Lögberg


Lögberg - 16.07.1942, Qupperneq 7

Lögberg - 16.07.1942, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚLÍ, 1942 7 2 Styrkur Ráðstjórnarríkjanna Eflir Dr. Hewlell Johnson (Dean of Cantebury) Lauslega þýtt úr ensku Jónbjörn Gíslason. (Framhald) Markmið þessa rits er óbrotið og einfalt. Höfundurinn er ekki svo hégómagjarn að ímynda sér að hans eigin reynsla sé neitt sérstök ( sinni röð, eða að þær ráðgátur lífsins, sem hann tekur til íhugunar, séu ekki brotnar til mergjar af öðrum; en hann álítur að sín aðferð að klæða þær í ritað mál, geti gert mynd- ina gleggri og skýrari en ýmsir hafa enn áttað sig á. Sjálfsæfi- sagan, sem fyrsti kaflinn hefir inni að halda gæti ef til vill náð þeim tilgangi að leiða í ljós ástæður ýmsra hleypidóma sem mjög fáar bækur eru algerlega lausar við; ennfremur lýsir hún nokkrum áhuga fyrir hagfræðis og þjóðfélagslegum málefnum, samfara samhygð með þeim máttar minstu. Sömuleiðis gæti frásögnin um iðnaðarnám höf- undarins verið nokkur sönnun þess að álit hans á þeim málum sé ekki fjarri sanni; ef sumum kynni að virðast of mikil á- herzla lögð á þetta atriði, þá er gott að festa í minni að þetta hið nýja þjóðskipulag hvílir einmitt á slíkum grundvelli. Göfug bygging er verðug traustrar undirstöðu. Það eru hin síðferðilegu áhrif með sínum sjálfsögðu afleiðing- um á líðan einstaklinganna, sem hafa mest aðdráttarafl og bera skýrastan vitnisburð, hinn lengsti kafli þessarar hugleið- inga er því helgaður því við- fangsefni að mestu. Hin fyrsta og fremsta spurning er lögð skyldi fyrir hvert þjóðskipulag er: Hvaða áhrif hefir . það á móðurina og barnið? Hvernig mótar það líf og framtíð manns- ins sem er að myndast í barmi barnsins? Hér mætti halda á- fram og spyrja hver áhrif það hafi á borgaralegt samfélag í heild, á samband og samvinnu þjóða, og að lokum hvaða vonir það gefi um heppilega lausn í alþjóðamálum. Afleiðngar og verðmæti alls þessa er órjúfan- lega tengt við siðfræði og erfi- kenningar hinnar sönnu kristi- legu kirkju. f síðasta kaflanum verður leitast við að rannsaka sambönd þessara hluta frá vísindalegu, kristilegu og iðnfræðilegu sjón- armiði, ennfremur verður reynt að sýna á hvern hátt tilraunir Ráðstjórnarríkjanna gefa mikl- ar og glæsilegar vonir í þessu efni um framtíðina. Að síðustu vill höfundurinn . vara við of mikilli bjajrtsýni hvað snertir Rússland; afstaða hans er eingöngu bygð á sam- hygð og hluttekningu, hann óskar því fyrst og fremst eftir skilningi og velvild á umrædd- um viðfangsefnum, hann legg- ur áherzlu á alt hið góða í þess- um tilraunum, en er því miður fyllilega ljóst að þar skiftast á skin og skuggar; en sé hér frek- ar getið kdsta en galla, er á- stæðan sú að margir er ritað hafa um þetta mál, hafa tekið af mér ómakið hvað ókostina snertir og það stundum nokkuð freklega. Slík ósanngjörn á- herzla á skuggahliðinni lýsir ó- vinveittu hugarfari fjölmargra, er þó mundu taka þessum til- raunum opnum örmum, ef þeir vissu gleggri grein á því sem þeir ræða um, en þeir gjöra; slík afstaða er ekki einungis skaðleg fyrir þá sjálfa persónu- *ega, heldur fyrir umhverfið í heild. Viðhorf margra til Ráð- stjórnarríkjanna hefir fram að þessu verið sorglega afvegaleitt, eins og þeir sjálfir sumir hverj- lr eru nú farnir að viðurkenna, hægt og gætilega. Gagnkvæm tortryggni og grunsemd er enn við líði. Markmið eftirfarandi kafla er að uppræta slikt ef mögulegt væri og rækta í þess stað sam- hygð og umburðarlyndi. Sálfræðilegur skilningur á eðli og upplagi einstaklingsins er tímabær og nauðsynlegur í afstöðu manna til Rússlands, svo kostirnar verði frekar at- hugaðir og boðnir velkomnir; þá mætti svo fara að við bær- um gæfu til að laga það sem miður má vera í okkar eigin málum og vina okkar í Rúss- landi. 1. KAFLI. Við nefnum okkar vestrænu menningu kristið samfélag, það er naumast mögulegt að rétt- læta það nafn. Hvort sem það er rannsakað frá sjónarmiði iðnaðarmannsins, vélameistar- ans, vinnuveit^ndans eða kenni- mannsins — eg hefi sjálfur ver- ið alt þetta — þá verður ætíð hin sama niðurstaða: Menning okkar er hvorki kristileg eða vísindaleg, og eg er í vafa um sem kristinn maður og vísinda- maður, hvern part míns inpra manns hún móðgar og meiðir mest. Þegar eg las svohljóðandi greinarfyrirsögn í “The Ob- server” nokkru áður en stríðið byrjaði: “Hin ágæta uppskera í Póllandi er voðalegt rothögg fyrir velmegun þjóðarinnar” komu í hug minn ummæli akur- yrkju prófessors í Bandaríkj- unum, eftir að hafa séð tíu miljónir ekra af baðmull plægð- ar ofan í moldina, og fimm miljónum svína slátrað, hann mælti svo: “Ef þessar ráðstaf- anir bera í skauti sínu velsæld þjóðar minnar, hefir alt mitt lífsstarf gengið í öfuga átt.” At- hafnir líkar þessu eiga engin viðeigandi lýsingarorð í tungu- málinu. Vísindin eru fallin úr sæti og í þeirra stað komin óregla og öngþveiti; sú óregla er hættuleg- ust fyrir það, að hún siglir í kjölfar tuttugu ára eyðilegging- ar og niðurrifs, og af ráðnum huga kryplaðrar framleiðslu: slík menning ber engan vísinda- legan eða kristilegan blæ. Allar uppfyllingar eiginhagsmuna- hvata, æsa og margfalda fjár- öflunar ástríðuna, er svo lætur sér sæma hungur og örbirgð meðal allsnægta, og eyðileggur líf manna, kvenna og barna. (Framhald) I Veáturveg UM FLÓTTA NORÐMANNA TIL ENGLANDS í gistihúsinu “Einhversstaðar í Englandi” er ekkert talað nema norska. 11 borðsalnum hanga myndir af Hákoni kon- ungi, Ólafi krónprins og Mörthu krónprinsessu, og norskar stúlk- ur ganga um beina. Hér eru norskir starfandi flugmenn gestir. Þeir eru þjálfaðir í Canada. Beint á móti sitja tveir sjómenn, sem eiga sér hvíldar- daga eftir “orustu á Atlants- hafinu.” Við annað borð sitja fimm hermenn í khaki-búningi með “Norway” á öxlinni og norskan smáfána á axlarborðan- um. Innan um alla einkennis- búningana sér maður oft þess- ar skrautprjónuðu ullarduggur, sem Norðmehn kalla “lusekoft- er,” eða þykkan leðurjakka. Og þá getur maður verið viss um, að sá sem í þeim klæðum er, hefir ekki verið í London nema tvcggja vikna tíma, og að síðasti dvalarstaðurinn var: bærinn heima í Norge. “Það tók okkur 52 tíma að komast yfir Norðursjó,” segir einn af piltunum. “Við vorum 38 um borð á litlum vélbát, sem skaust út frá skeri í Vestur- Noregi. Þetta var 1 rökkrinu. Áttavita höfðum við engan, en við höfðum stjörnurnar fyrir leiðarljós. Okkur hafði tekist að komast yfir svolítið af elds- neyti frá Þjóðverjum, hér og þar, og alt fór að ókyrrast áður en við komumst af stað. Meðan við vorum að safnast saman úti við rúmsæ höfðu Þjóðverjarnir haft veður af því, að eitthvað væri á seiði og þá fóru þeir að gera lúsaleit á næstu grösum. Þeir leituðu okkar bæði vel og lengi og einu sinni voru þeir ekki nema nokkra metra frá felustaðnum okkar, en þeir sneru þá aftur við skarðan hlut, og síðan tók- um við st^fnuna vestur. Um nóttina stöðvaðist vélin hjá okkur og þegar birti af degi vorum við ekki enn komnir úr augsýn af Noregsströnd. En sem betur fór varð enginn til þess að komast að ferðum okkar, hvorki þýzkar flugvélar né skip. Og eftir eitt dægur vorum við í bkotlandi. — Eg varð að skilja stúlkuna mína eftir heima og þorði ekki að segja henni hvað við ætluðumst fyrir. Vitanlega hefði hún viljað koma með okk- ur, en eg víldi ekki, að hún skyldi stofna sér í hættu að nauðsynjalausu. Því að enginn veit fyrirfram, hvort alt gengur að óskum.” Hann segir líka frá því, þessi sami piltur, að um borð hafi verið Bandaríkjastúlka af norsk- um ættum. Hún hefði getað komist frá Noregi með venj u- legu móti (þTe. sem hver annar útiendingur og farið frjáls ferða sinna), en hafði ekki efni á að borga svo dýra ferð. Þessvegna kaus hún fljótustu en jafnframt hættulegustu ferðina vestur yfir. Allir sem hafa horfið úr Nor- egi frá vesturströndinni, hafa því miður ekki verið jafn hepn- ir og þeir, sem nú voru nefndir. í borðsalnum situr maður, sem hefir nælt upp aðra jakkaerm- ina sína með öryggisnál. Það var velbyssu skothríð frá þýzk- um flugmanni, sem kostaði hann handlegginn. Þeir höfðu í fyrstu verið þrír saman, sem létu frá Noregsströnd á opnum báti. Vélin hafði bilað eftir nokkurra klukkutíma siglingu, en piltarn- ir undu upp segl og héldu á- fram. Um morgunin kom þýzk eftirlitsflugvél auga á þá og brátt fór að þjóta í vélbyssukúl- unum. Einn á bátnum týndi lífi, annar misti handlegginn og sá þriðji slapp óskaddaður. Þeir, sem af lifðu, sigldu áfram vest- ur á bátnum sínum, götuðum af byssukúlum, fengu bæði storm og stillur og tóku loks land við Skotlandsströnd, nær dauða en lífi — eftir ellefu daga útivist. Síðan í fyrravor hafa milli fjögur og fimm þúsund norskra karla og kvenna flúið ættjörð sína í þeim tilgangi að halda baráttunni áfram fyrir handan Norðursjó. Þrátt fyrir öll þau rígströngu höft, sem nú eru í Noregi, má enn sjá norska báta við austurströnd Bretlands, þeg- ar minst varir. En það er ekki hægt að kalla þessa Norðmenn flóttamenn. Þeir leggja langa og þunga áherzlu á, að þeir séu hermenn. Það fyrsta, sem þeir spyrja að, er þeir stíga fæti á fold, er þetta: “Get eg komist að í flugliðinu, kaupflotanum eða herflotanum?” Jafnvel stúlkurnar, sem hugdjarfar hafa lagt á leið í vesturveg, hafa ein- sett sér .að ganga í norska “Lottu-félagsskapinn,” sem þeg- ar er skipaður meira en 100 norskum “Lottum.” (Lesendur muna nafnið úr finsku styrjöld- inni). Nazistum borgar sig það ekki að laumast yfirum. Svo vel og vendilega eru aðkomumennirnir rannsakaðir út í æsar, og fólkið af vesturströndinni þekkir hvert annað vel. Einu sinni kom norskur nazisti, sem hafði lent í handalögmáli við samherja sína heima í Noregi. Hann var í vandræðum með hvað hann ætti að gera og flýði svo til Englands, en í stað þess, að honum væri tekið þar með opn- um örmum, var honum stungið í svartholið, til nánati rannsókn- ar. Þar verður hann að dúsa ásamt ýmsum þjáningabræðrum sínum þangað til stríðinu lýkur. Norska nýlendan í London vex, en sífelt verða þar þó mannaskifti. Gistihúsið, sem í hittifyrra var gert að sjómanna- klúbb, er orðið mikils til of lítið, og síðan hefir verið keypt hús í viðbót. Auk þess hafa heilar hæðir verið festar á leigu í gistihúsum í nágrenninu. Þang- að safnast Norðmennirnir smátt og smátt úr Norðursjávarferð- um sínum og hér er það, sem þeir bíða eftir fyrstu ferð til “Little Norway” í Kanada eða öðrum æfingaherbúðum. Sá heiður hefir hlotnast áður- nefndu gistihúsi, að þar er til húsa yngsti víkingurinn, enn sem komið er. Þetta er eins árs gamall piltur, sem ásamt bróður sínum fjögra ára gömlum og öðrum átta ára, hefir hina löngu og hættulegu ferð að Baki sér. Hann situr núna glaður á hné mömmu sinnar og er að borða. Hver skyldi á honum sjá, að vélbyssukúlurnar hafi hvinið yfir höfði hans, að maðurinn við stýrið féll í valinn og að ýmsir “farþegarnir” hlytu sár á leið- inni? Mamma brosir þögul. Þegar maðurinn hennar lét í haf, varð hún að vera eftir hjá drengjunum sínum tveimur, því að þá átti hún von á þriðja barninu. En hún hafði einsett sér að koma á eftir manninum, undir eins og ástæður leyfðu. Nú hefir fjölskyldan náð saman aftur og bíður aðeins tækifæris tli að stofna sér heimili á ný. —(Lesbók). Framhald af fréttum af fiskiveiðum á Winnipegvatni Efíir S. Baldvinsson Eitt af mörgu því, sem vísindi vorrar aldar hafa upplýst og endurbætt í heiminum, er með- ferð og geymsla matvæla, og minna en hundrað ár eru síðan að menn lærðu að kæla mat- væli. í fornöld er þess getið, að Móses skipaði Israelsmönnum að fleygja öllum matarleyfum dag- lega, sem er auðskilið að var nauðsynlegt, vegna þess að þarna var svo afar heitt, að alt skemdist strax, sem eigi var notað daglega. í gullaldarritum íslands er þess oft getið að mikið af mat var súrsað, fiskur hertur (skreið- in) en kjötið reykt, einnig mun eitthvað hafa verið saltað, en ekki mikið, því salt var dýrt, og mest tekið úr sjónum; ostar og smjör geymdist dável í belgj- um, en mun þó oft hafa veriö súrt. “Séra Jón á Svalbarði súra tyggur smjörið.” Það var því ekki lítil fram- för þegar Ameríkumenn fundu upp á að frysta mat, með ís og salti, þó brennandi hitar væru, og geyma hann svo gaddfrosinn þar til menn neyttu hans smám saman, svo ekkert varð frámar ónýtt af matvælum. Það eru einnig minna en hundrað ár síðan vísindamenn kendu þjóð- unum að sjóða niður til geymslu aldini og nálega allan mat, en það kostaði glerflöskur eða tin- aða járnbauka, sem voru dýrir og hækkuðu mjög verð matvæla. En þó gátu menn þá farið að flytja með sér forða af góðri fæðu og geymt hana, en slíkt er eigi hægt með frosinn mat. Sérstaklega kom það sér vel fyr- ir sjómenn, sem oft lágu úti á höfum mánuðum saman. og þjáðust mjög af skyrbjúg, sem orsakast af skorti á mjólk og nýmeti. Vínið var hið eina, sem hélt sjómönnum við heilsu, og hefir löngum verið lífselexír okkar jarðarbúa, eins og Guðmundur Friðjónsson bendir á í bók sinni Uppsprettulindir, og mun þó sumum hér þykja mikið sagt, en farmannalög dönsk hefi eg lesið, og er þar tekið fram að hver háseti skuli fá pela af brenni- víni á dag og mörk af öli eða víni, sem var lífsskilyrði þeirra. Og sem dæmi þess hve áfengi er holt, jafnvel ungbörnum, set eg eftirfarandi rökfræði: Á leið minni yfir Atlantshaf hafði konan mín 6 mánaða gam- alt barn á höndum, sem eigi var á brjósti, og veiktist >af mjólk- inni sem við fengum á skipinu, en alt sem skipslæknirinn gaf því var peli af góðu koníaki og sagði að gefa barninu skeið af því saman við mjólkina þrisvar á dag; eftir það fór barnið að melta mjólkina og hrestist fljótt. Svo eg er hræddur um að nornagestur vor standi höllum fæti í ræðustólnum, þegar hann segir að alt áfengi sé seigdrep- andi eitur! Þegar eg enti við að skrifa fréttir héðan í Lögberg 17, júní, var eg ekki farinn að segja frá hvernig fiskurinn er höndlaður hér í höfn. Þegar fiskibátarnir sigla út á morgnana taka þeir með sér 2—3 kassa af muldum ís í fiski- klefann, sem er niðri í lestinni og vel byrgður; stýrimaður not- ar kíki til að finna netadufl sín, sem er 20 feta há stöng, með blýklump á neðri enda, en veifu á toppi, með veiðileyfis númeri hans á. Netin eru svo dregin á fram- kinnung bátsins, fiskurinn tek- inn úr þeim með hröðum hönd- um og fleygt í lestina, og ísn- um dreift innan um til að kæla hann strax. Stýrimaður beitir í áttina með netjunum og lætur mótorinn vinna hægt áfram, þar til öll netin eru uppdregin, þá er lok- að lestinni og netin lögð aftur þar sem fiskimenn álíta væn- legast til fanga; þegar svo netin eru lögð aftur, eru fánastengur látnar á báða enda netjanna, og miðað við eitthvað á landi, en vandi er að finna netin aftur úti á reginvatni, þar fjöldi fána blaktir alstaðar umhverfis. Það er því margskonar vandi samfara veiðiskap á Winnipeg- vatni, eins og á sævardjúpinu kringum ísland, því þó ylgjan sé minni hér, er þokan sami fjandinn fiskimönnum alstaðar, og “köld er sjávardrífan” hér við vatnið á haustin, eins og við ísland. Lesandinn fyrirgefur þó eg miði alt við ísland. Óðar en báturinn legst að bryggju, er fiskurinn strax lagður upp 1 ísaða kassa, slægður og tálkn- skorinn, vigtaður og pakkaður í 50—100 punda kassa, þakinn með muldum ís og Iagður í kæli- hús áfast við íshúsið, og geymd- ur þar, þar til flutningsskipið tekur hann tvisvar í viku til Winnipeg, það tekur 30 klukku- tíma úr Svartárhöfn. Báturinn, sem tekur okkar fisk heitir “Newton”. Capt. Jóhann Sigurd í Selkirk; hann er búinn að sigla lengi á Win- nipegvatni, og því flestar leiðir kunnar. Á ytri höfninni tekur fiskinn báturinn “Buck”. Þetta eru há- timbraðir kuggar, mestir fvrir ofan þilfar, og sigla vel í góðu leiði. Þannig er þá fiskurinn sendur ískaldur til stórborganna í Bandaríkjunum, í kæliskipum á vötnum og ám, og í kælivögn- um á landi, og er það hin bezta aðferð, sem ennþá þekkist, til að flytja matvæli til markaðs. Vísindin hafa verið með í verki að kæla matinn, því nú má framleiða bæði hita og kulda með rafafli og efnablöndun, svo það þarf ekki beinlínis ís til að kæla matvæli lengur, heldur er “ammonia”-kælivél sett í kæli- vagnana, til að framleiða svo kalt loft, að skaðlegir gerlar geti ekki lifað þar. Fiskiveiðin hefir gengið í meðallagi, nokkrir bátar búnir að fá sinn hlut, en aðrir eiga talsvert eftir, en munu líklegast ná sínum hlut bráðum. Þ»ann 8. júlí komu hingað vara-ráðgjafi D. M. Stevenson og aðstoðar vararáðgjafi F. G. Cawen í fallegri gandreið, til að líta eftir fiskiveiðunum; þeir átu hér dagverð og dvöldu eina þrjá klukkutíma. Eg átti tal við þá og gat sýnt þeim hvað hver bátur hafði aflað daglega undanfarið, og áleit Stevenson það allgott sýnishorn. Eg gleymdi að taka niður nafn flugstjórans, sem eg held að sé sínum vanda vaxinn, hann lenti f lugunni svo laglega á vatninu og rendi svo á pontun- um upp að bryggju eins og bát- ur væri, og hóf sig jafn fimlega til flugs aftur. . ' Mr. Butler, fiski-“inspetor” Manitobastjórnar kom hingað til að líta eftir veiðum og rannsak- aði fiskinn, skóf hann upp 20 fiska hér, og fann ekki orma í einum einasta fiski, en það mun þó eiga sér stað, að hringormur finnist í fiski hér í vötnum eins og í sjávarfiski í Norðurhöfum, það er mér vel kunnugt, en sá ormur er lítill og deyr við suðu- hita og er þá bezti matur. Black River 11. júlí 1942.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.