Lögberg - 11.03.1943, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MARZ 1943.
-----------lösbers-----------------------
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The 4‘Ix)ííberg■” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Litið um öxl
Ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga, hið
tuttugasta og fjórða í röð, er um garð gengið;
var þingið fyrir margra hluta sakir harla mark-
vert; aðsókn að fundum og skemtisamkomum
hin bezta, og málarekstri stilt í hóf; yfir þing-
störfum sveif aukinn eindrægnisandi, er góðu
spáir um framtíð félagsins.
Lang umfangsmesta viðfangsefnið, er þing-
ið tók til meðferðar að þessu sinni, laut að
skipulagningu íslenzku kennslunnar; hafa nú í
fyrsta sinn verið fengnar flokkaðar kenslu-
bækur að heiman, sem víst má telja að komi að
ómetanlegum notum; en skortur viðeigandi
kenslubóka hefir fram að þessu reynst hinn
örðugasti götuþrándur á vettvangi fræðslu-
starfseminnar; nú má ætla, að hinn nýi bóka-
kostur blási íslenzkukennslunni byr í segl vítt
um vorar dreifðu nýbyggðir, og hefir þá ekki
verið til einskis barizt, enda er það vitað, að
framtíð “ástkæra ylhýra” málsins á þessum
slóðum hvílir á því, hvernig til tekst um barna-
íræðsluna á komandi árum; það er ekki til
nokkurs skapaðs hlutar, að tjá íslenzkunni og
unglingakennslunni hollustu á þingfundum, sé
framtíð hennar ekki borin fyrir frjóst.i hvern
einasta og einn dag allan ársins hring; enginn
málstaður, hversu göfugur sem hann í eðli sínu
er, verður borinn fram til sigurs, sé hjartað ei
með, sem undir slær.
Svo mun til ætlast, að forseti skipi milli-
þinganefnd til þess að hafa með höndum fram-
kvæmdir í fræðslumálum, ef hún hefir ekki
þegar verið skipuð, og má óefað mikils góðs
vænta af slíkri ráðstöfun.
Eins og hin yfirgripsmikla starfræksluskýrsla
forseta bar með sér, sú, er lögð var fram í
þingbyrjun, bættist félaginu álitlegur liðstyrk-
ur á síðastliðnu starfsári bæði með stefnun
o’eilda, og aukinni tölu einstakra meðlima; má
þetta að miklu þakka eldlegum áhuga hins
árvakra forseta félagsins, Dr. Beck.
Frá fyrstu skemtisamkomu þingsins, hefir
þegar verið allítarlega skýrt, svo engu er þar
við að bæta. Frónsmótið var prýðilega sótt, og
vel um margt, sem þar fór fram, þó mesta
athygli vekti að sjálfsögðu hin snildarlega ræða
frú Lilju Eylands; frúin er fædd og uppalin
vestan hafs; engu að síður var ræðan samin á
gullaldar íslenzku, og flutt af fágætum skörung
skap. Skemtiskráin var óhæfilega löng og stóð
yfir í þrjár klukkustundir; slíkt má eigi aftur
henda.
Skemtiskrá síðasta kvöldsins var vönduð
mjög; flutti þar séra E. H. Fáfnis röggsamlegt
og djarfhugsað erindi, er hinn bezti rómur var
gerður að. Frú Soffía Wathne skemti með prýði
legum upplestri, Miss Lóa Davíðson með ágæt-
um söng, og séra Martin Oyegaard með fiðlu-
spili, er vakti hrifningu áheyrenda.
Á þingi þessu kaus Þjóðræknisfélagið tvo
heiðursfélaga, er hvor um sig hafa getið sér
frægðarorð í þessari álfu; en það voru þeir Dr.
B. J. Brandson í Winnipeg, og Dr. C. H. Thord-
arson í Chicago. Séra Valdimar J. Eylands
kynti hina nýju heiðursfélaga með rökstuddum
og glæsilegum ávarpsorðum. Dr. Brandson
þakkaði félaginu sér auðsýndan heiður, og
hvatti íslendinga til þess að fylkja liði um
íslenzkuna; tunguna, sem ætti engan sinn líka
að raunspeki og fegurð. Þakkarskeyti var lesið
frá Dr. Thordarson, er sökum anna fékk því
eigi við komið, að heimsækja þingið. Við þetta
tækifæri afhenti Grettir L. Jóhannson, rit-
stjórum vestanblaðanna Riddarakrossa íslenzku
Fálkaorðunnar, er ríkisstjórn íslands sæmdi þá
á fullveldisdaginn 1. desember síðastliðinn; í
tilefni af þessum atburði, var viðstödd á skemti
kvöldi þessu framkvæmdarstjórn blaðamanna-
félags Winnipegborgar, og mælti forseti félags-
ins fram nokkur einkar vingjarnleg árnaðar-
orð í garð íslenzku ritstjóranna. Hinn ný
endurkosni forseti Þjóðræknisfélagsins, Dr.
Beck hafði samkomustjórn með höndum, og
tókst hið prýðilegasta, sem hans var von og
vísa.
Næsta vetur á Þjóðræknisfélagið aldarfjórð-
ungsafmæli, og er þess að vænta, að slíks at-
burðar verði minst með viðeigandi hátíða-
höldum.
Framkvæmdarstjórn félagsins var öll endur-
kosin, að undanteknum skrifara, Dr. Sig. Júl.
Jóhannessyni, er baðst undan kosningu vegna
sívaxandi anna við læknisstörf, en í hans stað
var kosinn J. J. Bíldfell, fyrrum rjtstjóri Lög-
bergs. Ritstjóri tímaritsins verður eins og að
undánförnu, Gísli prentsmiðjustjóri Jónsson.
Avarp flutt við útför
séra Guðmundar
Arnasonar
Af séra Valdimar J. Eylands, vara-forseta
Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi.
Það hefir orðið hlutskifti mitt, í fjarveru
forseta Þjóðræknisfélagsins, að koma hér fram
fyrir félagsins hönd, og í nafni framkvæmdar-
nefndar þess, til að votta fjölskyldu hins fram-
liðna, og öðrum vinum hans innilega samúð og
hluttekningu í tilefni af hinu sorglega og ó-
tímabæra fráfalli þessa hins mæta starfsbróður
vors og stuðningsmanns íslenzkra þjóðræknis-
mála í þessu landi.
Á nýafstöðnu þingi félagsins var séra Guð-
mundur saknað af öllum. Var honum og fjöl-
skyldu hans tvisvar vottaður hlýhugur þing-
manna með símskeytum. Fyrra skeytið var sent
strax á fyrsta fundi þingsins er hljóðbært varð
um hinn alvarlega sjúkdóm hans, og það varð
ljóst að hans myndi eigi von til þingsetu svo
sem venjulega. Ekki er mér um það kunnugt
hvort heilsu hans var þá þann veg háttað að
hann fengi að njóta þess hlýhugar sem skeytið
flutti. Var það þá von og bæn allra þingmanna
að hann mætti aftur komast til heilsu, að fjöl-
skylda hans og félag vort mætti enn njóta
hans um langan aldur. En sú von brást fyr
en varði. Á síðasta þingdegi, er fregnin barst
um andlát hans, var fjölskyldunni símað sam-
úðarskeyti. Var oss öllum ljóst að við burtför
hans hefðum vér mist ötulan og einlægan
starfsmann, og að einum færra væri nú þeirra
íslendinga, sem með elju og alúð leggja sig
fram til að varðveita á vorum slóðum hina
dýrmætu arfleifð feðra vorra, eins og hún birt-
ist í sögu þeirra og tungu.
Séra Guðmundur átti langan og giftudrjúgan
starfsferil í Þjóðræknisfélaginu. Hann mun
hafa setið flest, ef ekki öll þing þess, og átti
jafnan sæti í þeim nefndum sem mest þótti
um vert. Þar sem úr vandamálum þurfti að
greiða á þingum var hann ávalt tillögugóður,
réttsýnn og sanngjarn í garð allra manna.
Dómgreind hans var glögg, og framlög hans
til mála hógvær, en bygð á traustum rökum.
Hann var samvinnuþýður maður, og skapaði
sér ótvírætt traust sgmnefndarmanna sinna,
og þingmanna yfirleitt.
En þótt nefnd séu þingstörf séra Guðmundar,
er langt frá því að sagan um þjónustu hans •
í Jaágu félagsins sé öll sögð. Hann verður vafa-
laust talinn einn meðal hinna ritfærustu manna
á meðal íslendinga, þeirra sem alið hafa aldur
sinn hér vestan hafs. Frá penna hans eru þá
líka komnar fjölmargar fróðlegar ritgjörðir
sem birst hafa á ýmsum árum í tímariti fél-
agsins. í þeim ritgjörðum hefir hann, að því
sem Þjóðræknisfélagið snertir,, reist sér þann
minnisvarða, sem rithöfundur og fræðimaður,
sem lengi mun forða minningu hans frá gleym
sku. Fyrir alla hina margþáttuðu starfsemi
hans í þágu áhugamála félagsins, bæði heima
í héraði sínu, og á hinum víðtækari sviðum
félagsmála vorra vottum vér honum nú hug-
heilar þakkir, um leið og vér réttum fjölskyldu
hans hönd vora í söknuði og samúð.
“Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur
undir himninum hefir sinn tíma.” Með þessum
fornu ritningarorðum byrjaði séra Guðmundur
hina athyglisverðu ritgjörð sína um Tvenn
sambönd, sem birtist fyrir nokkrum árum í
Tímariti félags vors, og endurprentuð er í
bókinni Veslan um haf. Vér í Þjóðræknis-
félaginu söknum þess að æfistund hans hefir
verið afmörkuð svo skjótt, að vér fengum ekki
að njóta hinna góðu hæfileika hans lengur.
Hann hafði tengst oss öllum, einnig mörgum
af oss sem ekki vorum honum sammála um
ýms félagsleg áhugamál vor Vestur-Islendinga,
tvennum samböndum: sem íslendingur og sem
prúðmenni. Um fyrra sambandið hefi eg nú
þegar getið og fyrir það þakkað í nafni félags-
ins sem eg er nú talsmaður fyrir. Um hið
síðara vil eg einnig leyfa mér að bera vott
persónulega. Við áttum fyrir alkunnar ástæður
litla samleið utan samvinnu okkar í Þjóð-
ræknisfélaginu. Þó bar það all oft við að leiðir
okkar lágu saman á þeim sviðum þar sem mjög
skildi á um skoðanir okkar. Fór þá hvor okkar
sína leið, án nokkurs afsláttar eða sniðgöngu
við sannfæringu sína. En það breytti engu um
kunningskap okkar. Við gátum talað saman
í bróðerni fyrir því, og unnað hvor öðrum þess
frumstæða réttar frjálsra manna að eiga hvor
um sig sína helgu dóma án allrar ásælni eða
tilgangslausra umþráttana. Séra Guðmundur
kom mér ávalt fyrir sjónir sem einlægur mað-
ur, hreinn og heilsteyptur í lund, og vel ment-
aður. En það er jafnan einkenni menntaðra
manna að vera hógværir í anda, og reyna ekki
að troða sjálfum sér eða skoðunum sínum upp
á aðra menn, sem sjálfir eiga sannfæringu sem
þeir vita fyrir sína eigin samvisku og dóm-
greind bygða á traustum rökum.
Hið tvíþætta samband mun haldast við í
minningunni um hinn látna samferðamann og
starfsbróður. Hann var góður ís-
lendingur; hann var mentað
prúðmenni.
Deyr fé
deyja frændr
deyr sjálfr et sama;
en orðstírr
deyr aldrigi
hveims sér góðan getr.
Séra Árni Sigurðsson:
Skálholt í Biskups-
tungum
‘Víða eru vörður reistar
á vegum sögu þessa lands.”
“Rétt er vörður við að hressa,
veginn svo að rati þjóð.”
Gr. Th.
í línum þessum langar mig að
minna lesendur á fáein atriði
úr glæsilegri sögu Skálholts-
staðar og ræktarleysi það, sem
þessum mikla sögustað hefir
verið sýnt af þjóð vorri og róða-
; mönnum hennar. Eg ræddi þetta
mál í erindi, er eg flutti á fundi
fárra manna fyrir þrem árum
síðan. Og þótt síðan hafi það
borið á góma, fremur en áður,
að sýna Skálholti skylda rækt,
er því máli enn lítt áleiðis kom-
ið, og því er réttmætt að minn-
ast á það.
Höfundur Hungurvýku (Bps.
Bmf. I) segir í upphafi bókar
sinnar: “Það skyldar mig að
rita, hversu staðurinn hefir
eflzt og magnazt í Skálholti,
eður um þeirra manna ráð, er
hann hafa varðveittan; en eg
hefi með Guðs miskunn alla
gæfu af þeim hlotið þessa
heims.” Hefir hann síðan að
segja frá því, hversu Skálholt
bygðist af Mosfellingum, og
kemst þá svo að orði:
“Ketilbjörn hinn gamli bjó a
Mosfelli og átti margt barna.
Teitur hét son Ketilbjarnar.
Hann var sá gæfumaður, að
hann bygði þann bæ fyrstur, er
í Skálaholti heitir, er nú er
allgöfugastur bær á öllu Is-
landi. Sú var önnur gæfa hans,
að hann átti að syni Gizur hinn
hvíta, er með kristni kom til
íslands, og bjó í Skálholti eftir
Teit, föður sinn.”
Síðan segir frá ísleifi, syni
Gizurar, fyrsta biskupi lands-
ins, er hlaut af vörum fóstra
síns, Jóns biskups Ögmunds-
sonar, hinn veglega og fræga
vitnisburð: “Svo var ísleifur
fóstri minn; hann var manna
vænstur, manna hagastur, allra
manna beztur Þá kemur mér
hann í hug, er eg heyri góðs
manns getið; hann reynda eg
svo að öllum hlutum.”
Sonur Isleifs var Gizur, er
biskupsdóm tók eftir hann. Er
vexti hans og yfirbragði, afli
hans, hæfileikum og mannkost-
um glæsilega lýst. Fertugur að
aldri var hann vígður til
biskups. Tók hann tign og virð-
ing svo mikla hér á landi,
þegar snemma í biskupsdómi
sínum, að svo vildi hver mað-
ur sitja og standa sem hann
bauð, og var rétt að segja, að
hann Var bæði konungur og
biskup yfir landinu, meðan hann
lifði. — “Hann lagði allt Skál-
holtsland til kirkju þeirrar, er
hann lét gjöra í Skálholti,
þrítuga að lengd, og vígði Pétri
postula; og mörg gæði önnur
lagði Gizur biskup til þeirrar
kirkju, bæði í löndum og lausa-
fé, og kvað svo á síðan, að þar
skyldi ávalt biskupsstóll vera,
meðan ísland er byggt, og
kristni má haldast.”
Þannig hófst Skálholt til hinn-
ar mestu virðingar og frægðar,
sem nokkur staður hefir hlotið
á Islandi, að Þingvelli undan-
skildum. Frægðarsaga Skálholts
er jafn glæsileg sem hnignun-
arsaga staðarins er raunaleg.
Skálholt hófst til frægðar og
gengis vegna mannanna, er sátu
staðinn og gerðu garðinn fræg-
an, sumir meir vegna mann-
kosta sinna, göfuglyndis og
kristilegs heilagleika og hrein-
lífis, en aðrir fyrir lærdóm og
uppfræðslu, er veitti mennta-
ljósi yfir byggðir landsins. Hin-
ir fyrstu kaþólsku biskupar
hlynntu að stað og kirkju á
allan hátt, trúir þeirri óska-
hugsjón Gizurar ísleifssonar, að
þar skyldi ávallt biskupsstóll
vera. I hópi þeirra var Þorlákur
biskup, er síðar varð í trú
manna sannheilagur og varp
þeim ljóma yfir staðinn, er
lýsti langt út yfir landsteinana,
svo að Skálholt varð helgistað-
ur trúaðra manna og athvarf
sjúkra og þjáðra, staður, er
menn sóttu til lækningu og
meinabót og marga blessun, við
skírn hins heilaga Þorláks, og
með áheitum á hann og höfuð-
kirkju hans. Með vaxandi helgi
Þorláks biskups óx enn helgi
Skálholtsstaðar og pílagríms-
farar manna þangað. Og þótt
siðaskiptin steyptu af stóli ákalli
helgra manna og áheitum á þá,
verður þeirri sögulegu staðreynd
ekki haggað, að Skálholt var
öldum saman eigi aðeins höfuð-
setur menta og lærdóms á Is-
landi, og það bæði í kaþólsk-
um sið og lúterskum, heldur og
helgistaður og líknarbrunnur
trúuðum mönnum, er leituðu
þar hjálpar í neyð sinni.
Þannig líða oss fyrir hug-
arsjónir ágætismenn og stór-
menni Skálholtsstaðar 1 svip-
þyrpingu horfinna tíða. Skálholt
var eigi aðeins aðsetur Isleifs,
Gizurar og Þorláks og annara
ágætismanna hins kaþólska sið-
ar, heldur og Brynjólfs og Jóns
Vídalíns og annarra mikilhæfra
manna í lúterskum sið, er allir
hafa, hver með sínum hætti,
orpið ljósi yfir staðinn. En svo
kom sú eymdarinnar öld, er
þjóð og stjórnarvöld gleymdu
því, að einn hinna mestu höfð-
ingja, sem ísland hefir alið, gaf
staðinn til biskupsstóls, me&an
Island er byggt og kristni má
haldast. Og nú er þessi sögu-
frægi staður eyddur og sneydd-
ur sinni fyrri tign og vriðingu,
og mun verða, sé honum eigi
bráðlega sómi sýndur, hrópleg
og hörmuleg níðstöng yfir rækt-
arleysi þjóðar, sem kallar sig
söguþjóð. Þar er fátt að finna,
er minnir á forna frægð. Hvorki
er þar hæfilega vönduð kirkja,
né nein sú stofnun, er geislum
mennta og menningar geti staf-
að frá yfir byggðir landsins. Þá
er drjúgum betur búið að Hól-
um í Hjaltadal.
“Rétt er vörður við að hressa,
veginn, svo að rati þjóð.”
Má oss ekki finnast, að þessi
orð geti átt við þá skyldu þjóð-
ar vorrar, að sýna Skálholti
sóma og gjöra þann stað að
orkustöð og ljósgjafa á ein-
hverju sviði íslenzks þjóðlífs og
menningar? Man þá enginn Giz-
ur ísleifsson, ef ekkert er hlynnt
að þeim stað, er hann gaf úr
eigu sinni, með því ákvæði, að
hann skyldi verða ævinlegur
biskupsstóll á íslandi. Og þótt
svo hafi nú skipazt í þjóðlífi
voru, að biskupi landsins hafi
fyrir löngu verið ætlað að búa
þar, sem betur þykir henta, þá
gæti þó enn borizt menningar-
máttur frá Skálhölti út um
bygðir landsins, ef staðurinn
væri endurreistur og efldur á
ný til einhverra afnota og áhrifa
í menningarlífi þjóðar vorrar.
Lágmarkskrafan í þessu efni
hlýtur að minnsta kosti að vera
sú, að svo sé að Skálholtsstað
búið, að hann verði ekki um
allan aldur hryggðarmvnd og
hörmung öllum, er þangað koma
með það í huga, að hann er
sjónarsvið mikillar og merki-
legrar sögu. Væri reist veglegri
kirkja þar, sem Skálholtsdóm-
kirkja áður stóð, mætti betur
við una. En bezt væri, ef jafn-
framt yrði fundin leið til þess
að reisa þar og efla einhverja
stofnun, sem annað hvort væri
helguð þjóðnýtri menntun eða
fögru líknarstarfi; í samræmi
við kröfur lífsins.
Samtíðin.
Guðmundur Friðjónsson:
Fáein áherzluatriði
íslenzkrar tungu
Einn menntamanna vorra,
háskólagenginn í Höfn, sagði eitt
sinn í útvarpi, fullum hálsi, að
sú regla væri fullgild, að á-
herzla væri á fyrsta atkvæði
orðs tungu vorrar. Mér þótti
þessi fullyrðing ekki óyggjandi.
en hefi þó þagað við henni í
þrjú ár eða lengur. Nú er rætt
og ritað sitt af hverju um ís-
lenzkuna og deilt um orðalag
hennar og skipun greinarmerkja.
Þó að mér sé ljóst, að eg hefi
lítið bein í nefinu til þess að
leggja orð í belg um þetta mál
—- skortir lærdóm til þess —
langar mig til að minnast á
eitt atriði: áherzluna, sem lærði
maðurinn drap á. Þar mun eigi
verða frá minni hálfu borið í
bakkafullan læk, því að það
atriði ber sjaldan á góma í
umræðum, sem snerta gott mál
eða gallað.
Fullyrðing lærða mannsins er
að mínu viti harla hæpin. Eg
hygg, að sum samsett orð leyfi
og jafnvel heimti fulla áherzlu
og annað atkvæði og þó meiri
áherzlu á hið síðara. Taka má
til dæmis orðin bláþráður, hyl-
dýpi, stálharka, gulgrænn (hagi),
vanstilltur og ótal slík orð. Eg
hefi heyrt marga alþýðumenn,
sem tala gott mál, bera slík orð
fram eftir sínu eigin höfði og
geðþótta sjálfra sín. Þeir menn
eru kallaðir sérlundaðir, ein-
kennilegir og gamaldags, sem
fara einir ferða sinna í orð-
tíralgði ög hátterni. En þeir
geta haft rétt fyrir sér eigi
síður en hinir, þó að sínar á-
herzlur noti.
Tunga vor er eigi við eina
fjölina felld. Hún er áþekk gæð-
ingi, sem kann seinagang, tölt,
skeið, brokk og stökk. Eg ætla,
að ýmsar mállýskur sé saman-
komnar 1 íslenzkunni, frá fornu
fari, og er eigi undarlegt, þó
að tungan beri nokkurar minjar
þeirra orðmynda og þess hljóð-
falls, sem er aðfengið. Þetfa, sem
eg drap á, um áherzlu annars
atkvæðis orða, að sú áherzla
ætti fullan rétt á sér og gæti
farið eftir geðþótta mælandans
— styðst við fornan skáldskap,
dróttkvæðan. Sú (auka—áherzla
er alltíð í dróttkvæðum og hryn-
hendum vísum allra skálda ísi.
tungu frá því norræn saga hófst
og fram um 1500 a. m. k. Þau
áherzludæmi munu skipta hundr
uðum í þeim skáldskap, sem nú
er tiltækur. Eg gríp hér nokkur
sýnishorn af handahófi, og gríp
eg þá> fyrst til hálfrar vísu. sem
er í Snorra-Eddu og einna bezt
er gerð allra vísna dróttkvæðra'
Hvatt kveða hræra Grotta
hergrimmastan skerja.
út fyr jarðar skauti
eylúðrs níu brúðir.
Þarna verður áherzla að lenda
á lúðurs þ. e. a. s. síðara (öðru)
atkvæði, til þess að hrynjandi
hendingar eða hljóðfall njóti sín
í framburði. Annað eins lista-
skáld og höfundur þessarar vísu,
mundi eigi leyfa sér þetta, nema
því aðeins, að hann teldi það
vera eðli tungunnar samkvæmt.
Þjóðólfur, skáld Haralds harð-
ráða, kvað ódauðlega vísu um
feigðarflan konungs vestur um
Englandshaf og er þar þannig
mælt:
bauð þessa för þjóðum
Þarflausi Haraldr austan.
Þarna verður áherzla að enda
á laust, þ. e. a. s. á öðru at-
kvæði orðsins.
Síðasta banadægursvísa Þor'
móðar Kolbrúnarskálds mun
uppi verða, meðan norrænn andi
veit réttar áttir:
Dagshríðar spor svíða
Þorir nokkur maður að ve-
fengja rétt Þjóðólfs og Þor-