Lögberg - 27.08.1942, Side 3

Lögberg - 27.08.1942, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1942 3 Magnús Magnússon útvegsbóndi á Eyjólfssíöðum í Nýja íslandi. “Og feðra tungan tignarfrlð — hver taug mín vill þvi máli unna; þess vængur hefst um hvoltin vfð, þess hljómtak snertir neðstu grunna. Par ortu guðir lífs við lag. eg lifi I því minn æfidag og dey við auðs þess djflpu brunna.” (E. B.) Hann var fæddur þann 7. des. 1859, í Raknadal í Patreksfirði; foreldrar hans voru Magnús Magnússon bóndi þar, og kona hans Helga Einarsdóttir, bónda í Svínanesi, var Magnús einn af níu börnum þeirra hjóna. Þrettán ára að aldri fór hann úr foreldrahúsum, réðist hann í þjónustu Sigurðar kaupmanns Backmann á Vatnseyri, vann hann hjá honúm við verzlunar- störf, en einnig við sjómensku; og oft hin síðari ár sem stýri- Jnaður á þilskipum hans, unz hann fór til Vesturheims árið 1887. — Fyrstu þrjú árin hér í landi dvaldi Magnús í Winnipeg, en árið 1890 fór hann vestur á Kyrrahafsströnd og var þar um eins árs bil. Stuttu síðar réðist hann í þjónustu Jóhannesar og Stefáns Sigurðssona, kaupmanna og útvegsmanna á Hnaúsum í Breiðuvík í Nýja Islandi, er nokkru fyr höfðu sett þar á stofn verzlun og fiskiútveg í stórum stíl. Var hann í þjón- ustu þeirra í þrjú ár, og var þeim þarfur og affarasæll starfs- maður. Þann 10. marz, 1895 kvæntist hann Ingibjörgu Vída- lín Sveinsdóttur ættaðri úr Borgarfjarðarsýslu. Fyrstu tvö árin bjuggu þaú í Nýjabæ við Hnausa, en þá keypti Magnús Eyjólfsstaði, þar í grend, og bjó þar jafnan þaðan af. Ingibjörg á Eyjólfsstöðum andaðist 21. október árið 1940; — hafði hún verið þrotin að heilsu síðustu æfiár.— Börn þeirra hjóna eru hér talin: Tveir drengir þeirra dóu í æsku. Jón Vídalín, kv. Rannveigu Albertsdóttur Sigursteinssonar. Magnús Ragnar, kv. Sigurborgu Oliver, Baldur, Man., d. 1940. Helga Þorgerður, gift Þorsteini Sigmundssyni, fiskiútvegsmanni, d. 1932. Sveinn Sigursleinn, kv. Ruth Ingólfsdóttur Magn- ússonarí Selkirk, Man. Óskar Krisiinn, kv. Önnu Jóhannesson, Riverton, Man. Ásia María Monika, gift Jóhanni Daniels- syni Danielsonar, Hnausa, Man. Jóhannes Helgi, kv. Hönnu Andrews. Einar Konráð, kv. Ingibjörgu Ingólfsdóttur Magn- ússonar frá Selkirk. Guðmundur Gröndal, ókvæntur. Ingibjörg Magnúsína, gift Björgvin Hólm, bónda í Framnesbygð. Valgerð- ur Jórunn Oddný, ógift. Auk 9 barna, er syrgja góðan föður, eru 32 barnabörn, og 2 barnabarnabörn eftirskilin. Við útför Magnúsar var stadd- ur frændi hans, Einar Magnús- son, frá Selkirk, ásamt konu sinni og börnum, hafði Einar átt heimili með frænda sínum, og verið sem einn af fjölskyldu hans, og notið mikils kærleika frá hendi hins látna og heim- ilis hans. Eftir beztu vitund eru enn á lífi á íslandi, þrjú af systkinum Magnúsar: Jón, á Patreksfirði (faðir Einars, er um var getið), og tvær systur, Sigríður og Guð- rún, báðar ekkjur búandi á Suðureyri í Tálknafirði á ís- landi. Magnús á Eyjólfsstöðum var einn af hinum kyrlátu í landipu, og yfirlætislaus maður og stilt- ur, og hinn vandaðasti í hví- vetna. Að dómi þeirra er bezt til þektu var hann sönn fyrir- mynd sem heimilisfaðir, í ís- lenzkri og beztu merkingu þess orðs. Heimilið var honum sann- ur helgidómur; Eyjólfsstaða- heimilið mun áratugum saman hafa verið eitt hið allra fjöl- mennasta í héraðinu og voru þó mörg þeirra fjölmenn, um þæfj mundir. Barndhópurinn varð stór, og heimilið umfangs- mikið, — ábyrgð þess þung. Þótt Magnús stæði í stórræðum í 'lífsstarfi sínu, sem útgerðar- maður og fiskisali, í stórum stíl, mun hann hvergi hafa notið sín betur en á sínu margmenna hiemili, og var öll framkoma hans þar, fyrirhyggja og um- gengni öll sönn fyrirmynd, svo yfirlætislaus og góð, er framast mátti verða. Mun mega full- yrða að hann inti hinar mörgu og erfiðu skyldur heimilisföð- ursins af hendi með ágætum. Kona hans var glæsileg kona, einkar vel gefin, höfðinglunduð, stórgjöful og tilfinningarík Gestrisni þeírra Eyjólfsstaða- hjóna “bygði skála um braut þvera,” eins og þar stendur. Stjórn heimilisins og samstarf hjónanna var samstilt og fór vel úr hendi. Kærleiksböndin er tengdu þau og börn þeirra og tengdafólk, voru frábærlega djúptæk; sýndi það sig bezt í löngu sjúkcjómsstríði og all- tíðum dauðsföllum innan vé- banda fjölskyldunnar. Það mátti með sanni segja, að hinn fjöl- menni hópur vinnufólks, er þar vann, yndi sér þar vel, og átti þar heima árum saman, og vildi helzt hvergi vera nema þar. Þetta sérkendi heimili Njáls og Bergþóru, að því er Njála herm- ir; en þaS var satt og er enn salt, að þeir, sem þjónuðu hjá Magnúsi á Eyjólfssstöðum — og nú hjá sonum hans, vilja helzt engum öðrum þjóna, en ástæð- an fyrir því er drenglyndi í hví- vetna, orðheldni og bróðurhugur er ríkir og ræður í afstöðu gagn- vart verkamönnum, og skapar innstæðu kærleika þess, er fá- gætur mun teljast mega, ekki sízt nú á tímum.— Um 52 ár átti Magnús heima í Nýja íslandi, full 47 ár bjó hann á Eyjólfsstöðum. Þegar hann hóf starfrækslu sína, var hann vel undir það starf bú- inn, og á bezta aldri. Að baki honum var góð ætt styrkra Vestfirðinga, er öldum saman höfðu aðallega sótt brauð sitt á sæ út, og háð þrotlausa baráttu við æðisgengin náttúruöfl. — Alment mun það viðurkent á íslandi, að vestfirzkir sjómenn, að öllum öðrum ólöstuðum, hafa staðið einna fremstir í hópi ís- lenzkra formanna fyr og síðar. Að baki honum stóð einnig hald- góð og sönn bændamenning, er reyndist honum traust og af- farasæl, enda var hann maður, er átti farsæla og góða greind, bókelskur og lestrarhneigður. Hann átti sterka hneigð til þess að skrifa ýms atriði úr eigin æfireynslu. Árum saman skrif- aði hann dagbækur, er senni- lega hafa mikinn og margþætt- an fróðleik að geyma. Sýnir þetta upplag og viðleitni, sterka kend, er lengi hefir fylgt ís- lenzkum mönnum, hvar helzt sem æfispor þeirra hafa verið stigin. Það stóð aldrei neinn styr um Magnús á Eyjólfsstöðum en yfii 50 ár er hann lifði og starfaði í Nýja íslandi, var hann at- vinnuveitandi í stórum stíl, og nátengdur sögu héraðsins og þá sérstaklega hinnar fögru BreiðV- víkurbygðar. Að mínum skiln- ingi var hann varfærinn í fram- kvæmdum, reisti sér ekki hurð- arás um öxl, en blessaðist vel alt hans starf, og naut trausts, hylli og virðingar allra þerira, er honum kyntust. Með gætni og fyrirhyggju sá hann útveg sínum og heimili borgið; naut hann þar að, um mörg ár, ágætr- ar aðstoðar sona sinna í öllum starfsrekstri, — tóku þeir fyrir mörgum árum alla ábyrgð þess á sínar herðar, og hefir 'farnast vel, þrátt fyrir hin tíðu áföll og veltilukku þeirra, er fiskiveiðar stunda. Á sama hátt naut og aðstoðar sumra dætra þeirra hjóna á heimilinu, árum saman; í sorg og gleði stóð hinn fjölmenni ást- vinahópur á Eyjólfsstöðum sem einn maður væri, mynduðu styrka skjaldborg, er gerði hæg- ara að mæta aðköstum sjúk- dóms og dauða, er oft lagði leið inn í hópinn kæra, og nam marga á brott, bæði fyr og síðar.— Heimilið á Eyjólfsstöðum var íslenzkt heimili, í orðs þess sönnu merkingu, áttu Magnús og Ingibjörg bæði sinn þátt að því. Seint og snemma dáðu þau það, sem bezt var í arfin- um heimanfengna, í tungu, trú og bókmentum. Eitt ágætasta bókasafn er eg hefi séð á vestur- íslenzkum bændaheimilum, er á Eyjólfsstöðum. Samfara trýgð til íslenzkra erfða, var ást Magnúsar á hinu nýja fóstur- landi, er hann bar öfgalausa og dygga, til hinztu æfistunda. — Lát konu hans og sonar bar að rúmu hálfu öðru ári áður en dauða hans. Eftir fráfall þeirra var sem hann væri jafnan að leita að því, er horfið var sjón- um, og hugur hans dvaldi hjá ástvinunum, sem heim voru komnir. Unnendur hans sam- fagna honum yfir endurfundum, er nú hafa átt sér stað, — þakka honum og biðja honum gleði- Eldsvoði á býli er hællulegur óvinur! Hann veldur árlega siórijóni á heimil- um og skepnumissi. Þér viiið ekki hve- nær eða hvar eldur brýsi út næsi — gei- ur heimsóii yðar eigið býli. Verið viðbúnir að verjasi eldi, er hans verður varí, með noikun SÍMANS. Með Síma geiið þér fengið skjóia hjálp, og siundum sparað þúsundir dollara, með því að slökkva eldinn í byrjun. 3 v%jy- . -y.;'- ■'■■’ BE PREPARED T0 PR0TECT *—HAVE Y0UR 0WN H0ME TELEPHONE ! MANITOBA TELEPHONE S Y S T E M legrar eilífðar. — Dauða hans bar að þann 6. júní, eftir 10 daga legu. Útförin fór fram þann 9. sama mánað- ar, undir stjórn sóknarprestsins, séra B. A. Bjarnfisonar, og var afarfjölmenni viðstatt úr öllu héraðinu og utan þess, bæði á heimilinu og í kirkju Breiðu- víkursafnaðar. Sá er línur þessar ritar, mælti einnig kveðjuorð.— Farðu vel góði og sanni ís- lendingur! "Veriu sæll, við söknum þín." S. Ólafsson. * * * VINARKVEÐJA fluit við jarðarför Magnúsar Magnússonar að Eyjólfssiöðum, Hnausa, Man., júní 1942. Yfir bygð, 'og Eyjólfsstöðum, ríkir þögn því þar er liðinn húsráðandi, höðingsmaður, sem þar rausn og sóma stýrði. Bjart er yfir bústað þínum sólar í sölum sælu heima. Farmanns þar er ferðum lokið, sem tekið hefir tugi ára. Þá er vonin þráða fengin, sínum að mæta sem að unnast. Aldrei dauðinn orkað getur taug svo traustri tjón að vinna. Geymist nafnið, geymist saga, dáðrík æfi er dugnað lýsir. Börn þar minning mæta eiga, vandamenn og vinir allir. “Saga okkar” segir bezt sögu hans í Vesturheimi,*) meðal okkar meðan sézt, má því treysta, hún þar geymi það sem Magnús þráfalt var, þjóðarsómi skyldunnar. “Orðstýr góður” — auður er, eignin bezta tímans gæða, auðlegð sú var ætíð þér einkar kær,—og vildi glæða alt, sem gott og göfugt var, er greiðir veg til blessunar. Þannig vinar vegferð var, vér sem erum hér að kveðja, Áhugi og orka bar áfram mark til sigurs hefja. Viðmótsþýður, — vinum kær, virtur bæði fjær og nær! Að kveðjast! Það er krafa mann- lífsfundar, en kveðjan hinsta þyngst á metum er, þá hugsun man til margra gleði- stundar sem manni birtist þegar vinur fer! B. J. Hornfjörð. Góð kona elskar manninn sinn í stað þess að hlæja að honum. * * * Ameríkani og Skoti voru á gangi við rætur skozks fjalls. Skotann langaði til þess að lofa Ameríkananum að heyra hversu mikið bergmál væri í fjallinu. Þegar bergmálið heyrðist aftuv greinilega eftir fjórar mínútur, sagði Skotinn hreykinn: “Ekki nokkur hlutur svipaður þessu fyrirfinnst í ykkar landi.” “O, eg held nú það,” sagði Ameríkaninn, “meira að segja miklu betur, því áður en eg fer að sofa á kvöldin heima, kalla eg út um gluggann: “Farðu á fætur,” og átta stundum síðar kemur svo bergmálið aftur og vekur mig.” * * * Vel þektur stjórnmálamaður var mjög vel liðinn í kjördæmi sínu, vegna þess, hversu vin- gjarnlegur hann var í allri framkomu við kjósendur sína. Hann talaði til hvers manns eins og hann væri gamall vinur eða kunningi, enda þótt hann hefði aldrei séð manninn fyr. Einhverju sinni hitti stjórnmála- maður þessi sveitamann á förn- um vegi. Þetta var auðvitað rétt fyrir kosningarnar. Hann heilsaði manninum þegar með handabandi og lét eins og hann hefði þekt hann frá gamalli tíð. “Komdu blessaður og sæll. Mikið er langt síðan við höfum sézt. Góða veðrið í dag — ha. Eg sé, að þú átt ennþá þann gráa.” “Nei, herra minn, eg fékk þennan hest lánaðan í morgun,” svaraði sveitamaðurinn stein- hissa á þessu háttalagi stjórn- málamannsins. “Nú, já, einmitt — hvernig líður gömlu hjónunum?” “Foreldrum mínum? Þau dóu bæði fyrir þrem árum.” “Hvaða vandræði. En hvern- ig hefir konan það og börnin?” “Eg er ógiftur og á engin börn.” “Býrðu ennþá á sama stað?” “Nei. Eg er alveg nýkominn í þessa sýslu.” “Einmitt, já. Eg þekki þig þá líklega ekki neitt. — En hvað eg vildi segja, ef þú kýst í þessari sýslu, þá heiti eg . . . öh-hö. Vertu sæll.” *)par mun vera útdráttur úr sögu hans, ritaður af honum sjálfum. —B. J. H. Hitt og þetta Vinurinn: Og hvað verður svo sonur yðar, þegar hann er búinn að ljúka við síðasta próf- ið? Faðirinn: Gamall maður. * * * * * * Ef kona segir: “Þér eruð að skjalla mig” — gerið það þá. * * * Spurningin er ekki, hvenær siðmenningin byrjaði, heldur hvenær hún byrjar. * * * Þegar amma var ung stúlka, gerði hún ekki þá hluti, sem unga stúlkan gerir í dag. — En amma gerir heldur ekki þá hluti í’ dag, sem hún gerði þá. Business and Prc ifessional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson Thorvaldson & 205 Medical Arts Bldg. Eggertson Cor. Graham og Kennedy Sts. LögfrœOingar Phone 22 866 o 300 NANTON BLDG. RfcS. 114 GRENFELL BLVD. Talslmi 97 024 Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. DR. A. V. JOHNSON LIMITED Dentist 308 AVENUE BLDG., WPG. • • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Phone 26 821 Home Telephone 27 702 EYOLFSON’S DRUG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST. WINNIPEG PARK RIVER, N.D. • lslenzkur lyfsali pœgilegur og rólegur bústaóur i miObiki borgarinnar Fðlk getur pantað meðul og Herbergi $2.00 og þar yfir; með annað með pðsti. baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 40c—60c Fljðt afgreiðsla. Free Parking for Quests Peningar til útláns DRS. H. R. and H. W. TWEED Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. Tannlæknar INTERNATIONAL LOAN 406 TORONTO GEN. TRCSTS COMPANY BUILDING 304 TRUST & LOAN BLDG. Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg PHONE 26 545 WINNIPEO DR. B. J. BRANDSON A. S. BARDAL 216-220 Medical Arts Bldg. 848 SHERBROOK ST. Cor. Graham og Kennedy Sts. Selur líkkistur og annast um út- Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 farir. Allur útbúnaCur sá bezti. • Ennfremur selur hann allskonar Heimili: 214 WAVERLEY ST. minnisvarða og legsteina. Phone 403 288 Skrifstofu talsími 86 607 Winnipeg, Manitoba Heimilis talslmi 501 562 Legsteinar DR. ROBERT BLACK sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 216-220 Medical Arts Bldg. SkrifiO eftir verðskrd Cor. Graham & Kennedy GILLIS QUARRIES. LTD. ViðtalsUmi — 11 til 1 og 2 til 5 1400 SPRUCE ST. Skrifstofustmi 22 251 Winnipeg, Man. Heimilisslmi 401 991 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physician & Surgeon 215 RUBT STREET . (Beint suður af Banning) 602 MEDICAL ARTS BLDG. Talslmi 30 877 Simi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 Viðtalstlmi 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. 87 293 72 409 Winnipeg Dr. L. A. Sigurdson Lækningastofu-slmi 23 703 Heimilissími 46 341 109 MEDICAL ARTS BLDG. SérfrœOingur i öllu, er aö húOsjúkdómum lýtur Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 U1 6 e. h. and by appointment H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur Vógfræðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 <&> % cT C<ó'Ö° V

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.