Lögberg - 27.08.1942, Side 5

Lögberg - 27.08.1942, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1942 5 Frá Campbell River, B. C. 18. ágúsí, 1942. Herra ritstjóri Lögbergsj Eins og eg hefi getið um áður, þá var veðurfarið hér votviðra- samt þar til í byrjun júlímánað- ar, en síðan hefir verið sól og hiti á hverjum degi. Ekki gjörðu þessi votviðri neinn skaða á berjarækt hér um slóðir, eins og var á vesturströndinni, þar sem berja og aldinarækt er í stórum stíl. Þetta er alt í smá- um stíl hjá okkur löndunum, enn sem komið er. Stærstir berja- framleiðendur af okkur löndun- um, munu vera þau Mr. og Mrs. Eyjólfur Gunnarsson, þau seldu ber af dálitlum bletti, sem þau hafa, hér um bil fimtíu feta breiður og áttatíu feta langur, um fjörutíu til fimtíu dollara virði fyrir utan það sem þau gáfu til nágrannanna, og svo það sem þau höfðu fyrir sjálf sig, og byrgðir fyrir veturinn. Þetta má telja mikla uppskeru af svo litlum bletti. Heilsufar fólks hér um slóðir má telja heldur gott, þó sumt af gamla fólkinu sé lasið að öðru hverju, eins og oftastnær fylgir ellinni. Eg gat þess í seinusut frétta- grein minni til Lögbergs, sem hefir fallið þar úr, að hér hafa fæðst þrjú börn síðastliðinn vet- ur og vor. Eru það alt drengir, alíslenzkir í báðar ættir. For- eldar þeirra eru: Mr. og Mrs. Albert Arnason, á þeirra dreng- ur að heita Þórður Jóhann; Mr. og Mrs. Carl Sigurdson, á dreng- ur þeirra að heita Lennard Carl; Mr. og Mrs. S. J. Borgfjörð, þeirra barn var skírt af ensk- um presti og látinn heita Davíð Sigmar. Eru þetta alt góð og gild íslenzk nöfn, eins og það á að vera. Hér hefir verið margt íslenzkt ferðafólk í sumar, mest af því hefir verið frá sléttufylkjunum, var það alt að skemta sér, og svo að heimsækja ættfólk sitt, sem það hefir átt sér. Ekki hefi eg heyrt annað en að öllu þessu fólki hafi litist vel á þetta. bygðarlag. Einn af þessum gest- um, sem heimsóttu okkur, var Jónas Pálsson frá New West- minster, var hann hér í viku- tíma, og hélt til hjá kunningja sínum S. Loptssyni. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur meðan hann var hér, og átti hann mestan þátt í því. Nú er fólk farið að hafa orð á því, að aldrei hafi eins skemtilegur gestur heimsótt okkur eins og Mr. Pálsson. Hér eru nú stödd Mr. og Mrs. Jón Erlindsson frá Vancouver; hafa þau leigt sér hús fyrir mánaðartíma og er Mr. Erlind- son byrjaður á að byggja bráða- birgðahús á landareign þeirra hér. Við erum öll glöð að mega eiga von á þeim hingað með tíð og tíma. í byrjun næsta mán- aðar fara þau til baka til Van- couver, þar sem þau eiga ágætt heimili, og Mr. Erlindson hefir þar góða atvinnu. Með framförum tel eg það, að sumir af löndunum eru farnir að gefa sig meir við sjómensku en þeir hafa áður gert. Einn framtakssamur landi, Sigurður (Sam) Eiríkson hefir keypt sér stóran mótorbát og alla útgerð, sem það starf útheimtir. Lík- lega er þetta einn af þeim átta hundruð fiskibátum, sem stjórn- in lét taka af Japönum og seldi þá og leigði svo til annara þjóða fólks. Nú hefir Eiríkson fiskað í sumar upp á sínar eigin spýt- ur og gengið vel. Hann hefir ekki þurft að skifta í marga hluti veiðinni, því hann vinnur að því sjálfur, og hefir því all- an fyrir sjálfan sig. Líka hafa þeir Rafnkelsons bræður keypt sér fiskibát á líkri stærð og Sig- urður .Eiríkson. Svo vinna nokkrir landar hér á fiskibátum upp á hluti, og hefir það lukk- ast vel. Þessir fiskibátar munu kosta um þúsund dollara með veiðarfærum, og svo upp, eftir stærð og veiðarfærum, sem þeim fyigja. Ekki höfum við orðið neitt vör hér við Japana, þó við vitum að kafbátar þeirra eru hér á sveimi, alla leið frá Alaska og til Suður-Ameríku. Sagt er að þeir hafi ekki náð fótfestu á landi nema í Aleutian-eyjunum undan Alaska, og þeir hafa náð undir sig þremur eyjum þar. Ei þar nú barist á nótt og degi en ekki gefnar neinar áreiðanlegar fréttir um það hvernig þar geng- ur. Hafa Canada og Bandarík- in þar stóran her og ætla sér að reka alla Japana þaðan í burtu, annaðhvort á sjávarbotn eða á flótta til Tokio. Eins og blöðin hafa skýrt frá, þá sendu Japanar nokkrar sprengikúlur á land í Estevan Point, á vestur- strönd eyjarinnar, um áttatíu mílur héðan. Er það mjög af- skekt pláss. Það var dimt og niðaþoka þetta kvöld svo eyjar- skeggjar voru flestir gengnir tit hvílu og vissu ekkert fyr en þeir heyrðu skotdunurnar og spreng- ingar alt í kringum kofa sína. Þeir stukku allir upp og út til að forða sér; þeir sáu ekkert, nema að þessar sendingar komu út úr þokunni. Þeir fundu strax ó- hultan stað að fela sig í á milli klettanna, sem umkringja þorp- ið á allar hliðar, nema þá hlið- ina, sem snýr að sjónum. Þetta er bara lítið, fáment og afskekt þorp. Aðeins 22 manns var í þorpinu þetta’ kvöld, sem árás- in var gerð, þar eru bara seytján hús, en ekkert af þeim varð fyrir neinum skemdum; skotin lentu öll í klettunum í kring og enginn af fólkinu meiddist. I þessu þorpi er mest eign stjórnarinnar. Ein radio-stöð, símastöð og viti. Ekki er sjáan- legt að þier gulu hafi talið sér það neinn vinning fyrir þessa árás, nema það að skjóta fólki skelk í bringu á vesturströnd- inni að vita þá komna svona ná- lægt okkur. Það er samt ekki sjáanlegt, að fólk sé neitt hrædd- ara við þessa árás en það áður var, við trúum því að hér sé alt til reiðu til að taka á móti þeim, þegar þeir koma. S. Guðmundson. Hún: Aður en við giftum okkur, kallaðirðu mig engil, en nú kallarðu mig ekki neitt. Hann: Þakkaðu guði fyrir hvað eg hefi mikla sjálfsstjórn. MAGAZINES Magazines, current issues are urgently needed for the troops. Fiction, books and magazines, any date accept- able. Contact your local I.O.D.E. or local Bus or Transfer and have bundles addressed to: I.O.D.E. Magazines Headquarters Old Law Courts Bldg. Winnipeg, Manitoba This space donated by M.D. 69 Wartime Prices and Trade Board Te, kaffi og sykur eru einu verzlunarvörurnar, sem skamt- aðar verða þegar sex mánaða skömtunarseðla bókunum verð- ur útbýtt núna í vikunni. War- time Prices and Trade Board lætur þess getið, að allur orð- rómur viðvíkjandi takmörkun a sölu á fatnaði og öðrum nauð- synjum, sé algerlega grundvall- arlaus. í hinum nýju bókum verða skömtunarseðlar með fimm mis- munandi litum, en ekki á að nota nema tvo fyrstu litina, þá rauðu og grænu. Rauðu seðl- arnir 13 alls, eru fyrir sykur, grænu seðlarnir, einnig 13 alls, eru fyrir kaffi og te, og hver seðill er fyrir tveggja vikna skamt. Hinir seðlarnir, þeir bláu, brúnu og dökku, eru til vara og verða ekki notaðir nema svo sé skipað fyrir. Kaffi og te seðlarnir, eða þeir grænu, verða allir teknir úr bókunum handa börnum innan tólf ára. Byrjið með númer 1 og nolið seðlana í röð. Hver bók er númeruð og má finna númerið utan á fram- kápunni; þar verður einnig nafr. og utanáskrift eiganda, og aldur, ef innan 16 ára; en innan á framkápunni má finna utaná- skrift næstu skömtunarseðla skrifstofu og þangað er fólk beðið að skrifa ef nokkur breyt- ing er á heimilisfangi eða nafni. Einnig ef bók tapast eða eyði- legst. Ef dauðsfall ber að, á bók þess látna að sendast sem fyrst til næstu skrifstofu. Hver eigandi er beðinn að skrifa, eða láta skrifa, með bleki, nafn, utanáskrift og númer bók- arinnar, á hverja blaðsíðu af seðlum og undirskrifa (með nafni) innan á bak-kápuna áður en nokkur seðill er notaður. Eigendum er líka ráðlagt að skrifa niður og geyma á góðum stað, númer bókarinnar. Því ef hún tapast eða eyðilegst er ekki hægt að fá aðra í staðinn, nema númerið sé sent inn. Spurningar og svör Spurt—Fæst auka sykur fyrii “pickles”? Svarað—Nei. Auka sykur fæst ekki nema fyrir niðursuðu á ávöxtum, “jellies” og “jams.” Spurt — Barnið okkar verður tólf ára í haust, fær það kaffi- skömtunarseðla þá þegar? Svarað — Nei. Barnið vepður að bíða þangað til seðlabókum verður útbýtt fyrir næsta tíma- bil. Spurt — Við flytjum núna um mánaðamótin. Er nóg aó tilkynna póstmanninum eða pósthúsinu? Svarað — Nei. Þú verður að koma við á næstu skömtunar- seðla skrifstofu. Þar faerð þú eyðiblöð með spurningum, sem þú verður að svara þessu við- víkjandi. Annars færðu ekki bók. Póstmönnum er ekki leyft að koma bókum til skila. Spurt — Sonur minn heim- sækir okkur um helgar, en hefii enga skömtunarseðla. Get eg ekki beðið um aukasykur? Svarað —/Nei. Ef gestir eru minna en 7 daga, verður sykur- skamturinn að nægja öllum. Spurt — Eg veit að verð hefir verið sett á gamlar kartöflur, en er nokkuð hámarksverð á þeim nýju? Svarað — Já. Hámarksverð á nýjum kartöflum er fimm cent pundið. Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga, geta skrifað á íslenzku til Mrs. Albert Wathne, 700 Banning Street, Winnipeg, og verður svarið á íslenzku. “En hvað mér fanst það leið- inlegt, þegar eg heyrði, að verk- smiðjan yðar hefði brunnið til kaldra kola. Hvað framleidduð þér?” “Slökkvitæki.” Hátíðahöld á sjómannadaginn Síðastl. sunnudag fóru fram hátíðahöld víða um land í til- efni af sjómannadeginum. Hátíðahöldin hófust hér í bænum með því að fánar voru dregnir að hún á öllum skipum og mörgum húsum í bænum kl. 8 um morguninn. Um líkt leyti var byrjað að selja merki dags- ins og Sjómannadagsblaðið á götunum. Kl. 1% e. h. var farin hópganga sjómanna frá Stýrimannaskólanum suður á í- þróttavöll. Var hópgangan mjög fjölmenn. Á íþróttavellinum fór fram útifundur. Voru þar flutt- ar margar ræður en á milli ræð- anna lék lúðrasveit sjómanna- lög. Einnig fór fram reiptog á íþróttavellinum og báru skip- verjar á Súðinni sigur úr být- um. Seinna um daginn fór fram keppni í stakkasundi og björgunarsundi við Ingólfsgarð. I stakkasundinu varð fyrstur Jón Kjartanson, en í björgunar- sundi Vigfús Sigurjónsson. Róðr- arkeppnin, sem fyrirhuguð var, fórst fyrir vegna óhentugs veð- urs. Um kvöldið voru svo samkomur í öllum helztu sam- komuhúsum bæjarins, en aðal- hófið fór fram á Hótel Borg og var útvarpað helztu dagskrár- liðunum frá því. Sjómanna- dagblaðið seldist upp á skömm- um tíma og merkin seldust einnig mjög vel. Auk teknanna af merkjasöl- unni og blaðinu, bárust þessar gjafir: Frá Eimskipafélagi ís- lands 25,000 kr., Bæjarútgerðin í Hafnarfirði 25,000 kr., h.í. Haukanes 10,000 kr., Margréti og Steinunni Valdimarsdætrum 10,000 kr. til minningar um for- eldra þeirra. Frá Seltjarnar- neshreppi 1,000 kr. og frá fá- tækri ekkju og syni hennar 25 krónur. Ennfremur barst stórt málverk frá Eggerti Guðmunds- syni listmálara, sem heitir “Ver- menn.” Allar tekjurnar a’f deginum og gjafirnar, sem bárust, renna til stofnunar Hvíldar og dvalar- heimilis fyrir aldraða sjómenn. Um kvöldið voru hin árlegu verðlaun fyrir björgunarafrek veitt á aðal hófinu að Hótel Borg. Að þessu sinni hlaut Sigurjón Böðvarsson frá Ból- stað í Mýrdal í V.-Skaftafells- sýslu, verðlaun fyrir björgun á tveim mönnum úr sjó. —(Tíminn 11. júní). að dvöl vor hér, sem hefir leyst> yður undan óþægindum alheims- styrjaldar, er í því einu skyni, að friður og hamingja megi senn á ný ríkja um heim allan.” Biskupinn ávarpaði gestina áður en þeir gengu af fundi, og óskaði, að þeir vildu flytja hers- höfðingja sínum og kirkju sinni kveðju íslenzku kirkjunnar. —(Tíminn 21. júní). Sjötugur Ari Arnalds, fyrverandi bæj- arfógeti á Seyðisfirði, er sjö- tugur í dag, 7. júní. Ari er af breiðfirzkum ættum kominn. Hann gekk ungur í Lærðaskólann í Reykjavík og stundaði síðan lögfræðinám i Kaupmannahöfn og lauk lög- fræðiprófi 1905. Er heim kom hneigðist hugur hans til blaða- mensku og þjóðmálaafskifta. Var hann ritstjóri Dagfara á Eskifirði í tvö ár og Ingólfs í Reykjavík í tvö ár. Síðar var hann fulltrúi í stjórnarráðinu. Árið 1908 bauð Ari sig fram til þings í Strandasýslu og hafði sigur. Sat hann á þingi eitt kjörtímabil, 1908—1911. Árið 1918 var hann skipaður sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Gegndi hann því embætti þar til árið 1937. Var heilsa hans 'þá mjög á förum. í fyrra flutt- ist hann til Reykjavíkur, og nú hefir hann störf með höndum í stjórnarráðinu. En heimili hans er á Amtmannsstíg 4. Ari Arnalds á að baki merki- legan æfiferil, og munu Seyð- firðingar og Norðmýlingar æ minnast hans með hlýjum huga. —(Tíminn 7. júní). SAMNINGAR UM SÖLU Á ÖLLU MEÐALALÝSI Samkomulag hefir nú náðst um sölu á helmingnum af með- alalýsisframleiðslu þessa árs. Kaupa Bandaríkjajnefnn hana og láta síðan Bretum í té, sam- kvæmt láns- og leigulögunum. Fyrir gott ókaldhreinsað meðalalýsi verður greitt $575— $730 eftir gæðum, komið um borð í skip í íslenzkri höfn. % Samningar verða væntanlega undriskrifaðir næstu daga, og þá byrjað að skipa út þeim hluta lýsisins, sem búið er að selja.—(Tíminn 30. maí). Bandaríkja þjóðin er stolt yfir trúararfi sínum Prestastefnunni lauk í fyrra- kvöld. Þá um daginn heimsóttu sex prestar frá ameríska her- liðinu prestastefnuna. Hafði yfirmaður klerkanna orð fyrir félögum sínum og mælti á þessa leið: “Háæruverðugi herra biskup, Sigurgeir Sigurðsson, og með- limir synodus Islands1 Mætti mér leyfast fyrir hönd hers- höfðingja míns, Major-General Charles H. Bonesteel og presta hans í her Bandaríkjanna, að bera yður, virðulega samkoma, vorar einlægustu kveðjur og árnaðaróskir um gæfuríkt starf fyrir köllun yðar. Bandaríkjaþjóðin er stolt yfir trúararfi sínum, sem hún að nokkru hefir hlotið fyrir braut- ryðjendastarf íslenzku þjóðar- innar, en með henni hafa mót- ast hugsjónir slíkar sem frelsi. réttlæti og miskunnsemi, háleit markmið kristinna þjóða um víða veröld. Hugðarefni vor, vonir og bænir eru sprottnar af hinu sama, kristna þeli, og á- samt yður munum vér glaðir fagna þeim degi, er friður og góðsemd drotnar á ný yfir hjörtum manna, og handleiðsla hins mikla læriföður tengir oss í eitt bræðralag. Megi ráðstefna yðar bera góðan ávöxt og stuðla að því, að kristin trú og hugsjón falli öllum í skaut. Verið þess vissir, ! Lokasenna Er lít eg þetta mannamót, Eg minnist þess, að atvik ljót í öðrum álfum ske. Við vitum öll að heimsins hjörð Nú heyir stríð á vorri jörð, Þótt hér sé vopnahlé. Frá manndýranna upphafs-öld Var einatt strítt um fé og völd Og óðul öðrum kær. Hinn sterki fer með brodd og brand Og blóði roðar sæ og land, Við sæmd, ef sigrað fær. Vor jörð er fögur, frjó og stór. Oss fæðu veita land og sjór, Og klæði, gull og glys. Um geiminn, út að yztu brún, Er engin stjarna fegri’ erí hún. Hún fór ei margs á mis. Hér var og er af öllu nóg, Ef aðeins beitt er sigð og plóg Og Evu-eplin hirt. Samt búa menn við böl og stríð, Þótt brosi vellir, tún og hlíð, Því alt er innigirt. Af gæðum skortir aðeins eitt, Er umfram þótti í fyrstu veitt Og hirðulaust því hné. í lífsins yngri aldingarð — Og einmitt það að falli varð — Oss skortir skilningstré. En senn mun birta af betri tíð, Þótt blóðugt geysi alheims stríð Um himin, lög og láð; Því nú er fólk í fyrsta sinn Að fálma kringum skilninginn, Og reyna spánný ráð. í stakri blindni herrum hám Við höfum svarið eið á knjám Og haldið boð og bann; Því höggormurinn sagði satt: Að svefninn fyrir augun batt, En syndin frelsið fann. Að drotnar hati hjúa-lýð, Og hann því tæli í sifja-stríð, Það sannar sagan löng. Því er nú syndin sú í dag, Að semja með sér bræðralag, Með frelsis-flagg á stöng. í miljón ár, við ótal víg, Menn unnið hafa fyrir gýg Og tapað allatíð. Og því er fallni flokkurinn, Sem fyrst nú þekkir óvin sinn, Að fara í frelsisstríð. Vor menning öll er afar dýr; En enginn sannur maður flýr Frá flóna’ og fanta her. Þótt allar hetjur hati stríð, Þær hljóta að berjast ár og síð Unz frelsið fengið er. Og fyrirfram við bæinn Blaine Menn bygðu fagran “óskastein,” Er rís, sem hugsjón há. Af Friðarbogans björtu mynd Slær bjarmaLá lífsins fjallatind, Sem allir óska að ná. —P. B.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.