Lögberg - 31.12.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.12.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 31. DESEMBER, 1942. t-----------lögtoerg----------------------1 Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LOGBERG. 69 5 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editór: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘‘Lðgberg’’ is printed and published by The Colurnbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Utvarpsræða hans há- tignar Georgs Bretakon- ungs á jóladaginn Um jólin fremur en endranær, komum vér í meðvitundinni gleggra auga á hina þung- búnu skugga stríðsins; um þessi jól förum vér á mis við margar þær unaðssemdir, er vér í æsku vorri nutum; vér förum raunverulega á mis við nærveru ýmissa ástvina vorra, er svo voru oss kærir, að án þeirra finst oss jóla- fagnaðurinn ófullkominn. En þó ytri tákn slíks fagnaðar sé takmörkuð, þá er jólaboðskapur- n>n eilífur og óumbreytanlegur; og það er í þeim anda, að eg árna yður öllum gleðilegra jóla; á þessum jólum eykur það á fögnuð vorn, að vér erum þátttakendur í honum með sam- herjum vorum frá Bandaríkjunum; vér bjóð- um þá velkomna á heimili vor hvar, sem svo býður við- að horfa, og eg treysti því, að upp af slíku spretti eigi aðeins hlýjar endurminn- ingar, heldur skapist með því varanlegur grundvöllur skilnings og samúðar meðal beggja þ.ióða. Vegna nýlegra sigurvinninga sameinuðu þjóðanna, verður mér það kleift, að ávarpa yður með djarfhuga trausti á því viðhorfi, sem framtíðin geymir í skauti sínu. Fram með suðurströndum Miðjarðarhafs, styttist óðum bilið milli hinnar fyrstu og átt- undu herfylkinga vorra, í lofti, á sjó, og landi; fvrir þessu hafa flýtt, og að framkvæmdum stuðlað, samstiltar hetjusveitir frá Norður- Ameríku; þá hafa og herskarar rússnesku ráð- stjórnarríkjanna greitt óvinum vorum eitt hnefahöggið öðru meira, þó enn sé eigi að fullu vitað hver áhrif slíkt þegar hefir haft á viðnámsþol og sálarlíf þýzku þjóðarinnar. Vér erum fullir aðdáunar og undrunar yfir hinni rammelfdu gagnsókn Bandaríkjanna og þegna vorra frá Ástralíu víðsvegar um Kyrra- hafið, þar sem í ekkert er horft, og aldrei hopað á hæl. Indland hefir horfst í augu við innrásar- hættu, og gerir í rauninni enri; að þjóðinni sé það ljóst hvað í húfi er, má marka af því, að yfir miljón af fræknustu sonum hinnar indversku þjóðar, er þegar undir vopnum, veldi \oru til fulltingis, og er þetta þó í rauninni ekki nema byrjun. Oss er það ljóst, að fram undan bíða geysi- leg átök, jafnvel margfalt þýngri þeim Grettis- tökum, er vér þegar höfum lyft; vér horf- umst í augu við þau eins og hugprúðum mönnum sæmir, vitandi það, að nú stöndum vér eigi lengur einir, né heldur illa búnir að vopnum; vér horfumst í augu við framtíðina með sama baráttuþrekinu, sömu viljafestunni og vér gerðum meðan útsýnið var sem allra myrkast, staðráðnir í því að rækja skyldur vorar til þess ítrasta, eða þar til yfir iýkur. Margir af yður, er á mál mitt hlustið, dveljið nú handan við hin breiðu höf; yður er það ljóst, hve mikils vert það er, að standa vörð um þessi útvígi veldis vors, er víðskygnir for- feður lögðu grundvöll að, og þess vegna leggið þér yður í líma um vörn þeirra; og einmitt þá, er sýnt var að slík útvígi væru í hættu, opnuðust augu vor allra fyrir raunverulegu gildi þeirra, því án slíks skilnings gat það vel hafa komið fyrir að vér töpuðum þeim; sumir yðar haldið nú ef til vill upp vörn í fyrsta sinn á æfinni við Gibraltar, Malta, Cyprus, Ceylon, eða á Indlandi; aðrir, sem orð mín heyra, geta verið staddir í Aden, Syríu, Persíu, Madagascar, eða í Vestur-Indlandseyjum; og vafalaust hlusta margir heima hjá sér í þeim löndum, sem þeir eru bornir og barnfæddir; en hverjar svo sem aðstæður yðar eru, og hvar, sem þér á þessum tímamótum eigið dvöl, þá munuð þér ávalt í rauninni hitta yður sjálfa heima, og í órjúfandi vináttusam- bandi við veldisheildina; fjarlægðir koma þar ekki til greina; þér eruð kvistir á sama fjöl- skyldumeið, og böndin, sem knýta oss öll sam- an á tímum friðarins, eru jafnvel enn sterk- ari og innilegri vegna sameiginlegrar hættu. Drottningin og eg, finnum til djúprar sam- úðar með þeim öllum, er orðið hafa fyrir ást- vinamissi; sorg þeirra er vor sorg og metnaður þeirra vor metnaður; vér sendum einnig hjart- fólgnar samúðaróskir þeim, sem á sjúkrahús- um dvelja, eða sitja í fangabúðum um jólin; hugprýði þeirra og þol, vekur hjá oss heita aðdáun; sameiginleg barátta og sameiginlegir erfiðleikar, veita oss nýja og gleggri yfirsýn yfir bróðureðli vort, en ella myndi verið hafa, og færa oss í andlegum skilningi nær hver öðrum. Þau mörgu ár þungrar reynslu, sem að baki oss liggja, hafa fært oss heim sanninn um nauð- syn samstiltra átaka í þágu sigursins, og þess friðar, sem koma á; þess friðar, sem grund- vallaður skal í nafni þeirrar framtíðar, er tryggja skal öllum jarðarbörnum skilyrðis- lausan sjálfsákvörðunarrétt. Drottningin og eg höfum heimsótt svo að segja hvert einasta og eitt iðjuver í landinu, og hefir það vakið hjá okkur óblandna ánægju, að vera sjónarvottar að hinni síauknu her- gagnaframleiðslu, sem nú má heita að beitt sé á sérhverjum vettvangi stríðssóknar hinna sameinuðu þjóða; við erum og engu síður þakk- lát fyrri vaxandi matvælabirgðir, sem þeir, er jörðina erja, hafa knúð fram úr skauti hennar í ríkari mæli en nokkru sinni fyr. Þeir af yður, sem nú eruð önnum kafnir við hin mörgu og mismunandi skyldustörf í þágu þjóðar og lands, munu þegar friður er feng- inn, njóta ógleymanlegra endurminninga um margskonar vináttutengsl, sem stofnað hafði verið til á tímum hinnar þýngstu reynslu. Látum oss svo öll ganga brynjubúin gegn framtíðinni, án þess að missa af þeirri stað- rtynd, að jafnvel sigurinn skapar hjá oss ný og vandasöm viðfangsefni, er leggja oss aukna abyrgð á herðar; styrk þann, er til þess þarf, að ráða viturlega fram úr slíkum vandamál- um, sækjum vér í lífsreynslu þjóðar vorrar og sögu. Samherjar vorir í Evrópu treysta því, að oss lánist að koma því til vegar, að undir- okuð lönd þeirra endurheimti frelsi sitt, og vér fögnum því, að þjóðhöfðingjar þeirra og stjórnarvöld eiga hjá oss griðland, þar til birtir af degi friðsamlegrar nýsköpunar um álfuna þvera og endilanga. Barátta vor á hafinu, í lofti og á landi, og einnig á vettvangi hins borgaralega lífs heima fvrir, hið undrunarverða samræmi, sem þar kemur í ljós á öllum sviðum, ætti að verða þeim nothæfur leiðarvísir, er gera eiga teikn- ingu að þjóðfélagsbyggingú framtíðarinnar. Fyrrum forseti Bandaríkjanna — Abraham Lincoln, — sagði oft sögu af litlum dreng, er bar í fangi sér enn þá minni dreng upp brekku; er burðarsveinninn var spurður að því, hvort byrði hans væri honum eigi ofurefli, svaraði hann á þessa leið: “Þetta er ekki byrði; þetta er bróðir minn.” Látum oss öll bjóða framtíðina velkomna í anda bróðurkærleikans, og leggja með því grundvöll að nýrri veröld í samfélagi við guð; veröld, þar sem allir megi dvelja saman í rétt- læti og friði. Hraðfara afturhald íslendingar hafa verið að spreyta sig á því að þýða nýja nafnið á gamla afturhaldsflokkn- um: Hvað er “Progressive Conservativism” á íslenzku? spyrja menn, og svörin verða ýmis- leg t. d. “Framsækið afturhald”. Nei, það væri álíka rétt og “hvítsvartur”. Eða “Framhaldandi afturhald”. Nei, það væri á borð við “Ijós- dökkur”. Mér detttur í hug að “Hraðfara afturhald” sé eina þýðingin, sem við eigi. Það er annars engin nýlunda að afturhalds- fiokkurinn skipti um nöfn og leiðtoga. Blaðið Ottawa Journal, sem fylgir afturhaldsstefn- unni, sýndi fram á það nýlega hversu skamm- lífir leiðtogar flokksins hefðu verið, það getur þess að einungis tveir menn hafi verið leið- togar frjálslynda flokksins frá byrjun til þessa dags. Það eru þeir Sir Wilfrid Laurier og W. L. Mackenzie King; en afturhaldsflokkur- inn hefir á jafnlöngum tíma skipt um leið- toga tíu sinnum. Þeir eru þessir: 1. Sir John A. McDonald. 2. Sir J. J. C. Abbott. 3. Sir John Thompson. N 4. Sir Mckenzie Bowell. 5. Sir Charles Tupper. 6. Sir Robert Borden. 7. Arthur Meighen. 8. R. B. Bennett greifi. 9. Dr. R. Manion. 10. John Braken. Blaðið “Toranto Star” telur upp hinar mörgu. og einkennilegu nafnabreytingar flokksins og eru nöfnin, sem hér segir: 1. Conservative party — soðið upp úr “Tory” flokknum gamla. 2. Liberal—Conservative party. 3. Union Goverment — 1917. 4. National Liberal and Conservative party — 1920. 5. National Liberal Conservative party —1920. 6. National Liberal and Conservative party aftur 1921. 7. Liberal Conservative — aftur 1922. 8. National Conservative party — 1938. 9. National Goverment party — 1940. 10. National Goverment Conservative party — 1940. 11. Progressive Conservative party — 1942 •— Hraðfara afturhaldsflokkur. Reynið ykkur á þýðingunum. S. J. J. Silfurbrúðkaup Á sunnudaginn 19. júlí voru um fimmtíu manns gestir Mrs. Ingibjargar Thordarson, sem lengi lifði í Garðarbyggð en sem nú dvelur mest í Chicago, í veglegu samsæti á Edgewater Beach Hótel í Detroit Lakes, Minnesota. Var tilefni þessarar veizlu að í desember á þessu ári hafa þrjú af börnum Mrs. Thordarson verið gift í tuttugu og fimm ár, en var álitið heppi- legra að koma saman að sumr- inu en að bíða vetrarins. Þessi þrjú börn hennar eru einka- sonur hennar og kona hans, Mr. og Mrs. T. W. Thordarson, Fargo; og dætur hennar Runa og Olavia og menn þeirra, Mr. og Mrs. John Freeman, Fargo: og Mr. og Mrs. William Free- man, Bowbells, North Dakota. Eru þeir John og William syn- ir þeirra velþektu hjóna, Mr.. og Mrs. George Freeman, sem lengi lifðu í Upham, en sem nú i eiga heima í Bottineau, North Dakota. Katrín kona Thordar er dóttir þeirra góðkunnu hjóna O. K. Ólafsonar og konu hans Sigurbjargar heitinnar Thomas- dóttur Ólafsonar frá Garðar. Mikið gleðiefni var það Mrs. Thordarson, að öll börn heennar voru þarna viðstödd og flest öll tengdabörn og barnabörn líka. Klukkan hálf níu um kvöldið var sezt að dekkuðum borðum, skreyttum með alskonar blóm- um, í stórum og fallegum borð- sal hótelsins. Eftir máltíðina, sem var bæði margbreytt og ljúffeng, stóð upp Árni Gíslason, dómari frá New Ulm, Minnesota, og tengda sonur Mrs. Thordarson, og tal- aði nokkur orð. Gengu orð hans aðallega út á að hæla tengda- móður sinni fyrir hennar mörgu og góðu kosti og talaði ræðu- maður af þekkingu þar sem að tvö undanfarna vetur hafði Mrs. Thordarson haldið til hjá þeim Gíslason hjónum. Þar á eftir i sínu embætti sem veizlustjóri kallaði dómari Gíslason á hina og aðra til að tala, þar á meðal Mrs. Thordarson, sem bauð gest- ina velkomna; George Freeman; Ásmund Benson, lögmann frá Bottineau; Dr. K. Ólafson, Cando; og svo heiðursgestina eða silfurbrúðgumana, John og William Freeman og T. W. Thordarson. Gengu flest allar þessar ræður út á að þakka Mrs. Thordarson fyrir gestrisnina og höfðingskapinn í þetta sinn og svo líka fyrir margt annað gott og gilt er ræðumenn hefðu not- ið af hennar hendi við mörg önnur tækifæri. Sonur hennar lýsti hinu mikla og góða starfi móður sinnar. Rifjaði hann upp erfiðleika frumbýlisáranna og þar með hennar erfiða og full- komna dagsverk, sem því fylgir að ala upp stóra fjölskyldu, voru börnin átta. En samt hafi hún æfinlega tíma til að taka þátt í opinberu starfi og til að verða öðrum að hjálp og góðu, Aldrei var of mikið að gjöra til að taka á móti gestum, því móðir þeirra var æfinlega sér- lega gestrisin og allir sem að dyrum báru voru boðnir og vel- -komnir gestir og var þar oftast húsfyllir. Börn sín sendi hún á hærri skóla hvað erfitt sem það var og hvað mikið sem sýndist þurfa á þeim að halda heima. Eftir lát manns síns, stjórnaði hún stóru búi í mörg ár með kjarki og dugnaði. — Að endingu af- henti T. W. Thordarson móðir sinni demantshring í minningu föður síns og í þakklæti fyrir alt starfið og öll árin, sem móð- ir hans fór margs á mis, til þess að sinna annara og þeirra þörf- um. Á skemtiskránni var líka ein- söngur, sem William Morrish Freeman söng og spilaði á píanó fyrir hann systir hans Doris Mae Freeman. Eru þau börn Mr. og Mrs. William Free- man. Þar næst las veizlustjóri skeyti frá vinum og vandamönn- um, sem gátu ekki verið við- staddir. Skeyti komu frá: Dóm- ara og Mrs. G. Grímsson, Rugby, Mrs. Kristínu Goodman, Milton, Tememark Hanson, Edinburg; Mrs. John A. Johnson, Tacoma, Washington; Mr. og Mrs. Alvin Ingibo, Winnett, Montana; Mr. og Mrs., Richard Nelson, Buena Park, California; Rev. og Mrs. K. K. Ólafson, Seattle, Washing- ton; Mr. og Mrs. J. K. Ólafson, Gardar; Dr. og Mrs. Peter ólaf- son, Ithaca, N. Y; Dr. og Mrs. Lioyd Thomas, Sussex, La Jolla, California. Sendu þau Sussex hjónin Mrs. Thordarson og öll- um heiðursgestunum blóm — kvenfólkinu blómvendi en mönnunum blóm. Þar næst voru afhentar silfur- brúðhjónunum margvíslegar gjafir af silfurborðbúnaði. Eftir miklar og margar hamingju- óskir lauk svo þessu gleðimóti. Ingibjörg Thordarson nú yfii áttrætt fæddist á íslandi. Voru foreldrar hennar Snæbjörn Hannesson og Sólveig Guð- mundsdóttir, og lifðu þau á Hrísum í Helgafellssveit í Snæ- fellsnessýslu. Eftir fermingu var Ingibjörg send nokkra vetur á Kvennaskólann í Reykjavík. Til Ameríku kom hún með foreldr- um sínum 1883 og kom þetta fólk fyrst til Winnipeg. Eftir þriggja ára dvöl þar flutti fjöl- skyldan til Garðarbygðar, þar sem Snæbjörn keypti land. Árið 1889 giftust þau Grímur og Ingibjörg. Var hann einn af fyrstu landnemum í Garðar- byggð. Búnaðist þeim vel og árið 1895 byggðu þau stórt og fallegt hús — þá eitt reisuleg- asta í bygðinni. Af átta börnum þeirra lifa sjö Eru þau: Sólveig (Mrs. A. B. Gíslason); Thordur; Runa (Mrs. John Freeman); Olavia (Mrs. William Freeman); Thyri (Mrs. A. O. Bainter); Dorothy (Mrs. Marvin Rafson); Julia (Mrs. George R. Blackburn). Þar að auki ól Ingibjörg upp Mary Thordarson dóttur Thordar sál. læknis, sem lifði í Minneota, Minnesota. Árið 19J8 flutti Ingibjörg af landinu til Minneapolis, og hef- ir hún lifað þar og í Chicago síðan. Ingibjörg er mjög frísk og fjörleg, eins og hún hefir æfin- lega verið, er kát og gefin fyrir félagsskap. Hún er mjög skýr, les mikið, sem hún hefir bæði gagn og gaman af. Nú er hún á mis hjá dætrum sínum, þar sem hún lifir í mesta yfirlæti. Eru börn hennar öll fyrirmynd- ar manneskjur, svo það ma sannarlega segja að það sé bjart yfir þessum síðari árum Ingi- bjargar og þá gleymast nokkurn vegin erfiðu dagarnir, með sínu striti og stríði, sem fyrir hana eru nú liðnir. Veizlugestur. Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Geta félög lagt 8% rentur á lífsábyrgðargjöld, sem ekki hefur verið hægt að borga vegna atvinnuleysis? Svar. Rentur á svona skuldum eru óháðar lánalÖgunum. Það er best að finna lögmann eða leita til “Poor Persons Advisory Centre”, sem mætir á hverjum mánudagskvöldi kl. 7,30 í Law Courts byggingunni á Broadway Ave., Winnipeg. Spurt. Eg hef verið vinnu- kona á heimili, en hefi nú ný- lega sagt upp vistinni til þess að vinna við stríðsiðnað. Kon- an, sem eg vann hjá neitar að fá mér aftur skömtunarbókina mína. Fæst ný bók? Svar. Nei, en ef þú tilkynnir næstu skömtunarskrifstofu þá verður ‘bókinni skilað til þín. Þú átt, hvort sem er, að láta þá vita um breytingu á heimilis- fangi. Spurt. Hvenær lækkaði mjólk- urverðið? Svar. Mjólkurverðið lækkaði um tvö cent hver pottur þann 16. desember. Spurt. Sonur okkar er vænt- anlegur heim um hátíðarnar. Hvaða ráðstafanir er hægt að gera viðvíkjandi matarskamti á meðan hann er heima? Svar. Hátíðafríið er vanalega ekki nema fimm dagar. Bráða- birgðaskömtunarspjöld fást ekki nema gestir séu sjö daga eða lengur. Sonur þinn fær því eng- an aukaskamt, og það sem þið fáið nú, verður að nægja ykkur öllum. Spurt. I gær sendi eg litla drenginn minn í búð með tvo sykurseðla, en kaupmaðurinn neitaði að láta nokkuð út á seðlana. Var þetta rétt hjá honum? Svar. Já. Lausir seðlar eru ekki gildir. Þú hefðir átt að senda bókina og láta kaupmann- inn taka seðlana úr henni. Spurt. Eg hefi að undanförnu leigt herbergi og fengið þrjár máltíðir á dag þar sem eg bý. Nú ætlar húsmóðirin að hætta við miðdegisverðinn en við eig- um að borga það sama og áður. Er þetta leyfilegt? Svar. Nei. Samkvæmt leigu- lögunum er þetta sama sem hækkun á leigunni. Þú átt að tilkynna næstu skrifstofu “War- time Prices and Trade Board”. Spurt. Fá formenn hinna nýju skömtunarnefnda nokkur laun fyrir það starf? Svafr. Nei. Formenn hinna 500 skömtunarnefnda, sem nú er verið að stofna þvert yfir Canada, og aðrir nefndarmenn, eru allir ólaunaðir. Spurt. Er hægt að fá jólagjöf- um skipt? Svar. Já. Það má skifta jóla- gjöfum fyrir aðrar vörur með líku verði, ef skift er innan tólf virkra daga frá því gjöfin var meðtekin. Spurningum á íslenzku svar- að á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Winni- peg. Fólk er góðfúslega beðið að láta nafn og heimilisfang fylgja spurningum sem sendar eru í bréfum. Frá Isiandi Virkjnn Andakilsfossa Á sameiginlegum fundi sýslu- nefnda Mýrasýslu og Borgar- fjarðarsýsilu og fjárhagsnefndar Ákranesskaupstaðar, er haldinn var á Hvanneyri síðastliðinn sunnudag, var samiþykt að sýsl- urnar |Og Akrane'síkaupstaður mynduðu með sér félag um virkjun Andakílsárfossa. Mark- miðið er að hdfjast handa um framkvæmdir eins fljótt og unt er. Virkjunin, ásamt leiðslum til Akraness og Borgarness, er á- ætluð að kosta 5 milj. kr. Hækkun simagjalda um 100% Landssímastjórnin hefir á- kveðið að hækka öll símagjöld innanlands um 100% frá 1. okt. næstk. að telja. Hækkunin nær ekki til skeyta, sem send eru ti'l annara landa, þar sem verð þeirra er háð al- þjóðasamningum. Hækkun simgjaldanna er fyrst og fremst afleiðing kaup- hækkamanna. Heitt vatn í Vestmannaeijjum Bæjarstjórn Vestmannaeyja- kaupstaðar hefir samþykt að láta bora eftir heitu vatni eða gufu, með hitaveitu fyrir augum, ef hitinn reyndist nægilegur. Þykir líklegt, að jarðhiti leynist þar í jörðu, þvi að þar eru fornar eld- stöðvar og á nokkrum stöðum frýs aldrei eða festir snjó. —Tíminn 24. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.