Lögberg - 03.12.1942, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.12.1942, Blaðsíða 1
S5. ARGANGUR t LÖGBERG. FIMTUDAGINN 3. DESEMBER, 1942 NÚMER 49 HELZTU FRETTIR Forustumaður hniginn í val Capt. Sigtryggur Jónasson. ALT í SAMA HORFI. Þingmenn Liberalflokksins í Ontariofylkisþinginu héldu ný- verið flokksfund til þess að ræða um stjórnmálaviðhorfið eftir að Mitchell F. Hepburn lét af stjórnarforustunni og Gordon D. Conant tók við; höfðu ýmsir gert sér það í hug- arlund, að til alvarlegrar sprengingar kæmi vegna þess hve embættisafsögn Mr. Hep- burn gerðist með skjótum hætti, og eins hins, að hann sjálfur valdi eftirmann sinn kjósend- um allsendis að forspurðu; hitt var og vitað, að bitur ágreining- ur átti sér stað innan ráðuneyt- isins vegna hinna óvæntu til- tekta Mr. Hepburns; en slíkt hafði í för með sér embættis- afsögn tveggja ráðherra, þeirra Nixons fylkisritara og Olivers heilbrigðismálaráðherra; höfðu þeir báðir haldið því fram, að beinast hefði legið við fyrir Mr. Hepburn að rjúfa þing, og efna til nýrra kosninga. En þegar á áminstan fund kom, sýndist alt falla í ljúfa löð, en það jafnframt ákveðið, að þegar að afstöðnu næsta fylkisþingi, sem kemur til funda 15. janúar næstkomandi, skyldi kvatt til flokksþings, er velja ætti formlega nýjan flokks- foringja. * * * C.C.F. FLOKKURINN VINNUR ÞINGSÆTI í BRITISH COLUMBIA. Við aukakosningu, sem fram fór í Salmon Arm kjördæminu til fylkisþingsins í British Col- umbia þann 26. nóvember síðast- liðinn fóru leikar þannig, að frambjóðandi C.C.F. flokksins, George F. Stirling, gekk sigr- andi af hólmi með allmiklu afli atkvæða umfram gagn- sækjanda sinn, Cyril Thompson, bæjarstjóra í Salmon Arm, er bauð sig fram til stuðnmgs við samsteypustjórnina í British Columbiafylki. Fram að þessu hafði kjördæmi þetta alla jafna sent íhaldsmann á fylkisþing. * * * SMUTS VONGÓÐUR. Mr. Jan Smuts, forsætisráð- herra Suður-Afríku sambands- ins, sem nýlega er kominn heim eftir því nær mánaðardvöl í London, hefir nýst yfir því í viðtali við blaðamenn, að hann sé vongóður urh það, að leið- angur sameinuðu þjóðanna gegn nýlendum Frakka í Afríku muni senn verða til lykta leiddur, með fullnaðarsigri á þeirra hlið. 4 -f -f KOSINN í SKÓLARÁÐ. Séra Philip M. Péiursson. í síðastliðnum bæjarstjórnar- kosningum, var Séra Philip M. Pétursson kosinn í skólaráð með miklu atkvæðamagni. WINNIPEG KÝS NÝJAN BORGARSTJÓRA. Garnel Coulier. Við bæjarstjórnarkosningarn- ar á föstudaginn var, hlaut Garnet Coulter kosningu til borgarstjóra fyrir næstu tvö ár, með 4,350 atkvæðum umfram John Quen núverandi borgar- stjóra. Mr. Coulter er lögfræð- ingur að mentun; hann hefir átt sæti í skólaráði og bæjar- stjórn um alllangt skeið við vaxandi orðstír; hann þykir gætinn maður og hollráður. ♦ 4- ♦ ENDURKOSINN í BÆJAR- STJÓRN. Valeniinus Valgarðson. Við nýafstaðnar bæjarstjórn- arkosningar í borginni Moose Jaw í Saskatchwan, var Valen- tinus Valgarðson skólastjóri, endurkosinn til tveggja ára í bæjarstjórn við stóraukið kjör- fylgi; varð næsthæstur að at- kvæðatölu, þeirra, er í kjöri voru. f -f -f AMERÍKUMENN SÖKKVA JAPÖNSKU HERSKIPI OG FJÓRUM VÖRUSKIPUM. Flotamálaráðuneyti Banda- ríkjanna hefir tilkynt, að Ame- ríski flotinn hafi sökt- nýlega japönsku orustuskipi ásamt fjór- um flutningaskipum í námunda við Salomonseyjar, er Japanir voru að reyna að koma þar nýj- um liðsauka og hergögnum á land. -f -f -f ELDSVOÐI VELDUR GÍFUR- LEGU LÍFTJÓNI. Á laugardagskvöldið var, kom upp eldur í næturklúbb einum í Boston, þar sem mannfjöldi mikill skemti sér við dans; um fimm hundruð manna létu lífið, en álíka fjöldi liggur á sjúkra- húsum í meiri eða minni bruna- sárum. Þess er getið til, að kviknað hafi í húsinu út frá biluðum rafvír. Ríkisstjórinn í Massachusetts hefir þegar í sam bandi við lögreglu borgarinnar fyrirskipað gagngera rannsókn í málinu, og látið loka um ó- ákveðinn tíma öllum nætur- klúbbum í Boston, en þeir eru 58 að tölu. , Dramatískur og sögu- frægur viðburður Adolf Hitler hafði hátíðlega lýst yfir því á dögunum, er hann hernam alt Frakkland, að und- anskilinni hafnarborginni Tou- lon, þar sem meginhluti franska sjóflotans hafði bækistöð sína, að sér kæmi ekki til hugar að hrófla við þeirri borg, og tók Laval málamyndaráðherra Frakka það loforð vitaskuld gott og gilt eins og flest ann- að úr þýzkri Nazista átt; en veður er ekki ávalt lengi að breytast í lofti, og fór svo í þetta sinn. Á íöstudaginn þann 27. nóvember, s. 1., lét Hitler hernema Toulon, og hafði auð- sjáanlega ásett sér að ná um leið haldi á þeim herskipum öllum, er á höfninni lágu, en þau voru 62 að tölu; en hon- um varð ekki kápan úr því klæðinu, því á örfáum augna- blikum sprengdu hinir frönsku flotaforingjar öll herskipin til agna, og varð af þessu svo glóðþrunginn reykjarmökkur, að naumast grilti borg né höfn klukkustundum saman. Yfirforingjar hinna frönsku víkingaskipa stóðu gunnreifir á stjórnpalli, og sukku með bryn- drekum sínum í saltan sæ. 4- ♦ ♦ ÁNÆGJULEGT SAMSÆTl'. Síðastliðið föstudagskvöld. var Ásgeiri Guðjohnsen, vél- setjara hjá Columbia Press Ltd., haldið ánægjulegt samsæti á St. Regis hótelinu, voru þátt- takendur um fjörutíu; forsæti skipaði Victor B. Anderson bæjarfulltrúi; að lokinni máltíð voru haldnar margar stuttar ræður, og mikið sungið á milli. Ásgeir er vinsæll maður og vel gefinn, og verkamaður, sem þá er bezt gerist. Til minja um gleðimót þetta, i var heiðursgestinum afhentur vandaður silfurborðbúnaður að gjöf, er hann þakkaði fyrir með hlýjum og vel völdum orðuim Samsæti þetta var haldið í tilefni af því, að heiðúrsgestur- inn var þá rétt að því kominn að ganga í heilagt hjónaband. 4-4-4- SAMBANDSSTJÓRNIN TAP- AR SÆTI í QUEBEC. La Fleche vinnur kosningu. Þann 30. þ. m. fóru fram tvennar aukakosningar til sam- bandsþings í Quebecfylki. í Montreal—Outremont sigraði “War Services ráðherrann, I^. R. La Fleche,1 er í Charlevoix— Sagueny kjördæmi vann utan- flokka frambjóðandi þingsætið. 4 4 4 RÁÐLEGGUR ÍTÖÍ.UM AÐ LEGGJA NIÐUR VOPN. Ohurchill forsætisráðherra Breta hefir ráðlagt ítölum að hætta að berjast, vegna þess að sameinuðu þjóðirnar muni innan skams sprengja allar verksmiðjur þeirra í loft. Mússó- lini svaraði þessu með því, að Hitler myndi veita ítalíu næga hjálp til þess að vinna stríðið. 4 4 4 FRÁ LYBÍU. Síðustu fréttir þaðan herma, að slegið hafi nýlega í brýnu milli hersveita Rommels og brezka sóknarliðsins í grend við Agheila þar sem mælt er að þjóðverjar hafi sínar síðustu varnarstöðvar í Lýbíu; Nánari fregnir af viðureign, þessari eru enn eigi við hendi þó mælt sé, að skarar Romels hafi skjótt látið undan síga. Áherzla lögð á aðal- leiðslu hitaveitunnar Væntanlega verður hægt að taka upp vinnu við Hitaveituna nú á næstunni, íþegar efnið verð- ur komið á sinn stað. Þó ekki sé að vita hve margir verkamenn fást nú í þá vinnu. Tíðindamaður blaðsins átti i gær tal við Valgeir Björnsson bæjarverkfræðing og spurði hann hvernig verkinu myndi verða hagað. Hann sagði m. a.: —Við leggjum aðal áherzluna á að ljúka sem fyrst við aðal- leiðs’una upp að Reykjum, svo sem mest af henni verði lagt fyr- ir haustið. Verkið við að leggja pipur þessar er þannig, að erfitt er að vinna að því þegar tíð er slæm. Eins og kunnugt er, verður reiðingstorf notað sem einangr- unarefni, utan um pipurnar. Torfflagið verður 10 sentimetra þykt, en vafið vírneti utan um. Vegna þess hve pípurnar lengj- ast og styttast við hitabreytingar, þurfa þær að geta mjakast til í rennunum og verða því völtur undir þeim, en pípurnar festar í rennistokkinn hér og þar, með vissu millibili. Pípurnar, sem koma frá Ameríku eru allar stál- pipur. —Hvað varð um “bonnapip- urnar,” sem keyptar voru í JJan- mörku? —Mikið af því efni, sem keypt var i Danmörku og ekki komst hingað er nú selt. En “bonna”- pípurnar eru enn óseldar. Þær “bonna”-pípur, sem hingað eru komnar, verða notaðar uppi á hverasvæðinu á Reykjum, til þess að leiða vatnið úr uppsprett- um og borholum í dælistöðina. Rennurnar fyrir þær pápur eru steyptar og eins húsið fyrir dæl- nrnar. —Hvenær er hægt að gera ráð fyrir að Hitaveitan verði fuli- gérð? —í fyrsta lagi fyrir haustið 1943, eins og nú er komið málum. En mikið veltur á því, að koma aðal leiðslunni vel áleiðis í haust. Þegar hún er fullgerð má e. t. v. fara að veita vatninu í bæjar- kerfið smátt og smátt eftir því sem leiðslurnar i götunum og inntakið í húsin verður fullgert. —Hvert verður einangrunar- efnið i götunum? —Til þess verður notað hraun- gjall, er verður flutt til bæjarins jafnóðum og það verður notað. —Mbl. 7. sept. BORAÐ EFTIR VATNI VIÐ RAUÐARÁ. Hitaveituborinn, sem undan- farið hefir verið notaður við borun hjá Þvottalaugunum, hef- ir verið fluttur að Rauðará hér í bænum og verður brátt byrj- að að bora þar eftir vatni. Er ekki ólíklegt, að þarna fáist heitt vatn, og ef svo skyldi reynast, verður það notað til hitunar í verksmiðjuhverfinu sem er umhverfis Rauðará. Helgi Sigurðsson verkfræðing- ur skýrði Morgunblaðinu svo frá í gær,'að engin vissa væri fyrir hendi um, að þarna væri heitt vatn í jörðu, en þó ekki fengist nema kalt vatn þarna, þá væri borunin ekki til ónýtis, þar sem nota mætti kalda vatn- ið til neyslu, ef eitthvað kæmi fyrir Gvendarbrunnavatnsveit- una. Hjá Rauðará er gamall brunn- ur, sem notaður hefir verið til að brynna kúm í. Vatnið í brunni þessum er volgt og frýs ekki á vetrum. Þykir það gefa nokkrar vonir um, að heitt vatn sé þarna dýpra í jörðu. Vatnið í brunninum er venjulega 10— 12 gráðu heitt. Ef svo skyldi reynast, að þarna fengist heitt vatn, er til- valið að nota það handa verk- smiðjuhverfinu, því ekki er gert ráð fyrir, að verksmiðjuhverfið fái heitt vatn fyrst um sinn frá Reykj ahitaveitunni. Mbl. 25. sept. Síðastliðinn fimtudag lézt i Arborg Capt. Sigtryggur Jónas- son, sem nefndur hefir alment verið “faðir íslenzka landnáms- ins í Canada,” níræður að aldri; það var hann sem lagði grund- völlinn að nýbygðum íslendinga við Winnipegvatn; þeim bygð- um, sem íslendingar í daglegu máli kalla Nýja Island. Sigtryggur Jónsson var Ey- firðingur að ætt, gáfumaður mikill og höfðinglegur ásýnd- um; hann hafði mörg járn í eldinum um dagana, gengdi í herþjónustu Sturla M. Freeman frá Piney, innritaðist í herinn þann 11. nóv. síðastl., hann er 35 ára að aldri, fæddur í Winnipeg. Móðir Sturlu, Mrs. Ásgerður Freeman, er búsett í Piney, og hefir þessi sonur hennar stundað búnaðar- vinnu á Freemannsheimilinu. 4 4 4 Barney Bjarnason, frá Glen- buro, gekk í herþjónustu þann 18. nóv. síðastl., hann er 21 árs að aldri, fæddur í Glenboro, og þar býr móðir hans, Mrs. Ila Bjarnason. 4 4 4 Halldór S. Hallson frá Lund- ar, innritaðist í herinn þann 24. nóv. s. 1. Mr. Hallson er tvítugur að aldri, fæddur í Winnipeg; hann hefir stundað fiskiveiðar á Manitobavatni; móðir hans er Mrs. K. Hallson í Lundar. SÆTA HINUM VERSTU HRAKFÖRUM. Bæði vestur af Moskva. og eins á vígstöðvunum umhverfis Stalingrad, hafa þjóðverjar sæt+ hinum verstu hrakförum; svo hefir mannfall af hálfu þjóð- verja verið geysilegt, að Hitler hefir enn á ný gert stranga kröfu á hendur Rúmeníu og Ungverjalandi um stóraukinn liðsafla frá hvorri þjóðinni um sig; mælt er, að undirtektir séu fremur daufar; þá hefir Hitler einnig sent herforingjum sínum stranga áskorun um það, að verja Rzhev-borg með oddi og egg, því fall hennar kæmist til jafns við það, að tapa hálfri Berlín. Umhverfis Stalingrad geysa nú frosthörkur, og segjast Rúss- skipstjórn á Winnipegvatni, sat á fylkisþingi fyrir Gimli kjör- dæmi, og hafði um hríð með höndum ritstjórn Lögbtrgs. Ár- ið 1930 vitjaði Sigtryggur ís- lands sem einn af erindrekum Canadastjórnar, er Alþingis- hátíðina sóttu. Sigtryggur var kvæntur Rann veigu Briem, systur Valdimars vígslubiskups; fóstiJrsonur þeirra, Percy, er búsettur í Ar- borg. Útför þessa merka öldungs fór fram í Riverton á mánu- daginn var. , ar daglega ganga þar fram á þýzka hermenn frosna til dauða. 4 4 4 LÖG UM SAMFÉLAGSLEGT ÖRYGGI. Á næstunni verður lagt fram í brezka þinginu frumvarp til laga, er hefir það að markmiði, að tryggja brezku þjóðinni stór- aukið samfélagsöryggi við það, sem hún nú nýtur, að loknu stríði. KOSINN Á SAMBANDSÞING MEÐ MIKLU AFLI ATKVÆÐA Rev. Stanley Knowles. Við aukakosningu þá til sam- bandsþings, sem fram fór í Winnipeg síðastliðinn mánu- dag, gekk frambjóðandi C.C.F flokksins, Rev. Stanley Knowles, sigrandi af hólmi með miklu afli atkvæða. MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.