Lögberg - 15.10.1942, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER, 1942
3
Rússneska leyni-
vopnið
Efiir Dyson Carier.
(Þýtt úr “Russia’s Secret
Weapon”)
Jónbjörn Gíslason.
(l'Yamhald)
Rússneskir herlæknar nota
þessa uppgötvun á vígvöllunum,
en hvernig það er framkvæmt,
er eitt af leyndarmálum ófrið-
arins; aðferðin héfir verið opin-
beruð enskum og amerískum
læknum, sem eru fullir hrifn-
ingar yfir því er þeir hafa séð.
Deyjandi menn og konur eru í
raun og veru reist upp frá dauð-
um af þeim, sem þegar eru
horfnir inn í eliífðina. Hetjurn-
ar, sem láta lífið fyrir frelsi
ættjarðar sinnar og gefa hjarta-
blóð sitt að nýju, rísa upp í
þeim mönnum, sem þannig eru
vaktir til lífsins. Vissulega hef-
ir maðurinn aldrei komist nær
ódauðleika tak'markinu en hér.
Nýjar aðferðir eru notaðar við
fyrstu hjálp særðra manna á
vigvellinum. Reynslan sýnir að
mikil breyting er hættuleg særð-
um mönnum, sérfræðingar
fundu því upp nýja tegund af
sjúkrabörum á hjólum, er gátu
lyft sjúklingunum sjálfar, með
vægri hreyfingu hvar sem hann
var.
Herlæknar athuguðu þessa
hugmynd og létu byggja eftir
henni björgunar skriðdreka.
Þetta undursamlega áhald æðir
inn í orustuna þar sem hún er
áköfust, til hins særða manns,
opnar hleypiloku í gólfinu og
lyftir sjúklingnum gætilega inn;
drekinn er hulinn sterkri brynju
til varnar læknum, hjúkrunar-
konum og særðum mönnum,
sem ætíð eru innanborðs.
Mjög má draga í efa hvort eg
eða þú, lesari góður, þurfum
nokkurntíma að nota sjúkra-
vagn sem þennan, en önnur upp-
götvun er þar í notkun sein hefir
afarmikla þýðingu fyrir hvern
einasta mann. Það sem hér um
ræðir eru uppskurðir, stórir og
smáir, án svæfingar. Margir
enskir læknar telja þetta hina
merkustu framför í sáralækn-
ingum síðan svæfingar hófust.
Hefir þú nokkurn tíma mist
alla tilfinningu í einum sér-
stökum parti líkamans, eins og
t. d. tönn, sem deyfð er og draga
þarf út?
Hinn frægi rússneski sára-
læknir Vishnovsky, byrjaði árið
1940 að nota þessa deyfingarað-
ferð í alvarlegum tilfellum, en
á nýjan hátt að sumu leyti;
hann dældi undir húðina daufn
blöndu af “novocain” og “per-
caine,” hann jók þennan skamt
smám saman þar til holdið um-
hverfis varð tilfinningarlaust og
stórir partar líkamans svæfðir á
þennan hátt. Aðferð þessi er
gersamlega kvalalaus, innan
tveggja mínútna er öll tilfinn-
íng horfin úr brotnum og særð-
um líkamspörtum; sjúklingur-
inn hefir fulla meðvitund; engin
eftirköst, svo sem uppsala eða
hjartatruflanir og engar hættu-
legar geðshræringar sem vana-
lega fylgja sáralækningum.
Síðastliðið ár uppgötvaði rúss-
neskur efnafræðingur nýtt og
merkilegt lyf, “sovkaire”; einn
dropi í tíu þúsund dropum af
vatni er nægilega sterk blönd-
un í vissum tilfellum, til að
hafa tilætluð áhrif; nokkrum
pelum af þessari blöndu má
dæla inn í æðar sjúklings að
hættulausu; áhrif vara frá 4—6
klukkutíma.
Þetta lyf er notað við bein-
brot, af limum, holskurði og
krabba; eftir aflimun heldur
lyfið hinum særða líkamsparti
tilfinningarlausum dögum sam-
an, þar til græðsla er vel á veg
komin.
Áhrifin af þessari uppgötvun
Vishnovsky eru frábær á særða
hermenn. “Sovkain” var prófað
í hinu misskilda og rangfærða
finnska stríði, með æskilegasta
árangri; dauðsfallatala særðra
hermanna hermanna lækkaði
um 40%.
Þess er óþarft að geta að her-
læknum hinna sambandsþjóð-
anna er mjög áhugamál að taka
upp þessa fræðigrein. Nýlega
var kosin ensk-rússnesk nefnd
til að hrinda málinu áleiðis, með
aðstoð Maisky sendiherra og
Horder lávarðar. í hvatningar-
ávarpi sínu mælti Maisky svo
til nefndarinnar: “Þótt ykkur
sé það ef til vill ekki kunnugt,
þá hefi «g alla mína æfi haft
mikinn áhuga fyrir lyfjafræði,”
hann brosti og bætti við: “ætíð
síðan eg hafði þann starfa að
fæða og hirða tilraunadýrin á
rannsóknárstofu föður míns.’
Hinn kunni enski sáralæknir
Roscoe Klark sagði í djúpri ein-
lægni: “Sagan og reynslan hef-
ir svift frá augum okkar, blæju
tortryggni og misskilnings, sem
fram að þessu hefir aðskilið
Breta og Rússa; við skiljum nú
þau verðmæti er Rúsar verja
og láta lífið fyrir.”
Tími vinst ekki til að geta
allra þeirra merku nýjunga, er
þetta umrædda sjúkrahús leiðir
út -í ljós dagsins, þó má geta
þess að það hefir innan síns
verkahrings aragrúa barnsfæð-
inga, bæði þeirra er gerast fyrir
réttan tíma og annara er ganga
erfiðlega af " ýmsum ástæðum.
Það var einmitt í slíkum tilfell-
um að læknarnir uppgötvuðu
hvernig bæri að nothæfa hið
hreina og dýrmæta lifandi blóð,
sem móðirin missir við barns-
burð. Um gervalt rússneska
ríkið er það nú notað og hefir
frelsað fjölda manna. Þegar því
er ekki gleymt, að blóð dauðra
manna er einnig notað eins og
áður er getið, verður að viður-
kenna þann sannleika að frá
vöggunni til grafarinnar er hlut-
verk einstaklingsins að frelsa
líf og heilsu fjöldans.
Blóðrannsóknir Rússa hafa af-
hjúpað merkilegt atriði í þessu
máli. Eins og allir vita er blóð
manna af mismunandi tegund-
um; maður, sem gefur blóð sitt
til inndælingar í æðar annars
manns, verður að hafa sömu
tegund blóðs og sá er gjöfina
þiggur; blöndun á mismunandi
tegunjum er hættuleg; en Dr.
Spasukukotsky uppgötvaði að
smáan skamt (2—3 skeiðar) af
óskyldu blóði má gefa inn við
vissum blóðsjúkdómum.
Þessi niðurstaða leiddi til til-
rauna á mönnum með maga-
ígerð; síðan reyndi hann geita-
blóð er bar óvenjulega góðan
árangur í 300 tilfellum, kvalir,
blóð missir og önnur sjúkdóms-
einkenni hurfu gersamlega og
ígerðin batnaði; samskonar
lækning er notuð við ýmsar teg-
undir húðsjúkdóma.
Þeir sem hafa séð sjúkrahús
og læknisstörf á hreyfimyndum,
hafa vafalaust veitt því athygli
hvernig læknar sótthreinsa arma
sína og hendur, áður en þeir
ganga til verka við skurðar-
borðið. Handklæði, umbúðir og
skurðaráhöld eru lögð í sótt-
hreinsandi efni í nokkra klukku-
tíma. Þetta er auðvelt að fram-
kvæma á góðu sjúkrahúsi með
nægum tíma, en öðru máli er
að gegna á blóðugum vígvelli,
þar sem engin mínúta má glat-
ast, þar verða læknarnir að eiga
á hættu að sýkja sjúklinginn,
þv enginn tími vinst til þvotta
eða sótthreinsana.
Dr. Davletov var ekki ánægð-
ur með þetta fyrirkomulag, hann
vantaði skjóta sótthreinsun, sem
dræpi allar bakteríur á auga-
bragði. Eftir að hafa athugað
málið grandgæfilega, gerði hann
tilraun með mjög einfalda efna-
blöndun; (hydrocloric acid) fyrst
dýfði hann höndum sínum í ó-
hreina gerlablöndu og þvoði sér
því næst tafarlaust úr áður-
nefndri efnasamsetningu, að
þremur mínútum liðnum og án
frekari aðgerða, var engin lif-
andi baktería á höndum hans;
með sömu aðferð voru skurð-
áhöld hreinsuð á tuttugu mínút-
um. Uppgötvun þessi var ræki-
lega prófuð frá öllum hliðum
og reyndist fullkomlega óhult,
og er nú notuð ekki aðeins á
vígvöllunum, heldur einnig á
sjúkrahúsum borganna.
(Framhald)
Holtavörðuheiði
Það er þessi heiðarfjallgarður,
sem eg ætla nú að minnast á við
ykkur gömlu íslendingana, sem
áttuð heimili á Norður íslandi,
( Húnavatnssýslunni og Skaga-
firðinum, áður en þið fluttuð til
þessa lands, því eg veit að ykk-
ur rekur minni til þess hvað
hún var baklöng þegar þið lögð-
uð hana undir iljar, í sjóróðra
ferðum ykkar suður á Akranes.
Stundum í vondu t(ðarfari og
slæmu gangfæri, með jafn-
þyngd ykkar sjálfra á bakinu
eða sleðum. Það mátti með
sanni segja, að þið, og þó eink-
um feður ykkar, sæktuð björg í
bú með harðneskju, yfir veg-
lausar og vörðulausar heiðar, í
allra veðra von, um hávetur, og
bygðuð svo vonir ykkar á sjó-
gæftunum og fiskaflanum, þegar
þið væruð komnir í verstöðina.
Cft munu þið líka hafa skrafað
um það, þar sem þið sátuð, ijndir
einhverjum steininum, eða mold-
arbarðinu og þurkuðuð af ykkur
svitann, hvað margar danskar
mílur sú Holtótta væri um bak-
ið, frá Grænumýrartungu í.
Hrútafirði, að Sveinatungu í
Norðurdal. Nærri má geta þess,
að þetta tal ykkar um lengd
heiðarinnar hefir verið meira
ágizkun en vissa, því engir veg-
ir, hvorki í sveitum né á heiðum
voru mældir fyi' en eftir 1870.
eða um það bil, sem vegabætur
hófust fyrir alvöru, og mun
þessi heiði, sem hér er nefnd
vera með þeim fyrstu, sem gat
hrósað sér fyrir þau klæðaskifti,
vegi og vegamerki.
Þið hafið lagt up á heiðina
frá Grænumýrartungu snemma
að morgunlagi í skammdegi og
vonist þess að ná að Sveina-
tungu fyrir dagsetur. Gangfærð
er snjór í mjóalegg; baggarnir,
sem þið berið á bakinu eru
þungir og sleðarnir, sem þið
dragið eru stamir og renna illa,
og nú sitjið þið og talið um það
hvað muni vera langt suður að
Hæðarsteini, sem er víst eitt af
nefndustu örnefnum þessarar
heiðar. En þó þessi heiði sé
löng og æfintýrarík frá fornri
tíð, þá hefir hún aldrei þótt
meira en löng stekkjargata í
samanburði við systur hennai
Tvídægru. Þó eg viti nú að .þið
sem eg er að tala við þurfið
aldrei að fara yfir þessa heiði
eða að feta í fótspor feðra ykk-
ar undir líkum kringumstæðum
og þeir börðust við, þá getur þó
skeð að þið hafið samt gaman
af því að vita það með vissu
hvað oft þeir þurftu að lyfta fót-
um af jörðinni, frá Grænumýr-
artungu til Sveinatungu, meðan
þeir voru að stika yfir bakið á
henni í tíð feðra ykkar, sem
sóttu sjóróðra á vetrar vertíðum
úr Norðurlandi suður í Mýra-
sýslu, Kjósarsýslu eða Gull-
bringusýslu. Langt fram á síð-
ustu öld, voru vegalengdir yfir
fjallvegi taldir í þingmanna-
leiðum eða bara ágizkun, sem
oft studdist ekki við nein rök
eða vissu.
Holtavörðuheiðar fjallgarður
má heita einasti vegurinn milli
Norðurlands og Suðurlands á
vetrum, og annar aðalvegurinn
millum þessara landsfjórðunga
á sumrum. Fjallvegur þessi
telst að ná frá Grænumýrar-
tungu í Hrútafirði suður að
Sveinatungu í Norðurárdal,
vegagerðin endar 300 föðmum
fyrir ofan Sveinatungu og er
fjallgarðurinn að þessu tak-
marki alls að lengd 18,189 faðm-
ar, eða rúmar 4% dönsk míla.
eða 4.55 m. Vegalengdin frá
Grænumýrartungu suður að
Hæðarsteini er 6,291 faðmur eða
rúm Vh. dönsk míla, 1.57. Vega-
lengdin frá Hæðarsteini suður
að enda vegagerðarinnar skamt
fyrir ofan Sveinatungu er því
11,898 faðmar, eða ekki fullar 3
mílur eða nákvæmlega 2.97 m.
Vegalengdin frá Hæðarsteini
suður að Fornahvammi er lengd
suðurhluta hins eiginlega heið-
arvegar, get eg ekki nákvæm-
lega tilgreint, en eg ætla að' veg-
urinn sé hér um bil 8,000 faðm-
ar, eða 2 mílur, og get eg með
vissu sagt, eftir mælingum þeim
er gerðar hafa verið, að hann
er meira en 7,858 faðmar, en lík-
legast er lítið eitt yfir 2 mílur.
Eftir þessu er sjálfur heiðarveg-
urinn frá Grænumýrartungu að
Fornahvammi 3% míla eða hér
um bil 3 4/7 úr mílu. En vegur-
inn frá Fornahvammi ofan undir
Sveinatungu, 3,898 faðmar, eða
ekki full míla, hér um bil 0.97
úr mílu. Á þessum fjallvegi eru
5,928 faðmar upphækkaður veg-
ur, og er það nálega þriðjungur
af öllum veginum. Vegagerðin
hefir alls kostað 22,937 krónur
og 62 aura, eða hver faðmur að
meðaltali 1. kr. 27 aura. Þess er
jafnframt getið, að 120 vörður
hafi verið hlaðnar á þessari
heiði og hefir þá bilið á millum
þeirra verið 151 faðmur. Þess
er ennfremur getið í vegabóta-
skýrslu um Kaldadal, að eitt
með því fyrsta, sem Bjarni
amtmaður og Fjallvegafélagið
lét gera, var að hlaða 100 vörð-
ur á Holtavörðuheiði og látið
byggja sæluhús í Fornahvammi
úr grjóti og streng, hlaðið sam-
an í toppinn svo ekki þyrftf
neitt árefti. Þessi vörðuhleðsla
og sæluhúsbygging var fram-
kvæmd og fullgerð sumarið 1831.
(Skrifað upp eftir vegabóta-
skýrslu B. Thorberg).
F. Hjálmarsson.
Wartime Prices and
Trade Board
SPURNINGAR OG SVÖR
Spurt — Er orðið of seint að
biðja um skömtunarseðlabók. Eg
hefi hingað til borðað á matsölu-
húsi, en er nú að hugsa um að
fara að matreiða heima hjá mér.
Svar — Það er ekki of seint.
Leitið til næstu skömtunarstofu
eða til 612 Power Bldg., Wpg.
Gefið nafn, heimilisfang og aðr-
ar nauðsynlegar upplýsingar.
Spurt—Má kaupa egg til vetrar-
geymslu?
Svar — Smásölukaupmönnum
og matsöluhúsum er þetta bann-
This space donated by DREWRY’S
að, en húsmæðrum er það leyfi-
legt, ef ekki er keypt meira en
keypt hefir verið á heimilum
þeirra undanfarin ár.
Spurt—Ef að hús er selt þar
sem sumir leigja herbergi, en
aðrir hafa herbergi og fæði, er
ætlast til að hinn nýi eigand’
lofi þessu fólki að vera áfram í
þrjá mánuði?
Svar—I svona tilfellum er far-
ið algerlega eftir samningum
þeim, er gerðir hafa verið. Ef
leigt er upp á viku eða mánaðar-
tímabil, er -viku eða mánaðar-
fyrrivari nauðsynlegur sam-
kvæmt fylkislögum. Greinar-
munur er samt gerður á þeim er
bara leigja herbergi, og þeim,
sem matreiða hjá sér. Þeir síð-
arnefndu eiga heimting á þriggja
mánaða fyrirvara samkvæmt
hinum nýju reglugerðum.
Spurt — Ef leigjendum hefir
verið sagt upp húsnæði og þeir
fara að fara illa með eignina,
neita að bocga leigu, o. s. frv.,
geta þeir samt heimtað húsnæði
þar til fyrirvaratímabilið er út-
runnið?
Svar—í öllum tilfellum þar
sem leigjendur neita að borga
leigu eða sýna illvilja á einhvern
annan hátt, er langbezt að leita
til lögmanns og fá sérstakt leyfi
til að taka við húsplássi þeirra
þá þegar.
Spurt — Mér er sagt að
“chicken-haddie” í dósum sé
undanþegið hámarksverði og sé
því leyfilegt að hækka verðið.
Er þetta rétt? Ef svo, á þetta
einnig við “Lobster?”
Svar — Allur fiskur sem seld-
ur er í dósum er undanþeginn
hámarksverði að undanteknum
laxi. Það er því ekkert há-
marksverð á “lobster” hvort sem
hann er lifandi, soðinn eða í dós-
um.
Spurt—Er nauðsynlegt að hafa
með sér allar skömtunarbækur
fjölskyldunnar þegar farið er í
búð. Er ekki nóg að hafa seðl-
ana eina?
Svar—Nei. Lausir seðlar eru
ekki gildir. Bækurnar eru
nauðsyplegar vegna þess að
seðlana má ekki losa nema í
viðurvist kaupmannsins.
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, 700 Banning St., Wpg.
Business and Professional Oards
Dr. P. H. T. Thorlakson Thorvaldson &
205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Eggertson
Phone 22 866 Lögfræöingar
• 300 NANTON BLDG.
Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Talsfml 97 024
J. J. SWANSON & CO. DR. A. V. JOHNSON
LIMITED 308 AVENUE BLDG , WPG. Dentist
• •
Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124
Phone 26 821 Home Telephone 27 702
EYOLFSON’S DRUG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST. WINNIPEG
PARK RIVER, N.D. •
tslenzkur lyfsali pœgilegur og rólegur bústaöur i miðbiki borgarinnar
Fólk getur pantað meðul og; Herbergi $2.00 og þar yfir; með
annað með pósti. Fljót afgreiðsla. baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 4 0c—60c
Frce Parking for Ouests
Peningar til útláns
Sölusamningar keyptir.
BfljarOir til sölu.
INTERNATIONAL LOAN
COMPANY
304 TRUST & LOAN BLDG.
Winnipeg
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tímar 3-4.30
•
Heimlli: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlæknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
A. S. BARDAL
848 SHERBROOIC ST.
Selur h'kkistur og annast )>m út-
farir. Allur útbúnaöur sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsimi 86 607
HeimiUs talsími 501 562
Legsteinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
Skrifiö eftir veröskrd
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. ROBERT BLACK
Sérfræöingur f eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum
216-120 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedv
Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusími 22 2 51
Helmilissími 401 991
DR. A. BLONDAL
Physician & Suryeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Sfmi 22 296
Heimili: 108 Chataway %
Sfmi 61 023
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talsfmi 30 877
•
Viðtalstfmi 3—5 e. h.
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-sfmi 23 703
Heimilíssími 46 341
Sérfræöingur i öllu, er aö
húösjúkdómum lýtur
Vlðtalstfmi: 12.1 og 2.30 til 6 e. h.
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfrœöingur
•
Skrífstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 165C
Phones 95 052 og 39 043
Office Phone Res. Phone
87 293 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment