Lögberg - 10.12.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.12.1942, Blaðsíða 6
a LÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1942 RDFCS Efíir Grace S. Richmond i<,',',‘$',',',','fr,',',',', “Katrínu hafði altaf langað til að gera upp- skurði, en þeir læknar, sem hún þekti, réðu henni frá því, þeir sögðu, að konur skorti bæði þrótt og þol til þeirra hluta. Hana skorir hvorugt. Hún sýndi það. Dr. Tournier hefði getað sagt þér frá því, hvernig Katrín varð að gera skurði á karlmönnum — sem annars hefðu látið lífið — þegar ekki voru aðrir við hendina, en þær tvær.” Bruce samþykti þetta. Hann lokaði augunum um stund. Minningarnar frá þeim tímum voru ljóslifandi, með skelfingum sínum, í huga hans. Nancy hélt síðan áfram samtalinu: “Nú, síð- an hún kom heim aftur, langar hana til að halda áfram, hana langar til að halda námi sínu áfram, og hana langar til að vera að- stoðarlæknir hjá einhverjum þektum lækni í austurhluta Englands. Hún hafði nýlega sett s)g niður í Denver, þegar hún var send yfir til Evrópu í stríðinu. Hún er nýlega komin til baka. Hún — hún er sannarlega merkileg kona, Lynn frændi.” Við þessu var ekkert sagt. Lynn frændi hafði þekt margar merkilegar konur, fvr og siðar, sem ekki komu neitt inn á svið læknis- fræðinnar. Hann þekti fáar, sem störfuðu á því sviði, sem verðskulduðu að kallast læknar. Þær lögðu mikið á sig, voru samviskusamar, en sköruðu ekki fram úr; aldrei hafði hann haft ánægju af að ráðfæra sig við þær. Orðið kvenlæknir leiddi fram í huga hans stórvaxna konu, klædda í fremur illa sniðin götuföt, hárið úfið, með karlmannlegan hatt á höfð ir.u, hornspangagleraugu, með karlmannshreim í rómnum, djarflega framkomu og sem kallaði hann “doktor” í annari hverri setningu, og á því út af fyrir sig, hafði hann mestu óbeit. “Hún er ennþá í austurhluta Englands.” sagði Nancy og leit sakleysislega á hann. “Hún er besta vinkona mín, þó eg hafi ekki séð hana í fjögur ár. Eg hefði ekki getað án hennar verið, þegar Alec dó. Hún ferðaðist margar mílur til þess að vitja um hann, og hún skrifaði mér alt um hann. Hún hefir altaf síðan skrifað mér, minst einu sinni í mánuði, r.ijög yndisleg bréf. Hún vill að eg taki eitt- hvað fyrir, sem er einhvers virði — bara ef við finnum eitthvað. Eg held, Lynn frwndi, að mér hafi tekist að finna það, eftir að eg kom híngað til þín.” Skyndilega varð henni óhægra um andar- dráttinn, — þó tókst henni að hylja það með því að gæta sín að tala hægt — nema fyrir þeim, sem gert hefir að æfistarfi sínu að veita athygli hinum minstu merkjum taugaveiklun- ar — jafnvel í fjarska. Stálgráu augun stóðu skyndilega á henni. Þau opnuðust til fulls, en drógust svo saman. Nú var það að koma. Hann hafði lengi búist við því. Nancy hafði löngun til að gera eitthvað í sambandi við hann. Ef til vill að hjúkra honum. Það myndi hann aldrei gefa samþykki sitt til. Hann vildi ekki hafa konu til lengdar á heimili sínu. Það var r.ógu ilt að þurfa að búa með Pat og frú Coon, — einustu kvenverunni, sem hann nokkurn- tíma ætlaði að hafa nálægt sér, en þó í hæfi- legri fjarlægð, — en það var hugsanlegt að hann kæmist af við þau, þau voru nú orðin honum svo vön. Pat mundi jafnvel lofa hon- um að sparka í sig — gæti hann það. Það var nú eitt af mörgum óþægindum, sem hann varð að líða, að geta aldrei sparkað í nokk- urn skapaðan hlut framar. “Eg vildi óska að þú vildir lofa Katrínu aö koma og sjá þig, eg á við dr. Ferris,” hélt Nancy áfram, “sem lækni á eg við, eins og þú veizt heimsækja tveir læknar oft hvor annan. Dr. Tournier ætlar að skiftast á við Katrínu. Hún hefir þegar fengið bréf frá henni fyrir utan það, sem hún skrifaði henni um borð í skipið, þegar hún sigldi frá Frakk- landi.” Sennilega hefði Nancy ekki getað fært fram neina málsvörn fyrir heimsókn vinkonu sinn- ar, sem betur hefði náð að sigra varfærni hans en þessa. Dr. Lynn Bruce bar sérstaka virð- ingu fyrir frönsku konunni, sem án þess að láta bugast hagði, af sérstakri vangá, verið sett læknir við aðal-herstöðvarnar og unniö þar karlmannsverk í stríðinu. Hann hafði nokkrum sinnum komist í náin kynni við hana vði læknisstörf sín á sömu slóðum. Hugsunin að hlusta á bréf, sem hún hafði skrifað, vakti áhuga hjá honum — og áhugamál hans voru nú ekki orðin mörg. Það var tæpast hægt að neita sér um það — og heldur ekki Nancy — þegar tækifærið bauðst. “Hvar er vinkona þín?” spurði hann kulda- lega. Hann hefði kosið að sjá bréfið, án þess að vinkonan fylgdi því, en sýnilega var þetta tvent óaðskiljanlegt. Hún verður hérna í bænum næstkomandi fimtudag — hún kemur frá New York. Hún kom frá Frakklandi fyrir fáum dögum. Áður en hún fór til Frakklands, hafði hún búist v:ð að setjast að í Denver; nú óskar hún heldur að setja sig niður nálægt austurströnd- inni. Hana langar til að hitta þig, vegna þess hve mikið orð fer af þér sem barnalækni. Hún hefir í hyggju að leggja sérstaka stund á að lækna líkamslýti og þá sjúkdóma, sem við þau eru tengdir. En auðvitað vill hún ekki troða sér inn á þig — án þíns leyfis.” “Uppskurðir á líkamslýtum,”- sagði hann og var mjög ákafur, “væri nægilegt kunnings- skapar-skilyrði, um stundarsakir. Það málefni myndi opna okkur eðlilega leið til dr. Tournier. Jæja. En gættu þess, Nancy, að heimsóknin verður að vera stutt.” “Þess skal gætt,” lofaði hún. Hann spurði hana ekki að því, hvað það væri, sem hún hefði fundið þéss vert að starfa fyrir. Hann lét sem hann héldi, að alt sam- tnlið hefði verið í þeim eina tilgangi að kvnna dr. Katrínu Ferris fyrir honum. Hann félst a það — vegna dr. Julie Tournier; hennar líka hafði hann aldrei þekt. Hver, sem ætti þvi láni að fagna að verða aðnjótandi þeirrar hylli að fá bréf hennar átti aðgang að einkaum- hverfi hans, hennar vegna. Nancy hvarf fljótlega á brott. Hún hafði þá gáfu, að hafa á tilfinningunni, hvenæi s-imtali skyldi hætt. Sú gáfa hafði aldrei gert henni meira gagn en einmitt nú á heimili þessa óviðfeldna manns, sem óskaði ekki sam- tals við nokkurn. Hún mætti dr. McFarland á ganginum. Hann var að koma að utan og reyndi að stöðva Nancy, en hún flýtti sér fram hjá honum um leið og hún rétti honum hendina og sendi honum bros; nú hafði hún öðru að sinna. Ilann spurði hana, hvernig hún stytti sér stundir.'Þá vildi það til, sem hann hafði aldrei áður reynt af honum — hún bauð honum góða nótt fyr en nauðsynlegt var að gera það. Þá kallaði McFarland á eftir henni" “En þér komið aftur niður.” Hún sagði um leið og hún hristi höfuðið: “Því miður get eg það ekki í kvöld. Eg þarf að flýta mér að skrifa bréf.” Bréf! Þessar gömlu afsakanir! Hann horfði undrandi á eftir henni. Auðsjáanlega var henni alvara. Einu sinni vildi það þó til í veröldinni, að kona, sem sagðist þurfa að skrifa bréf, í raun og sannleika ætlaði sér að framkvæma það, sem hún sagði. McFarland hélt vonsvik- inn leiðar sinnar inn í lestrarstofuna. VIIIt Nancy skrifaði: “Það hefir verið mikið erfiðara en eg bjóst við að koma sér í mjúkinn hjá Lynn frænda. Hann er svo var um sig, að enginn komist nálægt sér, hvorki sem kunningi né með hluttekning eða sam- úð. Enn hefi eg ekki hætt mér út í að nefna það á nafn, að hann lofi mér að vera hér áfram. Eitt hefi eg þó fengið hann til að samþykkja — að þú komir í heimsókn til hans. Alt annað læt eg þig um. Allar mögulegar ráðagerðir eru í höfðinu á mér — eg þori tæpast að nefna þær á nafn. Þetta stóra auða hús — mannlaust svo að segja — en með nægi- legum húsgögnum, og í miðjum bænum, eins og sjúkrahús eiga að vera. Og Lynn frændi í hjólastólnum sínum, en að öðru leyti andlega heill og eins hæfur til vinnu og nokkurntíma áður. Og þú — áköf að byrja að starfa — þvílíkur félagi fyrir hann, gæti hann einungis komið auga á það. Þú mátt ekki halda, að eg sé geng- in af vitinu, en eg sé þetta svo greini- lega fyrir mér í huganum. Hann þektur læknir, — þú með margskonar reynslu — húsið mundi fyllast samstundis. Auð- vitað gæti hann farið gætilega af stað, það þyrfti ekki að ætla honum mikið í fyrstu. En komist hann af stað aftur með að vinna gagnlegt starf — ó, það er engin tími til að skrifa meira um það. Gerðu það fyrir mig að hugleiða það á leiðinni hingað, og þegar þú sérð Lynn frænda — en, eg veit að þú hatar undir- ferli og ert enginn ráðabruggari. Jæja, vertu eins og þér er lagið, blátt áfram, eg óska ekki annars. Eg einungis vona, að þú hafir ekki fastráðið, hvar þú tekur þér aðsetur, þegar þú byrjar aftur að starfa. Þessi ágæta hugmynd varð méx fyrst fyllilega ljós í gærkvöldi, þó eg hafi gengið með hana alllengi. Eg tek á móti þér á stöðinni ásamt Pat með bifreiðina. Eg hlakka svo mikið til að sjá þig aftur. Eg hefi nú ferðast yfir hálfa Ameríku til þess að hitta þig, þó eg kæmi ekki á móti þér, þegar þú lentir, af því eg tók þennan krók á mig til þess að sjá Lynn frænda fyrst. Fjögur ár, Katrín! Skyldir þú hafa breyzt? Eg veit, að eg hef breyzt, þó þú haldir það nú ekki, þegar þú lest þetta rugl. Þín einlæg, Nancy. Stutt svar kom fljótlega frá dr. Katrínu Ferris: Kæra Nancy! Ráðagerðir þínar virðast mér algerlega út í bláinn og óframkvæmanlegar. Eg býst einungis við að eyða hálfum klukku tíma hjá frænda þínum; eins og heilsu hans er nú varið mundi lengri dvöl verða honum til óþæginda. Sannarlega hefi eg næstum lokið við undirbúningsstarf mitt hér, og ætla nú sem snöggvast til Boston til þess að hitta læknir, sem hefir sams- konar sérfræðinám og eg — og um leið ætla eg að efna loforð mitt — að sjá þig. Þetta bréf sendi eg þér, til þess að koma í veg fyrir, að þú gerir eða segir nokkuð það, sem geti ært frænda þinn, sem þarfnast um fram alt að vera í ró- legu skapi. Þín um aldur og æfi. Katrín. IX. Frú Coon stendur og horfir á það sem Jiggur á svartri gamalli valhnetuviðar-dragkistu í fierbergi frú Nancy Bruce Ramsey. Þar standa munir úr silfri, kristalli innan um silki- og leðurhluti. Frú Coon segir við sjálfa sig: Ham- ingjan góða, en sú hrúga af gagnslausum munum! Þetta hefir nú kostað svo lítið. Til hvers ætli hún hafi þetta? Hégómi! Hégómi! Eí hún litar sig ekki — eg held nú endilega að hún geri það, þá er líklega krukkan með litnum einhver af ’ þessum silfur- eða gler- krukkum. Duft — já, þetta er það einmitt, som hún notar — eg þekki það á lyktinni — það lyktar eins og eitthvert blóm, sem eg gei ekki munað hvsfð heitir. Þetta er líklega mynd aí manninum hennar, sem er. í stóru um- gerðinni. Einkennisbúningur og með vængi á brjóstinu. Var hann drepinn í stríðinu? Mig minnir eg heyrði það. Það er merkilegt, hvað þessar litlu gráu töskur rúma. Það gerir ekk- ert, þó eg rétt líti niður í þær — Hamingjan góða! Hvað er nú þetta, eg veit einu sinni ekki til hvers þetta er haft! Fataskápurinn sýnist vera fullur — hvað gerir hún með öll þessi föt? Og skárri — er það nú hrúgan — og hælarnir! Þessi kona er hégóminn einber — það þarf enginn að segja mér, að hún sé að syrgja manninn sinn. Hún er tilbúin að taka fyrsta biðlinum, sem hún fær — og væri doktorinn ekki móður- bróðir hennar, mundi hann fara í biðilsbux- urnar, býst eg við. Og þó hann sé nú móður- bróðir hennar, þá veit eg nú ekki almenni- lega, hvort hún gerir rétt í að heimsækja hann, hann er nú ekki gamall maður ennþá, og ef hún er nú ekki eins ung eins og hún sýnist, sem eg efa — væri hún það, mundi hún ekki nota alt þetta duft og lit og hvað það nú alt er í þessum krukkum og dósum, sem hér liggja. Eftir því að dæma, sem hún hefir haft með sér, lítur út fyrir, að hún ætlí sér að vera hér, meðan hann rekur hana ekki á dyr. Skyldu það vera hælarnir hennar 1 stigan- um? Eg ætla að laumast niður bakdyramegin! X. Dr. Katrín Ferris! Er það mögulegt? Hún líkist ekki hið minsta sjálfri sér. Og þó — Nancy hljóp í fangið á vinkonu sinni á stöðvarpallinum, og virti hana fyrir sér með undrun og ánægju. Hún hafði altaf vitað, að Katrín var ólík öðrum konum; hún vissi nú í einni svipan, að hún var meira en það — hún bar af öðrum konum. Persóna hinnai ungu konu, sem fyrir fjórum árum ætlaði sér að setjast að sem læknir í Denver, hafði, við alla þá reynslu, sem hún hafði fengið á þessum árum, vaxið og tekið á sig töírand: biæ. Hún var eldri — það bar hún með sér; hún hafði komist í ýmsar raunir, það var skrifað á svip hennar; og alt þetta hafði auðg- að hana á öllum sviðum, en ekki sneytt hana neinu, sem eftirsjá var í. Þreytan sem hún var farin að finna til, meðan hún var í Frakk- landi, hafði alveg horfið á sjóferðinni. Alt, sem hún hafði haft fyrir stafni, síðan hún kom til New York, var svo margbreytilegt og skemtilegt, að það tók allan huga hennar. þetta alt varð til þess, að hugmynd Nancy um vinkonu sína var engan veginn fram yfir það, sem nú mætti augum hennar, þvert á móti hafði hún ekki búist við slíku fjöri og krafti og — það mætti bæta við — fegurð, fegurð, sem kom Nancy á óvart, eða ekki var til í endurminningum hennar um vinkonu sína frá fyrri tímum. Katrín var í fallegum ferðafötum; eftir því tók Nancy áður en hendur þeirra mættust, sem báðar voru klæddar fallegum hönskum. Nancy hafði aldrei áður séð vinkonu sína í svo smekklegum búningi, það gat ekki annað en vakið athygli hennar, sem bar mjög gott skyn á list í klæðnaði jafnt og öðru. Læknir: Það gat tæpast verið af fötunum að dæma. Hún hlaut að hafa lagt læknisstarfið á hyll- una, sezt að í París, gifst aðalsmanni. og var nú í stuttri heimsókn í föðurlandi sínu, til þess að sýna kvenfólkinu þar, hvernig það ætti að klæða sig. Nancy gat ekki stilt sig um að gefa tii kynna ofurlítið af öllu þessu um leið og hún heilsaði vinkonu sinni: “Þú ert dásamleg; þú stundar ekki framar lækningar. Þú líkist engum lækni; jafnvel í Frakklandi gætir þú tæplega litið svona út og stundað lækningar.” Katrín svaraði henni hlægjandi: “Hefðir þú séð mig þegar eg yfirgaf sjúkrahúsið, þá hefðirðu sagt að eg þyrfti að skinna mig upp- Öll mín föt voru útslitin, og enginn tími hafði verið til að halda nokkru við eða bæta í skarðið. Eg lét það vera mitt fyrsta verk að fara í búð og kaupa mér föt frá yst til inst. Það var hreint skoplegt.” “Það hefir það hlotið að vera. Eg býst við, að Lynn frændi fái nóg af því. Eg er sann- færð um, að hann á von á að sjá þig í upp- lituðum, svörtum fötum, svona fjörutíu ára gömul. Eg hélt þú mundir verða úttauguð eftir erfiðið.” “Það var eg líka orðin síðast. Og eg er þrjátíu og tveggja ára — vel það, og mér finst eg verði miklu eldri, þegar eg lít yfir það, sem eg hef gengið í gegnum. En þú —• hvað ungleg og frískleg þú ert! Nancy, þú hefir þó ekki getið um neitt af barnaskap þínum við dr. Bruce?” “Nei, eg þorði það ekki. Eg geymi þér það alt saman.” Þær voru nú komnar út að bifreiðinni. Pat kom á eftir þeim með litla ferðatösku. Gest- urinn hafði ekki annað meðferðis. “Fékstu bréfið mitt? Það er alt eintómur barnaskapur, Nancy, og óframkvæmanlegt. Eg hefi eiginlega afráðið hvað eg geri. Það er að cpnast leið fyrir mig — og eg býst við, að eg snúi mér að því. Það væri ef til vill illa gert að stinga upp á nokkru slíku við dr. Bruce Það mundi bara særa hann.” “En þú mundir ekkert vera fjarri því, aö gerast félagi dr. Bruce? Hann er öðrum fremri í sínum sérstöku greinum læknisfræðinnar, Katrín. Nú veit eg meira um það en áður. Pg hefi fundið hans víða getið í læknatímarit- i:m, sem gefin voru út fyrir stríðið — að gamni mínu leit eg í gegnum þau.” “Þú þarft ekki að segja mér um það; eg þekki vel hvað hann gerði. En hvað hitt snertir, þá eru það ekki annað en staðlausir draumórar. Slík samvinna yrði að koma sem afleiðing af sameiginlegri reynslu — tiltrú — andlegum skyldleika og vináttu. Rektu það alveg úr huga þínum, Nancy. Eg ætla mér cð heimsækja dr. Lynn, sýna honum bréf dr. Tournier’s og fara svo hljóðlega mína leið aftur. Við borðum miðdegisverð á hótelinu, þar sem eg bý — eg hafi þegar pantað hann. Eg eyði deginum á morgun hjá lækninum í Boston og held svo til New York aftur. Þa verð eg búin að ráða af, hvað eg tek fyrir.” “Eg vona það,” bætti Nancy við. “Eg sé að eg er með ráðabrugg og vona, að þér takist ekki að ónýta það alt fyrir mér. Hér er bif- iciðin, gerðu svo vel að setjast. Það er lið- lega klukkutími, sem þú hefir til þess að tala við Lynn frænda. Honum hefir liðið fremur vel í dag — er það ekki, Pat?” “Jú, frú Ramsey,” var svar Pats. Hann hafði ivlgt konunum eftir, með stöðugri Tindir- gefnisaðdáun í svipnum, meðan þær fylgdust að frá lestinni að bifreiðinni. “Hún er enginn læknir,” hafði hann hugsað. “Hún líkist frem- ur þessum miklu hefðarfrúm, sem héldu okk- teveizlur í skemtigörðunum yfir í Frakklandi. Við hliðina á henni verður ekkert úr frú Ramsey, hún sýnist næstum barnaleg. En þó tek eg nú frú Ramsey fram yfir. Eg er hræddur um að frú Conn verði nú á öðru máli en eg um það, eins og við er að búast.” Þegar kom heim að húsinu, fór Nancy beina leið að skrifstofudyrunum. Hún tók strax eftir því, að dr. Bruce hafði búið sig undir að verða að ganga í gegnum harða raun. Hans brúnleita andlit virtist jafnvel teknara en venjulega; hrukkurnar milli augnanna sýnd- ust dýpri. Nancy fann til ásakana samvizk-^ unnar fyrir að hafa komið þessu til vegar móti hans vilja. “Má eg koma inn með dr. Ferris, Lynn frændi?” Hann kinkaði kolli til samþykkis, um leið og hann leit fram að dyrunum. Katrín Ferris gekk inn að dyrunum, fór inn og gekk yfir gólfið að stól dr. Bruce. Svalt og hreint vetrarloftið barst inn með henni blandað fjóluilm frá litlum vendi, sem hún hafði fest á barminn á yfirhöfninni sinni. Þeim, sem einungis þektu kvenlækna í sambandi við sjúkrahúslykt og, sem aldrei höfðu séð’ þá nema með hornspangagleraugu, og annað aí því tagi, gat þetta valdið taugaóstyrk. Hann hafði að vísu þekt fallegar hjúkrunarkonur — jafnvel yndislegar — umsjónarkonur sjúkrahúsa gátu einnig verið fallegar konur, en kvenlæknar, starfandi sem slíkir — eftir hans reynzlu að dæma var efasamt, hvoru kyninu þeir töldust. Hvað viðvék Parísarbún- iiignum, með dýrindis skinni á yfirhöfninni og með fjólur á barminum — á því var leik- konubragur — það var engin hversdagsbún- ingur. Samt — þarna var hún komin. Þegar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.