Lögberg - 28.05.1942, Síða 1
55. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MAÍ, 1942
VOGAR KIRKJA AÐ INNAN
Altarið, sem stendur fyrir stafni gaf Guðmundur F.
Jónasson, stórkaupmaður í Winnipeg til minningar um
móður sína, Guðrúnu, sem lézt vorið 1938. Altarið var
vígt við hátíðlega guðsþjónustu í kirkjunni þ. 17. þ. m.
Sbr. ræðu séra Valdimars hér í blaðinu. Orgelið til vinstri
gáfu Johnsons systkinin á Vogar í minningu um foreldra
sína, Mr. og Mrs. J. Jónsson frá Sleðbrjót, og Guðmund
bróður sinn.
Skírnarfontinn til hægri handar altarinu gáfu þau Mr.
og Mrs. Oscar Gíslason að Vogar, í tilefni af því að barn
þeirra varð fyrsti skírnþegi í hinni nýju kirkju. Biblíuna
á prédikunarstól gaf Brezka og Erlenda Biblíufélagið í
Winnipeg (Manitoba Branch), og kertastjakana á prédik-
unarstól gaf Mrs. Mekkin Guðmundson í minningu um
systur sína Mrs. Guðrúnu Johnson, konu Jóns frá Sleðbrjót.
Húsið er hið prýðilegasta og ber vott um mikla ræktarsemi
bygðarfólks og áhuga fyrir menningarmálum sínum.
Orustan um
Kharkov
Nú hefir staðið yfir i hálfan
niánuð hrikaleg orusta um þessa
mikilvægu iðnaðarborg í úkra-
n*U; borgin hefir verið i höndum
hjóðverja frá þvi i fyrra haust,
en svo er batnaði í veðri í vor,
hófu Rússar feykilega atsókn að
horginni, sem stendur yfir enn,
°g harla tvísýnt um úrslit, að
því er ráða má af siðustu fregn-
nni, þú þær að vísu séu nokkuð
þokukendar; orusta þessi er sótt
af ofurkappi á báðar hliðar, bæði
með ógrynni skriðdreka og
°rustuflugvéla, auk mikils stór-
skota- og fótgönguliðs; mann-
lall af hálfu beggja hernaðarað-
ilja, er gifurlegt, og þó að sögn
niun meira á hlið Þjóðyerja.
Eins og nú horfir við, sýnist svo
sem þýzki herinn hafi um stund-
nrsakir stöðvað framrás hinna
rússnesku hersveita á þessu víga-
svæði.
merkjasala
A laugardaginn þann 30. þ. m.,
ier fram hin árlega merkjasala
iyrir hina sameinuðu Fresh Air
^anips; er hér um nytsamar
stofnanir að ræða, sem veitt
geta alls viðtöku um 800 börn-
nrn; þetta er mikilvægt heilsu
°g þroska-atriði fyrir börn, og
þessvegna verðskuidar málið ó-
skiftan stuðning af hálfu al-
nrennings.
Senda má einnig tillög til
skrifstofu Fresh Air Camps,
hank og Montreal, Winnipeg, og
skrifa utan á til Alex Smith,
heiðursféhirðis.
Frá Lybiu
Síðustu fréttir af þeim víg-
stöðvum henda til þess, að sveit-
ir öxulríkjanna þar í landi hafi
hafið allsnarpa árás á brezkar
\igstöðvar þar um slóðir, og
miðað þó nokkuð áfram; fylgir
það sögu, að undanfarna daga
hafi verið minna um sandrok á
eyðimörkinni, og þar af leið-
andi hafi verið hægra um vik,
að koma við hernaðarleguin
áhlaupum; er mælt, að Þjóð-
verjar hafi orðið fyrri til, að
nota sér þessa breyttu aðstöðu,
en Bretar og bandamenn þeirra
í Lybiu.
SKRÁSETNING
ATVINNULAUSRA
Sambandsstjórnin í Ottawa
hefir mælt svo fyrir, að allir at-
vinnulausir karlmenn, að þeim
undanteknum, er í fangelsum og
á sjúkrastofnunum dvelja, gefi
sig fram við næstu atvinnuleysis-
skrifstofu tvisvar í mánuði; ná
fyrirmæli þessi til allra karl-
manna frá sextán til sextíu og
níu ára aldurs, með þvi að lík-
legt þykir, að koma megi ýms-
um þeirra að atvinnu vegna sí-
aukinna kvaða að hálfu stríðs-
sóknarinnar.
VILL AÐ FORSETI NJÓTI
ALRÆÐISVALDS
Herbert Hoover lét nýverið þá
skoðun í ljósi, að óumflýjanlegt
væri, að Roosevelt forseti fengi
alræðisvald meðan á stríðinu
stæði; einkum þó að því, er
fjárhagslegar ráðstafanir á-
hrærði. /
Friðrik Sveinsson
látinn
Siðastliðið mánudgaskvöld,
varð bráðkvaddur á skemtifundi
þjóðræknisdeildarinnar “Frón”,
Friðrik Sveinsson, málari, frek-
lega 77 ára að aldri; hann var
Eytfirðingur að ætt, kom korn-
ungur til þeSsa lands, og dvaldi
lengst af í Winnipeg, þar sem
hann stundaði málaraiðn; konu
sína, Sigríði, misti Friðrik fyrir
fáurn árum, en þrjár dætur lifa
föður sinn, og einn bróðir, séra
Jón Sveinsson, rithöfundurinn
nafnkunni.
Friðrik Sveinsson var óvenju
fjölhæfur maður; málaði leik-
tjöld af mikilli list, og bjó yfir
miklum og margvíslegum fagur-
fræðilegum gáfum; hann var
róttækur í skoðunum, einkum
hin síðari ár, og las kynstrin
öll af bókum um stjórnmál og
hagfræði; hann var hrifnæmur,
sem þá er bezt getur á fegurð í
ljóði, og naut mikils yndis af
söng. Friðrik var afarskemti-
Jegur í viðræðu'm, og framúr-
skarandi híbýlaprúður maður.
Gleðimaður var hann mikill, og
á gleðimóti lagði hann upp i
langferðina hinztu.
útför Friðriks fer fram frá
Sannbandskirkju kl. 2 e. h., á
laugardaginn kemur.
SKIPAÐUR RÁÐHERRA
Samkv. fregnum frá Ottawa
á þriðjudaginn, hefir Senator J.
H. King Yrá British Col iimhia.
verið skipaður ráðherra i sant-
bandssitjórninni, án þess að
veita nokkurri ákveðinni stjórn-
ardeild forustu; hinn nýi ráð-
herra, ier um þessar mundir
framsögu maður frjálslynda
flokksins i efri málstofunni.
NÝ SKÖMTUN
Formaður verðlagsnefndar
meðan á stríði stendur, Donald
Gordon, hefir tilkynt, að sykur-
skamtur sé nú ákveðinn hálf-
pund á viku fyrir einstakling;
teneyzla verður lækkuð um
helming frá því, sem nú er, en
kaffi um einn fjórða. Þungar
refsingar liggja við, ef brotið er
i bág við fyrirmæli þessi.
Skarar fram úr við nám
Bragi Freijmóðsson
Þessi ungi mentamaður, sem
lieiman kom af fslandi fyrir
tæplega tveimur árum, lauk ann-
ars árs prófi í verkfræði við
Manitobaháskólann á vor, með
fyrstu ágætiseinkunn; varð hann
hæztur þeirra, er undir sams-
konar próf gengu við háskólann,
og hlaut hin svonefndu Isbister
verðlaun, er námu 80 dollurum-.
Bragi er maður skarpgáfaður,
og fylginn sér að sama skapi við
nám.
Tveir islendingar
handteknir á
flugvellinum
Tveir íslendingar voru hand-
teknir á flugvellinum í fyrradag.
Komu hermenn að þeim þar sem
þeir voru komnir upp í flugvél
eina, sem iþar var. Menn þessir
sitja báðir enn í haldi hjá brezka
setuliðinu.
Báðir þessir menn voru verka-
menn, sem unnu i flugvellinum.
Annar þeirra er Reykvíkingur og
heitir ívar Guðlaugsson, 33 ára
að aldri. Hann á heirna á Tjarn-
argötu 10 A. Hinn er Hafnfirð-
ingur, piltur um tvítugt. Hann
heitir Jón Þorkelsson og býr á
Vesturbraut.
Menn þessir voru handteknir
um miðjan dag í fyrradag. Kom
verkstjóri þeirra á lögreglustöð-
ina og tilkynti, að þeir hefðu
vexið handteknir. íslenzk yfir-
völd munu hafa snúið sér til
stjórnar brezka setuliðsins til að
spyrjast fyrir um þetta mál, en
tekki hefir komið til kasta ís-
lenzkra yfirvalda, þar sem rann-
sókn hjá brezka setuliðinu er
ekki lokið.
Hefir ekkert verið tilkynt um
úrslit þeirrar rannsóknar.
Óvarkárni á flugvellinum
Sama dag sem þessir piltar
voru handteknir i hinni brezku
flugvél, kom fyrir annað atvik,
sem vel hefði getað endað á
sorglegan hátt. Vöruhílstjóri
einn ók frarn hjá hermanni, sem
var á verði. Hlýddi hann i fyrstu
ekki merki varðmannsins um að
stöðva um leið og hann fór fram
ihjá honum. Munaði þarna litlu,
að skotið væri á bifreiðarstjór-
ann.—(Mbl. 18. marz).
Aðstoð ríkisins
við íslenzka
námsmenn erlendis
Sex þingmenn, þeir Pálmi
Hannesson, Eiríkur Einarsson,
Ásgeir Ásgeirsson, Emil Jónsson,
Bjarni Ásgeirsson og Magnús
Jónsson, flytja svohljóðandi
þingsályktunartillögu í samein-
uðu þingi:
“Sameinað Alþingi álvktar að
rfela rikisstjórninni að sjá far-
horða, eftir þvi sem með þarf og
unt er, þeim íslenzkum náms-
mönnum, er dveljast í þeim lönd-
um, sem samgöngur héðan eru
teptar við. Jafnframt heimilar
Alþingi ríkisstjórninni að veita
námsmönnum þessum sem styrk
alt að helmingi þess fjár, sem
hún leggur þeim til dvalarkostn-
aðar.”
í greinargerð segir:
Eins og kunnugt er dveljast
allmargir íslenzkir námsmenn á
Norðurlöndum og í Þýzkalandi.
Litlar fregnir berast frá þeim,
en þó er kunnugt, að þeir eigi
við að etja all-mikla erfiðleika
vegna dýrtiðar og annars. —
Kunnugt er og, að flestir þeirra,
ef ekki allir, stundi nám sitt af
fullkominni alúð, og ýmsir hafa
þegar lokið námi, en komast þó
ekki heim.
Rikisstjórnin hefir látið sendi-
ráðin í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi greiða þessu fólki
nauðsynlegan námseyri, en síðan
hafa aðstandendur þess endur-
greitt féð hér 'heima, að því
leyti, sem þeir hafa getað.
Þessi skipun er að visu góðra
gjalda verð og raunar fullnægj-
andi þar, sein efnaðir aðstand-
endur eiga í hlut. En hitt er þó
víst, að allmargir þeirra náms-
Jósef Þórson
Tekinn í sljórn Canada
Þung um loftið þruma fer,
Þórshamarinn reiddur er.
Allir þekkjum þórson, vér,
Þórson, stjórnarvöld sem ber.
íslendinga æruvörn!
íslenzk sál er metnaðsgjörn,
kann að meta manndóm sinn,
— meta hver er höfðinginn.
S. B. B.
NÚMER 22
Lýður S. Líndal
Á laugardaginn 28. marz s.l. lézt að heimili sínu,
498 Victor Street, í Winnipeg hinn góðkunni heiðurs-
maður, Lýður S. Líndal. Hann hafði átt heima í Winni-
peg í full fimmtíu og fjögur ár. Hann var einn af hinum
einstöku gæfumönnum, sem öllum þykir vænt um er
þeim kynnast sakir mannkosta þeirra, heiðvirðis og
dagfarsprýði. Útför hans
fór fram frá Fyrstu lút-
ersku kirkju á fjórða
degi frá andláti hans.
Kirkjan var þéttskipuð
vinum og kunningjum
hins látna; söngur var
hinn hátíðlegasti, og kist-
an fagurlega skrýdd.
Presturinn talaði út af
orðum postulans í 2. Kor.
1:12: “Þetta er hrósun
vor, vitnisburður sam-
vizku vorrar, að vér höf-
um framgengið í heimin-
um—í hreinleika Guðs.”
Þau orð fanst mönnum
að leggja mætti á var-
ir Lýðs heitins látins;
lifandi mundi hann hafa
talið slík ummæli sjálf-
hælni, en í slíku vildi
hann ekki gjöra sig sekan fremur en öðru sem mönnum
er lagt út til lasts.
Hann var fæddur að Gautshamri við Steingríms-
fjörð í Strandasýslu, 25. maí 1861. Foreldrar hans voru
Sæmundur Björnsson og Guðrún Bjarnadóttir. Sæ-
mundur var sonur séra Björns Hjálmarssonar prests í
Tröllatungu. Aðeins þriggja ára gamall misti hann
föður sinn, en móðir hans hélt búi sínu áfram á Gauts-
hamri, unz hún fluttist að Þambárvöllum í sömu sýslu.
Þá var Lýður níu ára gamall. Hjá móður sinni dvaldi
hann þar til hann var sextán ára, en upp frá því tók
hann að vinna fyrir sér sjálfur.
Tvo fyrstu veturna eftir að hann fór frá móður
sinni var hann hjá hinum þjóðkunna kennara og menn-
ingarfrömuði Torfa Bjarnasyni 1 Ólafsdal. Þar lærði *
hann skrift og bókfærsiu. Skömmu síÓcíi*kðnBt hann
að atvinnu hjá Valdimar Bryde, dönskum kaupmanni
á Borðeyri. Þar starfaði hann átta ár, lengst við bók-
færslu.
Árið 1887 fluttist hann til Winnipeg og átti þar
heima ávalt síðan. Fyrstu árin vann hann í kjötsölubúð,
fyrst hjá Jóni Landa, og síðar hjá John Anderson. Árið
1896 komst hann að starfi hjá C.P.R. félaginu og var í
þeirra þjónustu í seytján ár. En mestu af dvalartíma
sínum í Winnipeg varði hann í þjónustu Árna Eggerts-
sonar fasteignasala. Á þeim árum hafði Árni heitinn
mörgu að sinna; var hann ýmist á íslandi eða í Newr
York misserum saman. En ekki var að sjá að hagur
fyrirtækja hans biði tjón við þá burtveru. Lýður bók-
haldari hans reyndist þar sem annarsstaðar hinn rétt-
láti ráðsmaður, húsbóndahollur og samvizkusamur, svo
sem bezt varð á kosið. Myndaðist með þeim Árna og
Lýð ágæt vinátta, er hélzt meðan báðir lifðu. Þeir áttu
nána samvinnu alt til ársins 1933 er Lýður lét af bók-
færslustörfum sínum; og hinzta kallinu svöruðu þeir
með aðeins hálfs annars mánaðar millibili.
Lýður lætur eftir sig ekkju, Unu Thorunni Sivertz
Lindal, ásamt háöldruðum bróður, Birni S. Líndal,
277 Toronto Street. Fjöldi íslendinga í Winnipeg og
víðar munu minnast hans sem eins hins vandaðasta
og bezta manns, sem þeir hafa kynst. Einum vina
hans fórust svo orð að honum látnum: “Það væri
ánægjulegt að lifa í heiminum ef allir væru eins vand-
aðir og hann Lýður minn.” Naumast er unt að gefa
samferðamanni sínum fegurri vitnisburð; og sælir eru
þeir sem bera með sér slíkan orðróm út yfir hið yzta
haf. ’ —V. J. E.
•
í minningu *
LÝÐS S. LÍNDAL
d. 28. marz, 1942
Löng æfi er enduð,
orðstír góður lifir
hins prúða vinar með hlýja hönd.
Tregatár falla
trúlyndrar konu.
Mörg opnast sár, er bresta bönd.
Vorljóminn vakir
vetrarhjúpi yfir,
sem feigðarskugga á foldu ber.
Sælt er að sofna,
sælla þó að eignast
þann friðarheim, er fagnar þér.
—Þ. Þ. Þ.
manna, sem hér eiga hlut að
máli, verði að brjótast áfram af
eigin rammleik að miklu leyti
eða öllu, og þykir þvi rétt, að
ríkið hlaupi undir bagga með
þeim á þann hátt, sem hér segir.
Jafnframt er þess vænst, að
rikisstjórnin rannsaki til þraut-
ar, hvort ekki sé unt að hjálpa
þeim námsmönnum, sem lokið
hafa námi erlendis, til þess að
komast heim, þvi að hér er
þeirra þörf, en hinsvegar vafa-
samt, hvert gagn þeir geti gert
sér erlendis, úr því að námi er
lokið.—(Mbl. 18. marz).