Lögberg


Lögberg - 31.12.1942, Qupperneq 7

Lögberg - 31.12.1942, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. DESEMBER, 1942. 7 Föðurlandsástin Árið 1641 var þýzka ríkis- þingið haldið í Regensborg, til að ráðgast um hvernig hægt yrði að halda áfram ófriðnum við Svía og bandamenn þeirra. Forseti þingsins var Ferdinant keisari. En þá kom þangað Jóhann Baner með Svíaherinn og bjóst að taka ríkisþingið hönd- um. Alt komst í uppnám í borg- inni, vildu nokkrir að borgin gæfist upp tafarlaust, svo hún yrði ekki tekið herskildi og rænd, aftur vildu þeir er her- skárri voru að borgin verðist meðan herforingjar keisarans fengju dregið að sér lið svo mikið, að þætti ráðlegt að leggja til orustu við Baner. Var keis- arinn því samþykkur, og byrjað var tafarlaust á því að verja borgina. Borginni varð það einnig til láns að þýðvindi rann á svo ísinn á Dóná braut upp, en þenna sama dag settist Baner um borgina. Ráðagerðir Baners fórust þó fyrir, vegna ósamlyndis her- foringjanna, svo herforingjar keisarans fengu tíma til að draga saman mikið lið, og halda því á móti Baner, er sá sitt óvænna ef til bardaga kæmi og hélt því liði sínu undan. Það var í marz-mánuði, sem hann lagði í þetta nafnfræga undanhald, sem þykir eitthvert merkasta afrek í hernaðrasögu Svía, vegna þess að hann léi ekki einn mann, það var einnig margt, sem studdi að því, en þó einkum það hversu Eiríki Slöngu tókst með hreysti og harðfengi að verja Nevborg í þrjá daga fyrir öllu liði keis- arans, meðan Baner fékk svig- rúm að komast undan. Eiríkur slanga var fæddur í Finnlandi, sonur Clars Slöngu, foringja í Norvakastala. Meðan ófriðurinn stóð yfir í Þýzka- landi hafði hann þokast úr ó- breyttum liðsmanni í lífverðin- um upp í ofurstatign, og seinna gerður að Generalmajór — her- foringji í þriðju röð talið ofan frá. — Þegar setið var um Saalfeld árið 1640 hafði hann mist hendina, en það hamlaði honum ekki frá að taka þátt í ófriðnum. í einu af virkjum Neuborgar, sem að mestu leyti var skotið til grunna, stóð Eiríkur Slanga óg starði út í sjóndeildarhring- inn, þar sem voru varðeldar Austurríkismanna. Nóttin var nístings köld, því þetta var í öndverðum marz, svo ofurstinn fyrir svensku lífvarðasveitinni hafði hneppt yfrhöfninni fast að sér. Umhverfis voru hermenn- irnir af mesta kappi að endur- bæta víggirðingarnar, sem fjandmennirnir höfðu skotið niður. Eiríkur Slanga var í þungu skapi. í hvert skipti, sem drundi í fallbyssum fjandmann- anna, kreppti hann hnefann og sagði við sjálfan sig: Hefði eg aðeins fallbyssur, skylduð þið ekki ónýta fyrir mér virkin og drepa menn mína, en hversu lengi skyldi mér auðnast að verjast svona fáliðaður? Til- gangnum er þó náð, ef mér tekst að haldast hér við einn dag eða lengur. Þá verður Baner kom- inn svo langt undan, að Leopold erkihertogi nær honum ekki. Eg ætla .... Hann lauk ekki við setning- una því hann heyrði fótatak. “Það er hann” hélt hann á- fram, “drengurinn ágæti, sonur vinar míns gamla, eða öllu held- ur einkasonur minn, því eg hefi alið hann upp við brjóst her- gyðjunnar, og kent honum að elska mig með því að lofa hon- um að taka þátt í öllum mann- raunum með mér.” Ofurstinn gekk til móts við hann og kvaðst ekki skilja hví hann færi svo geyst. “Fósturfaðir minn.” kallaði ungur maður og djarflegur — “Leyfið mér að reka Króatana á flótta, sem þarna sækja að oss það er- orðið svo langt síðan að eg reyndi mig við piltana hans ísólanis að mig sárlangar til þess.” “Það er fjör æskunnar, sem logar í æðum þínum geri eg ráð fyrir.” tók ofurstinn fram í fyrir honum og skyggði hönd fyrir auga. “Eg sé Króatana. Gott og vel drengur minn. Taktu með þér 50 menn og hrektu Króatana á flótta, en” bætti hann við — “eg banna þér að breita ofdirf- sku, því innan lítillar stundar verður hver maður, sem vopn- um veldur að verja þessar rúst- ir.” Unglingurinn svaraði þessu ekki en mælti: “Haldið þér ofursti, að her- toginn sendi mann til yðar aftur með sáttaboð?” “Ekki ætla eg að það verði” sagði ofurstinn, “því seinasti sendimanninn lét eg fara frá mér fyrir tæpum klukkutíma, með skýlausu ákveðnu svari.” “Og hvert var það?” “Að eg ætlaði að verjast með- an eg hefði heila hendina, og til þess að koma í veg fyrir að erkihertoginp gerð|. út fleiri sendimenn með sáttaboð, kvaðst eg mundi láta skjóta næsta sendiboða, en flýttu þér til bar- dagans og komdu aftur með heiðri og sigri.” Þegar ungi maðurinn var horf inn, hallaði ofurstinn sér upp að stórum steini, og féll í þu'ng- ar áhyggjur fáeinar mínútur. Og hugur hans hvarflaði heim til Svíþjóðar til æsku vinar hans prestsins, sem e. t. v. sæti nú og þráði fréttir frá Axel syni sín- um. Áreiðanlega var nafn Sví- þjóðar víðfrægt orðið og her- fangið mikið, en samt yrðu margir af sonum þess að láta líf sitt á þýzkri grund áður en friður kæmist á. Skyldi þessi hugaði unglingur — er var svo samgróinn tilfinningalífi ofurst- ans — verða einn þeirra. Hann hrökk upp við snarþan skotkvin, úr átt þeirri er hann hafði séð Króatana. Nú vissi hann að Axel var í orustu gnýn- um. Ofurstinn gekk í hægðum sínum ofan í borgina, að líta eftir hermönnunum, sem voru að gera við borgarvirkin, en honum tókst ekki að hrekja á burt kvíða þann er ónáðaði hann og fylgdi honum heim í herbergi hans, Hann) fleygði sér upp í rúmið og reyndi að sofna, en tókst það ekki. Imynd- unaraflið rak Svía og Króata fram fyrir hugarsjónir hans og létu þá biltast þar hverjúm innan um aðra. Hann stóð upp og leit út um lítinn glugga og horfði á hermennina er voru að verki sínu á borgarvirkinu, en ekki gat það numið burt kvíð- an úr huga hans. “Guð varðveiti fóstursoi: minn!” sagði hann við sjálfan sig og fleygði sér enn upp í rúmið. “Eg er svo kvíðafullur hans vegna. Hann er ofurhugi; öld- ungis eins og eg var á hans aldri. Eg jafnvel iðrast eftir að hafa látið þetta eftir honum. En er eg þá ístöðulítil kona, úr því eg læt kvíða þenna fá vald yfir mér? Eg læt þetta ekki fá á mig en fer út í bardagann, þar kemst skap mitt aftur í jafnvægi. — Hann stökk fram úr rúminu og stikaði til dyr- anna. í sama bili var hurðinn: hrundið upp og riddari þreytu- legur æddi inn. “Hvar er fóstursonur minn? Svaraðu maður? Hvar er hann?” “Hertoginn af ísólanis sjálfur, og býst eg við að með hann verði farið sem emhættismann.” “Var hann særður?” “Já, ísólanis særði hann dálít- ið á handleggnum. Þér hefðuð átt að horfa á það einvígi. Axel barðist eins og ljón, og við tók- um á því, sem við höfðum til, og það gekk langur tími í að bera okkur ofurliði.” “Voru allir herteknir?” “Já, að mér undanskildum. en það var hestinum að þakka að eg gat flutt yður tíðindin.” Ofurstinn lét höfuðið snögg- vast síga ofan á brjóstið. Ridd- arinn beið eftir frekari fyrir- mælum. . Ofurstinn hóf upp höfuðið og mælti: “Þakka þér fyrir fréttirnar, þó ekki væru þær góðar.” Að svo mæltu lagði hann gullpening í lófa riddarans og sagði “Farið”. “Þetta grunaði mig” sagði Ofurstinn þegar hann vor orð- inn einn. Þar næst hraðaði hann sér út á virkisvegginn, hug- hreysti menn sína og hratt af sér nýju áhlaupi Austurríkis- manna, er sóttu að borginni í riðlum. Skylduræknin varð sterkari en tilfinningin. Það hefir ekki reynst óvinn- andi að verjast með 2000 manna í vel víggirtri borg, jafnvel langan tíma, en væri það innan hruninna borgarvirkja fyrir her manns í þrjá daga þótti ógerningur, en 'Eiríkur Slanga gerði slíkt þrekvirki. Leópold erkihertogi var bæði hryggur og reiður, hve umsát- ur þetta tafði hann frá að elta Baner. Hann varð að vinna Neu- borg svo hann yrði óhultur fyrir bakskellum. Það^ var nóttin milli 9 og 10 marz. Verðirnir höfðu nýlega kallað “Tólf.” Stormur var nokk ur. Frá herbúðum keisarans drundu fallbyssurnar og hand- byssuskotin frá virkjum borg- arinnar. Eiríkur Slanga stóð þar sem hann skildi við fósturson sinn. Yfirmenn, tveir majórar og kafteinn, stóðu hjá honum. “Svei mér, sem eg held aö dragi úr skothríð Austurríkis- manna,” mælti kapteinninn. Það leyndi sér heldur ekki. “Við fáum bráðum að sjá framan í hersveitir þeirra,” muldraði ofurstinn og bætti svo við í fullum rómi: Við skulum koma og vera viðbúnir þegar þeir koma og orustan hefst.” “Það koma engar hersveitir,” sagði majórinn. “Herrar mínir! Heyrið þér ekki trumbuhljóm? Eg spái að hertoginn bjóði oss friðarkosti á ný”. Ofurstinn horfði út í myrkrið og kom auga á mann er kom á hrað- göngu. — Hann gengur í opinn dauðann, eg hefi heitið því, sagði Eiríkur Slanga. Þeir gengu ofan í borgina, og er þeir komu að mesta skarðinu í virkjaveggnum, komu varð- mennirnir með sendiboðann. Flestir fyrirliðarnir og fjöldi liðsmanna þyrptust þangað til að heyra hvað ofurstinn tæki til bragðs. Allir vissu hverju hann hafði heitið. Svo þegar sendiboðinn stóð frammi fyrir Eiríki Slöngu mælti hann: “Leopold Wilhjálmur erkiher- togi og ýfirherforingi Austur- ríkis, sendi mig til Eiríks Slöngu foringja sænska liðsins í Neu- borg, að eg segi honum að gefi hann tafarlaust upp borgina, fái hann að fara hindrunarlaust.” Eiríkur Slanga svaraði: “Eg hefi sagt þeim fyrri sendiboðum er komu í sömu erindum að eg gæfist ekki upp á meðan eg hefi heila hendina, og svo sem þu sérð held eg henni enn, og enn fremur sagði eg að sendi hertoginn sendiboða til mín með sömu erindum léti eg skjóta hann og það ætla eg að efna. Varðmenn! Farið með hann og ...” “Bíðið við.” svaraði sendi- boðinn og fölnaði. “Eg á að segja þér meira Eiríkur Slanga.” “Talaðu tafarlaust,” hrópaði ofurstinn og strauk hendinm yfir ennið með óþolinmæði. “Erkihertoginn bað mig að segja þér að ef þú heldur vörn- inni áfram og drepur mig, skuli hinn ungi maður — sem her- tekinn var — missa höfuðið.” Þegar hann hafði þetta mælt, gjörðu hermennirnir svo mikið hark, að ofurstinn ætlaði ekki að geta komið í veg fyrir að þeir ekki misþyrmdu honum. “Erkihertoginn gerir þá svo vel að leyfa mér að velja,” sagði ofurstinn eftir að kyrð var kom- in á aftur. Svipur hans varð þreytulegur, en málrómurinn á- kveðinn, er hann sagði. “Það er að vísu sárt fyrir fósturföður, að dæma þann til dauða er hann elskar mest í heimi þessum, og það á þenna hátt, en skyldan við föðurlandið verður að sitja í fyrirrúmi. Við verðum að lofa Austurríkismönn um að fara með höfuðið af fóst- ursyni mínum. Eg hvorki get eða vil gefa upp borgina. Verðið er hátt en eg borga það. Jóhann Baner verður að komast undan með sænska herinn, þó hjarta mínu blæði til ólífs. Varðmenn! Takið hann og skjótið i gatinu á virkisveggnum.” Ofurstinn benti með hendinni, og féll svo í þungar hugsanir. Hann varð ekki var við óróleik- ann í kringum sig og heyrði ekki ópin í hermönnunum, þeg- ar þeir fóru burtu með sendi- boðann, og kom ekki til sjálfs sín fyr en skotin drundu, er skildu manninn við lífið. Klukkutíma seinna lagði erki- hertoginn til orustu. Það var í dögun 10 marz 1641. Hersveitir Austurríkis veltu sér eins og snjóflóð á ónýta virkisveggina, — en svo sem snjóflóðið getur um stund tafist á leið sinni, augnablik af smá- hæðum, til þess að hlaupa fram með auknu afli á eftir, svo töfð- ust Austurríkismenn við yztu víggirðingarnar. Eiríkur Slanga barðist af mestu hreysti fremst- ur sinna manna, með algerðri fyrirlitningu fyrir dauðanum, en liðsmunur var svo geysilegur að þeir urðu að draga sig saman og verjast innan víggarða, sem þeir höfðu hlaðið. Hinn hugrakki ofursti, sá nú að öll frekari mótspyrna var þýðingarlaus. Og fremstur manna sinna er allir voru kol- svartir af púðurreyk stóð hetjan einhenta Eiríkur Slanga. Augun voru þreytuleg og djúpar hrukk- ur drógu sig saman á enninu. “Við höfum þó ekki barist til einskis,” sagði hann við majór- inn er mjög sár stóð við hlið hans. Eg vona að Baner sé kom- inn svo langt undan, að það reynist hertoganum erfitt að ná honum.” Hann gat þar rétt til. Hug- prýði hans hafði bjargað sænska hernum. Þegar ofurstinn afhenti sverð sitt ofursta úr óvina hernum, skalf hendin ofurlítið. í því ruddist fram Austurrískur her- maður hár vexti og fyrirmann- legur, það var erkihertoginn. “Þér hafið barist eins og hetja,” sagði hann við Eirík Slöngu. “Ofursti, takið móti að- dáun minni. Þó eg sé fjand- maður yðar, met eg þó hreyst- ina. Þér hlutuð að velja um hermannsskylduna og föður- skylduna, og þér lögðuð föður- ástina í sölurnar, það er dygð sem á sér skilin laun. Eg við- urkenni þetta og færi yður nú fósturson yðar heilan á húfi. Hann fetar dyggilega í fótspor kennara síns. Hann fær að vera hjá yður í fangelsinu.” Að svo mæltu hvarf erkiher- toginn aftur til manna sinna. Augnabliki síðar lá Axel í faðminum á fósturföður sínum. Þýtt úr Nordisk Folkeblað E. G. DÁNARFREGN Fimtudaginn 17. þ. m. lést í Yorkton, Sask. Páll Gísli Jó- hannes Egilson, fjórtán ára gam- all, sonur Páls heitins Egils- sonra og ekkju hans Elínar í Calder, Sask. Hann skilur eftir auk móður sinnar fimm systur, móðurforeldra og margt skyld- fólk annað. Páll var sérlega mannborleg- ur og prúðmannlegur í fram- göngu, og vel látinn af öllum, sem voru honum kunnugir. Hann var greftraður í grafreit Lögbergssafnaðar og sungið yfir af Rev. Bey, presti United Church í Calder og séra S. S. Christopherson. Hjartanleg hluttekning vottast hér með hinni grættu ekkju og skyldmennum öllum. Gaman og aivara Tveir negrar voru úti að ganga. Alt í einu sáu þeir 5 dollara seðil liggja á götunni. Báðir þóttust þeir hafa séð hann á undan hinum og svo fóru þeir að rífast af mikilli grimd um það, hvor þeirra ætti að eiga seðilinn. Deilan jókst orð af orði, og loks sagði annar negrinn: “Heyrðu lasm, hvaða mánað- ardagur er í dag?” “Það er mér fjandans sama um og eg veit ekkert um það,” sagði hinn með þjósti miklum. “Þú skalt nú kynna þér það, því að sama dag næsta ár verð- urðu búinn að vera dauður ná- kvæmlega í eitt ár.” -f -f -f Lítil stúlka kom hlaupandi inn til mömmu sinnar og sagði með öndina í hálsinum: “Mamma, mamma, læðan okkar er búin að eignast nokkra kettl- inga, og eg sem hafði ekki hug- mynd um, að hún væri einu sinni trúlofuð.” -f -f -f Húsameistarinn við tilvonandi húseiganda: — Og svo hafði eg hugsað mér að láta standa á útidyrahurðinni fangamark yð- ar. Tilvonadi húseigandi: — Nei, það er ómögulegt, því að eg er af þýzkum ættum, skýrður í Þýzkalandi og heiti Wernei Crantz. Vinhugi Hafirðu til þess hug og þrótt hjá mér dvelja nætur-rótt, skal það verða vökunótt víða í forna tíma sótt. Endurminning alskonar á að nýju lífgva þar; marga för sem farin var, ferða hlátri víðast hvar. Gamlar erjur, gömul drög geymd um lífsins rið og flög; þessi gæða gömlu lög grípa mæðin hjartaslög. Margan gróða, margt eitt tap, margt eitt slóða og flónsku glap, gaman ljóð og grátlegt hrap, glöggvar hróðugt vinarskap. Það er hægt að þregja stund, þar sem nægtin fyllir lund, vinarækt. á vinafund vermir þægt og mýkir und. Það er eins og endi þá, er til meins og þreytu lá, þar sé hreinsað það sem brá þyngstri reynslu lífið á. Ber til manna margt sem var minninganna skóhljóð þar, lífsins sanna sólskinsfar sálar sanna uppljómar. T. T. Kalman.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.