Lögberg - 13.08.1942, Side 1
PHONES 86 311
Seven Lines
Drs-
Co<
4 VWj?4
■*&#**
For Beiier
Dry Cleaning
and Laundry
Í5. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST, 1942*
NÚMER 33
Viðsjár miklar á
Indlandi
Eins og vitað er, hefir hinn
svonefndi sjálfstæðisflokkur
Hindúa á Indlandi undir forustu
Gandhi, lengi krafist þess, að
Indland fengi fult sjálfstæði af
hálfu Bretlandsstjórnar. En
eftir að núverandi styrjöld hófst,
lýztu brezk stjórnarvöld yfir
því, að þegar yfirstandandi stríði
lyki, yrði Indverjum veitt fult
sjálfsforræði, eins og t. d. Can-
ada nú nýtur; þetta vildi Gandhi
ekki sætta sig við, og hafði jafn-
vel í hótunum um það, að leita
til Japana viðvíkjandi úrlausn
sjálfstæðismálsins; er hér var
komið sögu, samþykti Congress
Indlands það, að hefja óvopnað-
an mótþróa gegn brezkum
stjórnarvöldum í landinu; þetta
tiltæki leiddi til þess, að stjórn-
arvöld Indlands létu handsama
Gandhi, Neruh og aðra helztu
leiðtoga s j álf stæðisf lokksins;
hófust þá samstundis verkföll
vítt um landið, er síðar leiddu
til alvarlegra blóðsúthellinga;
er síðast fréttist, fóru horfur
hríðversnandi, og bentu í raun
og veru í átt til borgarastríðs.
Flugvélaskipi sökt
Fregnir frá London á Mið-
vikudagsmorguninn láta þess
getið, að brezka flugvéla flutn-
ingaskipinu Eagle, hafi nýlega
verið sökt í Miðjarðarhafi af
völdum ávina kafbáts; skip þetta
var 22,500 smálestir að stærð;
mestur hluti áhafnarinnar bjarg-
aðist af.
Úr ruslakörfunni.
Enskan bæði breið og há
bylgjast upp að ströndunum
—íslenzkan er aum og smá
orðin hjá oss löndunum.
Eiit vers úr gömlum sálmi.
Skelfingar myrkur skapar býsn
skynhelgin þegar að grætur.
Ástríðuþrungin eilíf fýsn
andskotann ráða lætur;
harðlyndið stefnir í heljargin
þar harmanna fást ei bætur;
eiturorm#- og uglu kyn
allar lífs naga rætur.
Öfl myrkranna í loflinu.
Heyrum gný í hæðum,
hamast þý á flugi,
þeir raupa af því í ræðum
römm hvað lygin dugi,
fárleg hætta á ferðum
fólska kemst hæðarstig,
syngur hátt í sverðum
sólin hylur sig.
Heiðvanir
(þ. e. vanir við heiðan himin)
í lofti heiðu hærra en ský
herflugreiðar dvelja,
geimnum skeiða gammar í,
götu breiða velja.
Loílhernaðarathafnir.
Á loftöldum ótrauðar
æða í köldum vindi
vængja á spjöldum, vélbúnar,
með vopnafjölda í skyndi.
Himinbláma heiðum í
hálofts námu hvelin,
hljóða ráman heyrum gný
— herinri skrámar vélin.
Gammar fljóta um öldurnar,
upphiems njóta gæða,
galdra þjóta gandreiðar,
glerhöll brjóta og hræða.
M. Ingimarsson.
Þjóðverjar ryðjast inn
í Kákasusfjöll
Síðustu fregnir herma, að
innrásarsveitir Þjóðverja, þrátt
fyrir afarharða mótspyrnu af
hálfu Rússa, ryðji sér veg lengra
og lengra inn í Kákasusfjöll, og
hafi þegar náð að minsta kosti
einu olíuhéraði að fullu á vald
sitt; þá hafa Nazistar einnig
rofið fyrstu varnarlínuna norð-
ur af Leningrad; mannfall þeirra
hefir verið afskaplegt, en samt
sem áður senda þeir jafnharðan
nýjan liðsauka til þess að fylla
upp í skörðin.
Rússnesk yfirvöld hafa skorað
á hvert einasta mannsbarn þjóð-
arinnar, að koma til varnar hvað
sem það kosti, því rússneska
ríkjasambandið sé í hinni ægi-
legustu hættu.
Sex óbótamenn
teknir af lífi
Eins og vitað er, tóku amerísk
hernaðarvöld fyrir skömmu
fasta 8 þýzka menn, er grunaðir
voru um það, að stofna til fjör-
ráða við sjálfstæði Bandaríkja-
þjóðarinnar; mál þessara manna
var rannsakað, af herforingja-
ráði; menn þessir voru allir
fundnir sekir, og voru 6 þeirra,
að lokinni rannsókn, teknir af
lífi í rafurmagnsstól; tveimur
var hlíft við dauðahegningu
vegna mikilvægra upplýsinga,
er þeir veittu yfirvöldunum
meðan á rannsókn málsins stóð;
var annar þeirra dæmdur í lífs-
tíðar fangelsi, en hinn fékk 30
ára dóm.
Skátar gefa 14 lítra
af blóði
Blóðgjafasveit skáta hér í
bænum hélt aðalfund áínn í
fyrradag. í ársskýrslunni kom
í ljós, að skátar hafa gefið sam-
tals 14 lítra af blóði s.l. ár.
Samtals voru blóðgjafirnar 30.
Blóðgjafasveitin hefir nú
starfað í 7 ár og gefið blóð sitt
til sjúklinga á sjúkrahúsum hér
í bænum hvenær sem þess hefir
gerst þörf. Hafa skátar í blóð-
gjafasveitinni dag- og nætur-
verði, þannig að hægt er að ná
til þeirra á hvaða tíma sólar-
hringsins sem er. Þeir skátar,
sem í þessari sveit eru, gangasi
árlega undir heilbrigðiseftirlit á
Landsspítalanum.
Hefir þessi blóðgjafasveit oft
komið sér vel þegar um slys og
blóðmissi hefir verið að ræða.
Síðan um áramót hefir blóð-
gjafasveit skátanna gefið blóð
sitt vegna kíghóstafaraldurs og
hefir verið unnið úr blóði skát-
anna bólusetningarefni vegna
kíghóstans.
Á aðalfundinum í fyrradag
var stjórn blóðgjafasveitarinnar
endurkosin, en hana skipa: Jón
, i Oddgeir Jónsson, form., Leifur
Guðmundsson og Þorsteinn
Bergmann.
—(Mbl. 22. maí).
Gagnsókn gegn
Japönum
Sameinuðu þjóðirnar hafa haf-
ið gagnsókn mikla gegn Japön-
um á Solomon eyjunuf, og kom-
ið þar allmiklum herstyrk á
land; hefir þar staðið yfir sjó og
landorusta í samfleytt sex daga.
Japanir tala digurbarkalega um
glæsilega sigurvinninga á þess-
um slóðum; hernaðarvöld hinna
sameinuðu þjóða hafa fram að
þessu *litlar upplýsingar veitt
um framvindu þessarar mikil-
vægu sóknar, þó lesa megi á
milli línanna, að liðsafli þeirra
muni hafa náð allgóðri fótfestu
á þessum umræddu eyjum. For-
sætisráðherra Ástralíu, John
Curtin, telur viðhorfið á stöðv-
um þessum fara batnandi fyrir
Sameinuðu sveitirnar, þó úr-
slitaorusta hafi sennilega enn
eigi verið háð.
Loftárás á Mainz
Á þriðjudagsnóttina heimsóttu
eitthvað um þrjúhundruð brezk-
ar orustuflugvélar iðnaðarborg-
ina Mainz í Rínarhéruðunum;
Þeir, sem vélum þessum stýrðu,
hittu í mark, því morguninn
eftir sáust enn eldar yfir borg
þessari. Bretar mistu sextán
flugför.
Sumardvöl fyrir 1,000
Reykjavíkur börn
Óskað hefir verið aðstoðar
sumardvalarnefndar barna til
að koma fyrir ábarnaheimilum
og sveitaheimilum í sumar alls
788 börnum á aldrinum 2—13
ára. Auk þess hafa 102 mæður
með samtals um 200 börn óskað
eftir aðstoð nefndarinnar til þess
að fá sumardvöl utan bæjarins
í sumar.
Umsóknarfrestur var útrunn-
inn á laugardaginn var, en síð-
an hefir nefndin verið að vinna
úr skýrslum. Mun því verki
senn lokið.
Miklu færri umsóknir bárust
nefndinni nú en í fyrra og telja
forstöðumenn nefndarinnar það
geta stafað af tveimur ástæðum,
að foreldrar hafi sjálfir komið
börnum sínum fyrir í sveit, án
aðstoðar nefndarinnar eða, að
foreldrar hafi ekki sama áhuga
og í- fyrra á að koma börnum
sínum úr bænum.
Fyrri ástæðan þykir líklegri.
Er vitað, að síðan nefndin tók
til starfa, sumarið 1940, hafa
börn verið á sömu sveitaheimil-
um, þar sem þeim var útvegaður
staður. Eru jafnvel dæmi til að
bændur hafi gert sér ferð hing-
að til bæjarins, til að sækja
börn, sem áður hafa hjá þeim
dvalið sumarlangt.
Ekkert er að svo stöddu um
það hægt að segja, hvenær
brottflutningur barna getur
hafist. Enn hefir ekkert svar
borist frá ríkisstjórninni um
skólahúsin úti á landi. Skrif-
aði sumardvalarnefnd ríkis-
stjórninni um þetta mál 1. marz
síðastl.
að koma fyrir á barnaheimilum
ist svör frá þremur hreppstjór-
um af 146, sem skrifað vár til
að leitast fyrir um hve mörg
börn gætu fengið sumardvöl í
hreppum þeirra.
—(Mbl. 22. apríl).
Verður bálstofan bygð
á þessu ári?
Bálfélag íslands tilkynnir:
Aðalfundur Bálfarafélags Is-
lands var haldinn þ. 18. apríl
þ. á. á skrifstofu félagsins Hafn-
arstræti 5. Fundarstjóri var
Ágúst Jósefsson heilbrigðisfull-
trúi.
Formaður gaf skýrslu um
starf félagsins 1941 og verður
hún síðar prentuð og send fé-
lagsmönnum og dagblöðum.
Gjaldkeri, Björn Ólafsson stór-
kaupm. lagði fram endurskoð-
aðan reikning f. 1941. Bygingar-
sjóður jókst á árinu um rúmar
50 þús. krónur og nam í árs-
lok kr. 83,324.86. Gjaldkeri gat
þess, að Bálfarafélagið ætti á
næstunni von á 70 þús. kr. fjár-
htyrk úr bæjarsjóði Reykjavík-
ur og ríkisjóði,* gegn 35 þús.
króna framlagi, sem Bálfarafé-
lagið útvegar úr annari átt.
Úr stjórninni átti að ganga dr.
G. Claessen, en var endurkos-
inn.
Formaður gat þess, að búið
væri að sækja til viðskiftamála-
ráðuneytisins um leyfi til kaupa
á byggingarefni til bálstofunnar.
Ef það leyfi fæst, verður þegar
í stað hafist handa um bygging-
una á Sunnuhvolstúni. En þar
hefir bæjarráð Reykjavíkur á-
kveðið Bálstofunni stað, og út-
vísað Bálfarafélaginu stóra lóð
til byggingarinnar.
—(Mbl. 22. apríl).
McGraw hjónin
heimsœkja Winnipeg
Á fstudaginn heimsóttu þau
hjónin Dr. Hrefna McGraw og
maður hennar Winnipeg, og
buðu um fjörutíu Islendingum
til dagverðar í einum af veizlu-
sölum T. Eaton’s búðarinnar, og
skorti þar hvorki gleði né góð-
an fagnað; bauð Dr. McGraw
gesti velkomna með hlýjum og
velvöldum orðum, en einu ræð-
una flutti Mr. A. S. Bardal, sam-
sveitungur Hrefnu frá íslandi;
þær Hrefna og frú Ingibjörg
Lindal móðir Birgis söngvara,
eru systkinadætur; söng Birgir
í lok hófs þessa nokkra söngva,
er mjög hrifu hug veizlugesta.
Mr. Gunnar Erlendsson var við
hljóðfærið.
Hrefna McGraw er, sem kunn-
ugt er, fyrsti íslenzki kvenlækn-
irinn, sem lokið hefir embættis-
prófi í þessari álfu, og hefir í
hvarvetna rutt sér sögufræga
braut; þau hjónin eiga heima i
Nebraskaríkinu; maður Hrefnu
er lögfræðingur.
Fyrir nokkru var Hrefna
gestur Mrs. Franklin D. Roose-
velt í Hvítahúsinu í Washing-
ton, og fluttu þá mörg Banda-
ríkjablöð myndir af henni, og
skýrðu fyrir lesendum hennar
áhrifamikla brautryðjandastarf.
GÓÐUR MÁLSTAÐUR
TAPAR ALDREI
Það er haft eftir yfirherhöfð-
ingja hins óháða Kínaveldis á
dögunum, þegar viðhorfið var
sem allra ískyggilegast þar í
landi, eins og það í rauninni er
enn, að góður málstaður geti
aldrei tapað, vegna þess, að
heilbrigð skynsemi líði það ekki
til lengdar, að þeir, sem landið
eiga að erfa, sigli skipi sínu í
strand; illmennin eigi aldrei
framtíðarland.
BISKUPAR OFSÓTTIR
Quisling-stjórnin í Noregi hef-
ir nú skórið upp herör gegn
þeim biskupum norsku þjóð-
kirkjunnar, er eigi hafa viljað
kyssa á Nazistavöndinn, og hót-
ar að varpa þeim öllum í dýfl-
issu.
25 ÍSLENZKAR STÚLKUR
HAFA GIFST HERMÖNNUM
í nýkomnum enskum blöðum
er skýrt frá því, að hernaðar-
yfirvöldin brezku telji, að
minsta kosti 25 liðsforingjar og
óbreyttir hermenn hafi gifst ís-
lenzkum stúlkum, síðan Island
var hernumið.
—(Mbl. 22. apríl).
Sigurður P. Sigurðsson
látinn
Síðastliðinn föstudag lézt í
grend við bæinn Árborg hér í
fylkinu, Sigurð P. Sigurðsson,
prentari hjá Columbia Press,
Limited, því nær fimtugur að
aldri. Sigurður hafði kent
nokkurs lasleika upp á síðkast-
ið, en fregnin um skyndilegt
fráfall hans, kom eins og reiðar-
slag yfir vini hans og samverka-
menn.
Sigurður var fæddur í Winni-
peg 29. september, 1892. For-
eldrar hans voru þau Páll Sig-
urðsson, ættaður úr Fljótsdals-
héraði, og Sveinbjörg Einars-
dóttir af Seyðisfirði. Sigurður
heitinn nam ungur prentiðn, og
var prýðilega vel að sér í þeirri
grein; hann var árvakur og
skyldurækinn um störf, og
smekkvís í verki sem þá er bezt
getur; rúmlega tvítugur að
aldri starfaði Sigurður við blað-
ið Wynyard Advance, og naut
þar sem annarsstaðar fullkom-
inst trausts; hann kom þó brátt
aftur að vestan, og vann þá á
prentsmiðju O. S. Thorgeirsson;
langlengsta starfskaflann átti
Sigurður þó hjá Columbia Press
Limited í þjónustu Lögbergs,,
og er þar nú tilfinnanlega autt
skarð, sem ekki er auðvelt að
fylla, eins og nú hagar til um
mannafla íslenzkra prentara
vestan hafs.
Sigurður P. Sigurðsson gekk í
canadiska Tank-liðið þann 30.
maí, 1918; hann fór til Englands
3. júní sama ár, og var við hern-
aðarstörf á Englandi þegar
styrjöldinni lauk. Hann kom
heim 30. maí, 1919.
Sigurður var kvæntur Jó-
hönnu Bergmann frá Árborg,
sem látin er fyrir því nær tveim-
ur árum; þeim varð sjö barna
auðið, er öll lifa foreldra sína.
Systkini Sigurðar á lífi eru:
Ágúst, Sarah Pettigrew og
Oscar, öll búsett í Winnipeg.
í Sigurði gerði alla jafna vart
við'sig þunglyndis-strengur, þó
oft væri hann kátur í vinahóp;
við dagleg störf var hann, eins
og fyr var getið, vandvirkur og
ábyggilegur; hann var um-
hyggjusamur heimilisfaðir, er
af alhug unni fjölskyldu sinni,
og vildi veg hennar og heill í
hvívetna; að börnunum, sumum
kornungum, er þungur harmur
kveðinn. við fráfall ástríks föð-
urs; en allir, sem kyntust Sig-
urði, sakna vinar úr stað.
Útför Sigurðar fór fram á
mánudaginn frá Bardals, að við-
stöddum stórum hópi vina og
samferðamanna. Séra Valdimar
J. Eylands jarðsöng, og flutti
við athöfnina aðdáanlega hríf-
andi kveðjumál.
Harðir í horn að taka
Þrátt fyrir það, að Júgóslavía
er í orði kveðnu undir járnhæl
þeirra Hitlers og Mussolini, er
síður en svo að þar í landi sé
alt með kyrrum kjörum. Júgó-
nú síðast er mælt, að þeir hafi
í orustu komið tvöþúsund ítölsk-
um hermönnum fyrir kattarnef.
slavneskir föðurlandsvinir hafa
reynst hernámshöfðingjunum
næsta harðir í horn að taka, og
Líta Indland
girndarauga
Frá Kína bárust þær fregnir
á miðvikudaginn, að Japanir
væru að senda mikinri herstyrk
inn í Burma og Indo-China með
það fyrir augum, að gera sér
mat úr öngþveitinu, sem nú
ríkir hvarvetna á Indlandi;
hvort frétt þessi reynist á full-
um rökum bygð, verður tíminn
að leiða í ljós.
•Páskasálmur
Þér lof skal hljóma á hundrað tungum,
vor himnafaðir kær,
þú gafst oss páska, gömlum, ungum,
þá gjöf, sem hjarta nær,
því þegar dauðinn öflgi, yggur,
sem ógnarfarg á brjóstum vorum liggur,
þá opnar sýn til eilífs lífs,
og eyðir sporum dauða og kífs.
Vor vitjar nú hin mikla minning
um máttinn sonar þíns,
er hlaut að* launum lífsins vinning,
og löngun frelsis míns,
hann, drottinn, hóf í hærra veldi,
og hjá mér býr að æfi minnar kveldi,
með fögnuð sinn og fyrirheit,
þau fegri en mannlegt auga leit.
\ , 1
Sú minning veitir styrk að stríða,
er stormur blæs á mót.
Að hæstri vizku hann hlaut að líða
og heljar varða fljót.
f Hans forsmáð elska fellir tárin,
hann féndur stinga, blæða naglasárin.
—En máttur hans er miskunn vor,
hans mikli sigur okkar þor.
f
Er dauðinn vini vora fellir
með víga beittri sigð,
og missir þungur hugann hrellir,
og hrökkva böndin trygð,
og moldin skýlir lágu leiði,
— þá lífsins engill vekur þann, er deyði.
Það tryggja orð og athöfn þín,
sem eins og ljós í rökkvann skín.
Með undrahraða árin líða,
og eg verð sóttur heim
af þöglum gesti — eg kenni ei kvíða.
Mig, Kristur drottinn, geym,
og ver mér hjá í upprisuundri,
er ytri hamur ferst af dauðans tundri,
og láttu yfir banaból
mér brosa þína páskasól.—
4. apríl 1942.
Sigurjón Guðjónson — (Kirkjuritið).