Lögberg - 16.07.1942, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚLL 1942
3
/
Eyfjörð
og Skagfjörð
Eftir Kristinu í Watertown.
(Framhald)
i
Nú kemur gestur.
Svo bar það við einn daginn,
að Margrét Skagfjörð kom aö
finna afa sinn og sýna honum
hestinn sinn og kerruna, líka
hafði hún heyrt að hér væri
fallegur drengur. Hann skal fá
að keyra hestinn minn, hugsaði
hún, eg þarf líka að vita hvað
greindur hann er, þessi piltur.
Jón var úti þegar Margrét kom.
Komdu sæll, segir hún, hvað
heitir þú? Eg heiti Jón Ey-
fjörð, svaraði hann. Einmitt
það, sagði hún. Er Halldór
Skagfjörð heima? Hann er afi
minn, eg kom til að sýna hon-
um hestinn minn og kerruna.
Hann er heima, sagði Jón, en
hann sefur; hann leggur sig út
af seinnipart dagsins. Komdu
þá að keyra með mér, við skul-
um fara niður að læk, meðan
hann sefur. Svo eftir stund
lögðu þau á stað með litlar föt-
ur til að tína í gúsber og
plommur. — Er hún ekki Fenny
mín falleg, sagði Margrét. Já,
hún er falleg, sagði Jón. Eg
vildi eg ætti hest eins og þenn-
an. Hún er líka sterk og góð, eg
hefi stundum þrjár stúlkur að-
keyra með mér og samt hleyp-
ur hann og skokkar með okkur.
Pabbi gaf mér þennan fallega
Shetland pony og kerruna, til
þess eg lærði að stýra, svo
aetlar hann að g^fa mér bíl,
þegar eg er orðin fjórtán ára.
Það verður gaman, að eiga bíl,
sagði Jón. Afi þinn kallar það
bifreið, það er íslenzkan. Hér
voru þau komin niður að læk
og bundu héstinn við tré, gengu
svo niður í hvamminn og inn
í skóginn, sem fullur var af
berjum. Við verðum ekki lengi
uð fylla fötur okkar, sagði Jón.
Það gengur fljótt, svaraði Mar-
grét. Mamma vill eg tíni gús-
ber, hún býr til úr þeim pie.
Þegar nú föturnar voru fullar
settust þau á stein og tíndu
laufin úr berjunum. Átt þú
nokkra systur? spurði Jón. Eg
á þrjár systur. Nei, svaraði
Margrét, en við höfum tekið
litla stúlku, sem við ætlum að
hafa, hún er svo ung. Mamma
vill eg keyri hana rétt kringum
húsið. Eg ætla að hafa hana
fyrir systur mína, hún er svo
sæt og hýr. En átt þú nokkurn
bróður, spurði Margrét. Nei,
svaraði Jón. Þá getur þú verið
bróðir minn, sagði hún, þá er
eg ríkari en þú. En eg á marg-
ar fallegar systur, sagði Jón.
Það er gaman að vera ein af
þeim, sagði Margrét. Nú skul-
um við fara og sjá hestinn, hon-
um er farið að leiðast. Hestur-
inn fékk nú klapp og kossa hjá
báðum krökkunum. Svo var
iagt á stað brokkandi. Þarna
koma krakkar til baka, sagði
Ásta við Halldór. Blessaður
frændi talaðu nú hlýlega til
hennar Margrétar og láttu mik-
af hestinum hennar, hún kom
til að sýna þér hann; þú veizt
hvað það gleður börnin að hæla
því sem þau eiga. Hvað ætti sú
uPPgerð að þýða, sagði Halldór.
Hg líklegá segi henni meining
mína. Komdu nú sæll, afi
^ninn, sagði Margrét um leið
°g hún steig úr kerrunni, hljóp
til og kysti afa sinn. Eg kom til
að sýna þér hestinn minn og
kerruna. Hesturinn er svo fall-
egur og kerran svo fínleg og
gljáandi. Það er víst, sagði
Halldór, hún var heldur ekki
gefin. Nei, afi, sagði Margrét,
hún var ósköp billeg, bara
fimtíu dali. Ha, sagði Halldór,
það er ekki mikið fyrir þá ríku,
að kasta fimtíu dölum á glæ.
Ásta var nærstödd og kipti í
Pnysuna hans að aftan að gefa
honum til kynna um að segja
ekki of mikið. Jæja sagði Hall-
dór, það er bezt eg reyni gæð-
ing þennan; hann steig í kerr-
una og ók á stað. Er hann ekki
vakur eins og flestir hestar í
Ameríku? sagði hann og hló
Litli Jón fór nú með kaffið til
fólksins á akrinum. Má eg koma
með? sagði Margrét. Já, sagði
Jón, þá geturðu séð hvað læk-
urinn er breiður hinumegin;
þar er fiskistöðin piltanna. Þau
hlupu nú á stað. Verið nú
fljót, sagði Ásta, eg skal hafa
til litla veizlu handa ykkur þeg-
ar þið komið til baka. Sunnan
við húsið var fagur blómareit-
ur, sem myndaði hring kringum
grasblett. Þar stóð borð. Þegar
gott var veður borðaði fólkið
þar kvöldverð. Var staður þessi
einskonar paradís fólksins;
hlífðartré voru til hliðar, aldin-
tré að baki, blómtré að framan.
Blómin gáfu indælan ilm og
angan; hvít og rauð og gul og
blá og fleiri litir. Borðið var
blómum sett. Allir, sem komu
dáðust að þessum fagra reit,
sumir nefndu heimilið Blóma-
brekku. Jón og Margrét komu
nú til baka og settust við borðið.
Hér er gaman, sagði margrét,
dæmalaust er hér fallegt; blóm-
in og trén og fuglabúrin um-
girt vatnstjörn í ’einu horninu
fyrir fuglana að drekka, og
bogamyndaðar dyr skreyttar
vafningsvið hér og þar. Hér
vildi eg vera allatíð, hér er svo
indælt; eg' vildi, sagði Ásta, að
þið litli Jón fengið#að búa hér
í blómreit ástar og ánægju þeg-
ar þið eruð orðin stór. Eg þarf
að gefa þér angandi blómvönd,
sagði Ásta. Það þykir mér vænt
um, sagði Margrét. Við höfum
falleg blóm, en ekki svona marg-
ar sortir, sagði Margrét.
Hérna er hann Halldór kom-
inn með hestinn, sagði Ásta.
Þessi hestur er dæmalaust vilj-
ugur, sagði hann. Farðu nú vel
með hann, telpa mín. Já, afi,
þú ættir að sjá húsið hans, það
er rétt eins og stofa. Halldór
settist nú við borðið móti krökk-
unum og horfði á þau til skiftis.
Margrét var fríð og frjáls með
fjörleg blá augu og gullna
lokka, fagran yfirlit og stór eftir
aldri. Jón var að sínu leyti
fríður og mannslegur, vel eygð-
ur og vel vaxinn með einkar
hlýlegt aðlaðandi viðmót. Þau
eru bæði efnileg, hugsaði Hall-
dór, hum, hum, ef þau væru
eldri, kæmi manni eitthvað í
hug. Þið krakkar ættuð nú að
syngja fallegan íslenzkan söng,
sagði Halldór; eg kann fallegan
söng sem mamma kendi mér,
sagði Jón. Vísan er þessi:
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna,
blágresið blíða,
berjalautu væna,
á þér ástarauga
ungur réð eg festa
— blómmóðir bezta.
Þetta er falleg vísa, sagði
Ásta. Næsta vísan er þessi:
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða,
gaf þér fold festa,
faðir mildur hæða.
Hver mun svo er sér þig
sálar þjáður dofa
gleyma Guð að lofa.
Þetta er ljómandi fallegt,
sagði Margrét, eg kann dálítið á
íslenzku, sem amma hefir kent
mér; eg kann fögru vísurnar
eftir hann Hallgrím Péturson:
Ungum er það allra bezt,
að óttast Guð, sinn herra,
þeim mun vizkan veitast mest
og virðing aldrei þverra.
Eg kann allar vísurnar, sagði
Margrét, þær eru skínandi fall-
egar; líka kann eg borðsálminn
eftir hann séra Valdimar. Það
er ágætt, sagði Ásta, að kunna
svo indælan borðsálm, sem er
sá fallegasti á okkar máli. Að
minnast Drottins með þakklæti
fyrir allar hans góðu gjafir á
öllum tímum, ætti að vera ljúft
kristnum mönnum.
Halldór tók nú upp úr vasa
sínum fimm dala seðil og rétti
að Margjréti: Hérna Margrét
Sigríður, sagði hann, þarftu ekki
að fá þér ábreiðu til að hafa á
kjöltunni þegar þú ert að keyra?
Hún tók við miðanum. En hvað
þú ert góður, afi minn, sagði
hún. Þakk, þakk, svo gef <?g
þér koss. Næst þegar við
mamma förum inn í borgina,
kaupum við ábreiðuna, en nú
þarf eg að flýta mér heim og
hjálpa mömmu með kvöldverk-
in, svo kvaddi hún og fór. Svona
er nú Halldór frændi inn við
beinið, hugsaði Ásta; já, góður
,og gjafmildur og lætur Margréti
njóta Sigríðar nafnsins; honum
þykir víst vænt um þessa sonar-
dóttur sína; er það engin furða,
hún 'sem er svo falleg og efni-
leg. Já, hann er sannur íslend-
ingur, hjartað gott og trútt, þó
hann sé stundum styggur í tali
Eftir að búið var að mjalta og
gera kvöldverkin, settust þeir
Halldór og Jón á bekk út við
girðing. Jón lék við lambið sitt,
rabítarnir spertu upp eyrun og
horfðu á lambið kjamsandi.
Hvaða skepna skyldi nú þetta
vera, hugsuðu þeir, næstum
eyrnalaus. Sólin var í gyltum
skýjum að hníga eins og blíðu-
bros ungbarns, sem er að sofna,
Toppskrúð trjánna bar alls kon-
ar fegurðarliti frá endurskini
sólarinnar, sumarblíðan brosti
alstaðar.
Lízt þér ekki vel á hana Mar-
gréti litlu, sagði Halldór við
Jón. Hún er falleg stúlka, sagði
Jón. Kanske þaj'ð verði nú
stúlkan þín, þegar þú ert orð-
inn stór. Jón brosti, en sagði
ekkert. Eftir stund segir hann:
En hvað hesturinn hennar er
fallegur, eg vildi eg ætti hest
eins og hennar. Já, sagði Hall-
dór, þú vilt alt eiga sem þú
sérð af skepnu tægi, — svo hugs-
aði hann með sér, að ef það
væri nokkur krakki, sem eg
vildi gefa hest, þá er það Jón,
en það dugar ekki. Krakkar
hugsa þá um ekkert nema leika
sér. Svo þegar það vex upp,
þetta unga fólk, þá er mest
hugsað um móðinn og skemtan-
ir. Já, skárri er það nú gang-
urinn. Þeir, sem búa til þenn-
an líka félega móð, þar sem
alt er svo mjótt og stutt. Já,
og alt þetta skemtana-rall ætti
að takast í hnakkann, en ekki
vesalings unglingarnir, sem alt
þetta er sett fyrir eins og mat-
borð með kræsingum. Ham-
ingjan veit hvernig það fer.
Sigríður mín segir að alt fari
vel á endanum, en eg er nú með
hinu, að einhver hegningar-
blástur muni feykja burtu of-
lætinu.
Hvað ertu að hugsa, Halldór
minn? sagði Jón. Þú ert svo
skrítinn á svipinn og segir ekk-
ert. Eg er að hugsa um hesta
mína fram í dal, eins og mað-
urinn sagði. Áttirðu marga
hesta á íslandi? spurði Jón. Við
höfðum vanalega átta hesta,
Það var nokkuð gott, sagði Jón.
Já, það þótti gott. Við Sigríður
mín bjuggum blómabúi á Ökr-
um í Skagafirði. Seldir þú mik-
ið af þeim? spurði Jón. Seldi
eg mikið af hverju? tók Halldór
upp. Blómunum, sagði Jón, þú
segist hafa haft blómabú. Mik-
ill klaufi ert þú í íslenzkunni,
krakki, sagði Halldór, maður
tekur svona til orða þegar efnin
ávaxtast og margfaldast; lukkan
var með okkur, svo eftir átta ár
áttum við fjörutíu ær í kvíum,
fimm kýr, átta hesta og ungviði
mörg. Þetta þótti meðalbú á
íslandi. Það var gott bú, sagði
Jón. En svo kom það fyrir að
jörðin var seld og eigandinn
sjálfur ætlaði að flytja þangað.
Þá féll mér allur ketill í eld.
Jón skildi þetta ekki en vildi
ekki spyrja.
Halldór var vanur að brúka
eldgömul orðatiltæki. Þá líka,
sagði hann, var kominn Ame-
ríku hugur í marga, svo við réð-
um af að selja búið og flytja til
Vesturheims. Steingrímur minn
var þá sex ára en Matthías
fjögra, við létum drengina okk-
ar heita nöfnum skáldanna. Sig-
ríður mín elskar skáldskap og
skáldin, einkum Matthías, og
kallar hann eins og fleiri spek-
inginn með barnshjartað ljúfa
og blíða, en þess ætla eg að
biðja þig, Jón minn, að læra
íslenzkuna, svo þú getir lesið,
skrifað og talað málið sæmilega,
það er sönn mentun; þá getur
þú lært þau fallegustu kvæði,
sem til eru. Sigríður mín seg-
ir að lofsöngur Matthíasar beri
langt af öllum þjóðsöngvum
landanna.
Já, eg vil læra íslenzkuna,
sagði Jón.
(Framhald)*
Duldir heimar
I himingeimi haglega
hlutir sveima og finnast;
gott er að dreyma daglega
og dularheimi kynnast.
Steinarnir og jurtirnar tala á,
dulrænan hátt, en það þarf sér-
staða athyglisgáfu til að verða
þess var; steinar tala líka á bók-
staflega vísu við viss tækifæri.
Skémmu fyrir síðustu aldamót
svaf eg í sjóbúð á austanverðu
Reykjanesi; veggirnir voru
hlaðnir úr torfi og grjóti; eina
nóttina kom svo snarpur jarð-
skjálftakippur að steinarnir í
veggnum glömruðu og skeltust
hver við annan. Um hvað voru
þeir þá að tala sín á milli? Eg
veit það ekki, en mér heyrðist
þeir segja: “Sökkva, sökkva.”
Ætli þeir hafi munað að þeir
voru einu sinni niðri á hafs-
botni, áður en snækrýndu eyj-
unni skaut upp úr sjónum. Eg
veit það ekki, en bergmálið í
klettunum kannast víst flestir
við, sem endurkastar til manns
aftur hljóðöldunum í sama tón
og við sendum þær frá okkur.
Já, það eru nú reglulegar eftir-
hermur. “Það verður að segja
svo hverja sögu sem hún geng-
ur, úr því hún annars er sögð.”
Já, þetta kunna og gera klett-
arnir; eg álít að sagnritarar og
söguskáld gætu lært mikið af
steinunum í þessu efni. Því
þeir (steinarnir) halla aldrei
réttu máli.
Glamur-orða grófan klið
gylla og skorða í sögur,
yfirborð svo blasi við
sem blómleg storð og fögur.
Það er ekki vel hægt að segja
að' steinarnir séu samvizkulaus-
ir, því þeir segja rétt frá öllu
þegar þeir annars segja nokk-
uð.
Minsta rós og málmur dýr
mætti hrósa dulum;
innra ljós í öllu býr
og það kjósa skulum.
M. Ingimarsson.
SEEDTIME!
a/ytcC
'HARVEST'
By
Dr. K. W. Neatby
Diriðtpr, AffriruUurai DtpaHwuni
North-Weat Line Elevator* AaeoeiatSoa
R AIN
It is a wonderful thing to see
the prairie provines green from
the foothills to Winnipeg. Of
course, we shall have troubles
but they will be easier to bear
than those which result from
wídespread drought.
IF we get fair rains this
month and IF frost does no ex-
tensive damage, a large wheat
crop is assured. Harvest labour
and storage space will be prob-
lems we shall have to meet
somehow.
We rarely offer advice to
farmers, but will risk doing so
now. Drought will come again
just að surely as the sun will
rise tomorrow morning. What
a year this is to set aside some
feed reserves — wild hay, tame
and feed grains. True, there
will be mighty little granary
space available for feed grains;
but what about stacking? Sure-
ly every farmer producing live-
stock should have a good row
of sheaf oa(s and barley stacks
this fall.
Stacking is almost a lost art,
but it should be recovered. Only
through skill and experience
can a uniform row of attractive
symmetrical stacks be built.
However, to preserve the
sheaves, the most important
consideration is keeping ihe
siack high in ihe middle while
building. If, after settling, the
sheaves become horizontal or
slightly down at the head ends,
rain will work in and the grain
may be ruined. So, while build-
ing, the middle must be kept
high and then, after settling, all
sheaves will slope slightly down
towards the butts and the grain
should remain in good shape
for years.
Don’t stack wet or damp
sheaves.
Business and Professional Cards
PRATT & EGGERTSON
Barristers Solicitors, Etc
ARNI EGGERTSON, K.C., LL.B.
(Member Manitoba Bar)
R. J. PRATT( LL.B.
WYNYARD, SASK.
Canada
Snowfield & Snowfield
Lögfrœðingar
LANGDON, N. DAKOTA
J. M. SNOWFIELD
ELLIS G. SNOWFIELD
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
O
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hös. Út-
vega peningalán og eldsábyrgS.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
Phone 26 821
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
Islenzkur lyfsali
Fólk getur pantað meðul og
annað með pósti.
Fljót afgreiðsla.
Peningar til útláns
Sölusamningar keyptir.
Bújarðir til sölu.
INTERNATIONAL LOAN
COMPANY
304 TRUST & LOAN BLDG.
Winnipeg
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office timar 3-4.30
•
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
Legsteinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
Skrifið eftir verðskrá
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Sími 22 296
Heimili: 108 Chattiway
. Sími 61 023
F. S. SNOWFIELD
Lögfræðingur,
CAVALIER, N. DAKOTA.
SELKIRK LUMBER
Company
Verzla með
Húsavið og'allar tegundir af
byggingarefni
Kostnaðaráætlantr veittar ókeypis
Simi 254 P.O. BoX 362
SELKIRK, MAN.
Thorvaldson &
Eggertson
Lögfrœðingar
i
300 NANTON BLDG.
Talslmi 97 024
'DR. A. V. JOHNSON
Dentist
•
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 702
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
•
pœgilegur og rólegur bústaður
í miðbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yfir
Ágætar máltlðir 4 Oc—6 Oc
Free Parking for Ouests
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlæknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslml 86 607
Heimilis talsími 501 562
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur I eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstlml — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofuslmi 22 261
Heimilisstmi 401 991
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talslmi 30 877
•
Viðtalstlmi 3—5 e. h.
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-slmi 23 703
Heimilissími 46 341
Sérfræðingur 4 öllu, er að
húðsjúkdómum \-ytur
Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h.
Office Phone Res. Phone
87 293 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfrœðingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones 95 062 og 39 043
I
<r
v