Lögberg - 10.12.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1942
5
Um nóttina var eg enn hjá
Birni Þórðarsyni, og keyrði
daginn eftir með Gísla til
Amaranth, og var þar næstu
nótt, til húsa hjá Sólveigu dóttir
Jóns Loftsonar og manni hennar
og leið vel.
Daginn eftir fór eg snemma
á fætur til þess að ná í lestina,
sem átti að koma norðan frá
Alonsa og fer í gegnum Lang-
ruth.
Það var bjart veður og nokk-
uð kalt, en kyrt og leit út fyrir
gott veður.
Þegar eg kom niður á járn-
brautarstöðina kom babb í bát-
inn; stöðvarstjóri opnaði glugga
að innan, og gat þess að hann
væri lokaður inni, því að hann
hefði týnt lyklinum að dyrun-
um, og gæti því ekki opnað
fyrir mér; bað hann mig að ná
í diðháldsmenn brautarinnar,
og fá þá til að stinga upp
skrána; lagði eg á stað þangað
sem eg sá þeir voru; þegar þeir
komu bar þar að katólskan
prest, sem hafði á sér lykil, sem
gekk að skránni.
Þegar inn kom var enginn
eldur á arni og kalt að bíða ti!
lengdar, en til allrar lukku kom
lestin innan skamms, og þar
var nægur hiti.
Klukkan hálfníu náði eg til
Langruth og var eg til húsa
hjá Mr. og Mrs. Guðna Þor-
leifssyni, þar sem eg hefi oft
þegið góðan beina áður. Kom
eg á níu heimili í bænum þann
dag og messaði daginn eftir í
kirkju Langruth safnaðar.
Böðvar Jónsson kom þar til
móts við mig og sonur hans
Archibald; fór eg með þeim tii
heimila þeirra eftir messuna og
fáeinir fleiri. Þar skírði eg þrjú
börn; voru tvö börn Archibald
sonar Böðvars og konu hans
Sveinbjarnar; eitt var stúlka,
dóttir Guðmundar Magnússonar
og konu hans Jónínu, dóttur
Böðvars.
Að lokinni skírn fór fram
skírnarveizla, og veitingar á-
gætar og miklar, eins og er
eðlilegt því fólki, sem stóð þar
fyrir beina.
Hjónin Böðvar og Guðrún eru
eftir öllum vonum; ef til vill
er þrekið ekki jafnmikið og
áður fyr, en glöð eru þau og
hress í anda. Böðvar er öldur-
mannlegur á velli og í hreyf-
ingum; virðist það fremur auk-
ast með vaxandi árum; sama
ljósstilta látbragðið og yfirlætis-
laus framgangsmáti prýðir nú
Guðrúnu eins og ávalt.
Þessi ánægjustund endaði með
því að við kvöddumst hlýlega
og báðum vel hvert fyrir öðru.
Þakka eg innilega stundina.
Daginn eftir lagði eg af stað
heimleiðis og náði heim næsta
morgun.
s. s. c.
Verndun búnaðaráhalda
Eins og nú hagar til, er það
deginum ljósara hve mikið velt-
ur á því fyrir framleiðslu lands-
ins, að allar hugsanlegar ráð-
stafanir verði gerðar til þess að
endurnýja þannig þau búnaðar-
áhöld, sem við hendi eru, að þau
verði fyllilega nothæf, er til
voryrkju kemur. Ýmis þau verk-
smiðjufélög, er framleiðslu land-
búnaðarverkfæra hafa með hönd
um, töldu sér það skylt, að
brýna fyrir bændum nauðsyn-
ina á þessum viðgerða- og end-
urnýjunarráðstöfunum, þar sem
vitað var, að tekið yrði að mestu
fyrir framleiðslu nýr/a búnaðar
véla, þó kaupa megi í flestum
tilfellum nýja hluti í vélar; þess-
ar nýju verndunartilraunir
nauðsynlegustu búnaðaráhalda,
eru nefndar Farm Equpment
Conservation Plan, og hafa þeg-
ar borið víðtækan árangur.
Stríðssókn sameinuðu þjóð-
anna krefst af skiljanlegum á-
stæðum aukinna matvælabirgða,
og til þess að slíkt lánist þarf
óneitanlega aukið samstarf og
aukin átök heima fyrir; þess má
vænta, að mannafli bænda fari
á næstunni fremur þverrandi en
hitt, og þar af leiðandi veltur
mikið á, að framleiðslutæki
þeirra séu viðunanlega starfs-
haéf; þess vegna ættu bændur,
einmitt nú, að endurnýja bún-
aðaráhöld sín, og kaupa hluti,
sem nauðsynlegir þykja til við-
gerða; umboðsmenn hinna ýmsu
verkfæraverzlana, eru ávalt ti!
taks eins og þjónustusamir and-
ar í leiðbeiningaskyni fyrir
bændur og búalýð.
Sala á heimaiilbúnum mat og
spilasamkoma.
Kvenfélagið “Eining” á Lund-
ar hefir sölu á heimatilbúnum
mat 14. des. n. k. í samkomu-
sal sambandskirkju.
Þar verða á boðstólum með
mjög sanngjörnu verði rúllu-
pylsa, slátur, mysuostur og
skyr. Pies, Vinarterta, rósettur
og kökur.
Þar verður líka tombóla.
Ennfremur eftirnónskaffi.
Tombólan og matarsalan byrjar
kl. 11 f. h. og heldur áfram
allan daginn.
Að kvöldinu verður spilað
bridge og whist. Ágætir prísar.
4 fuglar.
Kvenfélagið vonast eftir að
þið heimsækið það þennan dag.
Bandalag lúterskra kvenna
þakkar fyrir þessar gjafir með-
teknar í Námskeiðssjóðinn:
Kvenfélag Bræðra safn-
aðar, Riverton, Man. í
minningu um Mrs. B.
Dahlman $30.00
Mrs. Steinun Stefánson,
575 Burnell St Wpg. 5.00
Mrs. C. B. Johnsson 605
Agnes St. Wpg. 5.00
kærar þakkir. H. D.
Íslenzkur mannfagnaður
í Seattleborg
Kæri ritstjóri Lögbergs.
“Meðan hlýr er hugurinn
hélar aldrei gluggann þinn.
Hvaða mátt á myrkrið svart
móts við jólaljósið bjarta?”
Hvaða mátt eiga regn og vind-
ar og veturnætur ef margir ís~
lendingar eru samhuga, sam-
mála og samtaka í því að gera
sér glaða stund? Það sýndi sig
bezt um kvöldið 4. nóv. — fund-
arkvöldið í lestrarfélaginu
“Vestri” í Seattleborg.
Forseti setti fund í kirkju
Hallgrímssafnaðar — borðsalur-
inn var, aldrei þessu vant, lok-
aður, og þó sáust þar ljós —
og heyrðist mannamál. Óvenju-
lega margt fólk var komið þeg-
ar í fundarbyrjun, og hélt á-
fram að koma. Forseti reyndi
að halda sér við dagskrá, en
enginn sýndi neinn áhuga. Öll
ný mál voru lögð á borð til
næsta fundar. Síðan stóð herra
Karl Frederick upp og lýsti því
yfir með lipurri ræðu að völd-
in væru nú tekin af forsetan-
um, því fundurinn og kvöldið
væri tileinkað ^herra Kolbeini
Þorðarsyni, forsetanum, og
Önnu konu hans, af lestrarfél-
aginu Vestra og Hallgrímssöfn-
uði, í virðingarskyni fyrir
margra ára starf í þessum félög-
um. Tveir meðlimir Vestra
fluttu kvæði, sem hér fylgja, —
herra Jón Magnússon og Jónas
J. Middal, — en ávarp flutti
undirrituð — alt þetta á ís-
lenzku.
Fyrir hönd Hallgrímssafnaðar
flutti herra Karl Frederick á-
varp til heiðursgestanna, en frú
hans til Önnu Þórðarson frá
kvenfélaginu, og afh,enti blóm
— flutti síðan gaman-upplestur
— alt þetta á ensku. — Síðan
afhenti herra K. F. hjónunum
vandaðan og stóran lampa að
gjöf frá öllum þátttakendum í
samsætinu, — en þau svöruðu
bæði með velvöldum og hlýj-
um orðum.
Með ágætum hljóðfæraslætti
skemti ungfrú Kristín Jónsson,
fiðluleikari, og þrjú ungmenni
með henni — string-quartette.
Einnig var herra Alfred W. Al-
bert til staðar — og kom öllum
upp í söng. — Borðsalnum var
nú slegið opnum, þar var alt
með prýði, og rausnarlega bor-
ið á borð — og einginn “skömt-
un” á kaffi eða öðru góðgæti
þetta kvöld.
Þau Kolbeinn og Anna Þórð-
arson fluttu til Seattle frá
Saskatoon, Sask., árið 1924
Heimili þeirra naut frá upp-
hafi almennra vinsælda. Gest-
risnin þar var svo frjálsmann-
leg og einlæg, og hjálpfýsi og
félagslyndi áberandi. Þetta var
eigi lítill gróði fyrir fámenna
íslenzka hópinn hér. Hjónin hafa
verið með ötulustu og áhuga-
söfusut starfs- og stuðnings-
mönnum Hallgrímssafnaðar, svo
ómetanlegt er. — Kolbeinn hefir
oft skipað forsæti í lestrarfél-
aginu “Vestri,” og unnið með
dugnaði, sem einkennir hann,
að íslenzkum samtökum, svo
sem Islendingadagshaldi, og
móttöku fjarkominna gesta. —
En mesta aðdáun vekur þó af-
koma þessara hjóna á þeirra eig-
in fyrirmyndar heimili Af 11
börnum eru 9 á lífi, vel mennt-
að ágætisfólk. Af þeim eru 7
gift, — og barnabörnin 10. — -
Elsti sonurinn, Stefán læknir í
Tacoma, Wash., útskrifaðist af
University of Saskatchean —
en af læknaskóla Manitoba.
Næsti sonurinn, Hermann, út-
skrifaðist af Univ. of Washing-
ton, vinnur með föður sínum,
sem starfrækir á eigin reikning
prentsmiðjuna Caston Printing
Co. Yngsti sonurinn, Jón, út-
skr. af Univ. of Wash., er í sjó-
hernum, — yeoman in the Coast
Guard.
Þrjár elztu dæturnar, Louise,
Margaret og Esther, voru
kenslukonur í Saskatchewan, en
tvær þær síðarnefndu gegndu
skrifstofustörfum eftir að hing-
að kom. Næstu tvær systurnar,
Agnes og Metta, útskrifuðust af
Univ.' of Washington, en sú
yngsta, Inga, lærði skrifstofu-
störf. Öll börnin eiga heima hér
vestur við haf, nema Louise,
gift Dr. H. Harris í Fargo, N. D.
Þau Kolbeinn og Anna eru
bæði fædd á Islandi, árið 1872,
og áttu því nýlega sjötugs af-
mæli. Þess var að vísu minst í
samsætinu, en enginn komst upp
með að tala mkiið um árafjöld-
ann, því hjónin eru svo ern og
glöð í viðmóti, og svo ung >
anda.
Anna Þórðarson er fædd á
Einarstöðum í Reykjadal, í S,-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar henn-
ar voru Jón Sigurjónsson og
Sigurlaug Gísladóttir. Þau komu
vestur í “stóra hópnum” 1876,
og fóru til Nýja íslands, þar
sem þau reyndu hina kunnu
erfiðleika fyrstu frumbýlisár-
anna, en síðan settust þau að
í Winnipeg. Allir urðu að vinna,
— Anna varð besta saumakona
á unga aldri. — Jafnan tók hún
þátt í félagsskap íslendinga.
Það er gaman að .minna eldra
fólkið á það, að hun lék Láru.
í Æfintýri á gönguför, þegar
Einar H. ívaran var leikstjór-
inn, og lék víst sjálfur Krans
kammeráð. —. Þrjár systur
Önnu eru allar vel þektar meðal
íslendinga í Wpg — Lára Burns,
Jenny Johnson, og Inga Johnson
forstöðukonan á Betel. — Fjórir
bræður þeirra dóu í barnæsku.
— Anna nýtur ástar og aðdáun-
ar allra sem henni kynnast fyrir
mannkosti hennar og dugnað og
þrek, samfara góðum gáfum.
Kolbeinn Þórðarson er fædd-
ur á Hofstöðum í Hálsasveit i
Borgarfjarðarsýslu. Foreliirar
hans voru Siggeir Þórðarson og
Anna Stefánsdóttir frá Kalmars-
tungu. Þau kómu vestur um
haf árið 1886, og settust að í
Winnipeg. Af börnum þeirra eru
aðeins tvö á lífi — Kolbeinn og
Ólöf kona Tryggva Arasonar í
Argyle. Ungur að aldri lærði
Kolbeinn prent-iðn, og hefir
stundað hana jafnan síðan.
Hann ávinnur sér jöfnum hönd-
um tiltrú fólks og vináttu. Á
íslandi á hann til margra nafn-
kendra manna að telja — svo
sem Ólafs Stephensen stiptamt-
manns, séra Stefáns Ólafssonai
skálds í Vallanesi, o. fl. — Bæði
eiga hjónin eflaust stóran fjölda
ættmenna á íslandi, sem taka
undri með vinum og vanda-
mönnum þeirra hér, er óska
þeim allra heilla og blessunar
í sambandi við þessi tímamót í
þeirra merka og nýta æfistarfi.
Vinsamlegast.
Jakobína Johnson.
TIL HJÓNANNA
frú Önnu og hr. Kolbeins S. Thordarson.
Sjötugum skal sæti búa.
samkvæmis í stórr; höllu;
viðtökum í veizlu snúa —
virðingar sé blær á öllu!
Best var sannur bróðurhugi
breytni, um liðna áratugi.
Heyrðust loforð, langt til baka:
lífs að halda stefnu beina
— manns og konu — vinna og vaka,
vandamálin sigra reyna.
Hjálpa skyldu hönd og fæti,
hugir í fylgd, að sorg og kæti.
Síðan fyrst var sezt að búi,
sáu þau jafnan glaða daga.
það svo vel ég þekki, að trúi
þetta er Önnu og Kolbeins saga.
Áttundi þá að fer tugur,
enn ei þeirra bilar dugur.
Tímamót var ætíð yndi —
afmæli þá börnin fengu.
Vinahót er lék í lyndi
léttum fótum óskir gengu.
Ljúft er sínu lífi að una —
liðna daga er gott ‘að muna.
Velkominn er vinagróði,
verðugs manns, að göfga sinni.
Sagt er frá, í litlu ljóði,
lífsins þrá og framkvæmdinni —
dagsverk leyst, með dygð af hendi.
Drottinn sjálfur þetta kendi.
Sædm í ár, þið hjónin hljótið
heiðursþökk, fyrir slit og stritið;
ávaxta þar af þið njótið —
ætíð verður svo álitið.
Vel fer þeim í vizku að dafna,
viti og hyggindum er safna.
Þyggið lof, svo lengi njótið
landið, sem þið kusuð bæði.
Spáð er ykkur, ekki þrjóti
áræði, né þolinmæði.
Réttu máli má ei halla —
merkið skal ei niður falla.
Jón Magnússon.
Mr. og Mrs. K. S. Thordarson.
Grein þó svigni á háum hlyni,
og haustsins stormur reyni mátt,
hér í kvöld vér heiðrum vihi
sem hafa með oss samferð átt.
Þótt um víða veröldina
vopnin glymji á breiðum skjöld,
drekkum minni valdra vina,
verum glaðir þetta kvöld.
Um Kolbein og hans konu merka
kveða reyna viljum brag;
þau hafa fljót til frama verka
farsæld grætt um æfi dag.
Og einnig fremst í flokki vorum
forustu sýnt á margan hátt,
og til frama fjölgað sporum,
festu dug og röskleik átt.
Frá því ung að ástir tengduð
ávalt reistuð merkið hátt,
á heiðursdegi heiti strengduð,
að hafa trú á æðri mátt.
I
Þótt eigið sjötíu ár að baki,
elli merkin lítum fá;
lífs í sterku storma braki
stýrðuð þið réttar hafnir á. *
Lifið heil þótt halli degi,
hafið þökk fyrir störfin góð.
Fram á ykkar æfi vegi
Eigló sendi geisla flóð.
J. J. Middal.
:4S$S«545Sí«55$55$544SÍ55555555S$5SS54S5$S45S4S55555455545555555555S454$5í45SS5fc
Árið 1943 mega búnaðar
áhalda verksmiðjur aðeins
framleiða eina vél fyrir
hverjar fjórar er þeir fram-
leiddu 1940. Verið viðbúnir!
“EG ER TIL TAKS
FYRIR NÆSTA
ÁR ... COCK-
SHUTT VíSAÐI
VEGINN.”
JACK: “Við hvað áttu, er þú segist vera til taks fyrir
næsta ár?”
BILL: “Nákvæmlega það! Eg hefi fylgt uppástung-
um Cockshutt viðvikjandi Farm Equipment
Conservation skipulagningunni, og hefi öll á-
höld í lagi fyrir næsta ár.
JACK: Þetta sýnist ónauðsynlegt verk á þessum tíma
árs. Hvað á annað eins að þýða?
BILL: Satt að segja geri eg þetta í fristundum mín-
um og með hliðsjón af þurð verkfæra og tak-
mörkuðum mannafla næsta ár, gat eg ekki
betur séð, en rétt væri að nota timann til að-
gerða, þó nýir vélapartar verði fáanlegir. Eg
ætla ekki að bera áhyggjur vegna búnaðar-
áhalda næsta vor.”
Hyggnir bændur . . . sem vita, að verkfærafram-
leiðslan má ekki fara fram úr 25% af framleiðslunni
1940, og með hliðsjón af skömtun og stjórnarákvörð-
unum í þessu efni . . . vinna nú kappsamlega að viðgerð
verkfæra sinna svo alt sé i lagi fyrir vorannir.
Verndun búnaðaráhalda er lífsnauðsynleg ef bænd-
um á að verða kleift, að ra'kta meira þó vinnukraftur
sé minni.
Þessi Cockshutt Farm Equipment Conservation
skipulagning, sýnir yður hvernig búa skal undir 1943
. . . sýnir hvernig vernda skuli það fé, sem þér hafið
lagt í búnaðaráhöld með þvi að halda þeim í lagi; sýnir
hvernig hægt er með nýjuin vélpörtum, málningu og
smurningsolíu, að hafa áhöld yðar starfhæf sem þá er
bezt getur, í langa tið enn.
Þessu viðvikjandi hittíð þér vin fyrir þar sem
Cockshutt umboðsmaðurinn er. Munið, að hlutverk
hans er að leiðbeina yður. Finnið hann nú þegar i sam-
bandi við Cockshutt Farm Equipment Conservation
skipulagninguna fyrir 1943. Fáið hjá honum nýjan
bækling, er tekur fram meginatriðin viðvikjandi endur-
nýjun verkfæra yðar. •
THIS BOOKLET SHOWS
HOW YOU CAN GET
READY FOR 1943
NOW . . . HOW YOU
CAN SAVE TIME,
CROP AND MONEY
COCK5HUTT PLOIJU
compflnv LimiTE
Aoþ'
SMITHS FALLS • WINNIPEG • REGINA
SASKATOON • CALGARY • EDMONTON
COOCSHUTT PLOW OUEBEC LIMITED COCKSHUTT PLOW MARITIME LIMITED
MONTREAL, OUE. TRURO, N.S.