Lögberg - 31.12.1942, Side 3

Lögberg - 31.12.1942, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. DESEMBER, 1942. 3 Rússneska leyni- vopnið Eflir Dyson Carter. (Þýtt úr “Russia’s Secret Weapon”) Jónbjörn Gíslason. Niðurlag. Meðan þessu fór fram í Þýzka landi, sat umheimurinn og beið og horfði á. Marga þeirra er þá voru áhorfendur og sáu ekk- ert athugavert í öllum þessum aðförum Nasista, mun samvisk- an nú brenna eins og eilífur logandi eldur. Ýmsir voldugir menn veittu Nasistum aðstoð með vinsam- legum ummælum, fjárframlög- um og áhrifum. Á hæstu stöð- um græddust þeim jafnvel vinir og samverkamenn. Aðvörunarraddir, er risu hærra og hærra hvaðanæfa, voru virtar að vettugi, þar til Nasistar höfðu alvopnast til fulls. Þá var alt um seinan. Þá sleppti Hitler haturs og eyðileggingaröflum sínum laus- um á mannkynið, eins og hann hafði margsinnis lýst yfir og lofað í æsingaræðum sínum. Með eldingshraða og svikum yfirvann hann þjóð eftir þjóð, eina í senn, en umheimurinn var sem rotsleginn og hafðist ekki að. Hinar yfirbuguðu þjóð- ir voru rændar og svívirtar, til uppfyllingar gamala og nýrra loforða Nasista, að útrýma eða hneppa í þrældóm allar þjóðir, utan sína eigin og breyta heim- inum í eina tröllaukna allsherj- ar þrælabúð. Hver þjóð er kosin var fyrir vopnið í hvert sinn, var sökuð um að sitja á svikráðum við Þýzkaland, þannig voru hinar mannskæðu árásir réttlættar. Hitler æpti til þess hluta heims- ins er enn var hlutlaus, að hanr, væri jafnaðarmaður, talsmaður verkamanna og bænda gegn auðvaldinu. Með slíkri ósvífni hugðist hann geta falið þann sannleika, að hann sjálfur og stigamannaflokktir hans voru talsmenn og fulltrúar stórauð- manna í Þýzkalandi, mannanna sem í raun og veru hafa fært Evrópu í vitfyrringa spenni- teyju og hrúgað blóði þvegnum peningapyngjum á altari mamm ons. Þá tóku Nasistar á sig gerfi forvígismanna mentunar og trú- arbragða, samtímis því er þeir tróðu á gröfum myrtra vísinda- manna, presta, og biskupa. Þannig sýndu þeir rótgróna fyrirlitningu fyrir öllum mann- legum skoðunum og tilfinning- um. Þeir hugðust geta tá^dregið mannkynið með slíku yfirskini. Þeir töldu það svo auðveldlega svínbeygt til jarðar og virðu- leika þess troðinn undir fótum En þar skjátlaðist þeim. Tékkó slóvakar urðu ekki tamdir með svipunni. Hryðjuverkin þögg- uðu ekki niður í Pólverjum. Grikkir og Júgóslavar létu hart mæta hörðu, þrátt fyrir marg- falt ofurefli. Hollendingar. Belgar, Frakkar og Norðmenn, geymdu minningu píslarvotta sinna, er með hreysti og hug- prýði létu líf sitt sem forsvars- menn síns föðurlands. Þegar Bretar afsögu að beygja sig fyrir hinni voðalegu stríðs- vél Nasista, var öllu afli henn- ar beint að Englandi, dag og nótt, vikur og mánuði, með ó- stjórnlegri grimd. En það mis- tókst. Þegar Japanar hófu árásina á Ameríku á ragmenna vísu, kusu nokkrir Bandaríkjasjóliðar held- ur að láta líf sitt, en hörfa und- an margföldum liðsafla. Amerískir hermenn og inn- fæddir Filippseyjabúar, héldu lengi uppi vörn gegn endalaus- um röðum gulra villimanna. England og Ameríka stóðu af sér hvert heljarhögg öxulríkj- anna og brugðu sér hvergi. Alt þetta var aðeins inngang- ur og forspil að þeim heljar- leik, er hófst þegar Hitler réðist á Rússland, með allan herafla og vopnaiðnað Norðurálfunnac að baki sér. Aldrei hefir slíkum herstyrk verið beint að einni einstakri þjóð. Aldrei hefir svo verið leitað snöggra bletta á tvö þúsund mílna langri víglínu. Jafnvel ekki á dögum Mongól- anna og Húnanna vóru slík grimdarog níðjngsverk framin, sem þar, verk er jafnvel óarga- dýr frumskóganna mundu blygð ast sín fyrir. Dauði og eyðilegging markaði slóð Nasista. Konur voru svívirt- ar og börn drepin, ekki aðeins í einstökum tilfellum, heldur í þúsundatali. Þeir þvinguðu sak- lausa menn í hundruðum þús- unda til að grafa sínar eigin grafir og skutu þá síðan; hundr- uð voru kviksett. Þeir smöluðu hundruðum barna til skólahúsanna og báru eld að. Þeir ráku þúsundir gamalmenna út í skóga í frost- hörðum stórhríðum, til að bera þar beinin. Með öxinni, snör- unni og skammbyssunni reyndu þeir að kúga Rússa, en það mis- tókst. Þegar rússneska þjóðin reis sem einn maður gegn innrás Nasista — til undrunar öllum heiminum — varð Hitler það ljóst, að framtíðardraumar hans mundu ef til vill fá óglæsilegri endalok en ætlað var. Á rúss- nesku sléttunum, hægði hin jötunelfda stríðsvél ferð sína smátt og smátt, þar til loks hún stóð kyr með öllu, steinsnar frá Moskva og Leningrad. Á níu mánaða hildarleik, fórnaði Hitler fleyri mönnum í Rússlandi, en Vilhjálmur á öll- um fjórum árum fyrri ófrið- arins. Rússneskir hermenn, flug- menn, leyniskyttur, konur, börn og unglingar, féllu hundruðum þúsunda. Nasistar æddu yfir heila landshluta og lögðu í auðn. Rauða hernum var þröngvað aftur á bak, en hann var aldrei sigraður, víglínan brast aldrei. •f -f ♦ í undanförnum köflum höf- um við séð hvernig Rússar um tíu ára skeið, útbjuggu sig fyrir þetta mót, er þeir vissu að koma WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanted — Age limits 18 to 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Womens Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Get in Line — Every Fit Man Needed Age limits 18 to 45 War Veterans up io 55 needed for VETERAN’S GUARD (Active) Local Recruiting Representative mundi fyr eða síðar. Þeir vissu að þeir yrðu þvingaðir til að mæta á hólmi mestöllum her og iðnaðarafla Norðurálfunnar, þar til yfir lyki hver banaorð bæri af hinum. Þá smíðuðu þeir þann vísindalega álagahjör, er hvergi nemur í höggi staðar. Vísindin gengu í~ þjónustu iðn- aðarins og hermálanna; þau eru vopnið, sem gjörir Rússa ó- sigrandi í dag og alla komandi daga. Þeir eru bandamenn okkar í dag og við höfum veitt þeim lið eftir mætti. Látum okkur nú líta í spegil er sýnir okkur rétta og sanna mynd. Hvers vegna hugsum við og berjumst á annan veg, en rússneska þjóðin? Mestu stjórnmálamenn okkar fylgja framþróunarhugsjóninni ^ð málum. Sáttmálar eru dregn- ír fyrir væntanlegri samvinnu þjóðanna í framtíðinni. Frægir ræðumenn heimta frelsi fyrir alla; frelsi frá hungri og harð- rétti; frelsi með fullri trygg- ingu fyrir alla; frelsi fyrir all- ar undirokaðar þjóðir; frelsi hugarfars og samvisku. Þrátt fyrir allt þetta, grípur hrifningin ekki huga okkar og sálir; ímyndunarafl okkar end- urskín ekki við þessa vitran um nýja veröld. Við erum óráðn- ir. Hver er munur okkar við- horfs, eða rússnesku þjóðarinn- ar. Hversu mjög sem við reyn- um að snerta lögun og form, hinnar nýju veraldar, sem okkur er lofuð, getum við ekki þó líf okkar lægi við, greint höfuðlín- urnar, svo óljósar eru þær. Aft- ur á móti hafa Rússar sjálfir bygt og búið til sína framtíðar- veröld með eigin höndum. Sam- tímis því er við þráum og von- um, gagnvart spursmálum fram- tíðarinnar, hafa þeir vissuna og sannleikann í því efni. Við þörfnumst innblásturs og vitrana á sama hátt og þeir; okkur er ekki nægilegt að berj- ast gegn villimenskunni fyrir okkar gömlu lifnaðarháttum. Til þess að vinna þetta stríð og friðinn með, verðum við að vera hjartanlega sannfærðir um nýtt líf og nýjann heim. Við verð- um að sjá fyrir enda allrar undirokunar. Við verðum að á- byrgjast að Nasistar og allir þeirra andlegu skilgetningar verði afmáðir af jörðinni fyrir fult og alt. Um þann málstað stöndum við og Rússar sameinaðir; við réttum þeim vinar og bróður- hönd. Við erum tengdir þeim óslítandi blóðböndum. Miljónirn ar er dáið hafa á vígvöllunum í austri, hafa einnig dáið fyrir okkar málstað. Þeir eru hetjur í sjálfum dauðanum; minning þeirra er ódauðleg. Blóð þeirra slær í æðum framtíðarinnar. ENDIR. Til vina okkar í Banda- ríkjunum og Canada Jólin eru í nánd. Engin önn ur árstíð flytur okkur éins margar hlýjar andurminningar frá liðinni tíð eins og Jólin, og aldrei finst okkur bönd vin áttu og félagsskapar við fjar- læga vini sterkari. Um jólin langar okkur til að geta tekið í hendina á þeim öllum og þakkað þeim fyrir alt og alt Vingjarnleg orð, hlýjar hugsan- ir og velgjörðir. Þessar eru til- finningar okkar þegar við hugs- um til hinna mörgu vina okkar í Ameríku. Við gleymum ykkur aldrei og vonum, að sjá ykkur aftur síðar meir. Úr heimili okkar er alt gott að frétta. Allir eru við góða heilsu. Börnin vaxa hraðförum, Dream World By Helen Swinburne. Beyond the hold of stern reality The unending regions of a dream-world lie: ’Tis but a step To fare; untrammelled I Rove therein with Nanna, daughter of Nep; Upon her carpet shining buttercups Pour their golden thanks unto the sky; And here and there a jewelled butterfly Alights and sups On blossom-laden bough; The rose, the lily, one with another vie, But fairer far than these Blooms Baldur’s brow. Now like a passing cloud rent in twain And changing form, my fleeting phantasm fades And shapes again; I pass down green by-ways, through mossy glades, Where vibrant notes in wild crescendoes rise From feathered throats; where dove coos to dove; And Idunn, spirit of eternal spring Listens to the voice of Bragi sing A song of love. No swifter wings could beat the air than these Dream-wings which bear me on their powerful flight And poise where I can hear the restless sea’s Unceasing song; There Aegir’s helmet riseth dark as night; And Ran moves nigh, icy-lipped and wan, Guarding her secrets, sheltering her hosts, Flinging her molten silver to the dawn. And far above the seething waves that lash And fret against the lonely rocks, I see The mighty boughs of the Yggdrasill tree, Life-giving ash Nurtured by the sacred well of Urd; And I behold the flash Of shining shuttles where the Norns are weaving Men’s destinies; the pattern of the Past, Age-mellowed, fades into obscurity; The Present, weaving fast, And faster still, Brings forth a pattern lit with lurid flame At Orlog’s will; But, lying unwoven in the Future,s hold, Gleams thread of Gold. O dream-world, with thy fountains ever-flowing, The boundless realms, thy blossoms ever-blowing, Thy wealth untold, Give back to us our fairest thoughts and longings Forged in finest mould. og hafa enn ekki gleymt slétt- unum vestrænu. Fréttri úr nýlendum íslend- inga eru okkur ávalt kærkomn- ar. Stundum óskum við okkur á samkomur ykkar eða heim á heimili ykkar. Okkur dylst ekki, að margir ykkar eigið við mikla erfiðleika að búa, en við vitum líka að þið mætið þeim með hugrekki og vinnið af alefli að hinu góða málefni, sem við öli vonum að endi í sigri. Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og þökk- um fyrir alla góðvildina á lið- inni tíð. Leifsgötu 16, Reykjavík 8. des., 1942. Þóra Einarsdóttir Jakob Jónsson. Um fegurð Fegurðin er eitt af þeim við- fangsefnum, sem jafnan hefur orðið mönnum óþrotlegt aðdá- unar- og umræðuefni, í hverju sem hún hefir verið fólgin. Héi fara á eftir ummæli nokkurra nafnkunnra manna um fegurð- ma: Aristoteles sagði: er guðs gjöf. Fegurðin Francis Bacon sagði: — Engin frábær fegurð er til án einhvers ósamræmis í hlutföllum sínum. Dásamlegasti hluti fegurðarinn- ar er sá, sem mynd fær ekki sýnt. John Cotton Dana sagði: — Fegurðin á ekki neitt skylt við fjármuni, sjaldgæfi né tímabil. Emily Dickinson sagði: — Feg urð stafar af engu nema sjálfri sér. R. U. Johnson sagði: — Feg- urðin er bros guðs, músikin er rödd hans. Oscar Vilde sagði: — Fallegt er það eitt, sem okkur er óvið- komandi. Thomas Fuller sagði: — Feg- urð án yndisþokka er eins og ilmlaus fjóla. Leo Tolstoy sagði: — En sú dæmalausa fásinna að ímynda sér, að fegurð eigi nokkuð skylt við gæði. Cangreve sagði: — Fegurðin er eitur elskhugans. John Donn sagði: — Ást, sem byggð er á fegurð, visnar brátt eins og fegurðin sjálf. Edward Moore sagði: — Feg- urðin hefir vængi og flýgur of fljótt burt. Samuel Johnson sagði: — Ó, hve margt illt er sprottið af fegurðinni. Borgið Lögberg! Business and Prc ifessional Cards WINNIPEG CLINIC Thorvaldson & Vaughan & St. Mary’s Eggertson Dr. P. H. T. Thorlakson LögfræOingar Phone 22 866 • 300 NANTON BLDG. , Res. 114 GRENFELL BLVD. Taisimi 97 024 Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. DR. A. V. JOHNSON LIMITED Dentist 308 AVENUE BLDG., WPG. • Pastelgrnasalai-. Leigja hús. Ot- 606 SOMERSET BLDG. vega penlngalán og eldsábyrgS. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Telephone 88 124 Phone 26 821 Hbme Telephone 202 398 Peningar til útláns ST. REGiS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. • pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar INTERNATIONAL LOAN Herbergl $2.00 og þar yfir; með COMPANY baðklefa $3.00 og þar yfir 304 TRUST & LOAN BLDG. Ágætar máltíðir 40c—60c Winnipeg Free Parking for Guests DR. B. J. BRANDSON DRS. H. R. and H. W. 216-220 Medical Arts Bldg. TWEED Cor. Graham og Kennedy Sts. Tannlœknar Phone 21 834—Office tfmar 3-4.30 • • 4 06 TORONTO GEN. TRCSTS Heimili: 2i4 WAVERLEY ST. BUILDING Phone 403 288 Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg, Manitoba PHONE 26 545 WINNIPEO Legsleinar A. S. BARDAL sem skara framúr Úrvals blágrýti 848 SHERBROOK ST. og Manitoba marmari SkrifiO eftir vertfskrd Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar GILLIS QUARRIES, LTD. minnisvarða og legsteina. 1400 SPRUCE ST. Skrifstofu talsími 86 607 Wlnnipeg, Man. Heimilis talsími 601 562 DR. A. BLONDAL DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef Physician & Surgeon og hálssjúkdðmum 216-220 Medical Arts Bldg. 602 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham & Kennedy Sími 22 296 Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 Skrifstofusfmi 22 251 Heimllissími 401 991 Arthur R. Birt, M.D. Dr. S. J. Johannesson 606 MEDICAL ARTS BLDG. Winnlpeg 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Lœkningastofu-slmi 23 703 Heimilissimi 46 341 Talslmi 30 877 SérfrœOingur i öllu, er aO • húOsjúkdómum lýtur Viðtalstlmi 3—5 e. h. Viðtalstími: 12-1 og 2.30 U1 6 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 islenzkur lögfræOingur • Dr. L. A. Sigurdson Skrifstofa: Roora 811 McArthur 109 MEDICAL ARTS BLDQ. Building, Portage Ave. P.O. Box 166* Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Phones 95 052 og 39 043 and by appolntment

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.