Lögberg - 15.10.1942, Side 7

Lögberg - 15.10.1942, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER, 1942 7 Bjarnarveiðin Frá Nemo á Gimli. (Framhald) Daginn eftir var haldin veizla í þorpinu, sem Riego prestur átti heima í. Það var verið að lúka við marz uppskeruna. Ux- arnir drógu vagnana eftir grýtt- um veginum, hlaðnir hálmi, að geysimikilli hlöðu er sneri dyr- um út að stræti. Veiðimenn- irnir, sem getið var um í gær í birginu höfðu tekið á sig bænda- gerfi sín og færðu hálminn í eitt hornið á hlöðunni, þar tóku við honum kvenfólk og ungling- ar, sem losuðu kornið úr híðinu, sem fátæklingarnir nota til brenslu á vetrum og sungu við vinnuna. Alt var undirbúið að hefja veizluna kl. 4. Hlöðu- eigandinn hafði sent vinnufólk- inu hálfa tunnu af víni og hlað- an var í einni svipan orðin að danssal. í þessari gleði sat mað- ur á einni mais-dyngjunni þar sem skugga bar á, og tók engan þátt í dansinum eða söngnum. Hann var mjög þungbúinn á svip, eins og hann byggi yfir miklu áhyggjuefni. Þegar minst var á hve djarfur maður prest- urinn væri og á veizluna, er haldin skyldi honum til sæmdar, leit hann ávalt undan, og var jafn þungbúinn sem fyr. Fyrsti dansinn var á enda, og unga fólkið færði sig nær þess- um afskekta manni og slógu hring um mais-dyngjuna, sem hann sat á, skellihlógu og mæltu: “Etchahon! Um hvað ertu að hugsa?” “Hvað viljið þér mér?” “Hvrenig spyrðu? Þú, skáldið og söngmaðurinn!” “Eg syng ekkert í dag.” “Segðu okkur þá söguna af óskunum þremur.” “Eg lofa að segja ykkur hana á morgun.” “Orktu þá kvæði um veiðiför prestsins svo við getum fagnað honum með söng þegar hann kemur aftur, — þér þykir vænt um hann.” “Já, eg blátt áfram elska hann, en eg yrki ekkert.” Svo þagnaði hann og sat hljóður sem fyr. Lesarinn má ekki gera sér háa hugmynd um Etchahon sem skáld, þó honum væri gefið það nafn. Hann var aðeins óbreytt- ur bóndi — eins og þeir koma fyrir á Suður-Frakklandi — sem orti kvæði við brúðkaup og barnsskírnir á óvönduðu máli og því ekki annað en leirskáld. DanSinn var nýbyrjaður aftur. Etchahon horfði til dyra, breytti svip og tautaði eitthvað. Dyrnar opnuðust til hálfs, og Stefán gekk inn hægt og seint, en ávarpaði engan. Allir þustu nú til hans og spurðu: “Hvar er presturinn?” Stefán þagði. “Svaraðu maður! Hvar er hann?” “Dáinn!” svaraði Stefán svo lágt að varla heyrðist. “Dáinn- Hvernig?” “Við vorum uppi á jöklinum hjá Maladetta og hann hrapaði ofan í jökulsprungu.” f þessu ruddist maður inn í hópinn, þreif í handlegginn á Stefáni og hvessti á hann aug- un. Það var Etchahon. “Þú lýgur þessu, presturinn er að sönnu dáinn — því er mið- ur — en ekki í jökulsprungu, heldur varð björninn honum að bana.” Svo sneri hann sér að bænd- unum og mælti: “Presturinn flaugst á við björninn, en bróðir hans vildi ekki koma honum til bjargar, heldur fleygði frá sér hnífnum, sem hann bar á sér og flúði.”— Allir sneru sér frá Stefám. Etchahon hélt áfram: “Eg var 70 skref frá honum þegar hann flýði, kallaði til hans að nema staðar, en hann skeytti því engu. Þekkirðu þetta?” — sagði hann ennfremur við Stefán, um leið og hann dróg húfu alblóðuga upp úr vasa sínum. Þetta var það eina, sem eg fann af bróður þínum, þegar eg kom á vett- vanginn, og því dirfist þú að koma hingað. Þú hyggst sjálf- sagt að setjast á bekk með okk- ur. Farðu út!” æpti hann og lamdi húfunni framan í Stefán. “Farðu út! Farðu út! Farðu út!” Bændurnir ruddust einnig að Stefáni og æptu: “Út með þig. Farðu út!” Hann var að hröklast út, þeg- ar hurðinni var hrundið upp og maður alblóðugur gekk inn. Þá laust upp miklu ópi: “Ó, herra Riego, prestur!” Bændurnir þokuðu sér til hliðar, en presturinn gekk að Stefáni og mælti: “Vertu kyr, barnið mitt!” Stefán féll á kné. Allir stein- þögðu. Þá gengur Etchahón til prestsins og segir innilega hrærður: “Voruð það ekki þér, sem flugust á við björninn?” “Þú sérð það sjálfur,” svaraði presturinn stillilega og sýndi honum blóðug fötin. , Hröpuðu þér þá ekki fram al klettunum?” “Jú.” — En hvernig .'..?” “Guð bjargaði mér. Nokkr- um fetum fyrir neðan bjargs- brúnina festist beltið, sem eg hafði utan um mig á klettasnös, en björninn, sem slepti af mér takinu þegar við féllum fram af, datt nfan fyrir.” Eftir pví sem prestur talaði lengur, fór hræðslan af bænd- unum, því þá var þá farið að gruna að hann myndi lifandi, og slógu um hann hring í gleði sinni. Stefán kysti á hönd hans og sagði volandi: “Bróðir minn! Bróðir minn!” “Hvaða hávaði var hér inni þegar eg kom?” spurði prestur- inn mjög alvarlega. Vilduð þér réka mann þenna út?” Canadian Farmers: you have done well! WARTIME PRODUCTION IS STILL GROWING! During the last fouryears (Sept. 1 to Aug. 31) — You produced* of this amount... 1 Exports to our i____ (mainly to Britain.) MILLIONS MILLIONS MILLIONS MILLIONS 2 Remaining for 22 6 251 274 282 consumption ín Canada.** MILLIONS MILLIONS MILLIONS MILLIONS • Inspected slaughter. Does not include pork products used on farms or sold direct from farms to consumers, small butcher shops, etc. •• Includiog army camps, ship stores, and general retail distribution. The people of Britain want 10% more in the next twelve months than they obtained the last, and at the same time Canadians want more. I You produced* millions millions millions millions of this amount... T Exports to our AUies (mainly to the U.S.A.) 102 MILLIONS 72 MILLIONS 86 MILLIONS 128 MILLIONS 2 Remaining for 400 410 448 482 consumption in Canada.** MILLIONS MILLIONS MILLIONS MILLIONS • Inspected slaughter plus exports (dressed weight basis). Does not include beef used on farms or sold direct from farms to consumers, small butcher shops, etc. ** Including army camps, ship stores, and general retail distribution. The United States will take your surplus cattle and at the same time Canadian consumers want more. MR. FARMER: You have increased your Pork Production by 119 per cent. You have increased your Beef Production by 20 per cent. You fed all the grain you had last year. There is more feed grain in Canada this year than can be fed. There is a market for all the hogs and cattle that you can feed this year. Average prices for hogs and cattle during the coming year wiil be higher than the average for the past year. We know thatyou will continue to produce all you can. Your splendid war ejjort is appreciated by Canada and the United Nations. DOMINION DEPARTMENT OF AGRICULTURE, OTTAWA Honourable James G. Gardiner, Minister “Hversvegna?” æpti Etchahon jafn æstur sem fyr “Af því hann er slík bleiða.” “Maður þessi er engin bleiða,” svaraði prestur með sömu al- vöru. — Það kom að honum voðaleg hræðsla rétt áður, þegar hann v^r rétt farinn. Hver yð- ar er svo djarfur að fullyrða að þér hefðuð farið öðru vísi að í hans sporum? Hver ykkar dirf- ist að reka hann á dyr, þegar eg fyrirgef honum og vef hann að brjósti mínu.” Presturinn horfði hvasst' á Etchahon og faðmaði bróður sinn, sem fal andlitið við brjóst hans. Þessi fáu og stillilegu orð sef- uðu bændurna. Svo sgaði prest- urinn: “Komdu Etchahon og taktu í hendina á Stefáni!” Hann hikaði, en kom þó; eftir það komu bændurnir og gerðu það einnig. Hver sem þarna hefði verið staddur, myndi hafa undrast virðingu þá er þeir báru fyrir prestinum. Við skulum fara svo dansinn geti byrjað aftur, og — þér skáld,” sagði prestur og sneri sér að Etchahon — “vona eg að yrkið eftir bangsa, því nú er hann dauður.” • Svo gekk hann út með Stefáni. Á eftir fóru bændurnir og sungu gleðisöngva sína um prestinn sem vann sigur á birn- inum, og ekki þurfti að hvetja Etchahon til að yrkja. —Þýdd af E. G. SEEDTIME' a/nd HARVEST' By Dr. K. W. Neatby DifcUr, AfricuUurcU Dtjnriwunl Nortb-We*t Line Elevatom Aaaoeútioa FARMERS AND THE VICTORY LOAN War loan canvassers will be hard at work again on October 19th. The minimum objective for Canada’s third victory loan is 750 million dollars. The finance minister, whose difficult task is to find the money to pay the country’s war bills, states that the loan must be weli oversubscribed. Many plans are being laid to insure success of the loan. One of these is of particular interest to farmers. It is the “victory ticket method.” The victory ticket is simply an order authorizing the buyers of any farm product, which has a ready cash market, to withhold a part of the proceeds from pro- duce delivered immediately or in the future to pay for a war bond or regular war savings certificate purchases. When re- mitted to provincial head- quarters of the National War Finance Committee, securities equivalent in value to the pro- ceeds received will be sent to the farmer. Elevator companies, packing companies, produce dealers, live- stock comission firms, creamery operators, lcoal merchants, etc., will all be made thoroughly familiar with the plan and will be supplied with the necessary forms. Thousands of farmers have been doing a superb job in pro- ducing those food commodities urgently needed for war. These same farmers want to do more. They are anxious to support the victory loans. It has, however, been impossible for many to buy war bonds or savings certificates for the reason that, at the time of the campaign, they just have not had the ready cash. This new plan will be welcomed by farmers. They will see in it an opportunity to asist just that much more in winning the war. — Contributed by T. B. Pickers- gill. MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR Hvað vinnið ÞÉR í þjónustu FRELSISINS ? í þessu grimmilega heimsstríði þegar menn----------- já, og konur og börn einnig, eru að láta lífið vegna frelsisins, hvað hafist þér þá að, til þess að halda vitum frelsisins logandi? Orðin ein fullnægja ekki. Hvei" og einn verður að leggja fram raunverulegt lið. Ef þér getið ekki barist sjálfir, getið þér látið dollarana berj- ast. Og það, sem meira er, bardaga-dallararnir stytta stríðið. Séu lífshættir verðir að berjast fyrir, verðir að deyja fyrir, þá eru þeir verðir aleigu yðar. Kaupið SIGURLÁNS SKÍRTEINI Þér gefið ekki peninga yðar. Þér eruð beðin að lána Canada alt, sem þér megnið. Þér getið ekki tapað á því, að styðja þann, sem sigrar. CITY HYDRO EKKERT NEMA SIGUR SKIFTIR NÚ NOKKRU MÁLI" Almanak Ölafs S. Thorgeirssonar fyrir árið 1942 Þetta er 48. árgangur þessa vinsæla rits, sem mörgum hér heima er kærkomið jafnan, þó að það sé fyrst og fremst ætlað Islendingum í Vesturheimi. Það hefir jafnan, auk sjálfs alman- aksins, flutt margvíslegan fróð' leik, og er meðal annars orðið eitthvert víðtækasta heimildar- rit, sem til er, um landnám ís- lendinga í Vesturheimi, störf þeirra og afkomenda þeirra fyr og síðar. Ritstjóri Almanaksins er nú dr. Richard Beck, og ritar hann tvær greinar í þenna ár- gang, þá fyrri um fyrsta ríkis- stjóra Islands og aðra um Sig- urð Helgason tónskáld Eru greinar þessar báðar hinar þörf- ustu, hvor í sinni röð, sú fyrri glögg greinargerð um sögu sjálf- stæðismáls vor íslendinga þrjú undanfarin ár og æfi og störf ríkisstjórans, Sveins Björnsson- ar, hin síðari um son Helga tón- skálds Helgasonar, sem vfrðist, eftir frásögninni að dæma, hafa verið engu minni brautryðjandi og leiðtogi í tónlistar- og söng- listarmálum í dvalarborgum sín- um vestur við Kyrrahafsströnd en faðir hans var hér heima. Aðrar greinar í almanakinu eru að þessu sinni framhaldsgrein eftir Margréti J. Benediktsson um Bellingham og Bellingham- Islendinga, en í þeim bæ, vestur í Washingtonríki, norðarlega á Kyrrahafsströnd, hafa allmargir íslendingar átt aðsetur. Er grein þessi þáttur úr hinu mikla safni til landnámssögu Islendinga í Vesturheimi, sem er að koma út í Almanakinu. Höfðinginn og garðyrkjumennirnir heitir fall- egt æfintýri, sem þarna birtist eftir skáldið J. Magnús Bjarna- son. Gísli J. Oleson ritar um Halldór Árnason frá Sigurðar- stöðum á Sléttu og Einar Sig- urðsson um öldunginn Björn Þorbergsson frá Dúki í Sæ- mundarhlíð, sem varð níræður 28. marz þ. á. Þá er í ritinu fróðlegt yfirlit um helztu við- burði meðal Islendinga í Vestur- heimi 1940 og 1941, mannalát meðal Islendinga vestra árin 1940 og 1941, o. fl. Sv. S. “ —(Eimreiðin).

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.