Lögberg - 25.02.1943, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1943.
Gestur Oddleifsson
landnámsmaður að Haga við
íslendinga-fljói í Nýja-íslandi.
Gesiur Oddleifsson.
Með honum er fallinn að foldu
einn af glæsilegustu mönnum
úr hópi landnema í hinu víð-
lenda Nýja-Islandi.
Hann var 76 ára, 11 mánaða
og 20 daga, er hann andaðist á
gamlársdag 1942.
Faðir hans var Oddleifur Sig-
urðsson bóndi að bæ, í Stranda-
sýslu, en móðir hans var Una
Stefánsdóttir bónda á Ánastöð-
um á Vatnsnesi Jónssonar.
bónda á Söndum í Miðfirði
Sveinssonar bónda á Skarði í
Neshreppi á Snæfellsnesi Sveins
sonar. Móðir Stefáns á Ána-
stöðum, móðurföður Gests, var
Dagbjört Pétursdóttir, hálfsyst-
ir séra Þorsteins Péturssonar
prests að Staðarbakka í Húna-
vatnssýslu, merkisprests, er
sagnir herma að ætti kost á því
að verða til biskups kjörinn,
eftir Halldór Brynjólfsson
biskup á Hólum, en hafnaði
því. Varð þá séra Gísli Magnús-
son á Staðastað til biskups
kjörinn, var hann faðir séra
Odds í Miklabæ, er lifir í minn-
um íslenzks fólks í hinu fræga
kvæði Einars Benediktssonar
skálds,
og þjóðsögnum er lifa — um
fráfall hans. —
Gestur var 8 ára er hann
fluttist til Vesturheims með for-
eldrum sínum, 1874. Ári síðar
kom hann með þeim til Gimli,
settust þau þar að.
Faðir hans dó ' úr bólunni,
1876. Tveir bræður hans, Stefán
og Sigurður dóu hér vestra; tvö
systkini hans eru á lífi: Mrs.
Ingibjörg Johnsón í Winnipeg,
og bróðir á íslandi Þórður að
nafni. Una móðir hans dó í
Winnipeg 1906.
Gestur varð snemma mjög
bráðþroska, áræðinn og efni-
legur. Á unglingsárum sinum
vann hann í Winnipeg, og átti
heima þar um hríð, naut hann
þess jafnan hve ungur hann
kom til þessa vestræna lands,
varð enskan honum þaðan ai
jafn töm sem íslenzkan, var
það tilefni til þess að hann
varð 1 mörgum hjálplegur með
túlkun máls, því ensku þekking
var að eðlilegum ástæðum ótíð
meðal eldra fólks í hinum víð-
lendu bygðum Nýja-íslands á
frumlandnámstíð þess. Snemma
á tímum hafði hann með hönd-
um verklegar framkvæmdir í
héraði sínu og víðar — og það
jafnvel fram á síðustu æfiár.
Hafði hann mörgum og enda
flestum þátíðarmönnum meiri
reynslu í þeim efnum. Vel var
hann liðinn af samverkamönn-
um og duglegur; jafnan glaður
og léttur í lund, hvernig sem
að alt gekk, en það setur sinn
sérstaka blæ, á öll verk, hversu
erfið, sem þau annars kunna að
vera; átti Gestur til hins síð-
asta óbifandi kjark og bjart-
sýni, er fágæt vár. —
Þann 11. nóv. 1885, kvæntist
hann hinni ágætustu konu,
Þóreyju Stefánsdóttir .bónda að
Vatnsdalseyri í Vopnafirði, Þor-
steinssonar, bónda á Ljósalandi
og konu hans Sigurborgar Sig-
fúsdóttur, bónda á Hroðlaugs-
stöðum á Langanesi. Þegar þau
Gestur og Þórey giftust var
hann aðeins 19 ára að aldri, en
kona hans lítið eitt yngri. Þau
nefndu landnám sitt í Haga; var
það Norð-vestanvert í Geysis-
bygð; Vestur af landnámi þeirra
var þá óbygt, en tók smámsam-
an að byggjast upp frá því.
Má því með öllum sanni telja
Gest einn af frumlandnámsmönn
um Nýja-lslands.
Stórt og umfangsmikið varð
heimilið í Haga, börnin mörg
og mannvænleg. Þau eru hér
talin:
Oddleifur, fyr eimreiðarstjóri
— cngineer — í þjónustu járn-
brautarfélagsins, hæfileikamað-
ur hinn mesti, stundar járn-
smíði og verkfærasölu í Ár-
borg, kvæntur Sigrúnu, dóttur
Guðmundar Marteinssonar, —
Martin, að Garði í Breiðuvík.
Una, gift Guðmundi Jakobs-
syni, frá Gimli, búandi að Sval-
barða í Framnes-bygð.
Stefanía Sigurbjörg, kona Jóns
B. Pálmasonar, frá Viðarási í
Víðinesbygð, fyr í Riverton nú
búsett í B. C.
Ingibjörg Arin, kona Valdi-
mars (Baldvinssonar) Baldwin,
Winnipeg.
Gestur Stefán, kv. Minnie
Koblun, Árborg.
Sigurður Óskar, Árborg, kv.
Ólöfu Önnu Einarsdóttir Jónas-
sonar læknis á Gimli.
Þórey Sigríður, kona Percy
Jónassonar fyrr verzlunarstjóra
í Árborg, búsett þar.
Sigurbergur, kv. Ruby Bern-
ice Brynjólfsdóttur Anderson,
Árborg.
Jóhannsína, gift Guðna E
Ingjaldssyni bifreiðaviðgerðar-
manni í Árborg. t
Mobel Laura, kona Kolbeins
(Bennie) Goodman, bónda í
Haga; eru börnin 44, en barna-
börnin 17.
Samfylgd Haga hjónanna
varði um full 57 ár. Fjölskyld-
an varð ein með fjölmennustu
í Nýja-lslandi; börn þeirra öll
W
m
RED CROSS DRIVE
1943
Opens March 1 st
MANITOBA QUOTA
$600,000.00
+
p
8
fflg
S
ftv*;
1
As the theatre of war operations expands,
the demands on The Canadian Red Cross
become even greater
PLEASE DO YOUR SHARE
MD89
Mikilvægt menningar. tillag
Á Þjóðræknisþing kemur fjöldi fólks, sem
lagt hefir fram giptudrjúgin skerf til þró-
unar þeim bygðarlögum, er það hefir
starfað í.
Vér vonum að fólk þetta eigi ánægjulega
heimsókn til Winnipegborgar; eitt af því
marga, sem hlýtur að vekja athygli þess,
er hið óþrjótandi ljósamagn bæði á heim-
ilum og viðskiftastöðum. Þetta hvort-
tveggja hefir orðið kleift, vegna hinnar
ódýru orku, sem rafkerfi Winnipegborgar
innleiddi fyrir þrjátíu og tveimur árum.
Aðgangur að þessari ódýru orku hefir
mjög aukið á lífsþægindi borgaranna, og
skipað Winnipeg í fremstu röð stórborga
þessa meginlands.
CITY HYDRO
“OWNED AND OPERATED BY THE CITIZENS OF WINNIPEG”
úrvals fólk að þreki og dugnaði
heilsteypt að skapgerð, mikil að
vallarsýn, hrein í lund og trygg-
lynd.
Gestur var maður áræðinn og
lá hvergi á liði sínu, en hafði
jafnan mörg störf með hönd-
um, og varð oft að dvelja lang-
dvölum fjarri heimili sínu fyr á
árum. Við hlið hans stóð æfi-
langt hin ágætasta kona, er
gædd var flestum þeim hæfi-
leikum er góða íslenzka eigin-
kona og móðir mega prýða;
studdi hún mann sinn með fá-
dæma þreki festu og samúð,
samfara djúpum skilningi, og
var stoð hans og stytta jafnt
á björtum og dimmum dögum.
Haga heimilið var í þjóðbraut
meðfram brautinni norðan ís-
lendingafljóts. — En það heimili
er jafnan meðfram alfaravegi
þar sem virk góðvild og hjálp-
semi samfara höfðingslund rík-
ir og ræður — eins og jafnan
átti sér stað í Haga.
Að sögn þeirra er þektu vel til
á fyrri tímum — samfara eigin
reynd á síðari árum, áttu þau
fáa líka að hjálpsemi gagnvart
þeim, sem bágt áttu. Ekki var
að því spurt hve miklar byrgð-
ir væru til, en sjálfsagt var að
leysa úr vanda annara, — þótt
litlar fyrningar væru fyrir
hendi.
Snemma urðu börn þeirra
þeim miklir hjálpendur, og
studdu þau í ýmsri merkingu.
Að eðlilegleikum fóru sum
þeirra snemma að heiman, til
að berjast sinni eigin baráttu,
en sum fóru ekki að heiman
fyr en þau voru fullþroska og
höfðu innt af hendi mikla þjón-
ustu, í þarfir heimilis foreldra
sinna.
Böndin sem tengdu hinn stóra
hóp barna og afkomenda og
tengdafólks voru óvenjulega
traust og djúp. — Oft var a
síðari árum fjölmennt í kring
um Gest og Þóreyju; voru þau
svo ung í anda að þau voru
eitt með yngri meðlimum fjöl-
skyldunnar — og löðuðu alla að
sér. — Félagslyndi einkendi
Gest og konu hans — stóðu þau
í öllum íslenzkum félagsskap
og studdu hann. Fyrr á árum,
áður en Árborg bygðist, til-
heyrðu þau Geysis-bygð og
studdu þar félagsskap eftir
megni, en síðar í Árborg. Er eg
hóf þjónustu í Norður-Nýja-ís-
landi, var Gestur orðinn rosk-
inn og tekinn að þreitasl;
hann var gleðimaður að upp-
lagþ glæsilegur í framkomu,
maður vel máli farinn — og oft
á gleðimótum og mannfundum
hrókur alls fagnaðar.
Jafnan var Gestur unnandi
kristilegrar safnaðarstarfsemi,
studdi hann og heimili hans
jafnan söfnuði kirkjufélags vors,
bæði í Geysir og síðar í Árborg.
I starfstíð minni þar nyðra var
hann um hríð forseti Árdals-
safnaðar og var samvinnuþýður
og áhugasamur, átti góðan skiln-
ing á þeim málum og unni þeim.
Hlut átti hann í stofnun rjóma
búsins í Árborg fyr á árum, ef
eg réttt man, og var í stjórn
þess félagsskapar um hríð —
og ef' til vill mörgum öðrum
félagslegum hreyfingum um
þessi mörgu ár, — er mig brest-
ur þekkingu á að skilgreina, sem
vera ber.
Margir Ný-fslendingar, eldri
og yngri minnast með hlýjum
hug og söknuði Gests í Haga,
hins karlmannlega glæsimennis
með æfintýrablæinn, er hélst
óbreyttur til efstu æfiára.
Á öndverðri landnámstíð fékk
hann á sig orð sem afburða þrek
menni, er hann var póstur hér-
aðsins, er í vegleysum og tor-
færum þeirra tíma bar póstinn
á baki sér hina löngu leið, frá
Selkirk til Nýja-íslands. —
Fram til síðari ára stóð hann
oft í stórræðum, en til elli
fram bar hann hinn glaða hug
og léttu lund sér yngri manns,
þjálfaður af margvíslegri lífs-
reynslu, en óbrotinn og ó-
beygður þrátt fyrri allar mann-
raunir og stríð.
Mun hann því seingleimdur
verða mörgum er honum kynt-
ust úr hópi óskylds fólks.
Um margt var hann elsku-
legur maður og hugumkær og
ástvinum sínum mörgum ógleym
anlegur. ,
Hin síðari ár fór heilsa hans
þrotnandi, þótt fótavist hefði
hann lengst af. Um hríð var
hann á sjúkrahúsi, en kom svo
heim, og naut þar hinnar ágæt-
ustu ummönnunar eiginkonu,
dóttur og hjúkrunarkonu í
þeirra þjónustu.
Útförin, sem var afar fjöl-
menn fór fram þann 5. jan.,
frá heimili og kirkju Árdals-
safnaðar í Árborg, undir stjórn
sóknarprestsins séra B. A.
Bjarnasonar; fyrverandi sóknar-
prestur, er þetta ritar flutti
einnig kveðjumál. Lagður var
hann til hvíldar í landnema
grafreitnum forna, í grend við
Haga.
“Flýt þér vinur í fegri heim,
krjúptu að fótum friðarboðans,
f’júgðu á vængjum morgunroð-
ans,
— Meira að starfa guðs um
geim.”
S. Ólafsson.
Vinarkveðja
Ffuíí við jarðarför Gests Oddleiíssonar frá Haga.
Höfðingja héraðs,
hér við sjáum
ferðbúinn
nú frá oss víkur.
í foldarskaut
þar fyrir hvíla,
fornir landnemar
fyrri tíðar. —
Óðal þitt,
er þú nú kveður.
Holt var jafnan
heim að sækja.
Veitt var hressing
vegfaranda,
aldrei launa
aftur krafist.
Ástvinirnir,
allir syrgja,
mikinn mann
og mætan föður.
Bygðin finnur,
burtu er horfinn
einn af hennar,
æðstu sonum. —
Þætti lokið einum er,
í minninga byggðar þáttum.
Átök mörg, — það vitum vér
var í slíkum efriis dráttum.
í þeim hóp sem áfram var,
■ ætíð Gest við litum þar. —
Fremstur hann í fylking stóð,
fram að hvetja stefnur dáða,
máttar orða, — mælskan góð
miklu réð um áform ráða.
Víðsýnn jafnan vegur hans,
að vinna í anda þessa lands.
Bygðin okkar er í dag,
ein með bestu að tímans gæðum,
alt af færast er í lag
akrar nú sem var í flæðum.
Brautryðjenda er komið kvöld
kraftar þrotnir, — höndin köld. —
Saga mannlífs mótuð er,
minninganna starfi lýða.
Kynslóð fæðist, kynslóð fer,
kynslóðanna verkin bíða,
framhalds þeirra af dug og dáð,
degi er sýna að verð er háð. —
Leið er enduð lífs í höfn,
lengur mótbyr ekki tefur,
yfir kominn dauðans dröfn,
draumalandið þér nú gefur
sælu yndis unaðar,
í æðsta ríki fegurðar. —
-f -f -f
Nýja-lsland nafnið þitt mun geyma,
við Nýja-Island tengt var ævistarf.
þér eins og fannst, — þar ætíð værir heima
þó aðeins nafnið fengir þú í arf! —
B. J. Hornfjörð.
WOMEN-Serve with the C.W.A.C.
You are waníed — Age limits 18 to 45
Full information can be obtained from your
recruiting representative
Canadian Womens Army Corps
Needs You
Get Into the Active Army
Canada’s Army Is On The March
Get in Line — Every Fit Man Needed
Age limits 18 to 45
War Veterans up io 55 needed for
VETERAN S GUARD (Active)
Local Recruiting Representative