Lögberg - 13.08.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST. 1942
3
Móse
Einhver mesti andans maður-
inn og brautryðjandinn í trú-
arbragðasögu veraldarinnar fyr-
ir Krists burð er guðshetjan
Móse. Það er hann, sem lyftir
því Grettistaki, að Israel getur
hafið göngu sína eins og sérstök
þjóð, og boðar henni þá trú,
sem börn hennar halda fast við
enn í dag, þótt þau séu dreifð
um jörðina. Að vísu hefir tím-
inn máð ýmsa drætti í mynd
Móse, og sumir þeirra eru
horfnir sjónum vorum, en það
sézt engu að síður glögt, að
hann er mikilmennið, sem
stendur við dyrnar, er Israels-
þjóðin kemur fram á sjónar-
svið sögunnar, höfði hærri en
allur lýður. Hann er spámað-
ur þjóðarinnar, leiðtogi, lög-
gjafi og prestur, sem heldur öll-
um stjórnartaumunum fast í
höndum, svo að hvergi svífi, og
hann beitir arnhvössum sjónum
bæði að guðlegum efnum og að
breyskleika mannshjartans til
þess að sjá glögt rétta stefnu.
Hann á ærið þrek og vegsöguþor
til þess að hvika í engu frá
henni.
I.
Móse mun vera fæddur ná-
lægt aldamótunum 1300, á
Egiptalandi. Hann er af Leví-
ættkvísl, en nafnið er egipzkt
og þýðir barn. Bendir nafnið
til þess, að egipzkra áhrifa muni
hafa gætt á uppvöxt hans, og má
ætla, að hann hafi, eins og segir
í 2. Mós., hlotið ágæta mentun,
aðra og meiri en bræður hans,
hirðingjarnir í Gósenlandi, sem
tekið var að hneppa fastar og
fastar í þrældómshelsi. Frá-
sagan um útburð hans er þó
þjóðsaga og svipar til annara
slíkra sagna um fóstur þjóðhetja
í bernsku. Er jafnvel sama sag-
an sögð um Sargon Akkadskon-
ung um 2800. Enda hefir það
ekki farið saman hjá Faraó að
koma sér upp hebresku þræla-
liði, ómissandi til borgarsmíða,
er hann vildi með engu móti
sleppa úr landi, og láta deyða
smábörn fyrir ótta sakir við það,
að þessar fáu kynkvíslir yrðu of-
jarlar heimsveldisins egipzka.
Þrátt fyrir egipzka uppeldið
var Móse hreinn og sannur
Hebrei, og verður þess jafnvel
hvergi vart síðar, að egipzkar
trúarskoðanir hafi á nokkurn
hátt mótað trú hans. Blóðtengsl-
in binda hann fastar við bræð-
ur sína í ánauðinni en menn-
ingin við egipzku drotnarana.
Hann gat ekki horft svo á hina
ójöfnu viðureign, að honum
sylli ekki móður, og hann vann
það verk, sem braut allar brýr
að baki honum á Egiptalandi, og
hann varð að fara landflótta til
þess að bjarga lífi sínu.
Þessi þátttaka Móse í kjör-
um lítilmagnanna gegn ofbeldi
og ofurefli varð með undursam-
legum hætti til þess, að hann
skyldi seinna vinna brauðtryðj-
andastarf sitt. Hann flýði aust-
ur yfir eyðimörkina og lét ekki
staðar numið fyr en í öræfunum
norðanvert við eystri fjörðinn
inn af Rauðahafinu. Áttu Mid-
íanítar heima á þeim slóðum'.
Þeir voru hirðingjar og fóru
að ránum. Meðal þeirra bjó þá
Jetró prestur, andlegur forystu-
maður, stjórnsamur og djúp-
vitur. Hann var kominn af
Kenítum, sem áttu um hríð
heima suð-austantil í Kanaan-
landi. Þeir hafa nefnt guð sinn
Jahve og Jetró verið prestur
hans. Ætla því ýmsir vísinda-
menn, að Miníanítar þar hafi
einnig verið Jahvetrúar og
Jetró verið leiðtogi þeirra í trú-
arefnum. Móse gengur nú í
þjónustu þessa mikla ættar-
höfðingja og verður tengdasonar
hans. Hefir honum eflaust ver-
ið ljúft að hlýða á trúarkenning-
ar hins reynda og spaka manns,
enda hlítti hann ráðum hans í
þeim vanda, sem honum bar
seinna að höndum.
Á árunum, sem Móse dvelur í
Midíanslandi, öðlast hann sann-
færingu um það, að Jahve kalli
sig til þess að leiða Israelsmenn
burt af Egiptalandi, úr þræl-
dómshúsinu til frelsis og sjálf-
stæðis. Eru þrjár frásagnir
misgamlar um köllun hans, hver
með sínum hætti, og bera þær
ljóst vitni þess, hversu mjög
þjóðin hefir beitt ímyndunarafli
sínu til þses að gjöra sér grein
fyrir þessum miklu tímamótum
í æfi leiðtoga síns. Móse hefir
verið trúmaður mikill og trúað
á Jahve eins og tengdafaðir
hans og eiginkona. Hann hefir
farið í andlegum hugleiðingum
með hjörð sína yfir öræfin og
fengið þar vissuna um það, hvar
Jahve ætti heima. Þar rís svip-
nikið og fagurt fjall, sem í
Gamla testamentinu er ýmist
nefnt Sínaí eða Hóreb, en nú
Araif. Mætti ætla annaðhvort,
ið tengdafaðir hans hefði talið
það vera “Helgafell” þeirra
Keníta og Midíansmanna, eða
Móse hefði sjálfur komist að
raun um það, að þar myndi
Jahve eiga heima. Hefir hann
þá að líkindum séð þar ein-
hverja þá sjón, sem hefir styrkt
hann í þeirri trú, hvort heldur
það hefir veið elding, vafurlogi
eða eitthvað annað, eða eldgos
samkvæmt lýsingunni á fjall-
inu síðar í 2. Mósebók. Jafn-
framt sannfærðisf Móse um það,
að Jahve, guð hervseitanna, sem
birtist í náttúruöflum óbygð-
anna, væri sá guð, er hefði leitt
forfeður Israels og þeir tignað og
tilbeðið án þess þó að þekkja
nafn hans. Og hinn sami guð
hlaut að láta sig skifta eymd og
áþján niðjanna á Egiptalandi
og vera fús til að liðsinna þeim,
ef þeir beindu ákalli sínu til
hans. En hvernig mátti það
verða? Þá urðu ísraelsmenn að
koma til fjallsins helga fram
fyrir auglit hans og hylla hann
sem konung sinn og guð sinn.
Var þess nokkur kostur? Myndu
fáar þúsundir ánauðugra kvað-
armanna geta losnað svo úr
járngreipum Egipta? Fyrir
manna sjónum var engin von til
þess. En samúð Móse með
bræðrum hans hefir verið of
sterk til þess, að hann gæti varp-
að frá sér hugsuninni um frelsi
og sjálfstæði þeim til handa.
Hann hefir heyrt í anda stíga
upp frá þeim neyðaróp og
storminn bera það austur yfir
eyðimörkina. Og í hjartanu
hefir hann heyrt aðra rödd, sem
hefir orðið skýrari dag frá degi:
Þú: flóttamaðurinn, átt að snúa
aftur til Egiptalands og leiða
Israel til samfunda við Jahve
og sáttmálsgjörðar. Það var
önnur fjarstæðan jafn fráleit
hinni. En þegar þar kom fyrir
Móse, að hann skildi, að þetta
var rödd Jahve og að Jahve
tæki ennþá miklu sárar en sjálf-
an hann til lýðs síns á Egipta-
landi, þá var ekki lengur nema
um eitt að velja fyrir hann: Að
hlýða og trúa.
II.
Á Egiptalandi var boðskap
Móse vel tekið af Hebreum.
Þeir höfðu að vísu verið fjöl-
gyðistrúar fram til þessa, eins
og Forn-Semítar voru yfirleitt,
og orðið fyrir áhrifum af trú
Egipta. En þeim hefir verið
ljúft að heyra sagt frá hinum
mikla guði Jahve, sem vildi vera
guð þeirra og konungur og
vernda þá, og þeir hafa vonað,
að hann væri máttugri en guð-
ir Egiptalands. Þeim hefir því
ekki verið fjarri skapi að hlýðn-
ast orðum þeim, sem Móse mælti
í nafni Jahve: “Sérhver yðar
varpi burt. þeim viðurstygðum,
er þér hafið fyrir augum, og
saurgið yður ei á skurðgoðum
Egiptalands, eg er Jahve guð
yðar.” En trúarrökin hafa þó
trauðla staðið dýpst hjá þeim,
heldur frelsislöngunin, þráin til
þess að fara með hjarðir sínar
um heiðalöndin víðu, eins og
forfeður þeirra höfðu gjört kyn-
slóð eftir kynslóð frá ómunatíð.
Að þeirri þrá hefir Móse hlúð
sem bezt — glætt neistann og
blásið hann út í bjartan loga.
Hitt var þrautin þyngri að fá
orlof hjá Faraó fyrir hinn á-
nauðuga lýð til þess að fara út
á eyðimörkina og halda þar há-
tíð guði sínum. En þar kom.
að leyfið fékst.
Israelsmenn lögðu af stað,
með tjöld sín og farartæki og
fórnardýr, karlar, konur og
börn. Þeir hafa verið miklu
færri en lengst af hefir verið
talið og ekki nema nokkurar
kynkvíslir eins og Efraím, Man-
asse, Benjamín, Leví og Júda.
Aðrar kynkvíslir ísraels voru þá
þegar búsettar í Kanaanlandi,
eftir því sem sannast hefir af
fornleifarannsóknum ekki alls
fyrir löngu. Sjaldan eða aldrei
hefir verið lagt af meiri dirfsku
í leiðangur. Hver sem vill getur
auðvitað kallað það fífldirfsku
af leiðtoganum og fyrirhyggju-
leysi, en réttara er að nefna
það óbifanlegt trúartraust og
þrek. Þrautanna og hættnanna
var ekki heldur lengi að bíða.
Þegar flokkujjinn var kominn
austur að Rauðahafi, sá jóreyk
þyrlast upp í vestri og færast
óðum nær. Það voru Egiptar á
hestum og vögnum að sækja
strokulýðinn. Dauðinn var á
hælum þeim eða þrældómur
dauða verri. Hvar var nú
hjálpar að vænta fyrir hópinn
vegmóða og hnípna? Hann
hefir grátið og kveinað af
hræðslu og sárum kvíða, en
Móse hrópaði á hjálp Jahve og
félst hvergi hugur. Nú fef
þrennum sögnum í heimildun-
um um atburð þann, er við tók,
en öllum ber þeim að lokum
saman um úrslitin. Elzta frá-
sögnin og hin réttasta er á
þessa leið:
“Og skýstólpinn, sem var fyr-
ir framan þá, færðist og stóð að
baki þeim; og var skýið myrkt
annarsvegar, en annarsvegar
lýsti það upp nóttina. Og Jahve
lét hvassan austanvind blása
alla nóttina og bægja sjónum
burt og gjörði hafið að þurlendi.
En á morgunvökunni leit Jahve
yfir lið Egipta í elds og ský-
stólpanum, og sló felmti í lið
Egipta, og hann lét vagna þeirra
ganga af hjólunum, svo að þeim
sóttist leiðin erfiðlega. Þá sögðu
Egiptar: Flýjum fyrir ísrael,
því að Jahve berst með þeim
móti Egiptum. Og sjórinn féll
aftur undir morguninn í farveg
sinn, en Egiptar flýðu beint í
móti aðfallinu, og keyrði Jahve
þá mitt í hafið. Ekki nokkur
einn þeirra komst lífs af.
Þannig frelsaði Jahve ísrael á
þeim degi undan valdi Egipta,
og Israel sá Egipta liggja dauða
á sjávarströndinni.”
Frásögnin er í samræmi við
hendingar, sem ortar voru þeg-
ar eftir atburðinn og systir
Móse og aðrar konur sungu með
bumbum og dansi:
“Lofsyngið Jahve, því að
hann hefir sig dýrlegan gjört,
hestum og riddurum stevpti
hann í hafið.”
Bak við þessar heimildir má
eygja atburðinn eins og hann
hefir gjörst. Eldstólpinn og
skýstólpinn og aðfallið, sem
keyrir Egipta mitt í hafið,
benda skýrt á eldgos og land-
skjálfta. Þegar hættan var
mest, titraði jörðin. Hafið svall
og gekk á land. Egiptar ærð-
ust og æddu beint á móti flóð-
bylgjunni og fórust allir. En
Israelsmönnum, sem komist
höfðu lengra um útfallið, var
borgið. /
Við þennan atburð hefir Móse
vísast ekki orðið ósvipað innan
brjósts og eldmessuklerkinum
íslenzka 3000 árum síðar, er
hann leiddi söfnuð sinn til þess
að skoða, hvernig Drottinn
hefði bænheyrt þá og stöðvað
rauðar blossamóður, “sem sjá-
anlegt yrði til heimsenda, ef
þar yrði ei á önnur umbreyt-
ing.” Hvílíkur hlaut sá guð að
vera, er vann slíkt hjálpræðis-
verk og hafið hlýddi. Það var
guð staðarins, guð Hórebs. Hann
var í skýmekkinum, sem var
eins og reykur á daginn en eld-
strókur á nóttum. Hann hafði
jörð, sæ og himin í hendi sér.
Og Móse hefir boðað lýðnum
með öllum sínum spámanns-
þrótti, að Jahve hafi með krafta-
verkinu kjörið Israel að eignar-
þjóð sinni, svo mikil væri gæzka
hans, og hann myndi leiða hóp-
inn sinn yfir allar torfærur
eyðimerkurinnar. En þá yrði
lýðurinn aftur á móti að kjósa
hann fyrir Guð sinn og kon-
ung og hlýða honum alveg
skilyrðislaust.
I augum Israelsmanna var
þetta einnig svo undursamlega
dýrlegt og voldugt kraftaverk,
að það gat aldrei gleymst. Þótt
árin liðu og öld af öld, þá litu
kynslóðirnar altaf til þess aftur
og aftur og töldu það sönnun-
ina fyrir kærleika Jahve til
*þeirra. Djúp trúarhrifning fór
eldi um hugina og varð móðir
trúarinnar nýju, sem Móse bauð.
Hún opnaði hjörtun fyrir Jahve,
en varp fyrri goðum “fyrir
moldvörpur og leðurblökur,”
eins og Jesaja komst seinna að
orði. Menn vildu ^Jcki þjóna í
senn þeim og Jahve. Þeir vildu,
eins og Hebreum er yfirleitt
eðlilegt og tamt, gefa sig alger-
lega á vald hinu nýja og ó-
kunna, sem þeir voru orðnir
gagnteknir af. Jahve skyldi
eiga hjörtu þeirra óskift, hvað
sem við myndi taka.
Á þessum mikla degi árið 1260
varð ísrael til sem þjóð.
(Framhald)
Bœtið úr skák!
Eflir S. Baldvinsson.
Þó norræna málið, sem við ís-
lendingar mælum og ritum, sé
viðurkent að vera auðugt að
fögrum og skýrum nafnorðum
og lýsingarorðum, sem allatíð er
verið að auðga og endurbæta,
eru nokkur orð notuð mjög af-
bökuð. Og af því eg elska svo
mjög norræna málið, vil eg gera
hér uppástungu, að málfræðing-
arnir íslenzku taki til íhugun-
ar og breyti meðferðinni á orð-
inu “á” það er einnig notað sem
nafn á kvenkyns sauðkind. Þá
er það einnig notað sem nafn á
forfeðrum okkar. “Þú áa vorra
yngsta land,” — svo mér finst
á-ið vera misbrúkað á þennan
hátt.
Til að mynda að segja: Eg á
eina'á; hann seldi eina á, og um
elfuna: eg fór yfir á, hann
druknaði í á — þykir mér svo
óviðfeldið, að óþarfi er að una
því lengur. En af því eg hefi
hreyft þessu máli, vil eg einnig
gefa álit mitt á breytingu á
meðferð ásins, og kalla allar ár
elfur, en lygn vatnsföll “fljót.”
Allar ær vil eg nefna ásauði
eins og til forna, en um forfeðra
nafnið “áa” er eg alveg ráðalaus
með að endurskýra.
Þú er nú nafnið á vikudögun-
um, sem vel má breyta til batn-
aðar; það er búið í mörghundr-
uð ár að nefna og rita mánadag-
inn “mánudag” og fimtadaginn
“fimtuda;g”, sem hvorttveggja
er rangt, og ætti ^að breytast
strax. T. a. m. “Lögberg” er
gefið út fimtadag í hverri viku,
TIL ÞESS AÐ TRYGGJA
YÐUR SKJÓTA
AFGREIÐSLU
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
PHONE
34 555 - 34557
SARGENT and AGNES
TRIJMP JWÍ
ST. JAMES
Phone 61 111
og sólardagur og mánadagur
eru fyrstu dagar í hverri viku.
Ýmsar fleiri breytingar þarf að
gjöra, og bætur, á málinu okkar
fagra og málfræðingarnir eiga
að annast um það, en við al-
þýðumenn getum aðeins bent á
nokkur atriði, sem oss finst ó-
viðfeldin í málinu, og læt eg
því hér staðar numið að sinni.
Líneik systir, Laufey grætur,
bættu borðann betur ef þér
lætur.
Business and Professional Cards
Gilhuly’s Drug Store THE REXALL STORE J. W. MORRISON & CO. General Hardurare
Lyfjasérfrœðingar MÁL og OLlUR
SELKIRK, MAN. “Sé >að harðvara, höfum við hana”
Sími 100 Nætursfmi 25 SÍMI 27 0 — SELKIRK, MAN.
SINCLAIR’S TEA ROOMS
Staðurinn par sem allit vinir
mœtast.
\ SELKIRK, MAN.
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
•
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
E. G. EIRIKSSON
Lyfsali
CAVALIER, N. DAKOTA.
Sfmi 24
VICTORY BOWLING
FIVE and TEN PINS
•
SimiS 206 til þess aS
tryggja aSgang
•
SELKIRK, MANITOBA
SELKIRK LUMBER
Company
Verzla með
HúsaviO og allar tegundir af
byggingarefni
KostnaSaráætlanir veittar ókeypis
Sími 254 P.O. Box 362
SELKIRK, MAN.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
Phone 26 821
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
tslenzkur lyfsali
Fólk getur pantað meðul og
annaS með pósti.
Fljót afgreiðsla.
Thorvaldson &
Eggertson
Lögfrœðingar
300 NANTON BLDG.
Talsimi 97 024
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
•
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 12 4
Home Telephone 27 702
Peningar til útláns
Sölusamningar keyptir.
BújarSir til sölu.
INTERNATIONAL LOAN
COMPANY
304 TRUST & LOAN BLDG.
Winnipeg
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office timar 3-4.30
•
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
Legsleinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
Skrifið eftir verðskrá
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Simi 22 296
Heimili: 108 Chataway
Sími 61 023
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-sími 23 703
Heimilissimi 46 341
Sérfrœðingur í öllu, er að
húðsjúkdómum lýtur
Viðtalstfmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h.
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
•
pœgilegur og rólegur bústaður
i miðbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yfir
Ágætar máltfðir 40c—60c
Free Parking for Guests
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlasknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkisWir og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsími 86 607
Heimilis talsfmi 601 562
DR. ROBERT BLACK
SCrfræðingur f eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusími 22 2 51
Heimilissfmi 401 991
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Belnt suður af Banning)
Talsfmi 30 877
•
Viðtalstfmi 3—5 e. h.
H. A. BERGMAN, K.C.
íslenzkur lögfrœðingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 165«
Phones 95 052 og 39 043
Office Phone Res. Phone
87 293 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment