Lögberg - 31.12.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.12.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 31. DESEMBER, 1942. R U F U S Eflir Grace S. Richmond XX. Rúfus hafði nú verið þarna í fjóra daga, og það var kominn tími til að fara með hann niður. Frú Ramsey hafði keypt körfu til að bera hann í, sem var á völtum. Hún var stopp- uð með dún og fóðruð með silkidúk — ný- tízku óhóf í gerð og efni. Þegar frú Coon sá vögguna, versnaði henni um allan helming. Að kaupa þetta handa munaðarlausu barni, það náði engri átt. Það hefði þó verið annað hefði það verið hennar eigið barn. Pat leit öðru vísi á þetta. Hann var uppalinn við fátækt. Vaggan hans var úr viði og ruggað með fæt- inum. En ef frú Ramsey hafði peninga og ánægju af því að eyða þeim handa þessum munaðarleysingja, sem var nær dauða en lífi, hver skyldi þá amast við því. Pat varð áhyggju- fyllri dag frá degi viðvíkjandi Rúfusi. Hann spurði um líðan hans svo að segja á klukku- stundarfresti. Rúfus stóð í stað, hafði hvorki þyngst né lézt síðan hann kom. Nancy vissi ekki hvað fvændi hennar hugsaði um hann, hingað til hafði hann ekkert sagt. Eins og góðri barn- fóstru sæmir, hafði ungfrú Schirmer hermt það eftir lækninum, að þegja. Hún var góð barnfóstra, þó líkaði frú Ramsey hún ekki allskostar. Henni fanst hún ekki sýna nógu mikinn áhuga. Hún hafði auðsjáanlega mikiu meiri ánægju af frú Ramsey og dr. Bruce en af sjúklingnum sínum litla. Hún sýndi hon- um mikla umhyggju, en ekkert fram yfir það, og enginn sá henni bregða, þó vogin sýndi að sjúklingurinn stæði í stað. “Þér getið ekki bætt við þyngd hans með áhyggjum einum,” sagði hún við Nancy þennan morgun. “Eg hefði nú samt haldið að það væri kominn tími til að hann færi að þyngjast. En þegar engu verður komið ofan í hann, þá er engin von til þess að hann fitni.” “Það er þó gott, að hann hefir ekki megrast,” flýtti Nancy sér að segja. Karfan, með því sem í henni var, vóg nákvæmlega níu pund. Með barninu í vóg hún fimtán og einn fjórða pands. Þriggja mánaða og viku gamall vóg þá Rúfus litli sex pund og einn fjórða úr pundi. Börn á hans aldri vega frá tólf til fjórtán pund. Mikill var munurinn. “Hann sýnist vera að megrast,” sagði ungfrú Schirmer um leið og hún aðgætti vogina nánar. Er alt það sama í körfunni, sem við erum vanar að hafa þar? Nei, frú Ramsey, þetta er önnur voð en sú sem við höfðum í gær. — “Nei, nei, eg er viss um að hún er ekki þyngri, þessi er bleik og sýnist því þykkri, en hin var hvít. Það munar því.” Ungfrú Schirmetr lét ekki sannfærast. heldur vóg báðar voðirnar. Hún hafði rétt fyrir sér. Bleika voðin vóg nákvæmlega fjórum lóðum meira en sú hvíta. Nancy hafði komið heim með bleiku rekkjuvoðina daginn áður. Hún hélt að liturinn kynni að lífga upp litla, krít- hvíta andlitið á koddanum. “Eftir því hefir hann tapað fjórum lóðum,” sagði ungfrú Schirmer í kæruléysisróm, sem í stöðu hennar var eðlilegur, en Nancy þoldi ekki. Nancy greip körfuna í skyndi og þaut með hana, með,_þarninu í, niður stigann. Ungfrú Schirmer fór ekki með henni. Hún var vön af eintómri hæversku, að láta ungrú Schirmer koma með sér niður, þegar hún fór með Rúfus inn til læknisins, þó hún vildi heldur vera laus við hana. Hún bjóst auðvitað ekki við því, að barnfóstran færi að gráta þó barnið léttist, en hún bjóst við að henni þætti það sýnilega miður. Bruce varð var við, að Nancy og Rúfus voru í stofunni, þegar hann heyrði braka í körf- unni. Hann hafði ekki heyrt, þegar þau komu inn úr dyrunum. Nancy lyfti blæjunni fra andliti Rúfusar. Birtan kom aftan á höfuðið, og augun voru lokuð. Svipurinn var skýrari en þegar hún horfði á hann uppi á loftinu, hún gaf ósjálfrátt frá sér lágt angistar-hljóð. Læknirinn beygði sig fram og var þögull. Hann gaf nánar gætur að öllu með sínum æfðu, skörpu augum. Hann dró voðina lítið eitt niður, svo hann gæti séð litlu handarkrækl- urnar, sem líktust mest klóm. Hann athugaði neglurnar og snerti með fingrinum við pappírs- hvítu handarbakinu. Nancy leit af barninu og framan í læknirinn. Hann lyfti voðinni aftur upp og bar sig til eins og hann vildi hlúa að kroppnum. Ekkert orð mælti hann enn. “Hann hefir tapað fjórum lóðum og einu fjórða,” sagði Nancy í hásum róm. Þetta sagði hún eins og hún væri móðir Rúfusar — alveg eins og móðir. Dr. Bruce kinkaði kolli. Svo sagði hann og átti auðsjáanlega erfitt með það. Röddin var þýð og róleg. Ekki bar hún nein merki þess, að hana ætti maður, sem hefði gefið leyfi tii aö Rúfus væri í húsi sínu, af því einu, að hann var til þess neyddur. “Það er ekkert álitlegt, Nancy,” sagði hann. “Ó, en — það er þó — von. Er ekki svo?” Hann lét sem hann tæki ekki eftir því sem hún safði. “Fer ekkert'ofan í hann? Hvar er ungfrú Schirmer?” “Hún varð eftir uppi á lofti. Eg get eins vel sagt, hvað hann drekkur, eins og hún. Hann — eg held hann hafi ekki nærst nema á fá- einum dropum í morgun. Hann drakk ofur- lítið meira í gær. Við héldum að það hefði ekki verið minna en fjórði partur úr bolla, sem ofan í hann fór. Hann — hann hélt því þó ekki öllu niðri.” “Við verðum að minka enn meir soðnu mjólkina,” sagði hann. Láttu ungfrú Schirmer koma niður, og eg ætla að gefa henni fyrir- skipanir.” “Hvað, það fer tæpast nokkur mjólk ofan í hann núna-” Nancy sagði þetta í skelfdum róm. “Hann getur þó ekki lifað af tómu vatni. Lynn frændi.” “Það er gagnslaust að gefa honum nokkuð fram yfir það, sem hann getur notað sér. Yið verðum að láta okkur nægja að byrja smátt.” Læknirinn sat hreyfingarlaus og starði á htla, föla andlitið. Barnið hreyfði sig ekki hið minsta, eins og það væri nú þegar búið að fá sig satt á að halda í lífið og væri nú að gefast upp við það. “Heldurðu að við björgum honum ekki?” hvíslaði Nancy í lágum róm og leit ekki upp. “Það er efasamt. En þegar um barn er að læða, hefir maður von meðan nokkur lífs- neisti er eftir. Við erum ekki vonlaus, Nancy. Láttu ungfrú Schirmer koma niður.” Hann sagði þetta ákveðið, en þó vingjarnlega, vin- gjarnlegar en venja hans var. Áhugi hans fyrir verki því, sem Nancy hafði gegn vilja hans, gefið honum að vinna, var nú greini- legur í öllu hans látbragði. Þrátt fyrir að hann hafði neitað að gefa ráð eða fyrirskip- anir viðvíkjandi nokkrum sjúkdómum síðan hann varð að hætta læknisstörfum, varð nú ekki hjá því komist að hafa afskipti af með- ferð Rúfusar. Hann hafði hugsað málið vand- lega og reglur þær, sem hann nú gaf, voru samkvæmar síðustu vísindalegum rannsókn- um, þær einu, sem kynnu að duga. Ungfrú Schirmer átti annríkt þenna morgun. Nancy sem hélt sig í nánd við hana, þótti vænt um, hve nánar gætur hún hafði á því að fylgja öllum fyrirskipunum læknisins nákvæmlega. Það sýndist ólíklegt að Rúfus yrði ekki bjarg- að, eins mikið og til þess var reynt, en — eins og læknirinn hafði sagt — varð náttúran sjálf að vera í verki með, annars var öll fyrirhöfn arangurslaus. En náttúran virtist hafa snúiö bakinu við Rúfusi. Hún hefir ef til vill hugsað líkt og frú Coon, að þó pelli og purpura værj hrúgað að honum, væri þessum vesaling tæpast viðhjálpandi. XXI. Bréf frá dr. Mac Farland til dr. Katrínar Ferris: “Kæri læknir! Áður en eg svara spurningum yðai ætla eg að láta í ljós ánægju mína yfir því, að geta orðið til að greiða götu yðar, meðan þér dvölduð hér í bænum. Og eg vil bæta því við, að það væri mér ánægja að geta gert yður greiða viðvíkjandi fyrir- ætlunum yðar. Hvað því viðvíkur að fá dr. Bruce til að beina athygli sinni að veikindum barnsins, þá virðist það hafa góð áhrif á hann. Hvernig sem á því stendur, virðist hann ekki vilja láta mig taka eftir því, þegar eg heimsæki hann, sem eg geri iðulega, að hann hafi áhuga fyrir bata litla angans, en það dylst mér ekki, að svo er. Vesalingur er hann þrátt fyrir silkikoddana, sem frú Ramsey hleður kringum hann. Eg man ekki eftir að hafa séð ljótara smábarn. Lifi hann, verður hún að hætta að kalla hann Rúfus. — Hvers vegna einmitt það nafn? Caliban virðist hæfa betur. — Eg efast mjög mikið um, að þeim takist að halda við lífsneista, sem er næstum útkulnaður — og sem hefir aldrei verið annað en skar. Mér sýnist þetta litlu máli skipta, það versta er, að frú Ramsey tekur sér það nærri, ef ekki tekst að halda í honum lífinu. Hvað sem öðru líður, fer góð byrjun á að fá dr. Bruce til að gleyma sjálfum sér af áhuga fyrir líðan annara, hvernig svo sem fer með “Caliban.” Þér gerið svo vel að lofa mér að vita ef eg get gert eitthvað fyrir yður. Það gleður mig, að þér eruð ekki fullráðin í að setjast að í New York. Gætum við komið yður til að setja yður niður hér, væri vel, og eg er sannfærður um, að þér þyrftuð ekki að iðrast þess. Yðar einlægur, James Mac Farland.” XXII. Alt var búið eftir þrjá daga. Rúfus, sem var fæddur munaðarlaus, en sem varð alt i einu eins og prins, þó hann gerði sér enga grein fyrir því sjálfur, var slokknaður út af. Einn daginn, þegar búið var að gefa honum teskeið af mjólk, virtist Nancy hann hreyfa höfuðið til merkis um, að hann vildi fá meira. Kún þaut niður stigann og hrópaði upp yfir sig, að Rúfus væri betri. Hún mætti Pat í stiganum og var nærri búin að setja hann um. Hann lofaði Guð fyrir þegar hann heyrði að Rúfus væri betri. En skömmu seinna, þegar Nancy kom upp til ungfrú Schirmer, fékk húr. að vita, að mjólkurdropinn hefði komið upp aftur, eins og venjulega. Eftir að hún hafði horft um stund á litla andlitið, var öll von horfin, henni fanst hann hafa breyst á þess- um fáu mínútum, sem hún yfirgaí hann. Þegar Rúfus hafði gefið upp andann, fór Nancy hljóðlega niður stigann og inn til dr. Bruce. Hún var náföl en grét ekki. Hún hafði ekki sofið síðustu þrjátíu og tvær klukkustundirnar. Doktorinn sat fyrir framan eldinn. Hún nam staðar fyrir aftan stólinn hans og sagði. “Lynn frændi, væri þér sama þó eg væri hérna litla stund?” “Komdu hingað, svo eg geti séð þig.” varð honum að orði. Þegar hann sá framan í Nancy og hvernig líkami hennar titraði, lágði hann hendina á handlegginn á henni. “Búið?” spurði hann. Hún kinkaði kolli til samþykkis. “En að þú leggir þig út af á legubekkinn þarna og látir Pat breiða ofan á þig. Þú kant að geta sofnað litla stund.” “Ó, má eg það.” “Það væri mér ánægja. Þú þarft að hvíla þig” Bjöllunni var hringt og Pat kom í skyndh Hann lét hreinan kodda á legubekkinn og breiddi skoska ábreiðu ofan á Nancy og skygði svo fyrir ljósið, svo það skini ekki í augu hennar. “Vilduð þér ekki einn bolla af heitri súpu, frú Ramsey?” spurði hann og var mikið niðri fyrir. “Nei, þakka þér fyrir, Pat. Það er ekkert að mér.” Pat gekk á tánum út úr stofunni. Nancy lokaði augunum, sem þó ekki vildu vera lok- uð, því augnalokin titruðu. Dr. Bruce sat hreyfingarlaus í hjólastólnum sínum. Alt var hljótt 1 hálftíma. Þá heyrði dr. Bruce alt í einu eins og snögt hljóð. Hann hjólaði stóln- um að legubekknum. Hana leitaði að hendi Nancy. Hann lét fingurnar leika um úlnliðinn og tók á æðinni, sem sló ótt, svo tók hann um hendi hennar með sinni og sagði blíð- lega: “Mér þykir það leiðinlegt, Nancy, það voru vonbrigði. En ef til vill var það það besta. Reyndu að láta það ekki fá á þig.” Hún lá hreyfingarlaus og hélt hendi hans milli beggja sinna. Við og við þrýsti hún lítið eitt fingrunum utan um hans, eins og barn, sem vill fullvissa sig um, að það haldi nógu fast. Hún gaf ekkert hljóð frá sér, þó hún ætti örð- ugt með að innibyrgja gráturinn og yrði að draga andann hvað eftir annað djúpt, til þess að ekkert hljóð brytist út. Loksins sofnaði hún og gleymdi sársauka sínum og erfiði. Bruce dróg hendina hægt og varlega að sér, þegar hann heyrði á andardrættinum, að Nancy var sofnuð. Nú fyrst varð honum ao lita framan í hana, og hann gat tæpast slitið augun aftur af andlitinu. Það var frítt og yndislegt í svefninum. Munnvikin höfðu dregist lítði eitt niður á við, og bar það vott um hrygð hennar. Neðri augnahárin lágu þétt og líflaus á kinnunum, eins og á barni. Það hcfði verið erfið raun fyrir Nancy, ofan á missi hennar eigin þriggja barna, sem önduðust í móðurlífi, þrátt fyrir það að hún hafði lifað* rólegu lífi og þráð að verða móðir. Bruce gat ekki annað en viðurkent fyrir sjálfum sér, að Nancy hefði hagað sér í mesta máta kven- lega. Hún hafði borið móðurlega umhyggju fyrir barninu og í stað meðaumkvunar voru tilfinningar hennar breyttar í móðurlega ást, sem losnað hafði úr læðingi. Ekkert, sem í hennar valdi stóð að veita barninu, hafði hún látið vanta. Það var heldur ekki að undra, þó hún í nokkrum atriðum sýndi óþarfa eyðslu, þegar um aðbúnað barnsins var að ræða. Sjálf var hún upp alin í óhóflegum munaði, og því var ekki að undra, þó henni væri tamt að viðhafa óþarfa eyðslu, sem eðli- lega var vítaverð í sumra augum. Hún hafði haldið tilfinningum sínum í skefjum meðan barnið lifði og ekki látið andlát þess yfir- buga sig. Það, sem snerti tilfinningar mannsnis í hjólastólnum, var þrek hennar, þrátt fyrir vonbrigði og erfiði, og kom fram í hinni ó- venjulegu nærgætni gagnvart henni. Hefði hún farið að gráta upp um hálsinn á honum, hefði hann óttasleginn hrundið henni frá sér. Hún kom til hans, stilt og róleg, auðsjáanlega í því skyni, að vera í návist mannlegrar veru með harm sinn. Það var þetta, sem vakti sam- hrygð þá, sem hann sjálfur furðaði sig á, hve eðlilega birtist í framkomu hans gagnvart Nancy. Þetta alt hafði — þegar tekið er með i reikninginn alúð sú, sem hann sýndi við að biarga lífi barnsins — skapað band á milli þeirra, band, sem eðlilegur skyldleiki hefði getað myndað, en sem alt að þessu hafði vantað. XXIII. Patrick Spence sagði við frú Coon: “Þér hefir orðið að ósk þinni, frú Coon. Hvítu pilsin gera þér engin óþægindi í eld- húsinu hér eftir.” Frú Coon svaraði: “Þú heldur þó ekki, að eg sakni krakkans, vona eg, Patrick Spence. Nú líður því betur. Eg er viss um, að í æðum hans flaut slæmt blóð.” Pat: “Það fáum við nú aldrei að vita. En hvað sem því líður, þá er það dáið, og nú líður því betur en því gat liðið hér, þar sem öllum var sama um það, nema frú Ramsey.” Frú Coon: “Eg hlakka til þess, þegar hún fer úr þessu húsi. Að koma aftur og fá lækn- irinn til að sjá fyrir óþektu barni, mann, sem ekki getur hjálpað sjálfum sér! Slík ósvífni.” Pat: “Þetta segir þú af því að þú veizt ekki, hvað honum er fýrir beztu. Hann hefir líkst meir sjálfum sér síðustu viku en eg hefi séð hann gera í marga mánuði. Hann hefir borið umhyggju fyrir barninu, og það hefir fengið hann til að gleyma sjálfum sér.” “Frú Coon: “Eg vona, að hann hætti að hafa sér það til dægrastyttingar. Heldur þú að kona, sem málar sig í framan, viti hvað hon- um er fyrir bestu.” Pat — uppvægur —: “Það er leitt, að sumt fólk málar sig ekki í framan — málar framan í sig mannlegan góðleik. En hvað hinu við- víkur, þá er hún hvít, eins og snjór í dag.” Frú Coon: “Þessir karlmenn! Það er ekki að furða sig á því, þó konur leiki sér með þá. Eg er viss um, að þeir gera það að gamni sínu, að láta leika með sig.” Pat: “Eg ansa þér ekki einu orði.” Frú Coon: “Það gleður mig.” Patrick gengur út, því hann var í þann veginn að berja frú Coon, en stilti sig og tók það ráð að yfirgefa hana. XXIV. “Pat, skilaðu til frú Ramsey, að eg vilji finna hana.” “Já, herra.” Nancy var í annað sinn að taka dót sitt saman og láta það niður, í því skyni að fara. Ungfrú Schirmer fór daginn áður. Útför Rúf- usar var ekki fátækleg. Leyfi var fengið til að grafa hans jarðnesku leifar, hvar sem að- standendum hans kæmi saman um. Litlu kist- unni var komið fyrir í grafreit Bruce-ættar- innar í Mont Vermon, við rætur tígnarlegs trés, sem var sett til að skýla grafreitnum. Þannig var Rúfusi sýnd meiri virðing en hann hefði getað aflað sér á heilli æfi, þó hann hefði lifað. Patrick Spence ók með frú Ramsey, ungfrú Shirmer og litlu líkkistuna til stað- arins og öll stóðu þau með beygð höfuð meðan prestur, í fullum skrúða, bað bæn áður en líkið var lagt í jörðina. Það gladdi Pat, að honum virtist athöfnin hafa áhrif á ungfrú Schirmer, sem hann annars var nú ekki sér- lega hrifinn af. Hvað frú Ramsey viðvék, þá lýsti sér enginn harmur í látbragði hennar. Hún starði niður á kistuna, sem geymdi leifar Rúfusar, með djúpri alvöru og viðkvæmnis- svip. Pat tók eftir þessu með því að gjóta augunum til hennar, meðan á athöfninni stóð. En Pat grunaði það ekki, að með líkama Rúfusar greftraði Nancy í annað sinn litlu þrjú börnin sín, sem aldrei fengu að þekkja eins mikið af móðurumhyggju hennar og Rúfus, sem var arfþegi þriggja litlu andvana- fæddu barnanna. Pat hljóp upp á loft með skilaboðin, og bætti við frá sjálfum sér: “Eg held, með yðar leyfi, frú Ramsey, að læknirinn hafi fengið einhverjar slæmar fréttir með bréfapóstinum sínum í morgun. Eg vildi óska, að þér færuð ekki í dag, frú.” “Eg færi ekki ef hann þyrfti mín við, Pat, auðvitað ekki. Eða ef —”. En hún hætti við að segja: “ef hann óskað að eg væri lengur.” Hún vildi ekki segja það við Pat; þó fanst henni einhvernvegin, að Pat mundi gruria, að hana langaði til að vera lengur, en að hún gæti það ekki nema dr, Bruce léti í ljós, að hann óskaði þess.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.