Lögberg - 15.10.1942, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER, 1942
Sœ-Taó hin fagra
Kínversk áslarsaga frá 15. öld.
(Jón Helgason þýddi)
Spyrðu mig, hver hún hafi
verið, Sæ-Taó hin fagra? I
meira en þúsund ár hefir þotið
í trjánum yfir kumli hennar.
Laufið hvíslar þeim nafn henn-
ar, er leggja hlustirnar við hjali
þess. Margskiftar, vaggandi
trjágreinar, hvikulir sólskins-
blettir og flöktandi skuggar,
andvarinn, ljúfur eins og návist
konu, óteljandi villiblóm — alt
hvíslar: Sæ-Taó. En þótt heyra
megi nafn hennar hvíslað, þá
skilur enginn trén. Þau ein
muna daga Sæ-Taó. En kín-
versku fræðaþulirnir frægu,
Kíang-Kó-jin, sem á kvöldin
segja áfjáðum áheyrendum æva-
fornar munnmælarsagnir gegn
fárra skildinga sögulaunum,
gætu samt sem áður sagt þér
eitthvað um hana. Þú gætir
líka lesið ýmislegt um hana í
bók, sem heitir “Kin-Kó-Ki-
Kóan,” en á okkar máli myndi
kölluð “Dularfullir viðburðir
fyr og síðar.” Af öllu því, sem
skráð er í þá bók, er sögnin um
Sæ-Taó ef til vill furðulegust.
Fyrir fimm hundruð árum, á
dögum Hán-Vó keisara, sem var
mjög kynstór, af ætt Mings, bjó
víðfrægur og dygðaríkur menta-
maður, að nafni Tín-Peló, í borg
verndarvættarins Kvan-tsjó-fú.
Tín-Peló þessi átti einn son,
fríðan pilt. Enginn var honum
fremri að þekkingu, líkamlegu
atgervi né háttprýði meðal
æskumanna á sama reki. Og
hann hét Mín-Væ.
Þegar pilturinn var á 18.
sumri, bar svo til, að faðir hans,
Peló, var skipaður umsjónar-
maður hinnar almennu fræðslu-
stofnunar í borginni Tsjin-tó.
Þangað fluttist Mín-Væ með
foreldrum sínum. í grend við
borgina bjó auðugur maður og
tign, voldugur embættismaður
landsstjórnarinnar, Tsjang að
nafni. Hann vildi fá tilhlíði-
legan kennara handa börnum
sínum. Þegar hinn tigni Tsjang
frétti um komu hins nýja uirf
sjónarmanns fræðslustofnunar-
innar, bauð hann honum til sín
og vildi þiggja af honum ráð í
þessu máli. Bar saman fímdurn
þeirra Mín-Væs, og er hann
hafði rætt við hinn mannvæn-
lega son Pelós, réði hann hann
til sín sem heimiliskennara.
Þar eð bústaður Tsjangs var
nokkrar mílur utan við borgina,
þótti bezt henta, að Mín-Væ
byggi hjó húsbónda sínum. Tók
því ungi pilturinn saman þær
pjönkur, er honum var nauð-
synlegt að hafa með sér í nýja
vistina, og foreldrar hans ósk-
uðu honum góðrar brottferðar
og lögðu honum heilræði og
mintu hann á orð Leió-Tsjú og
hinna fornu spekinga:
“Fagurt andlit fyllir heiminn
ástarvímu, er himininn lætur
aldrei blekkjast af slíku. Sjáir
þú konu koma úr austurátt, þá
líttu til vesturs; komir þú auga
á ungmey, er nálgast vestan að,
þá hverfðu augum þínum til
austurs.”
Ef Mín-Væ láðist að fylgja
þessum ráðum síðar meir, þá
var það sökum þess, hve ungur
hann var og óvarkár og glað-
lyndur að eðlisfari.
Síðan hélt hann brott til dval-
ar í húsi Tsjangs á hausti kom-
anda og hinn næsta vetur.
Þegar leið að öðru tungli um
vorið og gleðidegi þeim, sem
Kínverjar nefna Hóa-sjóa eða
“fæðingardag hundrað blóma,”
settist að Mín-Væ löngun til
þess að sjá foreldra sína. Hann
sagði Tsjang, þeim göfga manni,
frá þessu, en hann veitti honum
ekki aðeins fararleyfið, heldur
þrýsti í lófa hans tveim únzum
silfurs að gjöf, því að honum
datt í hug, að piltinn langaði til
þess að færa föður sínum og
móður sinni ofurlitla gjöf. Það
er siður í Kína að gefa vinum
og ættingjum gjafir á Hóa-sjóa-
hátíðinni.
Loftið var höfugt af blóma-
angan þenna dag og ómaði af
býflugnasuði.
Alt í einu fanst Mín-Væ, að í
mörg, mörg ár hefði enginn farið
stíginn, er hann lagði leið sína
eftir. Hann var gróinn hávöxnu
grasi. Til beggja handa uxu
risatré, sem ófu saman stórar
og mosavaxnar greinar yfir
höfði hans og vörpuðu skugga á
götuslóðann. Skuggsæl skógar-
höllin ómaði af fuglasöng, og
víðir laufskógarnir voru brydd-
ir gullnum eimi og baðaðir
blómailmi eins og musteri reyk-
elsisangan. Draumljúfur fögn-
uður dagsins hitaði Mín-Væ um
hjartaræturnar, og hann settist
niður meðal vorblómanna, undir
sveigðum greinum, er báru við
heiðan himin, og svalg að sér
ilminn og naut hinnar djúpu,
unaðslegu kyrðar. Er hann
hvíldist þarna^ barst honum
hljóð, svo að honum varð litið
við, þangað sem forsælu bar á
og vilt ferskjutré stóð í blóma.
Þar sá hann þá unga stúlku,
fegurri en bleikrauð blómin,
sem hún reyndi að fela sig með-
al. Mín-Væ gat ekki komist
hjá því að sjá yndsibraginn á
andliti hennar, þótt hann horfði
aðeins andartak á hana: gull-
skæran hörundsblæinn og fjör
djúpra augna, sem ljómuðu
undir bogadregnum augnabrún-
um, jafn hnituðum og þandir
vængir á silkifiðrildi. Mín-Væ
leit þegar í aðra átt, reis skjótt
á fætur og hélt áfram göngunni.
Vitneskjan um þessi dásamlegu
augu, sem höfðu horft á hann
gegnum laufið féfck svo á hann,
að hann gloþraði niður silfrinu,
er hann bar í ermi sinni, án
þess að verða þess var. Eftir
fáein augnablik heyrði hann létt
fótatak fyrir aftan sig, og stúlka
kallaði á hann með nafni.
Hann leit við mjög undrandi,
og sá þá laglega þernu, sem
sagði við hann:
“Herra! Húsmóðir mín bað
mig að taka upp þessa silfur-
peninga, serp þú misstir á veg-
inn, og fá þér þá.”
Mín-Væ þakkaði stúlkunni
fagurlega og bað hana að flytja
húsmóður sinni kveðju. Síðan
hélt hann leiðar sinnar í ilm-
ríkri kyrðinni, þræddi skugg
Canadian Womens Army Corps
NEBDS RECRUITS— AGE I.IMITS 18 TO 45
Full information can now be obtained from your local Army
Recruiting Representative
WOMEN! REPLACE A SOLDIER
RECRUITS
are urgenlly required for Canada's
ACTIVE ARMY
It Needs EVERY FIT MAN
belween 18 and 45 years of age
VETERAN S GUARD (Active)
Wanls Veterans of 1914-1918 up to age 55
See your LOCAL RECRUITING REPRESENTATIVE
ana, er móktu meðfram afrækt-
um stígnum. Sjálfur var hann
í leiðslu og fann, að hjartað
barðist af furðulegum hraða við
umhugsunina um hina fögru
veru, er hann hafði séð.
'Á öðrum slíkum degi hélt
Mín-Væ til baka sömu götuna
og hvíldi sig í annað sinn á þeim
stað, sem veran fagra hafði eitt
andartak birst honum sýnum.
En í þetta skifti vakti það undr-
un hans, að sjá í fjarlægð milli
stórvaxinna trjástofnanna hús,
sem hann hafði ekki veitt at-
hygli í hitt skiftið — sveitaset-
ur, ekki stórt, en glæsilegt svo
að af bar. Himinbláar steinflög-
ur á bogadrégnu og tenntu tví-
þaki hófust yfir útskornum ups-
um og virtust renna saman við
litfar hins skæra heiðbláma
dagsins. Sólskinið baðaði út-
skorin bogagöng, þar sem græn-
ir laufsveigir og gullin blóm
voru samanslungin af frábærri
list. Á efsta þrepinu við sval-
irnar fyrir framan bogagöngin,
þar sem gríðarstór skjaldbaka
úr postulíni var á varðbergi, sá
Mín-Væ húsmóðurina á setri
þessu standa — sjálfa gyðju
hinna ástríðuþrungnu hugóra
hans — og hjá henni sömu
þernuna og hafði borið henni
þakklætiskveðju hans. Mín-Væ
sá, að þær horfðu á hann, með-
an hann virti þetta fyrir sér.
Þær brostu og töluðu saman
eins og þær væru að ræða um
hann, og jafn feiminn og ungi
maðurinn var, þá hafði hann þo
áræði til þess að heilsa stúlk-
unni fögru úr fjarlægð. Honum
til undrunar benti þernan hon-
um að koma nær. Og Mín-Væ
opnaði ramgert hlið, sem var
hálfkafið vafningsjurtum með
fagurrauðum blómum, og hrað-
aði sér með blöndnum tilfinn-
ingum, undrun og hljóðlátum
fögnuði, eftir vel hirtum stíg,
sem lá upp að bogagöngunum.
Er hann nálgaðist, dró hin fagra
húsmóðir sig úr augsýn, en
þernan beið á breiðu þrepinu
til þess að taka á móti honum
og mælti, er hann kom til henn-
ar:
“Herra! Húsmóðir mín veit,
að þú vilt þakka henni þann
lítilfjörlega greiða, sem hún lét
mig gera þér nýlega, og spyr,
hvort þú viljir koma inn í hús-
ið, því að hún þekkir þig ai
crðspori og langar til þess að
veita sér þá ánægju að varpa
á þig kveðju.”
Mín-Væ gekk hikandi inn í
stóran og svalan viðhafnarsal,
baðaðan ilmi nýlesinna blóma.
Ekkert fótatak heyrðist á gólf-
ábreiðunum, dúnmjúkum eins og
mosabeðja í skógi. Sólargeisl-
ar féllu inn milli bambusriml-
anna, og annað veifið bar skugga
af fuglum, sem flugu fyrir, yfir
sólskinsrákirnar. Stór fiðrildi
með eldrauða vængi svifu inn og
flögruðu stundarkorn meðal
skrautkerjanna og hurfu aftur
út í leyndardómsfullan skóginn.
Húsmóðirin unga kom inn um
aðrar dyr, jafn hljóðlátlega og
þau, og heilsaði piltinum ástúð-
lega. Hann bar hendurnar upp
að brjóstinu og'hneigði sig djúpt
í kveðjuskyni. Hún var hærri
heldur en hann hafði álitið hana
vera og tággrönn eins og fögur
lilja. Svart hárið var fest upp
með hvítum tsjú-sja-ki-blómum.
Bleikur silkikyrtillinn skifti lit-
um, er hún hreyfði sig, eins og
þegar daggarúði bregður blæ við
ljósbreytingu.
“Skjátlist mér ekki,” mælti
hún, er bæði voru sezt eftir að
hafa skiftst á venjulegum
kurteisistjáningum, “er heiðrað-
ur gestur minn enginn annar
en Tín-sjó, kallaður Mín-Væ,
kennari barna hins virðulega
frænda míns og tigna embættis-
manns, Tsjangs. Ætt Tsjangs er
einnig mín ætt, og því get eg
litið á kennara hans eins og ætt-
ingja minn.”
“Yngismær!” svaraði Mín-Væ
mjög undrandi. “Leyfist mér
að spyrja um nafn þinnar göf-
ugu ættar og skyldleika þinn við
hinil tigna velgerðarmann
minn?”
“Nafn minnar lítilfjörlegu
ættar,” svaraði stúlkan fagra,
“er Ping — gömul ætt frá borg-
inn Tisj(n-tó. Eg er dóttir Sæ
frá Món-tíaó; sjálf heiti eg
einnig Sæ. Eg var gefin ungum
manni af Ping-ættinni, er hét
Kang. Við giftinguna komst
eg í ætt hins ágæta velgerða-
manns þíns. En maður minn dó
skömmu eftir brúðkaup okkar,
og eg hefi kosið að búa á þess-
um afskekta stað meðan eg lifi
í ekkjudómi.”
Það var vær hreimur í rödd
hennar, eins og lækjarhjal eða
niður í uppsprettu, og svo dul-
magnaðan yndisþokka hafði
Mín-Væ aldrei áður orðið var í
orðræðu nokkurrar manneskju
Er hann vissi, að hún var ekkja,
gerði hann statt að dvelja ekki
lengi í návist hennar, nema hon-
um væri boðið það með tíðkan-
legri viðhöfn, og bjóst því til
brottferðar, er hann hafði
dreypt á ljúffengu tei, sem hon-
um var borið. En Sæ vildi ekki
leyfa honum að fara svo bráðla.
“Nei, vinur,” sagði hún.
“Staldraðu enn við stutta stund
í húsi mínu; eg bið þig þess.
Því að frétti hinn heiðraði hús-
bóndi þinn það einhverntíma, að
þú hafir verið hér og eg hafi
ekki tekið eins á móti þér og
sæmir, þegar mikilsmetinn gest-
ber að garði, og veitt þér eins
og honum sjálfum, veit eg að
hann yrði mjög reiður. Hinkr-
aðu að minsta kosti við til kvöld-
verðar.”
Svo Mín-Væ hinkraði við og
gladdist á laun í hjarta sínu,
því að honum fanst Sæ sú feg-
ursta vera, sem hann hafði
nokkru sinni kynst, og fann, að
hann elskaði hana jafnvel enn
heitar en föður sinn og móður.
Langir kvöldskuggarnir runnu
hægt og hægt saman í fjólublátt
rökkur meðan þau spjölluðu
saman. Gulir geislar kvöldsólar-
innar myrkvuðust, og stjarn-
verurnar, er nefndar eru “Ráð-
gjafarnir þrír” og ráða lífi og
dauða og örlögum manna, luku
upp köldum og skærum augum
sínum á norðurhmininum. 1
húsi Sæ voru myndskreytt ljós-
ker tendruð. Borðinu var hrund-
ið fram til kvöldverðar, og Mín-
Væ tók sér sæti við það, þótt
matarlystin væri lítil. Hann
hugsaði aðeins um hið dásam-
lega andlit stúlkunnar. Sæ
veitti því athygli, að hinn ungi
gestur hennar bragðaði varla á
ljúffenginu, sem lagt var á disk
hans, og neyddi hann til þess að
drekka vín. Og þau drukku
saman nokkur staup. Það var
purpuravín, svo svalt að bikar-
inn, sem því var helt í, hjúp-
aðist höfugri dögg. Samt virtist
það brenna í hverri æð, með
ókennilegum funa.
Mín-Væ þóttu alir hlutir verða
bjartari sem af töfrum, er hann
hafði drukkið vínið. Veggir
stofunnar virtust þokast fjær og
þakið hefjast, ljóskerin glóðu í
festum sínum eins og stjörnur
og rödd Sæ barst að eyrum
piltsins eins og hljómkviða úr
firð svæfandi kvöldsins. Honum
svall móður, tungutakið liðkað-
ist og af vörum hans féllu orð,
sem hann hafði aldrei getað í-
myndað sér, að hann þyrði að
segja. Sæ reyndi samt ekki að
halda aftur af honum. Varir
hennar lyftust ekki í brosi, en
djúp og skær augun virtust
hlæja af fögnuði við hrósýrði
hans og jafnvel endurgjalda
ástríðuþrungna aðdáun augna-
ráðsins með ástúðlegri hlutdeild.
“Eg hefi frétt um sjaldgæfar
gáfur þínar,” sagði hún, “og
margþætta og ágæta mentun.
Eg kann ofurlítið að syngja,
þótt ge geti ekki talist hafa
neina hljómlistarþekkingu til
brunns að bera. Nú nýt eg
þess heiðurs að vera í félagsskap
hámentaðs tónlistarmanns og
ætla að voga mér að vera svo
óháttvís, að biðja þig að syngja
með mqr fáeina söngva. Mér
væri það ekki lítið gleðiefni, ef
þú vildir leggja þig niður við
að prófa sönghæfi mitt.”
“Það er minn heiður og gleði,
kæra frú,” svaraði Mín-Væ. “Eg
get ekki tjáð það þakklæti, sem
svo sjaldgæft og ástúðlegt boð
verðskuldar.”
Lítil silfurbjalla gall, og hlýð-
in þernan kom með nótnablöð
og hvarf að vörmu spori. Mín-
Væ tók handritin og byrjaði að
skoða þau af mikilli ákefð.
Pappírinn, sem skráð var á, var
ljósbleikur að lit og léttur eins
og köngulóarvefur, en stafirnir
voru fornlegir og fagrir eins og
þeir hefðu verið dregnir með
pensli Hö-song-Tsjí-Tsjú sjálfr-
ar — hinnar guðlegu verndar-
vættar bókiðjunnar, sem ekki er
stærri en fluga. Og innsiglin,
sem voru fest við þessi handrit,
voru signet Júen-tsjín og Keio-
pien og Taó-mó — frábærra
skálda og hljómlistarmanna af
hinni konungbornu Tang-ætt.
Mín-Væ gat ekki bælt niður
fagnaðaróp, þegar hann sá
þessa dýrmætu og óviðjafnan-
legu dýrgripi. Hann gat tæp-
ast þvingað sig til þess að sleppa
þeim úr hendi sér eitt andartak.
Almanak Ólafs S. Thorgeirs-
(Niðurlag næst)
TIL I>ESS Afí TRYGGJA
YÐUR SKJÓTA
AFGREIÐSLU
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
PHONE
34 555 - 34 557
SARGENT and AGNES
TRLIMP TAXI
ST. JAMES
Phone 61 111
CANADA at war REQUIRES
WOOL
FROM ONE MILLlON MORE SHEEP
rtant war task — the
to fill essential civilian
Canadian farmers are being asked to undertake another impo:
production of more wool to clothe our men in uniform ancf tc_______________
needs. Every Province in Canada is cooperating in a Dominion-wide effort to help
farmers produce more wool. To assist in the programme, the Dominion Department
of Agriculture is offering free freight on breeding ewes and loan of rams.
HOW WOOL PRODUCTION CAN BE INCREASED
Farmers can produce more wool by increasing flocks of sheep ;:; by rearing
sheep of higher wool-producing quality . . . by better care and managemenu
Reserve for breeding every useful ewe and ewe lamb.
Select for brceding only well-wooled rams and ewes;
Provide proper shelter, feed and salt.
Treat for internal and external parasites.
Remcmber — only well cared for sheep
produce maximum yield of wool.
PLAN NOW FOR INCREASED WOOL PRODUCTION NEXT YEAR
For injormation and aþplication Jor the Loan oj Ram and Free Freight on Ewes for Breeding,
as well as for details of the Sheeþ Policies of your Provincial Government, consult your nearest
Provincial Agricultural Reþresentative or Agronome, or your local reþresentative of the
Dominion Department of Agriculture.
AGRICULTURAL SUPPLIES* BOARD
Dominion Department of Agriculture, Ottawá
Honourable James
Gardiner, M inister