Lögberg - 10.12.1942, Side 3

Lögberg - 10.12.1942, Side 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 10. DESEMBER, 1942 3 allheilbrigðar lífsskoðanir, og getur hann bitið bein fyrir sig. Séra Guðm. Áranson getur orð- ið þungur á bárunni, hann er vitur maður og svo prestur í ofanálag, og ef að presti er beitt á móti P. B. jafnvel þó hann sé unitari, mundi það hafa svipuð áhrif eins og ef Biblí- unni væri lagt í skallann á kölska. Er vonandi að séra Guðm. fari ekki eins með P. B. eins og Sæmundur fróði með kölska, þá hann bar mykjuna fyrir kirkjudyrnar í Odda, en ekki vildi eg sverja fvrir það ef hann ber of mikið af mykju fyrir dyrnar hjá honum. Blessaður karlinn hann Sig- fús minn Benediktsson fær skömm í hattinn hjá P. B. fyr- ir hólið, “sjaldan borga kálfar ofeldi” er gott íslenzkt máltæki og sannast það hér. Honum finst Passíusálmakeymur hjá honum og það á nú ekki við P. B. Sigfúsi er ýmislegt vel gefið en kristilegt sálmaskáld var hann ekki talinn, á fyrri árum, en honum hefir farið mikið fram á síðari árum, og þakka eg hon- urri hér með fyrir margt sem hann hefir vel skrifað að undan- förnu í góðum anda. M. B. H. fær allan eftirmat- inn og er hann vel að honum kominn, annars findist mér að þeir bræður mættu báðir sitja í sömu stúkunni, það er margt sameiginlegt með þeim, báðir eru sérfræðingar eða sérvitring- ar, hvort sem réttara er, eg er ekki fleygari í íslenzku máli og ekki í neinu máli, mig minnir að Jónas Pálsson segi einhvern- tíma, að vera sérvitur væri að vera stórvitur, og hann veit hvað hann syngur. Þeir eru líka báðir tilvonandi frelsarar mann- anna, bara sinn á hvoru sviði, þó þeir séu sömu örlögum háðir og margir aðrir spámenn, jafn- vel stærri spámenn, að fávís og heimskur almenningur hefir ekki enn þá lært að þekkja sinn vitjunartíma. Eg hefi lesið þessa höfunda báða, samt ekki mér til sálubótar sérstaklega, frekar af forvitni, til þess að sjá hvað þeim kann að koma næst í huga. Anars er eg ekki ósamdóma sumum hugsjónum P. B. Eg tel mig vera eins mik- inn endurbótamann eins og hann er, eg álít að peningafyrir- komulagið sé öfugt, — eg hefi haft þá skoðun lengi, áður en P. B. kom til sögunnar. Peninga- framleiðslan á að vera þjóðar- eign. Stjórnin á að starfrækja öll stórviðskifti — big busness — og náttúrufríðindi öll, menta- stofnanir allar, og heilbrigðis- mál eiga að vera starfrækt af því opinbera. Það er nauðsyn- legt að afnema eða stórum tak- marka renturnar, og þá um leið að afnema alla skuldaverzlun, og er nú stefnt í þá átt af stjórn- arvöldunum, mörgu fleira þarf að breyta. Það fyrirkomulag, sem nú er að daga uppi gekk allvel um hríð, á meðan það var í barndómi og þroskaskeið; en nú hefir það vaxið sér yfir höfuð að vissu leyti. Eg hygg að það hafi verið stofnað tii þess í góðum tilgangi og ein- lægni eins og margt annað sem mennirnir hafa reynt tii endurbóta, en öll mannaverk eru ófullkomin og skeikul. Eg hefi trú á sigri hins góða, og er eg fullviss um það að í ná- lægri tíð breytist fyrirkomulag- ið fyrir einlæga baráttu góðra mana, en geðvondir bölsýnis- menn, sem eru blindir, á öðru auganu og sjá ofsjónir með hinu eru líklegir til að spilla fyrir eðlilegri framþróun, mikið frek- ar en þeir gjöri gagn, á svip- aðan hátt og ofstækisfullir bind- indispostular, sem ekki skilja mannlegt eðli, hafa gjört bind- indisstefnunni meira ógagn en flesta grunar. Eg hefi aldrei lagt blessun mína yfir það fyr- irkomulag, sem ríkir hjá oss og öðrum demokratiskum þjóðum, sem fullkomið, og í landsmál- um hefi eg ávalt fylgt þeim stefnum, sem til endurbóta hafa stefnt, og C.C.F. og Social Credit stefnan er að mínu áliti hug- sjón í rétta átt, þrátt fyrir allar skammirnar sem Social-Credit- stefnan fékk hjá landanum í Alberta á árunum, en á endur- bótabrautinni er margt við að stríða, jafnvel flokkar og ein- staklingar, sem virðast stefna að sama marki vilja rífa niður hver fyrir öðrum. Svo sem hér í Canada eru C.C.F. Social Credit og Reconstructhon flokk- arnir ekki nógu víðsýnir til þess að taka saman höndum, heldur berjast hvef á móti öðr- um og bíða svo allir ósigur, Voru þó leiðtogarnir allir ágætis menn. Þetta á samt eftir að lag- ast, allir endurbótamenn eiga eftir að sameinast undir nýju merki framfara og framsóknar. eða gömlu flokkarnir verða að taka nýja stefnu og sveigja um á þá braut, sem tíminn kallar og yrði það sennilega happa- drygst, eg trúi frekar á “grgdu- lvolution” en ekki á “revolut- ion.” Hr. P. B. þykist víst gefa mér gott kjaftshögg þar sem að hann segir að ríkur jnaður verði að vera annað hvort heimskjngi eða fantur, eða hvorttveggja, hann heldur víst að eg sé rík- ur, en eg get sagt honum það i fréttum að eg er ekki ríkur, hefi aldrei verið og hefi ald'rei haft sterka tilhneigingu til þess, eg hefi aldrei haft ánægju af því að eiga peninga. En eg get sagt honum það líka í frétt- um að það er ekkert hnoss hvorki að vera álitinn ríkur eða vera ríkur, því mannlífið á gnægð af öfundsjúkum náung- um, sem geta verið nógu mikl- ir herramenn til að leggja á sig töluvert ómak til þess að skerða mannorð slíkra manna og kreinkja þeirra orðstýr jafnvel hvort þeir hafa náð sínu tak- marki með heiðri eða vansæmd. En eg get huggað P. B. með því þrátt fyrir það sem hér hefir verið sagt, að eg get eins fyrir þessu verið bæði heimsk- ingi og fantur, því maður þar- ekki að vera ríkur til þess að vera með því marki brendur. Það er annars margt furðu- legt, sem P. B. segir og undrar mig ekki á því sem S. B. segir að það sem hann segir standi á brauðfótum. Þannig segir hann á einum stað, að það sé “oft og einatt óviturlegt og ómannúðlegt að segja blákaldan sannleikann” eða með öðrum orðum heldur hann því fram að lygi og blekk- ing sé oft og einatt lífsnauðsyn- leg, og þetta er kenning endur- bótamannsins; á þessu bjargi vill hann grundvalla frelsis og réttlætisboðskap sinn, þá er önnur haugavitleysa hjá honum þar sem hann segir að vitið sé móðir dygðarinnar, og aðaldrif- hvötin sé eigingirnin. Vitið er ekki móðir dygðarinnar, í því er ekki nema lítill snefill aí sannleika, og þar sem eigingirn- in er aðaldrifhvötin verður dygðin á lágu stigi. Eigingirnin er of rík í mannlegu eðli, en því fer betur að háleitari og göfugri dygðir ráða í lífi fjölda manna, og vegna þess að svo er, er heimurinn menningarlega á framfaraskeiði, þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt. Þegar höf. fer að tala um Krist, og Abraham Lincoln, verður hann æfur og vondur, það virðist særa hann ef þeim er hrósað, verður hann og all- nokkuð sjálfum sér ósamþykkur eins og þeim mönnum verður oft, sem ekki hafa neina grund- vallaða lífshugsjón, hann telur þá mislukkaða menn, virðist hann skoða það á veraldarvísu eða frá sjónarmiði efnishygj- unnar eða þeirra manna sem telja auðlegð og peninga aðal- takmark lífsins, en svo fer hann í gegnum sjálfan sig og fordæm- ir alt ríkidæmi, sem er og mik- ill sannleikur í, ef hann er í einstaklings höndum. Auðurinn er mikils virði í höndum þjóðar- innar og þar á hann að vera. Auðurinn þarf ekki að hverfa úr heiminum þó hann sé tak- markaður í einstaklingshöndum. Enginn maður er farsælli fyrir það þó hann eigi auð fjár. Eng- inn maður á að hafa meira en svo, að hann geti lifað þægi- legu lífi, og allir menn eiga að vinna. Sem stendur er auð- urinn hefndargjöf þeim manni, sem ekki hefir hugsjónir, og þær heilbrigðar, sem betur fer hafa margir auðmenn það, og láta margt gott af sér leiða. það er engin ástæða til að hata auð- menn, aðeins skyldi maður hata ranglætið. Kristur er hin fegursta mynd þess manns er hæstu fullkomn- un hefir náð, líf hans var kær- leikur, hann lét lífið fyrir menn- ina — fyrir sannleikann og rétt- lætið og bræðralagshugssjónina, og þrátt fyrir alt hið illa í mannlífinu alla grimd og spill- mgu mannanna, hafa hans áhrií unnið í mannlegu lífi til góðs alt til þessa dags, og flest af því mannúðarfulla í lífi og starfi þjóðanna er ávöxtur af því lífs- ins tré, sem hann gróðursetti. Eg skammast mín ekki fyrir það að beygja höfuð mitt fyrir Kristi, hans hugsjón og kenn- ingu. Það er líka alleinkenni leg staðhæfing frá manni sem þykist vera endurbótamaður að segja að Abraham Lincoln hafi verið mislukkaður þó hann ynni hart og þrælaði í æsku og bæri lítið úr býtum á veraldarvísu og misti lífið að lokum. Hans hugsjón var ekki að safna auð. hann bygði ekki á neinum fölsk- um hornsteini, hans hugsjón var að láta sem mest gott af sér leiða, létta byrðar samferða- mannanna, og frelsa þá sem í þrældómi voru fjötraðir. Hann var bjartsýnn maður, sem í góðum heilbrigðum anda sótt’ fram á braut endurbóta og rétt- lætis. Andi hans lifir og gnæfir hátt, og hefir áhrif til blessun- ar, þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt. Hann á ekkert sammerkr með þeirri tegund af mönnum. sem eg nefndi í grein minni og P. B. telur sig víst oddvita fyr- ir, menn sem í eigingjörnum tilgangi hrópa alt niður, sem er og básúna alt, sem ekki er, án þess nokkurntíma að hafa í orði eða verki sýnt að þeir ættu nokkra hugsjón, sem líf- ræn er, og án þess að skilja nokkuð^ í því, sem þeir eru að biðja um. Það er ekki nóg að grafa undan öllum stoðum mannfél- agsins, það þarf að byggja þá nýtt og betra í staðinn, það er ekki nóg að hrópa frelsi, rétt- læti; menn verða að skilja hvað er frelsi og réttlæti. Eg veit að margt er ófullkomið og ábóta- vant hér, en samt, þrátt fyrir alt, er í þessari heimsálfu meira einstaklingsfrelsi heldur en í flestum ríkjum þessarar ver- aldar, og fyrir það megum vér vera þakklátir, en um leið haf- andi það hugfast að skylda vor er að stefna ávalt upp og fram til æðri fullkomnunar, æðra frelsis og réttlætis, æðri mann- dóms og göfgi, því í manninum býr andi óduaðleikans. Að lokum vildi eg ráðleggja P. B. það að lesa frekar þær bækur og rit, sem flutt geti meira ljós inn í sálu hans, og það er áreiðanlegt að nýja testamentið mundi ekki skemma hann ef hann les það í réttum anda, og óefað gæti þ.ið gjört hann ögn bjartsýnari og það er honum nauðsynlegt, þá gæti hann orðið að margfalt meira liði í endurbótabaráttunni, sólin verður að skína til þess að líf þroskist. Og loks vil eg biðja P. B. forláts á því hve lengi eg hefi dregið að þakka honum fyrir lesturinn, en eg hefi haft ann- að nauðsynlegra að vinna, og hefi því ekki komst til þess fyr en nú. Enda er ekki skaðinn skeður. G. J. Oleson. Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. (A) Má verðið á not- aðri bifreið ganga upp í 50% niðurborgun á nýrri bifreið? (B) Hvaða rentur eru á skuld- inni sem eftir stendur? Svar. (A) Já. (B) Rentur eru hinar sömu sem borgaðar voru á hámarkstímabilinu. Lægstu rentur eða % af 1% á mánuði eiga ekki við bifreiðar. Spurt. Blómlaukar (bulbs), sem eg kaupi vanalega um þetta leyti árs, hafa stígið í verði; er þetta leyfilegt? Svar. Já, það er leyfiíegt. Allt þesskonar, svo sem blómlaukar, fræ, plöntur og aðrar afurðir gróðurhúsa, er undanþegið há- marksverði. Spurt. Því er félögum leyft að halda áfram með víngerð, þegar önnur framleiðsla er tak- mörkuð? Svar. Síðan fyrsta nóvember hefir allur vínandi, sem fram leiddur er á víngerðarhúsum í Canada, verið tekinn og notað- ur til stríðsþarfa. Notkun á rnalti til ölgerðar hefir einnig verið takmörkuð. Spurt. Hvað er gert við skömt- unarseðlana, sem afhentir eru verzlunarmönnum? Svar. Skömmtunarskrifstof- urnar leggja til sérstaklega út- búna pappírssíður, sem merkt- ar eru fyrir kaffi, te og sykur. Seðlarnir eru límdir á þessar síður. Hver síða tekur 50 seðla Kaupmaðurinn fær ekki skömt- unarvörur nema hann afhendi heildsalanum seðla fyrir það, sem hann kaúpir, og heildsal- inn lætur seðlana til framleiðslu félaganna fyrir það, sem hann kaupir inn. • Spurt. Er Y. W. C. A. her- bergja skrásetningunni stjórn- að af Wartime Prices and Trade Borard? Svar. Þessari deild er ekk; stjórnað af nefndinni, en neyzlu- deild Wartime Price and Trade Board, sem skorar á alla bæjar- búa að láta skrá alt fáaníegt húspláss, er að aðstoða deildina á allan hátt. Fólk, sem hefir WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 ** Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LTMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalðn og eldsúbyrg8. bifreiðaAbyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiO eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 14 00 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sfmi 61 023 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-slmi 23 703 Heimilissfmi 46 341 Sérfræöingur i öllu, er aö húösjúkdómum lýtur Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 U1 6 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœOingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165* Phones 95 052 og 39 043 auka . herbergi er góðfúslega beðið að skrásetja þau hjá Mrs. Norman Young, Y. W. C. A. Ellice Ave. Það er beðið sér- staklega um herbergi í vestur- hluta bæjarins. Spurt. Hvenær ganga næstu skömtunarseðlar í gildi? Svar. Númer 7098 í skömtun- arbókunum gengu í gildi 30. nóvember. Númer 90910 ganga ekki í gildi fyr en 28. des. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. The Icelandic Canadian Jólablaðið er að koma úr prentsmiðjunni og er tímaritið sérstaklega hentug Jólagjöf til þeirra, sem ekki lesa íslenzku en eru af Islenzku bergi brotn- ir. Útsölumenn eru beðnir að senda lista af nýjum áskrifend- um svo að þeir geti fengið ritið án tafar. Útsölumenn óskast í Winni- pegborg og annars staðar á meðal íslendinga, beggja megin landamæranna. Árgangurinn, 4 hefti kosta $1.00. Pantanir sendist til: H. F. Dani- alson, 869 Garfield St. Winni- peg. Björnson's Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg. Magnus Peterson 313 Horace St. Nor- wood, Man. Útsölumenn snúi sér til þess fyrst nefnda. Thorvaldson & Eggertson LögfræOingar 300 NANTON BLDG. Talsfmi 97 024 DR. A. V. JOHNSON Dentis t • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • pægilegur og rólegur bústaOur i miöbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltfðir 40c—60c Frce Parking for Ouests DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi 86 607 Heimilis talsfmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur f eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedv Viðtalstfmi — 11 til 1 og 2 ttl 5 Skrifstofusfmi 22 261 Heimilissfmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsfmi 30 877 • Viðtalstfmi 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Business and Professional Cards

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.