Lögberg - 27.08.1942, Side 2

Lögberg - 27.08.1942, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1942 Munich Munich — þetta illræmda nafn — birtist enn á ný í frétt- um stórblaðanna. Anthony Eden hefir gjört heyrum kunnugt að engir atburðir er gjörst hafi um eða eftir 1938 breyti neinu um sjálfstæði eða landamæri Tékko- slovakíu á komandi tíma. Mr. Churchill tilkynti í októ- ber 1940, að Munich samning- arnir svokölluðu hefðu algjör- lega verið numdir úr gildi, þeg- ar Þýzkaland hóf þetta stríð. Sú staðfesting með formlegri tilkynningu í brezka þinginu, að England viðurkenni stjórn Tékka í Lundúnum fullvalda og verkhæfa, hefir vafalaust verið gjörð í sérstöku augnamiði vegna afstöðu Dr. Benes og fé- laga hans. Það var naumast nauðsynleg yfirlýsing til umheimsins að Munich með öllu því sem við það nafn er tengt, væri afneit- að af ensku þjóðinni og for- ráðamönnum hennar; sú blað- síða hefir verið að fullu og öllu rifin úr stjórnmálasögu Breta. Þá háðung og auðmýking er það plagg olli, er þegar friðþægt fyrir með slíkum fórnfæringum og hetjudáðum að slíks eru fá eða engin dæmi í sögu mann- kynsins. Munich samningarnir voru á sínum tíma varðir með þeim röksemdum að Tékkóslóvakía hefði borgað fyrir varanlegan frið fyrir okkar kynslóð og sparað líf ótaldra ungra manna. Kaldhæðnin í þessum fullyrð- ingum á sér engin dæmi í ver- aldarsögunni ef litið er til baka um tæp fjöfur ár. Þegar Mr. Chamberlain til- kynti 21. sept. 1938, að hann hefði verið boðaður til Munich, segir viðstaddur fréttaritari að þeim boðskap hafi þingheimur fagnað með æðistryltum húrra- ópum, fagnaðarlátum og fóta- sparki. Þegar Chamberlain steig upp í flugvélina á Heste flugvellinum, ávarpaði hann hinn fagnandi lýð er fylgdi hon- um til dyra, á þessa leið: “Þeg- ar pg kem til baka, vona eg að geta tekið upp orð Hotspur í “Hinrik áttunda” “úr þessum hættulega illgresisreit las eg eitt smáblóm — öryggi og frið.” Eftir Munich uppgjöfina og áður en hann tók faraleyfi heim, sagði Chamberlain: “Eg hefi ætíð haft í huga að friður í Tékkóslóvakíu mundi opna leið til samninga um Evrópu- málin, nú vona eg augljósar ráð- stafanir verði hafnar til al- gjörrar afvopnunar. Eftir heimkomu sína talaði hann til múgsins frá svölunum á Downing stræti 10, svofeldum orðum: “Vinir mínir, þetta er í annað sinn í allri okkar sögu að friður með fullri sæmd er fluttur frá Þýzkalandi, til þessa staðar er við nú stöndum á; eg trúi því, að sá friður sé fyrir alla okkar tíð. Lárviðarskáldið John Mase- field taldi kraftaverkið verðugt eftirfarandi fjögurra ljóðlína: í As Priam to Achilles for his son, So you, into the night divinely led, To ask that young men’s bodies not yet dead Be given from the battle not begun. Nokkur minnihluta andmæli komu brátt í ljós, en nægileg til að frelsa hina brezku sál. Duff-Cooper gekk úr ráðuneyt- inu með svohljóðandi ummæl- um: “Eg hefi reynt að tæma þennan beiska biskar, en eg get það ekki og set hann því frá mér; með því hefi eg ef til vill fyrirgjört stjórnmálaframtíð minni, en eg hefi nokkuð, sem enginn getur frá mér tekið — eg þarf hvergi að lúta höfði fyrir blygðunarsakir út af þess- um málum.” Cranborne lávarður sagði að “friður með sæmd” væri óguð- legt spott í þessu tilfelli. Þegar Churchill sá að öll hans bar- átta í þarfir friðarmálanna vai dauðadæmd og alt varnarsam- starf andað í ógæfu og slysurn, mælti hann þessi alvöruþrungnu' orð: “Eg verð að segja hér það sem allir óska að láta ósagt, en verður þrátt fyrir það að stað- hæfast, að við höfum beðið full- kominn og algjöran ósigur í þessum málum; fram undan er ógæfan í öllum sínum hræði- lega mikilleik fyrir Bretland og Frakkland. Látum okkur nú að lokum sjá hlutina í réttu ljósi.” Sá “friður” er átti að spara líf ungu mannanna og vara okk- ar tíð, náðist með loforði og á- byrgð Hitlers, gegn því að Eng- land og Frakkland létu sig örlög Tékkóslóvakíu engu skifta þeg- ar sá dómsdagur rynni upp. Chamberlain ritaði Hitler á þessa leið: “Þú getur ekki efast um að stjórnarvöld Breta og Frakka séu megnug þess að á- byrgjast uppfyllingu allra gef- inna loforða.” Samkvæmt skyldu sinni, til- kyntu tveir fulltrúar Breta — þeir Horace Wilson og Ashton Gnatkin — fulltrúum Tékkó- slóvakíu, er biðu með öndina í hálsinum í hliðarherbergjum samningahallarinnar í Munich, að landamæralínur Mið-Evrópu hefði nú verið endurskoðaðar af Englandi, Frakklandi, Þýzka- landi og ítalíu, og þeim breytt allverulega. Að endingu mælti Ashton Gwatkin svo: “Ef þið ekki fallist á þessar niðurstöður nú þegar, verðið þið einir að jafna sakir við Þýzkaland í framtíðinni. Frakkar munu ef til vill tilkynna ykkur þetta á mildari hátt, en trúið mér, í þessu efni er hugur þeirra sami og okkar, þeir munu láta þessi mál afskiftalaus. Síðar voru fulltrúar Tékka kallaðir inn á ráðstefnu og gefn- ar ákveðnar fyrirskipanir; þetta gjörðist að morgni hins 30. sept- ember; tuttugu og fjórum klukkutímum síðar hóf Hitler innreið sína yfir landamærin “án þess að beita valdi.” Þannig voru ráðstafanir gjörðar til að kveikja í púðurbyngnum, er sprengdi Evrópu í loft upp ellefu mánuðum síðar og inn- leiddi þá blóðugustu og örlaga- ríkustu styrjöld yfir alt mann- kyn er sögur fara af. Af hendingu er verður að inn- færast í siðferðisdálk þessa máls, tilkynnir Anthony Eden fyrir hönd stjórnarinnar, að Munich samningarnir frá 29. sept. 1938 séu úr gildi numdir, sem voru þó fyrir löngu rifnir í tætlur á orustuvöllum lofts og láðs. Þessi yfirlýsing Mr Edens var í raun og veru ekki nauðsynleg til að kunngjöra stefnubreytingu Breta í þessum málum, heldur af hinu, að þessu ógæfutilfelli verður ekki vikið til hliðar og grafið í gleymsku í þögn: Hann markaði þar línu er höfð mun hliðsjón af við endurbyggingu og upprisu Mið-Evrópu að þess- ari eldskírn afstaðinni. Munich verður að minnast í framtíðinni sem aðvörun gegn þeirri stefnu er rændi heiminn réttlátum friði og gjörði al- heimsstríð óumflýjanlegt. Munich og Manchuria eiga að vera viðvörunar merkin á næstu friðarþingum fyrir komandi kynslóðir. Laus taumur' árásargjarnra þjóða, hefir ákveðnar sögulegar afleiðingar eins og reynslan sýnir; þær þjóðir er leita hins svokallaða friðar á þann hátt, þurfa að læra að hlýða alþjóða lögum. Á þessum tímum er skamt á milli orsaka og afleiðinga; Munich er aðeins í fjögurra ára fjarlægð en stendur til minnis og viðvörunar okkur og öllum þjóðum á öllum ókomnum tím- um. (Ritstjórnargrein úr Free Press). Jónbjörn Gíslason. Bjarni Lyngholt Hinn 31. marz síðastliðinn, andaðist hér í Blaine einn okkar fjölhæfari og íslenzkasti Vestur- íslendingur, Bjarni Lyngholt, rúmlega 70 ára að aldri. 3 Bjarni var fæddur ^ júní 1871, í Bjálmholti, í Marteins- tunguhreppi, í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru: Sigurður Björnsson og Rannveig Bjarna- dóttir, búandi hjón í Bjálmholti. Var hann yngstur af 6 systkin- um, sem nú eru öll dáin. 19. janúar, árið 1901, giftist hann Önnu Margréti Jónsdóttur, ætt- aðri úr Norður-Múlasýslu. Þau giftust á Eskifirði og lifir hún mann sinn og er búsett í Blaine, Washington. Þau hjónin eign- uðust tvö börn, pilt og stúlku. Dóttirina mistu þau fjögurra mánaða gamla og drenginn síð- ar, á fjórða ári. Til Ameríku fluttu þau, frá Akureyri, sum- arið 1903. Settust þau fyrst að í Manitoba, Canada, og dvöldu þar fyrstu fjögur árin. Fluttu þau þá vestur að Kyrrahafi og bjuggu á ýmsum stöðum í Brit- ish Columbia frá 1907 til 1929. Þá fluttu þau til Point Roberts, Washington, þar sem þau bjuggu þar til fyrir nærri ári síðan, að þau fluttu til Blaine. Eins og vikið er að hér að ofan var Bjarni óvanalega fjöl- hæfur maður. Ungur lærði hann undir skóla hjá séra Ólafi Ólafs- syni, hinum velþekta fríkirkju- presti í Reykjavík. Var það löngun hans og ásetningur, að “ganga skólaveginn,” en um þessar mundir dó móðir hans og varð hann þá að hætta skóla- námi. Lærði hann þá járnsmíði og síðar skósmíði. Stundaði hann hina síðarnefndu handiðn á Akureyri, síðustu árin sem hann var á Islandi. Bjarni var frjálslyndur í trúarskoðunum. og skömmu eftir komu hans vestur um haf, kyntist hann Ú n í t a r a-hreyfingunni meðal landa sinna. Ásetti hann sér þá að taka upp guðfræðinám við einhvern af skólum þeirra og búa sig undir kennimanns- starf meðal landa sinna. En aftur tóku atvikin í taumana og varð hann að hverfa frá þessari fyrirætlan sinni. Sérstaka unun hafði hann af músík, ljóðum og leiklist. Bar hann gott skyn á þessar íþróttir, enda iðkaði hann sjálfur talsvert tvær hinar síðasttöldu. Gjörði hann sér þær aldrei að féþúfu, en notaði þær óspart og endur- gjaldslaust til að vekja gleði meðal landa sina og prýða sam- kvæmislíf þeirra. Voru víst færri íslenzkir mannfundir í hans bygðarlagi (hvar sem hann bjó) þar sem Bjarni var ekki á skemtiskránni, með leiksýning kvæði eða ræðu — því hann var mjög vel máli farinn. Hann þýddi allmarga gamanleiki úr dönsku og stjórnaði oftast leik- sýningum í sinni bygð. íslendingur var Bjarni alla sína æfi, eins og fram er tekið í upphafi þessarar æfiminning- ar. Varð hann í raun og veru aldrei Ameríkumaður, því hug- RECRUITS are urgently required for Canada's ACTIVE ARMY It Needs EVERY FIT MAN belween I8V2 and 45 years of age VETERAN’S GUARD (Active) Wants Veterans of 1914-1918 up to age 55 See your LOCAL RECRUITING REPRESENTATIVE urinn varð að meir en hálfu leyti eftir “heima.” Bera ljóð hans þess greinilegan vott. “Minni Islands,” orkt fyrir Miðsumarmót íslendinga í Blaine, 28. júlí, 1935, er gott sýnishorn af ljóðagerð hans og af ást hans til lands og þjóðar. Felli eg það því hér inn í þessa æfiminning: Landið, sem mig ungan ól Upp við brattra fjalla rætur, Norðurljósa breiðaból Með bárufald við jökulstól Klettasnös og kvíaból Kólgu él og sólskins nætur. Landið, sem mig ungan ól Inst við sínar hjartarætur. Gamla landið — landið mitt — Landið minna æskuvona: Heima kjósa hver 'má sitt, Hjá þér verður ávalt mitt. Heyrast bezt vði brjóstið þitt Bænir þinna dætra’ og sona. ' Ljúfa ísland — landið mitt — Landið minna hæztu vona. Megi eilíft Alvalds ráð Öllu þér til gæfu snúa, Breyta hverjum draum í dáð. Drottinn blessi vog og láð, Veiti heill og hjálpar-ráð Hverjum, sem að hjá þér búa. Megi eilíft Alvalds ráð Öllu þér til gæfu snúa. Bjarni var bókavinur og las góðar bækur sér til gagns og uppbyggingar, enda átti hann sjálfur talsvert af ágætum bók- um. Það má hiklaust segja um hann, að hann lagði á flest gjörva hönd og, að andi hans var síleitandi og kannaði ýmsa heima. Á síðari árum æfi sinn- ar hneigðist hugur hans allmik- ið að andatrú. Lagði hann mikla alúð við rannsókn þeirra hluta, enda kvað hann hafa ver- ið gæddur óvenjulegri miðils- gáfu. Varð hann að lokum fullkomlega sannfærður um framhald lífsins eftir dauðann og um möguleikann fyrir sam- liandi milli látinna og lifandi. Fer því vel á því, að enda þess- ar línur með broti úr kvæði, er hann orkti ekki alls fyrir löngu: Eftit liðinn lúa daginn Ljúft er nú sér hvíld að taka; Þegar sígur sól í æginn Sumarfuglar hjá þér vaka. Allir draumar eiga að rætast — Oft er skamt á milli funda— Þar sem kvöld og morgun mæt- ast, Mörgum verður ljúft að blunda. í Guðs friði, góður Islendingur! ÆEEDTIMEF* OAUÍ ’HARVEST' Bt Dr. K. W. Neatby Dinltr, Atricvtturai Drparlmrnt North-W«»t Llne Elevator* Aaaodatioa TOUGH GRAIN Tough or damp grain is like the flu in that the sooner you. can get rid of it, the better. The farmer with tough grain will be in a tough (!) position this year. Due to the conges- tion in public storage, accomo- dation for tough grain will be extremely limited or entirely lacking. The volume of tough grain is likely to be increased this year as a result of the more.general use of combines, particularly in the hands of inexperienced operators who may start har- vesting before the crop is ready. The following suggestions are reproduced from a statement issued by the Manitoba Depart- ment of Agriculture. They have equal significance for Alberta and Saskatchewan farmers. To Avoid Loss from Tough Grain Allow grain in stook or swath to become thoroughly dry after a rain or heavy dew before threshing or combining. Allow standing grain to be- come fully ripened before straight combining. Weedy crops should be swath- ed before combining. Straight combining such crops adds to the moisture content of the threshed grain. Farm Storage Suggestions Weed seeds and other foreign material should be removed by cleaning before final storage. The larger the bin, the greater the risk of spoilage. Where grain must be stored on earth or concrete floors, a foot of straw covered with building or waterproof paper will assist in preventing spoil- age. (Avoid use of tar paper). Avoid leaky roofs. Exclude drifting snow. Where labour permits, grain too moist to be threshed may often be stacked and carried over satisfactorily to thresh at a later date. There are no práctical ways of drying tough grain on the farm. Further particulars on farm storage of grain may be had by writing to your Provincial De- partment of Agriculture. Vinarkveðjur til biskups landsins Biskupi landsins hafa borist nýlega vinarkveðjur frá útlönd- um. 1. Forseti Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi, dr. Richard Beck, þakkar biskupi jólakveðju hans, sem hann tal- aði á hljómplötu. En hljóm- platan var leikin í báðum ís- lenzku kirkjunum í Winnipeg á jólunum og henni útvarpað skömmu síð’ar. Þessi kveðja biskups til Vestur-íslendinga var einnig prentuð í báðum vikublöðunum þeirra. “Hefir hún áreiðanlega,” segir forset- inn, “vakið almennan fögnuð meðal Islendinga í landi hér og drjúgum orðið til þes$ að styrkja bræðraböndin milli vor og heimaþjóðarinnar.” 2. Erkibiskup Kantaraborgar þakkar í nafni kirkju Englands og sínu fyrir þá vinsemd, sem ensku prestarnir hafi notið hjá íslenzku kirkjunni og þá eink- lím það, að þeir hafi fengið að halda guðsþjónustur í Dóm- kirkjunni í Reykjavík og fleiri kirkjum. Biður erkibiskup blessunar Guðs yfir kirkju Is- lands og alt starf hennar. 3. Þriðja kveðjan er símskeyti frá erkibiskupi Svía, á þessa leið: “Biskupar Svíaríkis, saman komnir á ársfundi sínum, senda bróður sínum, hinum íslenzka, innilega friðarkveðju. Guð er vort hæli og vor styrkur. Eidem.” Biskup vor sendi þegar um hæl svarskeyti: “Þakka bróður- kveðju. Guð blessi kirkju Svía- ríkis. I þögn og von skal hreysti yðar vera (In silentio et in spe erit fortitudo vestra). —(Kirkjuritið). Þrír skólapiltar, einn úr Há- skólanum, annar úr mentaskól- anum og áá þriðji úr Samvinnu- skólanum voru samankomnir í húsi einu, þegar fín frú kom inn til þeirra. Stúdentinn spurði letilega hvort einhver vildi ekki bjóða frúnni sæti. Mentaskóla- nemandinn ýtti stól til hennar — en Samvinnuskólapilturinn settist á hann. * * * “Lítil kona er hættuleg,” seg- ir máltæki — hvað skyldi stór kona vera? BORÐA MAUK - OG FELLUR ÞAÐ! “Eg segi f jölskyldunni að meðan Jack sé handan við haf, skulum við borða mauk með góðri lyst.” 44VéR EIGUM í stríði. Það koslar mikið að sigra. Mér dettur því ekki í hug að segja, að þó við verðum bráðum að sæia skyldu- sparnaði: "Þá er svona komið." Eitthvað annað. herra minn! Sumir þarfnast skyldu- sparnaðar vegna eigin velferðar. Það er það allra minsta. Eg ætla að spara eftir megni til þess að kaupa Stríðssparnaðarskírteini og Sparimerki til þess að flýta fyrir sigri, og eiga nokkura innstæðu fyrir þá tíma, er vér þurfum ekki að neyta allra þessara átaka og aukavinnu." “Eg hefi skírt úrgangskönnuna “Hiitler,” og verið viss um, að finnur þar ekki margt fémætt.” Kaupið StriOssparimerki hjá lyfsölum, bönkum, pósthúsum, deildabúðum, mai- vörubúðum, tóbaksbúðum oq í öðrum smásölubúðum. Skírteini má kaupa og fá þau um lcið, $5, .$10, -25 hjá bönk- um, trust-félögum og pósthúsum. Nation War Finance Committee Sparnaður er Þjónusta é

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.