Lögberg - 08.04.1943, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. APRÍL 1943.
------------Högtierg-----------------------1
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
b95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utknáskrift ritstjórans:
EDiTOK LOGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON '
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
, The "Dugberg” is printed and publishea by
The Culumbia Press, Eirnited, »05 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PUONE 86 327
Vönduð bók og
gagnmerk
Icelandic Poems and Storias, Edited by
Richard Beck. Princeton University Press for
American-Scandiavian Foundation.
Bók þessari fylgir Dr. Beck úr hlaði með
prýðilegri greinargerð á þeim höfuðstefnum,
sem einkum hafa valdið straumhvörfum í nú-
tímabókmentum íslendinga; er þar varpað skíru
liósi á átökin milli hinnar rómantisku stefnu
og realismans, og þeirra skálda minst, sem
fiemst stóðu í fylkingu hvorrar stefnunnar um
sig; á það er jafnframt bent, hve nútímabók-
menntir vorar séu fjölþættar, hve þjóð vor sé
auðug af andlegum frjómögnum enn þann dag
í dag, engu síður en á tímum Edduljóðanna og
íslendingasagnanna; bók þessi er hollur boð-
beri meðal enskumælandi lýðs margs þess allra
fegursta, sem svipmerkir smásagnagerð ís-
lenzku þjóðarinnar og lýriskan strengleik
hennar frá Bjarna, Jónasi og Jóni Thoroddsen
fram til vorra daga. Flestar eru þýðingarnar
með ágætum; hinar íslenzku fyrirmyndir, smá-
sagnirnar og ljóðin, koma fram á sjónarsviðið
í hinum enska búningi raunsannar, og túlka
það eitt, sem þær eiga að túlka; þær eru hvorki
afbakaðar né ýktar; þær eru íslenzkar að anda
og svip.
Bók þessi innibindur þýðingar á verkum
eftirgreindra skálda og rithöfunda: Bjarna
Thorarensen, Jónasar Hallgrímssonar, Gríms
Thomsen, Benedikts Gröndal, Páls Ólafssonar,
Steingríms Thorsteinssonar, Matthíasar
Jochumssonar, Kristjáns Jónssohar, Jóns Stef-
ánssonar (Þorgils Gjallandi), Gests Pálssonar
Stephans G. Stephanssonar, Einars H. Kvaran,
Þorsteins Erlingssonar, Hannesar Hafstein, Ein-
ars Benediktssonar, Þorsteins Gíslasonar, Guð-
mundar Friðjónssonar, Guðmundar Magnús-
sonar (Jón Trausti), Guðmundar Guðmunds-
sonar, Kristínar Sigfúsdóttur, Jóhanns Sigur-
jónssonar, Unnár Benediktsdóttur (Huldu),
Jakobs Thorarensen, Jakobs Smára, Davíðs Stef
ánssonar, Guðm. Hagalín, Kristmanns Guð-
mundssonar og Halldórs Kiljan Laxness. Af
nöfnum þessara skálda er það ljóst, hve bókin
er fjölskrúðug að efni, og hver bókmenta-
fengur er að komu hennar á markaðmn.
Bróður- og systurhluta þýðinganna í þessu
merka safns, eiga prófessor Watson Kirkconnell,
Mekkin Sveinsson — Perkins og Jakobina
Johnson. Dr. Beck gerir stutta, en skipulega
greinargerð fyrir þeim höfundum, sem þýtt er
eítir, en sjálfur hefir hann þýtt “Conscience
of the Sea” eftir Kristmann Guðmundsson, þar
sem um er farið höndum listrænnar nákvæmni.
Sem sýnishorn af mjúkum móðurhöndum
Jakobínu Johnson á vettvangi ljóðaþýðinga af
íslenzku á ensku, nægir að benda á síðasta
erindið úr formálsljóði Guðmundar Guðmunds-
sonar, að “Friði á jörð”:
“Lord, God of Peace, the Beating heart impels
Mine own, when that with sveet compassion
swells, ,
The mercy for the sufferers imploring.
Wherefore I feel my spirit’s wings grow
strong
And courage rise to wake my harp in song.
O, may it iýse — The peace on earth restoring.”
Mekkin Sveinson Perkins, kemur hér í raun-
inni fram sem nýliði, vængjaður nýliði í þýð-
ingum af íslenzku yfir á enska tungu; það
er engin viðvaningsbragur á meðferð hennar
á “Sigurði formanni” eftir Gest Pálsson, eða
“Gamla heyinu” eftir Guðmund friðjónsson;
hún hefir auðsjáanlega lifað sig inn í sál við-
fangsefna sinna, og þess vegna fá þýðingar
hennar á sig raunsanhap blæ.
Þýðingar prófessors Watsons Kirkconnells,
eru íslendingum fyrir löngu svo að góðu kunn-
ar, að þær mæla bezt með sér sjálfar: það er
ekki á margra meðfæri, að ganga frá snildar-
lióði Davíðs Stefánssonar, “I sail in the Fall”,
eins og Kirkconnell hefir lánast að gera það.
Þó hér hafi verið farið fljótt yfir sögu og
aðeins stiklað á steinum, má þó af því nokk-
uð ráða, hve gagnmerk bók þessi er, og hve
\ér íslendingar stöndum í mikilli þakkíætis-
skuld við þá alla, er lagt hafa til hennar verð-
mætan skerf; þó ekki sízt Dr. Beck, sem var
driffjöðrin í útkomu hennar.
Vorhefti,
“The American-
Scandinavian Review
Eflir prófessor Richard Beck.
I full þrjátíu ár — þetta er 1. hefti 31. ár-
gangs — hefir tímaritið “The Ainerican-
Scandinavian Review” flutt hinum enskumæl-
andi heimi margvíslegan fróðleik um Norður-
lönd, sögu þeirra og menningu, og túlkað bók-
menntir þeirra í ljóðum og lausu máli í ensk-
upi þýðingum. Jafnframt hefir þetta ágæta
rit tengt norræna menn vestan hafs og víðar
um lönd fastari böndum og glætt skilning
þeirra á sameiginlegum uppruna, hugsjónum
og menningarerfðum. Hefir ritið því haft hið
þarfasta hlutverk með höndum, sem óhætt má
segja, að aldrei hafi þarfara verið en einmitt
nú á tímum, er það sannast átakanlega á Norð-
urlandaþjóðunum, að “vík skilur vini og fjörð-
ur frændur”.
Frá fyrstu tíð hefir mjög verið vandað tii
þessa rits bæði að efni og frágangi, og svo er
cnn. Það kemur út fjórum sinnum á ári og er
umrætt hefti 96 blaðsíður að stærð, venju sam-
kvæmt prýtt fjölda mynda. Miss Hanna Astrup
Larsen, dóttir eins . hins mesta mentafrömuðs
Norðmanna vestan hafs og mikilhæf kona eins
og hún á kyn til, hefir haft ritstjórn tímarits-
ms á hendi síðan 1921 og er hún ærið vandlát
í vali þess lesmáls, sem hún ber á borð fyrir
lesendur sína; ýkjalaust má þá einnig segja,
að ritið flytur altaf mikið af góðmeti og kjarn-
rr.eti, tímabæru efni og læsilegu.
Þetta vorhefti þess hefst með spámannlegri
og kröftugri ljóðeggjan “You Must Not Sleep”
(Eigi skyldi sofið) eftir norska ljóðsnillinginn og
ádeiluskáldið Arnulf Överland, í enskri þýðingu
Einars Haugen, forseta norrænudeildar
Wisconisin-háskólans. Kvæði þetta, sem prent-
að var í norska tímaritinu Samtiden 1936,
bregður upp mikilúðlegri og rauntrúrri mynd
af heimsstyrjöldinni, sem nú teygir blóðuga
hramma sína um alla jörð, og eggjar menn
lögeggjan um að standa á verði um frelsi og
mannréttindi komandi kynslóðum til blessunar
aður en það er um seinan. Síðan Noregur var
hernuminn hefir Överland ort hvert hvatning-
arkvæðið öðru öflugra og með þeim hætti átt
drjúgan þátt í því að halda frelsishug hinnar
norsku þjóðar glaðvakandi; en svo sem vænta
má hefir hann verið innrásarmönnum einræðis-
herrans þyrnir í augum, enda hefir hann goldið
eldhuga síns og dirfsku og situr nú í þýzkum
fangabúðum.
Kvæði þetta er hæfur inngangur að athyglis-
verðum ritgerðum og vel sömdum, er fjalla
um Norðurlönd og örlög smáþjóðanna almennt.
Hinn danski stjórnmálaleiðtogi Christmas
Möller ritar um “What Is Happening In Den-
mark?” (Hvað er að gerast ( Danmörku?) og
lýsir innrás Þjóðverja ( landið, h^rðýðgi þeirra
og gripdeildum, en jafnhliða fastri mótspyrnu
hinnar dönsku þjóðar, ljóst og leynt. Leggur
hann réttilega áherslu á það, að nú sé um það
barist, hvort hnefinn eða hugsjónir eigi að
ráða heiminum. Um náskylt efni fjallar grein
eftir kunnan danskan forystumann og rithöf-
und vestan hafs, Joost Dahlerup, sem bregður,
með raörgum dæmum, björtu ljósi á það, hversu
ræturnar að prússneskri drotnunargirni og þjóð
ardrambi standi djúpt í jarðvegi Þýzkrar menn-
ingar.
Dr. Carl J. Hambro, for^eti Stórþingsins
norska og Þjóðabandalagsins, ritar skörulega
og sérstaklega eftirtektarverða grein, “The For-
gotten Nations” (Gleymdu þjóðirnar), um hætt-
una, sem hann telur vera á því, að smáþjóð-
irnar fái eigi að skipa þann sess, er þeim ber,
þegar til friðarsamninga kemur að stríðslok-
um. En það er ekki nein nýlunda, að hann
gangi fram fyrir skjöldu og tali máli hinna
smærri þjóða gegn stórveldunum. Er eigi held-
ur nema von, að honum renni blóðið til skyld-
unnar, því öð fáar hinna hernumdu þjóða hafa
barist hraustlegar heldur en Norðmenn eða
lagt hlutfallslega jafnmikinn skerf til frelsis-
baráttu hinna sameinuðu þjóða. Heima fyrir
eiga þeir nú einnig í návígi við hungurvofuna,
en um það efni ræðir næsta grein í ritinu,
“Norway Needs Food” (Noregur er matarþurfi)
eftir Catherine G. Sparrow.
Þá eru í heftinu fróðlegar greinar um hinn
sérstæða sænska málara, Carl Kylberg og um
Ameríska-Sænska Þjóðminjasafnið í Phila-
delphia.
Eigi verður ísland heldur útundan að þessu
sinni, fremur en svo oft endranær, í merkis-
riti þessu. Mrs. Mekkin Sveinson Perkins í
Washington, D. C., á hér allítarlega og skemti-
lega skrifaða^grein um íslenzkar konur, “The
Women of Iceland”, þar sem lýst er af góðri
þekkingu og glöðum skilningi réttindum þeirra
að fornu og nýju og hlutdeild þeirraí íslenzkri
menningu og starfslífi þjóðarinnar. Er þar eins
og vera ber sérstaklega getið þeirra af íslenzk-
um konum, sem skarað hafa fram úr á ýms-
um sviðum. Ágætar myndir fylgja greininni af
hóp kvenna í íslenzkum þjóð-
búningi. Kvennaskólanum í
Reykjavík, og af þessum konum:
Huldu og Jakobínu Johnson
skáldkonu, Stefaníu Guðmunds-
dóttir leikkona, María Markan
óperusöngkonu, sendiherrafrú
Ágústu Thors og ríkisstjórafrú
Georgiu Björnsson, hinni síðast-
nefndu í skautbúningi. Munu all
ir mæla, að þær sómi sér vel á
bekk hvar sem er. En ekki er
það ómerkilegur mælikvarði á
menningu hvaða þjóðar sem er
að ræða, hvernig þar er búið
að kvenþjóðinni um þjóðfélags-
leg réttindi og tækifæri til
mermtunar og einstaklings-
þroska. Mun óhætt mega segja,
að íslenzka þjóðin þoli kinnroða-
laust samanburð við aðrar þjóð-
ir á því sviði.
Fleira er hér einnig, sem ís-
land snertir. Skýrt er frá höfuð-
atburðum í landi þar síðasta árs-
fjórðunginn í hinu prýðilega
fréttayfirliti af Norðurlöndum,
sem ritið flytur jafnaðarlega.
1 Góður ritdómur og lofsamlegur
mjög er hér og um hina nýju
bók Vilhjálms landkönnuðs
Stefánssonar um Grænland og
vinsamleg en stutt umsögn um
unglingabók Steingríms Arason-
ar: Smoky Bay.
Þó fljótt hafi hér verið farið
yfri sögu, ér auðsætt, að betta
rit kafnar eigi undir nafni. Nor-
rænar hugsjónir og framtíðar-
draumar speglast þar í stuðluðu
máli og óbundnu, og um þann
farveg leitast það við að veita
heilbrigðum menningarstraum-
um úr norðurátt inn í amerískt
þjóðlíf.
Brúðhjónaminni
Brúðkaupsljóð þau, sem hér á
eftir fylgja, eru óvenju löng
og sérstaklega fágæt að efni.
Þau eru líka prýðisvel ort, fyrir
samtíð sína. Og ef þau sýna
eigi alveg sanna vitrun frá æðri
máttarvöldum, þá eru þau að
minsta kosti hugljúfur skáld-
skapur. Prentuð hafa ljóð þessi
verið hjá Jóni Helgasyni í
Reykjavík 1934, ásamt nokkr-
um fleiri ljóðum eftir sama
höfund, og nefnast “Sálmar og
Ijóð”. Höfundurinn var liðugt
skáld og merkisprestur, séra Jón
Hjaltalín, sem hélt embætti í 57
ár, á fjórum prestaköllum: Hálsi
í Hamarsfirði, Kálfafelli á Síðu,
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og
Breiðabólstað á Skógarströnd.
Dó 26. des. 1835, 86 ára. Hann
var sonur Odds Hjaltalíns lög-
réttum. í Kjalarnesþingi. Tví-
kvæntur var hann og átti 22
börn með konum sínum. Meðal
þeirra voru landlæknarnir, Odd-
ur Hjaltalín, grasafræðingur, og
Jón. Hjaltalín landlæknir.
“Æfiágrip” séra Jóns Hjalta-
líns er prentað framan við ljóð
hans, og verður það ekki rakið
hér. Hinsvegar vantar þar alveg
upplýsingar um það, hvar og
hve nær brúðkaupsljóð þessi
voru ort, og hver brúðhjónin
voru. Verður hér nú gerð fáorð
grein fyrir þessu, eftir því sem
fundist hefir, helst í kirkjubók-
um og Syslumannaæfum.
Hjónin Páll Nikulásson og
Guðrún Þorsteinsdóttir, voru
gefin saman af höfundi sálms-
ins í Kálfafellskirkju 10. okt.
178L Giftingin fór að öllu leyti
fram að þeirrar aldar sið, þann-
ig, að “eftir þrjár lýsingar, fóru
fram festar eftir Ritualinu”.
Bafa brúðhjónin þá ekki verið
bláfátæk, það sýna skilmálarn-
ir: “Helminga fjárlag og 3ja
hundraða kjörgripur handa því,
sem lengur lifir, við hverja
erfingja sem er að gjöra”. Þetta
var staðferst með 5 vottum.
Giftingakvöldið hafa boðsgest
ir setið brúðkaupsveislu, og þar
hefir presturinn flutt brúðkaups
sálminn — líklega á heimili
brúðhjónanna, eins og sálmur-
inn ber með sér, sbr. 1. og síð-
asta versið og 4. línu í 10. Brúð-
guminn var yngismaður 23 ára,
en brúðurin ekkja 31 árs gömul,
og bjó þá að Núpum í Kálfa-
fellssókn.
Hjónin bæði fengu góðan vitn-
isburð hjá presti, við húsvitjun.
Hann er talinn “ráðvandur, les-
andi og vel uppfræddur”, og
hún: “Vel uppfrædd vönduð og
guðhrædd”. Mikið hrós var það
þá, að vera hræddur við guð, og
svo er víst hjá mörgum enn.
Um ætt Páls hefir ekkert
fundist, og ekki heldur hvaðan
hann kom í Kálfafellssókn. En
Guðrún var ættuð vestan frá
0
Arnbjargarlæk í Borgarfirði, og
frá Einarsnesi. Sm.æfir III. 258,
IV. 837.
Fyrstu tvö árin bjuggu hjón
þessi á Núpum, og eru skrifuð
þar við manntal 1783. Líklega
þó ekki mjög seint á þessu ári,
því víst eru þau komin út í
Breiðabólsstaðarsókn í Fljóts-
hlíð, skömmu eftir nýár 1784.
Hafa þau, eins og fjöldi annara,
orðið að hröklast burt frá voða-
legu eyðilegging Skaftáreldanna
1783. Sennilegt er, að hjón þessi
hafi þá þegar flutt að Auraseli,
því að þar bjuggu þau eftir
þetta, til dánardægurs.
Á Núpum þeim, sem fyr eru
nefndir, bjuggu árið 1775 hjón
að nafni Ögmundur Ólafsson og
Rannveig Eiríksdóttir. Einn son
áttu þau þá, Guðna að nafni, er
dó 1778, 12 ára. Rannveig dó
7. febr. 1776. Hálfu þriðja ári
síðar, 10. ág. 1778, kvongaðist
Ögmundur Ólafsson aftur, fyr-
nefndri Guðrúnu Þorsteinsdótt-
ur. En hann dó að tveim árum
liðnum, 19. sept. 1780. Guðrún
var því ekkja rúmlega eitt ár,
þar til hún giftist Páli. Guðrún
átti tvo drengi með Ögmundi.
Guðna og Daníel. Við húsvitjun
1781 eru þeir taldir 2 og 1 árs.
Daníel dó barnlaus, en Guðni
giftist, átti mörg börn og bjó
á Arnarhóli í Landeyjum.
Reikul munnmæli eru um það,
að séra J. H. hafi átt að vera
tregur til að gifta þau Pál og
Guðrúnu, áður en hann hlaut
vitrunina, sem hann lýsir svo
vel í sálminum. En til þess bend-
ir þó hvorki vitnisburður prests,
né eignaskortur þeirra. Varla
heldur umvöndun um hneyksl-
anlega hegðun fyrir giftinguna.
Eða, ef svo hefði verið, þá væri
“vitrunin” vissulega meira fen
skáldskapur einungis, svo miklar
bænir og blessun, sem hann
leggur yfir brúðhjónin í ljóði
sínu. Hitt var þá heldur líklegra
að sveitarbændur og hreppstjór-
ar litu með nokkrum ugg til
væntanlegrar fjölgunar ung-
barna konunnar. Hafa þeir orðið
þess varir áður, að örskamt var
oft á “milli húsgangs og bjarg-
álna”.
Fyrsta barn Páls og Guðrúnar
fæddist 3. júní 1782, 33—34 vik-
um eftir giftinguna, það var
Ögmundur, er síðar bjó að Hvoli
í ölfusi. 2. barn þeirra fæddist
í Staðarsókn og var skírt Ragn-
hildur 20. febr. 1784. 3. fætt
#
andvana 27. maí 1785. 4. Hannes,
f. í “Staðarseli” 27. maí 1788.
Hann bjó í Brók í Landeyjum.
5. Benedikt, f. 18. nóv. 1790,
druknaði 1815.
Húsvitjun í Auraseli sést 1808.
Eru þar þá ekki önnur börn
þeirra hjóna en Hannes og Bene-
dikt. — Móðir þeirra andaðist
18. júlí 1819, 72 ára. Hafði þá
stúlka, Arndís Jónsdóttir verið
10 ár vinnukona í Auraseli. Hún
kom þangað 1809, með ögmund
7 ára, er var launsonur hennar
og Ögmundar Pálssonar, fyr-
nefnds á Hvoli. Hafa þau, afi
hans og amma tekið drenginn
að sér, ásamt móður hans. Eftir
lát Guðrúnar varð Arndís bú-
stýra Páls, unz hann lét af
búsýslu, dó 26. apríl 1835, 77
ára. Nokkrum árum fyr hefir
Ögm. Ögmundsson kvongast
Guðrúnu Andrésdóttur, og tók
hann við búsforráðum 1833.
Bjuggu þau vel og lengi í Aura-
seli, og eignuðust a. m. k. 8
börn. Kannast margir við Ögm.
hversu hann hratt Markarfljóti
frá spellvirki þess, með ketti og
gráu ullarreifi. — Eiríkur á
Brúnum mun hafa fært í letur
eina útgáfu þeirrar sögu.
Eigi er kunnugt um neitt
gamalt handrit af sálmi þessum.
Hann hefir geyrnst í minm
nokkurra aldraðra manna og
kvenna, að vonum með talsverð-
um orðamun, þó efni sé eitt og
sama. Svo var t. d. hjá há-
aldraðri konu, Guðrúnu Hannes-
dóttur frá Bjólu. Eigi man hún
eða hafði numið 12. og 14.
versið.
Líka vantaði alveg 2 vers í
kverinu.
Hér verður að mestu leyti
fylgt orðalagi sálmsins í kver-
inu fyrnefnda, en að öðru leyti
eftir því sem Guðrún Jónsdótt-
ir, bónda á Stórólfshvoli Sig-
urðssonar, móðursystir okkar
kendi Keldnakrökkunum sálm-
inn allan. Var hann þá jafnan
nefndur Auraselssálmur, að
sjálfsögðu rangæst nafn, eftir
bústað hjónanna. 9. versið hér,
er 11. í sálmakverinu. Og bei
þar á milli, hvort sendiboðinn
eða prestur hafi mælt fram efni
þess. Þykja má líklegra, að
engill en prestur hafi umboð til
að segja: “Hjálp frá drotni skulu
fá” og æfilangt þeim fylgja á”.
V. G.
♦ -f ♦
Hýrir gestir hér að borði,
heiðri gæddir skynsemdar.
Eg vil ykkur einu orði
ávarpa til skemtunar.
Þolinmæði þýða hér
þið verðið að sýna mér
meðan þyl eg firðum fríðum
fréttir nýjar tals af hlíðum.
Árla morguns úti staddur
eg var þegar daga tók,
vænstum nætur værðum saddur,
veðrið blítt mér yndi jók.
Hvarflað varð mér hér og þar,
horfði eg á stjörnurnar,
birtu huldu sælu sína
sólin þegar tók að skína.
Morgunroðans birtu blíða
bar um skýin til og frá,
sólin vóð með fegurð fríða
fram úr dimmum ægi þá.
Mitt í þessu — mælti’ eg frí —
mér varð litið suðrið í,
sá eg mann á klárum klæðum
koma til mín ofan af hæðum.
Hjá mér staðar nema náði,
nafn þitt—sagði’ eg—herm þú
mér.
Hinn því ansa glaður gáði:
“Guðsráðstöfun heit mitt er.
Fylg þú mér”, hann fríður kvað,
fór eg strax og gjörði það.
Við svo báðir greitt um grundu
gengum þar um eina stundu.
Við komum á velli græna,
var þar fagurt gras að sjá,
yfrið frítt með ilman væna,
ágæt blómstur skein þar á.
Mitt á þessum velli var
veglegt rjóður tilsýndar.
Meyjar tvær, með sóma sætum,
sátu þar á stóli mætum
Sín á milli band ’eitt báru,
báðar voru’ að tvinna það,
þá leit eg—með þeli kláru—
að það var orðið margfaldað.
Undrast tók eg aðburð þann
og minn spurði fylgdarmann:
Hvað alt þetta hefði’ að boða
hér sem gjörði eg að skoða.
Hann nam svörin þýðust þylja:
“Þessar meyjar—víst til sanns—
þær eru sendar—þú mátt skilja
það—frá drottni himnaranns.
Önnur heitir Hamingja,
hin er köiluð Ánægja,
báðar fylgjast að þær eiga
og allri gæfu stýra mega.
Með sér þýðing ber það þlíða
bandið, sem þær handleika:
það er elskufestin fríða
frómra hjónaefnanna,
sem í dag skal sjálfur þú
saman vígja glaður nú.
Guð hefir tvinnað bandið besta
og blessun lagt þar yfir mesta.
Páll og Guðrún, hjónin hýru
hjálp frá drottni skulu fá,
ánægja með yndi dýru
æfilangt þeim fylgja á.