk fyrir sjálfan sig eða fyrir land sitt og þjóð. Einn maður segir svo: “Það hefir göfgað mig mest að vera sem sjúklingur í góðum félags- skap,” og það mun rétt vera, en fæstir sjúklingar eiga völ á mikl- um félagsskap, það er aðeins á sjúkrahúsum, sem maður getur notið þeirra gæða, og þó því að- eins, að sjúklingurínn sér ekki mjög þjóður á sál eða líkama. Eg hefi um mörg ár verið heilsu- lítil og verið tímunum saman i rúminu og þá hefi eg líka sárast fundið til vöntunar á góðum félagsskap og á meðlíðan þeirra, sem heilbrigðir eru. Ein kona hefir sagt: “Það hef- ir göfgað mig mest að vera hjá sjúkum og bágstöddum.” — Þetta er viel sagt og það væri vel að margir gætu sagt hið sama. Þvi göfugra sem starfið er því meiri árangur og því meiri sjálfs- fórn, sem maður sýnir, þvi meiri sigur. Þið, sem lesið þetta, haldið máskte að þetta sé sagt út í blá- inn, en það er ekki, heldur get eg sagt hið sama af eigin reynslu, °g úr þvi eg er nú komin svona langt, þá er bezt að eg segi ykk- ur, hvað hefir þroskað mig mest, en það er samlíf við sjúka. Eg var heilsulítil, eins og áður er sagt, en svo eignaðist eg lítið barn, sem var sannkallaður aumingi og þá fyrst fann eg, hve ábyrgðarmikið starf eg hafði með höndum, að vernda þessa litlu lífsveru, sein þannig var kastað upp á mína ófullkomnu arma. Eg ætla ekki að lýsa þvi stríði. sem eg háði í fulla 14 mánuði, sem þessi lrfsvera dró andann i faðmi mínum, aðeins ininnast sérstakra atvika, en það get eg sagt ykkur, að þann tíma naut eg ekki styrktar af góðum félags- skap, heldur var það æðri kraft- ur, sem styrkti mig. Eitt skifti sem oftar, þegar eg hafði lagt barnið í rúmið með þeirri sannfæringu, að það ætti stutta stund eftir ólifaða, kraup eg við rúmið og bað um styrk til að geta haldið áfram starfi mínu. Þá strengdi eg þess heif að með Guðs hjálp skyldi eg aldrei láta tilfinningarnar buga mig eða láta á mér sjá, og það hygg eg að mér hafi tekist von- um betur. Þó fanst mér eg eiga bágast, þ^gar eg veiktist í augunum og varð nærri blind um tíma og varð að takast á hendur langa og erfiða ferð til Reykjavikur um hávetur í vondri tíð. En þangað komst eg þó með barnið lifandi. Það var ekki fyr en á heimleiðinni að þessi litla lífs- tilvera fékk að losna úr líkams- böndunum og þess stríði var lok- ið. Fyrst í stað fanst mér eins og eg hefði ekkert starf að lifa fyr- ir, þó eg ætti fleiri börn, því þau voru þá heilbrigð og mér fanst eg vera svo sæl að fá að halda þessu starfi áfram, en samt lof- aði eg Guð fyrir lausnina, barns- ins vegna. — En fljótt byrjaði önnur starfsemi, sem dreifði huganum frá því liðna. Og nú gat eg farið að “hrista af mér snjóinn” (eins og kona ein hef- ir komist að orði), og taka þátt í ýmslim félagsskap og vona eg að eg hafi ekki borið snjó eða kulda inn í/ félagsskap ykkar, að minsta kosti vildi eg sízt af öllu hafa orðið til þess.— Suinir halda því fram, að fá- tæktin göfgi manninn mest, en þeirrar skoðunar er eg ekki, eg held því fram, að sé fátæktin á iháu stigi sé hún fremur þroskarýrnun en þroskaauki. Fátæktin gerir mann ekki ein- ungis tortrygginn, heldur jafn- vel hálfgerðan mannhatara, og það álít eg að sé hættulegasti fylgifiskur fátæktarinnar. — Og því finst mér svo fallega hugsað þetta hjálparstúlkustarf, sem sum kvenfólögin hafa á stefnu- skrá sinni, því það veit enginn hvenær hann gerir góðverk með þvi að líta inn til fátækra eða bágstaddra, þó ekki sé til annars en að láta úti hlýlegt orð eða handtak. Máske hann með þvi geti þítt snjó, sem annars gæti orðið að klaka, sem þá yrði erfiðara að þíða. Margir munu nú segja, að mentunin göfgi manninn mest, og verð eg að játa það, að sönn nrentun er mikils virði og fleygir manni mikið áfram á þroska- brautunum, við andlega og lílc- amliega starfsemi. En þó getur ómentaður maður, sem svo er kallaður, haft jafn heilbrigðar skoðanir og margskólagenginn maður, sem aðeins reiðir sig á sína miklu mentun en vantav lífsreynslu. Nú munu enn aðrir segja: “Söngurinn göfgar manninn mest,” og við þekkjum allar visu, sem byrjar svona: “Söng- urinn göfgar, hann lyftir i Ijóma, lýðanna kviðandi þraut,” o. s. frv., og þvi þá einnig finna stað. Söngelskandi sál hefir oftasí göfugar hugsanir og söngurinn hefir mann yfir heimsáhyggj- urnar. En hljómlistin og söng- listin eru einnig vinna, því við þær hefir fjöldi manna atvinnu. Svo alt ber að sama brunni, og svarið verður frá mínu sjónar- miði þetta: Sta-rfsemi, ásamt góðam fé- lagsskap, göfgar manninn mest. G. Þ. —-(Hlin). í,kki í bláum lit — —! “Það á að viera í kjól — en ekki í bláum lit.” Unga stúlkan sezt letilega á baklausan stól í búðinni, losar um silfurrefinn og leggur hann fagurlega á ská yfir vinstri öxl- ina. Hún andvarpar stillilega, eins og hún isé reiðúbúin til að þola þá eldraup að bíða, þangað til hún hafi loks fundið sér við- unandi efni í kjól. “Ekki í bláum lit,” etur stúlk- an innan við búðarborðið eftir og rennir augunum um hillurn- ar, þar sem mikið er af kjóla- efnuin í fjölda mörgum litum. Því næst tekiir hún einarðlega til starfa og róttir fram alls konar kjólaefni. Hún breiðir úr efnunum á búðarborðið; þau eru eins og marglitt blómskraut. Þessi efni hljóta að freista sér- hverrar stúlku, sem ætlar að fá sér efni í sumarkjól. Hún legg- ur kjólaefnin í alls konar stáss- legar fiellingar, breiðir þau utan á sig og gerir yfirleitt alt, sem í hennar valdi stendur, þvi að hún er góð og samvizkusöm búðar- sitúlka. Unga stúlkan fyrir utan búðar- borðið brosir ólundarlega og vandfýsin, samtímis þvi, sem hún rennir augunum yfir alla dýrðina og lætur í Ijós álit sitt með því að kalla: “Uss, iekki þetta þarna,” eða: “Ó, farið þér með þetta, eg þoli ekki grænt!” Með þessu gefur hún í skyn, að hún sé einkár vandfýsin og vilji gjarna láta á sér skilja, að þessi verzlun sé eingöngu til hiennar vegna, þegar henni þókn- ist að sitja þarna og velja sér í kjól. Hún tekur ekki af sér hansk- ana, en bendir hægt og virðu- lega með vísifingrinum á blá- leita rós í mislitu efni, og alt litla, sviplausa, hvítpúðraða and- litið á henni lýsir heilagri vand- lætingu, um lieið og hún segir: “Eg tók það skýrt fram, að éfníð ætti ekki að vera í bláum lit!” Stúlkan fyrir innan búðar- borðið lítur sem snöggvast á hana og tautar: ,‘ó, fyrirgefið þér, frú” — um leið og hún þeytist með strangann á afvik- inn stað, rétt eins og hann væri fullur af sóttkveikjum í fátinu þrífur hún einnig með sér klæða- stranga, sem í er ein bláleit rönd. Því næst reynir hún að brosa og virðir gaumgæfilega fyrir sér það, sem eftir er á borðinu, til þess að ganga úr skugga um, hvort þar kunni ienn þá af hendingu og illu heilli að leynast eitthvað blátt. Stúlkan fyrir utan borðið læt- ur í Ijós óánægju sina, svo að ekki verður um vilst. Hún dregur hanskann hægt og gæti- lega af annari hendinni og káf- ar lauslega á efnunum. Búðarstúlkan hreyfir fæturna. Það er mikið annríki á vorin, þegar allir þurfa að fá sér ný föt. Hún er á sífeldum þönunr. Og-gólfið er hart undir fót. Skó- sólarnir þynnast áður en varir. Það myndast sigg neðan á fót- unum á henni. Hún kreppir tærnar, og hana kennir til. Þjáningin speglast í augum hennar, og þau verða sljó, með- an ihún stendur þarna og biður átekta. Hver veit, nema ýmsar þrár geri á þessari stund vart við sig í sál hennar? Ef til vill lang- ar hana út úr búðinni, út á guðs græna jörðina, þar sem bæði er sól og sumar? Liklega elskar hún eimhvern mann, sem hún getur ekki hitt nema endrum og sinnum, þegar hún er föl og ör- magna af þreytu. Stúlkan fyrir utan borðið varpar öndinni mæðilega og seg- ir í mesta vonleysi: “Er þetta nú alt og sumt, sem hér fæst?” Búðarstúlkan sækir nú ósköp- in öll af klæðaströngum í öllum litum nema bláum. Hún breið- ir úr efnunum, leggur þau i fell- ingar, brosir og reynir að ljóma í framan af ánægju, mælir kröft- uglega með þessum efnum og reynir að fullvissa viðskiftavin- inn um, að þetta sé það falleg- asta, sem fáist og einmitt tízku- litirnir í vor. “Sjáið þér, hvað þetta er ynd- islegt!” Henni vöknar um augu af ein- tómum ákafa, þ\ú að hún er enn þá barn að áldri og kemst stund- um við, ef hún sér eitthvað fallegt, einkum þegar hún er þreytt. “Má eg sjá, hvernig þetta fer yður?” Hún fær aðkomustúlkuna ti! að risa á fætur og ganga fyrii spegilinn. Nú ler þeirri með silfurrefinn skemt. Hún púðr- ar sig og málar kinnar og varir, jafnframt því, sem hún athugar, hvernig kjólaefnin muni fara sér. Loks eru hillurnar orðnar nálega tómiar. öll efnin eru komin á búðarborðið. Aðkomustúlkan sest aftur á stólinn og andvarpar yfir því, hvie örðugt sé að arka í búðir og standa þar heilan og hálfan dag inn upp á endanh. Það segir hún, að sé það versta, sem hún geri. Búðarstúlkan tekur i sama strenginn, en reyhir jafnframt að vekja áhuga viðskiftavinar- ins fyrir ljómandi fallegu, grá- leitu efni. Verzluniarstjórinn hefir tvisvar komið fram í búðina og séð, að hún er altaf að afgreiða sömu stúlkuna. Búðin er orðin fulí af fólki, sem bíður og er farið að verða dálítið óþolinmótt. Búarstúlkan brosir til allra. sem inn koma, og rieynir að sefa ó- þolinmæði þeirra. Loks gerist sú með silfurref- inn líka óþolinmóð og skimar vonleysislega upp um allar hill- ur. “Hvernig er þetta efni, sem liggur þarna lefst uppi, þetta bláia?” Hún bendir. “ó, það var efnið, sem eg sýndi yður fyrst,” segir búðar- stúlkan brosandi. Síðan klifrast hún upp í hiil- una og nær í efnið. Aðkomustúlkan kaupir fjóra metra af þessu bláa efni. Því næst kveður hún og fer. Búðarstúlkan verður rétt sem snöggvast dálítið forviða. Siðan brosir hún til næsta viðskiftavin- ar og spyr, hvað honum þóknist. Lanslega þýtt lír norsku. — (Saintíðin.). Sagan af Jóni á Botni Einu sinni var maður nokkur á Botni í Þorgeirsfirði. Hann var farinn að eldast, en var ó- giftur og bjó með móður sinni, sem var orðin gömuil. Jón var nú farinn að langa til að gift- ast, svp að hann fer til sóknar- prestsins og ber upp fyrir hon- um vandræði sín, len svo segir hann presti, að hann vilji ekki aðra konu en þá, sem lítið þurfi að borða. Prestur segir honum, að hann skuli koma með sér ti! Flateyjar næsta sunnudag, því hann ætli að messa þar. Nú líður vikan og er Jón kom- inn snemma á laugardag, og lieggja þeir af stað. Nú segir prestur við Jón: “Þú skalt fara upp í útibæ, en eg verð í Neðri- bæ. Bóndinn í útibæ á dóttur, sem er vel að sér bæði til munns og handa og er gott búkonuefni. Þú skalt taka vel eftir henni, og geðjist þér að henni, þá skal eg bera upp bónorðið fyrir þig.” Jóni þykir vænna um þetta en frá verði sagt, og þegar þeir koma austur, fer Jón up í útibæ, teins og prestur hafði sagt hon- um, og biður að lofa sér að vera, og var það auðsótt mál. Sér Jón nú stúlkuna og lizt prýðisvel á hana En uin kvöldið kemur prestur í útibæ, og meðal annars fer hann eitthvað að gaspra við stúlkuna og segir henni, að hún skuli ekki borða mikið i kvöld. Eftir að prestur var farinn, fer stúlkan að hugsa um, hvað hann hafi meint með því að segja að hún skyldi ekki borða mikið, en þá dettur henni í hug, og hafði hún heyrt, að hann væri að reyna að útvega sér konu, og hugsar, að ef hiann sé kominn í slíkum erindagjörðum til sín, þá skuli hún nú leika á hann. Nú líður að kvöldverði. Var þé skamtað i öskum, eins og siður var í gamla daga, og ber stúlkan þá inn,; kemur hún fyrst með 4 marka ask og seitur hann á pall- skörina; og í hvert skifti, sem hún kemur inn með ask, sýpur hún á askinum, og þegar hún er búin að bera inn askana, þá er hún búin úr askinum "á pall- skörinni. Þegar farið er að borða, kem- ur stúlkan til móður sinnar og segist vera hálf svöng ennjiá; móðir hennar segir, að það geti varla verið, hún sé búin að borða svo mikið. En sannleikurinn var nú sá, að stúlkunni var orðið ilt af matarátinu, svo að hún mátti leggjast fyrir. Morguninn eftir kemur Jón snemma ofan í Neðribæ til prests og biður hann í Guðs bænum að hætta við bónorðið, því sér lítist ekki á, hvað mikið hún þurfi að borða, því hún hafi nú reynd- ar lokið úr 4 marka aski í gær- kvöldi og ekki fiengið nóg. En þegar prestur hitti stúlk- una næst, sagði hann henni upp alla söguna, og þóttist hún góð að hafa sloppið við að giftast Jóni. En Jón mátti fara konulaus heim, og er þess ekki getið að hann færi í aðra biðilsför. Guðrún Stefánsdóttir. —(Heimilisblaðið). Skrítlur Þrír stúdentar sáu virðulegan öldung með hvítt skegg niður á bringu koma í áttina til sin. Það voru í þeian æskuærsl og þeir kornu sér fljótt saman um að slá upp á glens við gamla manninn. “Góðan daginn, faðir Abraham,” sagði leinn. “Góðan daginn, faðir ísak,” sagði annar. “Komið þér sælir, faðir Jakob,” sagði sá þriðji og rétti honum höndina. öldungurinn hopaði undan, lagði hendurnar aftur fyrir bak- ið og svaraði: “Ykkur skjátlast, herar minir, eg er hvorki Abra- ham, ísak né Jakob, en eg er Sál, sonur Kiss, er var sendur af stað að leita að ösnum föður síns, og sjá! eg hiefi fundið þær.” • Einu sinni voru margir rið- andi menn á ferð í sveit. Þegar farið var að dimma, komu þeir að bæ og var bóndi úti á hlaði. Riðu þeir hver á eftir öðruim heim mjóa götu, er lá hieim að bænum. Heilsuðu þeir bónda hver á eftir öðrum, og héldu svo áfram. Þegar þeir fyrstu komu út fyrir bæinn, lieygðu þeir við og fóru bak við hann og náðu saman við þá, sem síðastir fóru. Komu þeir nú aftur og heilsuðu karli sem nýir menn. Þannig hélzt hringurinn óslitinn og þótti bónda hér vera fjölmenni á ferð. Seinast stóð hann kófsveittur og hissa á hlaðinu, tók kveðjum manna r sífedu og sagði: “Blessi þig, blessi þig, bliessi þig, blessi þig, blessi þig. Skárri er það bannsett runan!” A (hrifinn): “Ekkert er eins gott og gæsasteik!” B: “Nú segir þú ekki satt. Gæsasteik ier svei mér betri en “ekkert.” ” $9,000,000 ÞÖRF NÚ ÞEGAR! margfaldast með þremur! Sérhver Rauðakross dollar vinnur þriggja 'doll- ara verk. Rauði krossinn kaupir efni við allra lægsta verði. Þessvegna margfaldast að þre- földu gildi þær vörur, sem miljónir Rauðakross sjálfboða, prjóna, sauma, og vinna að á annan hátt, án endurgjalds, og fluttar eru ókeypis tii áfangastaðar. Þetta er ákjósanlegt vegna þess, að vistir, föt skýli og hjúkrun, hlaupa upp á miljónir. Sérhverja viku fara 40,000 pakkar yfir hafið frá Rauðakrossinum til manna í fanga- herbúðum; þetta þarf meira en að tvöfalda, til þess að fullnægja aðkallandi þörfum. Útlátin eru stöðug, og tekjur þurfa að vera stöðugar. Rauðikrossinn vakir á verði 24 klukkustundir hvern eihasta sólarhring. Aldrei var dollar meira virði, en í höndum Rauðakrossins í dag. Gerið yðar til að halda þessum fylkingum mannúðarinnar sístarfandi. Opnið hjörtu yðar og leysið jafnframt frá pyngjunni — GEFIÐ örlátlega. Hin eina alþjóðarsiil'nun í stríðþjónustusjóð þetta úf fíeikningar Canadiska Itauðakrossins ern háðir nákvæmu eftirliti gfirendurskoðandans í Canada CANADIAN REDCROSS Gefið til þess að lina Mannlegar þjáningar! LOCAL CAMPAIGN HEADQUARTERS Civic Auditorium, Winnipeg Sími 37 294

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.