Lögberg - 15.04.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.04.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. APRJL 1943. I -----------IbStierg--------------------- Geíið út hvern fimtirdag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Bögberg” is printed and publishea by The Columbia Press, Dimited, 695 Sargent Avenue ( Winnipeg. Míinitoba PHOXE S6 327 forustu hans um allmörg undangengin ár; hann er þjóðkunnur maður, sem haft hefir með höndum fyrir hönd sambandsstjórnar yfireftir- lit með vistabirgðum þjóðarinnar, og skipar torsæti í þeirri nefnd, sem um útflutning svínakjöts fjallar. Mr. Taggart er aldrei myrkur í máli; hann gerskilur kjör vestrænna bænda, og krefst ekki annars af þeim en þess, sem sanngjarnt er; það verður því ekki .annað sagt, en forstöðunefnd Sigurlánsins í Manitoba hafi tekist vel til, er hún fékk Mr. Taggart til þess að ríða á vaðið, að því er viðkemur þessari miklu og alveg óumflýjanlegu fjár- söfnun. Hans Klaufi: Dr dagbók Högna Jónmundar Mánudaginn 15. des. 1941. Eg kom heim af spítalanum í gær. Þegar tekið er. tillit til als, þá er það hreinasta krafta- verk, hve mikil mannsmynd er á mér eftir þetta allt saman. Þó skal því ekki neitað, að enn þá er sálin vesæl og bágborin. Oryggismálin heima fyrir 0 Þó naumast verði deildar meiningar um það, hve óumflýjanlegt það sé í “frelsandi fram- tíðarnafni”, að láta hvergi bilbug á sér finna unz stríðssókninni er lokið af vorri hálfu með fullnaðarsigri, þá má það þó ekki undir rtein- um kringumstæðum viðgangast, að sjálfsögð- um umbótum á vettvangi öryggismála vorra heima fyrir sé slegið á frest. Á sambandsþingi voru er nú meira rætt um þjóðfélagsöryggi á sviði efnahagslegrar og heilsufarslegrar af- komu Canadisku þjóðarinnar, en ven^a hefir veríð áður til, og miðar slíkt óneitanlega í rétta átt; engu að síður hafa þó komið fram raddir um það, að áminstum umbótum ætti að fresta fram yfir stríðslok, eða þangað til að víst væri að þjóðin yrði þess umkomin, að hrinda þeim { framkvæmd; ein slík -rödd hefir gert vart við sig í blaðinu Montreal Star; rödd, sem vonandi fær “formælendur fá”, eins og hið íornkveðna segir. Þó það sé vitanlega margt, sem aðkallar um þessar mundir og í mörg horn að líta, þá er það að minsta kosti deginum ljósara, að hækk- un á ellistyrk, né styrk tií blindra, má ekki lengur slá á frest; slíkt yrði ósamboðið sæmd þjóðarinnar. í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna nemur ellistyrkurinn, eða réttara sagt eftirlaun ‘ sólsetursbarnanna” 40 dollurum á mánuði; á þeirri upphæð er unt að lifa sæmilegu lífi, og njóta að nokkru verðskuldaðs öryggis eftir langt ævistarf; þar er styrkurinn miðaður við 65 ár, í stað þess sem hið aldraða fólk vort í ýmsum fylkjum þessa unga, auðuga lands, verður að sætta sig við að draga fram lífið á 25 eða liðlega 26 dollurum um mánuðinn, og getur eigi fyr orðið styrksins aðnjótandi, en það hefir fylt sjöunda tuginn; það liggur í augum uppi, hvernig aðbúð þess fólks sé hátt- að, sem þannig er ástatt með; enda vita þeir það, er til þekkja, að þetta fólk fer svo að segja alls á mis, og horfist í augu við vestræn- an fimbulvetur illa fætt og fátæklega klætt. Og sé um einhverja stjórnskipulegra árekstra að ræða milli sambandsstjórnar og stjórna hinna einstöku fylkja, er staðið hafi í vegi fyrir skynsamlegri úrlausn þessa mikilvæga mann- úðarmáls, verður að ryðja þeim úr vegi um- svifalaust. Nokkrar líkur eru á, að lagt verði fyrir sam- bandsþing að þessu sinni frumvarp til laga um almennar heilsutryggingar; er hér um slíkt r.auðsynjamál áð ræða, sem varðar allar stétt- ir þjóðfélagsins jafnt, að gera má sér vonir um, að reipdháttur þingflokkanna verði því ekki að fótakefli. Dýrmætasta innstæða hvers lands, er fólkið sjálft; hugstælt og heilbrigt fólk, sem kvíðir ekki komandi degi. Sigurlánið Eins og þegar er vitað, kemur hið fjórða sigurlán Canadisku þjóðarinnar til útboðs á mánudaginn þann 26. yfirstandandi mánaðar. Upphæðin, sem farið ér fram á nemur $1,100, 000,000, en skerfi*r Manitoba er miðaður við 75 miljónir. Undirbúningur að þessari miklu og óumflýjanlegu fjársöfnun er þegar hafinn frá strönd til strandar. Hon J. G. Taggart, landbúnaðarráðherra Saskatcftewan-fylkis, fylgir Manitoba-söfnun- inni úr hlaði með ræðu, sem hann flytur í Kiwanisklúbbnum hér í borginni daginn, sem salan hefst, og verður ræðunni útvarpað yfir CJRC útvarpsstöðina kl. 1,15 e. h. þann dag. Umtalsefni hans nefnist “The Farmers Place in the War’' (Aðstaða bænda á tímum stríðs- ins). Það er í raun og veru óþarft, að kynna Mr. Taggart bændum þessa lands; allra sízt bændum vestanlands, sem1 notið hafa ágætrar Framhalds samstarf óhjákvæmilegt Roosevelt forseti hefir fyrir skömmu látið þannig um. mælt, að ágreiningsefni innan vé- banda sameinuðu þjóðanna næmi aðeins fimm .af hundraði; í svipaðan streng tók Mr. Eden meðan hann dvaldi í Ottawa fyrir fáum dög- um; að efast um dómgreind þessara merku manna, kemur víst fáum til hugar, og að því er því viðkemur, að flýta fyrir hruni Nazismans þýzka, má vel ætla, að hér sé um hárréttu áætlun ágreiningsefna að ræða. En sé nú ein- drægni hinna sameinuðu þjóða í öllum efnum slík, sem þessi mikilsmetnu stjórnmálaleið- togar í sameiningu skýra frá, hlýtur Stalin að hafa tekið allmiklum andlegum sinnaskiptum síðan hann gaf Rauða heTnum það til vitundar, að rússneska þjóðin bæri í raun og veru ein þýngstu byrðar stríðsins. Sé um að ræða 95 af hundraði eindrægni stríðssókninni viðvíkj- andi meðal hinna sameinuðu þjóða, þá ætti hver aðilji um sig, að njóta réttmætrar viður- kenningar fyrir þær fórnir, sem hann hefir innt af hendi í þágu sameiginlegrar frelsis- baráttu, og ætti slíkt þá að koma að góðu haldi, er til þess kemur að semja um frið. Það væri engan veginn rétt, að halda því íram, að hinar vestrænu þjóðir hefðu auðsýnt Kússum tómlætið eitt; þær hafa dáð hetjulun'd rússnesku hersveitanna á vígvelli og undrast þol þeirra í hinum bitrustu mannraunum; þær vita að þakkarskuld þeirra við rússnesku þjóð- ina er í rauninni ómælileg, því án hennar styrku og sameinuðu átaka, gat svo hafa farið, að Hitler væri nú yfirdrottnari mannheima, að undanskildu Rússlandi og vesturhveli jarð- ar; á hinn bóginn ber þess að gæta, að ef eigi hefði verið vegna átaka hinna samein- uðu þjóða í lofti, á sjó og á landi, er engan veginn óhugsandi, að svo hefði skipast til að stjórnaraðsetur Rússa væri nú hinumegin Úral- fjalla; þetta mál, engu síður en önnur mál, verður að skoðast frá öllum hliðum. Samstarf sameinuðu þjóðanna meðan á stríð- inu stendur, er vitaskuld mikilvægt; en það verður engu síður mikilvægt'er til þess kemur að leggja grundvöllinn að framtíðarfriði; þéim friði, sem vér verðum að vinna, engu síður en stríðið sjálft. ((ci * f *” okinraxi Slíkt er nafn á Tímariti Ungmennafélags Islands, sem Eiríkur J. Eiríksson sóknarprestur að Núpi í Dýrafirði, er ritstjóri að. Desember heftið 1942, hefir Lögbergi nýverið borist til umsagnar, og verður ekki annað sagt en það sé vel úr garði gert, og innihaldi nytsaman íróðleik. Veigamesta ritgerðin, sem hefti þetta flytur, er sú um Einar Jónsson myndhöggvara, eftir séra Jakob Jónsson; er hún í viðtalsformi, og fjallar um háleitustu lífsskoðanir þessa sér- stæða listamanns; ellefu myndir prýða ritgerð þessa, er auka allverulega á gildi hennar. “Kveðja til hlutlauss vinar”, er fyrirsögn á ágætu kvæði eftir Borgfirðingaskáldið Guð- mund Böðvarsson; ljóð þetta er í fjórum smá- köflum, og fer hér á eftir sá síðasti: ‘ Nú brjótast í svefnrofum barnungir tímar við bylting og hergöngulag. Það er hamingja þín, eða hamingjuleysi, þessi hending: að lifa í dag. Þú ert hamingjubarn, ef þú brosir að hótun þá mun hugleysið verða þín gröf, og þá tapast þér frajntíð og tilveruréttur, þá tapast þér lönd þín og höf. Þú ert hamingjulaus, ef þú brosir að hótun þíns böðuls um útlegð frá sól, en kvikar ei hársbreidd frá köllun þíns hjarta í kúgarans pyntingastól.” Að öllu samanlögðu, er tímarit þetta* hið eigulegasta,. og mætti vel njóta útbreiðslu nokkurrar meðal íslendinga vestan hafs. Læknaneminn, sem stundaði mig, eða réttara sagt, æfði sig á mér, talaði mikið við mig um ameiáska úrvalsliðið. Hann spáði því, að á tiltölulega skömmum tíma myndi þeim takast að fækka hinum íslenzku hræðum um helming, með áframhald- andi dugnaði. Þó sagðist hann ekki kvarta persónulega, því að svona hvalreki hefði verið lækna stéttinni nauðsynlegur, eftir að Sjúkrasamlagið kom til skjal- anná. 1 fyrstu var mér það 1 hulin ráðgáta, hvers vegna vesa- lings maðurinn rausaði allt þetta yfir mér, en svo komst eg að því hjá vökukonunni, að Karó- lína hafði sagt þeim á spítal- anum, að eg hefði orðið fyrir árás öflugrar^ amerískrar her- deildar. Þetta hefir víst verið mjög sennileg saga, því að það er haft eftir hjúkrunarkonunni, sem var á vakt, þegar komið var með mig, að það hefði svo sem verið auðsætt, að hér hefði heilt herfylki verið að verki við skemdarstarfsemina. Það veit enginn, hvað hún Karólína get- ur verið dugleg, þegar hún tekur sig til. Þegar eg kom heim, tók hún ótrúlega vel á móti mér, og var afar þægileg í viðmóti. Jafnblíð hefir hún aldrei verið, síðan hún var að draga sig eftir mér, fyrir rúm- um tuttugu árum. Eg var þá lærlingur hjá Jóni í Kóinu, en hún var í fisk hjá Duus. Eg eg gleymi aldrei, hvað hún var fljót að breyta um átt, eftir að séta Jóhann var búinn að splæsa okkur saman. Þótt skömm sé frá að segja, þá hefir mér ávalt verið dálítið í nöp við blessað- an prestinn síðan, þó að hann eigi auðvitað enga sök á því. Maður gekk út í þetta alsjáandi og getur sjálfum sér um kennt. Mig grunaði strax við heim-, komuna, að eitthvað byggi und- ir þessari óvæntu blíðu, enda kom það á daginn, áður' en langt um leið. Um kvöldið kom Karólína og settist á rúmstokk- inn hjá mér, með handavinn- una sína. Handavinnan er salla- fínn kaffidúkur, sem hún hefir verið að níðast á síðustu fjögur árin. Hún var óskaplega mann- eskjuleg og talaði við mig rétt eins og eg væri lifandi vera, gædd holdi, blóði og mannleg- um tilfinningum. Hún talaði við mig um undirbúning jólanna, “ástandið”, stríðið, veðráttuna, stjórnmálamennina og yfirleitt allar hugsanlegar plágur. Hún hagræddi. mér í rúminu og spurði, hvort eg vildi ekki hærra undir höfuðið. Hún lofaði, að eg skyldi fá signa grásleppu til miðdags næstkomandi laugar- dag. Það var uppáhaldsmatur- inn minn, grásleppa. Hún vissi auðsjáanlega ekki, hvað hún ætti að gera mér til geðs. En að lokum kom það, sem henni lá þyngst á hjarta. Hún stakk upp á því, að við leigðum út litla vesturherbergið. Það er það, sem eg hef eiginlega kallað mitt “prívat”, og þar hef eg fengið að sofa, þegar eg hef' verið dálítið hátt uppi, eða ekki rúmhæfur, eins og hún kallar það. Hún sagði, að Vigdís, vin- kona sín, hefði komið með brezkan setuliðsmann, meðan eg var á spítalanum, og farið þess á leit, að við leigðum honum litla herbergið. Hún sagði, að þefta væri háttsettur liðsforingi, korpóral, hélt hún helzt, afar prúður og stilltur. Hún sagði enn fremur, að þetta væri bæði föður- og móðurlaus einstæðing- ÁSTRÍK MINNING um Pál Magnússon, er andaðisl 1. apríl 1942. Hann þjáðist lengi þó með ró Hann þungan sjúkdóm bar unz drottinn honum bústað bjó, þá búið stríð hans var. Við skildum ei hans þungu þraut, ó, því er alt svo hljótt? þú horfinn ert af hérlífs braut í helgri þögn sof rótt. Kona þín Anna, móðir og faðir,' munu ávalt minnast þín. ur, sem hvergi hefði höfði sínu að að halla, og það væri hrein- asta mannkærleikaverk að skjóta skjólhúsi yfir hann. Eg gleymdi mér rétt sem snöggv- ast og spurði, hvort þessi munaðarleysingi ætti svo að halla höfði sínu að henni, en þá sleppti hún sér alveg. Hún helti úr skálum reiði sinnar yfir mig og sagði, að alltaf væri eg jafn nápúkalegur og hugsaði aldrei um neitt nema sjálfan mig. Mig sárlangaði til þess að svara ofurlítið fyrir mig, en eg þorði það ekki, enda var hún ekki árennileg. Alt í einu færðist lymskulegt bros yfir andlit hennar, og hún sagði: “Já, það er líka alveg satt, eg var næstum búinn að gleyma að segja þér, að það kom bréf til þín, meðan þú varst á spít- alanum.” Hún horfði glottandi á mig, en það sló út um mig köldum svita. Það hafa ef til vill verið eðli- legar afleiðingar áfallsins á dög- unum. Svo hélt hún áfranr * “Eg opnaði bréfið í ógáti ” Það lá við, að eg óskaði þess, að. hún slægi mig í rot. Eftir drykklanga stund fékk eg stun- ið upp: “Hvar er bréfið, og frá hverj- um er það?” Nú gottaði hún sig grimmi lega. “Það er undirskrifað af ein- hverri kvenpersónu, sem kallar sig Guðrúnu Teitsdóttur. Eg hefði gaman af að vita, hvort þú kannast nokkuð við hana?” “Aldrei heyrt hana nefnda,” hvíslaði eg. “Það gleður mig sannarlega,” sagði hún, og augu hennax brenndu sig inn í veiklaðan lík- ama minn. Eg lokaði augunum, en ekk- ert skeði, enda var eg nýkom- inn heim af spítalanum. Eftir nokkra þögn mælti Karólína: “Nú, hvað segir þú svo um að leigja setuliðsmanninum her- bergið?” Án minnstu umhugsunar svar- aði eg: “Alveg guðvelkomið.” “Mikið var,” sagði hún. Það stendur ekki á henni Karólínu, ef hún getur gert góðverk; það má hún eiga. Samtíðin. Undir halastjörnum Ljósgeislar merla svell frá sjónarstóli stjarnkonungs þess, er næturhimni ræður. Ungfrævin blunda bljúg í mjallarskjóli. Bláloftin vefja norðurljósaslæður. Sólskrikjan kúrir, vetrarörmum varin, vordraumageislum lýsir næturtrafið. Síðbúinn þröstur syrgir burtu farinn söngbræðraflokk, er kvaddi hann fram við hafið. Mannsandinn baðar vonavængjum þöndum, veglausa geiminn hugarsjónum spannar. Leitandans þrá, í holdsins fjötur færð, keppir að verða fleyg að furðuströndum fjarlægsta draumsins, þar, er sér og kannar eindanna smæð og alverunnar stærð. Sofandi barn á móðurarmi minnist morgunsins fyrsta, þegar ljósið glóði. Fullorðins þroska sagan óskráð innist atvikaskýr í draumsins þagnarljóði. Fortíðin segir sögu blóði ritna. Síspurul nútíð hlustar eftir svörum. Framtíðm krefur vægðarlausra vitna valdið, sem ræður lífsins þrautakjörum. Framtíðarherir dauðalausra dáða djarfhuga svipta tímans rökkurhjúpi, fagnaðarsöngvum örva lífsins æð. Alúðarblærinn hressir særða og hrjáða. Hrímfaxi laugar mön í yzta djúpi. Skinfaxi stikar himinblámans hæð. Draumheimatákn, sem engin vaka eyðir, yfirlit hugans, framar þekktum slóðum, skyn þitt er vald, sem opnar luktar leiðir langvegu fjær því, sem við áður stóðum. Blóðferill, genginn ótal aldaröðum, auga það skelfir, sem til baka lítur, vorsagan skráð á haustsins bleiku blöðum, blekkingalíf, sem einskis þroska nýtur. Lífsmyndir þær, sem andinn skynjar ofar og utan þessum heli vígðu brautum, eg sé í nálægð setja ragnadóm. Þar brennur allt, sem engum þroska lofar, en askur lífsins vex að himinskautum, unz dauðans erfð er endurminning tóm. Pétur Benleinsson frá Grafardal.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.