Lögberg - 27.08.1942, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1942
Þegar eyðmörkin biómgast
“Mig undrar það,” sagði Pauline skyndi-
lega í alvörutón, “hvenær þeim muni fjölga
aftur.”
“Allah einn veit það,” svaraði hann.
“Heimurinn er nú allur haldinn af vitfirrings-
legu eyðileggingaræði, en lækningin og endur-
reisn hans getur átt langt í land.” í rödd hans
var hreimur, sem hún ekki hafði fyrri veitt
þar eftirtekt, einskonar gremjulegur rauna-
blær, sem hún sá endurspeglast í göfugmann-
lega andlitinu, er hún horfði nú framan í
hann. Og svo brosti hann aftur glaðlega um
leið og hann bætti við: “En slíkt má ekki ná
til yðar nú hér. Og við skulum að minsta kosti
á þessum morgni gleyma öllum styrjaldar
hugsunum.”
Þótt hugarfar léttúðarinnar væri Pauline
mjög fjarlægt, þá var hún nú þess albúin að
ryðja öllu úr huga sér og hlusta aðeins á hinn
gleðiþrungna söng lífstilverunnar, sem nú alt
í einu virtist aftur hafa gagngtekið hana.
Brátt yfirgáfu þau þetta arabiska sölutorg.
Þau gengu út eftir afskektri götu, og er
Pauline leit upp fyrir sig varð hún þess vör.
að hrafnsvört augu stóðu á þeim gegnum
rimlahlerana, er skýldu húsagluggunum. Hún
þekti venjur austursins nógu vel til að vera
þess fullviss, að í skjóli grinda þessara gæfi
blæjum huldar Austurlandakonur þeim nánar
gætur. Og ósjálfrátt undraði hún sig yfir því
hvað þær myndi hugsa um hana í fylgd með
einum af þeirra eigin þjóðar mönnum. Hún
fann til dálítils ónotakipps — hún gat einhvern
veginn ekki sætt sig við það, að hann í raun
og veru tilheyrði þessum austræna lýð.
Hann nam staðar við dyr, er opnuðust inn
i háan múrvegg, og drap höggi þar á hurðina.
“Með yðar leyfi langar mig til að kynna
yður góðum vini mínum,” sagði hann. “Hann
verzlar ekki á sama hátt eins og hinir kaup-
mennirnir og er mjög virðulegur merkis-
maður.”
i
Þegar hurðin tafarlaust opnaðist, stóð þar
við dyrnar sá hörundsdökkasti Núbúiþjónn.
sem Pauline gat hugsað sér að til væri. Er
hann sá hver förunautur hennar væri, hneigði
hann sig djúpt að slíkra þjóna sið.
“Er herra yðar óhindraður?” spurði Abdel.
“Vissulega, yðar hágöfgi.” Maðurinn sneri
sér þegar við og gekk áleiðis yfir húsgarðinn.
“Komið hér inn með mér, Scheherezade,”
sagði Abdel við Pauline í mjúkum glaðlyndis-
tón.
“Þið ætlið víst ekki að afhöfða mig?”
spurði hún.
“Ónei. Aðeins leiða yður inn í Aladdins
hellisheima.”
Núbíuþjónninn með kolbrúnu ásjónuna, er
á gljáði milli hvíta sloppsins og rauðu húf-
unnar á hrafnsvörtu höfði hans, dró nú tjaldið
til hliðar og vísaði þeim með mikilli viðhöfn
inn yfir þröskuld herbergisins er þar blasti
við. A tíglagólfi herbergisins lágu dýrindis
ullarábreiður, og um veggi hékk samskonar
dúkvefnaður; er þau nú stigu þarna inn kom
á móti þiem, fram undan tjöldunum í hinum
enda stofunnar, aldraður Arabi með sítt al-
skegg, hæruhvítt.
Þetta var mjög virðulegur maður í víð-
feldri ullardúks síðhempu, og við að líta Abdel
bjarmaði gleðibrosið í dökkum augum hans.
“Friður sé yfir þér, vinur minn,” heilsaði
hann.
“Þér sömuleiðis!” svaraði Abdel.
Kveðjurnar voru bornar fram á arabisku.
En svo sagði Abdel á ensku: “Eg kem með
þessa hefðarkonu til þín, Hafez, að hún megi
líta á vörur þínar. Hvað hefir þú það. sem
álits sé verðugt?”
"Við sjáum til. En lofið mér fyrst að láta
framborna dálitla hressingu.” Hafiz klappaði
saman lófum og tjáði svo skipanir sínar dökka
Núbíanum, er samstundis kom inn í stofuna til
svars’ lófabending herra síns. Þá bauð hann
með keisaralegu látbragði gestum sínum að
taka sæti á mjúkum sessum, er á gólfinu var
hlaðið saman í breiða bungu. Hann bauð
Fauline vindling, en rétti Abdel langa slöngu-
pípu með krystallshausi.
Abdel tók við pípunni og gamli maðurinn
settist á sessur sínar gagnvart honum að Araba-
sið, með aðra langpípu í hönd.
Kaffi með sykruðum smákökum var nú
framreitt. Húsbóndinn eggjaði Pauline til að
gera sér gott af hressingunni, auðheyrt með
þeirri fullvissu í huga, að kvenmannsins sæt-
indalöngun væri engri takmörkun háð.
Er Abdel veitti því nú eftirtekt með hve
látlausri hæversku Pauline hegðaði sér í þessu
ókunna umhverfi, dáðist hann með sjálfum sér
enn meira en áður að hinni prúðu framkomu
hennar.
Auðséð var og að Hafiz dáði hana mjög.
Hann sagði henni það óhikað í skáldlegu orða-
flúri þjóðflokks síns, að hún væri eins og ný-
útsprungið rósarblóm í röðulsskini, og leit til
Abdels um staðfesting þess.
“Hjá mér hefir vakað sama hugsanin,”
sagði ungi maðurinn stillilega.
Pauline hló og roðnaði, en fann til dálítilla
andþrengsla og Abdel gaf henni í huga sér
annað dálætismark fyrir það hve einarðlega
hún tók þessum hrósyrðum og án þess að láta
þau hafa hin minstu áhrif á sig.
Hún er unaðslega heilsteypt og mjög að-
dáunarverð, hugsaði hann enn ákveðið með
sjálfum sér.
En nú var bezti hluti heimsóknarinnar
stóð Hafiz fyrirmannlega upp af sessum sínum,
stóð Hafiz höfðingslega upp af sessum sínum,
gekk að stórri kistu þéttsettri fagurlega út-
skornu rósaskrauti, opnaði hana, tók upp úr
henni hvert af öðru flosfóðraða smátroga og
dreifði þeim sitt á hvað framan við gesti sína.
Á flosbotnum troga þessara var að líta
margskonar rafskraut í ýmsum litbrigðum:
fölgulum blæ og með gullnum appelsínum-lit
Kínarafsins, sem heppilega var við eldsglóð
kent. Þá var þar hið rauða raf Egyptalands í
fáguðum talnaböndum, töfrakroti skreyttum.
Einnig blá-grænir gimsteinar — langar raðir
þeirra, stórir molar ógreyptir, tengdir saman
með grannri gullvírskeðju; þá víravirkis háls-
men og armbönd alsett fáguðu skrauti þessara
gimsteina. Og enn raðir tordýfils í ljósgrænum
malachite eða hinum dekkri jaspis. Sumt af
þessu, sem og hinna blágrænu gimsteina —
sérílagi ein glundurs-samstæða armbands, háls-
mens og langra eyrnalokka — hafði eitt sinn
verið í dýrgripasafni konunganna kvenna, sem
á lífi höfðu verið þegar landið var mörgum ár-
hundruðum yngra.
“Reynið þetta á yður, Miss Pauline,” bað
Abdel hana, “mig langar til að sjá hvernig
það tekur sig út.”
Hún gerði eins og hann bað, en sagði þó í
mótmælaskyni: “Þetta fer naumast vel við ný-
móðins skraddara fatnað.”
En þegar hún yfirvegaði þetta í speglinum,
sem hann brá upp framan við hana, og sá
áhrif skartgripanna á eigin útlit sitt, lét hún
ósjálfrátt út úr sér undrandi fagnaðaróp. Hún
hafði tekið af sér hattinn og grænbláa gim-
steinaskrautið með hvítu blússuna nú að bak-
grunni virtist hafa breytt henni í einhverja
annarlega kvenveru. Og í brjósti hennar lét
skyndilega á sér bæra sú óljósa tilfinning, að
hún hefði sjálf áður borið þessa dýrgripi.
“Þeir voru fyrrum,” mælti Hafiz skraut-
mununum til meðmæla, “í eigu einnar prins-
essu fimtu konungsættarinnar, sem sagan segir
að fórnað hafi lífi sínu á altari ástarinnar.”
“Ó!” stundi Pauline og brá ósjálfrátt upp
hönd sinni. “Eg held ekki mér geðjist nú að
pessu.” En þegar hún afkrækti hálsmenið
festist það í hári hennar.
“Með leyfi!” Abdel að baki henni greiddi
hálsmenið úr stuttum lokkunum í hnakka
hennar.
Þegar hinir mjúku fingur hans snertu
hana, fyltist hún skyndilega þvínær ómót-
stæðilegri löngun til að stökkva á fætur og
þjóta í burtu frá einhverju, er hún þráði sárt
að eignast, en óttaðist þó; ölduflóð unaðs og
angistar, slík sem hún aldrei áður hafði orðið
vör við, streymdu um vitund hennar.
Og þá barst henni örvandi hlátursrödd
Abdels, er hann hvíslaði í eyra henni: “Verið
eigi óróleg, Scheherezade — ekkert þessu líkt
mun nokkurn tíma fá að snerta yður.”
Á sama augnablikinu náði hún sér aftur.
Alt þetta varð henni sem unaðslegur leikur,
eins og ónátútrlega fögur álfheimaför. En
þrátt fyrir alt var það hennar eigin úr, sem
hún leit á og til Abdels er hann lagði skraut-
munina aftur á flosklæðið, þaðan sem hann
hafði gripið þá upp.
i
VIII. KAPÍTULI
Þegar Pauline tók eftir því hvað tímanum
leið, sagði hún í hræðslutón: “Sir Abdel —
klukkan er orðin eitt. Föðurbróðir minn ætl-
aði að kalla mig að símanum hjá Shepheards.”
“Við skulum fara strax þangað,” svaraði
Abdel, og meðan hún var að láta á sig hatt-
inn sneri hann sér að kaupmanninum. “Taktu
þetta frá fyrir mig, Hafiz,” sagði hann. “Eg
sendi eftir því. Þetta,” bætti hann við, “ætla
eg að taka núna.” Og hann greip upp raf-
mola áfastan við fíngerða gullvírskeðju, og
stakk í vasa sinn um leið og hann kinkaði
kolli til gamla mannsins.
“Já, fyrir þig skal eg leggja blágræna
gimsteininn afsíðis,” svaraði Hafiz. “Ég hefi
oft neitað að selja hann — en þú lætur þér
ant um hver hann ber.”
Þessi orðaskifti höfðu aftur farið fram á
arabisku. Abdel hló einlæglega. “Eg hefi enn
ekki ráðið það við mig,” sagði hann.
Þegar Hafiz kvaddi Pauline með mikilli
viðhöfn, sagði hún: “Þúsund þakkir fyrir að
sýna mér svona marga dásamlega skrautmuni
— eg mun aldrei gleyma þeim.”
“En þér komið aftur og lítið á fleiri slíka,”
svaraði hann og leit um leið á Abdel.
Úti á strætinu þar sem sólgeislastafirnir
þrengdu sér í löngum rákum milli húsaskugg-
anna, gengu þau að bifreiðinni — sem þau
höfðu yfirgefið við næsta strætishornið skamt
í burtu.
Abdel gaf keyraranum fyrirskipanir um
hvert halda skyldi, studdi Pauline upp í bif-
reiðina og steig svo sjálfur einnig inn í hana.
“Eg vona að það hafi ekki verið mjög áríð-
andi að prófessorinn næði fljótlega tali af yður
á símanum?” spurði hann.
“Jæja — eg veit það nú ekki. Geri ráð
fyrir að hann hafi skilið eftir einhver boð til
mín,” svaraði Pauline. “Það er að segja,”
bætti hún við brosandi, “hafi hann munað
eftir að kalla til mín — en hefir ef til vill haft
allan hugann á einhverju, og svo algerlega
gleymt mér.”
Þar eð Abdel var vel kunnugt um ein-
rænishug prófessorsins, hélt hann þetta rrtjög
sennilega tilgátu.
“Eg hefði átt að gæta tímans,” bætti hún
við. “En í þessu Þúsund og einnar nætur
andrámslofti gleymdi eg þvínær allri tíma-
lengd. Þvílíkt líka undravert umhverfi — er
það í raun og veru verzlunarbúð? Eg á við
— mér virtist svo sem Hafiz einu gilda hvort
hann seldi nokkuð eða ekkert.”
“Eins oft er honum engin þægð í því —
beinlínis forðast að gera það,” staðhæfði Abdel.
“Og hví skyldi honum líka vera ant um að
selja þessa muni sína? Hann er einn auðugasti
kaupmaðurinn í Cairo. Forfeður hans hafa
verið kaupmenn alt frá þeim tíma er fyrstu
iestirnar ferðuðust um eyðimörkina. Fanst
yður hann ekki sérkennilegur maður?”
“Aðdáunarverðasta persóna, held eg, jem
eg hefi nokkru sinni kynst,” viðurkendi hún.
En undraði það þó með sjálfri sér, hvort svo
væri 1 raun og veru.
Þegar þau náðu til Shepheards fór Abdel
þar inn með henni. Pauline var nú fremur
óróleg í huga og tók ekkert eftir því að ýmsir
sneru sér við og störðu forvitnislega á eftir
þeim.
Að því er Abdel snerti, þá sá hann aðeins
það, sem hann kærði sig um að veita athygli.
Hann beið meðan Pauline spurðist fyrir
um skilaboð til sín, og þegar hún kom aftur
til hans, sá hann samstundis af vandræða-
svipnum á andliti hennar, að ekki væri alt
eins og vera skyldi.
“Henry frændi kallaði mig ekki að sím-
anum,” sagði hún. “En kom í þess stað hing-
að sjálfur eftir mér. Fór héðan fyrir eitthvað
fimm mínútur og sagðist ímynda sér eg hlyti
að vera farin heim — eg skil ekkert í því —
hann hlýtur að hafa ruglast í þessu öllu. Þeir
hér halda að hann muni ekki koma hingað
aftur, og hann skildi engin boð eftir handa
mér. Haldið þér hann hafi farið heimleiðis
án mín?”
“Eg skal flytja yður sjálfur heim seinna,”
sagði Abdel. “Þó ekki fyr en farið er mikið
að kólna. En nú ætla eg að veita sjálfum
mér þá ánægju, að njóta einhverrar hressingar
með yður. Ef til vill þóknaðist yður að þvo
af yður ferðarykið meðan eg lít eftir sætum
handa okkur við eitthvert borðið?”
•
Þótt hún væri mjög óróleg út iaf frænda
sínum próféssornum, þá hreif titrandi fagnað-
arkend um sig hjá henni við tilhugsanina um
að njóta máltíðar við borðið með Abdel. Hún
flýtti sér þó að segja: “Ó! en — en eigið þér
ekki mjög annríkt? Og — það lítur svo út
sem eg hafi nú einræðisvald á tíma yðar.”
Hann svaraði: “Á ýmsum tímum er eg
algerlega meðmæltur einræðinu. Viljið þér
hitta mig á svölunum?”
Hans hugmynd um að “líta eftir sætum”
var sú, að fara út á svalirnar og senda eftir
höfuðþjóni gestastofunnar, sem hraðaði sér
þangað og ræddi í hæverskum tón við hinn
tigna gest. Svo ieit Abdel umhverfis sig og
sér þá Nancy Bellingham rétt vera að koma
þangað út og horfa sér eftir sæti við eitthvert
borðið. Honum geðjaðist vel að Nancy, en í
þetta sinn var honum ekkert um nærveru
hennar. Þegar hún nú varð hans vör og
veifaði hönd til hans, brosti hann við henni,
en hún kom þá rakleiðis yfir til hans.
“Abdel!” sagði hún og heilsaði honum
með sínu hlýja handtaki. En sú forsjónar
leiðsla! Áttu von á gestum, eða myndi þér
þóknast að veita einmana kvenmanni stað við
borð með þér?”
“Það myndi gleðja mig,” svaraði hann.
“Eg á allareiðu von eins gests — sem þú þekk-
ir. Þarna kemur hún.”
Er Nancy leit í sömu átt og hann, varð
hún stórlega forviða. Gertrude Bassetts fallega
tengdafrænka að neyta hádegishressingar ein
síns liðs í Cairo með Abdel. í almennri gesta-
stöð, auðvitað, en — var hin góða Gertrude
vissulega svo skeytingarlaus um hefðarinnar
venjur, að hún leyfði slíkt — eða hafði hún
gleymt andrúmsloftinu í Cairo?,
Eg er vissulega að trana mér hér fram,
og það er jafngott! hugsaði Mrs. Bellingham
ákveðið með sjálfri sér.
Ljóáagull
Bjarni Thorarensen—
KYSSTU MIG APTUR
Undrast þú ekki, mín Svava,
þó ei nema’ á stangli
orð fái’ eg eitt í senn flutt af
andþrengslum megnum —
og að þig aptur eg nálgast,
þó áðan við kysstumst;
ýttu mér ekki samt frá þér,
eg á nokkuð hjá þér.
í
Manstu ei, að munir okkrir
þá mættust í dyrum?
Sála mín þá, mín Svava,
þér settist á varir,
þóttist hún rík, þar á rósa
þeim rauða beð lá hún;
enn þar hún dottar í dái
og dreymir þig, Svava.
Veizt þú nú, líf mitt, hin ljúfa,
þér liggur á vörum;
leyfðu’ að það sofanda sjúgi’ eg
Úr sólfagra beðnum;
láttu ei bana mig bíða,
eg bið þig, mín Svava;
gefðu mér önd mína aptur,
og aptur mig kysstu.
VÍSA
Einn á báti útí hafi
eg sit hér við norðurpól,
mín vill kænan mara í kafi,
megn er straumur, engin sól;
en á bátnum ekkert brast;
eg ef sæki róðurinn fast,
faSjir storma forðar grandi
og fleytir öllu heilu’ að landi.
Pauline heilsaði henni með hreinlegu gleði-
brosi, og Nancy fékk brátt að heyra um alla
viðburðina þá um morguninn.
Máltíðin var jafn snyrtilega framreidd eins
og bezt hefði getað hæft æðstu höfðingjum
Egyptalands, og þau nutu hennar með mikilli
glaðværð. Það var nokkru seinna, er þau voru
á leið aftur út á svalirnar til kaffidrykkju, að
Nancy heppnaðist að tefja ögn fyrir Sir Abdel í
einrúmi.
“Heyrðu mig eitt augnablik, Abdel,” sagði
hún eins og gamalkunningi. “Hvað er komið
yfir þig? Eg á við,” bætti hún við, er hann
horfði á hana með spyrjandi augnaráði, “þú
ætlir þér vissulega ekki að keyra heim með
þetta barn, eða senda handa í bifreið þinni
og láta hina vænu Gertrude frétta það, að
hún hafi eytt mestöllum morgninum ein með
þér í Musky-hverfinu og við tedrykkju hjá
Hafiz — og það án eftirlitskonu?”
“Hvað í ósköpunum áttu við?” spurði hann.
“Þetta er ensk stúlka —”
“Það, einmitt.”
“Hvað svo?”
“Heyrðu, góði kunningi,” sagði Nancy, “þér
er ekki vanalega gjarnt til að forsóma notkun
heilabús þíns. En við erum ekki í Evrópu. Og
hér ráfa ekki laðandi, ásjálegir menn um út-
hverfi og afgötur með enn meir ásjálegum ung-
um stúlkum.”
“Hversu þó hlálegt — mér kom það aldrei
í hug.” Hann hikaði við með kergjusvip. “En
gætir þú, Nancy, ekki sagt að þú hefðir altaf
verið í ferð með okkur?”
Hún sagði brosandi: “Þú ert, Abdel, við-
kvæmasti heiðursmaðurinn, sem eg þekki. En
þú varst fóstraður upp mitt í undirhyggjunnar
andrúmslofti og hefir vissulega lært þar eitt-
hvað af slíku.”
“Eg hugsa nú aðeins um ungu stúlkuna,”
sagði hann. “Og vil ekki vera henni orsök til
nokkurra vandræða.”
“Það er hollast að láta mig sjá um þetta,”
sagði Nancy, sem komist hafði að eigin niður-
stöðu um aðbúð þá, er Pauline nyti í Bassett
heimilinu. Hún var mjög athugull kvenmað-
ur og það hafði ekki farið fram hjá henni, að
Mrs. Bassett hélt sinni “kæru tengdafrænku”
í skugganum þegar sá gállinn var á henni.
“Eg skal greiða úr þessu,” sagði Nancy svo.
“Tek hana nú heim með mér og fer svo með
hana eftir tetímann heim til hennar hjá frænd-
fólkinu. Eg segi frúnni að við höfum notið
hádegisverðar með þér, og gef henni bending
um að gleyma hinum stundunum.” Þetta fanst
Nancy vissulega skynsamlegasta ráðagerðin.
“En fyrst,” bætti hún við, “held eg réttast
væri, að síma Bassetts-heimilinu og reyna að
komast eftir því hvað orðið hafi af prófessorn-
um. Það virðist ótrúlegt að hann hafi skilið
ungu frænkuna eina eftir til þess hún kæmist
heim sem bezt hún mætti. Far þú nú fram
til hennar, meðan eg fer dálitla rannsóknar-
för.”