Lögberg - 08.04.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.04.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 8. APRÍL 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eftir Edgar Wallace. “Hvað gerði Ronnie fyrir yður,” spurði hún loksins. “Yður er óhætt að segja mér allt um það. Mr. McGill hefir oft talað um yður, og eg þykist vita að þér hafið stundað einhverja ólöglega atvinnu. Eg býst við að eg hafi mitt sérstaka álit á því, en eg er nú ekki eins skelkuð af því, eins og eg var. Var hann yður mikils virði í starfi yðar? og er missir hans mikill skaði — mjög mikill skaði til yð- ar.” McGill svaraði þessu ekki strax, Hann var að velta fyrir sér, hvað hún meinti með slíkri spurningu. “Já,” sagði hann eftir stundar þögn. “Hann var algjörlega ómissandi. Hann var sú teg- und af manni, sem gat farið um landið hvai sem var, án þess að vekja nokkurn grun. Hann var aðdáanlega góður keyrslumaður, og það var oss að ómetanlegu gagni, því nú hefir lögreglan komið sér upp flugdeild, — Brodley er formaður hennar — sem þarf miklu meiri útsjón og snarræði til að varast. Ronnie safnaði saman þeim hlutum sem við smygluðum, og útbýtti því sem við útveguðum, og eg gat ávalt reitt mig á hann, því spyrjið þér mig um þetta?” “Eg var að hugsa um,” sagði hún. “Þessi Brodley hver er hann?” Áður en Mark gæti svarað, heyrði hún lágan hlátur, og sneri þangað. Hún sá mann standa í dyrunum, er hversu lengi hann hafði staðið þar vissi hún ekki. Hann hafði á höfði mjúkan flókahatt, sem hann hafði dregið niður fyrir augu sér, og þó næturloftið væri fremur kalt hafði hann ekki yfirhöfn. Hár og fremur grannvaxinn maður, með stórt glaðlegt andiit og dreymandi augu, sem störðu með aðdáun á hana. “Eg skyldi ekki vera hissa, ef þér eruð Miss Perryman,” sagði hann, um leið og hann rétti úr sér, og lyfti hattinum af höfði sér. “Eg veit ekki hvort þér kærið yður um að gera mig kunnugan jómfrúnni, Mark?” Þetta kom eins og rothögg á Mark, hann vissi ekki hvað gera skyldi, en tautaði eitthvað fyrir munni sér í illskulegum róm. Brosið og glettnisblærinn hvarf nú af and- liti Bradleys, en strangur og næstum alvöru- gefinn svipur var kominn í þess stað. Hann gekk þangað sem stúlkan stóð. Hún fékk strax hugboð um hver hann var, og það augnaráð sem hann mætti frá henni var hart eins og stál. “Eg er mjög hryggur yfir öllu þessu mót- læti, sem hefir hent yður Miss Perryman, eg vildi að eg vissi hver varð bróður yðar að bana.” Hann beit á neðri vörina, það var kækur hans, og leit alvarlega til Marks. “Eg gerði það bezta sem eg gat að halda Ronnie frá vondum félagsskap.” Hann stansaði um stund, eins og hann væri að bíða eftir svari, en hún svaraði engu. svo hann fór að skima um stofuna. “Hvar er gamli dulspekingurinn?” spurði hann. “Komdu sæll Eli! Eg sé að þú hefir gesti í kvöld.” Eli Josef kom fram úr skoti sem hann hugðist að leynast í. Hann leit kesknislega og illúðlega til lögreglumannsins, og skotraði skringilega augunum til Marks. Hann hafði ekki augun af Bradley; en hann gat ekkert lesið út úr andliti hans né augnaráði. “Eg ákil ekki hversv^gna að þeir fóru með yður hingað.” Hann talaði til önnu, en horfði á Tiser, sem var allur sem á flótta. “Þeir hafa þó ekki verið að reyna að telja yðar tru um, að lögreglan hafi drepið bróður yðar? Eg vil leyfa mér að ímynda mér, að þér séuð of skynsamar, að leggja trúnað a slíka tröllasögu. Bróðir yðar var drepinn á landi og fleygt í fljótið.” Hann þagnaði um stund, og horfði á Önnu, og sá að varir hennar kipruðust ofurlítið saman; sem hann áleit sem merki þess að hún sannfærðist ekki við orð hans. “Er það- eitthvað sem þig vantar, sem þú átt von á hér?” spurði Mark í storkandi róm. Bradley sneri sér að honum og sagði með uppgerðar kurteysi: “Fyrirgefðu. Eg vissi ekki að þú værir orðin eigandi að þessari stofnun, Eli Josefs, og þetta væru þínir gestir sem hér eru. Eg ætla að vpra á lögreglustöðinni í kvöld, milli klukkan tiu og tvö í nótt.” Kaldur hrollur fór eftir baki Mark Mac Gills. Að hverjum var þessum orðum beint? Ekki til hans né önnu Perryman, og alls ekki til Mr. Tiser. Því hafði Bradley komið þangað? Mark þekti hann svo vel, að hann var viss um að hann hefði ekki komið þangað, ef að hann hefði vitað að Anna Perryman væri þar. Hann hlaut að hafa komið til að finna Eli. Og það sem hann sagði, að hann yrði á lögreglustöð- inni á vissum tíma, var vafalaust talað til Eli. Þegar hann var kominn út á pallinn fyrir utan dyrnar, sneri hann við, veifaði hattinum til þeirra er inni voru og kvaddi glaðlega. “Mér mundi þykja vænt um Miss Perryman, ef eg gæti fengið að tala fáein orð við yður, rr.undi yður vera sama þó eg kæmi til að sjá yður í hótelinu sem þér búið í á morgun.” Hún ansaði þessu engu orði. —• Hún horfði á hann með hatursfullu augnaráði. Bradley var of glöggur maður til að villast á hvað henni bjó í brjósti. Þau heyrðu þegar hann gekk ofan stigann, og skelti hurðinni á eftir sér. Mark sneri sér að Tiser, og var í mikilli geðshræringu. “Þú-skyldir hurðina eftir opna, þú h Hann stilti sig að segja ekki meira. “Farðu oí'an og sjáðu til að hún sé lokuð. og bíddu niðri við stigann, þar til eg kalla á þig.” Hann skelti hurðinni á hæla Tiser, svo hann hröklaðist ofan stigann í myrkrið, svo sneri hann sér þangað sem Anna var. “Var þetta Bradley?” spurði hún í lágum róm. “Já, það var hann,” svaraði Mark í höstum róm. “Þessi slungni eftirlitsmaður Lundúnar-lög- regiunnar. Hvað haldið þér um hann?” Hún leit niður á tær sér, og yfirvegaði þessa spurningu. “Hvern hafið þér fengið í staðinn fyrir Ronnie, til að vinna hans verk í félagi yðar?” spurði hún. Mark ypti öxlum ráðaleysislega og sagði. “Hver er fær um að koma í hans stað. Slíkur maður er ekki auðfundinn.” “Eg get' komið í hans stað.” , Mark varð svo forviða, að hann gapti af undrun. “Þér. Ómögulegt.” Hún kinkaði kolli til hans* og sagði: “Já, eg kann að keyra bíl eins vel og Ronnie.” Mark var alveg hissa, og vissi varla hvað hann átti að hugsa eða segja. Hann hafði búist við að systir Ronnies væri veikbygð stúlkukind, sem hefði notið hans aðstoðar, og þyrfti nú á peningalegri hjálp að halda, það bráðasta. Fyrir bænarstað skyldmenna Ronnies og til að koma í veg fyrir hinar endalausu spurningar, sem" að honum voru beindar, í sambandi við dauða Ronnies, hefði hann að líkindum aldrei séð hana, að minsta kosti' hefði hann aldrei komið með hana í Meyja- stigann. Alslags hugsanir þutu sem óðfluga gegnum huga hans. “Svo þér viljið ganga í félag vort?” Hann réði sér ekki fyrir hrifningu yfir þessu óvænta happi. Eftir augnábliks yfirvegun, sagði hann. “Stúlka litla, þér eruð einmitt sá félagi, sem eg hefi verið að leita að.” Þau horfðust í augu eitt augnablik. “Nafn mitt er Anna. Það er sem þér skuluð kalla mig,” sagði hún. “En félagsskapur okkar er einungis viðskiftalegur.” Þetta var eitt af hinum fáu tilfellum á allri æfi Mark Mc Gills, að hann lét setja sér stól- inn fyrir dyrnar, með því að ganga að skil- yrði annara mótmælalaust. II. kafli. Það var enginn talsími í Meyjastiganum. Eli Josef var ekki hneigður til að eyða peningum að óþörfu. Löngu eftir að gestirnir voru farnir, sat Eli gamli hnipraður upp í gömlum fjaðralaus- um stól við kringlótta borðið í gestastofunni. Lampi með ljósi stóð á borðinu, og fyrir framan hann láu fimm pappirs arkir, sem hann hafði verið að skrifa á, en hann var rú að flýta sér að ljúka við skriftina, þetta var sendibréf sem hann hafði, sem hann ætl- aði að koma frá.sér sem fyrst. Hann stóð upp frá borðinu, gekk út af glugganum í herberg- inu, staðnæmdist þar og starði um stund nið- ur í lækinn. Grænu og rauðu ljósi á gufubátunum, sem stefndu niður að flóðlokunum, þeilluðu hann, og hann horfði á eftir bátunum þar til þeir hurfu sýnum. Þá tók hann fiðluna sína stakk henni undir höku sér, og drá bogann mjúk- lega yfir strengina. En þá stilti hljómur strengj- anna skap hans, og kom jafnvægi á hugsanir hans. Bráðlega lagði hann fiðluna frá sér, settist við borðið, og fór að líta yfir blöðin sem þar láu, tók penna og fór að skrifa. Það var ekki auðvelt að skrifa þetta bréf, en það varð að gerast. Innan stundar mundi því lokið, og bréfið komið í umslag, og hann mundi læðast út með það, og koma því til gamla Sedemann, ‘sem bjó í óþrifabæli þar í nágrenninu; og fá Sedemann til að fara með það jtú Bradley lögreglu umsjónarmanns. Þrátt fyrir það, þó hann talaði illa ensku, skrifaði hann gott mál. Hann tók upp eina örkina og las nokkurnvegin upphátt. — Mc Gill vissi að Ronnie var kunnugur þér. Ronnie Perryman var ekki að treysta þegar hann drakk. Hann var mjög drykkfeldur. Hann lenti í rifrildi við Mc Gill og hótaði að skilja við hann og félaga hans. Hann talaði um það við mig, og eg sagði honum að mig lang- aði til að komast burt, og fara til Memel, þar sem heimili mitt er, og ættingjar mínir. Eg býst við að Mc Gill hafi orðið þess var, því hann kom hingað einmitt sama kvöldið, sem um er að ræða. Hann hafði komið með Ronnie frá London. Rc/nnie var talsvert drukk- inn þetta kvöld, það var klukkan eitt eftir miðnætti þegar Mc Gill og Tiser komu. Þeir lentu brátt í deilu, Cc Gill og Ronnie. Ronnie sagði honum að hann vildi ekkert með morð- ingja hafa að gera. Hann sagði að Mc Gill væri sekur um ránið í Norður og Suður bankanum, þar sem þeir drápu næturvörðinn. Hann sagði ennfremur, að sér væri auðvelt, á augna- blikinu, að láta taka okkur alla fasta og setja í fangelsi. Ef hann hefði ekki sagt það, þá mundi eg ekki vera hér lifandi. Það var vegna þess að hann talaði um mig sem hina, að Mc Gill tortrygði mig ekki. Ronnie stóð við borðið, með stórt glas fullt af portvíni í hend- inni, sem eg hafði fyllt fyrir hann. Hann var að lyfta glasinu að vörum sér, þegar Mc Gill sló hann með kefli tvisvar, áður en hann féll. Mc Gill batt lak utan um hann, og lét hann síga í gegnuín leynihlerann í herbergi mínu, ofan í bátinn minn, sem var þar rétt undir. Eg veit ekki hvort þeir, Mc Gill og Tiser hafa fleygt honum í vatnið, en þeir komu aftur að hálfum tíma liðnum, og sögðu að Ronnie hefði raknað við og farið heim til sín. Mc Gill sagðist skyldi drepa mig ef eg segði nokkurt orð í sambandi við það sem skeð hafði. Hann mintist ekki í það sinni á, að eg ætti að segja systir Ronnies lygasögu um hvarf hans. Hann gerði það seinna, þegar hann sendi eftir henni, það sem hann sagði mér.--------- Hann lagði frá sér pappírsblaðið, það var ekki mikið meir sem hann þurfti að skrifa, svo það lítla sem eftir var skrifaði hann á hina síðuna; því næst braut hann bréfið sam- an og lét það í umslag. Allan tímann sem bann var að þessu var hann í mildri samræðu við einhvern. “ Þú sjerð litla dúfan mín, eg verð að gera þetta, annars taka þeir gamla Eli og setja snæri um hálsinn á honum, eg skal vera hjá þér, litli andinn minn!” Stundum laut hann niður, og virtist vera að kjassa einhverjar af þessum ímynduðu verum. “Jæja, jæja — þessi vondi Mc Gill, það væri betra að hann væri dauður. Það er slæmt ef hann nær nokkru haldi á þessari ungú stúlku sem kom hér. Það er hörmulegt ef hún lætur hann ginna sig.” Hann hrökk upp frá þessum hugsunum við það að heyra að lykli var snúið og hurðin opnuð. Hann stakk bréfinu það fljótlega í vasa sinn. Það var fótatak Marks; hann þekti það svo vel; og hann vissi að Tiser var með honum. Marks hrinti upp hurðinni og gekk beint að borðinu, hann leit á pappírinn og ritföngin sem láu á borðinu. “Þú hefir verið að skrifa bréf sé eg, hefurðu komið því í póstinn?” Gamli maðurinn hristi bara höfuðið. “Kæri vinur minn!” rödd Tiser var æst og skræk. “Ef til vill hefurðu rangt fyrir þér, kæri félagi. Segðu Mr. Mc Gill að grunur hans sé ástæðulaus. Segðu honum —” “Þú þarft ekki að segja honum hvað hann á að segja,” sagði Mark. “Láttu okkur sjá bréfið sem þú varst að skrif^; þú ert ekki búinn að koma því í póstinn enn :— það er enn óþornað blek á borðinu.” t Eli Josef bara hristi höfuðið. Áður en hann gat áttað sig á hvað um var að vera, hafði Mark þrifið í treyju hans og svift henni af honum. Bréfið var í vasa ,innan á treyjunni og stóð það upp úr vasanum, svo Mark var ekki seinn að taka það til sín. Utan á skriftin var honum nóg. “Bradley — eg bjóst við því!” Mark reif sundur umslagið og leit yfir inni- hald bréfsins. “Ætlar þú að fara að klaga mig, er það meiningin? Nú skil eg því Bradley ætlaði að vera á skrifstofu sinni frá níu til tvö. Jæja, hann fær að bíða fjandi mikið lengur eftir þessu bréfi!” Gyðingurinn hreyfði sig ekki, hann stóð á gólfinu við leynihlemminn, hann hélt hönd- unum krosslögðúm á brjósti sér. Þetta var allt óhjákvæmilegt, ef til vill höfðu litlu and- arnir, sem voru allt í kringum hann, hvíslað buggunar og uppörvunarorðum í eyru hans, því bros sást leika um andlit hans. • “Nú Eli,” sagði Mark æstur, og Eii Josef sá dauðann í augíim hans. “Þú getur ekki drepið mig, góði Mark, eg get dáið, já, en eg skal koma aftur. Litlu andarnir —” * Alt í einu beygir gamli maðurinn sig niður, nær í hnng í leynihleranum og hendir hon- um upp og hlykkjast sem maðkur ofan stig- ann, sem lá niður að bátnum hans. Mark þreyf skammbyssu úr vasa sínum, en byssan hafði fests í rifnu fóðri, svo hann varð ekki eins fljótur og hann ætlaði, en það gaf hinum dauðadæmda manni ekkert undankomu hlé. Hann skaut einu skoti ofan í stigann á eftir Eli, og svo öðru, sem lenti rétt á milli herða- honum. Þeir heyrðu skvampið í vatninu er maðurinn fqll niður í það. “Láttu aftur hlerann!” Mark var nábleikur í andliti, og var tregt um að tala. Tiser kon1 fram og lét hlerann yfir uppgönguna. “Breiddu gólfdúkinn yfir eins og hann var- Mark gekk að glugganum og opnaði hann og leit út. Það var dimt úti og sudda rigning' Þetta var um háflæði. Tiser hallaði sér fram á stól, og blés mseði- lega, eins og maður sem hefði verið að gera harðar líkamsæfingar. Hann gat ekkert sagt' enda var Mark sama hvort hann sagði nokkuð eða ekki neitt. Tiser þorði ekki að líta upP' þar til hann heyrði að glugginn var látinn aftur. “Þetta fór vel. Komdu, þú gleymir ekk' því sem þú hefir séð í nótt, Tiser.” Tennurnar nötruðu í munni hans aí ótta, þar sem hann fylgdi herra sínum að stiganunu Þeir voru komnir ofan á fyrsta pallinn í stig" anum, þegar barið var á útidyrnar. Tiser greip höndum fyrir munn sér til að inni' byrgja hræðsluorg sem hann var í þann veg' inn að reka upp. Aftur var barið. Úti var kallað. Opnið dyrnar!” Mc Gill hrökklaðist til baka inn í herbergið. Á einum veggnum vorU litlir lokaðir hlerar. Hann slökti ljósin, opnaði hlerana og horfði út á götuna. Hann sá að þrír bílar stóðu á strætinu fyrir framan húsið. Sá fjórði var að koma, og áður en hann var að fullu stöðvaður, hlupu sex menn út úr honum, stórir og vígalegir menn, stefndu að húsinu. f geislanum frá bíla ljósum um sá hann það andlit sem hann hataði mest< en hvarf jafnskjótt í dimmuna. “Bradley!” sagði hann harkalega. “SkyWr legreglan — húsið er umkringt!” III. kafli. Mark slökkti ljósin hið bráðastá. Hann lert grandgæfilega í kringum sig, gekk að borð- inu og gætti þess vel að ekkert lægi í kring' sem gefið gæti nokkra átyllu, benti með bend' inni á dyrnar og sagði: “Farðu ofan og opnaðu dyrnar og láttu þa koma inn.” Nú var barið hlífðarlaust á dyrnar- “Bíðið þið við!” Tiser var á leiðinni ofa° stigann. Mark lyfti upp gólfdúknum og opn' aði leynihlemminn, og lýsti ofan stigann. Hann aá ekkert nema glyttu á svart vatnið í lækn' um. Þá mundi hann eftir skammbyssunni sinni. Hann henti henni hið bráðasta ofan 1 vatnið, lét aftur hlemminn og breiddi gólf' dúkinn yfir eins og hann var. “Láttu þá koma upp,” sagði hann í skipand1 róm. Bradley var fyrstur inn í stofuna. Einn a^ fjórum lögreglumönnunum, sem voru með honum hafði hraðskota byssu í hendi sér. “Haldið þið upp höndunum,” sagði Bradley •snögt. Mark hélt höndunum upp yfir höfuð sér- “Hvar er “gatið” þitt?” spurði leynilögreglu' maðurinn, sem á sama tíma leitaði í öllum vösum hans. “Ef þú meinar með orðinu “gat” marg' hleypu,” sagði Mc Gill storkandi, “ert þú a^ eyða tíma þínum til einskis. Má eg spyrja hvað annars á þessi leikaraskapur að þýða? “Hvar er Eli Josef?” Mark bara ypti öxlum. “Það er einmitt það sem mig langar að vita> Eg var að tala við hann í mesta bróðernú þegar hann sagði mér að hann þyrfti a^ finna mann, en yrði ekki meir en tíu mínútu1' í burtu.” Leynilögreglumaðurinn kreisti saman vaí' irnar. “Fór til að sjá mann — upp á hund, býst eg við!” Hann þefaði eftir hvort hann find1 ekki púðurlykt. “Undarleg lykt hér, sem líkist brenniþráðs- lvkt. Hafið þið verið að hafa skotæfingar hér> Tiser?” Mr. Tiser var náfölur í andliti, og tennurnaf nötruðu í munni hans. En það var ekki neitt nýti, Bradley hafði séð hann þannig áður- Maðurinn var sá mesti hugleysingi, sem hugS' ast gat, svo þessi hræðsla þurfti ekki a^ stafa af öðru en því, að hann var barna frammi fyrir lögreglumönnunum. Bradley gekk inn í hressingar stofuna. lit' aðist þar um, tók upp fiðluna og bogann, og skoðaði hvorttveggja vandlega. “Jæja, eg sé að hann hefir skilið hljóðfærið eftir.” Hann brá fiðlunni undir höku sér, dró bogann mjúklega yfir strengina, og lék stutb en fjörugt lag. “Þú hefir ekki vitað að eg væri fiðluleikari?” spurði hann. “Eg einungis veit að þú ert leikari; eg býsl við að listahneigðin þurfi að fá einhverja útrás,” svaraði Mark. Bradley horfði stöðugt á hann. “Vilt þú ekki hætta að ímynda þér að þu sért að tala á almennum fundi, Mc Gill, segðu mér hvar eg get fundið Eli Josef.” Hann varð eldrauður í andliti, hann gat eig’ dulið hatrið sem brann í augum hans. (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.