Lögberg - 27.08.1942, Side 1
PHONES 86 311
Seven Lines
Áot
ters
atl For Beller
Cot- **■ Dry Cleaning
and Laundry
PHONES 86 311
Seven Lines
• \ \ Á^'VC<
Cot- and
Saiisfaciion
$öt'
55. ARGANGUR
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1942
NÚMER 35
Bretar og Canadamenn
ráðast inn á Frakkland
Þann 18. þ. m., gerði útvarpið
í London það lýðum ljóst, að
snemmendis þá um morguninn,
hefði allmikill liðsafli brezkra
og canadiskra hermanna ráðist
inn á Frakkland í grend við
Dieppe, og hafið þar raunveru-
legt leifturstríð gegn varnar-
virkjum Þjóðverja. 1 innrás
þessari tóku þátt fjöldi her-
manna úr vesturlandinu, þar á
meðal álitlegUr hópur frá Mani-
toba; höfðu innrásarsveitir þess-
ar með sér allmargt léttra skrið-
dreka, auk annars margháttaðs
vopnabúnaðar; hve mannmargur
sá her var, er í innrásinni tók
þátt, er eigi vitað, þó ráða megi
af slysalistum þeim, sem þegar
eru við hendi, að um allmikinn
herstyrk hafi verði að ræða;
hvorirtveggja aðiljar viður-
kenna, að mannfall hafi orðið
næsta tilfinnanlegt á báðar hlið-
ar. En þrátt fyrir hið tiltölu-
lega mikla manntjón á þeim
níu klukkustundum, sem innrás-
in stóð yfir, ber brezkum hern-
aðarvöldum saman um það, að
vegna mikilvægra upplýsinga,
er þau fengu viðvíkjandi vörn-
um Þjóðverja á vesturströnd
Frakklands, sem komið geti að
ómetanlegu gagni þegar innrás
fyrir úrslitaorustu hefst, verði
ekki annað réttilega sagt, en að
tilraun þessi hafi borgað sig.
Langmest bar á Canada-mönn-
um í atrennu þessari, og er hug-
prýði þeirra rómuð mjög at’
þeim öllum, er látið hafa uppi
álit sitt um leiðangurinn.
Borgin, þar sem Canadamenn
og Bretar settu lið á land, var
svo að segja jöfnuð við jörðu,
auk þess sem fallbyssuvígi og
útvarpsstöðvar voru á mörgum
stöðum sprengd til agna.
fluggarpur hefir þegar aukið á
hróður þjóðstofns vors í landi
hér með afrekum sínum og því
trausti, sem hann hefir aflað
sér; er það ósk vor landa hans,
að gæfa og gjörvileiki1 megi
framvegis haldast í hendur í
hinu mikilvæga starfi hans og
að íslenzkir hollvættir standi
vörð um hann. Aldrei hefir
oss verið meiri þörf hraustra
drengja.
Richard Beck.
Vestur-íslenzkur
fluggarpur
Eiríkur Magnússon
Það er heilbrigðum þjóðar-
metnaði vorum byr í seglin að
fylgjast með ferli og starfi
þeirra manna af íslenzkum upp-
runa vestan hafs, sem með af-
rekum sínum varpa ljóma á
íslendingsheitið. Því er það
einnig hin ágætasta þjóðrafekni
að halda á lofti nöfnum þeirra,
sem þannig gera garð vorn
frægan með manndómi sínum,
á hvaða sviði sem starfsemi
þeirra er, ekki sízt, ef hún stend-
ur í beinu sambandi við frelsis-
stríð það hið mikla, sem nú er
háð í heiminum.
Glæsilegur fulltrúi vor á
þeim vettvangi er fluggarpur-
inn Eiríkur Magnússon, en
Bandaríkjablöð skýrðu nýlega
frá því, að honum hefði verið
falið það hlutverk að verða
einka flugvélastjóri (official
pilot) ameríska sendiráðsins í
Lundúnum, og fellur honum því
í hlut að ferja hina æðstu
valdamenn Bandaríkjastjórnar í
Englandi loftleiðis milli Bret-
lands og Bandaríkjanna. Er þar
um svo ábyrgðarmikið starf að
ræða, að það liggur í augum
uppi, að eigi myndi nema völd-
um manni og þaulreyndum feng-
ið það í hendur. Enda á Eiríkur
sér að baki fulla 10 ára reynslu
sem flugmaður, og langt er síð-
an, að hann var kominn í allra-
fremstu röð amerískra flug-
manna, að dómi þeirra, sem þeim
hlutum eru kunnugastir. Und-
anfarin tvö ár hafði hann verið
flugkennari í sjóliði Bandaríkj-
anna, en honum leiddist þófið
°g fór þess á leit, að honum
yrði fengið starf, er stæði í
beinna sambandi við sjálfa
stríðssóknina. Var honum þá
falið trúnaðarstarf það, er að
framan greinir.
Eiríkur Magnússon ber nafn,
sem víðfrægt er og bjart er um
í minni hinna eldri Islendinga,
og reyndin hefir sýnt, að hann
er vel að því kominn. Hann er
elzti sonur þeirra merkishjón-
anna Magnúsar og Ásthildar
Magnússon í Virginia-borg í
Minnesota. Er Magnús, svo sem
kunnugt er, bróðursonur Eiríks
meistara Magnússonar í Cam-
bridge og ólst upp hjá frænda
sínum; hann er maður prýðilega
megtaður og fjölhæfur, og var
fyrrum árum saman prófessor í
norrænum fræðum í Gustavus
Adolphus College í St. Peter,
Minnesota, en hefir nú um langt
skeið verið skrifstofustjóri hjá
meiriháttar námufélagi í Vir-
ginia. Kona hans er Ásthildur
Grímsdóttir Jónssonar, kennara
á ísafirði, gáfuð myndar- og
ágætiskona, eins og hún á kyn
til.
Góðar ættir standa því að
Eiríki flugmanni, og hann hefir
þá líka sýnt það með mörgum
hætti, að hann er enginn ættleri
og ber með sóma nafn afabróð-
ur síns, hins mikilhæfa lærdóms-
og athafnamanns og íslandsvin-
ar. Prýðilega gekk Eiríki skóla-
nám sitt, en athafnasamara líf
og æfintýraríkara var honum
þó betur að skapi en skólasetan;
gekk hann, að fengnu leyfi for-
eldra sinna, í sjóher Bandaríkj-
anna 17 ára gamall. Lauk hann
þar þjónustutíma sínum er hann
var 21 árs að aldri og gekk þá í
flugdeild sjóhersins. Eru gerð-
ar hinar hörðustu kröfur til
þeirra manna, sem slíkt flug-
nám stunda, bæði um líkamlegt
og andlegt atgjörvi, en Eiríkur
bar þar hinn glæsilegasta sigur
frá borði og hefir síðan aflað
sér vaxandi frægðar og trausts
í flugmenskunni.
Eins og mynd sú, er fylgir
grein þessari, gefur í skyn, er
hann hinn mannvænlegasti mað-
ur að ásýndum, bæði vel á sig
kominn að vexti og mikill að
vallarsýn, rúm sex fet á hæð, og
sterkur að sama skapi. Myndin
ber það einnig með sér, eins og
vænta mátti, að hann hefir hlot-
ið heiðursmerki fyrir flug-
frækni og framgöngu sína, og
liðsforingi er hann að tign
(Chief Petty Officer).
Eiríkur er kvæntur, og eiga
þau hjón tvö börn, stúlku og
dreng.
Þessi ágæti vestur-íslenzki
Japanir hefja gagnsókn
Eins og vitað er, komu Banda-
ríkin nokkuru liði á land á
Solomoneyjum fyrir eitthvað
tíu dögum; náðu hermenn þess-
ir þar fastri fótvissu, og gerðu
Japönum þar hinn mesta ó-
skundá; hvað ofan í annað
reyndu Japanir að lenda þarna
nýjum liðsauka, en alt kom fyrir
ekki, og töpuðu þeir í þessum
lendingartilraunum sínum mörg-
um ‘ flutningaskipum og þó
nokkrum smærri herskipum,
auk þess sem flugvélatap þeirra
varð harla tilfinnanlegt; nú
hafa þeir, að sögn, hafið gagn-
sókn gegn amerískum liðssveit-
um á eyjum þessum, og er þess
getið til, að umfangsmikil sjó-
orusta muni vera í aðsigi á
þessum stöðvum. óljósar fregn-
ir af þessari gagnsókn Japana
gefa til kynna, að sveitir Banda-
ríkjanna hafi yfirhöndina.
Otskrifast í
hjúkrunarfræði
Ráðist á íslenzkan
togara
Símað er frá Reykjavík
þriðjudagsmorguninn, að daginn
áður hafi þýzk sprengjuflugvél
ráðist á íslenzkan togara í nám-
unda við norðvesturströnd Is-
lands; það fylgir sögu, að árás-
irnar hafi verið tvær, og að einn
háseti hafi látið líf sitt.
Miss Florence Johnson
Þessi efnilega íslenzka stúlka,
er dóttir þeirra Mr. og Mrs.
H. B. Johnson, er um eitt skeið
áttu heima í Wynyard, Sask.,
og þar er hún fædd þann 16.
ágúst, 1917. Faðir hennar var
yngsti sonur Brynjólfs heitins
Johnson, er lengi bjó í Wyn-
yard, en móðir, Margrét, ættuð
úr Reykjavík.
Undirbúningsmentun s í n a
hlaut Florence í Saskatchewan
og British Columbia, en útskrif-
aðist í vor sem leið í hjúkrunar-
a fræði frá Royal Jubilee Hospital um
í Victoria, B.C., með hinum á-
gætasta vitnisburði; skaraði hún
svo fram úr við nám sitt, að
henni hlotnuðust margskonar
námsverðlaun. Nú sem stendur
starfar Miss Johnson við West
Coast General Hospital í Port
Alberni.
Árás á höfuðborg
Finnlands
Síðastl. mánudagsnótt, gerðu
rússneskar orustuflugvélar ítrek-
aðar árásir á Helsinki, höfuð •
borg Finnlands, þrátt fyrir eld
óg eimyrju frá finskum loft-
varnabyssum; um árangur þess-
ara árása, er enn eigi vitað, þó
líklegt þyki, að nokkurt tjón
hafi hlotist af.
Kominn heim
Churchill forsætisráðherra, er
nýkominn heim af ráðstefnu við
Josef Stalin og erindreka sam-
einuðu þjóðanna í Moskva. Mr.
Churchill ferðaðist flugleiðis, og
var í bezta skapi, er heim kom;
á leiðinni heim kom Mr.
Churchill við í Cairo, og sat þar
fund með yfirmönnum brezka
hersins, sem nú heldur uppi
vörn í Egyptalandi. Mr.
Churchill fullvissaði stjórnar-
völd Egyptalands um það, að
brezka stjórnin væri engu síður
staðráðin í því, að berjast til
þrautar fyrir sjálfstæði Egypta-
lands, en Englands og brezku
eyjanna yfir höfuð. Ekki kvaðst
Mr. Churchill finna til minstu
þreytu eftir ferðalagið.
ÞJÓÐVERJAR VINNA Á
í RÚSSLANDI
Eins og sakir standa, er við-
horfið í Rússlandi næsta ískyggi-
legt. Þjóðverjar brjóta sér enn
braut um Kákasusfjöll, auk þess
sem síðustu fregnir herma, að
herskarar þeirra sé nú innan
við tuttugu og fimm mílur frá
Stalingrad.
KREFST BETRI
MEÐFERÐAR
Pius páfi hefir sent Pierre
Laval, forsætisráðherra Frakka,
áskorun þess efnis, að hann beiti
sér fyrir því, að beitt verði
mannúðlegri meðferð gegn Gyð-
ingum á Frakklandi, en fram
að þessu hefir gengist við.
Vlikið um dýrðir í
Vlikley
Á laugardaginn þann 15. þ. m,.
var í raun og sannleika mikið
um dýrðir í Mikley; þann dag
heimsótti eyna sveitarráð Bif-
rastar undir forustu oddvita
síns, Snæbjarnar Johnson, til
þess að halda þar fund, því eins
og vitað er, skoðast Mikley sem
ein kjördeild í Bifrastar-héraði;
sátu fundinn margir úr hópi
skattgreiðenda á eynni.
Um kveldið var haldið hátíð-
legt, að viðstöddum miklum
mannfjölda, silfurbrúðkaup
þeirra merkishjónanna Mr. og
Mrs. S. W. Sigurgeirsson, eða
þeirra Geira og Kristbjargar,
eins og vinir þeirra og sam-
ferðamenn jafnan kalla þau.
Veizlan fór fram í samkomu-
húsi bygðarbúa, er var fagur-
lega skreytt blómum.
Veizlustjórn hafði með hönd-
um Jónas skáld Stefánsson frá
Kaldbak. Fyrir minni silfurbrúð-
arinnar mælti systir silfurbrúð-
gumans, Mrs. Einar P. Jónsson,
en fyrir minni silfurbrúðgum-
ans, Valentínus Valgarðsson
skólastjóri frá Moose Jaw.
Frú Sigþóra Tómasson mælti
fagurlega til silfurbrúðarinnar
fyrir hönd kvenfélagsins Undina,
og þakkaði henni nytsamt og
óeigingjarnt starf. S. V. Sigurðs-
son frá Riverton, nákominn vin-
ur silfurbrúðgumans, flutti
ræðu, um leið og hann afhenti
heiðursgestum vandaða klukku
að gjöf fré Sigurðsson Fisheries,
Limited. Frá samferðamönn-
um á eynni, voru -silfurbrúð-
hjónin sæmd forkunnar fagurri
silfursamstæðu, auk þess sem
börn þeirra sæmdu þau gjöfum,
er Willie sonur þeirra afhenti
með hlýjum þakklætisorðum.
Einar P. Jónsson, ritstjóri,
þakkaði silfurbrúðhjónunum
ljúfa viðkynning, um leið og
hann árnaði íslenzka mannfé-
laginu á Mikley framtíðarheilla.
Á milli þess, sem fram fór í
ræðuformi, var skemt
Hertoginn af Kent ferst
í flugslysi á leið
til íslands
Sá sorglegi atburður skeði á
þriðjudaginn, að hertoginn af
Kent, yngsti bróðir Georgs
Bretakonungs, lézt í flugslysi
yfir norðurhluta Skotlands, er
hann ásamt föruneyti sínu, 14
alls, var á leið til íslands í her-
þjónustu erindum; með honum
lét líf sitt öll áhöfn flugskips-
ins; hann var viðmótsþíður
maður, og vinsæll af allri al-
þýðu. Hertoginn af Kent var
39 ára að aldri; hann var kvænt-
ur Marinu bróðurdóttur Georgs
Grikkjakonungs; þau áttu þrjú
börn.
Ungur efnismaður
látinn
Ánœgjuleg
samverustund
Síðastliðinn sunnudag komu
saman milli tuttugu og þrjátíu
manns á heimili þeirra Mr. og
Mrs. Sveinbjörn Valgarðsson á
Gimli, til heiðurs við þau Mr.
og Mrs. Ketill Valgarðsson, sem
tiltölulega eru nýlega gift; voru
það börn Ketils, þau Sveinbjörn,
Valentínus og Kristín, er frum-
kvæði áttu að mannfagnaði
þessum, ásamt öðrum nákomn-
um vinum og samferðamönnum.
Sonur Ketils, Valentínus
skólastjóri frá Moose Jaw, á-
varpaði foreldra sína fyrir syst-
kinanna hönd, og afhenti þeim
forkunnar , vandað viðtæki
(radio) að gjöf. Þau Mr. og Mrs.
Ketill Valgarðsson, þökkuðu
hvort um sig gjöfina, og þá vel-
vild, er samkvæmið bæri vott
um í garð þeirra hjóna.
Ketill er víðkunnur athafna-
maður meðal Vestur-Islendinga,
ern vel þrátt fyrir nokkuð háan
aldur, og er hið sama um konu
hans, frú Steinunni að segja.
Ríkmannlegur veizlukostur
var framreiddur, svo sem títt
er meðal Islendinga; voru gestir
allir í hátíðaskapi, og skemtu
sér hið bezta.
söngvum að íslenzkum sið. Ein
söng söng ungur sonur silfur-
brúðhjónanna, Jón, en tvísöng
þau Kristín og Brynjólfur Sigur-
geirsson, bæði á unglingsaldri;
þá skemti og með einsöng ung-
frú Margrét Helgason, og luku
allir upp einum munni um það,
hvert ánægjuefni það hefði ver-
ið, að hlusta á raddir æskunnar
í þessum vingjarnlega og eftir-
minnilega mannfagnaði. Mikley
hefir alla jafna átt, og á enn,
yfir óvenju góðum söngkröftum
að ,ráða. Ungfrú Sigurbjörg
Stefánsson hafði forustu um
söng, og aðstoðaði einsnögvar-
ana með píanóleik.
Veizlukostur var hinn bezti,
og áður en borðum var hrund-
ið, þökkuðu silfurbrúðhjónin
þann heiður og þá velvild, er
þeim og börnum sínum væri
sýnd með þessu virðulega sam-
sæti, og hinum verðmætu og
fögru gjöfum.
Þau Geiri og Kristbjörg njóta
almanna lofs fyrir dugnað, fyr-
irhyggju og djúpstæða vinfestu;
þau eiga fjögur börn, hvert öðru
mannvænlegra.
Eins og að líkum ræður, var
dans stiginn þar til liðið var á
nótt, og munu allir þeir, er
veizluna sátu, hafa að henni
lokinni, horfið til híbýla sinna
með ljúfar endurminningar um
ógleymanlega samverustund.
Thorburn Ingaldson
Síðastliðinn laugardag lézt á
Almenna sjúkrahúsinu hér í
borginni, Thorburn Ingaldson,
skólakennari, 24 ára að aldri,
mætur maður og efnilegur, eins
og hann átti kyn til; upp á síð-
kastið, meðan heilsa leyfði,
veitti hann tilsögn við flug-
æfingaskólann að Virden hér í
fylkinu.
Thorburn var sonur Ingimars
Ingaldsonar, fyrrum þingmanns
Gimli kjördæmis, og eftirlif-
me^ andi ekkju hans, Violet Krist-
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRÁM YÐAR
jánu Paulson, dóttur þeirra Mr.
og Mrs. Kristján Paulson á
Gimli; barnaskólanám stundaði
Thorburn heitinn í Norwood, en
miðskólanám við Jóns Bjarna-
sonar skóla; hann útskrifaðist
af kennaraskólanum í Winni-
peg með ágætum vitnisburði,
og kendi eftir það að Birtle, og
við Queen Elizabeth skólann í
Norwood; hinn látni ungi mað-
ur, var meðlimur Fyrsta lút-
erska safnaðar, og þótti í hví-
vetna hinn skylduræknasti um
störf sín.
Auk móður sinnar, lifa Thor-
burn þrír bræður, Christian,
búsettur í St. James; Tryggvi í
þjónustu R.C.N., og Gordon, í
þjónustu Canadian Armored
Corps; einnig tvær systur, Mrs.
C. Scrymgour og Andrea, báðar
til heimilis í Winnipeg. Afi og
amma Thorburns í móðurætt,
þau Mr. og Mrs. Kristján Paul-
son, eru búsett á Gimli, en
amma hans í föðurætt, Mrs.
Hólmfríður Ingjaldson, er bú-
sett í grend við Árborg.
Útför Thorburns fór fram frá
Fyrstu lútersku kirkju á þriðju-
daginn, að viðstöddu afar miklu
fjölmenni. Séra Valdimar J.
Eylands jarðsöng. Mrs. Lincoln
Johnson sörig við kveðjuathöfn-
ina “A Christians Good Night.”
Báðir söngflokkar Fyrsta lút-
erska safnaðar önnuðust um
sálmasönginn.
Lögberg vottar móður hins
látna ungmennis, systkinum og
öðru sifjaliði, djúpa hluttekn-
ingu í sorginni.