Lögberg - 18.02.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 18.02.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. FEBRÚAR 1943. 3 Séra Níels Steingrímur Thorláksson 1857—1943 Helzlu æíialriði. Hann var fæddur að Stóru-Tjörnum í Þingeyj- arsýslu, 20. janúar 1857. Foreldrar hans voru þau Þorlákur Jónsson og kona hans Lovísa Níelsdóttir. Árið 1873 fluttist hann með foreldrum sínum vestur um haf. Settist hann að fyrst um sinn hjá Haraldi, eldri bróður sínum, sem áður var kominn vestur og átti heima í borginni Milwau- kee, Wis. Vann hann þar á verksmiðju rúmlega ár- langt. Um haustið 1874 fluttist hann með foreldr- um sínum norður í Shaw- ano County, Wisconsin, og vann þar við skógarvinnu um hríð. Veturinn næsta eftir naut hann tilsagnar undir skóla hjá Páli bróður sínum, sem þá var orðinn prestur á meðal Norðmanna þar nærlendis. Haustið 1875 innritaðist hann í latínuskólann í Decorah, Iowa, og lauk þar prófi (B.A.) árið 1881. Því næst dvaldi hann um skeið að Mountain, N. D. hjá Páli bróður sínum, sem þá var þar þjónandi prestur. Var hann fyrsti skólakennari í bygðinni og fyrsti friðdómari þar. Um sumarið 1883 sigldi hann til háskólans í Oslo, Nor- egi, og las þar guðfræði í fjögur árs unz hann lauk prófi árið 1887. Samsumars kom hann aftur vestur um haf, og tók þá köllun íslenzku safnaðanna í Lincoln og Lyon County, Minnesota. Var hann prestvígður af séra Jóni Bjarnasyni, sem þá var forseti kirkjufélagsins 21. ágúst 1887. Fór sú at- höfn fram að Mountain, N. D. Söfnuðum sínum í Minneota þjónaði hann fram að árinu 1894, en þá tók hann köllun norskra safnaða í Park River, N.-Dak. Aldamótaárið tók hann köllun Selkirk safnaðar, og starfaði þar síðan sam- fleytt fram að 40 ára vígsluafmæli sínu 21. ágúst 1927. Sagði hann þá af sér, kvaddi söfnuð sinn, og hefir síðan dvalið hjá börnum sínum til skiftis. Árið 1929—’30 dvöldu þau hjónin hjá syni sínum í Japan. Hann hefir á ýmsum tímum skipað allar þær helztu , trúnaðarstöður og embætti, sem hinn kirkjulegi félagsskap- ur vor átti ráð á, og hefir vald til þess að veita. Hann var skrifari kirkjufélagsins 1888—93; varaforseti þess 1899—1915; forseti þess 1920—23; árið 1940 var hann kjör- inn heiðursforseti félagsins, og skipaði það sæti til æfiloka. Hann var formaður fræðslumálanefndar félagsins 1913—’21, og meðlimur framkvæmdarnefndar 1921—1927. Hann var ritstjóri Kennr.rans 1902—1905; Barnanna 1905—1908; Fram- líðarinnar 1908—1910. Hann átti jafnan sæti í útgáfunefnd kirkjufélagsins og lagði drjúgan skerf til undirbúnings sálmabókarinnar, sunnudagaskólabókarinnar, og bandalags-söngvanna. Hann samdi fjölda fyrirlestra, og ritaði um ýmsar hliðar kirkju- legra áhugamála í Aldamót, Áramót og Sameininguna. Fyrri árgangar þessara tímarita bera ljósan vott um frjóan anda hans og lipran penna. Hann var um langt skeið meðlimur í skólaráði Selkirk-bæjar, og átti. um hríð sæti í miðstjórn National Lutheran Council. Árið 1939 var hann að tilhlutun Islands stjórnar skipaður Riddari af Fálkaorðunni af kon- ungi íslands og Danmerkur. Árið 1888 giftist hann Eriku Christofu Rynning, norskri konu af göfugum ættum. Lifir hún mann sinn ásamt sex börnum þeirra. Eru þau: Séra S. O. Thorláksson, Berkeley, California; Dr. Fred Thorláksson, Seattle, Wash., Dr. P. H. T. Thorláksson, Winnipeg; Hálfdan Thorláksson, verzlunar- maður í þjónustu Hudsons Bay félagsins í Vancouver, B. C., Margaret, kona séra Haraldar Sigmar, Mountain, N.-Dak. og Erika, kona Harold Eastvolds, lögfræðings í Canton, S.-Dakota. Hann lætur einnig eftir sig 17 barnabörn, tvö þeirra pilta í sjóher Bandaríkjanna, og tvö barnabarnabörn. Nokkur síðastliðin ár dvaldi hann á sumrin að Mounta- in, en vetrarsetu hafði hann í Canton, S.-D. Þar flutti hann síðustu prédikun sína, 27. desember 1942. Þar lézt hann eftir stutta legu á mánudagsmorguninn 8. þ. m. Voru þá liðin rúmlega 86 ár frá fæðingardegi hans, en 55 ár frá því er hann tók prestvígslu. Niðurlagsorð sálmsins alkunna lýsa maklega hlutskifti hans, lífi hans og starfi: “Gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í húsi drottins bý eg langa æfi.” v. J. E. Sameiningin. Kveðjumál Flutt í Fyrstu lút. kirkju, Winnipeg 12. febr. 1943. AS lifa er mér Kristur. að deyja er mér ávinningur." Fil 1:21 Séra Steingrímur er dáinn! Er þessi fregn barst norður hingað á mánudaginn var, setti margá hljóða. Fregnin hrærði djúpa strengi í hjörtum fjölda manna til innilegrar hluttekningar og djúprar sam- uðar með hinni aldurhnignu ekkju hans og öðrum ástvin- Um; hún rifjaði upp óteljandi þakklátar minningar, sem standa í sambandi við líf hans og starf. Guð hefir gefið okkur Islendingum hér fyrir vestan haf, marga ágæta menn, menn sem hafa markað djúp spor í menningarsögu uhkar, og haft blessunarrík áhrif fyrir samtíð sína, og jafnvel fyrir komandi kynslóðir. Séra Steingrímur var tvímælalaust einn þeirra, sem framarlega má telja í fylk- lngu okkar beztu manna. Það er því eðlilegt að oss setji hljóða þegar oss berast fregnir um burtför slíkra manna af sviði jarðlífsins. Oss finst í bili að við séum fátækari en eha; vér getum þess vegna ekki að því gjört að við hryggj- urnst, jafnframt því sem við lofum og þökkum. Vissulega eigum við Vestur-íslendingar margs að minnast og margt að þakka, í sambandi við líf og æfistarf séra Steingríms. Við í þessum söfnuði, og Winnipeg-íslendingar yfirleitt, virðum þess vegna og þökkum fjölskyldu hins framliðna þá hugulsemi að ráðstafa því svo að vér höfum tækifæri til þess að þakka honum og kveðja hann á þessum stað. Hann var nágranna prestur þessa safnaðar í 27 ár. Hér flutti hann boðskap lífsins við fjölmörg tækifæri. Hér var hann ávalt aufúsugestur. Hér á hann fjölda vina. Nú er að því komið að vinirnir hér kveðja vininn sinn látna, sem sefur hér hinn síðasta blund. Eg gat þess að oss findist við fátækari við burtför slíkra manna. En við megum ekki láta tilfinningarnar einar um dómara í þessu efni eða öðru. Skynsemin segir okkur hið gagnstæða; að vér séum einmitt ríkari. Sannarlega erum við, Vestur-íslenzkur kirkjulýður ríkari, en við ella mund- um, fyrir það lán, sem oss hefir gefist að þekkja séra Steingrím og njóta krafta hans, eins og vér höfum gjört, um langan aldur. Sú arfleifð, sem hann lætur okkur eftn sig verður aldrei metin til fjár, því hún er langt um æðri þeim fjársjóðum, sem mönnum er yfirleitt tamast að tala um. Sú arfleifð er fólgin í manngildi hans, og því kristilega menningarstarfi, sem hann vann. En manngildi hans og starf mótaðist af hinu postullega einkunnarorði, sem eg til- færði í upphafi máls míns- "Að lifa er mér Krisíur..." Eg staðhæfi það hiklaust í ljósi langrar persónulegrar við- kynningar, að eg hefi engan mann þekt, sem fremur en hann hefði getað tekið sér þau orð í munn, eða sem flekk- lausar túlkaði þá trúarjáming í öllu dagfari sínu og kenningu. Einhver hefir komist svo að orði að sú eina ritning, sem allur þorri manni lesi, sé líf kristinna manna. Stundum láta menn það í veðri vaka, að leitast við að afsaka van- trú sína og afskiftaleysi um andleg mál, með þeirri stað- hæfing, að í heilagri ritningu kenni mótsagna og þar séu harðar ræður, sem séu óþjálar fyrir mannlegan skilning. Hér er ekki stund né stáður til að ræða þær röksemdir eða hrekja þær. En hitt má fullyrða að í þeirri ritning, sem menn lásu í lífi séra Steingríms, kendi engra mótsagna, og ræðan, sem hann flutti í daglegri umgengni sinni var ljúf og laðandi. Þess vegna varð hver maður ríkari við það að kynnast honum, sem kristnum manni. Á morgni æfinnar standa allir menn frammi fyrir þeirri örlagaríku spurningu: Hvað á eg að gjöra við líf mitt? Hvernig á eg að verja æfi minni og hæfileikum til þess að verða sem mestur gæfumaður og til þess að komast, sem best áfram? Menn svara misjafnlega, eftir því hver hugarstefna þeirra er, og heildarútkoma lífsins fer jafnan eftir svarinu. Þegar Steingrímur Thorláksson var sextán ára gamall svaraði hann þessari spurningu fyrir sjálfan sig. Hann var þá nýkominn vestur um haf. Hann byrjaði nýtt líf í tvöföldum skilningi. Og lífsstefnan kbm fram í einkunnarorðinu: "Að lifa er mér Kristur." Frá þeirri stefnu vék hann aldrei hársbreidd síðan, þrátt fyrir margvígslega storma og stríð. Að loknu undirbúningsnámi hjá Páli presti bróður sínum, og menntaskólanámi í Decorah, Iowa, sigldi hann til Háskólans í Osló, og lauk þar prófi eftir fjögurra ára nám. Árið 1887 hlaut hann prestvígslu, og starfaði síðan samfleitt um fjörutíu ára bil, sem fastur prestur, lengst af i þjónustu Vestur-íslenzkrar kristni. Á þessu tímabili var hann ótrauður og óþreytandi starfsmaður. öll störf rækti hann með frábærri elju og alúð og allstaðar í ritum hans og ræðum kemur fram lífsstefnan holla “Að lifa er mér Kristur”. Það var þungamiðjan, sem alt snerist um. Að þroska guðslífið í Kristi, var honum ekki aðeins embættisatriði, eða atvinnuspursmál, heldur brennandi hjartans þrá bygð á bjargfastri trúarvissu um gildi þess boðskapar, sem hann flutti. Það, sem öllu fremur einkenndi líf og lífsstarf séra Steingríms var trúin, hrein og ómenguð kristin trú. Það var hans kærasta iðja að nema hana og þýða, kenna hana og prédika, innræta hana ungum og gömlum, innjræta hana með orðum og dæmi, syngja hana í hjörtun, og vinna að útbreiðslu og eflingu hennar á sem flestan hátt. Ekkert tók hann sárara en þegar trúin á Krist varð fyrir lasti. I stuttu máli: Aðaleinkunn og innsigli æfi hans var þetta: Að lifa fyrir Krist, og boða Krist, veginn, sannleikann og lífið í tíma og eilífð. Vissulega erum við Vestur-lslendingar ríkari fyrir að hafa átt slíkan prest. Og þótt dauðinn hafi nú sett innsigli sitt á varir hans, og hjarta hans sé hætt að slá, talar hann enn, og miðlar þeim er vilja af lærdómi sínum í skóla trúarinnar. Frækornin, sem hann sáði, lifa enn í hjörtum þeirra, sem hann kendi fræði lífsins. Öllum, sem nutu til- sagnar hans í kristindómi kemur saman um, að sú grein kennimannlegrar starfsemi, sem honum féll einna best hafi verið barnafræðslan. Er Kristur hafði gengið úr skugga um kærleika lærisveinsins forðum fól hann hon- um að gæta lamba sinna. 1 þeirri gæzlu var séra Stein- grímur meistarinn, og fjöldi lærisveina hans um allar bygð- ir Vestur-lslendingar rísa upp er þeir minnast h'ans og kalla hann blessaðan fyrir það starf. Og þann fróðleik, sem hann miðlaði persónulega má enn að nokkru leyti finna í prent- uðu máli í þeim ritgjörðum um kristileg fræðslumál, sem eftir hann liggja í bókum og blöðum Kirkjufélagsins. Vissu- lega erum við ríkari fyrir að hafa átt, og eiga enn slíkan kennara. Við erum einnig ríkari en við ella mundum, vegna þess að við höfum átt vor á meðal slíkan heimilisföður sem séra Steingrímur var. Þótt æfisaga hans sé farsæl og fögur, mun það naumast ofmælt að segja, að það var á sviði einkamála sinna og heimilis lífs að hann var mest- ur gæfumaður. Vafasamt er það hvort æfi hans hefði orðið eins ávaxtasöm til blessunar, hefði ekki heimilislíf hans verið slík fyrirmynd að friðsæld og fegurð sem það var. Á þessu sviði fær hann ekki allar þakkirnar, enda mundi honum einkar ljúft að miðla þeim með h’enni, konunni, sem yfirgaf ættaróðal og allsnægtir til að fylgja honum, fé- lausum presti út í óvissuna, og örbirgð frumbýlislífsins. Að hann vann ástir þeirrar konu var hin mesta tímanlega gæfa hans; og að þau mynduðu heimili sitt á meðal vor varð okkar gæfa. Heimili þeirra var löngum fátæklegt að því er þá hluti áhrærði, sem til þæginda teljast, en auðugt að þeim verðmætum sem miða til gæfu — þar var sátt, sam- lyndi, friður, bjartsýni, kristileg rósemi, íslenzk alúð og gestrisni, en umfram alt, vel gefin og myndarleg börn, sem í allri háttsemi sinni fyr og nú bera vott um það uppeldi, sem þau hlutu, og þann anda, sem auðkendi heimilislífið alt. Þannig er það ljóst að líf okkar íslendinga er auðugra vegna þess að við bárum gæfu til þess að þekkja þennan falslausa mann, þennan einlæga trúmann, þennan áhugasama prest, ágæta kennara og heimilisföður. Og einmitt það að hann er nú dáinn, er okkur ávinningur, ekki síður en hon- um sjálfum. Burtför hans til annars heims, er okkur trygg- ing þess að við eigum nú þar einn vin í viðbót, við þá aðra, sem á undan eru horfnir. Forsjónin hefir hagað því svo að við erum altaf að smáslíta landfestar okkar, minna okkur á að við eigum engan varanlegan samastað hér, en leitum þess, sem koma á. Og því fleiri af vinum okkar sem hverfa, þeim mun ljúfara er okkur að koma á eftir. Ef við erum hjartahrein eins og hann, göngum ótrauð á þeim vegi, sem hann boðaði og sjálfur gekk, megum við hiklaust vænta þess að sá vegur liggur heim til föðurhús- anna, og þar mætum við honum og öðrum, sem við höfum elskað og mist. Á dýrum Drottins akri, þú dagsverk fagurt vanst. 1 Guðs orðs stundun stakri, þú styrk og gleði fannst. Og alls án yfirlætis var öll þín vera hér, því harðla hátt til saetis mun herran skipa þér. Þú Krists og krossins hetja, þinn kraftur þrotinn er, En oss það ætti að hvetja sem eftir stöndum hér, að vaka vel og stríða og vinna í sannri trú, og ljúfrar lausnar bíða sem lengi gjörðir þú. Þig hefir lengi langað á lausnara þíns fund. Nú ert þú kominn þangað með þitt hið dýra pund Þig kveður nú þín kirkja, þig kveður land og þjóð þín mikla akuryrkja, á akri Krists var góð. (V. B.) V. J. E. Sameiningin. Business and Prc ifessional Cards WINNIPEG CLINIC Thorvaldson & Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Eggertson LögfrœOingar Phone 22 866 e 300 NANTON BLDG. Res. 114 GRENFELL BLVD. Talsfml 97 024 Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. DR. A. V. JOHNSON LIMITED Dentist 308 AVENUE BLDG., WPG. • • Fasteignasalar. I^eigja hús. Út- 606 SOMERSET BLDG. vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Telephone 88 124 Phone 2 6 821 Home Telephone 202 398 Peningar til útláns ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG Sölusamningar keyptir. Böjarðir til sölu. • pœgilegur og rólegur bústaóur i miObiki borgarinnar INTERNATIONAL LOAN Herbergi $2.00 og þar yftr; með COMPANY baðklefa $3.00 og þar yfir 304 TRUST & LOAN BLDG. Ágætar máltíðir 4 0c—60c Winnipeg Frce Parking for Gucsts DR. B. J. BRANDSON DRS. H. R. and H. W. 216-220 Medical Arts Bldg. TWEED Cor. Graham og Kennedy Sts. TannJœknar Phone 21 834—Office tfmar 3-4.30 • • 406 TORONTO GEN. TRCSTS Heimili: 214 WAVERLEY ST. BUILDING Phone 403 288 Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg, Manitoba PHONE 26 545 WINNIPEO Legsleinar A. S. BARDAL sem skara framúr Úrvals blágrýti 848 SHERBROOK ST. og Manitoba marmari SkrifiO eftir verOskrá Selur líkkistur og annast um Ot- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar GILLIS QUARRIES. LTD. minnisvarða og legsteina. 1400 SPRUCE ST. Skrifstofu talsfmi 86 607 Wlnnipeg, Man. Heimilis talsfmi 501 562 DR. A. BLONDAL DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur f eyrna, augna, nef Physician & Surpeon og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. 602 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham & Kennedy Sími 22 296 Viðtalstfmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Heimili: 108 Ch&taway Sfmi 61 023 Skrifstofusími 22 2 51 Heimilissíml 401 991 H. A. BERGMAN, K.C. Dr. S. J. Johannesson islenzkur lögfrœóingur 215 RUBY STREET • (Belnt suður af Banning) Skrifstofa: Room 811 McArthur Talsfmi 30 877 Building, Portage Ave. • P.O. Box 1656 Phones 95 062 og 39 043 Viðtalstfmi 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appotntment

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.