Lögberg - 31.12.1942, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.12.1942, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines i \ atV For Beiier Cot* Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines . . _ J , t itsv'vc< Cot- and Saiisfaciion S5. ARGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 31. DESEMBER, 1942. NÚMER 53 HELZTU FRÉTTIR SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR FÆRAST í AUKANA. Á hverjum einasta vettvangi stríðssóknarinnar hafa samein- uðu þjóðirnar færst svo í auk- ana upp á síðkastið, að ætla má, að til mikilla tíðinda muni draga á því ári, sem nú fer í hönd; það er ekki einasta að þjóðverjar hörfi undan á öll- um megin línum austurvíg- stöðvanna, heldur er þar engu líkara, en þeir séu hreint og beint á handahlaupum; mest kveður þó að óförum þeirra á svæðunum milli Don og Volga, þar sem horfur eru á, að um 300,000 þýzkra hermanna verði króaðir inni. Á stöðvum þessum hefir Hitler hafið hverja gagn- sóknina á fætur annari, er allar hafa endað með skelfingu, geysilegu mannfalli og óútreikn- anlegu herbirgðatapi. Innan varnarmúra Stalingradborgar hafa Rússar höggvið þjóðverja daglega niður, sem hráviði, og í Kákasusfjöllum hafa þeir sætt hliðstæðri útreið. Hersveitir sameinuðu þjóð- anna sverfa nú svo fast að Jap- önum bæði á Solomoneyjum og eins á New Guineu, að víst má telja, að Japanir verði með öllu flæmdir þaðan innan til- tölulega fárra daga. í Libyu er Rommel á undanhaldi eins fljótt og fætur toga, og mjög óvíst hvort honum tekst að koma við vörn í Tripolis; illviðri og veg- leysur hafa hindrað framgang stríðssóknarinnar í Tunisíu, þó hersveitir sameinuðu þjóðanna hafi einnig þar unnið það á, að nú séu þær ekki nema um tíu mílur frá höfuðborginni Tunis. DARLAN AÐMIRÁLL MYRTUR. Á aðfangadag jóla gerðist sá atburður, að hinn nýskipaði landstjóri yfir nýlendum Frakka í Afríku, Darlan aðmíráll, var mýrtur á skrifstofu sinni í Algeirs; var það tuttugu og tveggja ára gamall maður, franskur í föðurætt, en ítalskur í móðurætt, er skaut Darlan til dauðs á áminstum stað; maðurinn játaði þegar á sig tilverknaðinn, og hefir verið sviptur lífi. Hin síðustu æfiár Darlan Vestur Islendingar í heimsókn hjá Ríkisstjóra íslands Nýlega barst þeim, er þetta ritar, í bréfi heiman frá íslandi frásögn um virðulegt heimboð, sem Ríkisstjóri íslands, Sveinn Björnsson, gerði þeim Vestur- íslendingum, er nú dvelja á fs- landi, og eg veit, að mörgum hér vestra mun þykja fróðlegt að frétta um. Fór heimsókn þessi fram fimmtudaginn 12. nóv. og var ennfremur ákveðið, að gestirnir skyldu mæta við Alþingishúsið — skrifstofu ríkisstjóra — kl. 3 síðdegis. Þann dag var ósvikið reykvíkst skammdegisveður, þýðviðri, hægviðri en mjög dimmt í lofti og skyggni lítið. Á tilteknum tíma mættu 9 Vestur-íslendingar við Alþingis- húsið og tók ritari ríkisstjóra cand. jur. Pétur Eggerz á móti þeim; fimm aðrir Vestur-íslend- ingar, er hafði verið boðið, gátu ekki tekið þátt í heimsókninni, einn vegna veikinda, hinir bundnir við skyldustörf. Árni G. Eylands, framkvæmdarstjóri og forseti Þjóðræknisfélagsins, og frú hans hafði einnig verið boðið í heimsóknina í fylgd með gestunum að vestan. Var síðan ekið í þrem bílum til Bessastaða, bústaðar ríkis- stjóra. Þegar þangað kom voru þar fyrir sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, Mr. L. Morris; konsúll Bandaríkjanna í Reykja- vík, Mr. Wells, og dóms- og kirkjumálaráðherra fslands, Hr. Magnús Jónsson prófessor. Mót- tökurnar á Bessastöðum voru hinar alúðlegustu frá allra hendi, enda er gestrisni og alúð þeirra ríkisstjórans og frúar hans löngu víðkunn. Voru gest- unum sýnd húsakynnirt hátt og lágt. Síðan var sest að kaffidrykkju. Við kaffiborðið hélt ríkisstjóri ræðu og mælti á ensku. Lýsti hann ánægju þeirra ríkisstjóra- hjónanna yfir því, að þessii gestir allir væru þangað komn- ir, skýrði allítarlega sögu Bessa- staða og minntist meðal annars á það, að hin margbreyttu hús- gögn í ríkisstjórabústaðnum hefðu öll verið keypt frá Bret- landi, þau hefðu komið til lands- ins í mörgum sendingum og með mörgum skipaferðum, án þess að nokkur hlutur hefði glatast eða eyðilagst. Kvað hann þetta minna sig á það, er hann 1940 var að brjótast í að kom- ast til íslands frá Kaupmanna- höfn og varð að fara um ítalíu og New York til Reykjavíkur. Sótti hann þá fast að fá að fara um Niðurlönd til Englands og þá leið til íslands. Viðkomandi Þjóðverjar sögðust ekk’ skilja, að hann léti sér detta slíkt í hug, því að það mætti hann vita, að hverju einasta skipi, sem léti úr höfn á Englandi, yrði sökt af þýzkum kafbátum eða á annan hátt, hvort sem þau ætluðu til íslands eða annað. Sendiherrann, Mr. L. Morris, lét í ljós ánægju sína yfir að vera þarna staddur og að kynn- ast Vestur-íslendingum, sam- borgurum sínum. Á Bessastöðum var dvalist til kl. 6. Um leið og kvatt var þakk- aði Árni G. Eylands með nokkr- um orðum fyrir móttökurnar, en allir gestirnir árnuðu ríkisstjóra- hjónunum heilla og langra líf- daga. Var svo ekið til Reykja- víkur að Alþingishúsinu og skil- ist þar. Þessir Vestur-íslendingar tóku þátt í heimsókninni: William Dínusson, Dóri Hjálmarsson, Miss Ann Ólafsson, Leon H. Zeuthen, Virgil Jonatan, Snorri Benediktsson, Hjálmar Björns- son, Björn Björnsson og Jón Björnsson. Þarf ekki að draga það í efa, að þetta heimboð hafi stórum orðið til þess að gleðja landana héðan að vestan, og munu þeir vafalaust telja þessa heimsókn að Bessastöðum meðal hugljúfra minninga frá íslandi. í Hins vegar er þetta fagra og þakkarverða vináttumerki af hálfu ríkisstjóra enn einn vott- ur þess, hve heimaþjóðin lætur sér annt um að sýna oss íslend- ingum vestan hafs góðhug og ræktarsemi. Richard Beck. Hinn nýi forsætisráðherra Manitobafylkis Hon. Stuart S. Garson. aðmíráls voru næsta æfintýra- rík; eftir fall Frakklands gerð- ist hann enn af ákveðnustu talsmönnum samvinnunnar við Hitler, og lét seinna Laval segja sér fyrir öllu í verkum. Rétt áður en sameinuðu þjóðirnar réðust inn í Norður-Afríku, var Darlan þangað kominn til þess að kynna sér vígvarnir þar í landi að tilhlutun Laval-stjórn- arinnar, og í Algeirs var hann handtekinn, er herskarar hinna sameinuðu þjóða náðu þar fót- festu; upp úr þessu atvikaðist það, að Darlan lánaðist að- full- vissa valdamenn sameinuðu þjóðanna um hollustu sína við málstað þeirra, og kom hann því þá þegar til leiðar, að hafnarborgin Dakar gekk þeim mótþróalaust á hönd, jafnframt því sem hann þá tókst á hendur æðstu umboðsstjórn hinna frjálsu, eða stríðandi Frakka í Norður-Afríku. Honore Giraud, yfirhershöfð- ingi Frakka í áminstum ný- lendusvæðum, hefir verið kjör- inn eftirmaður Darlans; er hann funheitur föðurlandsvinur og hatursmaður Fasismans þýzka. ÁTAKANLEGT JÁRNBRAUTARSLYS. Síðastliðinn laugardag skeði eitt hið allra átakanlegasta járnbrautarslys, sem komið hef- ir fyrir í sögu þessa lands; þetta gerðist við bæinn Almonte í Ontariofylki, er tvær járnbraut- arlestir Canadian Pacific félags- ins rákust þar á; var önnui þeirra hermanna, en hin al- gengra farþegalest. 1 slysi þessu létu 36 manns lífið, auk þess sem nokkuð á annað hundrað sætti meiri og minni meiðslum. Sendiherra Bandaríkja í Ott- awa, Mr. Moffat, og forsætis- ráðherrann, Mr. King, hafa sent aðstandendum hinna látnu samúðarskeyti. Rannsókn hefir þegar verið fyrirskipuð vegna þessa sorg- lega atburðar. C. P. WALKER. Látinn er nýverið einn af merkustu borgurum þessa bæj- arfélags, C. P. Walker, sem Walker-leikhúsið er kent við; hann var 89 ára, er dauða hans bar að. Mr. Walker var and- legur aðalsmaður, er hlotið hafði í vöggugjöf ást á listum og vísindum; hann var braut- ryðjandi á sviði leiklistarinnar* í þessari borg, og var fyrsti maðurinn, sem kom því til veg- ar, að borgarbúum gafst kostur á að njóta úrvals söngleika- sýninga. Mr. Walker hafði sérstakar mætur á íslendingum, og munu margir úr hópi þeirra finna til saknaðar yfir því, að hann er horfinn af sjónarsviðinu. MERKUR ÍSLENDINGUR LÁTINN. Nýlega er látinn Otto W. Bárðarson, skólastjóri við Car- mel gagnfræðaskólann í Cali- forniu, maður kominn fast að fimtugu. Otto heitinn var gáfu- maður mikill og sjaldgæft glæsi- menni að vallarsýn; hann var sonur þeirra Sigurðar læknis Bárðarsonar og Guðrúnar Dayíðsdlóttur Bárðarson. Otto Bárðarson lætur eftir sig ekkju og tvo sonu; hann ól í brjósti einlæga ást til íslands, og heim- sótti land feðra sinna í tilefni af Alþingishátíðinni 1930. Fregnin um lát þessa mæta manns, barst ritstjóra LÖgbergs í bréfi frá Jakobi Vopnfjörð. sem búsettur er í Blaine, Wash. Nú hefir formlega svo skipast til, að stjórnarflokkarnir í Mani- tobaþinginu, hafa valið Hon. Stuart S. Garson, fylkisféhirðir, Á föstudagskvöldið þann 8. janúar næstkomandi, kl. 11.50, Winnipeg tími, verður útvarpað yfir aðalkerfi Canadian Broad- casting Corparation, kveðju á íslenzku frá dómprófasti, séra Friðrik Hallgrímssyni; kveðjan var samin fyrir atbeina Þjóð- sem eftirmann Mr. Brackens í forsætisráðherfa embættið, Mr. Garson er enn maður á besta aldri tæplega hálffimtugur; ræknisfélagsins í Reykjavík, og send Þjóðræknisfélagi íslend- inga í Vesturheimi. Ávarp þetta verður flutt á eftir “Messages to the North”. Helztu stöðvar verða C. K. Y., 990 kcl. og C. B. K. Waterous Sask. hann er lögfræðingur að ment- un, hygginn maður og vinsæll. Mr. Garson á sæti á fylkisþingi fyrir Fairford kjördæmið. í herþjónustu Harold O. Nordman frá Cy- press River hér í fylkinu, inn- ritaðist í herinn þann 18. þ. m.. að því er hernaðarvöldin skýra frá. Mr. Norðman er fæddur og uppalinn í Cypress River bygð og vann að búnaði á heimili fjölskyldu sinnar þar til hann gekk í herþjónustu. Móðir hans, Sigurbjörg Norðman, er búsett í grend við Cypress River. DUGANDI FORSTJÓRI. Mr. Herberi Cotiingham. Það ber jafnan að meta, sem vel er gert. Mr. Cottingham hefir nú haft með höndum 10 ára forstjórastarf við rafvirkj- unarkerfi Manitobafylkis, og hefir leyst það vandaverk af höndum með slíkum ágætum, að fyrirtækið er nú rekið með álitlegum hagnaði; en lengi ótt- uðust ýmsir valdamenn, að slíkt mundi aldrei lánast. Til I.O.G.T. stúknanna Heklu og Skuld 28. DESEMBER, 1942 Hér enn starfa lýðir, þó andstæð sé tíð, hér enn lifir bindindis þráin, isvo, enn þó að blási’ að oss áfengis hrið er eiln ekki lífsvonin dáin. —En enn blómgast eitur-kráin. Vor trúmenska auðkennir þrautgóða þjóð — vort þrek móti illu að stríða. Þó frost sé á ljóra, samt frýs ei vort blóð í fredisisvon komandi tiða. —En enn blómgast eitur-kráin. Vort hugsjónamerki, vort musteri er, sem mannúð og kærleikur bygði. Sú veglega táknmynd oss vitni nú ber, er vonanna ljósglæður trvgði. —En enn blómgast eitur-kráin. Vér enn viljum starfa, þó útlitið svart oss ógni, er dimmir i geimi. Vér vonum að framtíðin frelsisljós bjart oss færi — i bjartari heimi. —En enn blómgast eitur-kráin. Já, ennþá vér störfum þó andstæð sé tíð, því enn lifir bindindisþráin. Og enn bærast hjörtu, þó ytra 'sé strið, og enn er ei- lifsvonin dáin. —En enn blómgast eitur-kráin. S. B. Benedictsson. Kveðju frá Islandi verður útvarpað

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.