Lögberg - 07.05.1942, Page 8
8
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. MAÍ, 1942
Ur borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verð. $1.00. Burðargjald 5c.
♦ ♦ ♦
Mr. Pétur N. Johnson frá
Foam Lake, Sask., ler staddur í
borginni þessa dagana.
+ ♦
Mr. Thorgeir Thorgeirsson frá
Churchbridge, Sask., er nýkom-
inn til Iborgarinnar með systur
sína til lækninga.
-f ♦ -f
Laugardaginn 2. miaí gifti séra
H. Sigmar þau Dóru Gíslason
frá, Garðar og Vicfcor Hannesson
frá Mountain á heimili sinu.
f f f
Mr. og Mrs. Viglundur Vigfús-
son, sem undanfarandi hafa átt
heima að 559 Furby Street, eru
nýflutt að 587 Langside Street.
f f f
"Thy Kingdom Come"
F. E. Linden, ú'tgefandi
Prophetic Light, heldur fyrir-
lestur í Goodtemplarahúsinu,
Sargent og McGee, kl. 3 e. h. á
sunnudaginn kemur, þann 10.
þ. m. Allir hjiartanliega vel-
komnir.—
f f f
Með “Dettifossi” komu þessir
fslendingar nýlega til New York:
Hilmar Kristjánsson og Magnús
Guðmundsson, stúdentar. Kaup-
sýslumenn: Lárus Jakobsson,
Guðlaugur Guðmundsson og frú.
Kjartan Sæmundsson, og Tómas
A. Tómasson ásamt frú.
f f f
Gjafir lil Belel í apríl 1942:
Mrs. O. Stephensen, Winnipeg,
Hillingalönd eftir Guðrxinu H.
Finnsdóttur; Mrs. C. O. L. Chis-
well, Gimli, Milk Chocolate
Cubes; Mrs. Guðrún Sigurðsson,
Betel, $5.00; Mrs. J. Stefanson,
Elfros, Sask., “rmeð beztu páska-
óskum” $1.00; Mrs. Veiga Swan-
son, Blaine, Wash., áheit, $2.00;
P. og J. Hjálmsson, Markerville,
Alta., $10.00.
Kærar þakkir,
J. J. Swanson, féhirðir.
308 Avenue Bldg.,
Winnipeg.
f f f
Laugrdaginn 25. apríl, voru
þau Jóhann Kristinn Erlendson
frá Vancouver, áður frá Lang-
ruth, og Thelma Olive Eyjólfs-
son frá Langruth, Man., gefin
saman í hjónaband, af séra Rún-
ólfi Marteinssyni. Giftingin fór
fram að 2216 W. 18th Ave i
Vancouver, heimili Mr. og Mrs.
A. E. Smith, sem er nákomið
vinafólk brúðhjónanna frá Lang-
ruth. Nokkrir vinir voru þar
samankomnir siem nutu yndis-
legrar veizlustundar. Brúðhjónin
fóru stutta skemtiferð til
Victoria, en heimili þeiira verð
ur í Vancouver.
i SARGENT
FLORIST
D. OSBORN
“Mœðradagur”
Minnist hennar með
blómum
10. MAf
739 SARGENT AVENUE
Phone 26 575
“Blóm fyrir öll tækifæri’’
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
sinn næsta fund að heimili Mrs.
G. H. Gillies, 923 Warsaw Ave.,
á Miðvikudagskvieldið 13. maí,
kl. 8 e. h.
f f f
Páll Johnson, raffi’æðingur,
húnvetnskur að ætt, lézt nýverið
að heimili dóttur sinnar í
Kenora, Ont., 72 ára að aldri;
hann gaf sig um langt skeið að
ýmiskonar uppgötvunum í sam-
bandi við framleiðslu rafáhalda.
f f f
Vegna fjölmiennra áskorana,
verður leikurinn “Tengdapabhi”
sýndur í þriðja sinn á þriðju-
dagskveldið þann 12. miaí i fund-
arsal Sainbandskirkju; var að-
sókn að leik þessum afar mikil,
og skemti fólk sér hið bezta.
f f f
Frá Miargaret Roller frá
Seattle, Wash., er nýkomin til
borgarinnar, en fer héðan suður
til Washington, D.C. Frú Mar-
garet er dóttir þeirra séra
Octavíusar og frú Karólínu
Thorlakson, sem nú leru búsett
að Berkeley í Californíu-ríki.
f f f
Þann 25. apríl síðastliðinn,
voru gefin saman i hjónaband i
Westminstier kirkjunni, þau
Miss Katherine Moritz frá York-
ton og Mr. Jóhann Otto Thor-
leifsson, sonur Mr. J. B. Thor-
lleifsson hér í borginni. Dr. E.
M. Howse, framkvæmdi hjóna-
vígsluna; framtíðarheimili ungu
hjónanna verður í Yorkton.
f f f
Samkomu Laugardagsskólans í
Riverton, Man. hefir verið frest-
að þangað til 11. maí n. k. Verð-
ur hún haldin í “Parish Hall” og
byrjar kl. 8.30 e. h.
Börnin taka þátt í marg-
breyttri skemtiskrá. Dans áieftir.
Veitingar seldar. Inngangur
tfyrir fullorðna 25c, börn 15c.
Einnig verður sýnd ný “filma”
frá fslandi. Fjölmennið!
f f f
Karlakór íslendinga í Winni-
Peg, hefir ákveðið að hafa söng-
samkomu í Lundar Communitv
Hall, Lundar, Man, föstudaginn
22. þessa inánaðar, undir um-
sjón Lundar Co-operative Com-
munity Club. Fjölbreytt skemti
skrá og dans. ‘Mieðal annars á
skemtiskránni verður Birgir
Halldórsson með nokkra ein-
söngva og Páll S. Pálsson með
gamansöngva. Sjá auglýsingu
siðar í blaðinu.
Fjölmennið! Komið öll!
—Nefndin.
♦ f f
Samskol { útvarpssjóð
Fyrsíu Iútersku kirkju
Mrs. ó'löf Paulson, Arborg $1.00
Mr. og Mrs. Einar Thord-
arson, Sinclair i.oo
Mr. og Mrs. J. R. John-
son, Wapah 2.00
Mrs. Pálína Thordarson,
l'phani 25
Gisli Bienediktson, Upham .25
Mrs. Ingihjörg Swerrison,
Upham ....................25
Mr. og Mrs. S. E. Einarson,
i'pUi'in 1.00
Mr. Sveinn Sveinbjörncon,
Upham 25
Mrs. Guðný Philip,
Towner, N.D............. i.oo
Mr. og Mrs. B. K. Jónsson,
Cypress River 2.00
Mr. og Mrs. C. Nordman 1.00
Mr. og Mrs. H. C. Joseph-
son 1.00
Næsta útvarp frá Fyrstu hit-
ersku kirkju fer fram yfir stöð-
ma CKY, Winnipeg, 24. mai kl.
11 f. h. Þetta er fermingarguðs-
þjónusta, og fer fram á ensku.
V. J. Eylands.
Magnús Guðmundsson, ættað-
ur af ísafirði, kom hingað tii
borgarinnar í fyrradag, og mun
þegar hefja flugnám við flug-
ilistaskóla Konnie Jóhannesson-
FRÁ BURMA
Eins og sakir nú .standa sýn-
ast Japanir hafa náð að mestu
haldi á Burma, og eru árásar-
herhveitir þeirra komnar að sögn
eitthvað á þriðju mílu inn yfir
landamæri Kina á stöðvum þess-
um; enn sem fyr, voru það eink-
um yfirburðir Japana í loftinu,
ier réðu úrslitum; staðhæft er, að
sigurinn hafi verið Japönum dýr-
keyptur, bæði að því er mannslíi
og loftför snertir.
Messuboð
Fyrsla lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands
prestur.
Sunnudaginn 10. mai:
Guðsþjónustur með venjuleg-
um hætti: á ensku kl. 11 f. h.
á íslenzku kl. 7 e. h.
f f f
Séra Valdimar J. Eylands,
flytur að forfallalausu guðsþjón-
ustu að Vogar, kl. 2 e. h. á
sunnudaginn þann 17. þ. m.
Verður við það tækifæri form-
lega fcekið til afnota orgel, sem
G. F. Jónasson hefir gefið is-
lenzku kirkjunni þar á staðnum.
f f f
Guðsþjónustur við Winnipeg-
osis þann 10. maí kl. 11 f. h. á
Red Deer Point og klukkan 3
le. h. i Winnipegosis.
S. S. C.
f f f
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 10. mai:
Sérstakt vandað Mother’s Day
prógram kl. 11 f. h. öllum boð-
ið. Mæður eru heiðursgestir
dagsins.
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Allir velkomnir.
S. ólafsson
f f f
Messur í Piney
Séra Philip M. Pétursson mess-
ar í Piney, á ensku og íslenzku,
á vanalegum sfcað og tíma, 17.
þessa mánaðar.
f f f
Prestakall Norður Nýja íslands
Sunnudiaginn 10. maí.
Árborg, ensk messa kl. 11 f. h.
(Mother’s Day service)
Riverton, íslenzk miessa kl.
8 e. h.
B. A. Bjarnason.
f f f
Sunnudaginn 10. maí verður
messað í þessum kirkjum,
Mother’s Day:
Péturskirkju kl. 11 f. h., Garð-
ar, kl. 2.30 og Vídalins kl. 8.
Fyrstnefndu tvær messurnar á
íslenzku, sú síðasta á ensku. —
Offur í kirkjufélagssjóð í Pét-
urs og Vídalíns kirkjum. — Allir
velkomnir.
Mr. Skúli Sigurgeirsson, guð-
fræðinemi frá Saskatoon, kom
til borgarinnar á þriðjudags-
kveldið, og bjóst við að leggja
bráðlega af stað vestur að Mani-
tobavatni, þar sem ráðgert er að
hann gefi sig að kirkjulegri
starfseini í sumar.
AFTÖKUM FJÖLGAR
DAGLEGA
Nýjustu friegnir herma, að af-
tökur á Frakklandi, Hollandi og
í Belgíu, sé nú orðnar daglegir
viðburðir; hefir ástandið í þessu
tilfelli hríðversnað á Frakklandi,
síðan Laval tók við völdum; í
vikunni, sem leið, voru sjötíu
Frakkar teknir af lífi í einni
borg, í hefndarskyni fyrir einn
Jiýzkan, óbreyttan liðsmann.
Smælki
Margar ástæður hafa veriö
bornar fram til að reyna aó
sanna, að kenning Darwins, uni
að maðurinn sé kominn af öp-
um, sé ekki rétt. Þýzka ritið
“Natur und Kultur” þykist nu
hafa tekið af öll tvímæli í þessu
lefni.
“Hugmyndin er hlægileg,” seg-
ir blaðið, “því hvernig gæti full-
kominn aríi eins og Adolf Hitler
verið kominn af öpum?”
•
Skemtilge saga gengur um
þessar mundir í London um
Montaguie Norman yfirbanka-
stjóra Englandsbanka. Hann á
að hafa verið að skoða sprengju-
gíg einn mikinn, sem komið
hafði rétt hjá bankanum, er lög-
regluþjónn ávarpaði hann og
spurði, hvað hann væri að for-
vitnast á þessum slóðum og
hvort hann ætti þarna nokkurt
erindi.
“Já,” sagði Norinan, “eg
starfa í bankanum.”
“Nú, einmitt,” sagði lögreglu-
þjónninn, “þá væri ráðliegt að
reyna að koma sér inn og láta
hendur standa fraim úr ermum.”
•
Þrátt ifyrir ófriðinn er Biblían
stöðugt sú bókin, sem mest er
selt af í heiminum. Siðastliðið
ár seldust í Indlandi 1,338,000
eint. af Biblíunni og ler það 125,-
000 eint: fleira en árið þar á
undan.
Biblían er nú prentuð á 745
tungumálum, þrettán ný tungu-
mál hafa bæst við á fyrsta styrj-
aldarárinu.
Kristnifræðikensla fer ekki
fram í rikisskólum í Þýzkalandi
og Rússlandi og heldur iekki i
löndum, sem þessi ríki ráða yfir.
— Hinsvegar hefir kristnifræði-
kensla verið aukin allmjög í
spænskum skólum nýlega.
•
Á sýningu, sem nýlega var
haldin i Páfaríkinu í Róm, var
sýnt líkan af kirkju, sam í sienn
var bæði loftvarnabyrgi og guðs
hús. Blað páfa, “O&servatore
Romanum” segir svo í ummæl-
um sinum um líkanið: “óvænt
þróun í' kristilegri listsögu.”
—ýLesbók).
Sterkar taugar
Því mun enginn neita, að véi’
lifum á öld tauganna; nú leru
það ekki lengur vöðvarnir, sem
stjórna heiminum, ef þeir hafa
annars noltkurn tíma gert það.
Framfarirnar hafa haft það í för
með sér, sem meir og meira fcek
ur á taugarnar og styrkleika
þeirra. Akuryrkjan er jafnvel
orðin heil vísindagrein, og hand-
iðnaðurinn orðinn að listiðnaði.
Allir þurfa á hinum mestu gáf-
um og dýpstu þekkingu að halda
og sömuleiðis hinni skjótustu at-
'hugunargáfu jafnframt stálvilja
og djúpri tilfinningu; vanti
þetta, verður maðurinn líkur
vinnudýrunum.
Það er því ekki ofsagt, að
kjarni mannlífsins sé mjög kom-
inn undir tiaugakraftinum og
þeim þroska heilans, sem hlut-
aðeigandi hefir eða getur aflað
sér. — Sterkar taugar eru hin
fyrstu skilyrði fyrir framför og
þróun starfsins. Sterkar taugar
eru líka skilyrði fyrir því, að
menn geti notið ávaxtanna af
striti sínu bæði ilíkamlega og
andlega. Auðkýfingur sá, siem
kvelst af taugagigt, svefnleysi og
órósemi, hefir, þrátt fyrir allan
sinn auð og skólamentun, og
allan þann þroska, sem hann
hefir aflað sér, jafnlitla gleði af
lífinu, eins og fátækur verka-
maður, sem lifir lífi sínu í fá-
fræði og daglegum skorti. Gleðin
og ánægjan þrífast bezt hjá
þeim, sem er raunverulega heill
og hraustur. Þeim manni er
vinnan nautn og næsfca óbreytl
máltíð er honum sælgæti og
svefninn hvíldin bezta.
Allir ættu því að hafa hug á
að tryggja sér hin beztu skilyrði
fyrir því að öðlast og varðveita
heilbrigðar og sterkar taugar. Og
nú vill svo vel til, að ekkert af
líffærum vorum, hafa jafn liengi
átt svo góða læknismeðferð að
þakka, eins og einmitt tauga-
kerfið. En ef einhver hefir t. d.
með rammskökkum lífsvenjum
varið 10—20 árum til að ieyði-
leggja taugar sínar, þá má hann
ekki halda, að hann geti bætt
upp þann skaða með því að
vinna skynsamlega eða vísinda-
lega 10—20 daga. Það er miklu
sennilegra, að vinna þurfi aí
miklum dugnaði og mikilli reglu
til þess að ná því marki.
Bezti grundvöllur þess, að
fcaugakerfið sé heilbrigt og gott
er auðvitað alhliða gott heil-
brigðisástand og hver og einn
getur mjög unnið að þvi, með
því að hlynna daglega lítið eitt
að ilíkamanum, svo sem með þvi
að neyta heilnæmrar fæðu á rétt-
an hátt og sjá sér fyrir hreinu
lofti o. s. frv. Það hefir líka
auðvitað sína þýðingu að kvarta
ekki ná kveina eða gera sér á-
hyggjur út af því, siem aldrei
drífur á dagana, heldur ættu
menn að bein athygli sinni eins
og framast er unt að hinu fagra
og góða, sem vér höfum ávalt
fyrir augum. Stutt völ á nýtizku
hressingarhæli verður mörgum
til furðulegrar heilsubótar.
—(Heimilisblaðið).
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRÁM YÐAR
THE WATCH SHOP
Diamonds - Watchos - Jewelry
Agents for BULOVA Watches
Marriage Licenses Issued
Thorlakson & Baldwin
Watchmakers and Jevyellers
699 SARGENT AVE., WPG.
TIL ÞESS ÁÐ TRYGGJA
YÐUR SKJÓTA
AFGREIÐSLU
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
PHONE
34355 - 34 557
SARGENT and AGNES
TRUMP TAXI
ST. JAMES
Phone 61 111
LEIKFÉLAG SAMBANDSSAFNAÐAR
sýnir
'TENGDAPABBA"
Gamanleik í 4 þáttum
í samkomusal Sambandskirkju
ÞRIÐJUDAGSKVÖLD 12. MAÍ
Byrjar kl. 8 - - - Inngangur 50c
Látið hlutina
Þegar nú er verið að taka málma frá almenn-
ingsnotum til stríðsþarfa, ætti fólk að láta sér ant
um viðhald rafáhalda sinna. Eins og framleiðsla
rafáhalda er nú takmörkuð, verðið þér að notast
við þvottavélar yðar, eldavélar, kæliskápa og
marga aðra rafhluti, um langt skeið.
ÞJÓNIÐ með SPARNAÐI
Sé viðgerðar þörf, getið þér farið til rafvirkj-
ans eða City Hydro Service deildarinnar, þar sem
alt er til taks, sem nota þarf við rafáhöld.
Smásölukaupmönnum hefir verið tilkynt, að
viðskiftamenn verði að koma með alla gamla raf-
áhaldaparta áður en nýir partar verði afgreiddir;
þetta þýðir það, að ef snerillinn á eldavélinni bilar.
eða vindan á þvottavélinni, eða haldið á pressu-
járninu, þá verður að skila þessu öllu áður en nýtt
fæst í staðinn.
Hafið þetta hugfast, er þér þarfnist nýrra
parta fyrir rafáhöld yðar.
CITY HYDRO
BOYD BUILDING .... Sími 848 131
PRINCESS STREET - - - - Sími 848 182