Lögberg - 02.06.1942, Side 3

Lögberg - 02.06.1942, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ, 1942 3 þcttast. Fyrst fundu þeir eng- an inngang, en er þeir höfðu gengið kringu'm þenna kjarrvið- arhring, opnaðist hreiður vegur, sem að líkum ihefir veíið haldið opnum af fílum og nashyrning- um ng öðrum stórum villidýr- Um> komum við þá augum að þeirri mest ihressandi sjón, er mannlegt auga fær litið. Níutíu ^et Irá innganginum var stór 'atnspollur eða títil tjörn, um -*H) let á hreidd, þar sem hún var mjóst, en vafalaust mjög uJúp. Tjörn þessi var hring- mynduð og inngirt klettum og hvergi hægt að komast að henni nema í þessum eina stað. Klett- a,nir í vieggjunum voru um 30 fet á hæð, og öllum dýrum ó- Hengir, neina eðluin og kletta- ‘hérum. Hve vesalings • skepnurnar þönibuðu mikið af þessu ískalda 'atni, og hvað við ferðamennirn- u' drukkum mikið. Eg hélt við ‘etluðum aldnei að fá nægju okk- ar- Uxarnir svolgruðu vatnið, til þess það rann upp úr þeim, þá loksins löbhuðu þeir i burtu. Eg tór úr fötunum og fleygði mér í tjörnina; vatnið var ískalt og hi’essandi, Jiar bylti eg mér og sPiiklaði eftir vild. Þegar eg að því búnu ihafði hvílt mig, liauð eg mönnuin mínum að fylla tjögur vatnsílát sem við höfðum haft með okkur. Þar næst skild- Um við hestana eftir og einn manninn til að gæta þeirra, en v*ð hinir snerum aftur með ux- ana og vatnið. Við urðum að tara mjög varlega, að við ekki ^þiltu.m vatninu. Svo komumst V|ð ofan í dalinn, en þá voru uxarnir er við höfðum skilið •tir aðeins með lífsmarki. Eg held þeir hafi séð það á félög- Um sínum að þeir flyttu •þeim k'óð tíðindi, og þeir hafi fundið •lyktina af vatninu, þegar þeir hötðu drukkið úr tveimur vatns- dátunum hver, stóðu þeir npp, hristu sig, fóru svo til félaga sinna. V ið hvíldum þarna litla stund, svo voru uxarnir spentir fyrir 'agnana, og snúið að tjörninni attur, og hviersu sem þeir voru lang úttaugaðir, held eg að von- •n um Hfgjafa þeirra, vatnið, hafi tJörgað þá, því nú féllu þeir fast í taugarnar, og drógu þungu ækiri t'l skógargirðingarinnar semgirti tjörnina. Þar voru þeir leystir trá vögnunum og svo kveikt mikið bál, því við sáum mikið at sporu.m eftir pardusdýr, s-vo var brytjað kjöt af bustard til h'eldverðar — en bustard ier fiigl mjög líkur strút og honum sanikynja. Svo borðuðum við hvöldverðinn. Við höfðum vart sofið lengur en ^ klst. þegar eg vaknaði við a® hundarnir þutu upp með gelti °8 jafnframt heyrðust sárir shrækir. Uxarnir slóu aftur l*ndan sér og rótuðu upp jörð- nnni með fótunum og menn hölluðu. Eg þreif byss una og ^ddi út, og í því sá eg að kastað Var eldibrandi að einhverri dökkleitri skejinu, seni þeyttist á milli eldanna. Hvað hefir komið fyrir?” hallaði ieg. “Alle magtite! Pardusdýr, herra,” æpti Búskmaðurinn, “og l>að hefir rifið einn hundinn.” Þ'í miður var þetta satt, og hegar við skoðuðuin þenna shrækjandi hund, var það einn al heztu hundunum, rauðrönd- óttur að lit, Rooi-kat, Vesling- 1,1 ‘nn var i andarslitrunum, hafði aIt hold verið rifið af hálsliðun- Um- Eg bölvaði lævísi pardus- dýrsins, leit eftir að eldarnir höfðu verið glæddir, svo þeir shiðloguðu og sneri við það aftur. (Pramhald) Peningaflóðið og þjóðin Eftir Hnlldór Stefánsson, forstj. Það má segja, að skamt hafi orðið mikilla andstæðna á milli um fjárlhagsmál þjóðarinnar. Fyrir um það bil þremur árum átti þjóðin við að búa svo harða fjárnauð, að til vandræða horfði og voða á ölilum fjárhagssviðum, jafnt opinbers hags sem einka- hags. Aftur nú “veður þjóðin í pen- inguni.” Þykir ýmsum, að einn- ig það horfi til vandræða og ó- farnaðar. Það má segja, að það sannist hér, sem oftar, að meðalhófið og “sígandi lukka” sé farsælust, svo á fjármálasviðinu sein á öðr- um sviðum. En hversu er þá varið þessu ofurmagni auðs og peninga, sem sumum vex svo mjög í augum og óttast? Um áramótin síðustu munu bankarnir og útgerðarmenn hafa átt um 180 milj. króna inneignir í Bretlandi í bundnu fé. -— Þetta fé fæst ekki flutt heim, hvorki i vörum né peningum. Aftur mun ríkið og bankarnir hafa skuldað Bretum um 40 milj. kr. í samningsbundnum lánum á sama tíma. Eftir öllum ás'fæðum er óhugs. andi annað ien að samkcunulag ætti að geta náðst við Breta um að gjöra skuldajöfnuð á þessu fé. Þá er aígangs af inneignum vorum í Bretlandi um 140 milj. króna. Það svarar tiH eins árs innflutningsþarfa. Á það fé má lita sem eins konar gjaldeyris- sjóð, er komið geti í góðar þarf- ir, þegar “kreppan,” sem allir húast við í lok styrjaldar.innar, eða máske fyr, skellur yfir. - Sýnist það ekki þurfa að vera áhyggjuefni, að eiga þá nokkurt fé “upp á að hlaupa.” Þá ier það “peningaflóðið” inn- anlands. Innstæður landsmanna í bönk- um og sparisjóðum voru í lok nóvembermánaðar s.l. um 216 milj. króna; útlán bankanna ó- venju lítill, og almenningur hefir óvanalega mikið fé handa á milli. Hvað mvndi geta verið að ótt- ast þessar ástæður? Vegna innflutningstálmana og vöruskorts hafa landsmenn eikki getað undanfarið fengið nægilegt efni til að halda við framleiðslu- tækjum sínum og verðmætum eignum öðrum. Það er því miklu freniur nauð, svn en að það sé áhyggjmefni, að fé hefir safnast fyrir i land- inu til að mæta þessuni brýnu þörfum, þegar fram úr rætist um hömlurnar og vöruskortinn. Að útlán lánsstofnana hafa minkað her vott um velmegun landsmanna og\þar af leiðand: minni lánsþörf en venjuíega. — Er það síður en svo áhyggjuefni. Þá er það peningaveltan í höndum almennings. Það er ekki svo oft, að “hnif- ur almennings kemur í feítt” i þessu tilliti, að það megi sýnasl vert að hafa stórar áhyggjur úi af því. Almenningur er því van- astur, að hafa fé af skornum skamti. Hann var á undanfar- andi fjárnauðatíma búinn að “svelta sig” um margar brýnar þanfir. Það er því ekki nema eðlilegt, að allmikillar “eyðslu” þyki gæta hjá a'Imenningi í notkun ihandbærs fjár. Að nokkru leyti er sú fjárnotkun til að ba«ta úr undanförnu “svelti” um ibrýnar nauðsynjar, og er þann hluta eyðslunnar ekki að átelja. Hitt á sér þó eflaust allmik- inn stað, að miklu fé sé einnig eytt á óskyn/samlegian hátt. Það er þvi elnna helzt þessi eyðsla, se,m rétt er að nema ögn staðar við. — Til hennar mun inega telja þrjár meginástæður; 1. örlæti og höfðingslund i skapgerð þjóðarinnar. Þessa leiginleika í fari þjóðar- innar er i sjálfu sér sízt að lasta. liins vegar her að temja þessa skapseinlkunn sem aðrar, við skynsamlega forsjá, og er mönn- um það eðlilega misjafnlega gef- ið sem annað. 2. ótti við, að verðgildi pen- inganna fari sífelt rýrnandi. Það er augljóst mál, að hin vaxandi verðbólga er sama sem rýrnun á verðgildi peninga vorra. En afleiðing þess er ekki sú, að eyða beri öllu handbæru •ié, sem unt er. Eyddur eyrir kemur aldrei aftur, en sparaður cða geymdur eyrir kemur altat að einhverjum notum síðar, má- ske til að íullnægja mjög aðkad- andi þörf. Það er a'ldrei torsjálm í því fólgin, að eyóa fé til þess, sem ier hégóininn einber. Fyrir fátækan, og tíðast févana, al- menning er óþörf fjáreyðsla sama sem að torvelda bjargræðis- horfurnar síðar. 3. óttinn við skattkerfið. Almenningur ályktar sem svo, að ef hann eyðir ekki fé sínu, þá verði það af sér tekið í skatta • • og skvldur. örsnauður maður sé hinn eini ríkisþegn, sem standi óhallur gagnvart skatta- kröfunum. Oflangt mól væri í þessarí stuttu grein að ræða þetta efni til nokkurrar blítar. En játa verður, að það er óneitanlega sá galli á skattakerfi voru, að það krefSt framlaga frá skattþegnun- um til rikis- og sveitar-þarfa af tekjum, sem engan veginn eru fullar þurftartekjur, og af eign- um, siem ekki leyfa neinu _af því, sem Ihverjum einasta fjölskyldu- manni og smáframleiðanda er nauðsynlegt að eiga i algjörlega arðbærum eignum. í þessu efni ier það því áiögu- kerfið og hin almenna, opinbera fjárstjórn, sem óbeinlínis verður ti'l að hvetja almenning til só- unar og ósparnaðar, hvort sem almienriingsálitið hefir þar að fullu rétt fyrir sér eða ekki. En vorkunn nokkur er almenningi, þótt hann daufheyrist nokkuð við ölIii sparnaðarhjali, er álögu- kerfið gengur svo nærri, að menn þykjst sjá fram á, að því meira er af þeim tekið til opin- berrar eyðslu, sem þeir leggja meir að sér um sparnað til eigin þarfa, brýnna eða miður brýnna. • Að öllu samantöldu virðist þannig .mega álíta, að imeð öllu sé óþarft að gera sér stórar á- hyggjur út af því, hversu fjár- munir vorir, innanlands sem utan, eru nú miklir. Miklu fremu má fjáhagsleg velgengni vor nú vera oss fagnaðarefni og öryggis. Þótt mokkur mistök fylgi um einstök atriði, svo sem óskynsamleg eyðsla á ýmsum sviðuin. Hitt er fremur á- hyggjuefni, hversu verðbólgan rýrir gildi myntar vorrar, eða verðmiðils, en það er annað mál og utan við lefni þessarar grein- ar.—(Samtíðin). STÖKUR VIÐ ÝMS TÆKIFÆRI Til vinanna. Lengi að muna liðna tíð ljúft ei' mörgum sinnum; við það ellin verður blíð, vafin æsku minnum. Hugann senda hátt á flug, heim til kærra vina, skreytir vængi vinarhug, virðir engu hina. S. B. fí. Örlög. Myrkálfar dansa við mánans blik, mannanna forlögum yfir glotta, skoða vort líf sem eitt kynja kvik, kærleiksbrös anda vors dára og spotta. S. B. fí. Vor. Þegar morgungeislar gylla grund og dal, þá með söngvum fuglar fylla fjalla sal. Þegar sumar líf úr læðing levsa fer, lEndurvaknar heitur hyr i hjarta mér. S. fí. B. No Use Talking — God Dem It. Orðtak manns, sem hafði í vök að verjast með kærustu sina fyrir öðruni piltum. Eg held eg verði að halda um mitt hvað sein öðrum líður, því nú hafa allir nóg með sitt.— No use talking — God dem it. S. fí. fí. Dulrœn vitneskja Eftir Guðmund Friðjónsson. Þegar eg fyrir nokkrum miss- lerum átti á hættu að missa sjón- ina, gekik eg a fund konu, sem eg fékk vitneskju um, að væri skygn (ófresk). Kona þessi lét lítið yfir sér og vildi eigi taka borgun fyrír ómök sín af þessu tagi. Eg bað hana að grenslast eltir því, ef henni væri unt. hvort mér mundi verða auðið að halda sjón minni, eða hitt lægi við borð, að eg inisti hana. Hún kvaðst skyldu reyna að þreifa fyrir sér. Eigi féll hún í dá. En hún tók lófann fyrir andlit sér og draup höfði, meðan hún horfði inn í huliðsheima. Þessi eftirgrenslan varði svo sem 5—10 minútur, og réð hún sjálf lengd þessarar tómstundar. Síðan mælti hún og leit á mig — en frósögn hennar dreg ieg saman: Hún kvaðst sjá lækni, sem væri að smyrja augu mín og lýsti honum nákvæmlega. Eg' þekti undir eins, að sú lýsing var af Birni augnlækni ólafssyni. Eg kom til hans, þegar eg var rúm- lega tvítugur að aldri, og fékk eg hjá honum gleraugu eftir ná- kvæma rannsókn á augum mín- um. Björn var mjög^ einkenni- legur í sjón, svO sem þeir menn vita, er sáu hann. En gat konan eigi hafa séð Björn, eða liesið mynd hans i hugskoti mínu? Hún var eigi hérlendis, þegar Björn var augn- læknir, og alin upp fjarri þeim stöðvum, þar sem hann dvaldist á skólaaldri. Eigi mundi hún hafa lesið mynd hans út úr hug- skoti mínu, þvi að eg bar hana alls ekiki fyrir brjósti — var bú inn að gleyma þ\4, að fundum okkar Björns hafði borið sam- an, inintist þess eigi þarna stadd- ur. Þá týsti konan öðrum lækni, sem léti sér ant um mig, sem hún sagði, að druknað hefði í vatni. Eg þekti þenna mann ai lýsingunni, eða þóttist vera viss um, að ihann væri Sigurður Páls- son, bróðir Árna prófessors. En eg sagði við konuna, að Sigurð- ur hefði látist á sóttarsæng. Hún brosti og mælti: Hann sýnir mér vatnsfallið, og eg sá vatnið drjúpa af fötum hans. Ekki er um það að villast. Eg spurðist síðan fyrir um dauðadag Sigurðar læknis og komst að raun um, að hann hafði druknað í vatnsfalli í Slkagafirði, í læknisferð. Eg var Sigurði málkunnugur lítilsháttar. En honum kann að hafa verið hlýtt til mín fvrir það, að eg tlauk lofsorði á sunnu- dagaræður föður hans — á prenti — þegar þær koittu út fyrir atbeina og tilstilli Sigurðar bóksala Kristjánssonar. Það er útilokað, að skygna konan hafi þekt Sigurð Pálsson, né kvnn- ingu okkar. Hún hafði það eftir þessum læknum, að eg mundi ihalda nökkurri.sjón. Én að vísu gat hún farið nærri um það eftir líkindum. Það, sem mér þótti merkilegt við þessar sýnir hennar, var sú lýsing, sem hún gaf mér á lækn- unum, sem hún hafði aldrei séð, né gat hafa vitað um, að eg hafði kynst. Áður ien eg gekk á fund j>ess- arar völvu, kom eg við hjá vin; mínum, sem hjó á leið minni og kvaddi hann. Hann adlaði næsta dag i sjúkrahús og ganga undir magaskurð. Hann var hugrakk- ur og hafði það eftir lækni sín um, að aðgerðin væri eigi stór- vægiileg. Búið var að mynda magann, og maöurinn 'leit úl eins og heiilbrigðir menn. Eg var þó uggandi um, hversu tak- ast myndi, en lét á engum ótta bera, þegar eg spurði skygnu konuna, hvað hana grunaði um hlutskifti þessa manns. Hún leit i gaupnir sér og eigi lengi, mælti svo og leit á mig alvöruaugum: —Hann verður meðarlega í því. —'Hvað sérðu? spurði eg. Eg sé mein í maganum og anga út úr meininu. Það er krabbi. Maðurinn dó á skurðarborð- inu næsta dag. öllum, sem hlut áttu að ináli, kom sá athurður á óvart. Svo virðist, eftir fornum heim- ildum, sem konur hafi verið gæddar framvísi umfram karl- menn. Seiðmaður svarar ekki til völvu. Og ekki er þess getið i fornum vísindum, að séiðmenn hafi ferðast um bygðir í sams- Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts BHg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 • Res. 114 GRBNFELL ÍILVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUÉ BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hCs. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. hiíreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 »21 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. Islenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahara og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifið eftir verðskrá GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surpeon 60 2 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sfmi. 61 023 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-sfmi 23 703 Heimilissfmi 4 6 341 Sérfrœðingur í öllu, er að húðsjúkdómum lýtur Viðtalstfmi: 12-1 og 2.30 U1 6 e. h H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building,^ Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 9 5 052 og 39 043 konar erindum sem völvurnar. Ef til vill er kveneðlið næmara i þessum efnum en eðlisfar karla. Yar eigi véfréttin í Delfi undan 'tungurótum konu? Út um sveitir lands vors eru skygnar koniir á víð og dreif, en fátt mun vera um þess háttar karlinenn. Meybörn eru skygn- ari en sveinbörn, að því, sem mér er kunnugt. Annars er þessi grein gerð í öðrum tilgangi en þeim, að rannsaka þau hlut- tföll. Svo er sagt, að só maður, sem tfyrstur fann fsland, nyti þá bendingar fóstru sinnar, sem var framvís. Um hana mætti segja hið sama. sem haft er eftir kerl- ingu i gömlum rímum : Lánuð var inér listin sú um lönd og græði: að vita lengra en nef mitt næði. Lánuð list — þ. e. þegin í vöggu- gjöf, tannifé. sem nornirnar miðla, teffir sinni vild, fæst ekki í skólum, verður eigi lærð, er nokkurs konar náðargáfa. sem rýra má og efla, að eigin vild. Þannig mun henni vera háttað og í sveit komið, ófreskigáfunni. —(Saintíðin). Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 SELKIRK LUMBER Company Verzla með Húsavið og allar tegundir af hyggingarefni Kostnaðaráætlanir veittar ókeypis Sími 2 54 P.O. Box 362 SELKIRK, MAN. DR. A. V. JOHNSON De'ntist 9 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST.( WINNIPEG 9 pœgilegur og rólegur bústaður í miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Guests DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talstmi 86 607 Heimilis talstmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur t eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-22 0 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedv Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilissími 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talstmi 30 877 • Viðtalsttmi 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Business and Professional Cards

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.