Lögberg - 10.12.1942, Blaðsíða 1
S5. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN * 10. DESEMBER, 1942
HELZTU
MERKUR ÍSLENDINGUR
FERST í BÍLSLYSI.
Sá sorglegi atburður gerðist
þann 1. þ. m., að Dr. V. A.
Vigfússon, efnafræðingur og
kennari við háskólann í Saska-
toon, lést í bílslysi um kvöldið
þar í borginni, er hann var á
heimleið frá hockey-leik. Dr.
Vigfússon var merkur lærdóms-
maður, er naut hvarvetna vin-
sælda og trausts; hann var 47
ára að aldri, fæddur í Tantallon,
þar sem faðir hans, Narfi Vig-
fússon, freklega áttræður a
heima; auk föður síns, lætur
Dr. Vigfússon eftir bróður,
Helga að nafni, sem búsettur
er einnig í Tantallon.
+ + +
ENDURKOSINN TIL
BÆJARSTJÓRA.
Mr. John A. Vopni, ritstjóri
og prentsmiðjueigandi, var ný-
lega endurkosinn gagnsóknar-
laust til bæjarstjóra í Davidson,
Sask. Hann er sonur þeirra Mr.
og Mrs. J. J. Vopni hér í borg-
inni. John ritstjóri er vinsæll
maður með afbrigðum, og lík-
legur með tíð og tíma til aukins
frama.
♦ -f ♦
VERÐLÆKKUN Á
MATVÖRU.
Ilsley fjármálaráðgjafi til-
kynti á fimtudaginn að stjórnin
hefði ákveðið að lækka verðið
á ýmsum vörum; lækkun á kaffi
verði 4 cent á pundi; lækkun á
te verði 10 cent á pundi; lækk-
un á mjólkurverði 2 cent á
pottinum og lækkun á kjöt-
verði.
-♦- -f -f
SKAÐINN í PEARL
HARBOUR.
Á mánudaginn 7. des. var eitt
ár liðið frá því Japanir hófu
árásirnar á Pearl Harbour og
Hong Kong.
Knox flotamálaráðh. Banda-
ríkjanna hefir nú fyrst kunn-
gjört tjónið í Pearl Harbour.
Japönum tókst að skemma eða
sökkva 8 stórum herskipum og
10 öðrum skipum og eyðileggja
stóra þurkví. Þegar stríðið hófst
áttu Bandaríkin aðeins 17 her-
skip á stærð við ofannefnd skip.
Fyrir utan skipaskaðann töpuð-
ust 177 flugvélar og yfir 3000
manns týndu lífinu. Talið er
að Japanir háfi haft 105 flug-
vélar að verki þarna. Skiljan-
lega mátti ekki birta þessa
skýrslu fyr, því þá hefðu ó-
vinirnir notað sér það að varn-
irnar í Pearl Harbour voru að
mestu eyðilagðar. Nú hefir verið
gert við flest þau skip, sem
skemd voru.
-f -f -f
ÞING ÍHALDSFLOKKSINS.
Þessa dagana hafa streymt
mörg hundruð conservative-
flokksmenn til Winnipegborgar,
eru það fulltrúar flokksins frá
öllum fylkjum landsins og
munu þeir sitja þriggja daga
þing í Wpg. auditorum; þing-
ið hófst á miðvikudaginn 9. des.
og er tilgangur þess, fyrst: að
skapa stefnuskrá fyrir flokkinn,
að einhverju leyti frjálslyndari
en þá, sem íhaldsmenn hafa
fylgt sér um fram að þessu og
í öðru lagi að kjósa foringja,
sem líklegur verði til þess að
leiða flokkinn fram til sigurs.
virðist ekki um auðugan garð
að gresja innan flokksins, því
sá maður sem mest virðist sótt
eftir til þess að taka að sér for-
ustuna er Bracken forsætisráð-
herra Manitoba-stjórnar, en
hann tilheyrir Liberal progress-
iwe flokknum.
FRÉTTIR
ÍSLENDINGAR Á VERÐI
SYÐRA.
Á fullveldisdag íslenzku þjóð-
arinnar þann 1. þ. m., var Is-
lands rækilega minst yfir stutt-
bylgjustöð í New York. Mr. E.
Grettir Eggertson raffræðingur
kynti eftirgreinda ræðumenn:
Senator Elbert Thomas frá
Utah, Mr. Thor Thors sendi-
herra, Mrs. Franklin D. Rose-
velt og Dr. Vilhjálm Stefánsson.
Mr. Ed. Thorlákson, rithöfundur
kynti Mr. Eggertson.
Þann 28. nóvember síðastlið-
inn hélt íslendingafélagið í New
York ársfund sinn á einu veg-
legasta gistihúsi borgarinnar;
fór þar fyrst fram borðhald;
aðalræðuna flutti Thor Thors
sendiherra, en með söng skemti
óperusöngkonan víðfræga María
Markan Östlund. í stjórn fél-
agsins voru kosnir E. Grettir
Eggertson, forseti; skrifari og
féhirðir Gunnar Magnússon;
meðnefndarmenn: Hannes Kjart
anson, Mrs. Guðrún Kemp og
Mrs. Vilhjálmur Stefánsson;
gengið var frá því til fullnustu
á fundi þessum, að þessi New
York klúbbur íslendinga gerð-
ist sambandsdeild í þjóðræknis-
félaginu, og sem milliliðir af
hálfu klubbsins í þá átt, voru
kosnir Ólafur J. Ólafsson, E.
daginn var því lýst yfir, að 8
mannson, George Östlund, Jón
Guðbrandsson, Garðar Gíslason
og Ólafur Johnsen.
í áminstu útvarpi á fullveldis-
daginn var því lýst yfir, að 3
háskólar í Bandaríkjunum hefði
boðið fram eitt scholarship hver
um sig til handa stúdentum frá
íslandi, eða 8 scholarship alls.
HERT Á LOFTÁRÁSUM.
Undanfarna daga hafa sam-
einuðu þjóðirnar gert eina loft
árásina annari meiri á ítalíu.
Holland og vesturhluta Þýzka-
lands; hafa járnbrautir og iðju-
ver í öllum þessum löndum sætt
hinum verstu hrakförum, og
fylgir það sögu, að ítalir beri
sig vesalmannlega vegna þess-
ara síðustu og þýngstu búsifja.
-f -f -f
STJÓRNARMYNDUN
GENGUR TREGLEGA.
Blaðið Winnipeg Free Press
flutti símskeyti frá Reykjavík
á mánudagskvöldið, þar sem
þess er getið, að ríkisstjóranum,
Sveini Björnsyni, hafi enn eigi
lánast að fá myndaða stjórn á
íslandi, er njóti stuðnmgs af
hálfu meirihluta Alþingis.
Kviðlingar
eftir Einar P. Jónsson.
Fundurinn.
Heimskan hráflökuð,
hræsnin nýrökuð.
Enskan afbökuð,
íslenzkan áúrþjökuð.
Hrygðarmynd.
í blindni hann gekk sinn vígslu-
veg
eins og víxlaður þvældur hest-
ur.
Er nokkur andstygð eins ömur-
leg
og íslenzkur þokuprestur?
Eftir fárviðrið.
Yfir steini stendur hvergi
steinn til lands né fram með
eyjum.
Finst mér eins og lemstrað liggi
lífið alt í dauðateygjum.
KOSNING EMBÆTTISMANNA
FYRSTA LÚTERSKA SAFN-
AÐAR, 3. DESEMBER.
Fulltrúar: G. F. Jónasson, G.
L. Jóhannson, O. B. Olsen, T.
Stone, J. S. Gillies, S. L. Bowley
til tveggja ára; Dr. Ágúst
Blöndal, J. V. Jónasson, S. Sig-
urðson, Leo Jóhnson, eiga eftir
eitt ár.
Ðjáknar, kosnir til tveggja
ára: Mrs. J. Snidal, Mrs. Helga
Bjarnason, Mr. Árni Eggertson
K. C., Mr. John Davidson, Mr.
S. J. Sigmar. Til eins árs Mrs.
Grace Thorlakson Johnson í stað
Mrs. Jónínu Stephenson, óút-
ent kjörtímabil, C. Sigmar, C.
A. Johnson, Mrs. Pauline Arm-
strong, Mrs. Bertha Nicholson.
Endurskoðendur: Mr. F.
Thordarson og Mr. Lincoln
Johnson.
Skýrslur embættismanna báru
það með sér að hagur safnað-
arins er í blómlegu ásigkomu-
lagi.
-f -f -f
NÝJUSTU FREGNIR.
Frá orustusvæðum Rússlands
hafa engar fregnir borist upp á
síðkastið, sem talið er að skipti
máli; frosthörkur hafa hamlað
hernaðaraðgerðum.
Átökn um Tunisíu harðna
jafnt og þétt, og þess vænst,
að senn komi þar til úrslita-
orustu, en á Salamonseyjum og
eins á New Guinea veitir sam-
einuðu þjóðunum drjúgum bet-
ur en Japönum.
Forn grafreitur fundinn
á Hjálmsstöðum
i þessupi mánuði var á Hjálms-
stöðum ií Laugardal grafið fyrir
húsgrunni nokkrum metrum
austar en bærinn stendur.
Moldarlag var þar 1.40 m„ en
undir því hörð sandgrús. Þegar
komið var niður úr moldarlaginu,
fanst beinagrind af manni, vorií
heinin tekin upp, en brátt kom í
Ijós, að um fleiri beinagrindur
var að ræða. Var þá símað til
fornminjavarðar Matthíasar
Þórðarsonar, sein brá góðtuslega
við og kom austur hingað.
Þegar fornminjavörður kom
var þegar búið að moka ofan af
sex beinagrindum, en alls urðu
þær sjö.
Álit fornminjavarðar um beina-
grindurnar er á þessa lund:
Hann telur sennilegast að bein-
in séu frá kristnum sið. Markar
hann iþað helzt af því, að beinin
snúa frá austri til vesturs, ann-
að það, að ekkert fanst, sem lagt
hefði verið með líkunum í graf-
irnar. Lítur hann svo á, að hér
hafi verið bænahús og grafreitur
til forna, — kveðst hann þó
hvergi hafa fundið í fornum rit-
um að hér hafi verið kirkja eða
bænahús. Getur hann til, að
þessi bein séu frá fyrstu öld
kristninnar, eða um 900 ára.
Beinin voru mjög fúin og af
sér gengin, engin bóinagrindin
heil. Beinagrindurnar voru allar
af eldra fólki, og er líklegt að
leifar af börnum og yngra fólki,
sem þarna hafa verið' jarðsett,
séu að engu orðnar.
Lítisháttar leifar af kistu sá-
ust með tveimur beinagrindanna.
Taldi fornminjavörður líklegast,
að flest af þvi sem fanst hafi
verið grafið kistulaust.
Telja má víst, að fleira hafi
verið jarðsett þarna en þegar er
fundið. Taldi lornminjavröður
ástæðulaust að grafa eftir því.
f samráði við þá Matthías
Þórðarson fornminjavörð og sr.
Guðmund Einarsson á Mosfelli
var gerð kista að beinunum og
voru þau jarðsett að Miðdal
sunnudaginn 13. þ. m. Sr. Guð-
mundur Einarsson jarðsöng
beinin og hélt ágæta ræðu yfir
þessum löngu liðnu, gleymdu og
nafnlausu forfeðrum vorum.
P. G.
—Mbl. 17. sept.
Efnismaður látinn
Þessi ungi efnilegi maður
fórst í bílslysi á veginum milli
Upham og Bottineau í Norður-
Dakota, laugardagskvöldið 24.
okt. s. 1. Var hann einn í bíln-
um og veit því enginn með
hverjum hætti slysið hefir orð-
íð. Morguninn eftir fanst bíll-
inn á hvolfi í skurði meðfram
veginum, og skamt þaðan fanst
Victor örendur. Sannast hér sem
fyr, að fátt segir af einum. Öll-
um sem til þekkja er slys þetta
mikið hrygðarefni, og innileg
samúð streymir víðsvegar að til
ekkju hans og barna, foreldra og
annara ættingja, eins og aug-
ljóst var við útförina sem fram
fór frá kirkjunni í Upham, að
viðstöddu fjölmenni 27. októ-
ber.
Victor var fæddur nálægt
bænum Upham, N. D., 27. nóv.
1906 og ólst upp þar í bygð.
Foreldrar hans voru þau Guð-
mundur Freeman og Guðbjörg
kona hans. Hafa þau hjón ávalt
verið mikilsmetin í bygðarlagi
sínu, og skipað þar leiðtoga-
stöður frá því bygð hófst í
Mouse River dalnum. Átti Guð-
mundur um eitt skeið sæti á
þingi Norður Dakotaríkis. Á
heimili þeirra hefir jafnan verið
höfðingsbragur, að því er snert-
ir efnahag og andlegan þroska.
Níu börn þeirra, sem upp kom-
ust, hafa öll hlotið æðri mentun
á miðskólum og háskólum —
Universities — Dakota eða ná-
grannaríkjanna. Victor var næst
yngstur sona þeirra. Mentun
sína hlaut hann fyrst í heima-
skóla sveitar sinnar, fór síðan
á miðskóla í Bottineau, og
stundaði síðan nám við búnað-
arskólann þar í tvö ár. Því
næst var hann um hríð við nám
við Háskólann í Montana, en
lauk prófi við Minnesota Há-
skólann árið 1930. Skömmu síð-
ar gekk hann í þjónustu Banda-
ríkjastjórnar, sem skógræktar-
fræðingur, en árið 1936 fékk
hann stöðu sem kennari við
Búnaðarskólann í Bottineau, og
átti þar heima síðan.
13. júní 1932 giftist hann
Hólmfríði Ásmundson, vel ment
aðri kenslukonu úr heimabygð
sinni. Eignuðust þau þrjú börn:
Phyllis Jean, 8 ára; Judith
Margaret 3 ára og John Victor
11 mánaða. Sistkynin eru: Sig-
ríður, Mrs. Ásmundur Benson,
Bottineau; Elizabet, Mrs. T. H.
Thorleifson, Bottineau; Ellen,
Mrs. E. H. Fáfnis, Glenboro,
Man., Emily í Devils Lake, N.
D., Ester í Grand Forks; John í
Fargo, N. D., William í Bow-
bells, N. D. og Carl í Fargo,
N. D.
Victor var ekki aðeins nátt-
úrufræðingur að menntun, held-
ur var hann einnig náttúrubarn
að eðlisfari. Þess vegna valdi
hann sér það að lífsstarfi að
rækta tré, og hlynna að margs-
\
NÚMER 50
konar jarðargróðri, og kenna
öðrum að gjöra það. Með þessu
starfi reisti hann sér minnis-
varða víðsvegár um ríkið. Hann
var einnig vinsæll og áhuga-
samur kennari.
En ástvinir hans muna best
eftir honum sem hæglátum.
prúðum, óg u-mhýggjusömum
eiginmanni, góðum og ræktar-
sömum syni, og hugþekkum
bróður. Æfi hans var stutt, en
fögur; þess vegna er bjart yfir
nafni hans og minningu. Megi
ástvinir hans jafnan muna að
“Aldrei er svo bjart yfir öðl-
ingsmanni
að eigi geti dimt jafn sviplega
og nú.
En aldrei er svo dimt yfir sorg-
arranni
að eigi geti birt fyrir guðlega
Frá Islandi
Samningar verkakvenna og
vinnuveilendafélagsins.
Samningar voru undirritaðir
í gær milli Verkakvennafélags-
ins Framsóknar og Vinnuveit-
endafélags íslands. Nær samn-
ingur þessi til allrar vinnu, sem
verkakonur stunda hjá at-
vinnurekendum í Vinnuveit-
endafélagi íslands.
Ýmsar kröfur verkakvenna
um kjarabætur voru teknar til
greina. Kaup í dagvinnu, sem
telst 8 klst., verður kr. 1.40, en
var áður 90 aurar, en í eftir-
vinnu 50 og helgidagavinnu
100% hærra, og eí þetta í sam-
ræmi við aðrar hækkanir af
völdum dýrtíðarinnar. Kaup
greiðist fyrir 30 mínútna kaffi-
tíma. — Sumarleyfisdaga fá
verkakonur, en höfðu ekkert
áður og kaup greiðist fyrir 6
veikindadaga.
Vísir, 15. okt.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Visir hefir fengið frá Klemenz
Kristjánssyni tilraunastjóra á
Sámstöðum, eru uppskeruhorf-
ur á korninu mjög sæmilegar
í haust. Það er að vísu seinna
til í ár en stundum áður, sem
stafar af kuldum í vor og ó-
venjulegum þurrkum fram eftir
sumrinu. Þó er byggið orðið
fullþroskað og er byrjað að slá
það, en hafrarnir eru ekki full-
þroskaðir ennþá.
GJAFIR TIL BETEL
í NÓVEMBER 1942
Mr. Th. Sveinsson, Árnes and
Mr. Daniel Halldorson, Hnausa,
80 pd. hvítfiskur; Mrs. Margrét
Eliasson, Gimli, $2.00; Mrs. M.
Snowfield, Seattle, Wash., $5.50;
Mrs. Alla Reilly, 1180 W. 15th
Ave., Vancouver, B.C., $25.00;
Mrs. Anna Goodman, Upham,
N.D., í minnigu um mann henn-
ar, Guðmund Helgason Goodman,
gengismunur $1.00, alls $11.00;
ónefndur, $2.00; Melankton
Ladies Aid, Upham, N.D., “in
memory of Bergljót Erlendsdótt-
ir Swanson; died July 12, 1942,
born Mav 11, 1856 að Hiisum í
Fljótsdal, N. Múlasýslu,” $5.00;
L. H. Hansen, 1009First Ave.,
Seattle, Wash.; “Jólagjöf til
gamalmennaheimilisins Betel, til
minningar um fósturmóður mína
sálugu, Soffíu Hallgrímsdóttur
Westman,” $10.00; “f minningu
um frú Friðriku ólafson, konu
séra K. K. ólafson, sem dó að
heimili sínu í Seattle, Wash. 14.
nóv. s.l., fra söfnuðunum í Argyle
(Frelsis, Fríkirkju, Immanuel og
Glenhoro) samkvæmt tillögu er
samþykt var í einu hljóði á sam-
eiginlegum fulltrúafundi er
haldinn var á Baldur, Man. 17.
nóv. s.l.” $20.00
Innilega þakkað,
J. J. Swanson, féhirðir.
308 Avenue Bldg., Wpg.
Myndasýning og
mannfagnaður
Leiðir manna víðsvegar úr ís-
lenzku bygðinni í Pembina og
Cavalier-héraði lágu til Mount-
ain föstudagskvöldið þ. 27. nóv.
Aðdráttaraflið var Islandskvik-
mynd Þjóðræknisfélagsins, sem
alkunn er orðin meðal Islend-
inga í landi hér og átt hefiv
miklum vinsældum að fagna,
og nú var í fyrsta sinni sýnd
á þessum slóðum. Átti þjóð-
ræknisdeildin “Bárna” hlut að
sýningunni.
Forseti deildarinnar, W. G.
Hillman, bauð samkomugesti
velkomna og kynnti dr. Richard
Beck, forseti Þjóðræknisfélags-
ins, er skýrði myndina stutt-
lega, bæði á íslenzku og ensku,
því að enskumælandi fólk var
meðal áhorfenda; Jón Þórarins-
son stjórnaði myndavélinni, en
hann er fær í flestan sjó á þeim
sviðum og leysti verk sitt vel
af hendi.
Fjölmenni mikið, um eða yfir
300 manns, sótti sýninguna og
virtist myndin falla í góða jörð
hjá hinum stóra áhorfendahóp,
enda er hún fróðleg um margt
og bregður björtu ljósi á at-
vinnulíf hinnar íslenzku þjóð-
ar fyr og nú, sérstaklega land-
búnaðinn.
Þar sem raddir hafa komið
fram um það, að þeir væru enn
margir í umræddu bygðalagi,
sem vildu fegnir fá tækifæri
til að sjá kvikmynd þessa, skal
það tekið fram, að hún mun
verða sýnd þar aftur síðar, ekki
ólíklega á næsta vori.
-f
Að lokinni myndasýningunni
settust menn að rausnarlegri
veislu í kjallara samkomuhúss-
ins, sem Karlakór íslendinga í
N. Dakota og þjóðræknisdeild-
in “Báran” höfðu efnt til í virð-
ingar- og kveðjuskyni við Ragn-
ar H. Ragnar, söngstjóra og
píanókennara, sem kvaddur
hafði verið í her Bandaríkj-
anna og var nú á förum í her-
þjónustuna. Forseti karlakórs-
ins, S. J. Hallgrímsson, hafði
samkomustjórn með höndum.
Bað hann hljóðs. Dr. Beck,
er flutti aðalræðuna fyrir minni
heiðursgestsins, þakkaði honurn
fyrir margþætt menningar- og
þjóðræknisstarf og afhenti hon-
um að gjöf frá Karlakórnum og
þjóðræknisdeildinni “Báran”
vegleg skriffæri. Auk hans tóku
til máls G. W. Hillman. forseti
deildarinnar, og sóknarprestur-
inn, séra Haraldur Sigmar, og
þökkuðu þeir heiðursgestinum
ágætt söngstarf hans í bygðinni;
en G. J. Jónsson flutti honum
einkar hlýlegt kvæði. Var auð-
sætt á öllu, að Ragnar söng-
stjóri hafði unnið sér víðtækar
vinsældir með starfi sínu og
allri framkomu. Þakkaði hann
í samsætislok með fögrum orð-
um sóma þann og vinsemd, sem
byggðarfólk hafði auðsýnt son-
um með samsætinu og hinni
góðu gjöf. Báðu hann allir heil-
an aftur koma og sigrihrósandi.
Blæhreinn íslenzkur andi
sveif yfir myndasýningunni og
veislunni, enda höfðu menn í
anda heimsótt “gamla landið,
góðra erfða”. Sönnuðust hér,
eins og svo oft áður, spakleg
orð okkar ástsæla skálds, að ekki
er annað meira fagnaðarefni í
lífinu heldur en “góðra vina
fundur, er gleðin skín á vonar-
hýrri brá”.
Richard Beck.
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRAM YÐAR