Lögberg - 10.12.1942, Qupperneq 2
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1942
i
Kafli úr útvarpsrœðu
Olafs Thors, forsætis-
ráðherra þann 5. okt.
VIÐSKIPTI ÍSLENSKU
STJÓRNARINNAR CG
BANDARÍKJASTJÓRNAR.
Það mun hafa verið sunnu-
daginn 26. júlí síðastl., að hing-
að kom einn af aðalráðamönnum
Bandaríkjanna. Að kvöldi þess
dags átti hann tal við ríkisstjóra
og mig og tjáði okkur, að í
Bandaríkjunum ríkti andstaða
gegn því, að íslendingar sliti
sambandinu við Dani fyr en
sambandslagasamn. segði til um,
vegna þess, að Bandríkin teldu
það geta skaðað sína hagsmuni.
Var af fslands hálfu m. a. bent
á, að samkvæmt alþjóðarétti
væri sá samningur þegar úr
gildi fallinn, en því til svarað.
að slíkt gæti alltaf verið álita-
mál.
Leið nú fram til 31. júlí, en
þann dag bárust mér ný boð
sama efnis frá stjórn Banda-
ríkjanna, og var mér afhent
ónákvæmt afrit þess skeytis, er
sendifulltrúi Bandaríkjanna hér
á landi hafði um þetta borist.
,Svona stóðu sakir þann 4. ág.,
er Alþingi kom saman. Þann
dag að kvöldi, gaf ríkisstjórnin
þingmönnum skýrslu um málið
og bar fram þá ósk, að henni
til aðstoðar í málinu yrðu skip-
aðir 2 menn frá hverjum þing-
flokki, og var það gert.
Var nú unnið að kappi að
málinu. Þann 8. ágúst afhenti
eg sendifulltrúa Bandaríkjanna
svohljóðandi tilkynningu, en
jafnframt var sendiherra islands
í Washington símað um málið:
Álitsgjörð, afhent sendifull-
trúa Bandaríkjanna af forsætis-
ráðherra þann 8. ágúst 1942.
Út af hinum vinsamlegu skila-
boðum, sem þér fluttuð mér 31.
júní þ. á., um óþægindi þau,
sem stjórn U. S. A. telur að slit
á Sambandsl.samn. milli fslands
og Danmerkur fyrir tilskilinn
tíma geti valdið, hef ég haft
samráð við formenn og for-
ustumenn allra flokka Alþingis,
enginn þeirra undantekinn, og
standa þeir óskiptir bak við það,
sem nú skal greina:
1) Það hefir ekki verið og er
ekki ósk íslendinga að baka
stjórn U. S. A. nein óþægindi,
heldur, að áfram haldist óskert
það vinsamlega samneyti, sem
verið hefir.
2) Orðalagið samningsslit fyr-
ir tilskilinn tíma á væntanlega
við samningsslit, sem gangi í
gildi fyrir 1944, því að frá þeim
tíma að telja, gefur samningur
inn sjálfur skýlausa heimild til
þess að slíta sambandinu ein-
hliða. Um það hefir aldrei verið
neinn ágreiningur milli íslend-
inga og Dana né við aðra, enda
orð samningsins um það efm
ótvíræð.
3) Tvisvar löngu fyrir núver-
andi ófrið hefir Alþingi lýst því
yfir einróma, að þessi heimild
yrði notuð af íslands hálfu, Þ.
e. sambandinu slitið þegar eftir
árslok 1943. Þetta er á vitorði
Dana, hinna Norðurlandaþjóð-
anna og annara, sem fylgjast
með málefnum íslands. Hafa
menn því verið við því búnir.
4) Ákvörðun um að slíta sam-
bandinu og stofna lýðveldi á
íslandi hefir að baki sér ekki
eingöngu alla flokka þingsins,
heldur og alla þingmenn þings-
ins án undantekningar — ekki
aðeins certain faction) og
væntanlega yfirgnæfandi meiri-
hluta þjóðarinnar. Mun það
koma fram við þjóðaratkvæði,
sem látið verður ganga áður en
málinu er ráðið til lykta ti!
fullnustu.
5) Vakin skal athygli á því,
að 17. maí 1941, lýsti Alþingi
því yfir einróma, að það teld:
ísland hafa öðlast rétt til fullra
sambandsslita við Danmörku og
að það vildi, að stofnað verði
lýðveldi á íslandi jafnskjótt og
sambandinu við Danmörku verði
formlega slitið. Þessar ályktanir
höfðu þannig verið gerðar og
birtar opinberlega áður en her-
vernd U. S. A. á íslandi kom
til tals. Þessar ályktanir Al-
þingis voru tilkynntar stjórn
Dana formlega stjórnarleiðina.
6) Rétturinn til sambandsslita
nú þegar byggist á þeirri skoðun
íslenzkra fræðimanna, sem þeir
telji í samræmi við skoðun
flestra fræðimanna um alþjóða-
rétt, að samningsslit séu rétt-
mæt, ef annar aðili ekki full-
nægir í verulegum atriðum. En
síðan 9. apríi 1940 hafa Danir
ekki átt kost á að fullnægja
:kuldbindingum sínum sam-
kvæmt samningnum, og hann
þar með burtu fallinn, er Is-
land óskar þess. Enda frum-
réttur viðurkendur fullvalda
þjóða að ákveða sjálf stjórnatt--
fyrirkomulag sitt.
7) Ef óskað er frekari upplýs-
inga um þróun málsins og aðrar
staðreyndir eða frekari skýr-
in’ga, er mælst til, að rætt sé
við sendiherra íslands í Was-
hington og þess jafnframt ósk-
að, að honum sé afhent afrit af
orðsendingu þessari.
8) Þess skal getið, að Aiþingi
mun lýsa yfir því, að danskir
ríkisborgarar íski’|i halda . ó-
skertum réttindum sínum sam-
kvæmt sambandslagasamningn-
um, þar til hægt verður að
semja um frambúðarviðskipti
þjóðanna, þótt Dönum hafi ekki
verið og sé ekki unnt að full-
nægja samningsskyldum sínum.
9) Ríkisstjórnin hefir þegar
eftir að Alþingi hafði í júm
1942 ákveðið að skipa nefnd til
þess að undirbúa fyrir þmg það,
sem nú er komið saman, frum-
varp að lýðveldisstjórnarskipun,
gert ráðstafanir til þess að skýra
konungi og ríkisstjórn Dana frá
öllu málinu. En ekki er komin
enn frétt um, að sú skýrsla,
sem send var af stað fyrir 6
vikum síðan, sé komin fram.
Hún var ekki komin fram fyrix
viku síðan.
10) Núverandi ríkisstjórn hef-
ir opinberlega lýst yfir því, að
hún mundi beita sér fyrir lausn
málsins á þessu ári. Frá þessu
er því ekki hægt að víkja án
þess að gefa opinberar skýring-
ar, sem varla verður neitað, að
hægt sé að nota á einhvern
hátt til propaganda. ,
11) Eg vænti þess, að stjórn
U. S. A. taki framangreindar
ástæður til sömu vinsamlegu
athugunar sem vér erum jafnan
fúsir til að athuga það, sem
stjorn U. S. A. kann að hafa
frekar fram að bera. En þess
skal getið, að vegna skammrar
setu í þetta sinn verður Alþingi
að taka mál þetta fyrir mjög
bráðlega.
if.it.1f.
Leið nú fram til 20. ági^st að
mér var afhent svohljóðandi
svar: ,
Sendiráð Bandaríkja Norður-
Ameríku.
Reykjavík, 20. ágúst 1942.
Herra ráðherra.
Með skírskotun til álitsgjörðar
yðar, herra ráðherra, sem mér
var afhent 8. ágúst 1942, leyfi eg
mér, samkvæmt fyrirmælum
ríkisstjórnar minnar, að setja
fram hér að néðan athugasemd-
ir ríkisstjórnar Bandaríkja Norð
ur-Ameríku við efni álitsgjörðar
yðar.
Ríkisstjórn Bandaríkjanna
hefir athugað gaumgæfilega á-
litsgjörðina, sem lýsir sjónar-
miði íslands að því er varðar
einhliða uppsögn í náinni fram-
tíð á sambandslagasamningnum
milli íslands og Danmerkur og
sambandi því, sem byggist á
honúm.
Ríkisstjórn Bandaríkjanna
viðurkennir, að ógilding samn-
ingsins og sambandsins og hin-
ar fyrjrhuguðu breytingajr á
grundvallaratriðum í stjórnar-
fari íslands, sé mál, sem ís-
lenzka þjóðin ein ætti á friðar-
tímum að taka ákvörðun um,
eftir óskum sínum og þörfum.
Ríkisstjóm Bandaríkjanna
hefir ekki minnstu löngun til
þess að skerða á nokkurn hátt
athafnafrelsi Islenzku þjóðarinn-
ar í þessu máli, en það er hins-
vegar ósk Bandaríkjastjórnar,
að á þessum erfiðu tímum sé
ekkert það aðhafst, sem kynni
að hafa óheppileg áhrif á
hernaðarátök hinna sameinuðu
þjóða, en undir árangri þeirra
er svo injög komið frelsi og
framtíðarvelferð, ekki einasta
Bandaríkjanna og íslands, held-
ur og annara þjóða. . Það er
skoðun Bandaríkjastjórnar, að
sameiginlegir hagsmunir í góð-
um árangri af hernaðaraðgerð-
um hinna sameinuðu þjóða séu
best tryggðir með því, að ó-
breytt ástand — status quo —
sé nú látið haldast á íslandi.
Það að viðhalda óbreyttu á-
standi, mundi forða því að fram
kæmu ásakanir um, að íslend-
ingar hefðu notað sér ólán Dan-
merkur, sem og koma í veg fyr-
ir þá fölsku ásökun, að Banda-
ríkjastjórn hefði notað sér hér-
veru Bandaríkjahers og ástandið
í Danmörku til þess að greiða
fyrir sambandsslitum.
Stjórn yðar og mín stjórn
vita það báðar, að Bandaríkin
eru á engan hátt riðin við hin-
ar fyrirhuguðu aðgerðir Islend-
inga í sjálfstæðismálinu, en öx-
ulríkin mundu telja öðrum þjóð-
um og stjórnum trú um, að
Bandaríkin ættu þar upptökin.
Af framansögðum ástæðum
vill Bandaríkjastjórn endurtaka
þá bendingu, að rétt sé að fresta
að taka ákvörðun um sambands-
slitin þangað til betur stendur
á, ekki aðeins vegna Bandaríkj-
anna og íslands sjálfs, heldur
og í þágu heimsskipulagsins og
skilnings milli þjóða yfirleitt.
Kveðjuorð.
Sign. Carlos Warner,
sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar
á íslandi.
Herra forsætisráðherra,
utanríkisráðherra
Ólafur Thors.
Morgunblaðið.
Sumarið var kalt á
íslandi
Norðanlands snjóaði iðulega
niður í bygð.
Vísir hefir átt stutt viðtal við
búnaðarmálastjóra, Steingrím
Steinþórsson og spurt hann tíð-
inda um heyskap o. fl., en menn
eru nú alment búnir að ná inn
heyjum. Sumarið var yfirleitt
kalt, einkuni norðanlands, og
úrfellasamt. Snjóaði iðulegá I
bygð nyðra og sunnanlands
gránaði oft í fjöll og stundum
alt niður í fjallsrætur.
Menn munu alment búnir að
ná inn heyjum, sagði búnaðar-
málastjóri. Hey munu þó sum-
staðar úti enn norðanlands. —
Útheysskapur var yfirleitt með
minna móti og víða rýr að gæð-
um, en töðufengur í meðallagi
og kanske vel það sumstaðar.
Vegna fólkfæðar hafa menn
sumstaðar ekki annað miklu
meiru en að heyja á túnum, og
vitanlega stafar það ekki ein-
göngu af erfiðleikum í sambandi
við tíðarfarið, að heyskapurinn
er rýr, heldur og vegna skorts
á vinnuafli.
Sumarið hefir verið kal,t eink-
um norðanlands, og úrfellasamt,
og hefir iðulega snjóað í bygð.
Fyrir hálfum mánuði eða svo
var skafrenningur á Vaðlaheiði
og á Möðrudalsöræfum varð að
moka vegna fannkomu, til þess
að bílar kæmust leiðar sinnar.
Sunndnlands hefir sumarið
einnig verði fremur kalt.
Búnaðarmálastjóri taldi, að
kartöfluuppskera mundi verða
í meðallagi sunnanlands og
sumstaðar kannske betri en í
meðallagi, sennilega yfirleitt
nokkuð misjöfn, og stafar það
sumpart af því, að ekki hefir
verið unnt fólksleysis vegna að
hirða garðana nógu vel. Upp-
skera úr görðum verður lélegri
norðanlands, en þó ekki með
versta móti.
Aldrei hefir verði meira undir
því komið en nú að nota vélar
við heyskaparstörfin eftir því
sem frekast er unnt, vegna
fólksleysis, en við mikla erf-
iðleika er að etja af völdurn
sty r j aldariinnar, svo sem um
útvegun varahluta o. s. frv.
Furðulega hefir þó úr ræzt.
Einnig hafa verið útvegaðar
landbúnaðarvélar frá Ameríku,
eftir því sem unt var, aðallega
sláttu- og rakstrarvélar.
Fyrir styrjöldina fluttust hing
að aðallega Deering og Cormick
sláttuvélar, sem eru amerískar,
en voru umsmíðaðar í Þýzkal.
og Svíþjóð með tilliti til ís-
lenzkra staðhátta. Ennfremur
var flutt inn mikið af Hercules-
vélum, en þær eru sænskar.
Varahluti í þessar vélar hefir
vitanlega ekki verið hægt að fá
frá Þýzkalandi og Svíþjóð. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem Vísii
hefir fengið hjá Ásgeiri Jóns-
syni hjá* S. I. S. hefir verið
reynt að ráða bót á þessum erf
iðleikum, með því að fá vara-
hluti smíðaða í Ameríku og í
smiðjum hér, og hefir þetta
borið þann árangur, að alt hefir
bjargazt furðanlega. Nokkur
töf hefir þó orðið vegna mikilla
anna og verkafólksskorts hér,
en mikið hefir þó verið smíðað
af varahlutum hér. Allmiklai
birgðir voru og fyrir hendi i
stríðsbyrjun. Það verður þó erf-
iðara með þetta framvegis, því
að ekki er hægt kostnaðar vegna
og annars, að smíða alla vara-
hluti hér, sem búast má við að
fari að verða skortur á.
Vísir spurði Ásgeir Jónsson
um innflutning á landbúnaðar-
vélum frá Ameríku. Kvað hann
inn hafa - verið fluttar um 150
sláttuvélar og 60 rakstrarvélar
í sumar. Vélar þessar áttu að
koma í vor, en það dróst fram
eftir sumrinu, vegna erfiðleika
af völdum styrjaldarinnar. Það
eru nýjar gerðir af Deering og
Cockshutt sláttuvélum, sem inn
hafa verið fluttar, og hafa þæi
reynst vel.
Plógar fluttust aðallega inn
frá Norðurlöndum fyrir stríð,
en plógar af þeim stærðum, sem
henta íslendingum, eru ekki
framleiddir í Ameríku. Sýnis-
horn plóga hafa verið send vest
ur, að því er Ásgeir Jónsson
tjáði Vísi, en vafasamt er hvort
unnt verður að fá umleitunum
um framleiðslu þeirra sinnt,
vegna styrjarlarinnar. Rakstrar
vélarnar, sem inn voru fluttar,
voru tiltölulega ódýrar, og hafa
reynst vel.
Vísir, 25. sept.
Tíundir Páls
Bjarnasonar
Eg hefi lesið greinar þessar
sem birtust í Heimskringlu í
september, og undrar mig stór-
um hvaða fitons andi fór í
manninn út af þessari litlu grein
minni, og hvað hún hefir snert
hans viðkvæmu hjarta strengi,
hann hlýtur að hafa þekkt sjálf-
an sig þar. Hann segir að eg
hafi ráðist á sig og hugsjónir
sínar, en hans nafn nefndi eg
aldrei, og réðist alls ekki á hug-
sjónir hans hverjar sem þær
kunna að vera, eða neinar þug-
sjónir, nema hann telji bölsýni,
öfund og bæjarþvaður hugsjón-
ir, en það gjöri eg ekki.
Já, eg hefi ráðist á bölsýnina,
sem er eitur í lífi mannanna og
bið ekki forláts á því og tek
ekkert aftur,. eg hefi ráðist á
þann ósið í mannlegu eðli, að
sjá ekkert nema það illa og
ljóta og kannast ekki við neitt
annað, og þá hugsun að ætla
náunganum alt ilt. Slíkir menn
sjá ekkert gott í lífinu eða fari
manna, sjá ekkert ljós, sjá ekki
sólina þó hún skíni í heiði eins
og gamli Björn í Öxi, Slíkir
menn gjöra lífið ömurlegt —
fyrir sjálfa sig og aðra. En ís-
lenzkt máltæki segir að maður-
inn sé sinnar gæfu smiður, og
er mikill sannleikur í því, mað-
ur getur mikið skapað lífið og
gæfuna eftir því hvort hann
kýs að ganga sólarmegin á braut
lífsins, eða hann ræðst á okkur
fimm í þessu Tíundar skrifi þó
hann skammi mig mest. — Eg
þekki J. M. ekki neitt, nema
það sem eg hefi séð eftir hann
á prenti. Mér finst hann hafa
Veterans...
Again You are Urgently Needed for
ACTIVE SERVICE
in
Canada or Overseas
JOIN the 37th ACTIVE COMPANY
Veterans Guard of Canada
NOW BEING MOBILIZED AT WINNIPEG
Join Your Old Comrades and
Help Finish the Job
This Space Donated by
MD 78
At least eight million market hogs are needed to supply Britain and the Armed Forces and
workers in Canada during the next twelve months.
Ample supplies of feed are available but skllful adaptation In the use of produetlon
facilities will be required to meet this goal.
Hog production can be increased immediately by saving every pig now on hand and those
farrowed in the next few months. This is important and will require special care.
Many pounds can be added to the total by carrying each pig to a weight of at least 200 lbs
at the farm.
Every sow whose litter can be cared for should be bred this fall even though the pigs will not
be marketed for another 10 or 12 months.
Producers can help win the war by converting this year’s surplus grain Into more
Bacon for Britain and Pork for Canada.
Forjurther information consult your Provincial Department of Agriculture, Agri-
cultural College, nearest Dominion Experimental Farm or Live Stock Office of the
Dominion Department of Agriculture.
____________________________________ 173S
AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD
- -?./-■
Dominion Department of Agriculture, Ottawa
i Honourable James G. Gardiner, M inisíer