Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 6
6 LÓGLERG. FIMTUDAGINN 1. APRÍL 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Efíir Edgar Wallace. Meyja stiginn, það var afar hrörlegt og gamalt timburhús, sem að mestu var bygt yfir læknum sem er á milli skipaskurðarins og fljótsins. Það sást frá flóðlokunum, þar sem skipaskurðurinn endaði, og hinir breiðu og gruggugu ósar fljótsins tóku við. Það var sígið og skakkt. Það stóð á háum tréstólpum, sem voru sem þéttasti skógur. Það var í mestu óhirðu, 'Skitið og skjöldótt; þó mátti sjá að það hafði einhverntíma verið málað hvítt, en slíkur 'sómi hafði því ekki verið sýndur nema einu sinni. Með öllum þeim litbrigðum, sem veður og vindur hafði sett á það í tugi ára, hefði það næstum verið ósýnilegt, ef ekki hefði svo til hagað að það stóð milli stórrar vöruskemmu og járnverksmiðju. Lækurinn rann rétt undir aðalparti hússins, og lá við sjálft í vatnavöxtum, að vatnið næði upp að gólfinu í setustofu Eli Jósefs. Meyja stiginn, sem það hafði fengið nafn sitt af, var nú horfinn. Á einni tíð hafði þetta umhverfi verið fagurt svæði á bökkum Thamer fljótsins, og það mátti enn sjá votta fyrir leyf- um af ökrum og engjum til og frá innan um þetta verksmiðjuþorp. Meðfram skipaskurðin- um var óþrifabali hið versta, hvar mar'gir óknytta og glæpamenn höfðu aðsetur sitt; Lavender Lane, Lordhouse Rood, voru orðlögð óþrifa og óknyttabæli; þar var fjöldi ógeðs- legra marghýsa, og stöðugur hávaði og gaura- gangur dag og nótt. Þó var þetta pláss ennþá kallað Engið. Eli Josef var vanur að sitja í litlu stof- unni sinni og horfa á kola barðana koma og leggjast við skipabryggjurnar um flóðið, og sjá þá svo dregna að flóðlokunum við enda skurðsins. Honum virtist það unun að teygja höfuðið eins langt út úr glugganum og hann gat, til þess að geta séð til ferða Hollensku gufuskipanna, sem héldu ofaneftir fljótinu og til hafs. Lögreglan hafði engar ásakanir á Eli Josef, þeir vissu að hann var viðsjáll tollsmyglari, en þeir höfðu enga óræka sönnun gegn hon- um, og bjuggust ekki við að verða neins frekar vísari í þessari óheilla heimsókn, en þeir Höfðu orðið áður. Allir í nágrenninu héldu Eli væri ríkur, og allir voru vissir um að hann væri vitlaus. Það var venja hans að halda uppi löngum samræðum við ósýnilega vini. Hann var all einkennilegur ásýndum, er hann ráfaði fram og aftur um göturnar; andlitið stórt og gult, sem gamalt eltiskinn, skegglaus eins og ung- barn; en allt andlitið í stórum hrukkum og fellingum, sem láu hver þvers yfir aðra, hann var sítalandi við sjálfan sig, baðandi út hönd- unum, og oftast með ógeðslegt bros á hinu hrukkótta andliti sínu, eins og hann væri að glettast við þessa ónsýnilegu félaga sína. Rann talaði vanalega útlent mál, sem fólk hélt að væri þýzka. Hann þóttist hafa um- gengni við, bæði góða og vonda anda, hann sá og talaði við dauða menn, sem sögðu hon- um hinar undraverðustu sögur frá óþekktum heimi. Hann var og spámaður, því hann sá aðdáanlega fyrir óorðna hluti. Hann var að tala um hversu mikið að gólf- ið í stofunni sinni hallaðist, stofunni sem var rétt yfir læknum, hann var að nöldra um það við sjálfan sig. Það var einkennilega hátt herbergi til lofts. Þrjú kertaljós voru í stof- unni, sem gáfu mjög ónóga birtu, og mynduð- ust í þessu daufa ljósi margir og hræðilegir skuggar. Veggir stofunnar, sem einhverntíma hafa verið hvítþvegnir, voru nú allir með gulum og grænum strikum, og er ringdi lak þakið, svo lækir af regnvatni runnu ofan veggina. Þetta var íbúðarstofa hans, en á nóttunni svaf hann í stórum skáp, sem var eini partur hússins sem var yfir þuru landi. Hinir aðrir hlutar hússins voru, skrifstofa, geymsluherbergi og hressingarstofa. í þeirri stofu tók hann á móti heimsóknum Þýzkra, Franskra og Hollenskra sjómanna, sem komu á skipsbátum sínum uppeftir læknum á nótt- unum, þegar háflæði var. Þeir stýrðu bátum sínum gegnum þykkan skóg af grænum stólp- um, sem héldu uppi þeim parti hússins, sem hékk út yfir lækinn, og biðu þar við forn- fálegan rimlastiga, sem lá niður að vatninu, þar til gamli maðurinn kom ofan stigann til þeirra, til að prútta um verðlag á hlutum sem þeir færðu hortum. Það var alveg svarta myrkur undir húsinu, jafnvel að degjnum til, því sama sem engin birta komst í gegnum hinn þétta skóg af stólpum og trjám, sem voru undir því. Að- eins á vissum tímum gátu þessir viðskipta- menn Elis komið, því um lágsævi var ekkert nema djúp forarleðja, sem var á stöðugri hreyfingu og kviki, eins og undirlægi eitt- hvert ferlíki, sem altaf væri að bylta sér. Eli gamli átti ofurlítinn vélknúinn bát, sem hann hafði lært að fara með, bundinn við einn póstinn. Hann fór oft á þessum bát út á fljótið þar sem skipin fóru um. Hann var ein- mitt að búa sig undir slíka ferð þetta kvöld. Hann var tvisvar búinn að vefja upp hinn fornfálega og upplitaða gólfdúk, sem var á herbergisgólfinu, og ljúka upp leypihurð sem var á gólfinu undir dúknum. Sítautandi við sjálfan sig fór hann ofan stigann,' sem lá frá leynihurðinni ofan að bátnum, og kom ein- hverju fyrir í bátnum í hvert skipti. Bátur- inn lá á hliðinni í leðjunni þar til að flæddi. Loksins hafði hann lokið starfi sínu, og gat nú dvalið meðal hinna ósýnilegu gesta sinna, sem voru í stofunni. Hann talaði og spaug- aði við þá, eins og forna vini sína. Þeir höfðu verið að hvísla einhverju að honum allan daginn, sem hefði verið nóg til að gera hvern óvitlausan mann skelkaðan, að þessu sinni lagði Eli engan trúnað á það sem and- arnir sögðu honum. Alt í einu heyrði hann að klukku var hringt. Hann brá skjótt við, hljóp ofan bratt- ar.n stiga, sem lá að hliðardyrum, sem sjaldan voru brúkaðar. “Hver er úti?” spurði hann. Honum var svarað í lágum róm, svo hann opnaði hurðina. “Þú hefir komið, seint eða snemma — eg veit ekki hvort heldur.” Eli talaði í þungum og sterkum róm, með ofurlítlum útlendum mál- blæ. Eftir að hafa lokað dyrunum vandlega, fylgdi hann gesti sínum upp stigann. “Það er engum tíma að eyða,” sagði hann í hryssingslegum róm. “Dagar og nætur eru sama til mín. Það er háflóð, og eg verð að ljúka viðskiftum fljótt, þegar fjarar get eg setið í rólegheitum og talað við mína litlu fallegu vini.” Hann kysti á hendi sér og sendi kossinn út í eitt skúmaskotið, en Mark Mc Gill horfði fyrirlitningar augum á hann. “Hættu þessu — þú og bölvaðir andarnir þínir! systir hans kemur hér í kvöld.” “Hans?” Eli starði forviða á hann. “Ronnies Perrymans — hún er komin hing- að frá París.” Eli Jósef horfði með gapandi n.unni á komumann, en spurði harin engra Rekari spurninga. Það var eitthvað í svip og framkomu Mark McGill sem vakti traust á honum. Hann var fyrirmannlegur í sjón, hár ,vexti og herða- breiður, jafnvel fólst í hans ófágaða útliti eitthvað aðlaðandi. Sá ótti, sem undirmenn hans höfðu af honum, stafaði ekki svo mjög ar stærð hans og afli, er fólst í hans stóru hnefum, heldur miklu fremur hinu skarpa og gegnumsmjúgandi augnatilliti hans. Hann velti hálfreyktum vindil í munni sér, frá öðru munn viki til hins, og gekk inn í hressingarstofuna, þar sem var skápur sá er Eli hafði bæli sitt í. Hann horfði um stund í djúpum hugsunum niður á vatnið í læknum, sem var að smá hækka. “Það er enn klukkutími til háflæðis, sagði hann eins og við sjálfan sig. Eli Jósef gætti hverrar hreifingar hans, eins og köttur mús, hann sá hann taka fiðlu undan ábreiðu í bæli sínu. “Hefir þú verið að leika á fiðlu í allan dag? Kafa lögreglumennirnir komið hingað aftur?” Gyðingurinn bara hristi höfuðið. “Þú virðist ekki neitt forvitinn að vita meira um Rennie, jæja, hún mun spyrja þig ein- hvers. Þú veist hvað þú ætlar að segja henni, eða er ekki svo?” Stundarþögn, svo sagði hann dræmt. “Hann lenti í höndunum á lögreglunni. Þeir náðu honum í bát, með einhverju sem hann hafði meðferðis frá skipinu. Svo þeir' spurðu hann hvar hann hefði fengið það, og þeir börðu hann þar til hann féll út úr bátn- um í ána, og drukknaði. Þú klórar þig ein- hvernveginn út úr þessu.” Mark hlustaði eins og hann ætti einhvers von. — “Það er Tiser og stúlkan — láttu þau koma hingað upp.” Eli læddist ofan stigann, og kom uppaftur að vörmu spori, og á eftir honum Tiser, hann var sjáanlega í allmikilli geðshræringu, en reyndi þó að láta sem minst á því bera. Svita dropar stóðu á enni hans, og látbragð hans og klæðnaður, gerði hann mjög fráhrindandi. Önnu Terryman geðjaðist, afar illa að honum frá því hann mætti henni á járnbrautarstöð- inni — löðrandi í svita, og hið ógeðslega bros sem hann hafði á andlitinu bætti ekki úr. Hún kom með hægð inn í stofuna, litaðist þar um eitt augnablik, og gerði sér ljósa grein fyrir /því, þó hún léti ekki á því bera, hversu við bjóðslegt henni fanst þar umhorfs. Hún leit ssnöggvast á Mark, sem leit undan hennar gegnumsmjúgandi augnaráði. Hún var lagleg, beinvaxin stúlka, við suma birtu sýndist slá á hár hennar gyltum blæ, en við aðra ofuríitið rauðleitum blæ, sem að miklu leyti breytti útliti hennar. Hún hafði hátt og breitt enni, og hárið greitt frá þyí til beggja hliða, sem setti dálítinn fullorðins- blæ á hana. Hún var teinrétt, og bar sig tígu- lega. Það var ekki auðvelt að komast í kynni við hana, menn sögðu að hún væri kaldlynd og alvörugefin, og tæki engan þátt í gamni. Eng- um var kunnugt um þá mildi sem fólst í henn- ar stóru gráu augum, sem oftast sýndust harð- leg nema Ronnie, en nú var hann dauður, enginn annar maður hafði séð bregða fyrir í augum hennar leyftri ástar og viðkvæmni. Anna Perryman var gædd miklu fórnfærslu- eðli; vitsmunalega og andlega var hún mjög hneigð til reynslu og atorku við hin ervið- ustu viðfangsefni. Hún hafði óhagganlegt vilja þrek, áræði hennar var takmarkalaust. Svo þetta var Anna Perryman! Hann hafði aldrei séð hana áður, og var alveg utan við sig af fegurð hennar og yndisþokka. Hn rétti honum kalda hendina, hann hélt hendi hennar í sinni, eitt augnablik, en sleppti handtakinu hið bráðasta. Mark vissi varla á hverju hann ætti að hefja samræð- við hana. “Tiser hefir auðvitað sagt þér.” Hún kinkaði kolli til samþykkis. “Eg sá fréttina í ensku blaði fyrir tvéim vikum. Eg er kennari við skóla í París, og þangað barst blaðið með fréttinni í. En eg vissi það ekki —” hún hikaði við — “Ronnie gekk undir dularnafni.” . Hún sagði þetta í róle^im samtalsróm. “Eg hefði getað verið búin að segja yður það áður.,” sagði Mark, “en eg hélt að það væri betra að bíða með það, þar til allt væri um garð gengið, áður en eg segði yður frá því.” Það var svo mikil samhygð í röddinni að Mr. Tiser, sem sýndist vera á nálum, stiltist við að líta á félaga sinn, og undraðist yfir hvað Mark væri hygginn og aðdáanlegur. “Það voru í sjálfu sér fremur erfiðar kring- umstæður,” sagði Mark í lágum bældum mál- rómi, æins og æfinlega er, er menn þurfa að segja ógeðfeld tíðindi. “Þér sjáið — ef Ronnie var að brjóta á móti fyrirmælum laganna, það var eg líka að j gera. En eðlilega reynir maður að koma sér sjálfum úr sökinni.” Hún svaraði þessu engu orði. “Auðvitað veit eg að Ronnie var ekki — hún hikaði við, “Hann var fremur óheppinn alla æfina, veslings Ronnie. Hvar fanst hann? Mark benti á lækinn. “Eg skal vera hreinskilinn við þig Miss Ferryman, veslings bróðir yðar og eg vorum tollsmyglarar. Eg býst við að það sé mjög ámælisverð atvinna, en eg er ekki að afsaka mig. Eg tala í allri hreinskilni við yður. Lög- reglan lagði mikla áherzlu á að ná okkur í gildru sína, og eg held að þeir' hafi álitið Ponnie auðveiddari, og eg komst að því að þeir höfðu gjört nokkrar tilraunir til að hand- sama hann — þeir hugðust mundu geta neytt hann til að segja til félaga sinna. Þetta virðist ef til vill ágizkunarlegt, en það er sannleikur- inn sjálfur.” Hún leit frá Mark til Tiser. Gamli gyðing- urinn hafði haldið sig bak við dyratjaldið og lét sem minst á sér bera. “Mr. Tiser hefir sagt mér að lögreglah hafi myrt Ronnie — það virðist ótrúlegt.” Mark ypti öxlum. “Það er ekkert ótrúlegt um Lundúnalögregl- una,” svaraði hann þurlega. “Eg segi ekki að þeir hafi ætlað að drepa hann, en það er víst að þeir börðu hann miskunarlaust. Þeir hafa náð honum, er hann var að koma á bát sínum frá einhverju skipi sem flytur bannaðar vörur til vor, og annað hvort hefir hann verið sleginn yfir borð, eða honum hefir af ásettu ráði verið fleygt í vatnið, er þeir sáu hversu illa þeir f höfðu leikið hann. Hún kinkaði kolli. “Bradley lögregluumsjónarmaður?” spurði hún. “Það er nafn hans. Hann hataði Ronnie. Bradley er einn af þessum slyngnu Lundúna- lögreglumönnum, sem hafa notið lítillar mennt- unar, og siðmenningar.” Frá hressingar herberginu heyrðist ógreini- legt hljóð. Mark sagði eitthvað ljótt, og bjóst til að fara inn og vita hverju þetta hljóð sætti, en Anna lagði hönd sína á handlegg hans, sem merki þess að gera ekki hávaða. Frá hressingar stofunni heyrðist sagt, í sæt- um og þunglyndislegum róm. “Verið þið sæl.” “Hver er það,” spurði hún í lágum róm. Mark ypti öxlum óþolinmóðlega. “Það er Gyðingurinn — Eli Josef. Eg vil að þú sjáir hann.” “Eli Josef? Maðurinn sem sá þegar Ronnie var drepinn?” Mr. Tiser fékk nú málið. “í fjarlægð, kæra frú,” hann nötraði. “Það var ekki hægt að sjá neitt upp á víst. Eg held.eg hafi útskýrt það. Vorir kæru vinir sáu, einungis lögreglumennina eiga í baráttu við vorn kæra dána félaga.” Mark horfði á\ hann með nístandi köldu uugnaráði. “Þetta dugar Tiser,” sagði hann. “Beiddu Eli Josef að koma hingað.” Það var eins og hún yrði vör einhverrar einkennilegrar nærveru einhvers. Eli Josef kom fram úr herberginu, hann lést vera hrumur og sjóndapur, og rýndi á hana undan hinum ein; kennilega samandregnu hárlausu augnabrún- um, hann staðnæmdist og neri sínum löngu höndum saman í ákafa. Hann var blátt áfram hræðileg fígúra, þessi sjón vakti snögga breyt- ingu í huga hennar. “Þetta er Miss Perryman, systir Ronnie.” Það var eins og Gyðingnum brigði við, en til að dylja það komu á andlit hans skælur og grettur. “Eg hefi rétt núna verið að tala við hann. sagði hann í lágum rómi. Stúlkan horfði a hann og sagði. “Svo þér hafið verið að tala við hann?” “Takið þér ekkert mark á Eli,” sagði Mark snökkt. Hann er dálítið ruglaður í höfðinu, sér anda og ýmsa fáránlega hluti.” “Ýmsa hluti,” endurtók Gyðingurinn, og glenti upp skjáina meir og meir. “Undarlega hluti sem engir sjá nema eg — Eli Josef.” Hún sá andlit hans dragast í kynlegar hrukkur, sem átti að heita bros. Hann lést horfa á eitthvað sem var milli þeirra. “Svo þú ert þá þarna, litla Freda mín, sagði hann blíðlega. “Eg vissi altaf að þú mundir koma.” Hann beygði sig ofurlítið áfram, og lést vera að klappa vingjarnlega á höfuð á ósýni' legu barni, og nöldraði lágt.‘ “Þú hefir verið góð stúlka síðan þér var drekt í skurðinum- Þú ’lítur svo vel út.” “Hættu þessu þvaðri Josef,” sagði Mark 1 höstum málróm. “Þú hræðir stúlkuna með þessu rausi.” \ “Hann hræðir mig ekki,” sagði Anna rólegm Eli Josef yfirgaf þau, og hvarf til herbergis síns, allur titrandi af hlátri. “Er hann oft svona?” spurði Anna. “Æfinlega,” sagði Mark, og bætti við. “Hann er alveg með fullu viti að öðru leyti. Farðu ekki Josef, eg vil að þú segir þessari stúlkn hvað þú sást.” Eli Josef kom til baka hægt og rólega, þar til hann var aðeins fá fet frá stúlkunni. Hann hafði hendurnar krosslagðar á brjósti sér, einS og hann væri að gera bæn sína. “Eg skal segja yður það sem eg sá.” Hann . talaði í uppgerðar mólróm. “Ronnie kom einhverju skipinu sem lá á fljótinu, en lóg' reglumanna bátur kom í veg fyrir hann, stöðvuðu hann, og eg sá að þeir börðust, og börðust, og eg heyrði skvamp í vatninu, Mr. Bradley segir, “það er búið með hann, minnist ekki á það við neinn.” Meðan hann var að tala hafði hann ekk1 augun af Önnu, og henni fanst eins og hun sæi í augum hans varnar viðleitni, eins hann væri að tala fyrir rétti. “Þér sáuð þetta?” Hann hneigði sig, en stúlkan sneri til Marks- “Því voru þessir ménn ekki kærðir? PV1 cr breiddur út orðrómur um, að einhverjú eða einhver óþektur einstaklingur hafi myrt hann? Eru lögreglumennirnir hér álitnir sv° heilagir? Eru þeir svo lausir við að fremja nokkurn glæp — morð — og vera aldrei kærð' ir fyrir?” Mark fór nú fyrst að gefa gætur að hinum brennandi tilfinningaeldi, sem brann í hjarta hennar. Anna talaði í titrandi róm, en þó m^ fastri stillingu. “Bradley — hvar er Bradley? Er hann mað' urinn sem þér voruð að tala um? Eg skat muna eftir honum.” Gyðingurinn stóð í sömu sporum, með hend' urnar krosslagðar á brjóstinu, og ruggaði ser ofurlítið til beggja hliða. “Kæra hann fyrir lögreglunni það sem hau11 sá?” Mark brosti. “Hvaða þýðingu mundi slíkt hafa? Þér þurf' ið að skilja það Miss Perryman, að lögreglarl eru lög út af fyrir sig, ekki einungis hef> heldur í öllum löndum. Eg gæti sagt yð'jr sögur af hvað hefir skeð í New-York.” “Mig langar ekkert til að vita hvað hefir skeð þar.” Hún var í talsverðri æsirigu. “Vilj1^ þér segja mér hvort hægt er að taka til greiua það sem þessi maður segir?” Hún benti a Gyðinginn. “Áreiðanlega,” svaraði Mark. “Áreiðanlega, áreiðanlega,” sagði Mr. Tisnr’ sem hafði ekki tekið neinn þátt í samræðun' um. “Eg get fullvissað yður um, að hann el riijög virðingarverður maður. Þjóðernis uppfunl hans er orsökin fyrir tortrygni fólks ge$n honum. En hvers vegna ættum við að fyrll\ líta Gyðinga? Var ekki Salomon, hinn vitrasu maður allra tíma, og sið sama —” Mark lelt ómildum augum á hann, svo hann steinþagn' aði, eins og tekið hefði verið fyrir kverka1 honum. Hún stóð hreyfingarlaus um stund, lelt 1 gaupnir sér, hniklaði brýrnar, og var sjáanlega í vandræðum með hverju hún ætti að trUa af því, sem hún hafði heyrt. Mark bauð henn1 að setjast í stól, en hún hafði ekki virst veita því neina eftirtekt. Hann beið eftir að hu11 tæki til máls. (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.