Lögberg - 08.04.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.04.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. APRÍL 1943. “Það er sama hvað það kostar Viðlal við séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Það er einn af þessum svölu haustdögum, þegar kuldinn er svG kaldur vegna viðbrigðanna eftir sumarið. Eg labba í rökkr- inu heim aj5 Ási. Mig er lengi búið að laríga til að rabba við séra Sigurbjörn um löngu liðna daga, þegar hann var ungur stúdent og horfði fram í lífið eins og eg nú. Annars eru 'mörg sporin, sem ungir og gamlir stúdentar eru búnir að ganga heim að Ási, og margar eru bækurnar, sem við erum búnir að bera þaðan, því að altaf getur Sigurbjörn birgt okkur upp af nýjum bókum. Og nú er nýbúið að veita hon- um einstæðan heiður, sem eng- um hefir verið veittur fyrr. Hann hefir verið vígður prestur í viðurkenhingarskyni fyrir vel unnið starf að kirkju- og líkn- armálum. Hann býður mér inn á nota- lega skrifstofu sína. Þar sýnir hann mér nokkrar nýjar bækur og síðan tökum við tal saman. — Hvenær tókstu stúdents- próf? — Það var vorið 1897. Mig langaði þá mest til að læra stærð fræði eða eðlisfræði, því að mér hafði ekki fundizt. kynni þau, sem eg hafði af guðfræð- inni í Latínuskólanum, skemmti- leg. En það reyndist ókleift. Eg fór því strax' í Prestaskól- ann um haustið. Eg hafði ætlað mér alð sigla strax eftir 4. bekkjar prófið, en faðir minn dó þá um það leyti, svo að úr því gat ekki orðið. Fyrsta árið mitt í Prestaskól- anum vorum við 9 alls, presta- skólamennirnir: Halldór Jóns- með flot, bein til ann greið- yerð fyrir rgang’. þér andvirðio ge-nefndar, Lrar líknar- grendinni, refið Volun- 5e_nefndinni beinin ef : slíku í um- ar, eða fitu og bem nús yðar, og breinsara þeim $F«35 son einn í 3. deild, Magnús Þorsteinsson, Pétur Þorstein- son og Stefán Kristinsson í 2. deild og með mér í 1. deild Böðvar Bjarnason, Jónmundur Halldórsson, Ólafur Briem og Friðrik Friðriksson, þá nýkom- inn frá Kaupmannahöfn. Kennarar voru 3: Þórhallur Bjarnason, Eiríkur Briem og Jón Helgason. Eg komst brátt að þeirri niður- stöðu, að guðfræðinámið var als ekki leiðinlegt' og sá kennar- inn, sem mér hafði þótt leiðin- legur í Latínuskólanum, þótti mér nú skemtilegur í Presta- skólanum, þótt langbezt væri að vera með honum einum. Við prestaskólamennirnir héld um alltaf vikulega fundi á laug- ardögum. Þessa fundi revndi Friðrik Friðriksson til að fá okkur til að enda með sambæn. Hann var sá, sem bar langt af okkur öllum í trúarþroska og sá eini, sem eg heyrði nokkurn- tíma tala um trúarvíssu oftar en í ræðustól. Annars held eg, að við höfum ekki skilið hann fyllilega, þótt okkur þætti vænt um hann. Hann er að ýmsu ólíkur okkur. Hann las t. d. mest á nóttunni. Hans starfssvið var aðallega á meðal drengjanna. Annars héldum við sjálfir barnaguðsþjónustur bæði í Templarahúsinu og suður í Nes- skóla. Jón Helgason hafði byrj- að þessar barnaguðsþjónustur 1892—’93, en nú höfðu presta- skólamenn þær orðið á eigin spýtur. Þær voru mjög vel sótt- ar, einkum í Templarahúsinu, og voru oft mikil vandræði vegna þrengsla. Einu sinni fór “Ella litla landshöfðingja”, Elín Stephensen, að gráta af þrengsl- um, og varð eg að taka hana á handlegginn og bera hana í gegnum þröngina. Eg starfaði sjálfur jafnframt mikið að bindindismálum og ferðaðist um tvö sumur á veg- um stórstúkunnar. Eg varð líka til að bera upp í Regluna þá Friðrik Hallgrímsson og Harald Níelsson. Einu sinni í mánuði voru haldnir guðfræðingafundir á víxl heima hjá kennurunum, prestunum eða biskupi. Kandi- datar, sem í bænum voru, voru einnig með á þessum fundum, og þar féll mér langbezt við Harald Níelsson, sem þá var nýkominn frá háskólanum og ekkert farinn að gefa sig að spiritisma, en áhugasamur mjög. Á þessum árum kom til lands- ins norskur prestur, Kjeld Stubb hann var sendur af alþjóða Jíristilegu stúdentahreyfingunni, til að stofna til kristilegs starfs meðal stúdenta hér. Það var árið 1898. Honum var mjög vel tekið. Hann hélt opinbert erindi, sem var mjög vel sótt, og mætti öll embættismannastétt bæjarins. Síðan boðaði hann til stofnfund- ar að kristilegu stúdentafélagi og var það stofnað. Meðlimir 20—30 og þar á meðal allir guð- fræðingarnir. Fyrsti formaður var kosinn Stefán Kristinsson, síðar prestur að Völlum í Svarf- aðardal. Grundvöllur félagsins var mjög breiður. Það hélt fundi sína einu sinni í mánuði í litla salnum í Templarahúsinu. Þetta félag lifði samt ekki nema eitt- hvað tvö ár. Þó má nefna þann árangur af þessu starfi, að árið 1901 fóru 5 íslendingar á alþjóða kristilega stúdentamótið, sem haldið var í Leckö í Svíþjóð. Eg lauk embættisprófi vorið 1900 um mánaðamótin júní og júlí. Jón Helgason lagði þá mikla áherzlu á það við okkur kandi- datana, að við færum ekki strax út í prestsskap. Hann vildi út- vega okkur dvöl hjá merkum prestum í Danmörku. Eg tók því feginshendi. Hann skrifaði því Skovgaard-Petersen. hvort hann gæti tekið mig til sín, en úr því gat samt ekki orðið vegna heilsuleysis konu hans. Skov- gaard-Petersen auglýsti samt í Kristilegt Dagblad eftir presti, sem vildi taka íslenzkan kandi- dat fyrir heimiliskennara. Prest- ur nokkur á Jótlandi, H. P. Bjarnesen í Gudum, gaf sig fram. Hann var merkur prestur, var í stjórn Indremissianarinn- ar og auk þess af . íslenzkum ættum. — Þetta vor trúlofaðist eg Guð- rúnu Lárusdóttur — bréfin henn ar um trúmál voru ærið ólík venjulegum kærustubréfum. — Hún latti mig ekkert þessa áforms. Faðir hennar var spurð- ur, hvort hann væri ekki hræddur við að gefa dóttur sína öðrum eins nýguðfræðingi og eg var þá. “O, Sei, sei nei”, svaraði hann, “hann ætlar að sigla og verður orðinn breyttur, þegar hann kemur aftur.” — Eftir prófið fór eg heim að Neðra-Ási í Hjaltadal. En í ágúst hélt eg út með einar 260 kr. í vasanum, sem mamma hafði tekið til láns. Þótt þú hennar væri dágott, voru engir peningar fyrir hendi. Það var ráð fyrir gert, að eg ynni fyrir uppihaldi mínu með kennslunni, en allar ferðir átti eg að borga sjálfur, og mátti ferðast hvert sem eg vildí um Danmörku til að kynnast trú- málastarfi. Jóni Helgasyni þótti farar- eyrir minn nokkuð lítill og bauð mér að láta sig vita, ef á skorti. Það bauð hann víst engum seinna. Eg er hræddur um, að honum hafi þótt árangurinn af utanför minni ekki sá, er hann ætlaðist til. Friðrik Friðriksson gaf mér meðmælabréf til Olfert Ricard og b^ð hann að taka á móti mér, sem væri hann sjálfur kominn, enda var gott til hans að koma. Þegar út kom fór eg strax að kenna 4 börnum séra Bjarnasens önnur 3 voru yngri. Prestsheimilið í Gudum varð mér brátt mjög kært. Prestur- inn var að.vísu þurr á manninn og stríðinn “eins og Islending- ar”, en ágætur í einkasamtali og í ræðustól, frúin dugleg og elsku leg húsmóðir, og börnin gáfuð og mér brátt mjög handgengin. — Tvær elztu dæturnar, ný- fermdar þá, og sú yngsta, heim- sóttu mig sumarið 1939. Voru 2 þeirra þá orðnar hjúkrunar- konur fyrir löngu, en sú þriðja kennslukona. — — Hvernig kom þér trúarlífið fyrir sjónir? Það var aðallega tvennt sem vakti athygli mína. Það voru hinar tíðu altaris- göngur og persónuleg samtöl. Við hverja formessu voru mjög fjölmennar altarisgöngur, þetta 20—70 manns í sveita- prestakalli, sem hafði um 3000 manns. Á eftir hverri síðdegismessu safnaðist svo hópur manns heim til prestsins og talaði saman um trúmál. Það sem einkenndi tal þeirra mest, var trúarvissa. Þeir töluðu um hana hjá sjálfum sér og spurðu aðra, hvort þeir “ættu vissu”. Eg fann, að sjálfur átti eg þetta ekki. Eg hélt fyrst, að þetta væri trúarvilla, en svo mundi eg eftir, hvað segir um trúarvissu í 9. kafla Helgakvers. Eg sannfærðist einnig við lestur Biblíunnar, að þetta var ekki trúarvilla. Eg átti í baráttu út af þessu í einn eða tvo mánuði. Það sem háði mér mest, var, að eg fann að eg varð að prédika öðruvísi en eg hafði lært, ef eg eignaðist þessa vissu, en það þóttist eg viss um, að yrði ekki vel séð heima. Eg fékk líka bréf frá Jóni Bjarnasyni í Winnipeg, þar sem hann bað mig að gerast prestur vestra, en eg fann, að eg átti að fara heim. Svo var það á stórri samkomu í kornhlöðu nokkurri, þar sem þrír prestar töluðu. Baráttan stóð sem hæst milli þess, sem eg vissi að eg átti að gera og þess, sem eg vildi sjálfur gera. Þá tók eg mína ákvörðun: “Það er sama, hvað það kostar, eg skal prédika sannleikann, þegar eg kem heim til Islands.” Og þegar eg hlýddi kallinu, þá varð eg öruggur. Á þeirri ■ stundu eignaðist eg líka sömu fullvissu og hinir áttu. — Þetta var í nóverbermánuði árið 1900. Eg fór svo brátt að taka þátt í kristilegu starfi. I prestakall- inu var mikið starfað. Haldnar voru þrjár samkomur í viku auk messanna, ein fyrir hjón, ein fyrir pilta og ein fyrir stúlk- ur. I þessu starfi tók eg þátt og ferðaðist auk þess mikið í nágrenninu. I byrjun desember var eg bú- inn með aurana að heiman. Þá fékk eg bréf frá Ólafi Halldórs- syni konferensráði með 200 kr. styrk frá kennslumálaráðuneyt- inu. Þannig rættist úr því. — I febrúar fór eg alfarinn frá heimiliskennslunni í Gudum. Eftir það var eg á sífeldu ferða- lagi og kynnti mér allt, sem kostur var á. En fór þó við og við að hvíla mig til séra Bjarn- esens. Um páskaleytið fór eg til Þýzkalands og dvaldi í kyrru- vikunni í Herrnhuta-bænum Kristiansfeldt. Þar átti eg ógleymanlega daga. Um vorið fékk eg styrk frá “Det Classenske Fideikomis” til að fara til Noregs, var þarí á fundum og kynntist þar mætum mönnum. Eg hafði fengið með- mæli frá Ricard og Skovgaard- Petersen, og komu þau í góðar þarfir, því það þótti ekki alls staðar meðmæli að vera íslend- ingúr í Noregi um þær mundir vegna framkomu tveggja landa minna litlu fyrr. Norskir kennimenn og söfn- uðir báru mig á höndum sér þann mánuð, sem eg var hjá þeim. Síðan var eg á norrænu sunnu dagaskólaþingi og norrænu heimatrúboðsþingi í Kaupmanna höfn. Að síðustu var eg einn af 5 íslendingum, sem tóku þátt i norræna stúdentamótinu í Leckö. Hinir voru Friðrík Frið- riksson, Ásgeir Ásgeirsson, Jón Brandsson og Jón Þorvaldsson. Það mót hafði sérstaka þýðingu fyrir mig, því að þar opnuðust augu mín fyrir því, að “ný- guðfræðin” er alls ekki vísinda- leg guðfræði. Að þessu móti loknu hélt eg með Jóni Þorvaldssyni og Jóni Brandssyni til hvíldar, í Gud- um og nokkru síðar heim til íslands haustið 1901. Við kom- um fyrst á Seyðisfjörð. Þegar við félagarnir fjórir frá mótinu gengum í kirkju á Seyðisfirði og tókum þátt í söngnum, þótt við “sætum ekki við hljóðfær- ið”, héldu sumir kirkjugestir að við værum drukknir. Það frétti eg 17 árum síðar. Eitt má minnast á enn — seg- ir séra Sigurbjörn. — I Dan- mörku kynntist eg Moltke greifa, hirðstjóra konungs. Hann var lifandi trúaður maður. Hann kvaðst ætla að tala við konung um starfið á Islandi. Árangur- inn varð sá, að konungurinn sendi upp frá því árlega gjöf til heimatrúboðsstarfs á íslandi, og hélst það þangað til Friðrik VIII. andaðist. — Þegar heim kom, voru við- brigðin mikil. Erlendis var mað- ur alls staðar borinn á hönd- um, en hér heima voru alls staðar olnbogaskot og skammir. Það er ágætt; annars hefði mað- úr getað ímyndað sér, að maður væri eitthvað mikið sjálfur. Utanferðir mínar síðan, og þær eru orðnar margar, hafa verið mér ógleymanlegir — og lík- lega ómissandi — endurlífgunar- og endurhressingar tímar, en bezt var þó þegar konan mín gat orðið samferða og notið með mér kærleikans, sem alls staðar mætti okkur í samfélagi Guðs barna, — sagði hærum- krýndi presturinn að lokum. Eg þakkaði prestinum ánægju- lega kvöldstund. Eg fann, að eg hafði verið að hlusta á mann, sgm er gæddur óvenjulegu þreki og þegar eg hugsa um það sem síðan hefir gerzt, einnig óvenjulegri fórnfýsi. Hann hef- ir unnið mikið starf til hjálpar og líknar, en ekki alltaf hlotið þakklæti að launum. Hann hefir viljað vinna fyrir Guð, bundinn af hlýðni við frels ara ^inn. Kristilegt Stúdentabl. Góðir gestir frá Islandi í Los Angeles, Cal. Laugardaginn 20. þ. m. höfðu þau hjónin Jón Thorbergson og frú hans, mikið kveðjugildi fyrir hin ungu og ágæ,tu hjón Svein Einarsson og frú Aðalheiði Guðmundsdóttur Jónssonar heild sala í Reykjavík, sem að undan- förnu hafa dvalið á Hollywoo'd Plasa Hótelinu í Hollvwood í tvær til þrjár vikur, á ferðalagi sínu um Bandaríkin, eru þau bæði alin upp í Reykjavík, en munu nú eiga heimili á Hjalt- eyri við Eyjafjörð. Auk áðurnefndra hjóna voru þarna Elinborg Thorarinsen dóttir Jakobs Thorarensen í Reykjavík skálds og rithöfund- ar, er hún afar glæsileg stúlka, gjörir hún ráð fyrir að dvelja hér fyrst um sinn og jafnvel í framtíðinni, líka voru þar þrír stúdentar af Norðurlandi. Jónas Jakobsson, Þingeyingur að ætt, les hann veðurfræði. ör- lygur Sigurðsson, skólastjóra frá Akureyri, sem leggur stund á teikningar og listmálningu, og ennfremur Halldór Þorsteinsson sem lærir Suðurlanda mál, frönsku spönsku og ítölsku, hafa allir þessir ungu menn dvalið töluvert á annað ár í Ameríku, og virðist sem að þeir uni hér vel hag sínum. Það er í raun og veru gott og hressandi að kynnast þessu lífsglaða og þrótt- mikla unga fólki, sem virðist fært í allan sjó, og það er blátt áfram eftirtektarvert, að það virðist næstum eins auðvelt fyr- ir það að mæla á ensku sem móðurmálið, og svo annað að það er eins flott og fágað eins og það hdfði gfengið út úr gluggunum á Broadvay. Og fög- ur er íslenzkan á vörum þess! Eg hafði kynst öllu þessu fólki áður, að undanteknum Halldóri, sem er nýlega kominn. hingað frá Berkley. — Svo tal- ið barst þangað. Hann sagði það væri yfir tuttugu stúdentar þar frá Islandi, og halda þeir vel hópinn, líka sagði hann að all- margir landar væru þar aðrir t. d. sagði hann, að þar væri íslenzk kona, Sigríður Benó- nýs, kaupmanns, í Reykjavík, sem er blátt áfram sem móðir móðir Islendinganna, sem stunda nám í Berkley. Heimili Thorbergsons hjón- anna stendur á hárri hæð er útsýnið mjög fallegt t. d. sézt yfir mikinn hluta Los Angeles og Hollywood, og jafnvel út á hið nú ókyrra og blóðuga Kyrra haf. Jón er Reykvíkingur að ætt og mun hafa komið til Ameríku fyrir fjörutíu árum síðan, hefir hann farið víða og fengist við margt, kann frá mörgu að segja vel, og fróður um margt, mikill söng og gleðimaður. Samkvæmi þetta stóð alla nóttina, og var hið ánægjuleg- asta í alla staði, mikið um söng dans og píanóspil, og veitingar hinar allra beztu, þau hiónin Gunnar Matthíasson og kona hans voru þdr ásamt börnum sínum og Thora Matthíasson söng þar af sinni miklu snild, og ennfremur söng þar Helen Thorbergsson Anderson, alkunn söngkona hér um slóðir, ýmsir fleiri skemtu þar, líka var þar Þorsteinn Bjarnason áður Hótel haldari í Winnipeg, en í s. 1- fjórtán ár hefir hann búið 1 Hollywood. Nú eru þau Aðalheiður og Sveinn farin heimleiðis, og óskandi er að þegar þetta unga náms og ferðafólk hverfur aftur tii íslands að það geti hugsað og sagt um hina dreyfðu og tvístruðu íslendinga á afréttum Ameríku eitthvað á sömu leið og Halldór sagði um Sigríði Benónýs í Berkley. Skúli G. Bjarnason. Los Angeles, Calif. Séra Guðmundur Arnason 1880—1943 Skildir enn skarðast — Skjaldborgir hrynja. Farinn fjölþættur feigan um göng. Snemmendis snjallur, Snorra list tamdi, einnig með Agli iðkaði söng. Trúarlíf tapar < talsmanni bestum, frjálslyndra fræða framtaka þarfs. Islenzkra ergða unnendum fremri, Heill göfgis hugsjón. Hollvættur starfs. Brjóstvörn í barning bræðra vinsnauðra; matið ómengað á menningarsjóð. Ráðhollur, reifur, rökin þétt hnituð; málskrúð né mærðir sízt mörkuðu slóð. Skjótar en skyldi sköpin að runnu, um hádegi haustsins, og hetjumóðs þörf. Þakkar styrk þáðann þjóðin Snælenzka. Lútir í lotning við landnemans störf. Samherjar sakna samvinnu þýðrar miðlun og niannúð, málskyngi þor. Svifinn mót sólu, sólskini unni. Manndáða myndir marka hvert spor. Jóhannes H. Húnfjörð. WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanted — Age limits 18 to 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Womens Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Get in Line — Every Fit Man Needed Age limits 18 to 45 War Veterans up to 55 needed for VETERAN’S GUARD (Active) Local Recruiting Representative

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.