Lögberg - 28.01.1943, Side 5

Lögberg - 28.01.1943, Side 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 28. JANÚAR, 1943. 5 heima í umdæmi samlagsbúsins er gefið nýtt Ihús er það giftist, sem heimili fyrir sig og væntan- lega fjölskyldu sina. Sameignarbúskapar fyrirkomu- lagið, er blátt áfram búskpar fyrirkomulag, þar sem allir bændurnir vinna saman hver öðrurn til styrks og veliferðar. G. E. Eyford þýddi. Menning íslands og Bandaríkjanna Stefán Einarsson prófessor gefur Yfirlýsingu í Ballimore. Stefán Einarsson prófessor, hinn nýi ísl vararæðismaður í Baltimore, gaf 6. okt. út ýfir- lýsingu, þar sem hann sagði, að velhepnuð vörn “Gíbraltar norð- urhafa” sé mikilsvirði fyrir varð veizlu hinnar gömlu menningar og tungu Islendinga. “Eg hefi kennt íslenzku við Johns Hopkins háskólann í 15 ár, og hefi þannig eytt mörgum árum til að efla menningarsam- böndin milli föðurlands míns og Bandaríkjanna. Nú þegar föðurland mitt hefir heiðrað mið með því að trúa mér fyrir vararæðismanns starfinu í Baltimore, mun eg að sjálfsögðu leggja mig fram til að bregðast ekki vonum þess. Islendingar búa í landi, sem er mikilvæg bækistöð fyrir Bandamenn, en þeir eiga einn- ig þúsund ára menningu og varðveizla hennar hefir auð- sjáanlega verið forlög íslands. Það er þessi menning, sem varðveizt hefir í fornbókment- unum, sem gefið hefir Norður- löndum sérkenni meðal annara þjóða. Það er einnig vegna menn ingar sinnar sem íslenzka er kennd í um 30 háskólum og skólum í Bandaríkjunum. Fyrir íslendinga, er vörnin ekki aðeins vörn Gíbraltar norð- urhafa, heldur einnig vörn þjóð- inni til handa og varðveizla á hinu þúsund ára gamla máli og menningu þess. Allir hugsandi þjóðræknir íslendingar vilja samvinnu við Bandaríkin og hjálpa þeim til að ná þessu takmarki. Ef Bandaríkjunum heppnast í þessum framkvæmd- um, munu íslendingar verða þeim eilíflega þakklátir. Stefán Einarsson prófessor er nýkominn til John Hopkins frá Cornellháskólanum í Ithaca N. Y., þar sem hann hefir verið í sumar að skrifa kennslubók í íslenzku. Alþbl. Aðalfundur prestafélags Austurlands Fundurinn samþykkti að bind- ast samtökum um að siðbæta stjórnmálin. Aðalfundur prestafélags Aust- urlands var að þessu sinn-i hald- inn að Ketilstöðum á Völlum dagana 11.—12. okt. 1942. Eftir byrjunarstörfin hóf séra Sigurjón Jónsson frá Kirkjubæ umræður um prestkosningalög- in og eftir nokkrar umræður samþykkti fundurinn einróma svohljóðandi fundarályktun: “Aðalfundur Prestafélags Aust urlands telur núgildandi prest- kosningalög algjörlega óviðun- andi jafnt frá siðferðislegu sem stéttlægu sjónarmiði séð. Pundurjinn skorar því ein- dregið á kirkjustjórnina að beita sér fyrir því, að núgildandi prestkosningarlög verði hið fyrsta numin úr gildi. í þeirra stað fái söfnuðir, er prestakall losnar rétt til að kalla sér prest og sé sú köllun bundin við vilja meiri hluta safnðar. Verði prestur við köllun, send- ir biskup köllunarbréfið til ráðu- neytisins og veitir þá þegar embættið samkvæmt því. Hafi söfnuði þar á móti ekki tekist að kalla sér prest, skal biskup setja prest til að þjóna presta- kallinu 1 ár. Hafi köllun eigi tekist innan þess tíma, skal biskup auglýsa brauðið til um- sóknar og veita það að öðru jöfnu samkvæmt embættis- aldri.” Séra Pétur Magnússon að Vallanesi hafði framsögu um “Prestar og stjórnmál.” Að umræðunum loknum var samþykkt eftirfarandi fundar- ályktun: “Aðalfundur Prestafélags Aust urlands lítur svo á, að nauðsyn beri til þess að prestar lands- ins bindist samtökum um raun- hæfari aðgerðir að hálfu presta- stéttarinnar en beitt hefir verið, til þess að vinna gegn stjó^n- málaspillingu þeirri, sem er nú orðin ein mesta hindrun gegn því, að starf prestanna fyrir trú og siðgæði beri tilætlaðan árangur.” Þriðja umræðuefni fundarins var “Húsvitjanir”. Séra Jakob Einarsson pró- fastur flutti fyrirlestur um þsér, en að honum loknum var eftir- farandi fundarályktun gerð að undangengnum umræðum: “Fundurinn telur húsvitjanir presta til blessunar, séu þær vel ræktar og telur sjálfsagt, að prestaköllin séu ekki stærri en svo, að þeir geti rækt þær sem bezt.” Alþbl. Ekki batnar það enn Ásóknarafl og varnarafl hafa verið uppáhalds leikspil frá byrj- un veraldar, og haldast i hendur enn. Þeim heiðvirðu herrum, sem hlut eiga að máli viðvíkjandi þessum vísnastefum, sem komu á prent 10. september s.l., frá herra Finnboga, eða sem svor Eins og eg hefi getið um áður kom mér ekki í hug að gera þetta að kappsmáli á einn eða annan hátt. En hitt finst mér réttlátt að eg fái að gera grein fyrir máli mínu til skýringar. Eg bað i seinustu grein minni, “Kveðjuorð” í þá átt, að hver gæti skýrt frá, hver hefði frum- ort þessi stef, og hvað þau væru gömul, og einnig hvað mörgum breytingum þau hefðu tekið síð- an þau voru upphaflega ort.. En rui bæti eg við: Ef þau hefðu átt eins mörgum breytingum að fagna i næstliðin fleiri hundruð ár — (því þau eru að fullum lík- indum frá söguöldinni), eins og þau haifa nú orðið að verða fyr- ir i næstliðna 4 mánuði, þá er ekki að undra þó alt sé orðið á ringulreið, hæði stefin og ráðn- ing þeirra. Hver getur nú sagt hvernig þau voru upplhaflega ort? Nei, mínir kæru, það hefir enginn ykkar sannað það, og að fullum líkindum getur það eng- inn, — það fylgir ekkert sann- leiksgildi til fullnægingar því þó eintj.°n þessi dembi þeim sleggju- dóm, “svona lærði eg það, og svona er það rétt ráðið, eg lærði það fyrir 60 og 70 árum. Bara segja eins og kerlingarnar forð- um, sem sögðu: “Klipt var það og skorið,” og stöguðust á því. Alt þessháttar eru bara máttlaus vindhögg út i bláinn, sem hafa ekki nægilegt sönnunargildi til verðlags í þessu máli enn. Alveg er eins eð staðhæfinguna í Eiríks Briems bókinni. {íirikur Briem þurfti ekki að leggja langa lykkju á teið sína til að yrkja stöku, ef honum bauð svo við að horfa, til varnar málstað sin- um til fulltingis, enda ekki illa í ætt skotið til þess, — og að fulíum líkindum eins metorða- gjarn, eins og mér finst flestir heldri menn séu. Það er stór- merkilegt að engum skuli hafa dottið til hugar að geta hver helmingurinn það var af öndinni, sem átti að nota!! til fullrar skýr- ingar, þó eg segi nú — til máls- bótar minu máli — eg heyrði þessi stef á barndómsárum mín- um frá görnlum, greindum fræði- manni, sem var talinn marg- fróður um ýms efni. Eg man vel að hann talaði um fingrarím, gyllinital, hátttal, álnatal og stjörnuheiti og fleira, en hann talaði aldrei um hálfrar andar fræði!! En eg man greinilega að það var verið að ráða þetta völ- undarverk svokallaða, og gátan var ráðin án þess að raska tölu titlinganna. Þetta að framan sagða er vel til varnar í máli mínu. En þó er það ekki fullgildandi að heldur, og þó eg hefði bækling þann hinn fróðfega, sem var prentaður í Viðeyjarklaustri 1830 fyrir hendi, til sannleiksgildis framsögn minni, þá er það bara svo langt aftur í tímann og ætti að vera eins mikils virði og Briems bókin. Svo samkvæmt þ\d bezta sem eg kann skil á, skoða eg frú Pálsson eiga heið- urinn aif ráðningu gátunnar. Auðvitað geng eg ekki að þvi gruflandi að hún hefir farið í búr til búanda síns, sem er ekkert út á að setja. Mér sannast að segja finst mjög aumkunarvert og meira að segja hlægilegt örþrifa- páð að skera í sundur lifandi skepnu til úrlausnar máli sínu; væri likara að 12 til 14 ára skóla- nemi hefði gert svoleiðis axar- skaft. Bara í bróðerni verð eg nú að isamgleðjast með ykkur ö.llum, sem hafið þetta ótakmarkaða skilningstré, að mata bæði sjálfa' ykkur og aðra á. — Það verður ekkert ágreiningsefni að ráða eftirfylgjandi gátu: “Æti gekk út af etanda og sætleiki út af hinum sterka.” Ráðið þið hana fljótt. Það má ei vera eins viinda bert varðmálið i henni eins og hinni. Með vinsemd, Jón halti. Hroðalegt brunaslys Hroðalegt slys af völdum bruna varð hér í ibænum í gærmorgun klukkan um 10. Ein kona brendist svo mjög, að henni var vart Ihugað liif í gærkveldi, er Alþýðublaðið frétti siðast, en önrnur kona brendist minna og er ekki talin í lífshættu. . Atburður þessi varð, eftir þvi sem næst verður komist, með þessum hætti: Um klukkan 10 í gær morgun fór Hólmfríður Eyjólfsdóttir, sem bjó i kjallara hússin§ Fálka- gata 26, inn í miðstöðvarherbergi til þess að kveikja upp. Olía hefir verið notuð við uppkveikju í miðstöðinni, enda var þarna fimm lítra brúsi sem næst fullur af olíu. Hólmfríður mun hafa skvett olíu í miðstöðvareldstóna, en sennilega hefir leynst glóð í öskunni, þvi að þarna varð sprenging og hefir eldsloginn staðið fram úr miðstöðinni og kviknað samstundis i fötum konunnar. Hólmfríður hljóp óðara út og kom þá henni til hjálpar kona, sem líka býr þarna í húsinu, Sólrún Elín Rögnvaldsdóttir að nafni, en hún var að þvo þvott í skúr, sem stendur þarna á lóð- inni. Heyrði hún hljóðin i Hólm- fríði og mætti henni í kjallara- dyrunum, og loguðu þá á henni öll fötin. Sólrún reyndi að stöðva Hólmfriði, þvi að hún vissi af sæng, sem verið var að viðra og hékk þar á grindverki. Ætlaði ihún að vefja sænginni utan um Hólmfríði, en réði ekki við konuna og varð að sleppa henni. En við það að taka utan um hana brendist Sólrún á báð- um höndum, einkum þó á ann- ari. Maður Sólrúnar, ólafur Stef- ánsson, heyrði hljóðin i konu sinni og hljóp út. Sagði hún honum þá hvers kyns var. Hann greip strax sængina og fór á eftir Hólmfríði og kom að henni, þeg- ar hann komst fyrir húshornið. Voru þá brunnjn af henni öll föt, en líkami hennar var allur skað- brendur. Sveipaði ólafur sæng- inni utan um hana. Meðan á þessu stóð hafði fólk, sem var þarna i grend, hringt til þess að reyna að ná í lækni, en það reyndist ekki mögulegt. ólafur hringdi þá á slökkvistöð- ina og lögreglustöðina. Annar maður þarna í húsinu bar Hólm- fríði inn, en í þeim svifum kom sjúkravagninn og var hún sam- stundis flutt í Landsspítalann. Var hún þá með meðvitund. Sól- rún var flutt í Landakotsspítala og hafði hún litið brenst nema á höndum. Hólmfríður er 50 ára gömul. Hún bjó þarna í kjallaranum ásamt fjórum börn- um sinum, sem eru á aldrinum 6—16 ára.—Alþbl. 9. des. Verksmiðja í Hamrahöll Síðastliðið vor var krónprins Svía viðstaddur vígslu nýstár- legrar verksmiðju í Svíþjóð. Verksmiðja þessi er bygð inn í hamrahlíð og er það Bolinder Munktell, hin kunna vólaverk- smiðja, sem hefir látið gera hana. f sænska hlaðinu “Utlands- Svenskaren” isegir svo frá verk- (smiðju þessari: “Það sem Bolinder-Munktell hefir látið gera hér er ekki aðeins undravert, heldur er hér e. t. v. um að ræða byltingu á sviði byggingatækninnar. Með því að sprengja bergið að innan og koma Iþar fyrir verktækjunum verður ihægt að vernda mikil efnisleg verðmæti og veita starfs- mönnum öryggi^ styrjaldartim- uin. Þegar þar við bætist, að verksmiðjubygging sem þessi hefir ýmsa kosti fram yfir aðrar verksiniðjur, jafnvel á friðartím- um, þá er óhætt að fagna þessari nýbreytni með sérstakri ánægju. Þar sem nóg er af hamrahlíð- um hér í Sviþjóð, þá verður í raun og veru ekki dýrara að sprengja verkstæði inn í hamr- ana heldur en reisa þau á venju- legan hátt. Það segir sig sjálft, að viðhaldskostnaður hamra- bygginga verður tiltölulega lítill. Og sem salarkynni er óhætt að gera ráð ifyrir, að verkstæðin standi í þúsundir ára, — ef þau ej'ðileggjast þá ekki í jarðskjálft- u m. Sérstakar ráðstafanir eru gerð- ar til þess að verjast gashernaði, en í þessum ráðstöfunum felst einnig, að hægt er að koma í veg fyrir, að nokkurt loft berist utan að. Af þessu leiðir aftur á móti að brunahættan verður mjög lít- il. Vatn berst að verksmiðjunni um brunn, sem sérstaklega hefir verið borað fyrir með demants- bor. » Oftlega reynast venjuleg verk- stæði köld og næðingasöm um vetur og heit og loftlítil á sumr- in. Rakinn er mikill og óþægi- legur fyrir starfsfólkið á sumrin. En á þessu er ráðin bót í hamra- byggingunum með sérstaklega hentugum lofttemprunartækjum, sem stilt eru þannig, að stöðugt berst að nýtt loft, siað, temprað og með vísindalega ákveðnum raka, og sem dreift er algerlega jafnt um vinnusalina. Ekki er völ á tækjum, sem hentugri eru til þess að vernda starfsliðið fyr- ir eiturgasi á striðstimum. Jafn- vel þótt gas hafi lagst yfir alt umhverfið, getur starfsfólkið verið algerlega óhult. Fyrir ljósuin er séð á nýtísku hátt. Notaðir eru svokallaðir dagsljóss lampar, sem eru nokk- uskonar sambland úr kvikasilf- urskonar sambland úr kvikasilf- Að vísu geta dagsljóss lamparn- ir ekki komið í stað sólarljóssins, en verkamennirnir búa heldur ekki í vinnustöðvunum og það er algert vafamál, hvort gildi sólarljóssins sem heilsulindar sé svo mikið i vinnustöðvum hér hjá okkur, að ekki sé hægt án þess að vera. Mikinn hluta árs- ins kemst sólin ekki nema stutt- an spöl yfir sjóndeildaPhringinn. Einnig ber að ihafa í huga, að heilsusamlegustu sólargeislarnir, últrageislarnir, komast ekki í gegnum venjulegt gluggagler. Bolinder-Munktell félagið hef- ir kvnt sér þetta og komist að þeirri niðurstöðu ,að sólarljósið, sem kemst inn i hin venjulegu verkstæði okkar, er ekki merki- legra í eðli sinu en það ljós, sem hægt er að framleiða um tiltölu- lega einföldum glóðarlömpum. Enginn vafi er á því, að öll úrlausnarefni, sem lúta að heil- brigði og hreinlæti, hafa verið leyst í hamrabyggingu Bolinder- Munktell á fullkomlega viðun- andi hátt. Hið sanna er, að Bo- linder-Munktell hefir með ný- lundu þessari tekist að skapa vinnustað, sem er betur útbúinn um alt, er lýtur að heilbrigði rínnufólksins, heldur en á sér stað í þúsundum annara vinnu- stöðva. En Bolinder-Munktell hefir ekki aðeins haft iheilhrigði starfs- fólks síns fyrir augum. Það hef- ir einnig lagt alúð við að stuðla að því, að starfsfólkið þrífist og dafni. * Yinnustöðvarnar eru klæddar að innan með ljósu masonite. Vélarnar eru málaðar með ljósum lit. Á veggjunum eru hingað og þangað lítil, fer- köntuð útskot, sérstaklega lýst og með tilbúnum blómum og er það undravert, hve mjög þau Hkjast venjulegum gluggum með útsýni út i bláan himingeiminn. útvarpstækjum hefir verið kom- ið fyrir, svo að verkamennirnir fái notið tónleika við vinnu sína. Og þegar á alt þetta er litið verður að hafa það hugfast, að kostnaðurinn við að ljúka verk- stæði þessu varð ekki meiri held- ur en við tilsvarandi “ofanjarð- arverkstæði.”—Lesbók. Innköllu nar men n LÖGBERGS Amaranth, Man Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Magnús Einarsson Baldur, Man Bantry, N. Dakota ....Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash Blaine, Wash Brown, Man Cavalier. N. Dakota B. S. Thorvaldson Cypress River, Man Dafoe, Sask - Edinburg, N. Dakota Elfros, Sask ..Mrs. J. H. Goodman Foam Bake, Sask Garöar, N. Dakota Gerald, Sask I Geysir, Man Gimli, Man O. N. Kárdai Glenboro, Jían Hailson, N. Dakota Hayland P.O., Man Magnús Jóhannesson Hnausa, Man Husavick, Man Ivanhoe, Minn ..Miss Palina Bardal Iiandahar, Sask Gangruth, Man I.eslie, Sask Lundar, Man IMlnneota, Mlnm. . . ■ - JMlss Pallna Bardal Mountain, N. Dakota Mozart, Sask • Otto, Man Point Roberts, Wash Reykjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wash J. J. Middal Selkirk, Man S. W. Nordol Siglunes P.O., Man Magnús Jóhannesson Svold, N. Dakota B. S. Thorvardson Tantalion, Sask Upham, N. Dakota ..Einar J. Breiðfjörð Vogar, Man .Magnús Jóhannesson Westboume, Man Winnipeg Beach, Man O N. Kárdai Wynyard, Sask royoYVT>yTWTVovYVVoyAVryiVO>WMVMyoK ^ERZLUNARSKÖLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar. XWAAWAWAAAWMMAAAAPAAAAMAWAMAAMMy

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.