Lögberg - 03.12.1942, Side 8

Lögberg - 03.12.1942, Side 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. DESEMBER, 1942 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. -f ♦ ♦ Ragnar H. Ragnar píanóleikari frá Mountain, N. Dak., var staddur í borginni um miðja fyrri viku; hann bað Lögberg að flytja þeim vinum sínum, er honum vanst ekki tími til að hitta að máli sínar innilegustu kveðjur. -f -f -f Séra K. K. Ólafsson forseti kirkjufélagsins, var staddur í borginni í byrjun vikunnar, og er nýlagður af stað vestur til Seattle. f -f -f Þeir B. S. Thorvarðson frá Akra, og Joe Péturson frá Cavalier, N. Dak., voru staddir í borginni í fyrri viku. -f -f -f í nýafstöðnum bæjarstjórnar- kosningum í Vinnipeg, voru endurkosnir í bæjarstjórn fyrir 1. kjördeild, þeir Morrison og Sara, en þriðji maður kosinn var Rev. Stinson, er bauð sig fram af hálfu C.C.F. flokksins. f f f Meðtekið í trúboðssjóð kirkju- félagsins í minningu um Victor Freeman, Bottineau frá Mr. og Mrs. O. S. Freeman, Bottineau. N. D. $3.00. Með þökkum. S. O. Bjerring. f f f Hjónavígslur framkvæmdar af séra Valdimar J. Eylands: 24. nóv.—James S. Baker, her- maður frá Nýja-Sjálandi, og Ellen Thompson, 372 Langside St. 28. nóv.—Ásgeir Pétur Guð- johnsen, vélsetjari hjá Columbia Press Ltd., og Julia Grace Sweany hjúkrunarkona Wpg. f f f SAMSKOT í ÚTVARPSSJÓÐ FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU. Winnipeg, að afstöðnu útvarpi 22. nóv. 1942. Áður auglýst og kvittað fyrir $15.00 Víglundur Vigfúss., Wpg. 1.00 Björn Stefánsson, Svold 1.00 B. Thorwardson, Akra 1.00 O. B. Benson, Bottineau 1.00 Mrs. Rebekka Bjarnason, Camp Morton 2.00 John Gislason, Breden- bury, Sask. 1.00 Narfi Vigfúss., Tantallon, Sask. 2.00 Mr. og Mrs. G. Backman, Clarkleigh 1.00 Mr. og Mrs. D. H. Back- man, Clarkleigh 1.00 Mr. og Mrs. August Magn- ússon, Lundar 1.00 Guðbrandur Jóhannesson, Arborg' 0.50 Bjarni Jóhanness., Arborg 0.50 Guðríður Jóhannesson, Arborg 0.50 Lilja Bergman, Arborg 0.50 Joe Gislason, Lundar 0.50 S. G. Borgfjörð, Lundar 0.50 Mrs. Emma Olson, Lundar 0.50 Bjarni Jónsson, Lundar 0.50 Mr. og Mrs. N. R. John- son, Lundar 0.50 Winnipegosis, Man. Mr. og Mrs. E. M. Einarss., 0.50 Mr. og Mrs. John Einarson 0.50 Mr.,Mrs. Guðm. Brown(?) 0.50 Mrs. G. K. Goodman 0.25 Mrs. John Goodman 0.25 Björn Crawford 0.25 John Collins 0.25 Miss. May Stefanson 0.25 Mrs. K. Egilson 0.10 Mrs. Jack Turnin 0.25 Mr. og Mrs. S. Magnúss. 1.00 Mr. og Mrs. John Stefan- son .................... 1.00 Mr. og Mrs. August John- son 1.00 Asgeir Johnson, Calder, Sask. 1.00 Ónefndur, Bradenbury, Sask.................... 5.00 Mrs. Steinunn Stefanson, 575 Burnell, Wpg. 2.00 B. G. Nupdal, Mountain 1.00 B. Thorbergson, Breden- bury 2.00 G. Peterson, Black Bear, Island 1.00 K. J. Abrahamson, Sin- clair, Man. 2.00 Mrs. Hildur Jóhansson, Garðar 1.00 Kvenf. Fjallasafn. Milton, 5.00 Miss Sella Johanson, Kel- wood . 1.00 John Arnórson, Piney 1.00 Jóhann Stefánson, Piney 1.00 Mrs. Albert Thorwaldson, Piney 1.00 Mrs. Ingibjörg Swerrison, Upham 0.50 Mrs. Thuríður Johnson, Upham 1.00 Mrs. Margrét Swanson, Upham 0.50 Bob Johnson, Upham 0.50 Wm. Breiðfjörð, Upham 0.25 Mr. og Mrs. E. J. Breið- fjörð, Upham 1.00 Magnus Ólafson, Upham 0.25 Kærar þakkir, V. J. Eylands. Messuboð Prestakall Norður Nýja íslands: 6. des.—Víðir, messa kl. 2. e. h. 13. des.—Riverton, íslenzk messa kl. 2. e. h.; Árborg, ís- lenzk messa kl. 8 e. h. Fermingarbörn í Árborg mæta laugard., 5. des., kl. 2,30 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ f ♦ Messuboð í Valnabygðum: Sunudaginn 6. des. Foam Lake kl. 2,30 e. h. ísl. Leslie kl. 7.30 e. h. ensk. B. T. Sigurdsson. Hitt og þetta Næsturvörður á hóteli nokkru varð mjög undrandi, þegar hann sá skítugan og illa útleikinn mann koma upp að skrifborðinu til hans. “Hvað get eg gert fyrir yður?” spurði næturvörðurinn. “Mér þætti vænt um,” sagði ó- kunni maðurinn með erfiðis- munum, “að fá að fara upp í her- bergi nr. 202 á fjórðu hæð.” “202,” endurtók vörðurinn. Hann gægðist í gestabókina. “Hr. Oscar Billups frá Toledo býr í þvi herbergi, og það er heldur ó- viðkunnanlegt að vekja upp gest á þessum tíma nætur.” “Veit eg vel,” sagði sá tötralegi. “Engu að síður krefst eg þess að fá að fara upp í herbergi nr. 202 tafarlaust — og það án nokkurra vífilengja.” “Hvaða erindi eigið þér þang- að?” spurði vörðurinn. “Það kemur yður ekki við,” svaraði maðurinn reiður. “Hvað heitið þér þá?” “Eg heiti hr. Oscar Billups frá Toledo! Eg kem einmitt frá því að deíta út um gluggann!” ■k * * Maður, sem hafði drukkið heldur mikið af “hristingi,” mætti öðrum, auðsjáanlega í sama ástandi. Fullir samúðar hver með öðrum, vegna hins and- lega skyldleika, hófu þeir eftir- farandi samtal: “Heyrðu lagsi,” sagði annar, um leið og hann tottáði vindil, sem eldurinn var fyrir löngu dauður í. “Mér finst endilega að eg kannist við þig.” Tveir og tveir eru fimm Síðan 1918 hafa flest öll stór- blöð Ameríku — þar með talin Lögberg og Heimskringla — lýst þýí all-ámátlega hversu stjórn Rússlands svifti einstakl- inginn öllu frjálsræði. Sérstök áhersla var þó jafnan lögð á trúar-ófrelsi. En yfirleitt áttu Rússar og hinir sem tilheyrðu Sovét-ríkjunum að vera svín- beigðir þrælar nokkurra komm- únista Um leið og Hitler óð inn í Rússland, lagði stjórnin vopn í hendur hverju mannsbarni, sem vetlingi gat valdið. Slíkt traust bar hún til “þrælanna,” og mun það vera einstætt í mannkyns- sögunni. Hvergi er þess heldur getið að hermenn Rússlands megi ekki ganga í guðshús, finni þeir samræmi í kenningu Krists og þess starfs sem vald- hafar veraldar hafa lagt þeim fyrir hendur. Þegar Canada-stjórn sagði Hitler stríð á hendur, sendi hún lögregluþjóna sína út um borg og bý til þess að safna öllum byssuhólkum borgaranna eða skrásetja þá. Hitt vita allir, að Canada-drengirnir sem eru í herþjónustu eru skyldir að ganga til messu á hverjum sunnudegi, hvort sem þeir trúa á mátt sinn og megin eða Jahve gamla. Og má sjá á þessu aö frelsið er ein agaleg pheno- menon. ♦ ♦ ♦ Nýlega opnuðust augu Nazista fyrir merkilegu fyrirbrigði. í Hamburger Fremdenblatt skýrir Nazi einn þessi bölvuð vand- ræði, sem Hitler er kominn í, á þann hátt, að svo mikið af hinu hreina nordiska blóði þjóðverja hafi blandast við blóð sambands- þjóðanna um undanfarnar aldir að þær geti orðið Nözunum skeinuhættar. ♦ ♦ ♦ Frá útvarpsstöðinni Róm. Chang Kai-Shek hefir tekið trú Gyðinga. Æðsti prestur Gyð- inga í Shanghai gerði sér ferð í flugvél til þess að stjórna seremóníunni. -f -f -f Þegar minst er á sósíalisma — þjóðeign og þjóðnýting — klyngir sama sauð-bjallan: Ekk- ert fyrirtæki getur borið sig nema “framtakið” standi fyrir því. Og hvergi á bygðu bóli er þetta orð framtak og hugtakið sem það túlkar, annar eins helgi dómur eins og á íslandi. Og þó og þó Er nokkurt fyrirtæki í víðri veröld eins ábyggilegt eins og póststjórnin? Setjum svo að blessað framtakið hefði klófest póstinn í hverju landi, og þá að sjálfsögðu sameinað sig um víða veröld. Haldið þið og þér, að við gætum sent bréf fyrir 3 eða 5 sent um víða veröld og böggla eftir því? Haldið þið — eða þér, að framtakið þyrfti ekki að sjá um að hluthafar græddu dá- lítið á höfuðstólnum? Eða hvað haldið þið — eða þér? Eða hugsið þið —• eða þér, nokkuð, — eða ekkert? f þessu sambandi má minnast á útvarpið hér í Canada. Þulir og þulur sem CBC hefir í þjón- ustu sinni eru snillingar. En þessir náungar, sem lesa frétt- ir .og annað í prívat útvarp hér í vestrinu, virðast ekki vita með hvað þeir eru að fara. Þeir eru lítið betri en íslenzkir þulir, sem ég hlustaði á 1935—1936 — sællar minningar. — “En þá er til als jafnað.” -f -f -f “Greiddu mér atkvæði, en spurðu mig ekki hvers vegna.” Þessi svívirðilegu orð stóðu sem fyrirsögn fyrir þýddri grein í Heimskringlu dags. 18. nóv. Samkvæmt íslenzkri þjóðrækni getur eitt, og aðeins eitt spurs- mál komið til greina í kosning- um: Er kandídatinn íslending- ur? Það marrar ekki hvort hann er sendifréfsfær á íslenzku eða ensku, eða hvort hann veit nokkurn skapaðan hlut um stjórnmál heimalands og heims. Sé hann íslendingur — nú þá gerir heiðvirður kjósandi svo vel og krossar aftan við nafn hans, eða ella J. P. P. Wartime Prices and Trade Board J. Gordon Taggart. formaður matvæladeildar Wartime Price and Trade Board, fullvissar almenning um að engin hætta sé á að smjör verði skamtað. “Það eru engin líkindi til þess að smjör verði skamtað nú. eða í vetur” segir Mr. Taggart. “Eg get fullvissað fólk um að það verði als engin skömtun á þess- ari matvöru í næstu sex mán- uði.” Fyrir skömmu skipaði mat- væladeildin að smjörbirgðir í geymslum fyrsta nóvember yrðu minkaðar um 25% fyrir mán- aðarlok. Smjörbirgðir í verzl- unum verða því væntanlega auknar um 11 miljónir punda. Spurningar og svör. Spurt. Hvernig er matar- skamtinum tilhagað hjá fólki sem gengur í dagvinnu og borð- ar þar sem það vinnur? Svar. Þessu er vanalega hag- að til eftir samningum þeim sem gerðir hafa verið á milii vinnuveitenda og vinnufólks. Vinnufólkið getur komið með sinn eigin skamt, eða látið hús- móðurina taka við skömtunar- bókinni ef allar máltíðir eru borðaðar á sama heimilinu; hún tekur sinn skerf og skilar svo bókinni aftur þegar vinnufólkið fer af heimilinu. Spurt. Er nokkur takmörkun á innflutningi á jólatrjám? Svar. Ekki fyr en þrítugasta nóvember. Eftir þann tíma verð- ur ólöglegt fyrir flutningabíla “trucks” að flytja vörur lengra en 35 mílur. Þessi takmörkun á flutningsvegalengd mun sjálf- sagt hafa einhver áhrif á flutn- .ing á jólatrjám. Spurt. Eg hefi ábyrgðarmikla stöðu og þarf því aft vegna annríkis að láta senda mat inn á skrifstofuna til mín. Má láta senda máltíð sem kostar minna en dollar? Svar. Já. Máltíðir eru undan- þegnar pöntúnarlögunum. Spurt. Er það ólöglegt að kaupa vetrarforða af kartöflum eða lauki? Við höfum altai keypt vetrarforðan um þetta leyti árs. Svar. Það er leyfilegt að kaupa alt sem nauðsynlegt er til heimilisþarfa ef ekki er keypt meira en keypt hefir verið undanfarin ár. Að hamstra er að kaupa meira en búist er við að menn þurfi. Spurt. Er nauðsynlegt að gefa þriggja mánaða fyrirvara ef maður ætlar að flytja úr húsi sem leigt er mánaðarleigu? Svar. Nei. Það þarf ekki nema eins mánaðar fyrirvara. En húsráðandi verður að láta leigj- Lögberg inn á hvert einasta íslenzkt heimili fyrir jólin! The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Sendið LÖGBERG sem jólagjöf til frá $3.00 innlagðir sem ársgjald. endur fá þriggja mánaða fyrir- vara til að flytja út. Spurt. Er Rámarksverð á leir - taui? Svar. Já. Leirtau er háð há- marksreglugerðunum, og hver kaupmaður verður að halda sér við það verð er selt var fyrir á hámarkstímabilinu, eða 15. september til 11. október 1-941. En það er nytjatollur á súmu leirtaui, sem kaupendum á að vera greinilega skýrt frá þegar þeim er sagt frá verðinu. Spurt. Er hámark á launum til hljómsveita? Ein setti í fyrra $2.00 fyrir hvern mann en setur nú þrjá. Svar. Það er ekkert hámark á launum fyrir þetta starf. Spurt. Er sala á rúsínum tak- mörkuð, mér hefir skilist að ekki megi selja meira en pund hverjum manni. Svar. Það er engin ákveðin takmörkun á því hve mikið hver má kaupa, en kaupmenn eru sjálfir að reyna að sjá til þ.ess að dreifing verði sem jöfnust á fáanlegum birgðum. Spurt. Hvaða leigu má biðja um fyrir herbergi, sem aldrei hefir áður verið leigt út? Svar. Þú mátt setja fyrir herbergið hvað sem þú álítur sanngjarnt með tilliti til þæg- inda. En öll leiga er háð lögum leigunefndarinnar og ef leigan þykir of há, er líklegt að beðiö verði um lækkun. Spurningum á íslenzku svar- að á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning st. Winni- peg- — Innkollunarmenn LÖGBERGS Ainaraiith, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota B. S. Thorvardson Árborg, Man Klías Kllasson Árnes, Man .....Magnús Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bantry, N. Dakota Einar J. Breiðfjörð Bcllingham, Wash Ami Símonarson Biaine, Wash Arni Símonarsou Brown, Man J. S. Gillis Cavalier. N. Dakota B. S. Thorvaldson Cypress River, Man O. Anderson Dafoe, Sask Edinburg, N. Dakota Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodman i’oam Dake, Sask Garðar, N. Dakota Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man Elías Elíasson Gimll, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dakota Páll B. Olafson Hayland P.O., Man Magnús Jóhannesson Hnausa, Man EUas Elíasson Husavick, Man O. N. Kárdal Ivanhoe, Minn Miss Palina Bardal Kandahar, Sask Ijangruth, Man John Valdimarsou I.csUe, Sask Jón ólafsson Dundar, Man Dan. Undal Minneota, Mlnn. . , M Mim Palina Bardal Mountain, N. Dakota Páll B. Oiafson Mozart, Sask Otto, Man Dan. Dlndal Point Roberts, Wash S. J. Mýrdal Reykjavfk, Man Ámi Paulson Itiverton, Man Elías EUasson Seattle, Wash I J. J. Middal Selkirk, Man S. W. Nordal Siglunes P.O., Man Magnús Jóhannesson Svold, N. Dakota B. S. Thorvardson Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota Elnar J. Breiðfjörð Víðir, Man EUas EUasson Vogar, Man Magnús Jóhannesson Westboume, Man Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man O N. Kárdal Wynyard, Sask Húsráðendum til athugunar Eins og sakir standa, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af flestum tegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna takmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásaml örðugleikum við flutninga, má því nær víst felja, að hörgull verði á vissum eldsneylislegundum í vetur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkert á hættu með það, að verða eldsneytis- lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið pantanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnisi eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 —23 812 KAUPIÐ ÁVALT L LI M E E E THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.