Lögberg - 31.12.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.12.1942, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. DESEMBER, 1942. Öreiga bankinn er lánar peninga vaxtalaust því fólki, sem halt-randi fæti stendur á skeiðvelli lifsins, svo fokið virðist fijrir því í hvert algengt sk jól. Eftir STEVEN E. BLAIRE Eftir að litli roskni maðurinn lauk frásögn sinni varð stundar- þögn, meðan hinn unglegi skrif- ari Frílánsbanka félagsins he- brezka íihugaði sögu gamla mannsins, er hann hafði hlust- að á og sem i stuttu máli var svona: Maðurinn hafði undanfarna þrjá mánuði notið bæjarstyrks. Hann var þaulæfður klæðskeri og hugði, að ef hann fengi 275 dala lán, gæti hann stofnstett sína eig- in verkst<)fu. Skrifarinn lét i Ijös þá skoðun sina, að lánið myndi verða honum veitt, og litli maðurinn fór glaður á burt sína leið. — Frá þeim tima gekk starf Jitla mannsins eins og í sögu. Hann byrjaði á því að búa til hálsbmdi heima í setustofu sinni. Brtátt jókst um'setningin svo mikið hjá honum að hann gat teigt sér litla búð í verzlun- arhverfinu. Hann hætti að njóta bæjarstyrksins, borgaði lánið og innvann sér nóg til þess að láta sér og sínum liða sæmilega vel. Og enn á ný hafði Hebr. Friláns- félagið fært sönnur á gagnsemi þes§ að hjálpa mönnum til sjálf- stæðs athafnalifs. Þvi, eins og einn forstöðumaður stofnunar- innar orðaði það: “Geifir þú manni ölmusu, gerir þú hann að þurfamanni; én lánir þú honum starfsfé — jafnvel án vaxta — færir þú umhverfinu hann aftur sem sjálfráðan og óháðan borg- ara.” í flestum stærri bæjum Banda- ríkjanna og Canada er að finna skrifstofur Fríláns-félaga. Þau eru óháð borgarhverfa-fyrirtæki, studd til hjálparstarfsemi af fjárframlögum einstaklinga hvers umhverfis fyrir sig, og á engan hátt tengd hvert öðru. Aðal- starf þeirra er að veita lán fátæku fólki — vanaléga í upphæðum alt frá $5 til $500 — er borgast má smámsaman á margra mán- aða tímabilum. Lánsþeginn þarf ekki að borga vexti af skuldinni, hann er ekki beðinn að leggja fram nokkra gullgilda eign til tryggingar láninu; né er heldur grenslast eftir um fyrri láns- traustsferil hans. Tilgangur lánstökunnar getur verið nærri þvi hvað sem er, og lánsþegar eru Gyðingar og ekki-Gyðingar, úr öllum þektum lífsstöðum. Á hverju árstimabili eru nú milj- ónir dollara lánaðir þúsundum einstaklinga. I New York starfar hinn elzti slíkra Fríláns-banka i Ameriku. Árið 1892 hugkvæmdist tiu Gvðinga kaupmönnum þar að hefja þetta starf í anda vers eins í gamla testamentinu, þar sem svo er að orði komist: “Ef þú lánar peninga fólki minu, hinum fátæka, sem hjá þér er, þá skaltu ekki leggja á hann neina láns- gróða-kvöð.” Þeir stofnuðu þá í upphafi um eins hundraðs doll- ara sjóð, sem fátæklingar gæti fengið lán úr þeim að kostnað- árlausu. Hinir harðdrægu og eigin- gjörnu samborgarar þeirra hædd- ust að þessu óalgfenga líknar- starfs-fyrirtæki. Sögðu að líkn- arstarf og verzlunarviðiskifti gæti ekki unnið saman. Sá maður, sem bankarnir gæti ekki treyst, og sem ekki mætti við því að borga lteigu af láni sinu, væri mjög viðsjárverður og ekki treystandi. Þeir töldu öhjá- kvæmilegt að fyrir endalok þessa hjákátlega lianka-fyrir- tækis hlyti að sjást innan þriggja inánaða tilveru hans. Það, sem hrakspár spsking- anna gleymdu að taka ineð í reikning sinn var hin meðskap- aða þakklætis- og ráðverndnis- einknnn, sem fel.st inst í hjart- ans leynum sérhV?rrar mann- veru. Að loknu ársstarfi Fríláns- bankans hafði sannast öfugsýni hæðnishrafnanna. Meira en 220 manns hafði notið aðstoðar bank- ans og fengið þar $1,200 saman- lagt. Og hvert eitt einasta þess- ara lána var þá borgað að fullu. Þégar hjálpin hafði blessast sér- lega vel, lagði lánþeginn bank- anum til nokkurt fé i þakklæt- isskyni fvrir aðstoðina. Frá hinu upþhaflega hundrað dollara stofnfé Frílánsbanka Gyð- ingakaupmannanna tíu í New York árið 1892, hefir nú árlegur starfrækslukostnaður við hann vaxið upp í $40,000. Og til enda ársins 1939 höfðu 100,000 mannis fengið lán hjá bankanum, 'er nam 30 milj. dala. Vegna hins góða gengis Frílánsbankans i New York, breiddist þessi ó- venjulega hjálparstarfshugmynd óðfluga út til umhverfa víðsveg- ar um öll Bandaríkin og Canada. Við heimsókn í skrifstofu Fri- lánsbankans í margmennu um- hverfi fær inaður nokkra hug- mynd um ihið margskonar fólk, er þangað leitar til lántöku. 1 biðstofunni hittir maður fyrir fátæklega klædda verkamenn, snyrtilega búna sérfræðinga og alskeggjaða götusala. Það er ekkert óalgengt að hitta þar fyr- ir í senn iðnrekendur, skófægj- ara, hárskera, trésmiði, hljóð- færaileikara, og i raun og veru nokkurrar annarar stéttar mann er manni gæti til hugar komið. Samkvæmt þeirri hugsjón að all-ríflegt penirtgalán í einu lagi komi að meiri notum, en fárra dollara hjélparskamtur látinn af hendi við og við, þá hefir lánfé- laginu á þann hátt h'eppnast að gera lánþegann sjálfstæðan á þjóðmegunarlegrar starfsemi. Til dæmis mætti minnast á Louis Freeman. f mörg ár hafði hann unnið sem aðstoðarmaður á vöruflutningabifreið. V'egna veik- inda í fjöilskyldu Freemans höfðu hlaðist á hann margar skuldir, og til þess að geta losnað við þær sá hann óumflýjanlegt að geta aukið inntektir sínar. Friláns- stofnunin lánaði honum $325 til kaupa á iflutningsbil, er hann hefði sjátfur umráð yfir og þeg- ar Freeman lét seinast frá sér hevra höfðu inntektir hans þvi- nær tvöifaldast. Margur aðþrengdur kaupmað- ur hefir brotist gegnum erfið- leika sína með aðstoð Fríláns-fé- lagsins. .Smákaupmaðurinn marg- ur lánar oft viðskiftavinum sín- um þar til hann fær ekki lokið eigin skuldum. Hann þarf að fá lán, þótt ekki sé nema til fárra vikna, til þess að geta halldið verzluninni gangandi. Hjá bönkunum á hann ekkert at- hvarf, né heldur mátti hann við því að borga Vexti. En Fríláns- félagið hleypur undir bagga með honum. « En það er ekki einungis á sviði verzilunarstarfsins, sem F'rínJáns- félagið veitir aðstoð sína. Ekki alls fyrir löngu kom hugsjóna- rikur myndhöggvari allslaus heiman frá Ervópu til New York. Honum var lánað fé till þess að leigja sér starfsstofu, til áhalda og efniiskaiupa. Margt skólafólk notar sér friláns hjálpina. Það verður iðulega i fjárþröng er líð- ur að lokum skólaársins, eða þarf hjálpar við að haustinu, þegar kenslugjald og annað þarf að borgast alt i einu lagi. Það, fær styrk hjá Friláns-félaginu, sem það borgar smámsaman vikul'ega af fé því er það vinnur sér inn með kvöldvinnu og á frídögum. Margir ailþektir vís- ifndamenn og rannisóknar, lög- menn, læknar og fleiri slikir hafa lokið öllu háskólanámi sínu með fríláns-styrk. Stór 'hluti lánanna er veittur til varnar gegn yfirvofandi. vand- ræðum. Algengt er, að fjölskyldu- faðir komi í skriístofu félagsins með raunasögu svipaða þessu: “Við skuldum þriggja mánaða húsaleigu; ihafi eg ekki $80 til reiðu um hádegið á morgun, verðum við rekin út á strætið.” Eða margir bera fram þá sögu, að “Bærinn vill fá $200 borgun á skattinum. Geti eg ekki staðið í skilum, missi eg heimilið mitt eftir að eg hefi þó stórfé i það lagt.” f öllum slikum raunakjör- um er lánið veitt. Stofnunin leikur oft hetjunnar hlutverk, þegar um er að ræða lif og dauða. Holskurðir, fæð- ingar og heilsubótar-tilraunir hafa i þúsundatali notið hjálpar. Friláns-samtakanna. Eitt sinn kom maður þjótandi inn í aðal- 9krifstofu eins öflugasta þessara félaga í Bandarikjunum og sagð- ist þurfa að fá $150 tafarlaust. Það væri uim líf eða dauða að ræða. Meðan hann skýrði frá þessu lá hin litla dóttir hans og háði vonlausa baráttu giegn dauð- anum Vegna sjaldgæfrar “strep- tococcus” ofsýkingar. Læknir- inn sagði honum að harnið hans ætti ekki nema eitt tækifæri af hundrðai um batavon. f noklc- urra hundraða mílna fjarlægð væri litil stúlka, sem lifað hefði af þessa sömu veiki; ef að vatni blandinn skerfur úr blóði ihenn- ar næðist að sjúkrabeði dótlur hans innan 24 klukkustunda, hefði hún ef till vildi ofurlitið tækifæri til afturbata. Saga mannsins var rannsökuð og inn- an fárra klukkustunda voru hin- um dauðihrædda föður aflhentir peningarnir. Tveim vikum seinna kom hann í skrifstofuna og til- kynti með breiðu brosi á andlit- inu, að litla stúlikan hans væri allareiðu risin úr sæng sinni og farin að ganga um í stofunni. Aðferðin við að hljóta lánið er einföld. ögn mismunandi í hinum ýmsu umhverfum, en i öllum lánstöðunum auðkend af hinum sama hjálpfýsis-, hrað- virknis- og launungaranda. f venjulegri skrifstofu lánfélags- ins segir lánsbiðjandi æfðum skrifstofuþjóni sögu sína, fyllir inn ofurliítið beiðnis-eyðublað, sem á er tekin frain upphæð lánsins er hann þarfnist og nöfn tveggja ábyrgðarmanna er vilj- ugir sé að viðurkenna skuJdina. Svo er beiðninni skilað í hendur lánsnefndar. Það kemur mjög sjaldan fyrir að um Jánið sé neitað. Venjulega líða aðeins fjórir eða fimm dagar frá þvi um lánið er beðið þangað til pening- arnir koma lánþega i hendur. Þegar um bráða hjálp er að ræða getur félagið uppfylt lánbeiðn- ina innan fárra klukkustunda, ein,s og áður hefir verið skýrt frá. Viðskiftaskrár Hebrezka Frí- láns-félagsins eru sem lokuð bók. Engin upplýsing er gefin út um lánþega þeiss. f New York er hulliðshjúpurinn einna þykkast- ur. Félagið þar ritar aðeins reikningsnúmer á ávísanir sín- ar svo að lánþeginn þurfi ekfci að brennimerkjast sem skulda- ræfill þar sem hann vísar fram ávísaninni. Forslöðumenn Fríláns-stofn- unarinnar hafa háleita skoðun um ráðvendnisinnræti mannsins. Skrifari félagsins í einum af stærri bæjum Canada sagði greinarhöf. að það hefði iekki tapað einum einasta dollar í sið- asíliðin fimm ár. í New York, þar sem félagið lánar lít miljónir dolllara till ótölulegra þúsunda einstaklinga, hefir tapið til jafn- aðar aldrei numið mieira en helmingi af 1%. Aðeins 2% af áibyrgðarmönnum eru beðnir að gera skiil fyrir lánþega, er brugð- ist hafa trausti félagsins. Lánþegar er aumlegast voru staddir, en komið hafa ár sinni aftur fyrir borð með aðstoð fé- lagsins, hafa ekki hikað við að sýna viðurkenning sína. í einum stórbænum fann einn forstöðu- manna Fníllánsfélagsins þar í morgunpósti sínum þúsund doll- ara ávísun; á umslaginu var verzllunarmerki einnar stærstu ritfanga og skrLfpappírsljúðarinn- ar í aðal viðskiftahverfi bæjarins. Hann mintiist þess þá, að sex ár- um áður hafði ungum manni verið lánaðir $300 til að geta fest kaup í hálfeign dálítillar verzl- unar. Annar smáupphæðar lán- þegi varð að lokum eigandi að keðju stórra gistihalla í austur- hluta Bandaríkjanna. Stundum staðnæmast skrautlegar einka- bifreiðar framan við Fríláns- skrifstofuna, og fyrrum iánþegi $25 eða $100 skilur þar eftir ríf- lega gjöf. Brosandi foreldrar koma með nýfædd börn sín, en læknar og lögmenn koma til að tala um nýjar bifreiðar sínar og heimili — er bera vitni um við- gang þeirra frá þeim tíma er þeir voru svo illa staddir að þeir urðu að leita láns hjá félaginu. Sú staðreynd, að Frílánsfélög- in hafa getað starfað svona Iengi og standa enn i fu'llum blóma, er góð sönnun um velsæmis- og ráðvendnishugarþel alls almenn- ings, karls og konu. Það fólk hefir sýnt sig verðugt hjálpar- innar frá þessum óvenjubundna Frilánsbanka, sem hæðst var að af harðdrægum eigingirnis tudd- um fyrir 50 árum siiðan. —(Lausilega þýtt úr Magazine Digest)—s. 0UR C0NTRIBUTI0N T0 THE WAR EFF0RT... THE BREWERS and HOTELKEEPERS of MANITOBA WAR FUND The Fund is administered by Five Trustees: Mr. Justice A. K. Dysart, Chairman; Hon. W. J. Tupper, K.C.; Mr. Justice W. J. Major, K.C.; John T. Boyd and the President of the Manitoba Hotel Assoc- iation. Contributions are collected monthly by the Gov- ernment Liquor Control Commission, and approx- imate $3,100 per month. i Drewrys MD83 5555*£Í5$55S55555Í5$S$55555S5555S555555Í$5555Í5$5Í$Í$SÍÍÍÍÍÍÍÍ$Í5$555555555555S; Reyna má það Þó þið drepið draumamenn, drápinu hyskið fagni, það hefir, góði, orðið enn ekki að miklu gagni. Hugsjón borin hérna er, — hana á vængjum morgna, framtíð ung í fangi sér finnur endurborna. T. T. Kalman. Kvöldfegurð dalsins Dökkt er austur dagur hnígur dauða fanginn stjarna braut, vestri að enn sólin sígur svipfögur í geymsins skaut. Mætast hátt á himinboga, húm og birtan vestri frá. I sólar bjarma lítil loga lausáský við fjalla brá. Skuggar léttir líða um dalinn, leita fyrst í hæða drög. Fylgir nætur ferski svalinn, fljót ei bíða tímans slög. Austan nón á himni háum húmar altaf meir og meir, fæðast ljós á feldi bláum þá fold náttmála skinið deyr. Óðum dimmir yfir færist, unaðs blíða nætur ró, varla lauf á limi bærist, lítill niður heyrist þó. Hvíslar blærinn ástar óði, iðgræn titra blöðin smá, eins og móðir barni bjóði, blíðu þegar sofna á. f hæða öndvegi Óðins sæti, enn við blasir sjónum manns. Hreiðra sig að fjalla fæti, friðsæl býli landyrkjans. Hér hafa sterkar hendur unnið, hér eru sporin dáða rík, heilla þætti hafa spunnið, Hallson, Akra, Garðar, Vík. Þræddu landnáms þrauta vegi, þrekmenn góðum stofni af, birti fljótt af betri degi, borgun starfs þeim jörðin gaf. Reistu traustar verndar varnir, að vernda framtíð arfþegans, eru þeir nú flestir farnir, fögru að djúpi kvöldroðans. Æfikvöldsins röðul roði, reifar geislum farna braut, þeirra er föstu fylgdu boði, fundu ráð að sigra þraut. Endurskinið breiðir bjarma, bjartan unga kynslóð á, greiðir vegi glæðir varma, góður arfur hetjum frá. Sýn er horfin dáinn dagur, drótt í fallin værð á ný. Á norðurlofti logi fagur, leikur titrar bylgjum í Norðurljósa blysin breiða, birtu yfir frjálsa grund, á bautasteina lágra leiða, Hvar liggur hreysti í værum blund. Hreystin mun frá rótum rísa, ef röðul frelsis skyggir á. Andinn frjálsi veginn vísa, vekja það sem féll í dá. Ennþá bunar blóð í æðum, . blóð með þor og hetju dug, enn er orka í þeim glæðum, sem áður lýstu drengja hug. Tryggvi. 5SÍSSÍÍÍÍ5ÍÍSSÍÍÍÍÍÍÍÍÍMÍÍÍÍÍÍ55ÍÍ4ÍÍ5ÍSÍÍÍÍMÍÍÍ545MÍ5ÍÍÍÍ5Í*ÍÍÍ*MÍSM«*«; ./YVWvwvwvwvwvwvwvwvwvvwwwwwvwvwá \erzlunarskola NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli t nú þegari ^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAMAAAAAAAAAAMy

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.