Lögberg - 27.08.1942, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1942
------------lösbers----------------------
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Ógilt og einskis nýtt
plagg
Það er sjaldnast vinsælt verk, að ýfa við
kaununum, og svifta yfirskynsgrímunni aí
ásjónu samtíðarmanna sinna; þetta verður þó
að gerast, hvort sem einum líkar betur eða ver.
Þegar Munich-sáttmálanum sæia var
hrundið af stokkum fyrir atbeina þáverandi
íorsætisráðherra Breta, Neville Chamberlains,
og tékkneska lýðveldið afkvistað, fór ýmsum
ekki að lítast sem bezt á blikuna; þóttust þeir
menn, er þannig var ástatt með, sjá í þessu
forboða vaxandi vandræða, er óumflýjanlega
hlyti að enda með fáránlegu blóðbaði eins og
nú er, illu heilli, komið á daginn.
Lögberg mótmælti Munich-sáttmálanum
þegar í stað, og bygði afstöðu sína á því, að
orðheldni Adolf Hitlers hefði jafnan þótt var-
hugaverð, auk þess sem sýnt væri, að rofin
yrði úr hinni hörðustu átt sáttmálahelgi á
tékknesku þjóðinni, er koma mundi formæl-
endum “hápressunnar,” þó í nafni friðarins
ætti að vera gerð, óvægilega síðar í koll, og
slíks varð heldur ekki langt að bíða.
Ritstjóri Lögbergs átti um hríð ekki upp á
pallborðið hjá ýmsum vinum sínum og sam-
ferðamönnum, fyrir að dirfast að halda því
fram, að ekki væri alt með feldu um Munich-
sáttmálann; að á Hitler mundi sannast mál-
tækið gamla: “Gefðu djöflinum litla fingur-
inn, og þá tekur hann alla hendina”; að jafn-
skjótt og hann fengi nokkurn hluta af tékk-
neska ríkinu, mundi hann fljótlega gleypa af-
ganginn án þess að láta sér verða bumbult af.
Eina þjóðin, sem veita vildi Tékkum að málum
með vopnum, var rússneska þjóðin, þó engu
fengi hún um þokað í svipinn vegna ákafa Mr.
Chamberlains; og síðasta smiðshöggið, eins og
nú er vitað, var rekið á að næturlagi, er stjórn
Tékka var skilyrðislaust skipað fyrir að undir-
skrifa afkvistunina — sinn eiginn dauðadóm,
og kyssa þakklátlega á vöndinn.
Mr. Chamberlain fullvissaði brezka veldið
um það, eða að minsta kosti gerði til þess ýtra
tilraun, að með undirskrift Munich-sáttmálans,
væri Norðurálfunni “trygður friður á vorum
tímum”; vitaskuld tóku ýmsir staðhæfingu
hans trúanlega, þó hinir væri fleiri, er eins og
Tómás forðum daga, efuðust alvarlega um
efndirnar. Og nú hefir Munich-sáttmálanum
verið hent í ruslakörfuna eins og ógildu og
einsksiverðu plaggi; og til þess að ausa þetta
fágæta “dókument” moldu, var valinn hvorki
meira né minna, en sjálfur utanríkisráðherra
Churchill-stjórnarinnar, og fór athöfnin fram
í neðri málstofu brezka þingsins; á þessu fór
vel, því þeir báðir, Anthony Eden og Churchill,
töldu Munich-sáttmálann frá upphafi vega
stórháskalegt plagg, er hafa mundi í för með
sér hin ægilegustu eftirköst.
Mr. Chamberlain hét oss “friði á vorum
tímum,” en nú höfum vér, “á vorum tímum,”
fengið þann hrikalegasta ófrið, sem sögur fara
af.
Brazilía bætist í hópinn
Til þess að svala æði sínu á einum sak-
leysingjanum enn, tóku þeir Hitler og Musso-
lini sér það fyrir hendur, að láta vítisvélar
sínar sökkva fyrir Brazilíumönnum einu kaup-
skipinu af öðru, ásamt skipi einu allmiklu, er.
innanborðs hafði fjölda braziliskra hermanna;
sex skipum hefir, svo vitað sé, verið sökt fyrir
þessari þjóð, sem fram að þessu var hlutlaus
í stríðinu, á tiltölulega fáum dögum; mælt er,
að 600 óbreyttir Brazilíuhermenn, ásamt 169
liðsforingjum, hafi látið líf sitt af völdum þessa
óvinafagnaðar. Eins og nærri má geta, fyltist
Brazilíuþjóðin réttlátri reiði yfir þessum sví-
virðilegu tiltektum möndulveldanna, og krafð-
ist þess, að stjórnin segði þeim umsvifalaust
stríð á hendur; nú hefir þetta komið til fram-
kvæmda. Landrými í Brazilíu svipar til stærð-
ar Canada, en fólkstalan nemur yfir 45 miljón-
um; þjóðin á yfir að ráða góðum sjóflota, auk
álitlegs loftflota; það verður því sameinuðu
þjóðunum enginn smáræðis fengur, að fá
Brazilíu í hópinn í þeirri ströngu baráttu, sem
nú er háð með það fyrir augum, að koma
djöfulæði möndulveldanna að fullu og öllu á
kné. ✓
Andlegt Stórmenni
J. T. Thorson kastar sér af alefli
út í erviðleika hermálanna.
(Þýtt úr ritinu “New World”)
Benjamin Disraeli sagði éinhverju sinni
að Sir Robert Peel hefði komið að frjálslynda
flokknum að óvörum þar sem hann hefði verið
að baða sig, tekið fötin hans og labbað burt
með þau.
Það skeði í Ottawa í júní-mánuði 1941 að
maður nokkur, Joseph Thorson að nafni, þing-
maður frá Selkirk kjördæmi, kom að frjáls-
lynda flokknum að óvörum, þar sem hann var
að baða sig, tók þar ráðherrastöðu og gekk
burt með hana. \
Þann 11. júní 1941 fékk Mr. Thorson tal-
símakall frá skrifstofu forsætisráðherrans.
Þegar þangað kom var honum tilkynt það af
Mr. King að hann ætti að vinna eið sem her-
málaráðherra. Það er erfitt að gizka á hverj-
um þetta kom mest á óvart: Mr. Thorson sjálf-
um, frjálslynda flokknum í heild sinni, þinginu
i Ottawa eða hermáladeildinni — að undan-
skildum almenningi þjóðarinnar. “Joe” virtist
eiga yfir fæstum þeirra hæfileika að ráða, sem
til þess þurfti að vera hermálaráðherra. Her-
málastörfin eru samvinnustörf; þau heimta þá
hæfileika að geta sléttað og slípað viðhorf
manna. Skyldur hermálaráðherrans eru meðal
annars þessar: Að kalla menn til herþjón-
ustu, safna sjálfboðaliði um alt landið og sjá
um að það sé æft í samvinnandi heild, sjá um
aukinn ferðamannastraum inn í landið, hafa
umsjón yfir ritfrelsi og málfrelsi, stjórna cana-
diska útvarpinu og hreyfimyndastarfi þjóðar-
innar og hafa yfirumsjón yfir hinni almennu
fræðslumáladeild. Hér sézt það glögt að ekki
er um neitt smáræðis starf að ræða.
Til þess að samþíða mismunandi einstakl-
inga og mismunandi flokka með mismunandi
eiginleikum og skoðunum var þörf á manni,
sem gæddur væri lipurð og þíðleika, væri
lokkandi og laðandi í aðferðum sínum, kynni
að haga seglum eftir vindi, væri æfður í stjórn-
kænsku og hefði gott lag á þv( að láta fólk
gera það, sem því er ógeðfelt — og láta það
bjóðast til þess eða gera það með ánægju.
“Joe” Thorson hefir engan þessara eiginleika.
Hann er vitsmunamaður, einstaklingssinni,
harðsnúinn raunveruleikamaður með flestum
einkennum Calvin Coolidge.
Samt sem áður var “Joe” Thorson gæddur
einum hæfileika, sem fáum stjórnmálamönnum
er lánaður: hann var viljugur að berjast við
erfiðleika — að leggja að sér. Honum óx ás-
megin þegar hann horfðist í augu við þrautir
og þrekraunir; hann óð í gegnum hyldýpi erfið-
leikanna upp að öxlum. Alt hans líf og öll
hans æfi hafði verið nokkurs konar geislabrot
frá hinu steinharða og stáltrausta hugviti í
landi forfeðra hans — íslandi. Hann var ekki
vinsæll maður í Sambandsþinginu (það getur
enginn orðið, sem mikið lætur til sín taka á
meðan hann er óbreyttur þingmaður.). Hann
átti fáa trúa vini; hann hafði mjög lítið póli-
tískt fylgi á flokksfundum Liberala. En svona
var það nú samt, að í þingi þar sem sæti áttu
170 Lieralar; á þingi þar sem sæti áttu aðrir
eins menn og Abbott, Slaght, Roebuck, Clax-
ton, Fraser og fleiri, sem ráðherra hæfileika
höfðu, þá var það hann sem trúað var fyrir
einni helztu og þýðingarmestu ráðherrastöðu
str(ðsmálanna — ráðherrastöðu, sem hratt hon-
um alla leið inn í hermálastjórnina.
Ottawabúar stóðu eins og steinilostnir þeg-
ar þeim barst þessi frétt. Þetta var stríðsþing
og “Joe” Thorson hafði verið stimplaður sem
einangrunarsinni. Hvað gat gamli maðurinn
(forsætisráðherrann) verið að hugsa? Að vísu
voru þeir margir, sem viðurkendu það, að King
hafði sjaldan skjátlast þegar hann valdi menn
í stjórnina. Hann hafði oftast tekið tillit til
fylkja, til þjóðernis og til trúarbragða.
Það var aðeins eitt, sem til greina kom í
sambandi við “Joe” Thorson: það var starfs-
þrek. Þar voru allir sammála; um það neitaði
honum enginn; og um það voru einnig allir
samdóma að ráðherrastöðu hermálanna fylgdi
meira erfiði, meiri áhyggjur, meiri sársauki en
nokkurri annari stöðu. Hver einasta deild, sem
þeirri stöðu tilheyrir sýður og vellur af á-
greiningi og sundurlyndi. Ef til vill hafði
forsætisráðherrann haft það í huga hversu
“Joe” Thorson tók öll mál köldum og járn-
sterkum tökum þegar hann valdi hann í þetta
embætti.
Thorson sóttist alls ekki eftir þessari stöðu;
hátindur hugsjóna hans var alt annar. Frá því
hann var svolítill hnokki var hann eldheitur
talsmaður alls þess, sem canadiskt var í anda
og sannleika; að sjá Canada rísa upp sem vold-
ugt ríki, canadisku þjóðina sem sjálfstætt og
óháð fólk, sem stæði á eigin fótum, stjórnandi
sínum eigin málum, ráðandi sínum eigin ráð-
um; biðjandi enga aðra þjóð um nokkur hlunn-
indi eða nokkra vernd — hann hafði dreymt
um þessa þjóð sterka, sjálfráða og sér nóga.
Það var þessi hugsjón hans viðvíkjandi Can-
ada, sem brauzt út oft og ósjaldan í ræðum
hans og ritum og stimplaði hann sem einangr-
unarmann. En þennan stimpil dustaði hann
af sér með góðlátlegu glotti sem
einskisvert ryk, vitandi það að
mannlegar framfarir eru ekki
miðaðar við stimpla heldur verk
og framkvæmdir.
Það sem Thorson hefir verið
kærast allra mála, eru lögin —
sérstaklega hin stjórnarfarslegu
lög. Hann hefir sökt sér djúpt
í rannsókn og lestur canadisku
sögunnar; hann var yngsti laga-
skólastjóri hér í landi, hann er
heiðursdoktor í lögum í landi
forfeðra sinna — Islandi. Hann
hugsaði sér að verða dómari og
ef hugsjónir hans rætast endar
saga hans sem háyfirdómari í
Canada. Jafnvel það að vera
meðlimur leyndarráðsins eins og'
hann er nú, finst honum ekki
stórvægilegt í samanburði við
hitt, að vera einn af lagalávörð-
um Canada.
En “Joe” Thorson elskar fleira
en lögin; hann elskar einnig
landið, en í alveg gagnstæðum
skilningi; hann er fæddur garð-
yrkjumaður. Heimili hans í
Ottawa er bygt í hrjóstrugri hlíð
en hann hefir látið hrjóstrið
blómgast. Þar sem ekkert greri,
gróf hann grafir og fylti þær
með frjómold, síðan gróðursetti
hann þar hitt og annað. Hann
hefir gert það sama að því er
líf hans snertir: Faðir hans var
íslenzkur steinsmiður, sem flutti
vestur um haf ásamt mörgum
öðrum fyrir aldamótin. “Joe”
Thorson var sannarlega ekki
fæddur með silfurskeið í munn-
inum; en hann lét sér það ekki
fyrir brjósti brenna. Skólafrægð
hans er einstök og óviðjafnan-
leg; hann fór, sigurför í gegnum
musteri mentunarinnar, brauzt
áfram með vinnuviljugum hönd-
um og fræðsluþyrstum heila.
Alt, sem hann tók sér fyrir
hendur, gerði hann afdráttar-
laust. Hann útskrifaðist frá
“Manitoba College” með hæsta
vitnisburði, sem nokkrum náms-
manni þar hefir nokkru sinni
hlotnast. Eftir að hann náði
B.A. hér hlaut hann Rhodes
verðlaunin og stundaði fram-
haldsnám við Oxford. Þegar
fyrra heimstríðið skall á lét
hann ekki námið né neitt ann-
að halda sér aftur. Hann taldi
það skyldu sína að taka þátt í
því. Hann hefir óbeit á her-
mensku og er andstæður stríð-
um. En ást hans á Canada
knúði hann til þess að svara
kalli þjóðar sinnar. Hann inn-
ritaðist í 223. herdeildina —
skandinavisku deildina.
Þegar hann kom aftur til Win-
nipeg að stríðinu loknu, var
hann stjórnandi lagaskólans í
Manitoba þangað til árið 1926;
þá gerðist hann starfandi lög-
maður. En sama ár var hann
kosinn þingmaður fyrir Suður-
Mið-Winnipeg. Þegar liberalar
töpuðu í kosningunum 1930 beið
hann ósigur. En Ottawa hafði
náð haldi á huga hans og hann
fann nýja vegi til þess að kom-
ast þangað aftur. Hann festi
auga á Selkirk kjördæminu.
Þar eru margir Úkraningar:
hann gerði sér því hægt um
hönd og lærði að skilja og tala
mál þeirra. Náði þetta svo
miklu haldi á þessu fólki að
hann hlaut mikinn hluta at-
kvæða þess og var kosinn aftur
1935. Hann hefir haldið því
sæti síðan.
Áður en Thorson fór í stríðið
kvæntist hann ungfrú Alleen B.
Scarth frá Virden í Manitoba.
Þau eiga þrjú börn: Margaret
Ellen 21 árs að aldri, Donald
17 ára og Shelagh Gail 7 ára.
Ellen fetar námsbrautina í spor
föður síns, hún er þegar B.Sc.
Thorson hefir tekið allmikinn
þátt í málum þjóðbræðra sinna
hér í landi og hefir stjórnin á
íslandi sæmt hann doktors-
nafnbót í lögum og stórkrossi
Fálkaorðunnar, Þetta skeði árið
1939, en þá bjóst hvorki stjórnin
á íslandi né Thorson sjálfur við
því að hann hlyti eina vanda-
mestu ráðherrastöðuna í Ottawa
innan tveggja ára.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
Minningarrit um
þjóðþrifastofnun
Efiir próíessor Richard Beck.
Sigurbjörn Á Gíslason:
Elli- og hjúkrunarheim-
ilið Grund 10 ára. Minn-
ingarit. Reykjavík 1940.
Fyrir nokkru síðan barst mér
ofannefnt rit frá höfundi þess,
Sigurbirni Á. Gíslasyni, cand.
theol.; er mér ljúft að vekja
athygli á því, bæði vegna hins
ágæta málefnis, sem þar er um
að ræða og þeirra mætu manna,
er þar hafa átt og eiga mestan
hlut að máli.
Elli- og hjúkrunarheimilið
Grund í Reykjavík, annað elzta
elliheimili á Islandi, á sér merki-
lega sögu að baki, og hún er hér
sögð skipulega og látlaust af
þeim manninum, sem henni er
gagnkunnugastur frá byrjun og
átti drýgstan þátt í að hrinda
stofnun þess þjóðþrifa-fyrirtæk-
is í framkvæmd, í samvinnu við
aðra fórnfúsa mannúðar- og
hugsjónamenn; enda verður
honum tíðræddara um þeirra
hlut í þeim framkvæmdum, en
sinn eigin.
Elli- og hjúkrunarheimili
þetta á rætur sínar að rekja til
líknarstarfsemi Góðtemplara í
Reykjavík, hins þarfa og þakk-
arverða “Samverja”-starfs, sem
margt af eldra fólkinu hér
vestra mun kannast við af af-
spurn, því að líknarstarf þetta
varð skjótt þjóðkunnugt. Og
sömu mennirnir, sem verið
höfðu í stjórn “Samverjans” og
stutt þar starf dyggilegast, urðu
stofnendur elliheimilisins Grund,
fyrsta elliheimilis í Reykjavík,
árið 1922, en það voru þeir: Sig-
urbjörn Á. Gíslason, Haraldur
Sigurðsson, Páll Jónsson (frá
Hjarðarholti), Flosi Sigurðsson
og Júlíus Árnason. Hafði Sigur-
björn kynt sér slík heimili og
starfrækslu þeirra erlendis.
meðal annars elliheimilinu
Betel, og er það sérstaklega á-
nægjulegt til frásagnar, að það-
an má rekja þræðina til stofn-
unar þessa hliðstæða heimilis
heima á íslandi; en bezt er að
gefa höfundi sjálfum orðið um
það atriði. Eftir að hafa lýst
kynnum sínum af dönsku elli-
heimili, farast honum þannig
orð:
“Níu árum síðar kyntist eg
öðru elliheimili. Bjó eg í næsta
húsi við það meir en mánaðar
tíma og talaði daglega við gamla
fólkið, og heyrði engar umkvart-
anir. 1 fyrsta skifti, sem eg kom
þar, sat hópur vistmanna á palli
sunnan undir húsinu.
Þegar eg spurði: “Hvað get-
ið þið sagt mér í fréttum og
hvernig líður ykkur nú hérna?”
Þá var mér svarað: “Það
hefir oft blásið kalt um okkur
um dagana, en nú erum við
komin í þessa blessuðu Paradís.”
Þetta heimili var Betel á
Gimli í Canada, elliheimilið ís-1
lenzka, sem Kirkjufélagið lút-
erska stofnaði 1915 og starfrækir
enn í dag. Forstöðukonurnar,
Miss Júlíus og Mrs. Ásdís Hin-
rikson, sáu um morgunbænir og
borðbænir daglega, og alt starfs-
fólkið virtist mér svo samtaka
um kristilega nærgætni við
gamla fólkið (er þá var um 40,
en er um 60 nú), að eg kunni
hvergi jafn vel við mig vestan
hafs eins og á Betel.
“Eg vildi að Guð gæfi, að eg
gæti hjálpað til að stofna svip-
að elliheimili á Islandi,” hugsaði
eg, er eg kvaddi Betel.”
Geta má þess einnig, að á
elliheimilinu í Reykjavík hefir
verið tekinn upp sá siður, að
kalla gamla fólkið vistmenn,
eins og gert er á Betel.
En þetta fyrsta elliheimili
Reykjavíkur, eða gamla Grund,
eins og höfundur kallar það, var
aðeins bráðabirgða-takmark
stofnendanna; aðaltakmarkið
var miklu stærra elliheimili,
sem betur svaraði vaxandi kröf-
um á því sviði; og þessu tak-
marki var náð, eftir langa og
þrautseiga baráttu, þegar reist
var hið stóra og vandaða elli-
heimili við Hringbraut, sem
einnig ber nafnið Grund, og vígt
var 28. september 1930 með
sæmandi viðhöfn og að við-
stöddu fjölmenni. En 10 ára af-
mælis þess, sem minningarrit
þetta er helgað, var minst með
virðulegum hátíðahöldum.
Hefir fjöldi fólks, karla og
kvenna, notið aðhlynningar og
friðsældar á elliheimilinu síðan
það tók til starfa; í árslok 1939
voru vistmenn 135 talsins.
Stjórnarnefndina skipa nú: Sig-
urbjörn Á. Gíslason, Flosi Sig-
urðsson, Júlíus Árnason, Frí-
mann Ólafsson og Hróbjartur
Árnason; komu hinir tveir síð-
astnefndu í stað þeirra Harald-
ar Sigurðssonar og Páls Jóns-
sonar, sem báðir eru látnir.
Hafði Haraldur verið forstjóri
heimilisins frá vígsludegi þess
til dauðadags síns (13. október
1934); að honum látnum varð
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri
heimilisins og skipar þann sess
með prýði, að dómi kunnugra.
Elli- og hjúkrunarheimilið
Grund er lifandi vottur þess,
hverju brennandi hugsjónaást
og mannúðarrík fórnfýsi fá til
vegar komið, og slík nauðsynja-
og þjóðþrifastofnun á skilið sem
víðtækastan staðning. Ekki eru
aðrir aðhlynningar verðugri,
heldur en starfsþreytt sólset-
ursbörnin íslenzku, hvorumegin
hafsins sem er.
Dánarfregn
Sunnudaginn 16. ágúst and-
aðist Kristjana Sesselía Sigurds-
son, ekkja Einars Sigurdssonar,
Mountain, N.D., á heimili Mr.
og Mrs. S. A. Arason, þar sem
hún hafði dvalið síðasta vestur.
Kristjana sál. fæddist 4. okt.
1863, í Þingeyjarsýslu á íslandi.
Foreldrar hennar voru Kristján
Jónsson frá Ingjaldsstöðum í
Bárðardal og Sesselía Sigurðar-
dóttir, sem einnig var ættuð úr
Þingeyjarsýslu. Kristjana fædd-
ist á Daðastöðum í Reykjadal.
Hún fluttist til Ameríku með
foreldrum sínum og systkinum
árið 1883, og þá beint til Moun-
tain-bygðar, þar sem hún ávalt
bjó síðan. Til ársins 1892 hafði
hún heimili hjá foreldrum sín-
um, en vann út alla jafnan. En
það ár (1892) giftist hún Einari
Sigurðssyni ekkjumanni ættuð-
um úr Norðurmúlasýslu. Þau
settust að á landi, sem hann
keypti 3 mílur suður af Moun-
tain, og bjuggu þar þangað til
árið 1917, að þau keyptu sér
lítið heimili á Mountain. Bjuggu
þau þar síðan. Einar andaðist
1925, en Kristjana var þá ein
í húsinu, þar til heilsan leyfði
það ekki lengur. Hún var þar
oftast til síðasta hausts að hún
flutti á Arasons-heimilið. Var
heilsa hennar mjög tæp í allan
vetur.
Kristjana var frábærlega
greiðug og gjafmild kona. Mátti
með sanni segja, að hún hefði
mestan unað af því að vera sí-
starfandi meðan kraftar leyfðu,
til þess á ýmsan hátt að geta
liðsint öðrum. Kristjana til-
heyrði Víkursöfnuði á Mountain
og var hún líka sífelt að gefa
þeim söfnuði og hlúa að kirkj-
unni eftir föngum. Hún var
vel gefin kona og bókhneigð og
las allmikið, að minsta kosti'nú
á síðari árum. Hún elskaði
blómin og alla fegurð, og prýddi
heimilið sitt bæði inni og úti,
með blómum og skrauttrjám.
Hún var listfeng við margskon-
ar handavinnu.
Þriðjudaginn 18. ágúst var
Kristjana sál. jarðsungin frá
kirkju Víkursafnaðar. Kista
hennar var skreytt mörgum
blómum. Mrs. H. Sigmar söng
einsöng við útförina. Séra H.
Sigmar jarðsöng.
“Mamma, eg tók flís úr hend-
inni á mér áðan með nál.”
“Nál, veiztu ekki, að það er
svo voða hættulegt?”
“Nei, það er alt í lagi, mamma,
eg notaði öryggisnál.”