Lögberg - 14.05.1942, Side 4

Lögberg - 14.05.1942, Side 4
1 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MAÍ. 1942 -----------HöSberg----------------------- QefiB út hvern fimtudag af THJi (JOLiUMBLA PltfiSS, IJMITKD •»& Karjfeut Ave., Wlnnipes, Manitob* Utanáakrift ritatjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent A’-e.. Winnipeg. Man. Edltor: EINAR P. JÓNSSON Verö SS.UV um áriö — Itorglat fyrirfram The "Lögberg" ía prlntea -nd pub tahed by Tha Columbia Preaa, Limited, 695 Sargent Avenua, Wlnnipeg, M&nltoba PHONE 88 327 Viðsjár á átjórnmálasviðinu Samgöngumálaráðherrann, Hon. P. J. Car- din, hefir látið af embætti, og bendir eitt og annað til þess, að allmargir samþingismenn hans og kaþólskir trúbræður frá Quebec, fylgi honum að málum. Óhjákvæmileg rás viðburðanna, hefir nú hagað því þannig til, að Mr. King lagði fram 1 þingi á mánudaginn tillögu, er fram á það fer, að numin skuli samstundis úr gildi 3. grein stríðsráðstafanabálksins frá 1939, sú, er hömlur lagði á það, að beita mætti herskyldu utan canadiskrar landhelgi; hjá þessu varð vitaskuld ekki komist, eftir að þjóðin með ákveðnu atkvæðamagni við atkvæðagreiðsluna þann 27. apríl s(ðastliðinn, leysti stjórnina frá öllum þeim fyrri skuldbindingum, er bundu hendur hennar með hliðsjón af stríðssókninni; leiðtogar þingflokkanna allra, voru á einu máli um það, að vegna þess breytta viðhorfs, er ó- hjákvæmilega hlyti að skapast, væri það lífs- nauðsynlegt, að stjórnin gæti beitt öllu því bolmagni, er hún fengi viðkomið, að því er hinar breyttu kringumstæður kynni að krefj- ast; að aukinna átaka yrði þörf, varð heldur ekki um vilst, ef vænta átti sigursælla úrslita, og ekkert minna en fullnaðarátök getur þjóðin sætt sig við í þeirri þrekraun, sem hún nú brýnir kjark sinn í til • tryggingar framtíðar- frelsi sínu og heilögum mannréttindum. Naumast verður það efað, að breytingar þær á áminstum löggjafarákvæðum, er Mr. King fer fram á, nái fram að ganga; alt annað væri óhugsanlegt, er tekið er tillit til yfir- lýsts vilja kjósenda; hvort herskyldu utan vé- banda Canada, verður hrundið í framkvæmd, teljist slíkt óumflýjanlegt, verður framvegis á valdi stjórnarinnar sjálfrar, og hún úr því að öllu ábyrg gagnvart kjósendum, jafnt í því máli, sem öðrum málum. Mr. King hefir, eins og vitað er af langri reynslu, jafnan verið and- vígur herskyldu, þó um það verði ekki deilt, að á þessum vettvangi sem öðrum, geti slíkt viðhorf skapast, að nauðsyn brjóti lög. I bréfi til Mr. Cardin’s, eftir að hann hafði tilkynt émbættisafsögn sína, komst Mr. King þannig að orði: “Ef stjórnin hefði breytt um grundvallar- stefnu, mundi eg ekkert hafa fundið athugavert við embættisafsögn yðar; meira að segja lít eg þannig á, að slík ákvörðun af yðar hálfu, hefði þá verið eina skynsamlega lausnin; en nú er engu slíku til að dreifa; engin stefnubreyting hefir átt sér stað; engin ný stefna komið til framkvæmda. “Ákvörðun ráðuneytisins um það, að fá breytt herkvaðningarlögunum þannig, að num- in yrði á brott 3. grein þeirra, er hömlur lögðu á það, að beita herskyldu utan Canada, fól ekki í sér neina stefnubreytingu; tilgangurinn var einungis sá, að fá stjórnina leysta frá sér- hverjum þeim skuldbindingum, er stæði í vegi fyrir óhjákvæmilegri hersöfnun, sem breytt viðhorf krefðist; atkvæðagreiðslan leiddi það í ljós, að mikill meirihluti kjósenda leit þann- ig á, að sjálfsagt væri að stjórnin hefði full- komið úrskurðarvald í þessum efnum. Hvort embættisafsögn Mr. Cardin’s beri að skoða sem aðdynjanda stormviðris í pólitísk- um skilningi, er enn eigi vitað, því oft hefir áður skyndilega kviknað í Quebec-ingum, án þess að til eldgosa hafi komið; og væntanlega átta þeir sig á einhvern hátt, áður en langt um líður; flestir eru þeir játendur kaþólskrar trú- ar; ekki hefir Hitler verið mildari í garð kaþólskra manna, en fólks af öðrum trúflokk- um; þeir eiga því ekki, fremur en aðrir, honum mikið gott upp að unna, og þar af leiðandi sýn- ist það óhugsandi, að kaþólskir þegnar þessa lands, jafnvel þó þeim sé í nöp við herskyldu, telji sér fært að skerast úr leik, eins og viðhorfi stríðsins nú er háttað, þar sem hvorki meira né minna en framtíð þjóðarinnar er í veði. Mr. King var ekki myrkur í máli í út- varpserindi sínu á dögunum, er hann lét þann- ig um mælt: “Þó canadisk þjóðeining sé mikilvæg, er sjálf þjóðartilveran margfalt mikilvægari.” Afstaða Mr. Cardin’s, er vægast sagt, all- varhugaverð; á undan atkvæðagreiðslunni þann 27. apríl, flytur hann eina útvarpsræðuna af annari, og hvetur þjóðernisbræður sína og trúbræður til þessað greiða jákvætt svar; þá var hann auðsjáanlega á sama máli og Mr. King, og taldi það þá hreint og beint sáluhjálp- aratriði, að þjóðin stæði saman sem einn mað- ur. Hvað veldur sinnaskiftunum? Hvar eru þeir nú? Eftir J. G. H. Skýrsla fátækranefndarinnar í Winnipeg yfir síðastaliðið ár ætti að kenna mörgu af okkar bezta fólki að hundskammast sín. Það er tiltölulega stutt síðan það var ein vinsæl- asta skemtunin í heimahúsum að svívirða fólk- ið, sem þurfti á sveitarstyrk að halda. Því var haldið fram að þeir, sem ekki höfðu atvinnu væru ekkert annað en ræflar og letingjar, sem ekki nentu að vinna, þó þeir ættu kost á því. Þeir væru ánægðir með það að vera heima og hlaða niður krökkum, liggja í leti og ómensku og láta þá ala sig, sem nentu að vinna. Stríðið hefir sýnt það og sannað hversu ódrengilegur rógur þessar kærur voru. Þegar kreppan var sem verst árið 1933, voru yfir 8,000 (átta þúsund) fjölskyldur á opinberum styrk í Winnipeg. Öðru hvoru á kreppuárunum eftir 1929 urðú 25,000 (tuttugu og fimm þúsund) heimilisfeður að biðja um opinbera hjálp. f októbermánuði síðastliðið ár voru aðeins 535 heimili á opinberum styrk. Þessar tölur eru óhrekjanlegt svar gegn þeim áburði að atvinnuleysingjarnir vildu ekki vinna. 1 októbermánuði voru færri atvinnulausir menn í Winnipeg en mannfélagsfræðingarnir héldu að nokkurn tíma mundi eiga sér stað. Hinar langvarandi þrautir, sem fólkið leiö með atvinnuleysinu, stefndu í þá átt að gera það ófært til vinnu. Það tapaði æfingu og kröftum, og það sem verra var: það tapaði trúnni á það að nokkurn tíma yrði aftur um atvinnu að ræða. Þegar vinnuveitendur höfðu eitthvað handa mönnum að gera, þá völdu þeir til þess unga menn og hrausta; en hinir, sem eldri voru og linari sátu á hakanum. Mannfélagsfræðingar höfðu komist að þeirri niðurstöðu að 2200 (tvö þúsund og tvö hundruð) fjölskyldur í Winnipeg yrðu stöðugt að lifa á almanna fé eða vera á sveitinni eins og það er kallað hjá okkur fslendingum. Stríð- ið raskaði öllum þessum áætlunum. Hvað varð svo af öllum þessum atvinnu- leysingjum, sem þeir höfðu svo mikið horn í síðu er sjálfir höfðu virðingarverða atvinnu’ Margir þeirra voru æfðir iðnaðarmenn, sem nú hafa fengið vinnu í Austur-Canada við vopnasmíðar; aðrir vinna við hernaðarstörf heima fyrir; sumir hafa fengið ný störf og aðrir verið teknir aftur þar sem þeir unnu áður. Bæjarskýrslurnar um atvinnuleysið segja samt ekki nema hálfa söguna. Það þarf ekki á neinu stálminni að halda til þess að muna eftir því hvernig farið var með þúsundir ungra manna þegar þeir voru að reyna fyrir sér og fóru fram og aftur um þvert og endilangt land- ið í eða á vöruflutningavögnum járnbrautanna, allir í atvinnuleit, sem hvergi var að finna. Með þessa menn var farið eins og útskúfaða afbrotamenn í þessu voru eigin mannfélagi. Þegar þeir dirfðust að finna eitthvað að “ástandinu” í atvinnulausra skálunum, voru þeir fordæmdir og kallaðir kommúnistar (sem var voðalegt orð þá) og úrþvætti. Hvar eru þessir menn nú? Þeir eru í hernum okkar, í sjóliðinu okkar, í lofthernum okkar. Þeir eru austur í Asíu, norðaustur í Evrópu,, suður í Afríku leggjandi líf og limi í sölumar til þess að verja það land og þá ’þjóð fyrir glötun og eyðileggingu, sem neitaði þeim um vinnu og viðurværi. Allar skammirnar, sem dundu yfir atvinnu- lausa fólkið, voru þó átakanlegastar þegar talað var um “útlendingana” — fólkið, sem kom til Canada rétt áður en kreppan skall á; kom þangað með bjartar vonir um góða framtíð, en átti nú við hin ömurlegustu bágindi að búa. eftir að kreppan kom. “Þeir vilja ekki vinna!” sögðu menn: “Það er heldur ekki við því að búast: þeir eiga miklu sælli daga hérna á sveitinni en þeir hafa nokkurn tíma átt áður. Þeir þurfa engar áhyggjur að bera fyrir morgundeginum; þeir hafa nóg í sig og á án þess að hafa nokkuð fyrir því. Þeir þurfa ekki að vera í vandræð- um með húsaskjól. Þeir þurfa ekki annað en að labba í hægðum sínum upp á skrifstofu bæjarstjórnarinnar aðrahvora viku og taka þar á móti ávísan fyrir öllu, sem þeir þurfa, og eyða síðan öllum tímanum við spilamensku í skemtiskálunum á Rauðárbökkunum. Nei, þeir sannarlega kæra sig ekki um að fá vinnu. Við ættum að láta flytja þá alla héðan í burt þang- að sem þeir áttu heima.” Það mætti með sanni segja að þessir menn sem þannig voru dæmdir, ættu minst allra hér í landi til þess að verja. En það er .nú svona samt að þegar kallið kom og menn voru kvaddir í herinn landi voru og lýð til varnar, var það undursamlegt og hughreystandi hversu margir synir þeirra buðu sig fram. Þeir sögðu ekki: “Látum þá eina berjast, sem hafa haft atvinnu og góð heimili meðan kreppan var!” Nei, þeir sögðu það ekki. Þeir gengu blátt á- fram í herinn þegjandi og möglunarlaust. í úr- valsliðinu (Grenadiers) í Hong Kong voru yfir 200 útlendra drengja, sem mættu kúlnahríð- inni og sprengjunum frá Japönum; margir þeirra komu vissulega frá fátækum heimilum VERÐMÆT SKJÖL GETA HVORKl GLATAST NÉ EYÐILAGST 1 tryggu Öryggishólfi Rétti staðurinn fyrir Borgarabréf yðar, Eignarbréf og Lífsábyrgðarskjöl, og önnur verðmæt skjöl, er í yðar eigin Öryggishólfi í Bankanum. Eyrir minna en lc á dag, getið þér leigt öryggishólf hjá næsta bankaúti- búi. THE ROYAL BANK OF CANADA ===== Total Assets $950,000,000 ■ = í Winnipeg og vissu hvílíkt sæld- arbrauð það hafði verið að vera á sveitinni. Alt þetta ætti að kenna oss ákveðnar og lærdómsríkar lexí- ur; þar á meðal þessa: Að aldrei oftar er það hægt að kenna vinnulausa fólkinu um atvinnu- leysið; að aldrei oftar getum vér látið viðgangast það “ástand,” sem vér gerðum oss gott af og álitum óhjákvæmilegt fyrir 1939. Það má ekki líðast að drengirnii sem fóru af sveitinni í herinn, fari úr hernum aftur á sveitina eftir að þeir hafa unnið stríðið. Sem betur fer eru stjórnmála- menn vorir farnir að átta sig á þessu og skilja það: Þeir vita það að ekki er nóg að vinna stríðið, vér verðum einnig aö tryggja framtíðihni frið. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. (Ritstjórnargrein úr Free Press 16. janúar 1942). Hugleiðingar P.B. í Hkr. 30. apr. 1942. McKenziie King segir 4. maí, að allir þeir, sem ekki greiddu já-atkvæði, séu grunnhyggnir og skilningslausir eða eitthvað enn lakara. P. B. segir að þeir, sem ekki skilji alheims-pólitik eins og hann, þjáist af hugsunarvill- um. — Þú, — P. B. — sérð ýmsai mjög iskyggilegar hugsunarvill- ur i “Hugleiðingum” Soffaníasar Thorkelssonar. Og kemur svo sjálfur með “hugleiðingar,” sein eiga að vera rökréttar leiðrétt- ingar við rökvillur S. Th. Þú tekur upp tvo kafla, sem þú svo snýrð um og reynir að lesa þá öfugt og andhælis, já, og þykist vera mjög fyndinn og rökvlss. Ætlar þú oss hinum að skilja þá eins og þú þykist gjöra? Eða ertu að reyna að gefa í skyn, að skoðun þín á menningarmálum heimsins eigi að vera standard allra hugsandi manna? Hefir þú keypt af Stalin einokunarrétt á alþjóða heimspeki? S. Thorkelssyni varð það nú á, að gjöra sérstakar ályktanir Viðvíkjandi hæfileik þjóða, til að geta verið menningarverðir al- heimsins. Svo þó hann finni Rússland komið lengst á veg í áttina til lýðræðis, þá sér hann, eins og margir óháðir, hugsandi menn, ennþá all-langa leið að fara, til að fullnægja kröfum lýðræðismanna í þá átt. Bretar standa framarlega í heimsmenningunni og svo gjöra bandaþjóðir Norður-Ameríku. Eg er hræddur um að þú slengir hér saman — i þínum hugleiðingum — einstaklings- frelsi, hagfræðislegu, pólitísku og 'félagsfrelsi, og búir til súpu úr öllu saman. En hvað snertir “persónufrelsi,” þá held eg að Bandaríkin standi þar með rremstu þjóðum, þó lýðfrelsi þar sé í heild sinni mjög ábótavant. Eins má segja um Rússland, að þó að það sá komið einna lengst í lýðræðis áttina, þá er ekki þar með sagt að einstakl- ingsfrelsi standi þar á mjög háu stigi. Þess er naumast að vænta að lýðræði í öllum þess mynd- um hafi énnþá náð háu þroska- stigi, hjá þjóð, sem er sniðin upp úr margra alda kúgun, með menningu, sem tilheyrir liðna tímanum. Einræðisstjórn þarf ekki óhjákvæmilega að vera vond stjórn í öllu tilliti. Og gæti, ef til vill, verið i ýmsu betri en kapitalistisk lýðstjórn, ef slík stjórn annars er, eða getur verið til í þess orðs strangari merk- ingu. En svo eru stríðstímar ekki heppilegasti timinn til að verðleggja einstaklingsfrelsi, eða nokkra aðra tegund frelsis, eða stjórnarfarslegar athafnir nokk- urrar þjóðar. Svo þó Rússar hafi stofnað hjá sér lýðrænt þagfræðiskerfi, þá er ekki þar með sagt að það standi á öllum sviðum framar en t. d. Bandaríkin eða Bretland, og þvi kanske ekki hæfara — ennþá — til að gjörast alheims leiðtogi eða fyrirmynd. Eg get því ekki séð, að S. Thorkelsson hafi talað mikið af sér, eða framið nokkra höfuð- synd, þó hann gæfi Bretlandi góðan vitnisburð í framkomu þess gagnvart Islandi. Ef S. Thorkelsson spyrði þig, svona í hjartans sakleysi, hvað FRELSI væri, hverju myndir þú svara? Gætirðu svarað því? — Þú kansike þættist geta það, og færir svo að mala þig í baklás, eins og svo margir nú á dögum. Af því eg hefi svo mikið per- sónufrelsi, að mega hafa rangar eða réttar skoðanir, eins og þú — og aðrir, þá ætla eg að segja þér mína skoðun á skrifum S. Thorkelssonar. Þá er það sú, að hann riti mjög hóflega og dragi mjög liprar og skynsam- legar ályktanir af því er fyrir hann ber, á merkilega góðu og viðfeldnu máli, og hafi glögi auga fyrir þvi er hann sér, og sýni góða dómgreind í dómum sinum og hræsnislausar ályktan- ir hvort heldur í já-kvæðum eða nei-kvæðum anda. Þess vegna leyfi eg mér að dæma “hugleið- ingar” hans bæði fróðlegar og skemtilegar, og því óþarft að gjöra þær að langri rekistefnu. Hnútur í 'hans garð eru mér eins ógeðfeldar og hnútur þær, sem verið er að kasta að Dr. Riohard Beck. Mér likar aðfinslur þar sem þær eiga heima og standa á öðru en brauðfótum. Jóhann 6igurjónsson Sagnir og minningar Eftir Láru Árnadóttur Eg hefi kallað þetta: Sagnir og minningar um skáldið Jóhann Sigurjónsson frá Laxamýri, er fæddist 19. júní (1880), þegar alt í náttúrunni er fult af lífi og gróðri, og dó 30. ágúst (1919), þegar haustið er að ganga í garð og gróður sumarsins að fölna og deyja. • Vornóttin breiðir sig hálf björt og leyndardómsfull yfir hauður og haf. Skjálfandaflóinn liggur spegilsléttur svo langt, er auga eygir. Kinnarfjöllin standa dimmblá og tíguleg. Þau nota sér lognið til að skoða fegurð sína í haffletinum. Sandarnir teygja úr sér blásvartir og gróð- urlausir vestur að Skjálfanda- fljóti. í suðri er úfið hraunið, með hirki og margskonar gróðri, sem fjarlægðin felur, —r aðeins augað grunar hinn græna lit. Laxá líður hljóðlega fram hjá eyjum og hólmum, hún kveður í hljóði vöggusöng við sjálfa sig. Ferðalagið hefir orðið henni langt og víða erfitt, og hún er hvildinni fegin. leið sinni hef- ir hún myndað fossa, strengi og hringiður, og nú er hún að komast að ósi, — takmarkinu er náð. Þá safnar hún síðustu kröftunum og steypir sér fram af brúninni hjá Ærvíkurbjargi, og svo hverfur hún í hafið. Lognbáran leikur sér við sand- inn, en við eyjar og hólma synd ir blikinn bringubreiður og þrótt- mikill. Sjálfur æðarkóngurinn er i liðinu þetta vor. — Á bökk- um og runnum er hreiður við S. B. DÝRTÍÐAR UPPBÓT Alþj óðar Stríðsverkamálanefndarinnar Hagstofa Sambandsstjórnar hefir komist að því, að vísitala framfærslukostnaðar fyrir 1. apríl 1942, er þá var 115.9 (endurskoðuð 115), hefir ekki hækkað um heilt stig eða meira yfir vísi- töluna 1. október 1941, er þá var 115.5 (endur- skoðuð 114.6). Þessvegna hefir verkamálanefndin, í samræmi við stjórnarráðssamþykt 12, P. C. 8253, ákveðið og tilkynt að tilskildum rétti vinnu- veitenda og vinnuþega um áfrýjun til téðrar nefndar um leyfi til slíkrar dýrtíðaruppbótar, er hún telur “réttmæta og sanngjarna,” samkvæmt fyrirmælum áminstrar stjórnarráðssamþyktar, að: (a) Engin breyting sé gerð á þeirri dýrtíðaruppbót, sem nú er greidd; (b) Að vinnuveitendur, sem ekki hafa greitt dýrtíðaruppbót, megi ekki inn- leiða slíka greiðslu. Að tilskipan Alþjóðarstríðsverkamála nefndarinnar, HUMPHREY MITCHEI.L Verkamálaráðherra og Forseti Ottawa, Canada 12. maí, 1942.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.