Lögberg - 03.12.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. DESEMBER, 1942
3
atkvæðamikið starf er rekið, er sífeld áframhaldandi þörf
á því að söfnuðir, kirkjufélög og einstaklingar, sýni vakandi
hug á því að auka fórnaranda og örlæti gagnvart málefnur^i
kristninnar. Þetta þarf kirkjufélag vort að taka til greina.
Það hve starfið er víðtækt og fjölbreytt, og nær út yfir
svo að segja alla hugsanlega kristilega viðleitni, gerir það
erfitt að leggja fyrir fólk vort í stuttu máli greinargerð á
þörfunum. Það getur einungis fengist svo vel sé við að
fylgjast með málgögnum kirkjunnar, er nákvæmlega skýra
frá því sem við er verið að fást. Að þessu höfum vér lítið
meira en hugboð um hlutverkið. Aðalstörf heildarinnar
eru fólgin í að útbreiða og efla lifandi kristnihald með trú-
boði heima fyrir og út á við, með líknarstarfsemi í anda
Krists og heimfærslu kennnigar hans upp á ástæður nútím-
ans, og með kristilegri fræðslu og mentun heima fvrir í
söfnuðunum, við skóla kirkjunnar og hvar sem tækifæri
gefst. í þessu eru margir liðir, en alt á að miða að því
eina augnamiði að útþýða merkingu Krists og kenningar
hans fyrir gjörvalt mannlífið. Þessi viðleitni er aldrei full-
komin. Ekkert mannlegt nær því takmarki. Að hafna
að liðsinna verki kirkjunnar vegna þess, er að kjósa í stað-
inn algert athafnaleysi um lífsins mestu nauðsynjamál.
Guðs aðferð virðist að efla það fegursta og bezta með ó-
fullkominni en einlægri viðleitni barna sinna.
Það, sem einkum greip hugann
Ef eg ætti að víkja að þeim atriðum á starfsskrá þings-
ins, sem öðru fremur gripu huga minn, mundi eg nefna
(1) þau spor er þar voru tekin til einingar og aukinnar
samvinnu við aðrar deildir kirkjunnar; (2) þann áhuga fyrii
Luiheran World Aciion er kom fram; og (3) ráðstafanir til
þess að kirkjan geti sem* bezt ynt af hendi hlutverk sitt í
erfiðum ástæðum samtíðarinnar, einkum með tilliti t)l
þarfa hermannanna og iðnaðar herleiðingar þeirrar, sem
nú sviftir fólki landshornanna á milli og skapar hin mestu
vandamál.
Einingarviðleiini
Eins og títt er á kirkjuþingum komu ýmsir gestir á
þingið í Louisville, til að flytja kveðjur og árnaðaróskir frá
öðrum deildum kirkjunnar. Oft virðist, ef til vill, að þetta
sé lítið annað en kurteisisvenja, sem lítil hugsun fylgi. I
þetta sinn fanst mér meiri þungi liggja í þessum kveðjum
en oft áður. Menn hinna ýmsu kirkjudeilda eru að átta sig
á því, að lífsnauðsyn er á því að þeir séu samtaka á þessum
alvarlegu tímum. Einingarandi er að ryðja sér til rúms.
Meiri samvinna og samdráttur er nú milli’ deilda kirkjunn-
ar en nokkru sinni áður. Aukheldur Missouri sýnódan átti
vingjarnlegan talsmann á þinginu, Dr. Graebner, þó ekki
hefði hann beint umboð kirkju ^innar. Maður frá þeim
hafði ekki komið á þing U.L.C.A. áður eða þeirra deilda er
það mynduðu síðan 1874. Dr. Walther kom þá á þing
General Council. Umboðsmenn Augustana sýnódunnar
sænsku, norsku kirkjunnar og American Luiheran Church,
mæltu allir sama máli. Þeir voru allir ákveðnir talsmenn
einingar. Dr. Bergendorf frá Rock Island, sem er fyrir
Augustana College, er tígulegur á velli og í anda. Mælti
hann máli Svía sköruglega og er óhræddur við nýjar leiðir.
Dr. Martin Anderson frá Chicago var virðulegur umboðs-
maður norsku kirkjunnar. Dr. Emanuel Poppen va* tals-
maður American Luiheran Church. Hann er forseti þeirr-
ar deildar og veitir viturlega forystu. Þeir kváðu allir að
einingar takmarki væri í raun réttri náð milli þessara
deilda. U.L.C.A. væri elzt í landinu eða stofnfélög þess, og
henni tilheyrandi forganga í að ákvarða frekar sameigin-
lega stefnu lútersku kirkjunnar í amerísku lífi. American
Luiheran Church hefir í liðinni tíð farið varlegast í eining-
arátt, en tilkynti nú fult kristilegt bræðralag (Pulpit and
altar fellowship) milli sín og U.L.C.A. Það, sem staðið
hefir í vegi fullrar einingar með þessum deildum hefir
verið ámóta veigamikið og það, sem borið var fram hjá oss
í íslenzku kirkjufélaginu gegn því að ganga inn í U.L.C.A.
Nýr dagur er upp runninn og nátttröll sundrungar er að
daga uppi.
Federal Council of Churches
Annað einingarmál var á döfinni. Frá upphafi hefir
U.L.C.A. átt meira samneyti og samvinnu með Federa!
Council of Churches en nokkur önnur lútersk kirkjudeild.
Þetta Council er laust samband mótmælenda kirknanna,
sem allar eiga jafnan aðgang að. I gegnum þetta samband
getur kirkjan í ýmsum efnum beitt sér í einirvgu og með
meira krafti. Engin tilraun er gerð að sveigja neinn frá
sinni stefnu, heldur að efla samhygð og samvinnu um öll
sameiginleg velferðamál kirknanna. Formlegt boð kom
frá Federal Council of Churches til U.L.C.A. að gerast nú
að fullu meðlitnur í aðalheildinni í stað þeirrar takmörkuðu
samvinnu er hefir átt sér stað (Consultative relationship).
Stjórnarnefnd U.L.C.A. lagði til að fara meðalveg, auka
samvinnuna að miklum mun, en þó ekki að gerast full-
gildur meðlimur sambandsins. Þessi tillaga tók eflaust
tillit til þeirrar íhaldssemi, sem er hrædd við að breyta
nokkru. Allsnörp senna var um þetta. Úrslitin urðu að
ráði stjórnarnefndar var fylgt og boðinu um fulla hlutdeild
hafnað. Eg var einn af þeim, sem taldi þetta misráðið. Eg
hefði kosið að stærra einingarspor hefði verið stigið. En
þrátt fyrir það er mér ljóst að það, sem gert var, miðaði
lengra til einingar en nokkuð, sem áður hefir verið gert.
Það var farið hálfa leið, en ekki alla. Á sínum tíma verður
síðasti áfanginn farinn og fullu sambandi náð. Rás tímans
styður þá, sem hiklaust stefna að samvinnu með öllum
þeim,'er viðurkenna Krist sem Drottinn og frelsara.
Lutheran World Action
Þetta er samvinna lútersku kirkjudeildanna í Ameríku
um að verða að liði í heimsþörfinni miklu, bæði líðandi
mönnum, sem hægt er að ná til, og kristilegu starfi, sem nú
er á vonarvöl vegna ófrðiarins. Trúboðsstarf, sem slitið er
úr sambandi við heimalöndin, er haft sérstaklega fvrii
augum. Norska stjórnin á Englandi metur svo mikils starf
norsku trúboðanna út um lönd heimsins að hún hefir veitt
ákveðinrTstyrk þeim til viðhalds ár eftir ár. Menn minnast
þess einnig að í hinni merku ræðu er Wendell Willkie flutti
nýverið eftir að hann var heim kominn úr leiðangri sínum
hinum mikla, mintist hann þess að Ameríka ætti mikla
safnþró velvildar meðal þjóða heimsins og að trúboðarnir
héðan með óeigingjarnri þjónustu hefðu lágt þar til ekki
lítið. Ef kristileg áhrif og kenning eiga að verða heiminum
til fullrar bjargar, verður hvorttveggja að berast á vængj-
um kærleiksríkrar þjónustu. Kirkjan í Ameríku hefir sér-
stakf tækifæri í þessu efni nú. Kristilegur bróðurkærleikur
Business and Professional Cards
er lykill að flestum dyrum. Lúterska kirkjan er í þessu
efni að ganga á undan. Það er fagnaðarefni að á öllum
þingum kirkjunnar fær þetta hinn fylsta byr. Svo þarf
það einnig að verða heimafyrir í hverju kirkjufélagi og
söfnuði.
Velferð hermanna vorra og herleiðing iðnaðarins
Hervæðing þjóðanna og gjörbreyting alls iðnaðar í
þarfir styrjaldarinnar, hefir haft þá byltingu í för með sér
að gjörbreyta öllum staðháttum lífsins fyrir vaxandi brot
þjóðanna. Fyrst og fremst slítur hersöfnun æskumennina
út úr venjulegu samhengi lífsins og steypir saman aragrúa
þeirra í herbúðir. Þessu fylgir mikill vandi, sem ekki er
leystur með því einu að annast um líkamlegar þarfir þeirra
og heilbrigði. Kirkja vor í Bandaríkjunum og Canada
hefir fundið til skyldu að koma hér að liði eftir því sem
hún frekast má. Hún vill fylgja hermönnunum með um-
hyggju og hjálp, hvar sem leið þeirra liggur. Hún kemur
upp stöðvum þar sem heilbrgiðar skemtanir og hugulsöm
umhyggja færa þeim dýrmæta vernd fyrir hættum lífs-
leiða og spillingar. Margar freistingar verða á leið þeirra
og fyrir þá er egnt til gróða. Þeir þurfa á bróðhrlegum
kristilegum áhrifum að halda, og þetta vill kirkjan veita.
Það er vitnisburður herprestanna — og þeir eru um 130 úr
U.L.C.A. í Bandaríkjunum og nokkrir í Canada — að engin
kirkja hafi gert eins mikið í þessu tilliti og lúterska kirkjan.
Þessi þörf hefir líka leitt af sér blessun aukinnar samvinnu.
Þá er herleiðing iðnaðarins. Tugir þúsunda flytja sig
mánaðarlega í nýtt umhverfi. Margar borgir eru að vaxa
svo hratt að vandræði eru með húsnæði og aðrar þarfir.
Andlega velferð þessa fólks ber ekki -síður að taka tii
greina. Það er slitið út úr því umhverfi, sem veitt hefir
því skjól, og þarf að mynda ný sambönd og eignast andlegt
heimili. Hér er alvarlegt hlutverk fyrir kirkjuna og mikið
undir því komið að hún ekki bregðist. Þetta er svo yfir-
gripsmikið að á öllu þarf að halda til að sinna því sem bezt.
Gott var til þess að finna að á þinginu var þetta vandamái
ofarlega á dagsskrá og einbeittur hugur að sjá því borgið.
Ýmislegi áður ónefni
Þingmenn vorir nutu sín sem bezt. Séra Egill vat
skipaður í nefnd þá, er fjallaði um ársskýrslu forseta.
Grettir Jóhannsson í útnefningarnefnd.
Aðal embættismenn allir voru endurkosnir.
Ekki var ákveðið hvar næsta þing skyldi haldið. En
boð liggur fyrir að halda þingið 1946 í St. Louis.
Kirkjufélag vort naut sérstaks athyglis í Courier-
Journal, dagblaði því er bezt skýrði frá þinginu í Louisville.
Fréttaritari þess merka blaðs gerði boð eftir mér og
spurði mig mjög ítarlega um íslendinga og kirkju vora.
Árangurinn var ritgerð, sem var vel úr garði gerð með fá-
um villum. Vegur það þó tæpast upp á móti vitleysunum i
Iceland.
Svona þing er dýrmætt tækifæri að kynnast mönnuir.
víðsvegar að. Einn af þeim, sem mér var sönn únun að
hitta á ný, var Dr. Blackwelder frá Washington, D.C. Er
hann prestur þar og er vel kunnur útvarpsþulur. Vænt
þótti mér um að frétta hjá honum að íslenzki sendiherrann
til Bandaríkjanna hr. Thor Thors sækti hans kirkju, og að
sonur sendiljerrans hefði þar verið fermdur síðastliðið vor.
— Þá var unun að hitta hinn ágæta Dr. Paul Scherer frá
New York, sem er samverkamaður Dr. Fosdicks við
Naíional Vespers útvarpið. Eru ræður hans þær beztu eftir
mínum smekk er í útvarpinu fást. Hefir hann nú í mörg
sumur flutt þessar guðsþjónustur. Svo mætti marga fleiri
upp telja.
Efnið er ótæmandi, en það er bót í máli, að til þess er
ætlast að erindrekar er þingið sóttu skýri frá því og flytji
boðskap þess heima í söfnuðum kirkjufélags síns. Vona
eg að sem flestir söfnuðir vorir geti notið þessa. Félagar
mínir munu gera því góð skil. Þeir munu bæta upp það,
sem eg hefi látið ósagt. K. K. Ó.
(Sameiningin).
Seinasti póstur frá
Þýzkalandi
Bréf, sem fundist hafa í vös-
um fallinna Þjóðverja á Rúss-
landi, lýsa átakanlega lífsvið-
horfinu nú á Þýzkalandi. Kaflar
úr bréfunum birtast í desember-
hefti merks tímarits í Banda-
ríkjunum, samkvæmt frásögn
Maurice Hindus, fréttaritara í
Moskva, sem fæddur er í Rúss-
iandi en heima hefir átt í
Bandaríkjunum í meira en
tuttugu ár, og gefið þar út tíu
bækur, og er talinn manna
kunnugasttur um athafnir þjóð-
ar sinnar nú á dögum; þeim
lýsir hann óhlutdrægt með
gæðum þeirra og göllum. Bréf-
kaflana sendír hann loftleiðis
frá Moskvu og segist svo frá:
Húsráðandi kastaði í kjöltu
mér heilli skæðadrífu af bréf-
um nýkomnum frá vígstöðvun-
um að sögn hans.
Bréf þessi höfðu fundist í
vösum fallinna þýzkra her-
manna á bardagasvæðum Don-
árinnar. Eru þau rituð á lélegan
pappír, mörg þeirra með ritblýi
og send í alskonar umslögum,
hvítum, bláum og bleikum.
Efst á bréfahrúgunni lá póst-
spjald með tveim gljáandi blóð-
blettum á, það var frá móður
til sonar, og af óskýrri skrift-
inni mátti ráða að mikill kær-
leikur var milli mæðginanna.
Blóðblettirnir bentu til þess, að
hermaðurinn hefði borið bréfið
á brjósti sér.
Það var einhver vofublær á
þessu spjaldi og öllum bréfun-
um, eins og frá þeim bærust
dauða-raddir, í stað radda lif-
andi fólks í Þýzkalandi.
Rússarnir Jiafa safnað hundr-
uðum þúsunda slíkra bréfa,,
sem og dagbókum dauðra Þjóð-
verja. Þetta hefir alt verið lesið
og lagt í geymslu. Þær sern
ekkert beint bréfasamband er
nú til milli sambandsþjóðanna
og þjóðverja, þá eru í bréfum
þessum einu áreiðanlegu upp-
lýsingarnar um Þvzkaland og
fólkið þar, sem vér nú höfum
ráð á.
Bréfin eru óþvinguð og eigin-
leg — frá foreldrum til sona,
unnustum til unnusta, systrum
til bræðra, eiginkonum til
bænda þeirra.
Hið einkennilega við skrif
þessi er það, að í áttatíu og
fimm af hundraði þessara bréfa
er aldrei vikið einu orði að
stjórnarfarinu, mjög sjaldan
minst á fuehrerinn eða naza-
höfðingjana né það hvernig
stefna þeirra komi út í reynd-
inni.
Þetta er ef til vill ástæðan
fyrir því, hve ritskoðunin er
væg, mjög sjaldan er þar strik-
að yfir nokkuð jafnvel þótt
bréfritararnir tali hreinskilnis-
lega um örðuga afkomu fólks og
sorgir, eða slík viðkvæm efni
eins og aftturfar í siðferði
þýzku kvenþjóðarinnar.
“Paul kom heim í hvíldar-
tíma sínum,” skrifar kona
Gerberd manni sínum, “og af-
réð þá að skilja við konu sína,
sem nú er þunguð af völdum
eins stríðsfangans hér.”
WINNIPEG CLINIC
Vaughan & St. Mary’s
Dr. P. H. T. Thorlakson
Phone 22 866
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
J. J. SWANSON & CO.
LIMITBD
308 AVENUE BLDG, WPG.
•
Fastelgnasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsúbyrgS.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
Phone 26 821
Peningar til útláns
Sölusamningar keyptir.
Böjarðir til sölu.
INTERNATIONAL LOAN
COMPANY
304 TRUST & LOAN BLDG.
Winnipeg
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical .Arts Bldg.
Qor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tfmar 3-4.30
•
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288,
Winnipeg, Manitoba
Legsteinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
Skrifiö eftir veröskrá
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
60 2 MEDICAL ARTS BLDG.
Slmi 22 296
H^imili: 108 Chataway
Slmi 61 023
Arthur R. Birt, M.D.
605 MÉDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-stmi 23 703
Heimilissími 46 341
Sérfrceöingur i öllu, er aö
húOsjúkdómum lýtur
Viðtalstími: 12-1 og 2.30 U1 6 e. h
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfrœöingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 165«
Phones 95 052 og 39 043
Gilhuly’s Drug Store
THE REXALL STORE
Lyfjasérfræöingar
SELKIRK, MAN.
gími 100 Nætursími 25
• SINCLAIR’S
TEA ROOMS
Staöurinn þar sem allii vinir
mætast.
SELKIRK, MAN.
No. 1 Call £
DR. M. C. FLATEN
Tannlœknir
EDINBURG, N. DAKOTA
J. w. MORRISON & CO.
Oeneral Hardware
MÁL og OLÍUR
"Sé j>aS harðvara,
höfum við hana”
SlMI 270 — SELKIRK, MAN.
J. A. Anderson, B A.,LL.B.
Barrister and Soltcitor
and Notary Public
Tryggingar af öllum tegundum.
ASHERN, MAN.
Thorvaldson &
Eggertson
Lögfrœöingar
300 NANTON BLDG.
Taislmi 97 024
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
e
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 702
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
•
Pægilegur og rólegur bústaöur
{ miöbiki botgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfii ; með
baðklefa $3.00 og þar yfir
Ágætar máltíðir 40c—60c
Frce Parking for O ucsts
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi 86 607
Heimilis talslmi 501 562
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur I eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum
216-220 Medicai Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedv
Viðtalsttmi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusími 22 251
Heimilissími 401 991
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talstmi 30 877
Viðtalsttmi 3—5 e. h.
Office Phone Res. Phone
87 293 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
E. G. EIRIKSSON
Lyfsali
CAVALIER, N. DAKOTA.
Stmi 24
VICTORY BOWLING
FIVE and TEN PINS
•
Stmið 206 til þess að
tryggja aðgang
•
SELKIRK, MANITOBA
Dr. K. 1. JOHNSON
Physician and Surgeon
Slmi 37
CENTRE ST., GIMLI, MAN.
S. E. Björnson, M,D.
Lœknir og lyfsali
ARBORG, MAN.
Framh. á bls. 7