Lögberg - 02.06.1942, Síða 5

Lögberg - 02.06.1942, Síða 5
LÖGBERG, flMTUDAGINN 2. JÚNÍ. 1942 5 V íðauki f tölublaði Lögbergs frá 14. mai ug í Heimskringlu fyrir sömu vikuna er þýðing eftir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson á kvæðinu “High Flight” eftir John Gil- lespie Magee, Jr., 19 ára gamlan flugmann, er lézt i orustu í des- ember 1941. Um þýðinguna ætla eg ekki að 'fjölyrða, en á skýringuna er fylgdi vildi eg minnast. Mér ’finst í hana vanta það, sem miklu varðar. * Ef þessi piltur -hefði verið af íslenzkum ættum, hefðum vér krafist að þess væri getið hvar sem ljóðið birtist. Sama réttar *ttu aðrir að njóta. En engin grein er gerð fyrir þjóðerni eða uPpruna skáldsins i isambandi v'ð þetta ijóð. I>ess er getið að Ijöðinu sé skipaður sess “í hinu svokallaða Uingbókasafni,” en hvar i heimi það sé að finna, er ekki getið. Þessvegna langar mig til að nákvæmari skýring komi fyrir augu þeirra, er lesa í'slenzku blöðin. Uessi ungi gáfumaður, er ljóð- 'ð orti, Var sonur Rev. Jóhn G. Mage e og konu hans í Washing- 'ton, D.C. Rev. Magee er þar Prestur við St. Johns Episcopal kirkjuna. Áður var hann í Koston, Massachusetts. Þar oður trúboði i Klina. Þessi son- Ur þeirra var þar fæddur. Ment- unar naut hann við ýmisa skóla. brá 13—16 ára aldurs var hann við nám á “Avon Okl Farm School” i Connecticut. Kom þá Ut eftir hann litið Ijóðakver. Þar- næst sótti hann skóla í Rugby á Englandi. Þegar þaðan koin á- vann hann sér námsstyrk við ^ ale háskólann, en byrjaði þar aldrei nám vegna þess að hann fann sig knúðan til að ganga í iið með þeiin, er voru að berj- ast fyrir frelsi og mannúð í heiininum. Gekk þvi í 'flugher Canada í september 1940. Þó svo stutt væri æfin munu Ijóð hans lifa, sem svo fagurlega sýna það dýrlegasta í fari nú- tiðar æsku. Dæmi hans túlkar Eið nána vináttusamband niilli Uanada og Bandaríkjanna. Kvæð- inu ofangreinda hefir verið skip- að í heiðurssess í “Þingbóka- safninu” í Washington, D.C. Er hað Archibald McLeish bóka- vörður isafn'sin's og skáldið Joiseph Auslander, sem er fyrir ijóðadeildinni þar, sem því hafa ráðið. Þeir skipa því hiklaust a bekk með ljóðum Shelleys, Rupert Brooks, Alan Seegers, Joyce Kilmar, John McCrae og þeirra lika. Telja þeir Magee fyrsfa “amerískt” skáld í þessy stríði. Mig langar til að kvæðið birtist í islenzku blöðunum á frummálinu með þessum línum. Hað er nauðsynlegt til að meta Þýðinguna. F. fí. O. Seattle^ Wash., 27. maí, 1942. • HIGH FLIGHT Bij John Gillespie Magee, Jr. (lh, I have slipped the surly bonds of earth, And danced the skies on laughter-silvered wings; Sunward I’ve climbed and joined the tumbling mirth Of sun-isplit clouds — and done a hundred things You have notdreamed of—wheel- ed and soared and swung High in the sunlit silence, hov’ring there. I’ve chased the shouting wind along and flung My eager cráft through foot- less 'hálls of air, Up, up the long delirious, burn- ing blue I’ve topped the wind-swept heights with easy grace, Where never lark, or even eagle, flew; And, while with siilent, lifting mind I’ve trod The high untrespassed sanctity of space , Pu,t out my hand, and touched the face of God. Páll gamli á Holtaátöðum I. Þar fór nú stofn í f'ljótsins hyl og flevttist út í sæ, sem fáir kvistir fundust í og fellur ekki á glæ, en traustan stólpa úr trénu því, þeir telja á himnabæ. Hann næddi í æsku norðri mót og náði litt i sól, en svo var rótin hraust og heil, að hvergi limið kól, og alla dagan þunga þrá til þroska hann með sér ól. Sein dauða þyrstur drakk hann alt, isr duga vexti má, því upp úr kreppu kjarrsins hann sér kaus sem fyrst að ná, og seinast toppi lyfti hann langt í Joftin heið og blá. II. Svo hljótt fór Páll í helga mold sein hrykki brunnið skar, hann gleymdur líkt og gamalt djásn i grasi nýju var, en aðalsmerki innra manns hann alt til dauða bar. Með öðrum sjaldan átti leið, þvi altaf fór hann beint, til hægri og vinstri horfði litt og hræddist ekkert leynt. Hann aldrei skyldu skaut á frest ,og skapið var svo hreint. Eg vissi engan eiska rétt i öllu jafnt og hann, og aldrei síður annar neinn af Tíst til launa vann, en löngun til að létta þraut sieni logi í hjarta brann. Hans fjölmörg góðverk falla senn í fyrnsku og gleymsku haf. eg læt mér nægja af nefna eitt, að níu ár hann gaf til bús með ekkjuog börnum, svo þau bjargast gætu af. III. Sem ferjukaril og fjósamann hann fyrst eg kyntist við, en hann tók fanginn huga minn, því hann bar annað snið en filestir þeir, sem alast upp í okkar nýja sið. Hin forna elja enn var söm og enn var dygðin lik, og göfugmenskan glitraði enn ii gegnum bætta flik, og enn var örmild höndin hans og hugsun kærleiksrík. Og hugur enn til hæða flaug og hæst á næturstund, hans gleði var við geimsins rök að glíma á marga lund, og alt til hinsta andartaks hann aldrei gróf sitt pund. Eg man hann bezt í kirkjukór Ihans kærsta iðja var, að hringja klukku á helgum stað og hlusta á orðið þar. En eg og eðrir vissu vel, hvers vitni hann sjálfur bar. Ef til .er kristin karlmannslund, var kristin lundin hans, því rétti og fórnum vígður var æ vilji þessa manns. I orði og verki augljóst sást hans ást til meistarans. V. f Holtastaða helgum reit nú hvilist lúin hönd, með feginieik í fegri heim er flogin ljóskær önd. Eg held að klukkur hafi hringt, er hann kom þar að strönd. Eg einskis get um engilaheim og ölil hans leyndarmál, en eitt er víst: Þá fagnar fá þar frelsi hólpin sál, ef ekki hefir Kristur kyst og krýnt hann gamla Pál. Gunnar Árnason frá Skútustöðum. —(Kirkjuritið). DÁNARFREGN Laugardaginn 23. maí dó Jónas Hannesson á heimili sínu suðvestur af Mountain í Eyford- bygðinni svonefndu. Hafði hann búið þar ósilitið síðan hann gift- ist þar árið 1897. í Jónas sáL fæddist 11. sept. 1868 í Vatnsdal í Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans hétu Hannes Thorleifsson og Helga Þorsteinsdóttir. Dóu þau bæði á ungum aldri, og var Jónas eina barn þeirra. Hann var tekinn til fósturs af séra Jóni ólafssyni og konu hans að Kúlu í Vatns- dal í Húnavatmssýslu. Var hann hjá þeim þar til hann flutti til Ameríku 1887. Hefir hann nærri altaf síðan verið i N. Dak. Jónas giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Rósu Teitsdóttur, í desember 1897. Þeim hjónuni varð 4 barna auðið, heita þau Helga (Mrs. H. Halldórson), Hannes, Valdimar og Freeman. Eru synirnir allir giftir. Búa systkinin öll í þessari bygð, nema Freeman, sem býr í Bottineau, N.D. Jónas var um langt skeið mjög bilaður á heilsu og alt frá árinu 1933 stöðugt undir læknishendi, og var alt hans þrek fyrir löngu orðið mjög lamað. Urðu mörs síðustu árin honum því ákaflega þungbær. En kona hans reynd- ist honum þá eins og áður sterk stoð, og var frábær í umhyggju sinni fyrir honuin fram í andlát- ið. Var hún studd af börnuni sínum í þeirri afstöðu gagnvart honum. Jónas var trúmaður og hafði i ungdæmi sínu vanist ýmsum FLYTJA OLÍU TIL ENGLANDS príUt íyrir hina ævarandi hættu, sem af vötdum kafbátahernaðarins stafar, sigla þessir olíuflutningaknerrir heilu og höldnu til brezkra hafna, og flytja þangað afl þeirra hluta, sem gera skal á vettvangi stríðssóknarinnar. Á mynd þessari sézt eitt þessara flutningaskipa, en til hægri getur að iíta brezka skipalest á útleið. guðrækni-iðkunum, sem hann hélt fast við meðan möguleikar voru til þess., Hann bar altaf mikla umhyggju fyrir konu sinni og hörnum, vildi á allan hátt sjá fyrir þeim eins vel og frekast væri unt. Hann var vin- ur vina sinna og vinfastur, og hugsaði sífelt tiil sinna vina. Hann var líka vingjarnlegur i garð hinna aumu og bágstöddu og vildi veita þeim þá aðstoð, sem honum var unt. Jónas sá!. var mjög hneigður fyrir söng, en þó einkuni sálmasöng. Jónas, ásamt með fjölskyldunni var meðlimúr í Þingvallasöfnuði við Eyford. Útförin fór fram frá heimilinu og Eyford kirkju þriðjudaginn 26. maí. Mikið fjölmenni fylgdi honum . til grafar. Séra H. Sigmar jarðsöng. Gullafmælisbörn íslendingadagsins Sem að undanförnu úthlutar íslendingadags nefndin gullaf- mælisbarna-borðum, til allra, sem dvalið hafa i landi hér fimtíu ár og meir. Skrifið greinilge alJar upplýsingar i sam- bandi við spurnngar þær, sem hér fara á eftir: 1. Fult skírnarnafn, foreldra- nöfn og nafnabreytingar. 2. Fæðingarstað á íslandi, fæðingardag og ár. 3. Hvar þið voruð síðast á fs- landi. 4. Hvaða ár komst þú til Canada. 5. Til hvaða staðar komst þú fyrst? 6. Hvar settist þú fyrst að hér vestra? Ný rýmkun á hskisölusamningnum Ný rýmkun hefir flengist á brezka fisksölusamningnum, þannig, að Breiðafjörður hefir verið “opnaður” og er nú is- ienzkum og færeyskum skipum frjálst að kaupa þar fisk. Viðskiftanefnd birti tilkynn- ingu um þetta í gær (11. febr.) og ler hún svóhljóðandi: . “Með tilvísun til samnings um sölu á fiski til Bretlands dags. 5. ágúst 1941. tilkynnist það hér- með, að frá og með deginum i dag til aprílloka 1942, hafa öll íslenzk og færeyisk flutninga- skip leyfi til að kaupa fisk á Breiðafirði, til sölu i Bretlandi.” —(Mbl. 12. febr). DÁNARFREGN Að aftni föstudaginn 22. mai, ' andaðist eftir stutta legu á AI- menna sjúkrahúsinu í Selkirk, Man., Mrs. Guðrún Sigurðsson, kona Árna Sigurðssonar tré- smiðs. Hún var fædd 17. febrú- ar 1873, á Tjörnum undir Eyja- íjöllum. Fore'ldrar hennar voru hjónin Bergsteinn Einarsson og Anna Þorleif'sdóttir, fluttust þau síðar austur yfir Markarfljót að Fitjarmýri, og bjuggu þar til dauðadags. Sextán ára að aldri fluttist Guðrún til Vestmannaeyja sem vinnukona að Draumbæ, til Ingi- mundar Sigurðssonar og konu hans Katrínar Þorleifsdóttur móðursystur isinnar, og vann hjá þeim í 6 ár, síðan flutti hún til Jóanns Bjarnasen, sem þá var verzlunarstjóri við Brydes verzlun, og vann þar i 3 ár. f október árið 1900 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Árna Sigurðssyni, ættuðum úr Vestmannaeyjum, en árið 1904 fluttust þau til Canada, settust að í Selkirk og bjuggu þar ávalt síðan. Þeim varð tveggja barna auðið: Margrét dóttir þeirra, Mrs. Fultz, var fædd í Vest- mannaeyjum 30. maí 1901, en dó í Selkirk 8. maí 1930; eru 4 börn Ihennar á lifi; dætur henn- ar þær Mrs. Evlabet Earl, búsett í Winnipeg, og Guðrúnu Kathryn Leona heima, ólu þau hjónin Guðrún og Árni upp, en synir hennar Thomas Hugh og Eugene fóstruðust upp hjá góðum fóst- urforeldrum, hinn fyrnefndi hjá Mr. og Mrs. S. ísfeld, Selkirk, sinn síðarnefndi hjá Mr. og Mrs. Sigurgeir Austmann, sama stað- ar, eru þeir báðir á unglingsaldri. Guðhergur sonur Guðrúijar og Árna, nokkru yngri en systir hans, ólst upp með foreldrum sínum, og býr i Selkirk, starfs- maður á verkstæðum þar, kv. Lenu Zellas, eiga þau 3 börn. Guðrún var kona fingerð og vel gefin, fórnfús með afbrigð- um og viljasterk. Hún var af ágætum ættum komin, er margt skyldfólk hennar á lífi i austur- hluta Rangárvallasýslu, var Vig- fús Bergsteinsson bóndi á Brún- um, bróðir hennar. — Með Guðrúnu er tiil grafar gengin sönn islenzk kona, er lagði fram itrustu krafta i þjón- ustu heimilis og ástvina sinna og í þarfir íslenzkra félagsmála. Aldraður eiginmaður þakkar æfi- langa samfýlgd í bliðu og stríðu. og hinztu þjónustu hennar i langvarandi sjúkdómsstríði hans. Útför hennar fór fram á Ann- an í Hvítasunnu, frá heimilinu og frá lútersku kirkjunni er þau hjón ávalt tilheyrðu, var útförin nijög fjölmenn. Sóknarprestur jarðsöng. S. ólafsson. —Heldurðu, að niiklar gáfur gangi í erfðir? —Eg veit það ^kki. b>g á .eng- in börn. • Móðirin: — Góður drengur er aldrei óþekkur við foreldra sina. Dóri litli: — Við hverja er hann þá óþægur? 7. Hvar hefir þú dvalið lengst og hvaða ár hafðir þú bústaða- skifti? 8. Hvaða atvinnu stundar þii 9. Ertu giftur, ógiftur, ekkill eða ekkja? 10. Hvenær andaðist maður þinn eða kona? 11. Nafn eiginmanns eða eigin- konu. 12. Hvað áttu mörg börn? — Hvað mörg barnabörn, Nöfn þeirra og aldur. Gullafmælisborða sendi eg hverjum, sem gefur mér þessar upplýsingar greinilega og hefir dvallið vestan hafs yfir fimtíu ár. Gullafmælisbarnaborðarnir heim- ila öillum, s,em þá hafa, frian að- gang að hátíðinni að Giinli 3. ágúst næstkomandi. Davið Björnsson, ritari fsl.d.nefndar. Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave. Winnipeg, Man., Can. LEIÐRÉTTING í frásögn minni um sjóhrakn- ing Kristjánis Jónssonar Gríms- eyjarfara, sein birtist í Lögbergi 9. april s.I. hefir mér vinsam- lega verið bent á það, að Guðrún kona Þórarins bónda Björnsson- ar á Víkingavatni á Kelduhverfi, hafi ekki vlerið Jónsdóttir eða .systir Kriistjáns Grímseyjarfara, eins og eg sagði. Hún var Árna- dóttir Brynjólfsisonar bónda á Hóli á Hól'sfjöllum i Norður- Þingeyjarsýsilu. Áhrærandi þessa missögn mína hefir mér verið einnig bent á það, að Guðrún kona Þórarinis bónda Grímsson- ar á Víkingavatni hafi verið sýstir Kristjáns Grímsleyjarfara. Og mun það vera rétt. Þessi siðarnefndu hjón, Þórarinn Grímsson og Guðrún voru for- eldrar myndarlbóndans Gríms, sem oft var nefndur Grimur Vik- ingur. F. Hjálmarsson. takið ÞÉR Þér hugsið eí til vill, að smápeningar yðar gagni ekki . . . að "allsherjar stríð." eigi við "einhverja aðra." Þér eruð ef til vill ein þeirra þúsunda hús- mæðra, sem ekki hafið lagt 50c á viku í Stríðs- sparnaðarskírteini — heldur verið hlutlaus. í þessu stríði getur enginn verið hlutlaus! Annaðhvort flýtið þér eða tefjið fyrir sigri. Hjá því verður ekki komist. Ef þér eyðið gálauslega. þá synjið þér hermönnum vorum um nauðþurftir, og stofnið framtíð yðar í háska. Ef þér — ásaml 2.000.000 öðrum húsmæðrum í Canada, leggið fram aðeins 50c á viku til þess að kaupa Stríðs- sparnaðarskírteini. þá þýðir það $1.000.000 á viku til þess að vinna stríðið. Hvaða afstöðu takið þér? Mrs. Björnson? K a u p i ð striðssparnaðarskírteini i hanka, pósthúsi, Igfjabúð, matvöru- húð, eða i öðrum smásöluhúðum. National War Fir.ance Committee Sparnaður er þjónusta

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.