Lögberg - 08.04.1943, Blaðsíða 8
8
LOGBERG. FIMTU2AGINN 8. APRÍL 1943.
/
Úr borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
♦ ♦
Mr. G. A. Williams, kaupmað-
ur í Hecla, var staddur í borg-
inni megin par,t fyrri viku,
ásamt frú sinni og tveimur
börnum.
-f ♦
Þakkarorð.
Við undirrituð viljum hér með
votta okkar mörgu vinum okk-
ar dýpsta þakklæti fyrir marg-
víslega samúð okkur auðsýnda,
ásamt hinum fögru blómagjöf-
um í tilefni af fráfalli okkar
elskuðu konu og móður, Elisu
Frederickson. Orð fá ekki lýst
þakklæti okkar til þeirra allra,
sem á einn eða annan hátt auð-
sýndu henni og okkur ógleym-
anlegan kærleik í hennar löngu
reynslusömu veikindum.
Guð blessi alla þessa trúnað-
arvini okkar.
Paul T. Frederickson.
og fjölskylda.
Páll Hafsteinn Johnson, 38 ára
að aldri, lézt á Grace spítalan-
um hér í borginni á laugardag-
inn var eftir langa og stranga
vanheilsu, hinn glæsilegasti
sæmdarmaður; hann vár fædd-
ur í Árborg, sonur þeirra Guð-
jóns Johnson, sem hér er bú-
settur, og Salínu konu hans,
sem fyrir skömmu er látrn. Með-
al eftirlifandi systkina, er Mrs.
G. F. Jónasson, 195 Ash Street.
Útför þessa mæta manns fór
fram frá Bardals á mánudaginn.
Séra V. J. Eylands jarðsöng.
♦ ♦ ♦
Alderman Hilda Hesson will
be the gnest speaker at the next
meeting of the Icelandic Cana-
dian Club, to be hel(I at the
Antique Tea Rooms, Enderton
Búilding, on Sunday, April llth
at 8.30, when her topic will be
“Tristan da Cunha, the Lonely
Isiand.’’
Miss Hesson has travelled ex-
tensively and is noted as a fluent
and interesting speaker. Her
graphic description of life in this
lonely island are memorable and
a very interesting evening is as-
sured to all those who attend.
All interested are given a special
invitation to attend this meet-
ing.
♦ ♦ ♦
Þriðjudaginn 13. þessa mánað-
ar verður “Silver Tea” og
“Home Cooking”, haldin að
heimili Mrs. J. J. Thorward-
son 768 Victor St. af deildinni
nr. 1. Eldra Lúterska kvenn-
félagsins. Tekið verður á móti
gestum frá kl. 2,30 til 5.30 eftir
miðdag og frá kl. 8 til 10,30 að
kvöldinu.
Gnægð af rúllupylsu og öðru
góðgæti. Munið stund og stað.
Fjölmennið.
Messuboð
Fyrota lúterska kirkja, Winnipeg
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur
776 Victor St.—Phone 29 017
Guðsþjónusta á hverjum
sunnudegi.
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7. e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12:15.
Allir æfinlega velkomnir
f * * *
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 11. apríl.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
íslenzk messa kl. 7. síðd.
Allir boðnir velkomnir.
Messað í Víðinessöfnuði við
Húsavík, kl. 2. síðdegis.
S. Ólafsson.
♦ ♦ ♦
Prestakall Norður Nýja íslands:
11. apríl—Riverton, íslenzk
messa kl. 2. e. h,
18. apríl—Mikley, messa ki.
2. e. h.
B. A. Bjarnason.
♦ ♦ ♦
Andrés Marvin Erlendsson og
Halldóra Kathleen Molly Ander-
son voru gefin saman í hjóna-
band af séra Bjarna A. Bjarna-
son þ. 13 marz, á heimili Mr. og
Mrs. H. S. Erlendson í Árborg,
foreldra brúðgumans. Brúðurin
er dóttir Mr. og Mrs. Halldór
Anderson, sem einnig er* búsett
í Árborg. Andrés er einn af hin-
um mörgu mönnum, sem hafa
gefið sig frám í þjónustu lands
og konungs; hann er “stoker
first class” í sjóher Canada, og
varð að hverfa aftur til Prince
Rupert, B. C., örfáum dögum
eftir giftingu sína. En áður en
hann hvarf vestur á leið tóku
bygðarbúar sig saman og héldu
ungu hjónunum myndarlegt og
fjölsótt samsæti í Árborg Hall.
Séra B. A. Bjarnason stjórnaði
samsætinu og ávarpaði heiðurs-
gestina, en Mr. H. Ð. Gourd
talgði einnig til þeirra og af-
henti þeim í nafni samsætis-
gesta og annara vina álitlega
fjárupphæð. Fólk skemti sér
einnig hið bezta við söng, hljóð-
færaslátt, veitingar o. s. frv.
♦ ♦ ♦
Mr. Oddur H. Oddson. bygg-
ingameistari frá Chicago, sem
dvalið hefir í Lundarbyggð um
hríð, hélt heimleiðis á laugar-
daginn var; rétt áður en Mr.
Oddson hvarf heimleiðis, barsl
honum tilkynning um það, að
sonur hans, Oddur Allan raf-
fræðingur, væri ný genginn í
Bandaríkjaherinn.
♦ ♦ ♦
Gjafir íil Betel í marz 1943.
Mrs. W. L. Brown og Mrs. J. S.
Symons, Gerald, Sask. $5.00. Mr.
Pálmi Lárusson, Betel $10.00.
Mrs. Th. Thordarson, Gimli,
Meat Chopper. Ónefnd kona,
Elfros, Sask. $2.00.
Kærar þakkir.
J. J. Swanson, féhirðir.
308 Avenue Bldg., Wpg.
^T. EATON
Á undan Páskum og eftir
Nýtízku handsaumaðir
glófar til að smeygja á
sig.
Svartir, Sæbláir, Hvífir.
Stærðir frá 6 til 8 í
þessum byrgðum.
Parið á $1.75
Glove Section, Main Floor, Portage.
Brezkir drekar verja verzlunarhafnir.
Það er hlutverk dreka þeirra, sem sýndir eru á þessari
mynd, að verja brezkar verzlunarhafnir gegn hverskonar
árásum af hálfu ávinanna, og má svo að orði kveða, að
þeir standi um þær vörð nótt sem nýtan dag.
Heimilisiðnaðarfélagið.
Meðlimum heimilisiðnaðarfél-
agsins er hér með tilkynt að
engihn fundur verður haldinn
í apríl, en að maí fundurinn
verður haldinn annan miðviku-
dag eins og vanalega.
♦ ♦ ♦ l
Samskot í útvarpssjóð Fyrstu
lút. kirkju.
Mrs. Sigríður Helgason, Cy-
press River, Man., $2.00. Mrs.
Rebekka Bjarnason, Camp Mor-
ton, Man., $1.00. Mrs. Guðrún
Sveinsson, Víðir, Man., $1.00.
Mr. og Mrs. Brynjólfur Johnsoh,
Stony Hill, Man., $1.00.
Kærar þakkir
V. J. E.
♦ ♦ ♦
Sveinn Thorvaldson, M. B. E.
frá Riverton, kom til borgarinn-
ar á föstudaginn var, til þess
að sitja fund með þeim, sem
sölu fjórða sigurlánsins hafa
með .höndum; hann er formað-
ur þeirrar nefndar, sem um sölu
annast í Nýja íslandi, eins og
hann hefir verið við hin fyrri
lán; segir hann meðnefndar-
menn sína þá sömu og áður, að
nokkrum nýjum viðbættum.
Sala verðbréfanna hefst þann
26. þ. m. Eins og fjármálaráð-
herrann, Mr. Ilsley hefir þegar
skýr^ frá, er farið fram á upp-
hæð, er nema skal $1,100.000,000.
Hlutdeild hvers fylkis um sig,
hefir enn eigi verið ákveðin.
♦ ♦ ♦
Félagið Víking Club, hefir
ákveðið að eína til kvöldverðar
og skemtisamkomu þann 8.
þessa mánaðar í Picardy Hall
á Broadway. Þar flytur ræðu
Carl Simonson skólakennari af
sænskum ættum, og verður um-
ræðuefni hans “Democracy in
Action.”
Með söng og hljóðfæraslætti
skemta þær Mrs. Lincoln John-
son og Miss Snjólaug Sigurð-
son.
Aðgöngumiðar kosta 75 cent á
mann, \og fást hjá Kummen
Shipman Ltd., 317 Fort’Street,
Swedish Canadian Sales Ltd.,
215 Logan Ave., og Canada
Posten, 396 Logan Ave. Enn-
fremur hjá Mr. Key, 200 Grain
Exchange.
Frá Vancouver, B.C.
v
30. marz 1943.
Herra ritstjóri Lögbergs; viltu
vera það góður að lofa þessum
línum af fá rúm í blaði þínu.
Með vori vex oft hugur hjá
þeim sem vetrarhörkurnar hafa
ekki alveg helfrosið. En það er
svo nú að þeir, sem lifa hér
við strönd Kyrrahafsins, hafa
lítið af helfrostum að segja, og
það er oft að það vaknar hjá
þeim löngun að fá alla menn í
svipaða veðurblíðu, sem hér er
ríkjandi. En hvað þýðir að vilja
öðrum vel, það endar oftast svo
að sú persóna er það vill, verð-
ur að þola lítilsvirðingu, fanga-
vist og dauða. Þetta sýnir sagan
mér og þetta hef eg sjálfur
reynt og því til sönnunar bendi
eg á það síðasta — ekki það
sem áður skeði — eg fékk ekki
liðugan aðgang síðastliðið sum-
ar með það er eg skrifaði um
Islendingadaginn, er var sá fyrsti
er haldinn hefir verið í formleg-
um félagsskap af fjórum bygðar-
lögum er tilheyra Bandaríkjun-
um og Canada í Ameríku, eg
var áður búinn að láta í ljósi
löngun mína í því að við ís-
lendingar ættum að halda á-
fram að tengja okkur saman
þeim vinaböndum er næðu frá
pól til póls og spenna okkar
vinafélag yfir alla jörðina. Fyr-
ir þessa hugsjón varð alt það er
eg sendi blöðunum Lögbergi og
Heimskringlu að koma afskræmt
og úrfelt; þetta bendir mér á
að ennþá sé við lýði bænin er
barst til minna eyrna í síðasta
stríði á undan þessu er nú stend
ur yfir og hljóðar svo: “Eg vildi
að guð almáttugur gæfi það að
blessað stríðið entist nokkur ár
enn, svo hægt væri að græða
dálítið meira”. Það verður varla
guðlast þó álitið sé að enn séu
nokkrir menn er hafa eitthvað
líka bæn í brjósti, nú var það
ekki mín hugmýnd að ryfja upp
það liðna, en eg er ennþá á því
Always ask your Grocer
for
“Butter-Nut Bread”
Rich as butter — Sweet as a Nut
/
''The Quality goes in before the name goes on"
CANADA BREAD CO., LTD.
Frank Hannibal mgr.
ÁRSFUNDUR
Þriðjudaginn 13. þessa mánaðar, verður ársfundur “Is-
lendingadagsins” haldinn í Góðtemplarahúsinu, klukkan
átta að kvöldi.
Fjárhagsskýrslur lagðar fram. Stjórnarnefndarkosning,
(sex menn í stað þeirra, sem endað hafa starfstímabil
sitt). Rætt um “íslendingadaginn” á komandi sumri,
hvar hann skuli haldinn, og hvort hann skuli haldinn
þetta sumar. Mjög áríðandi að íslendingar fjölmenni á
fundinn, svo greiðlega og formlega sé hægt að ganga
frá nefndarkosningum, og tillögum þeim, sem lagðar
verða fyrir fundinn.
I umboði nefndarinnar,
Dr. B. J. Brandson. forseti.
Davíð Björnsson, ritari.
að við íslendingár ættum að
vera öðrum þjóðum fyrirmynd
og reyna að styrkja þá er vilja
vinna að stilla til friðar; reyna
að láta liðna sögu kenna okkur
hvað til okkar friðar heyrir.
Þegar sumarið er í nánd þá
kviknar löngun að lifa og svo
er með félagið Ingólf hér í
Vancouver. Það hefir að undan-
förnu haft þann sið að hafa
skemtun á sumardaginn fyrsta
og enn ætlar það að halda þeim
vana. Það hefir því samkomu
fimtudaginn 22. apríl kl. 8 síð-
degis í Swedish Hall 1320
Hastings E. Það verður fjölbreytt
skemtiskrá þetta kvöld. Ræður
haldnar af mönnum frá Blaine
og Vancouver, hljóðfærasláttur
og söngur. Allir boðnir vel-
komnir til að fagna komu sum-
arsins og reyna að efla frið á
jörðu.
Halldór Friðleifsson.
Wartime Prices and
Trade Board
♦
Smjörseðlar númer 1, 2 og 3
eru þegar gengnir í gildi, númer
4 gekk einnig í gildi 3. apríl,
númer 5 gengur í gildi 10. apríl.
Allir þessir smjörseðlar ganga
úr gildi 30. apríl.
* * *
Kaffi og te seðlar númer 3
og 4, og sykur seðlar. númer
3 og 4, gengu á gildí 3. apríl.
♦ * ♦
Aukaskamtur af sykri fæst
handa þeim sem ætla sér að
borða “rhubarb” í vor. Margir
kvarta undan því að þeir geti
ekki hagnýtt sér “rhubarb” sem
vex í görðum þeirra, vegna
sykurskorts. Það hefir því verið
ákveðið að leyfa mönnum að
nota varaseðil “B” númer eiit,
(það eru bláu seðilarnir) hvenær
sem er á tímabilinu frá 1. apríl
til 31. maí. Þessi aukaskamtur
á að duga hverjum einum fyrir
fimm pund af “rhubarb”. Mun-
ið, að ekki má nota nema þenn-
an eina bláa seðil úr hverri bók,
aukaskamturinn er aðeins eitt
pund á mann fyrir alt tímabil-
ið, það fæst ekki meira.
Spurningar og svör.
Spurt. Hvaða ráðstafanir hafa
verið gerðar í sambandi við
sykur til niðursuðu, fyrir fólk
sem flytur sig stað úr.stað, eins
og konur hermanna t. d. sem
oft flytjá með mðnnum sínum
hingað og þangað, hermönnum
sem borða heima við og við,
stúlkum sem halda til í skól-
um þar sem þær stunda nám
o. s. frv.?
Svar. Þegar beðið er um syk-
ur til niðursuðu ávaxta, er
betra að miða við það sem
vanalega hefir þurft til heimilis
neyzlu, heldur en tölu heimilis-
manna, einnig hvernig ástatt sé,
eða muni verða fyrir manni
með geymslupláss. Á heimilum
þar sem óvíst er um fólksfjölda
er lang bezt að skrifa dálitl3
skýringu og senda hana með
umsóknarmiðunum. Stúlkur sefl1
stunda nám á “BoardinS
schools” mega senda umsóknar-
miðana með númerum bókanna-
heim til foreldra sinna ef þ&T
vilja.
Spurt. Það var sagt um dag'
inn að sykur í Canada væri að
mestu leyti innflutt, en flestir
í þessu íylki vita að Manitoba
framleiðir nóg sykur til eig*n
þarfa. Er ekki bezt að halda
sér við sannleikann í svona mál'
um?
Svar. Vér vitum ekki hvar
“flestir í þessu fylki” fá svona
upplýsingar. Manitoba Sugar
Co., er eina félagið sem frarn'
leiðir sykur í þe^u fylki. A
árinu sem leið var framleiðsla
n
hærri en nokkru sinni áður,
síðan félagið tók til starfa fyrn
þremur árum. Samt var ekk*
hægt að framleiða nærri þvl
helming af því sem notað var
í Mánitoba á árinu. Bréf yða1
var auðvitað nafnlaust, en það
mætti sýna skýrslur og aðrar
sannanir ef þér kærðuð yður
um að færa yður þær í nyt.
Spurt. Er búið að takmarka
sölu á “Cleaning tissue”? Má1
gekk svo illa að fá pakka um
daginn, fór í þrjá staði.
Svar. Nei. Það hefir verið
keypt svo mikið meira undaU'
farna mánuði að verzlunum hef'
ir gengið illa að halda við nseg'
um birgðum, en það hefir ekk1
verið nokkur takmörkun á fram
leiðslu.
Spurt. Hvað mikinn fyrirvara
á að gefa leigjanda sem ekk1
stendur í skilum með leigu?
Svar. Leigulögin vernda ekk1
þá leigjendur sem ekki stand3
í skilum með leigu. Húsráðand1
hefir því leyfi samkvæmt fylkiS'
lögunum, til að segja honum
upp húsnæði fyrirvaralaust.
Spurt. Við tilheyrum “Club
og höfum leigt okkur samkomU'
sal átta kvöld í mánuði fyrir
$25.00. Nú er okkur sagt að
kostnaður á hitun hafi stigið sVO
mikið að við verðum að borga
$4.00 fyrir hvert kvöld. Er þetta
leyfilegt?
Svar. Engin leiguHækkun er
leyfileg, þó að kostnaður í sam'
bandi við hitun kunni að hafa
aukist.
Spurt. Við keyptum notaða
eldavél fyrir tveimur vikum sfð'
an, en hún bilaði strax og er
nú ónýt. Á verzlunin að láta
okkur hafa aðra vél í staðinn
fyrir þá sem bilaði? /
Svar. Nei. En verzlunin verð'
ur að sjá um viðgerð og leggJa
til stykki sem bila innan 9®
daga frá því að vélin var send
út til þín. Þessi reglugerð á við
allar notaðar eldavélar sem
brenna gasi, kolum eða eldivið'
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, 700 Banning St. Wp£-