Lögberg - 15.04.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.04.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. APRJL 1943. Bjarni Jónsson: Stjörnuheiminum lokið upp Sjöstjarnan verður að þúsundum stjarna. “Og opni svo nóttin Guðs helgi- dóm há með sitt himneska gullljósasafn, hvað er mannaverk? hégómi, hugsa eg þá, allt er hjóm, nema hýis eilífa nafn”. Vitalis. Náttúran fyrir ofan oss, him- ininn, með öllum stjörnunum, er heldur ekki öll, þar senr hún er séð. Það er fleira en smæddin, sem leynir fyrir oss dásemdun- um í sköpunardýrð skaparans, fjarlægðin gerir það líka. Aldirnar liðu. Ávalt voru ein- hverjir uppi, sem voru ósvefn- ugir og “hugðu að stjörnum” um nætur, eins og þeir Einar Þveræingur og Stjörnu-Oddi í Múla í Aðalreykjadal. Hugmynd irnar voru barnslegar. Jörðin var flöt, “kringla heimsins”, og stóð kyrr, en öll himjnhvelfing- in snerist um, eða var “stað haldandi í kyrleiks valdi”, eins og Eysteinn kveður í Lilju. Grískir spekingar í fornöld kom- ust að þeirri niðurstöðu, að jörðin mundi vera hnattmynduð en lengra komust þeir ekki. Þess var getið til, að hún mundi snúast um sjálfa sig, en því trúðu fæstir, eins og stendur í Málsháttakvæði Bjarna Orkn- eyjabiskups: “Heimi heyri eg sagt að snúi, seggir fæstir hygg eg að því trúi”. Stjörnufróðasti maður forn- aldarinnar, Ptolomæus, uppi hálfri 2. öld f. k., kollvarpaði öllum þessum getgátum. Heims- skoðun hans um flatneskju jarð- ar og að hún væri hreyfingar- laus miðdepill alheimsins, hélst frá því fram um miðja 16. öld e. Kr. Reikistjörnurnar sýmlegu í sólkerfi voru þekktu menn frá sólstjörnunum; voru þær 7 alls að meðtaldri sól og tungli og hvörfuðu þær allar um jörðina, hver í sínum heimi. Þær Uranus og Neptúnus fékk enginn greint berum augum, en engin tæki voru til að “skyggnast inn í hið hulda, sem nokkuð var fjær”. Reikistjörnurnar voru taldar í þessari röð: 1. Tunglið, næst jörðu, 2. Merkúríus, 3. Venus, 4. Sólin, 5. Marz, 6. Júpíter, 7. Satumus. Saturnus-himininn var efstur, fjarst jörðu. Ptolomæus byggði hugmynd sína á heimsskoðun hins gríska heimspekings Aristótelesar, kenn ara Alexanders hins mikla. Stóð sú kenning óhögguð allt til þess er Nikulás Kópernikus koli- varpaði henni með riti sínu um “Gang himintunglanna”, er gef- ið var út í Nurnberg 1543; vakt- ist þá upp hver af öðarum til að athuga stjörnuheiminn betur. En þeir fengu eigi lokið hon- um upp með berum augum. Þó hafði Moestlin, kennari hins fræga stjarnfræðings J. Keplers, svo hvassa sjón, að hann gat greint 14 stjörnur í Sjöstjörn- unni og markað 11 af þeim á stjörnubréf. Nú fór margan forvitinn að gruna, að stjörnuheimurinn mundi ekki vera allur, þar sem hann væri séður. En hvernig átti að komast að raun um það? En nú vildi skaparinn. að mannkyninu skyldi eigi vera ókunnugt um niðurröðun hans í stjörnuheiminum um aldur og æfi; hann vildi svala hinni ný- vöknuðu forvitni hinna sann- leiksleitandi manna. Það voru ólæsir gleraugna- smiðir í Middelberg á Sælandi í Hollandi, sem skaparinn valdi til þess að finna upp verkfæri, sem nota mætti til að sjá fjar- læga hluti. Og um aldamótin 1600 eru þeir farnir að nota þessi verkfæri og kölluðu kíki og er það orð talið vera dregið af orðinu keikur, þ. e. sá, sem kastar höfði á bak aftur, til að sjá það, sem er fjarri eða ofar honum sjálfum. Sjónglerjasmið- irnir hollenzku voru engir rit- snillingar. Þeir lýsa hvergi þessari uppgötvun sinni; hafa heldur ekki verið sér þess með- vitandi, að hún væri jafn mikil- væg og hún reyndist. Er því með öllu óvíst, hver þeirra hafi fyrstur uppgötvað þessa nýung. Gleraugnagerðin var orðin göm- ul þar í landi; má því furða þykja, að enginn skyldi hitta á það fyrr, hvað gerðist, ef horft væri í gegnum tvö sjóngler með hæfilegu millibili. En þegar það var fundið, þá lá nærri að búa til tvær sjónpípur og smeygja hvorri innan í aðra. Það eitt er víst um -uppfindn- ing”u þessa, að í skjalasaíni holl- enzku stjórnarinnar hefir fund- izt bréf, ritað 2. okt. 1608, þar sem stjórnin svarar umsóknar- bréfi frá Jóhannesi Lippersheý, sjónglerjasmið í Middelburg; hafði hann sótt um einkaleyfi til að smíða kíkira eða þá æfin- legt uppeldi af almannafé. Stjómin kvaðst eigi geta veitt þetta einkaleifi, því að þeir væru svo margir, sem hefðu fundið upp sams konar verkfæri, enda segir einhver rithöfundur þeirra tíma, að allir gleraugnasmiðir hafi þótzt hafa' fundið kíkirinn fyrstir. En hvort Jóhannes Lipp- ershey eða Zakarías Janson hafi gert fyrsta kíkirinn er óráðin gáta; en líklegt þykir, að Jan- sen hafi fyrstur smíðað smá- sjána, en Lippershey kíkirinn. Stjórnin hollenzka gerði Lipp- ershey þá úrlausn, að hún skyldi kaupa af honum^tvo kíkira háu verði, en tók það fram, að þeir yrðu að vera svo gerðir, að sjá mætti með þeim báðum augum. Upp frá þessu barst svo þekking- in á kíkirnum út um alla Norð- urálfuna á skömmum tíma. Smíðaði nú hver af öðrum kík- ira eftir lýsingum eða lausleg- um bendingum og allir þóttust þeir vera frumsmiðir að honum. Einhver varð til þess að hafa hollenzkan kíki með sér suður til Feneyja og þaðan til Róma- borgar. Hinn frægi stjörnufræðingur Galileo Galilei, heyrði getið um þetta verkfæri í maí 1609, hversu sjá mætti með því í fjarska Og þótt hann hefði ekki séð kíkinn sjálfur né heyrt honum greinilega lýst, þá tókst honum að smíða nýjan kíki af hugviti sínu. Allar sínar stjörnúrann- sóknir gerði hann síðan með þeim kíki og varð heimsfrægur af. Galilei var fæddur í borginni Pisa á ítalíu, var komin af að- alsætt einni í Florentz. Faðir hans Vincenzo var heimspek- ingur og lærður vel og ritaði margt um sönglist; en ekki #gat hann veitt sonum sínum ræki- lega fræðslu. En samt tókst Galilei, þótt margt hamlaði, að afla sér talsverðrar þekkingar á fornmenntum* og almennum lærdómsgreinum þeirra tíma; þar að auki var hann orðinn talsvert leikinn í dráttlist, mál- aralist og söng. Svo er að sjá, sém Golilei hafi sjálfur ætlað að gera dráttlist að æfistarfi sínu, en faðir hans kom honum þá í háskólann í Pisa; þar átti hann að nema læknisfræði; en Galilei iðkaði hinar fyrri listir sínar í öllum tómstundum sínum, einkum dráttlistina; varð það til þess, að hann var látinn læra mæl- ingafræði. Faðir hans var þessu mótfallinn, en lét þó tilleiðast, að sonur hans fengi að rækja þá gáfuna, sem honum var gef- in. Þegar faðir hans dó, hvíldi sú skylda á honum að annast heimili föður síns. En s&ömmu síðar fékk Ulbaldi, vinur hans, því til leiðar komið, að honum var veitt kennarastaða við há- skólann í Padova um sex ára skeið. Þangað fluttist hann svo; en lág voru launin, 360 krónur á ári. í Padova var hugsunarfrelsi meira en í Pisa. Þar voru ekki fylgismenn kenninga Aristóteles ar allt af á hælunum á honum til þess að gera honum lífið leitt. Smíðaði hann þar ýmsar vélar fyrir ríkið og samdi rit um margvísleg efni, sólskífur, afl- fræði, stjörnufræði, byggingar- list og jafnvel víggirðingar. Allt hafði hann flutt þetta áður í fyrirlestrum við háskólann og þótti nýstárlegt. Hitamælir fann hann og notaði bæði loft og vatn til þeirra mælinga. Um sömu*mundir tók hann að skrifast á við stjörnufræðing- inn Kepler og héldust þau bréfa skifti meðan þeir lifðu báðir. Þá var hann og farinn að hall- ast að skoðun Kópernikusar á sólkerfi voru. í bréfi til Keplers, kveðst hann aldrei láta sann- færingu sína í ljós um sannindi nýrrar kenningar fyrr en nokkr um árum síðar en hann hafi öðlast hana. “Efinn er frum- kvöðull uppgötvananna fyrir mér og leiðin til að finna sann- leikann”, segir hann. Þegar kennslutími Galilei í Padova var á enda, bauð öld ungaráðið í Feneyjum honum kennarastöðu við háskólann þar, og skyldi hann nú hafa 720 krónur að árslaunum. Um þær mundir tókst hon- um að sjá stjörnu í stjörnu- merki því, sem nefnist Naður- valdur; andmælti hann þá þeirri skoðun, að slíkir fyrirburðir væru vígahnettir og sannaði með mælingum, að hún væri langt fyrir utan sólkerfi vort. Var þá lengdur kennslutími hans við háskólann og árslaun hans hækkuð um 400 krónur. Kom þá svo mikill fjöldi manná til að hlýða á fyrrilestra hans, að hann varð stundum að halda þá undir berum himni. Þá var það, að honum barst til eyrna fregnin um hollenzka kíkirinn; hefði hann þann eigin- leika, að fjarlægir hlutir sýnd- ust nálægir, ef í hann væri horft. Sagt var, að frumsmið- urinn að þeim kíki hefði verið Metius Adriaan frá Alkmaar, stærðfræðingur of stjörnufræð- ingur, einn af lærisveinum Tyge Brahe’s, hins fræga danska stjörnufræðings. Galilei hvarf nú aftur frá Fen eyjum til Padova og hugsaði nú ekki um annað en þessa nýung og var .að, þangað til honum tókst sjálfum að búa til kíki; setti hann sjóngler saman á ýmsa vegu, þangað til honum tókst sjálfum að finna þennan leyndardóm. Fyrsti kíkirinn þrí- stækkaði hlutina. Þessi kíkir var í fyrstu ekki annað en organ- pípa úr blýi; var kúpt sjóngler í öðrum enda hans, en íhvolft í hinum. Fór hann nú með kíki sinn til Feneyja og fengu færri að sjá hann en vildu. Öldunga- rgð borgarinnar veitti honum þá kennarastöðu við háskólann í Padova að nýju, og skyldi hann nú hafa 2000 krónur að árslaun- um. Skömmu síðar smíðaði hann annan kíki, sem stækkaði átt- falt og loks hinn þriðja, er stækk aði méira en þrítugfak. Þá opn- aðist stjörnuheimurinn fyrir hon um í allri sinni dýrð; nú sá hann það, sem ekkert mannlegt auga hafði áður litið og þá fyllt- ist hjarta hans “ótrúlega mikl- um fögnuði”. Fyrst af öllu at- hugaði hann tunglið og sá þar fyrstur manna fjöll og dali og sléttur, þar sem annars sjást eigi glöggt nema 6. Og loks fann hann tungl Júpíters eftir sex nátta athugun, og hugði það vera reikistjörnur. En ekki lét hann það þó upp fyr en 22. marz s. á., eftir margítrekaðar athug- anir; var hann þá fyrst viss um, að sér hefði ekki missýnst. Allar þessar uppgötvanir sín- ar birti hann í nýju riti, er nefndist: Stjörnuboðskapurinn. 15. maí 1618 tókst Kepler að sanna, að þessar “reikistjörnur”, sem Galilei hefði fundið, væru hin 4 tungl Júpíters. Gömlu stjörnufræðingarnir, fylgismenn Ptólomæusar fóru móðgandi orðum um þennan stjörnuboðskap Galileis og vildu engu trúa. Sumir andmæltu há- stöfum því guðleysi hans, að hann skyldi vera að búa til dali í hina björtu ásjónu tungls- ins. Aðrir sögðu, að þessi tungl, sem hann þættist sjá kringum Júpíter, kæmu ekki af öðru en glámsýni hans; mundu þau stafa af endurkasti ljóssins. Kennari einn við háskólann í Padova færði þær ástæður gegn hinum nýju reikistjörnum, að ekki væru til nema 7 tegundir málma, 7 dagar í viku og 7 op á höfði hanns; þess vegna gætu eigi til verið nema 7 reikistjörn- ur. Og þegar svo þessum kenn- ara var þröngvað til að sjá tungl in sjálfur í kíkinum, þá varð honum að orði, að fyrst þau sæust ekki berum augum, þá væru þau til einskis gagnsr og þar af leiðandi væru þau ekki til! Galilei hafði einmitt tekið það fram í boðskap sínum, að nú væri það sýnt, að það væri röng skoðun, að Guð hefði skap- að allar stjörnurnar til þess að “lýsa jörðinni”, eins og ráða mætti af sköpunársögu biblí- unnar; mun kennarinn hafa átt við þetta, er hann sagði að ný- fundnu tunglin væru “gagns- laus”. Það voru þessi ummæli Galileis, sem andstæðingar hans kölluðu “óguðleg”. — Klerkarnir unnu ósleitilega að því á miðöldunum að samrýma náttúruspeki og heimsskoðun Aristótelesar og annara frum- spekinga við biblíuna; fékk hin heiðna speki af því svo mikla helgi, að ekki mátti orði hagga. Frumkvöðlar frjálsrar náttúru- rannsóknar fengu að kenna á því lengi fram eftir; greindi hana eitthvað á við frumspek- ina, þá þótti það vera goðgá og var þess oft hefnt greypi- lega. Galilei varð nokkurs kon- ar píslarvottur í þeim skilningi. Þá er næst að segja frá því, að Kosmos II., stórhertogi í Toskano hét Galilei ríflegum árslaunum og öðrum hagsbót- um, ef hann vildi ganga í þjón- ustu sína. Þessu kostaboði tók Galilei, sem aldrei skyldi verið hafa. Því að þótt hertoginn væri verndari listamanna og vísinda- manna, eins og fyrirrennarar hans höfðu verið, þá stóð svo á, að í Florentz, þar sem Galilei átti nú að setjast að, réðu þeir einmitt lögum og lofum, sem andstæðastir voru allri frjálsri rannsókn náttúrunnar. Gamla náttúruspekin nægði þeim; væri bornar brigður á hana, þá var klerkunum að mæta. Og í Flor- entz varð Galilei fyrir barðinu á þeim og rannsóknarréttinum illræmda. Auk þess átti hann fjölda öfundarmanna og beittu þeir óspart rógi og undirferli til þess að hann kæmist undir dóm klerkanna. Galilei lét það nú vera fyr£ta verkið sitt í Florentz að gefa út allar uppgötvanir sínar í heimi stjarnanna, til þess að aðrir eign uðu sér þær ekki, eins og oft hafði gert verið. Árið 1610 birti hann, að Saturnus væri þrefald- ur eða vængjaður, því að hann gat ekki greint hringi stjörn- unnar í kíki sínum frá henni sjálfri. Hann sá kvartilaskifti á Venus og var þá fengin skýlaus sönnun fyrir því að Venus gengi kringum sólina. Og fyrstur at- hugaði hann sólblettina og á- lyktaði af þeim, að sólin snerist um sjálfa sig. Árið 1611 fór Galilei til Róma- borgar og uppgötvaði þar sumt af því, sem nú var talið. Hann setti stjörnukiki sinn upp í garði Bandini kardinála; var honum sýndur þar hinn mesti sómi. Var hann nú búinn að ná hámarki gæfu sinnar. En nú fór andúðin gegn hon- um að magnast, enda var hann óvæginn í garð andstæðinga sinna og réðist einatt allmein- lega á náttúruskoðanir frum- spekinga; var sú glíma fyrir löngu hafin, því gð árum saman hafði hann opinberlega fylgt kenningu Kóp>ernikusar. Þetta notuðu andstæðingar hans og öfundarmenn sér til þess að gera aðsúg að honum; töldu þeir að frumspekin og biblían væri samihljóða um það, að sólin gengi kringum jörðina. Klerkur einn í Toskana prédikaði gegn þeirri römmu trúarvillu, að jörðin væri'' látin skoppa um himingeimiíin. Og einhver mein fyndinn munkur þeytti að Gali- lei ræðu út af orðunum: “Gali- lear, hví standið þér hér og horfið til himins!” Á næsta ári ritaði Galilei bréf Costelli ábóta og sýndi þar fram á, að orðalag biblíunnar ætti eigi að skilja eftir vanalegum hugmyndum frumspekinganna, því að biblían væri ætluð til atf vísa mönnum veg sáluhjálpar- Af Steikarpönnunni og inn í Skotlínuna Sparið urgang FITU og BEINA Canada þarf alt flot, allan fituúrgang, öll bein úr hverju eídhúsi í Canada. Úr fitu fæst glycerine, og úr glycerine sprengiefni. Úr beinum fæst fita til stríðsiðnaðar. Fleygið engum dropa af notaðri fitu, svínafeiti, floti eða nokkurri annari steikarafitu; alls þessa er þörf til að vinna stríðið. Síið alt flot í venjulegri síu, og látið í hreina, munnvíða könnu. Sparið allan fituúrgang, soðinn eða ósoðinn. og öll bein, soðin eða ósoðin. Er pund eða meira hefir safnast, þá tak- ið það lil kjölsalans, sem greiðir ákvæð- isverð fyrir fituúrgang. Eða þér látið Municipal eða Salvage nefndina í um- hverfi yðar fá þeiia. Gerið eldhús yðar að hergagnasmiðju. Það er nóg dulið sprengiefni í tíu pundum af fitu til þess að hleypa af 49 loftvarnabyssukúlum. Með þessum hætti vinníð þér daglega að sigri unz stríði lýkur. DEPARTMENT OF NATIONAL WAR SERVICES NATIONAL SALVAGE DIVISION WOMEN-Serve with the C.W.A.C. Yoy are wanied — Age limiis 18 io 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Women’s Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Gei in Line — Every Fii Man Needed Age limiis 18 io 45 War Veterans up io 55 needed for VETERAN’S GUARD (Active) Local Recruiling Representaiive

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.