Lögberg - 15.10.1942, Side 5

Lögberg - 15.10.1942, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER. 1942 5 ara manna. Eg held mér við þá skoðun, að ein kona sé dá- samleg, en tvaér konur séu ægi- legar. Hvers vegna? Vegna þess að eg hefi komist að raun um, að tvær konur geta aldrei komið sér fyllilega saman, nema samkomulagið sé á kostnað þeirrar þriðju. Eg hefi oft verið spurður, hvernig eg hafi öðlast skoðanir mínar á kvenfólki. Og svar mitt hefir verið á þessa leið: “Eg hefi heyrt konur tala um annað kvenfólk, og eg er á sama máli og þær í þeim efnum. Karlmenn segja ekkert það hnífilyrði um kvenfólk, sem þeir hafa ekki áður látið fjúka um karlmenn. Konur tala vel um kvenfólkið alment, en aftur á móti illa um einstakar konur. Þetta er altaf viðkvæðið hjá þeim: “Allar konur eru dásam- legar.” En þegar við spyrjum: “Hver til dæmis?” svara þær: “Allar.” Við krefjumst þess að vita, hverjar átt sé við og segj- um: “Til dæmsi ungfrú G.?” — “Uss, ertu galinn! Hún er svo agalega heimsk” — og þar fram eftir götunum. Þannig eru svör- in ávalt. En þegar konur tala um glæsi- lega karlmenn, virðast þær eiga miklu hægara með að koma sér saman um hvern einstakling. Þess vegna er leitt til þess að vita, að þær skuli ekki gera karlmenn oftar að umræðuefni sínu en raun er á. En þær tala nærri því altaf um annað kven- fólk. Eg álít, að kona, sem er góð húsmóðir, geti varðveitt farsæld hjónabandsins lengur en miklu fegurri eiginkona, sem ósýnt er um húsmóðurstörf. Kvenleg feg- urð á fyrir sér að dvína, en yndislegt heimili verður eigin- manninum því kærkomnara sem hann nýtur þess lengur. Samt er ekkert eins dásamlegt í heiminum og að horfa á fagra og vel búna konu. Þú hefir ef til vill verið niðursokkinn í samtal um fegurð lista eða bók- menta. En í sama vetfangi og hún kemur inn í stofuna, fer samræðan ött út um þúfur. Hin fagra og vel klædda kona dreg- ur að sér alla athygli þína, rétt eins og öll birtan í stofunni hefði fallið á hana eina. Hún sezt stillilega og kurteislega og styður hanzaklæddri hönd undir kinn. Ekki er hún fyr sezt en hún segir í hálfum hljóðum: “Fyrir alla muni haldið þið á- fram að tala saman. Eg er svo hrifin af því, sem þið voruð ^ð tala um! Og þarna situr hún með því- líkum merkissvip, að það er rétt eins og hún skilji bókstaflega alt milli himins og jarðar. Með- an á samtalinu stendur, kinkar hún við og við kolli með því- líkum athyglissvip, að svo virðist, sem hún blátt áfram hlusti með lífi og sál á hvert einasta orð, sem sagt er. En um hvað hald- ið þið, að hún sé að hugsa? Til dæmis: “Nú hefði eg átt að vera með svarta hattinn minn. í raun og veru klæðir hann mig miklu betur en hatturinn, sem eg er með núna.” Eg hefi hugsað mikið um kvenfólk árum saman, og þegar alt kemur til all§, álít eg, að konur eigi sér einn ægilegan hæfileika, sem eg get aldrei fyrirgefið þeim, og hann er þessi: Þær geta laðað okkur karlmennina að sér með ómót- stæðilegum og óútmálanlegum yndisþokka og gert okkur alveg örvita af ást til sín! Þannig fórust þessu heims- fræga eftirlætisgoði frakknesku kvenþjóðarinnar, Sascha Guitry, orð á dögunum. Viðbúið er, að dómur hans um kvenfólkið eigi fyrst og fremst við vinkonur hans í París. Slíkir menn hafa það fyrir ven'ju að taka munn- inn fullan til þess að frekar sé eftir þeim tekið en ella, sam- tímis því, sem annað fólk (t. d. Greta Garbo og Bernard Shaw) hefir á sér yfirskin mannfæln- innar og einförlinnar einnig, til þess að vekja á sér athygli. Eng- inn skyldi misskilja framkomu þess háttar fólks, og allra sízt taka öll ummæli þess of bók- staflega eða of hátíðlega. En miklir menn, einkum með stór- þjóðum, geta vel leyft sér að láta einstöku gífuryrði fjúka innan um viturleg ummæli. —(Samtíðin). Dánarfregn Sunudaginn 4. október and- aðist Guðmundur Johnson á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, þerira Mr. og Mrs. Fred Erlendson í Henselbygð. Hann hafði verið mjög bilaður að heilsu seinustu 2 ár æfinnar, og alveg rúmfastur síðan um síð- ustu jól. Guðmundur Magnús (Jónsson) Johnson fæddist 22. október 1860 á Kleif í Skaga. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson og María Thorkelsdóttir. Þegar Guðmundur var 9 ára fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks og þar ólst Guðmundur upp til fullorðinsára. Guðmundur gift- ist eftirlifandi konu sinni Rósu Jóhannesardóttur árið 1882. Þeim hjónum varð 9 barna auðið, af þeim lifa 7. Eru 3 á íslandi en 4 í Ameríku. Guð- mundur og Rósa fluttust til Ameríku árið 1911. Komu þau þá til Norður Dakota. Hefir Guðmundur dvalið þar síðan. En kona hans og 3 dætur eru nú búsettar vestur á Strönd. Guðmundur sál. var góður drengur og gætinn, og naut því vinsælda af samferðafólki sínu, og ástúðar af hendi sinna nán- ustu. Hann var einlægur trú- maður, jafnframt því að vera félagsrækinn og skyldurækinn. Hann auðsýndi trúmensku ávalt í störfum sínum og viðskiftum við samferðafólkið. Jarðarför Guðmundar fór fram fimtudaginn 8. okt. frá Erlendsons heimilinu, þar sem hann hafði dvalið síðustu árin, og þar sem að honum var hlúð með kærleik og umhyggju í sjúkdómsstríði hans, og frá kirkju Vídalínssafnaðar. Séra H. Sigmar jarðsöng. WHAT WOULD LIFE BE By Helen Swinburne The year was young, and blossom crowned the trees Till the fair earth blushed pink; anemones Graced the fields; the bluebird spread his azure, I saw his wings unfold Ajnong the willow’s cascades of gold; And through the simmering grass the south wind whispered; It seemed to say— Bygone beauty is re-born each day. Summer came with silken sound, and spread A rainbow carpet for her fairy revels, And lit her scattered lily lamps with red. Gaily she strung Her necklaces of tiny pearls, and hung Them low on web and starry eye and bell; Her liquid music fell Enchantingly as from a magic lyre. I listened long — I watched her weave her spell In living tapestries of tangled green Which merged and kindled into autumn’s fire. » Older grew the year, and the dark mould Cradled root and seed; And trees that had borne their blossom and their burden Of glowing fruit, lifted frail arms, freed Of all restraint; in the night wind’s moan I heard a threnody for the winging host Long since flown; And I beheld a myriad forms-outlined In frost’s white purity, and the far north A liver shroud unwind. I thought — in this grim age, what would life be Without the wealth of nature’s mystery To store within the coffers of the mind? t xa oi»;. FÓLKID MÆLIR LÍKT \ tz . J "Segið oss hvers þér þarfnisl. Við vitum að stríðið verður að vinnast. Hvað gilda peningar þegar lífið er í hættu. Hvað er algeng sjálfsafneitun borið saman við fórnir manna vorra við Dieppe? Við erum viðbúin sjálfsafneitun. Vér viljum spara við oss; vera án margs. Vér viljum lána peninga vora. Vér viljum alt gera til þess að tryggja sigur. Segið oss hvað vér skulum gera, og látum oss halda áfram að gera það." Þá það, þér verðið að SPARA og kaupa Sigurlánsbréf. Hver er yðar skerfur í þessu sparnaðarstarfi? Sérhver canadiskur borgari verður að lána Canada $1 af hverjum $5 tekna hans. eftir að skattar hafa verið greiddir, og skyldu-upphæðir dregnar frá En það sem almeni gildir á ef til vill ekki við í yðar tilfelli. Yðar kringumstæður eru augljóslega yðar eigin. Vera má, að þér gelið gert meira bæði frá þeim tekjum, er þér njótið, eða vegna inneignar í banka — eða yður getur verið um megn, að leggja til það, sem alment gerist. SKERFUR YÐAR VEGNA SJÁLFS- SPARNAÐAR, ER SÉRHVER DOLLAR, ER ÞÉR UNDIR NOKKRUM KRINGUM- STÆÐUM GETIÐ SPARAÐ. Fram að þessu hafa fæstir af oss, sem heima dveljum, liðið mikið. Þvert á móti njóta flestir af Q£s hærri lekna, og vér eyðum meiri peningum. En verð þessarar eyðslu, er borgað með blóði og fórnum annara. Vér, sem heima dveljum, verðum að auðsýna sjálfsafneitun áður en vér getum rétti- lega sagt, að vér höfum lagt fram vorn hluta í þessu stríði; vér verðum að spara, fara margs á mis, sýna sparneytni í verki. Vér verðum að spara og kaupa Sigurlánsbréf. þar til vér finnum fyrir alvöru kröfur stríðssóknarinnar. Oss þarf að skiljast, að menn verði að borga fyrir frelsið engu síður en berjasl fyrir því. VINNIÐ - SPARIÐ - LANIÐ VEGNA SIGURSINS National War Finance Committee. PL-4

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.