Lögberg - 10.12.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 10.12.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1942 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. •f ♦ -t- Samskot í Úlvarpssjóð Fyrstu lút. kirkju, Winnipeg, að afstöðnu útvarpi 22. nóv. '42: Áður auglýst og kvittað fyrir $65.70 Mrs. V. Johnson, Garðar, N. D. 1.00 Mr. og Mrs. Oli Johnson, Vogar 1.00 Halldór J. Austman, Riv- erton 1.00 F. P. Sigurdson, Geysir 1.00 Mrs. María Daníelson, Ar- borg 1.60 Mr. og Mrs. Magnús Ein- arson, Arnes 1.00 Steini Sveinson, Arnes 1.00 Mr. og Mrs. J. H. Norman, 623 Agnes St. Wpg. 1.00 Mr. og Mrs. H. Daníelson, Otto, Man. 1.00 Mrs. H. Magnússon, Geys- ir, Man. 2.00 Mrs. Kristín Hinrikson, Churchbridge 1.00 Halldór Thorgeirson, Churchbridge 1.00 Mr. og Mrs. B. Ingimund- son, Laugruth 0.50 Mr. og Mrs. J. Thordarson Laugruth 0.50 Mr. og Mrs. S. Thorleifs- * N son, Laugruth 1.00 Mrs. S. J. Péturson, Ár- borg, Man.............. 1.00 Mrs. Anna Goodman, . Souris, N. D. ........c 0.50 Mrs. Arnold Haugerud, Souris, N. D. 0.50 Beztu þakkir. V. J. Eylands. -f -f -f Mrs. Salína Sigurbjörg John- son, kona Guðjóns Johnson hér í borg, lézt að heimili sínu 336 Maryland St. á fimtudaginn 3. des., 69 ára að aldri. Auk eig- • inmannsins lætur hún eftir sig 11 börn á lífi og þrjú sistkyni. Þessarar góðu frumherjakonu verður vafaluast getið nánar síðar. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja. Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur / 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. -f -f ♦ Sunnudaginn 13. des. messar séra H. Sigmar í Fjallakirkju kl. 2 e. h. og í Mountain kl. 8 að kvöldinu. Báðar messurnar á íslenzku. Allir boðnir og vel- komnir. Jólasálmar sungnir í Fjallakirkju. Engin messa á Gardar þann dag. Varð að breyta frá því sem áður var auglýst. -f f -f Prestakall Norður nýja íslands. Sunnudaginn 13. desember: Riverton, ísl. rnessa kl. 2. e. h. Árborg, ísl. messa kl. 8. e. h. B. A. Bjarnason. f f f Jólaguðsþjónusta í Vancouver verður, ef Guð lofar, haldin í dönsku kirkjunni, á Burns St. og E. 19th Ave., kl. 3. e. h. sunnudaginn, 20. des. 1 guðs- þjónustulok býður yngra kven- íélagið Ljómalind, með aðstoð frá nokkrum öðrum konum, fólkinu á jólaskemtun í fundar- sal kirkjunnar. R. Marteinsson f f f Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 13. des. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. f f f Messur í Gimli prestakalli: Betel kl. 9,30 árd. S. Ólafsson. f f f Messur í Vatnabygðum: 13. des., 1942. Wynyard kl. 3 e. h. ísl. messa. B. T. Sigurdsson. f f f Skúli Sigurgeirsson, stud. theol., frá prestaskólanum í Saskatoon, gerir ráð fyrir að flytja guðsþjónustur í jólafríi sínu á þeim stöðum og tíma sem hér segir: Á jóladaginn: Silver Bay, kl. 2 e. h. á ísl. Sunnudaginn 27. desember: Oak View, kl. 2 e. h. á ísl. Vogar kirkju kl. 8 e. h. á ísl. Miðvikudaginn 30. desember: Steep Rock, kl. 8,30 á ísl. Sunnudaginn 3. janúar 1943: Piney, kl. 2 e. h. á ísl Piney, kl. 8 e. h. á ensku. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband þau Trausti Danielson 195 Walnut St., og Bara Sylvia Hurdal 422 Lands- downe St. Séra Valdimar J. Eylands gifti. Ungu hjónin munu setjast að hér í borginni, þar sem Mr. Danielson stundar smíðavinnu. f f f Dr. Tweed verður í Árborg á fimtudaginn þann 17. þ. m. f f f Heilsuveill íslendingur óskar eftir herbergi og fæði á íslenzku heimili hér í borginni. Upplýs- ingar á skrifstofu Lögbergs. f f f Dr. Ingimundson verður í Riverton þann 15. þ. m. Hvernig “Ben Húr” varð til og hvað af því leiddi Um það farast höfundinum, Lewis Wallace, þannig orð í formála sögunnar: “Eg heyrði söguna um austur- lenzku vitringana, þegar eg var lítill drengur. Hún móðir mín sagði mér hana; og af öllum sögunum úr gamla og nýja testa mentinu var hún 'sú, sem náði sterkustu haldi á ímyndunar- afli mínu og vakti hjá mér mesta undran. Hvaða menn voru það? Hvaðan komu þeir? Voru þeir allir.frá sama landi? Komu þeir einn og einn eða allir saman? En umfram allt: Hvað var það, sem kom þeim áleiðis til Jerúsalem, með þess- ari undarlegu spurning til allra er þeir mættu: “Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? — Vér höfum séð stjörnu hans í Austurlöndum og erum komnir til að veita honum lotning.” Loksins ásetti eg mér að rita um þá. Með því að halda sög- unni áfram til fæðingar Krists í hellinum hjá Betlehem gæti mér tekist, eftir því sem eg ímyndaði mér, að setja saman bækling, sem Harper Brothers kynni að vilja taka að sér að gefa út. Sökum þess, hve vel lagaður slíkur bæklingur yrði til þess að þrýða hann með myndum var ekki ólíklegt, að þeir útgefendur kynnu að vilja láta ritlinginn koma út í sma- pörtum í mánaðarriti sínu. Þá er eg hafði lokið ritverki mínu, lagði eg það frá mér í skúffu í púlti mínu, og beið þess svo, að eg fengi hugrekki til að senda það þangað, sem það átti að fara. En þar lægi það líklega enn, hefði ekki al- veg óvænt atvik komið fyrir. Það fór fram stór allsherjar samkoma, sem Repúblikanar héldu í Indíanapolis árið 1876. Eg ásetti mér að sækja þann mannfund, og tók mér svefn- vagn frá Crawfordsville kvöld- ið á undan samkomunni. í hægðum mínum gekk eg inn eftir ganginum í vagninum í samtali við nokkra kunningja °g í gegnum skrautsal vagns- ins. Þá var klappað á dyrnar innan frá, og einhver nefndi mig á nafn. Og er eg svaraði og dyrnar opnuðust, kom eg auga á Robert G. Ingersoll of- Kaupið Lögberg Gefið Lögberg í jólagjöf ursta, og sá, að honum myndi líða eins notalega og búast mátti við í eins mollulegu lofti og þar var. “Voruð það þér, sem kölluðuð til mín?” “Já,” sagði hann, “komið hing- að inn til mín. Mér finnst eg þurfi að tala.” Eg hallaðist upp að dyrastafn- um og sagði: “Jæja, ef þér viljið lofa mér að ráða umtalsefninu, skal eg koma inn.” “Að sjálfsögðu. Það er ein- mitt það, sem eg kýs.” Eg settist niður hjá honum og tók til máls: “Er nokkur guð til?” Snar eins og elding svaraði hann: “Eg veit ekki; vitið þér það?” . Þar næst sagði eg: “Er nokkur djöfull til?” • Hann svaraði: “Eg veit ekki; vitið þér það?” “Er himnaríki til?” “Eg veit ekki; vitið þér það?” “Er helvíti til?” “Eg veit ekki; vitið þér það?” “Er líf til eftir dauðann?” “Eg veit ekki; vitið þér það?” Og eg endaði með þessum orð- um: “Þarna hafið þér nú text- ann, herra ofursti! Byrjið þá.” Og hann gjörði það. Það lá mætavel á honum; og er hann hafði byrjað, urðu orð hans að ræðu, sem streymdi áfram eins og ólgandi fljót. Það var furðulegt í mesta máta, hvernig hann gekk frá hugsunum sín- um; og eins og brúðkaupsgest- inum var haldið föstum af hin- um blikandi augum Sæfarans forna, eins sat eg sem þrumu- lostinn er eg hlustaði á þá sam- hræru, sem upp úr honum rann, af röksemdafærslu, mælsku, fyndni, heimsádeilu, frekju, lotningarleysi, skáldskap, ljóm- andi andstæðum og nöprustu árásum á þá menn, er trúa á guð, Krist, himnaríki; og hafði eg aldrei áður heyrt neitt því- líkt. Hann gekk fram af sjálf- um sér, og er þá mikið sagt. Ræðan endaði við það, að við komum til miðjárnbrautarstöðva í Indianapolis, nálægt tveim klukkustundum eftir að ræðan var hafin. Þegar við vorum komnir út úr vagninum skild- um við. Fór hann á hótel eitt, en eg til bróður míns, sem átti heima langt burtu í norðvestur- parti bæjarins. Eg átti þess kost að taka mér strætisvagn, en eg kaus heldur að fara fót- gangandi, því hugsanir mínar voru allar í uppnámi, og það svo mjög, að eg var nálega utan við mig. Þessu til skýringar er nauð- synlegt að eg gjöri þá játning, að afstaða mín við trúarbrögð- in hafði að undanförnu verið svo að eg lét þau mig engu skifta. Ótal sinnum hafði eg heyrt sannanir J:ram færðar fyr- ir þeim, en ávalt án þess það kæmi neitt við mig. Svo hafði eg lesið ræður eftir mikla pré- dikara, Bossuet, Chalmers, Ro- bert Hall og Henry Ward Beec- her, en æfinlega fremur öllu öðru fyrir sakir unaðarins af mælæsku þeirra. En — hve undarlegt! Til að lyfta mér upp úr áhugaleysi mínu mvndi all- ir ímynda sér að ekkert annað dygði en staðfestingar þess, sem metið er helgast af öllu. Þó komst eg nú við meir en nokkru sinni áður, og af hverju? Af hinni afdráttarlausu afneitan allrar mannlegrar þekkingar á guði, Kristi, himnaríki og líf- inu eftir dauðann, sem ber svo mikið á í von og trú trúaðra manna í öllum áttum heims. Hafði ofurstinn rétt fyrri sér? Hvað hafði eg, er eg gæti stutt játanda eða neitanda svar við? Hann hafði komið mér til að blygðast fyrir fáfræði mína; og er eg gekk áfram í kaldri dimm- unni — nú kemur það óvænta í sögunni —, þá vaknaði eg í fyrsta sinn á æfi minni til með- vitundar um mikilvægi trúar- bragðanna. Ætti eg að skýra frá öllum hugleiðingum mínum, myndi eg verða að rita margar blaðsíður. Eg leiði þær hugsan- ir hjá mér til þess aðeins að segja, að eg tók þann ásetning að kynna mér efnið betur. Og meðan eg var að velta því fyr- ir mér, hvernig eg ætti að fara til þess eg fengi kynnt mér efnið svo, að komið gæti að mestum notum, kom mér til hugar hand- ritið í púltinu mínu. Niðurlags- þátturinn þar var um barniö Krist í hellinum við Betlehem; hví ekki að halda sögunni áfram allt fram að krossfestingunni? Úr því myndi verða bók, og á þennan hátt myndi eg neyðast til að kynna mér sérhvað eina, er þar til heyrði; en að því loknu myndi eg eigi ósennilega hafa komizt yfir skoðanir, sem væri verulega mikils virði. Nú er allt sagt nema aðeins það, að eg gjörði eins og eg hafði ásett mér, og árangurinn af því var fyrst og fremst það, að bókin Ben Húr varð til, og það annað, að eg eignaðist sann- færing, sem varð að fullkominm trúarvissu, um tilveru guðs og guðdóm Krists.” ♦ ♦ Tilfærð formálsorð höfundar- ins, Lewis Wallace, eru prentuð framan við fyrstu bók sögunnar, sem að sérstakri fyrirsögn nefn- ist Fyrstu jól. Þýðandi skáld- verks þessa, séra Jón Bjarna- son, ritsjóri “Sameiningarinnar , er öll sagan kom út í, ritar og stuttan formála til viðbótar og frekari skýringar á mikilvægi skáldverksins; getur þar jafr.- framt helztu æfiatriða höfund- arins, annarra skáldverka han? og embættisstarfs, sem sendi- herra Bandaríkjanna í Mexico og Tyrklandi, að loknu borgara- stríðinu mikla 1861—1864. — Svo segir séra J. Bj. ennfremur: “Skáldsaga sú, sem hér uro ræðir, er vafalaust mesta skáld- skaparverk þeirrar tegundar, sem nokkurn tíma hefjr veriö fært í letur. Af því að hún gjörist á hérviStardögum frels- ara vors Jesú Krists, er svo na- tengd við efnið í guðspjöllum nýja testamentisins, og sýnir fólkslíf þeirrar aldar með um- heimi þess svo dásamlega vel, er fyrir almenning stórkostlega mikið á henni að græða sér tii þekkingar á einhverjum merk- asta kafla mannkynsögunnar; og yfir hinar helgu ritningar vorar varpar hún að ýmsu leyti nýju ljósi, sem er frábærilega mikils- viröi, í tilbót er sagan meistara- lega sögð, og á köflum eins á- takanleg og það, sem í þá átt er mest í bókmentum heimsins. En auk alls annars er skáld- saga þessi — Ben Húr — séi- staklega merkileg og kristnu fólki óviðjafnanlega dýrmæt fyrir þá sök, að höfundurinn varð út af því að rita hana trú- aður og sannkristinn maður. -J. Bj.” Þegar eg nýlega fór nú enn að lesa Ben Húr, datt mér í hug að hér væri bók, sem fyrir- tak gæti skoðast til jóla- og vina gjafa, eða eigin ánægju þeim er eignast vildu hana og lesa. Fanst því hentugur tími nú til að endurvekja athygli fólks á henni, bæði þeirra er hana eiga og eigi síður hinna mörgu, er gleðja vilja vini sína með góðri bók, núna í skamdeginu. S. Sigurjónsson. 803 St. Paul Ave, Winnipeg Prýðileg jólagjöf Hér vestan hafs eru enn óseld nokkur eintök af hinni vönduðu útgáfu af 25 ára minningarriti Eimskipafélagsi fslands; rit þetta er í afar vönduðu bandi; nú niðursett ofan í $1.00 auk 20 centa bui ðargjalds. Sendið pantanir til Ásmundar P. Jóhannssonar, 910 Palmerston Ave., Winnipeg, eða Árna G. Eggertssonar, 300 Nanton Bldg., Winnipeg. Stuðlið að sparnaði gasólín Eins og á mynd- inni $7.95 Karlmanna “ESCORT” skór Ef þér leggið yður fram með að spara gasolíu og togleður — með því að ganga meira — munuð þér að- hyllast nokkuð þunga skó — svipaða “Escort”, sem myndin sýnir úr þykku kálfskinni eða úrvalsleðri inn- fluttu frá Skotlandi. Aðrir ágætir ‘Escorts” seldir á $6.95 til $8.95 Men’s Shoe Section, Mciin Floor, South *T. EATON WINNIPEG CANADA Húsráðendum til athugunar Eins og sakir standa, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af fleslum tegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna íakmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásamt örðugleikum við flutninga, má því nær víst telja, að hörgull verði á vissum eldsneytistegundum í vetur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkert á hæltu með það, að verða eldsneytis- lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið pantanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnisl eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 — 23 812

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.