Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. APRÍL 1943, 3 “Þú grætur af engu, kæra mín,” sagði Sesselja, lagðist við hlið dóttur sinnar upp í rúmið, og strauk glóbjarta hárið frá heitu enninu, og skýrði henni frá atburðunum síðustu stund- 'irnar. Hvernig þeim hefði öll- um orðið ilt, frá ferðum þeirra í baðherbergið, æfintýrinu í ganginum, og hinni skjótu lækn- ingu þessara meina, og áður en langt var komið sögurmi, var Lára hætt að gráta, en farin að hlægja, að síðustu skilaði Sess- elja orðsendingu Vilhjálms, og bætti svo við, “það verður mik- ill missir fyrir okkur Nikulás.” Nú var það Lára, sem klapp- aði á gráhært höfuð móður sinn- ar. “Vertu róleg mamma ” sagði hún, “eg læt hann ekki fara.” Þrem vikum seinna, sat Sess- eija úti á palli og ruggaði sér 1 gamla ruggustólnum sínum. Hún las “Heimskringlu” og “Lögberg”. Hún hafði lesið eina grgin upp aftur og aftur, sem stóð nákvæmlega eins í báðum hlöðunum, og hljóðaði þannigí Þann 29. maí síðastliðinn, gaf séra Friðrik saman í hjónaband, þau ungfrú Láru Knútsson og herra Vilhjálm Hjálmsson, fast- eignasala; bæði til heimilis hér 1 borginni. Ungu hjónin lögðu samdægurs af stað í skemtiferð suður til Cliforniu. Framtíðar- heimili þeirra verður í Vinni- Peg. Fagnandi bros lék um varii Sesselju. Hún blessaði í huga sinum fimm centa tómató-bauk, °g horfði djarflega framundan ser, eins og sá sem engu kvíðir. Hann sá Jón Sigurðsson í forsetastóli Áttræður steinsmiður, Magnús G. Guðnason, segir frá Innanum slípaðar steinplötur °g stöpla, í björtu verkstæði við Gretisgötu situr maður fram við §lugga og meitlar letur á stein, Hann stendur hvatlega upp frá verki sínu er eg kem inn, heilsar °g býður mig velkominn. Eg var hominn til þess að hafa tal af ^anni sem yrði áttræður eftir uokkra daga, og hika við að heilsa honum — sem slíkum. Þetta var Magnús Guðnason ^einsmiður. Hann er um sextugt útliti, en verður áttræður í dag fæddur 25. okt. 1862. Við göngum til stofu í íbúð hans uppi á lofti. Hann sest þar á^stólhnall, ekki til þess að hvíla S1g, aðeins til þess að tala við Áttræður steinhöggvari er ekki þreyttur. °g nú tökum við að rabba Saman um löngu liðna daga, þe ar hann árið 1867, 5 ára gams mttist með foreldrum sínum f: Lakkavelli í Rangárvallasýs ingað til Reykjavíkur, og up Vaxtarár hans hér, er hann ara gamall byrjaði á eyrarvinr , ®r 1 bænum. Það var erfitt fy lr ekki eldri pilt. En ekki u anr>að að gera, faðir hans } dáinn fyrir nokkru frá 9 bör: V1*1’ atvinnan stopul á eyrinr ymist erfiðisvinna eða sendifer lr"°g snúningar við verzlun, ( ekkert í aðra hönd. 1 þrjú sumur 12—15 ára, v; kokkur á fiskiskútu og elda . anda 19 manns, fékk 12 króm 1 mánaðarkaup og það sem < ró af fiski. En það var ill æ Vl eg var altaf sjóveikur. i^^nn átti heima í Efra Hol 1 Skólavörðustíginn, þar se j aidhías Matthíasson átti heim ^ngt fyrir ofan alla bygð. Þ; ar grýtt og hrjóstrugt ur verfi. En að því kom að far ar að nota grjót. aknaði við grjólvinnuna. ^agnús vaknaði á hverjum . nrgni við að menn dreifðu sér ópum um holtin og lömdu ^orgrýtið, klufu það niður í ^yggingarefni. Honum leiddist j^rarvinnan og snúningarnir ^ann átti sér enga aðra ósk eitari en að verða steinhöggv- ari, reyna kraftana við grjótið. Þetta var veturinn 1878—79. En grjótið, sem verið var að kljúfa, átti að fara í Alþingis- húsið. Sú bygging markaði alla starfsæfi hans síðan. Magnús segir svo frá: Þegar byrjað var að kljúfa og draga saman grjót í Alþingis- húsið, stóð Jakob Sveinsson fyrir klofningunni. Eg hafði það af að fara til hans og biðja hann um að taka mig í vinnuna. “Já vinur minn”, sagði hann, “þú verður að reyna að fá þér hamar”. Það var ekki merkilegt verkfæri. Enda náði eg mér í hamarinn. Þá kunni hér enginn neitt að heitið gat, hvorki við múrverk né steinsmíði. En einmitt við byggingu Alþingishússins lærðu menn hér að nota hin réttu verkfæri. — Hvar var efmð tekið í Al- þingishúsið? — Það var tekið á víð og dreií um Þingholtin, en þó einkum í kringum svonefndar Kvíaklapp- ir. Um öll holtin voru feiknin öll af stórgrýti, sem ekki var jarðfast og á það gengið. En nokkuð af stærsta grjótinu var tekið úr Öskjuhlíð. Við sem óvanir vorum, vorum látnir höggVa rákir í grjótið og síðan komu aðrir, sem meira kunnu til verksins, er fleyguðu það og klufu. — Stóð Jakob Sveinsson fyrir þessu? — Hann var verkstjóri í holt- inu. En yfirmaðurinn við grjót- tökuna var fyrst Schou stein- höggvari. En síðan kom Baldt byggingarmeistari. Og þá kom það upp úr kafinu að alt var skakt sem Schou hafði látið gera. Hann vissi ekki betur en að húsið ætti að vera pússað að utan, eins og hin eldri steinhús sem hér eru, en ekki steinninn ber. En grjótið sem Schou hafði látið taka upp var alt notað í milliveggi í húsinu. Þá fyrst átti líka að reisa Alþingishúsið rétt fyrir neðan hús Jóns Péturs- sonar háyfirdómara, um það bi! þar sem er hús Jóns Þorláks- sonar. Þar var farið að grafa fyrir grunninum. En sléttað var yfir þann gröft, þegar fyrir- ætluninni var breytt og ákveð- ið að reisa húsið niður við Aust- urvöll. * s 8 krónur og mikið fyrir íslending. Með Baldt komu 4 steinsmiðir frá Bornholm, er önnuðust grjót upptökuna. Þeir tóku þetta að sér í ákvæðisvinnu, og höfðu margt manna í sinni þjónustu fyrir ákveðið daugkaup. Við unnum þar saman, ólafur heit- in Sigurðsson og eg. Við vorum lengi félagar síðan. Als unnu við Alþingishúsið um og yfir 100 manns. Svo mikil vinna var þetta, að margir menn komu úr nærsveitum til að taka þátt í henni. — Hvernig létu Bornhólmar ar yfir grágrýtinu? — Þeim líkaði það vel, enda er það mýkra grjót að vinna en granítið, sem þeir áttu að venjast. Það er hart viðureignar, enda skildist mér að þeir yrðu alment ekki langlífir, er við það fengust. En okkur Ólafi' líkaði aftur á móti ekki kaupið hjá Bornhólm- urum, er við fréttum að þar sem ynnu hjá Baldt niður við húsið fengju 3 krónur á dag. En Bornhólmarar borguðu kr. 1.75—2.00. Þá var ekki öllum greitt jafnt kaup, eins og nú tíðkast. Það vár svo eitt laugardags- kvöld að við Ólafur fórum niður á Austurvöll, þegar búið var að borga kaupið og sátum um að ná tali af Baldt. Hann kom þar að og spurði hvort við ætluðum að tala við sig. Við kváðum svo vera. Sögðum að Bornholm- arar greiddu ekki nema tvær krónur í dagkaup, en við hefð- um heyrt að hann borgaði þrjár, og hvort hann vildi ekki taka okkur í vinnu hjá sér. Baldt lofaði að athuga málið, er hann færi upp í holt eftir helgi til að mæla hjá þeim. Þegar hann kom þangað á mánu dag og ræddi við þá landa sína heyrðum við álengdar að hann sagði að' þeir yrðu sjálfir að sjá sér fyrir verkamönnum og nú færum við Ólafur frá þeim, því þeir tímdu ekki að borga okkur 3 krónur á dag. » Baldt smelti okkur í ákvæðis- vinnu og upp úr henni fengum við 8 krónur á dag. En eftir vikuna komu boð frá landshöfð- ingja Hilmari Finsen til Baldt og sagt að íslendingar mættu ekki vinna fyrir svo háu kaupi. Þá varð Baldt reiður, og við ekki síður. En þetta varð svo að vera. — Það sagði Baldt að sér þætti sérstakt að landsmenn mættu ekki fá það kaup, sem þeir ynnu fyrir. En því hét hann þá strax að þetta skyldum við fá upp borið. Alþingishúsið. Við unnum nú við Alþingis- húsið alt þangað til því var lok- ið, vorið 1881. Alt gekk það slysalaust, undir ágætri stjórn Baldts. Hann var besti karl og synir hans harðir og röskir strák ar. Annar þeirra byggði íslands- banka síðar. Verkamenn treystu Baldt og báru virðing fyrir hon- um. Eins og sagan bendir til um manninn sem meiddi sig lítil- lega í hendi og félagar hans vildu fara með hann niður 1 Apóter. “Nei, ekki á Apótekið”, sagði hann, “beint á Baldt”. Varð það að orðtaki síðan. Versta vinnan sem eg man eftir við Alþingishúsið var það, þegar við vorum að bera sjóð- andi asfalt innan á alla veggina. Það var soðið rétt utan við dyrn- ar og urðum við að flýta okkur með það sjóðheitt í fötum og steypa því innan á veggina áðui en það storknaði. En þar mátti ekki vera eftir óhulinn blettur. Því þá hefði allur veggurinn ver- ið ónýtur. Á þingi í Latínuskólanum. — En úr því þér eruð svona gamall og voruð við bygging Alþingishússins dettux mér í hug hvort þér hafið ekki ein- hverntíma komið á þing meðan það var haldið í Latínuskólan- um? — Jú, þar vorum við oft að sníglast strákar, þegar þing var haldið. Mér þótti svo gaman að heyra til þingmannanna, þegar þeir voru að rífast, þó ekkert vit hefði eg á málufn. Það var mín skemtun þá, eins og eg heí mikla andstygð á öllu rifrildi nú. Skrúfa fyrir útvarpið þegar þeir fara að rífast, mennirnir sem eiga að koma sér saman um að vinna þessari fámennu þjóð gagn. • — Hverjir voru snarpastir í rifrildinu í þiiigsal Latínuskól- ans? — Benedikt Sveinsson. Hann var afskaplega harðskeyttur, snillingur í munninum að okkur strákunum fanst. (— Hann hefði getað hugsað sér að tala í útvarp. — Já, eg er ekki frá því að það hefði komið hugur í hann fyrir framan hljóðnemann. — Þér munið eftir Jóni Sig- urðssyni? — Já, eg man hann, þar sem hann sat í forseta stól, hve fyr- irmannlegur hann var. Eg fann til þess þá, þó eg væri krakki, hve mjög hann bar af öðrum mönnum, og það sem hann sagði, það varð svo að vera. Mér varð starsýnt á hann hvar sem hann fór. Skjálfandafljólsbrúin. — Hvað tók svo við þegar þinghúsinu var lokið? — Það var sumarið 1881. Baldt tók að sér að byggja Skjálfandafljótsbrúna gömlu. Hann vildi fá okkur Ólaf til að fara norður. En Tryggvi Gunnarsson var tregur til að kosta ferð okkar. Vildi fá menn í héraðinu. Baldt sat við sinn keip, og sagði okkur að vera ferðbúna með ákveðinni skips- ferð Tryggvi lét undan hálf- tíma áður en skipið fór. Og vio af stað. En þegar við komum að norð- an aftur voru komin steinsmíða verkfæri frá Höfn, sem Baldt sendi okkur að gjöf, sem upp- bót fyrir að fá ekki að taka við því kaupi sem okkur bar í ákvæðisvinnunni. Eg átti að fara norður að Skjálfandafljóti næsta sumar, en lagðist í mislingum um vorið og var veikur alt sumarið. Sjálfstæð atvinna. Síðan fórum við Ólafur að vinna upp á eigin spýtur. Við tókum að okkur að gera kjallara undir hús og þessháttar og draga saman grjót úr holtinu héi í kring. Það var oft harðsótt á vetrum, því þá voru harðir vetur. Ólafur félagi minn dó fyrir fjölda mörgum árum. En eg fór að gefa mig að legsteinasmíði. Það var ófullkomið til að byrja með^Eg hafði ekki heldur verk- færi til þess, nema ófullkomin og seinvirk. En svo fór Ársæli sonur minn til Þýzkalands og var þar í 3Vz ár við steinsmíði. Hann kom heim með sagir og fullkomin áhöld til að slípa grá- steininn. Nú slípum við hann og sögum í hellur eftir vild. Og nú er komið annað snið á verkið, enda aðrir tímar, en þegar eg kom með fyrsta ísoðna oddham- arinn minn í vinnu hjá Jakob Sveinssyni. Húsmóðirin frú Steinunn Ólafsdóttir, kemur inn til okkar og býður kaffi. Við setjumst þar og spjöllum áfram um eitt og annað sem drifið hefir á daga hins áttræða húsbónda, er altaf fer á fætur á sama tíma og samverkamenn hans. “Við erum að reyna að fá hann til að hvíla sig frameftir í skamm- deginu”, segir frúin, þegar hann brá sér frá að tala í síma, en það er ekki hægt. Hann kann ekki við það að hlífa sér nokkra stund. Og í sumar hefir hann unnið í eftirvinnu, vegna þess hve mikið er að gera. En engan má svíkja. Alt verður að standa eins og stafur á bók. Við tölum síðan um grágrýti og gabbró, en grágrýtið hefir verið aðal viðfangsefni Magnús- ar í yfir 60 ár. Gabbróið úr Hornafirði er harðara og sein- unnara. En það versta er að ekki eru tök á að fá af því nægilega stóra steina eða plötur. Þeir feðgar Magnús og Ársæll sonur hans segja mér frá ýms- um verkum sem þeir hafi unn- ið. Frá stöplum undir standmynd ir, sem þeir hafa gert, en flest- allir slíkir stöplar hér í bæ eru frá verkstæði þeirra. Ennfremur tóku þeir að sér, að saga og slípa grásteinshellur á gólf og stiga í hinu stóra and- dyri nýju Háskólabyggingarinn- ar. Og enn röbbum við um vinnu- gleði, starfsþrótt og gott heilsu- far og segir Magnús svo frá: Eg gæti trúað því að eitt með öðru sem bætt hafi heilsu mína, og aukið starfsþrekið, hafi verið hve mikið yndi eg hafði af því fyrr á árum að koma á hest- bak. Eg átti lengi góða reiðhesta og notaði þá eins mikið og frek- ast var tími til. Eg þurfti líka að hafa dráttarhesta til grjót- flutninga, svo það var lítil við- (Framh. á bls. 7) Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Wfnnipeg. VICTORY BOWLING FIVE and TEN PINS • Símið 206 til þess að tryggja aðgang • SELKIRK, MANITOBA Business and Professional Cards G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisherles Limited 325 Main St. Wliolesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðintjur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165C Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. íslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 6 • Rcs. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. .311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 1(09 MEDICAL ARTS RLDG Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Thorvaldson & Eggertson Tjöpfrœðingar 3 00 NANTON BLDG Talsíml 97 02 4 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 12 4 Home Telephone 202 398 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 30 8 AVENUE BI.DG , WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNTPEG • pœgilegur og rólegur bústaOur { miSbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðkiefa $3.00 óg þar yfir Ágætar máltlðir 4 0c—60c Free Parking for Ouests Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújaröir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. B. J. BRANDSON A. S. BARDAL 216-220 Medical Arts Bldg. 848 SHERBROOK ST. Cor. Graham og Kennedy Sts. Selur llkkistur og annast um út- Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 farir. Allur útbúnaður sá beztl. • Ennfremur selur hann allskonar Heimili: 214 WAVERLEY ST. minnisvarCa og legsteina. Phone 403 288 Skrifstofu talslmi 86 607 Winnipeg, Manítoba Heimilis talsimi 501 562 Legsteinar DR. ROBERT BLACK sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Sérfræðingur 1 eyrna, augna. nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Bidg. Skrifið eftir verðskrd Cor. Graham & Kennedv GILLIS QUARRIES, LTD. Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 1400 SPRUCE ST. Skrifstofusími 22 2 51 Winnipeg, Man. Heimilissími 401 991 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAD ARTS BLDG Sími 22 296 Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 Gilhuly’s Drug Store THE REXALL STORE T.yfjasérfrœðingar SELKIRK, MAN. Slmi 100 Nætursfmi 25 E. G. EIRIKSSON Lyfsali CAVALIER, N. DAKOTA. Simi 24 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBT STREET (Beint suður af Banning) Talsími 30 877 • Viðtalstími 3—5 e. h. j.A. Anderson, B A.,LL.B. fíarrister and Solicitor and 'Notary Public Tryggingar af. öllurn tegundum. ASHERN, MAN. J. W. MORRISON & CO. Oeneral Hardware MAL og OLÍUR "Sé )>að harðvara, höfum við liana’’ SlMI 270 — SELKIRE, MAN. Dr. K. I. JOHNSON Physician and Surgeon Sími 37 CENTRE ST„ GIMLI, MAN. No. 1 Call 2 DR. M. C. FLATEN Tannlœknir EDINBURG, N. DAKOTA S. E. Björnson, M,D. Loeknir og lyfsali ARBORG, MAN. SINCLAIR’S TEA ROOMS - Staðurinn þar sem allir vinir mœtast. SELKIRK, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.