Lögberg - 08.04.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.04.1943, Blaðsíða 3
L.ÖGBERG. FIMTUDAGINN 8. APRÍL 1943. Öfriðurinn og íslenzk sagnagerð Þegar stórfelldar styrjaldir fara yfir heiminn, verður miklu meiri ólga í öllu andlegu lífi þjóðarinnar en á friðartímum. Enn sem komið er, hefir ófrið- urinn ekki valdið neinum bylt- ingum í bókmenntum okkar hér heima á íslandi, þó að áhrií hans berist nú jafnhratt hingað sem annað. Fyrsta smásagan, sem út hefir komið beinlínis rituð undir áhrifum frá hern- uðarástandinu, er saga Stefáns Jónssonar, “Kvöld eitt í sept- ember”, sem birtist í síðasta hefti Eimreiðarinnar. Sú saga var um leið vörn og viðurkenn- ing manngildis Reykjavíkurstúlk unnar, sem svo mjög hefir verið gerð að umtalsefni á óviðeigandi hátt í sambandi við hið erlenda setulið hér. Er það atriði út af fyrir sig og til lítils sóma fyrir þjóðina, en frekleg móðgun við islenzkar konur í heild, hvernig uafnlausir eða dulnefndir skrif- finnar hafa ausið auri dætur höfuðstaðarins og mæður í ritl- Wgum, útgefnum í ófrægingar- °g gróðaskyni, þar sem fáeinar undantekningar eru gerðar að aðalreglu og inn í fléttað gróu- sögum og slepjugum þvættingi. Eru úlfshárin alltof augljós und- an sauðagærunni á þessum höf- undum til þess, að hægt sé að telja þá heiðarlega siðferðispost- ula. Á árinu liðna eru það skáld- sagnahöfundarnir þrír Davíð Stefánsson, Gunnar Gunnarsson °g Halldór Kiljan Laxness, sem u^esta athygli vekja fyrir skáld- sögur sínar. Aldrei hafa áður komið út á einu ári jafn hrein- ræktaðar öreigaskáldsögur á ís- landi og Sólon Islandus Davíðs °g lokaþáttur Kiljans um Ólaf Kárason Ljósvíking: Fegurð himinsins. Öreigaskáldsagan hef- lr þannig fengið sinn lesenda- hóp hér á landi eins og erlendis, þar sem þessi tegund skáldsagna hafði um skeið komizt í hátt §eirgi. Hvert skáld, sem svo getur heitið með réttu, telur það hlutverk sitt að reyna að sýna hfið í nýju ljósi, og eins og ann- að í tilverunni fer það í öldum. hvert er val efnis og áhuga- mál rithöfunda á hverju tíma- hili. Eftir síðustu heimsstyrj- á árunum 1920—19J0, voru það einkum styrjaldarlýsingarn- ar °g þjóðfélagsádeilurnar, sem mest bar á í skáldsögunum. Hvorugt hafði varanleg áhrif til hóta. Stundum er það raunsæið, stundum hugsvifið, sem mest veður að. Og nú eru gagnrýn- ertdurnir farnir að leita að nýju einkennunum á skáldsögum ó- riðartímabilsins, sem hófst 1. SePtember 1939. Hessi einkenni eru að vísu ehki skýr. En skáldið kemur ^tíð fyrst auga á meginveilur Þess tímabils, sem það lifir á. , ’ sem gerði það ekki og benti a Þær, væri ekki skáld. í átök- Um þeim, sem nú eiga sér stað ! Hvrópu, kemur tízkumenning ennar skáldinu fyrir sjónir sem j ehking eða tálmynd. Fjársjóð- m Evrópu eru óðum að tæmast. er höfðum talið oss trú um, aö , Vn Vaeri á framfaraskeiði Vér ^e dum, að vér hefðum öðlazt ahiingjuna þar, sem Voru þjóð- ^e agsbyltingarnar, vísindalegar .PPgötvanir, hinn kaldræni skiln Sur á hinni svonefndu dauðu 1 attúru, o. s. frv. í langsam- t ga meiri hluta voru þeir, sem u u á ofbeldið. Og það voru ^lr> sem réðu. Allt dularfullt og þuSUrt h'finu var fyrirlitið og {^•rrrkað út. Trúin gerð að grillu. u^aftaverklnu útrýmt úr tilver- ung1' LífÍð S;iálft Hlviljun, duttl- gar vélbundinna krafta. Guð hén.í'nSlar hans báblljur- Bænin yfi ?mi' Allt skyldi skýrt út frá ar ,0rðslegum forsendum hinn- litumSlndalegU efnishyggju- Vér falrll umeð fyrirlitningu á ein- trú u ann °g auðmÝktina í arbrogðum Austurlandabúa og hrósuðum happi yfir að vera ekki önnur eins börn og þeir. Menntaður Evrópumaður á tuttugustu öldinni taldi sig sjálf kjörinn foringja, sem ekkert hefði að óttast utan sinn eiginn mátt, því að allt vort vísinda- lega bygða vélaveldi gat snúist oss til tortímingar, ef vér höfð- um ekki nægilega gát á. Og nú hefir þetta gerzt. í stað innri friðar höfum vér leitað auðvirðilegra ytri gkemmt ana, tekið líkamann fram yfir andann, reynt að gleyma því, að vér séum gædd ódauðlegri sél og henni sé þörf andlegrar fæðu. Sá, sem lét sér nægja unað listar og ljóða, sitt dag- lega brauð og einfalt líf, var talinn fífl. I stað göfgandi listar í tónum, orði, óði og húsagerð fengum vér fánýtar uppbætur: glymskratta, reyfara, knæpu- söngva, andlausa funkiskassa og skýjakljúfa. Listin var á góðri leið til að verða að einskærri endurspeglan á ljótleika véla- menningarinnar. Þannig er sviðið, sem skáld vor ög rithöfundar hafa til að byggja upp nýja og heilnæmari lífsskoðun. Tilrauna í þá átt er þegar farið að verða vart í nýjustu skáldsögum nokkurra erlendra skálda. írska skáldið Seán O’Faoláin gerir þær í smá- sögum sínum um írskt sveita- líf. Skáldið H. E. Bates gerir hið sama í skáldsögum sínum um enskt sveitalíf. Þessi höfund- ur leitast við að skilja samtíð sína miklu fremur en dæma hana, sýna sem flestar hliðar á reynslu mannanna og rekja hið nána samband milli ævikjara. breytni og lífsskoðunar. Minnir hann og fleiri nútímahöfundar í því á gömlu stórmennin úr hópi sagnaskáldanna, svo sem Hugo, Balzac og Tolstoy. Ný- lega útkomin skáldsaga eftir Richard Llewellyn, með marg- orða titilinn “Hve grænkan var mikil í dalnum heima!” er til- raun til þess að lýsa fyrirmynd- arsamfélagi í sveit, sem þó er ekki ein loftkastalabygging, held ur rökvís áætlun og þar sem söguhetjan er enginn einn mað- ur umfram annan, heldur heild- in öll. Frá meginlandi Evrópu er engar fréttir að fá, eins og ástatt er, um þær hræringar andans, sem þar fylla hugi sjá- enda og spámanna nýs og betri tíma. En nærri má geta, hvort ekki ber þar einnig á nýjum og djörfum hugsunum, þrátt fvrir alls konar höft á ritfrelsi manna. íslenzk menning, eins og hún hefir heilbrigðust orðið, er að mörgu leyti sama eðlis og sú, sem sum skáldin er farið að dreyma um í aéði ófriðarins. Einkenni hennar var meðal ann- ars einfaldleiki, hjálpfýsi, hrein- leiki, umburðarlyndi nægjusemi, laus við alla heimtufrekju, gest- risni heimilislíf, samfélag, sem mat alla jafningja og fyrst og fremst eftir því, hvaða mann þeir höfðu að geyma, lotning fyrir höfundi tilverunnar og traust til hans. Þetta síðasta einkenni er orðið svo máð, til dæmis í uppeldismálum íslenzku þjóðarinnar, að einn af vorum áhugasömustu barnaskólastjór- um, sem fer utan sér og starfi sínu til uppbyggingar', fellur í stafi af að hlusta á bænagerð í enskum barnaskóla. Evrópu- menningin, sú hin grunnfæra og sú, sem mest einkenndi fjöld- ann, hefir lamað trúna á sönn verðmæti lífsins einnig hér hjá oss. Æðsta boðorð þessarar rang- snúnu menningar er þetta: Ef þú getur ekki lifað í friði við bróð- ur þinn, þá áttu að beita við hann ofbeldi og ganga af hon- um dauðum. Lögmál lífsins, það er Kristur boðaði með orðunum “elskið óvini yðar”, er svo langt frá því að njóta nokkurrar við- urkenningar, að það er þvert á móti fyrirlitið. Kenning meist- arans frá Nazaret er ekki heigl- um hent né lítilmennum. Vald hnefaréttarins er það eina, sem þau óttast. En leið fyrirgefn- ingarinnar er aðeins fær mikil- mennunum, enda er sú kenning eina afvopnunarráðið, sem er öruggt. Skáldsagnahöfundar hins nýja tíma eiga stórfengleg viðfangs- efni fyrir höndum og hljóta að verða metnir eftir því, hvernig þeim tekst að uppfylla kröfur þeirrar kynslóðar, sem nú lifir og horfir fram á meiri tortím- ingu gamalla verðmæta en ef til vill eru dæmi til áður í verald- arsögunni. Alvarlegasta hættan á vegi skálda frá árunum 1920 og til loka Spánarstyrjaldarinn- ar var sú, hvé oft þau urðu hand bendi ófyrirleitinna stjórnmála- manna, sem notuðu þau í flokks hagsmunaskyni og til pólitískra hefnda á andstæðingana. En níu af hverjum tíu rithöfunda verða þjóð sinni til margfalt meiri blessunar með því að gefa sig heila og óskipta skáldköllun sinni á vald en með því að láta leiðast út í flokkspólitískan áróð ur, sem drepur alla andagift, eins og komizt er að orði á ein- um stað í nýútkominni bók yngstu skáldakynslóðar Evrópu. Þetta mættu íslenzkir höfundar hafa vel í huga. Gildi skáld- rits er þá fyrst mikilvægt, að aldrei sé þar mist sjónar á sigildum verðmætum lífsins, hversu djúpt sem höfundurinn annars kann að kafa niður í eymd og spillingu mannlegs ófullkomleika. Hlutverk íslenzkra sagna- skálda verðuf fyrst og fremst það að vekja og magna til nýrra áhrifa það bezta úr íslenzkri menningu, sem nú er í verulegri hættu. Vor þjóðlega menning er seig. Hún hefir lifað pestir og hungur, ánauð og kúgun lið- inna alda, og hún þarf að rísa í nýrri og forkláraðri mynd í verkum skáldanna, bæði þeirra, sem eru að taka við af þeim eldri, og þeim, sem undanfarið hafa, eftir eðlilegum leiðum eftirlíkingar, látið hrífast af yfirborðsmennsku Evrópu. Endurvakningin er að hefjast í öllu lífi nágrannaþjóðanna, og hún kemur hér einnig. Hver veit, nema vér eigum eftir að fá í hendur þegar á þessu ári fyrstu bókina frá einhverjum brautryðjanda nýrra sjónarmiða í íslenzkri skáldsagnagerð vorra róstur sömu tíma. Sveinn SigurSsson. Eimreiðin. Elisa Frederickson Þann 23. febrúar 1943 andaðist að heimili sínu í Winnipeg hús- frú Elisa Björnsdóttir, kona Páls T. Fredericksonar, sem býr að 755 Beverley St. Winnipeg. Hún var fædd að Ystuvík á Svalbarðsströnd í Suður-Þing- eyjarsýslu 2. febrúar 1882. For- eldrar hennar voru Björn Björns son frá Austurhaga í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, og Sigríð- ur Benediktsdóttir frá Grund í Höfðahverfi. Elisa fluttist vest- ur um haf með foreldrum sín- um þegar hún var 7 ára gömul árið 1889, og kom þá til Argyle. Bygðin var þá í bernsku sinni. Foreldrar Elisu námu land í hæðunum norðverstur af Baldur, og svo sem aðrir frumbyggjar horfðust þar í augu við fátækt og skort frumbýlisáranna. Þar sem Elisa var elst barnanna, varð hún snemma að beita kröft- um sínum sjálfri sér til bjargar og systkinum og foreldrum til styrks ef möguleikar voru til, og 12 ára fer hún í vinnu til énskra. Um skólagöngu varð smátt á þeim árum, og þrátt fyrir löng- un Elisu til mentunar varð slíkt að sitja á hakanum, en samt aflaði hún sér haldgóðrar þekk- ingar um margt, sem nytsamt var og haldbest fyrir starfandi bændafólk. Árið 1900, 28 janúar gekk hún að eiga Pál Tryggva- son Prederickson frá Gili í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Fyrstu 10 árin bjuggu hin ungu hjón á ættarleifð föður Páls, en fluttu þá inn í þorpið Baldur, sem var þá óðum að stækka. I fjórtán ár stýrði hún heimili síns ötula eiginmanns þar í Baldur. Vann hann við byggingar og vegalagningar, múrverk ýmis, en hún gekk í félagsskap íslendinga í bænum sérstaklega söfnuð og kvenfélags félagsskapinn og tók þar sterkan og heilan þátt í. Gengdi hún þar ýmsum trúnaðarstörfum og nægir að nefna hér til dæmis forsetastöðu kvenfélagsins. Alt sem hún beitti sér fyrir naut óskiftra krafta hennar og huga. Hún var aldrei hálf í neinu því sem hún léði fylgi sitt. Slíkar persónur eru dýrmætar sam- ferðafólkinu, en þó allra dýrmæt astar ástvinum sínum. Þennan áhuga og skörungsskap vildi hún innræta börnum sínum, og hvatti þau til atorku og fram- sóknar alt er hún gat. Eftir 14 ára dvöl í Baldur fluttu þau hjónin 3 mílur suður fyrir Bald- ur og stunduðu þar landbúnað. Ekki áttu þau þá jörð en leigðu að eg hygg, en setið var þar og að hlúð öllu sem þau ættu. I fjórtán ár bjuggu þau hjónin þar. Þau síðari árin þessa tíma- bils voru með þeim örðugustu í sögu landbúnaðar vesturlands- ins, og reyndust hörð á þreki og kjarki jafnvel þeirra sem yngri voru en Fredericksons hjónin. Enda fór nú að bera á lasleik Elisu eftir þrotlaust starr margra ára. Seldu þau þá búslóð sína og fluttu til Winnipeg. Dvöldu þau þar síðan og hér fékk Elisa hvíld svo sem áður er getið. En maður hennar bíður. Elisa var kjarkmikil, léttlynd og kunni að láta gleðistundir auka sér þrek til athafna. Marg- oft mun hún hafa lyft undir aðra sem veiklundaðri voru og hjálpað þéim yfir örðug spor. Hjálpsemi og líkn var henni hugljúft að veita, og naut þess margur, þótt stundum kæmu þau ár og tímabil sem auð var ekki áf að taka, en gjöfull hug- ur finnur jafnan leiðir til úr- lausnar. Þar varð skarð fyrir skildi er Elisa ekki lengur fylti hóp kvenfélagskonanna. Og vild- um vér þakka henni hér, en ekki láta sem gleymt væri. Elisa lætur eftir sig auk eigin- manns síns fimm börn og einn fósturson. Eru þau þessi. Vil- hjálmur Friðrik with the City Police Force. Thelma býr hjá föður sínum, Ellen Guðrún (Mrs. F. B. Magnússon), Winnipeg. Ingibjörg (Mrs. A. G. Sexsmith), Keewagama, Quebec. Eunice Lillian, Corporal with R. C. A. F. Womens Division, Halifax. Murray Albert, witH the Winni- peg Grenadiers, Prince Rupert B. C. Einn sonur Sigurbjörn drukknaði í Winnipegvatni 1939 Einn bróður Elisu er á lifi, Árni aktýjasmiður í Baldur Man. Hún lætur einnig eftir sig fjögur barnabarnabörn. Jarðarför hennar fór fram frá útfararstofu A. S. Bardal í Winnipeg þann 1. marz 1943 að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Hún hvílir í Brook- side grafreit. Sr. V. J. Eylands flutti hin síðustu kveðjumál. E. H. Fáfnis. SEEDTÍME' OAtCÍ HARVEST' By Dr. K. W. Neatby IHnHmr, Afncultural Dtparlmsnt Nortb-W«*t Line Elevator* Ai A Warning. - As a result of unfavourable weather conditioíns prevailing last fall, including frost in some areas, muoh of the wheat, oats, barley, and flax is germinating poorly. The situation appears to be most serious with oats. The areas chiefly affected are those along, and north of, the old C. N. R. main line, and the area adjacent to the foothills in Alberta. It is safe to say that all cereal seeds in the areas named above should be tested for germination. Our own laboratory has .already received nearly 10,000 samples, ánd doubtless, the Dominion Government laboratories have tested large numbers. However, the total laboratory facilities in the West are inadequate to handle all seeds which should be tested. Farmers who have not alreadv had tests made would be wise to make their own. We are having cards printed giving detailed instruction for making home germination tests. One of these will be hung in all country elevators of Line Companies associated with work of this Department. The same information will be printed on the “Seedtime and Harvest” leaflet distributed to grain by- yers for passing on to their customers. Roughly speaking, seed germ- inating 85% or over is O K.; from 65% to 85%, rate of seed- ing should be increased; less than 65%, seed should be replaced. Farmers unable to visit a line elevator conveniently may obtain copies of the leaflet by writing directly to the Agricultural Department, The North-West Line Elevators Association, Win- nipeg, or Calgary. Business and Professionai Cards Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. St.ofnaí5 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 S. M. Baokman, Seo. Treas. Keystone Fisheries Dr. L. A. Sigurdson Limited 109 MEDICAL ARTS BLDG. 325 Main St. Wholesale Distributors of Ofiice Hours: 4 p.m.—6 p.m. FRESH AND FROZEN FISH and by appointment H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165£ Phones 95052og 39 045 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. Islenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 o Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG, WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifréiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmarl Skrifiö eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG Sími 22 296 Heimili: 108 Chataway Simi 61 023 Thorvaldson & Eggertson Löpfrœðingar 300 NANTON BLDG. Talsfml 97 024 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 12 4 Home Telephone 202 398 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar Herbergii $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Ouests DRS. H. R. and H. W. TWEED Tanniœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talslmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 416 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedv Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilisslmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBT STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 • Viðtalstlmi 3—5 e. h. CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Pacje, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.